Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN II NÓVEMBER 1943. 3 — Eg heiti Pétur. Og hann heitir Sigurgeir, svaraði eg. — Hvað stundið þið fyrir sunn- an? — Eg er kaupmaður. — Eins og hann Mikkelsen okkar í Klyfberahóli. Einmitt það. En hvað stundar þú? — Eg er heildsali, svaraði Geiri. Gamla konan hjó eftir orðinu. — Heildsali, muldraði hún, hall- aði undir flatt og hnyklaði brýrn- ar. Hvað er það? — Eg kaupi vörur í slöttum og sel þær aftur í smáskömtum. — Veslingurinn, sagði gamla konan og neri saman höndunum. Ósköp held eg að það sé þreyt- andi. — Já, samþykti Geiri spjátr- ungslega. Maður lítur aldrei glað an dag. Gamla konan færði sig að kommóðunni og skoðaði aðra myndina. Svipur hennar varð í- hugull og ástúðlegur, næstum því angurvær. Hún leit enn á Geira, virti hann lengi fyrir sér og bærði þunnar varirnar. — Hvað- an etrtu ættaður? spurði hún feimnislega. — Úr Reykjavík, svaraði Geiri. — Áttu engin skyldmenni hér í sveitinni? — Nei. — Jæja, eg er víst orðin eitt- hvað skrítin, sagði gamla konan lágt og gekk fram í eldhúsið. Hún bar okkur lútsterkt kaffi og glóðarbakaðar flatkökur, sett- ist á kistilkrílið og horfði þegj- andi á okkur, meðan við drukk- um kaffið og átum flatkökurnar. Við þögðum líka. Eg var að velta því fyrir mér, hvort eg ætti að skýra henni frá öllum málavöxt- um og borga henni tuttugu krón- ur fyrir veiðin'a. En eg gat ekki fengið mig til þess, gat ekki sagt henni, að við hefðum stolist í vatnið þeirra eins og rummungs- þjófar. Hitt væri miklu auðveld- ara að rétta henni þessar tuttugu krónur án nokkurra skýringa eða afsakana, þakka henni kærlega fyrir góðgerðirnar og stinga tveimur tíu króna seðlum í lófa hennar, banda frá sér hendinni og svara hinum klaufalegu and- mælum hennar á þá leið, að kaff- ið hefði verið alveg framúrskar- andi gott og hressandi, — ekki að tala um minni borgun. — Er ekki hættulegt að vera í Reykjavík? spurði gamla konan upp úr eins manns hljóði og horfði dapurlega í gaupnir sér. — Nei, svaraði Geiri. Það er á- gætt að vera í Reykjavík. — En það er mikið af stríðs- mönnum syðra, sagði gamla kon- an og lagði þunga áherzlu á síð- asta orðið. — Já, mesti sægur, svaraði Geiri og helti aftur í bollana. Mesti urmull af hermönnum. Als konar lýður, halanegrar og Kín- verjar. Síðan drap hann tittlinga fram an í mig, saup á kaffibollanum, beit í flatkökuna og sneri sér tyggjandi að gömlu konunni. — Hvernig er það? sagði hún spek- ingslega. Er ekkert veiðivatn hér í grendinni? — Jú-jú, Heiðartjörnin, svaraði hún eins og úti á þekju. — Hvernig er það? sagði Geiri. Veiðist nokkuð í henni? — Ekki núna. Drengirnir mín- ir veiddu svolítið fyrir mörgum árum, en báturinn er löngu orð- inn ónýtur og Gísli minn getur ekki smíðað nýjan bát. Við er- um ein. Hún þagði nokkra stund og strauk þumalfingurna á víxl, einblíndi á slitnar gólffjalirnar og deplaði varla augunum. — Drengirnir mínir fengu oft í soðið, sagði hún loks. Þeir voru svo ári snjóskir við veiðiskapinn. Eg man altaf, hvað þeir voru kátir, þegar þeir fengu í soðið! Eg ókyrðist í sætinu. Mér leið illa. Eg skimaði í kringum mig og leitaði ákaft að einhverju um- ræðuefni, sem gæti beint samtal- inu inn á nýjar brautir. — Ein- kennileg þessi skarsúð, sagði eg vandræðalega. Er ekki kalt hérna í baðstofunni á veturna. — Jú, skelfing, svaraði gamla konan. En Gísli minn er.ekki nærri eins kylvís og eg. Þegar trengirnir voru á lífi, svaf eg þarna í rúminu. En núna sef eg hjá Gísla. Hann er miklu heit- fengari en eg. Hún fitlaði við aðra fléttuna og horfði á okkur til skiptis eins og henni lægi eitthvað á hjarta, sem hún gæti varla komið orðum að — Kanske mennirnir vilji vera hérna í nótt? spurði hún alt í einu. Þurfa mennirnir endilega að strekkja suður í kvöld? — Já, sagði eg. Við verðum að halda áfram í kvöld. Það er ekk- ert undanfæri. — Jæja, þá ætla eg að taka til nestið handa ykkur. Eg reyndi af fremsta megni að gera henni skiljanlegt, að við þyrftum ekkert nesti en hún lét mótbárur mínar eins og vind um eyrun þjóta: Það væri nú annað- hvort, að mennirnir fengju bita til að narta í á leiðinni, — eins og fátæktin er mikil í Reykjavík, tautaði hún og' gekk fram í eld- húsið. Hún fékk okkur stærðar bö^gul mjólk í flösku, flatkökur og pott- brauð, kjötflís og súrsaðan kjamma. Við stóðum á fætur og bjuggumst til að ganga út. Geiri reykti úr pípu. Eg ræskti mig nokkrum sinnum, þakkaði gömlu konunni fyrir ' móttökurnar og laumaði tveimur tíu króna seðl- um í lófa hennar. — Peningar! sagði hún forviða og rauðir dílar spruttu fram í vöngunum. Eg tek ekki við pen- ingum fyrir kaffisopa. — Uss! sagði eg höfðinglega og sveiflaði hendinni. Þetta er ekkert. — Eg hef aldrei tekið við pen- ingum fyrir kaffisopa, sagðf- hún gröm og móðguð. Svona eg vil þá ekki! Taktu við þeim! Eg hef aldrei verið neinn gestaprettir. Síðan sneri hún sér að Geira og svipur hennar mildaðist á ný: — Mig langar til að sníkja svo- lítið. Mig langar til að biðja þig að gefa mér tínuna þá arna. Hún er svo falleg. Geiri rétti henni tóma blikk- dós undan reyktóbaki. Hún stakk henni ofan í kistilskrílið, baukaði drykklanga stund yfir kistilskrífl inu, en gaf því næst til kynna, að henni væri ekkert að vanbúnaði. Við gengum út á hlaðið. Eg var alls ekki ánægður. Mér fanst hálfgerð skömm að hún skyldi ekki þiggja aurana. Við höfðum ekki aðeíns stolið veiði úr vatn- inu, heldur einnig þegið rausn- arle^ar góðgerðir ög ríflegt nesti. Hún vildi hinsvegar ekkert taka að launum nema galtómt blikk- hylki undan reyktóbaki. Skárri voru það launin! Nú jæja, hún um það. Við spentum á okkur þunga bakpokana og tókum veiðistengurnar úr gluggakist- unni. Gamla konan fylgdi okkur af stað, trítlaði smástíg við hlið okkar með vinstri höndina í barminum. Hún mælti ekki orð frá munni, en starði fram undan sér og réð ferðinni. Þokan var jafnþétt og áður, háin á túninu löðrandi í vatni og krónur skari- fíflanna rennblautar, slyttislegar og drjúpandi. Kýr bauliíðu hástöf um skamt frá okkur, en við sáum þær ekki. — Er langt ennþá að afleggjar- anum? spurði Geiri, þegar við vorum komin kippkorn út fyrir túngarðinn. — Nei, hann er. hérna rétt hjá, svaraði gamla konan og blés við. Hún þræddi hlykkjótta troðn- ingana milli þúfnanna, sem virt- ust fótum hennar jafnkunnugir og baðstofugólfið, faldi höndina í barminum og kipraði augha- hvarmana, en kringum munninn voru einkennilegir þjáningar- drættir, sem eg hafði ekki veitt athygli fyrr. — Nonni minn sagði líka, að það væri ekkert hættulegt að fara á sjöinn, muldraði hún rauna- lega. Eg vissi ekki hvað hún átti við. Mér var ekki ljóst, hvort hún beindi orðum sínum til okkar eða talaði við sjálfa sig, svo að eg þagði og lét sem eg sæi ekki hæðnislegar viprurnar framan í Geira. Eg var að brjóta heilann um, hvort eg gæti ekki á einhvern hátt fengið hana tit að þiggja þessar tuttugu krónur, þegar við komum út á afleggjarann. — Jæja, sagði gamla konan og benti í austur. Ef þið gangið eftir brautinni þeirri arna, komist þið á góða veginn, áður en dimmir. Vertu nú sæll og guð veri með þér. — Vertu sæl, sagði eg, og þakka þér kærlega fyrir fylgdina. — Það er ekkert að þakka, sagði hún hljóðlega. Þið hefðuð átt að vera í nótt. Þið hefðuð getað l^gt af stað snemma í fyrramálið. En allir þurfa að flýta sér, allir strekkja suður. Hún tók vinstri höndina úr barminum og rétti Geira skraut- lega rósaleppa. En þegar hann hikaði við að þiggja gjöfina, tróð hún þeim inn undir blússuna hans, tylti sér á tá og kysti hann titrandi á vangann. Síðan sneri hún sér við og hvarf fyr en varði út í gráa síð- sumarþokuna. Lesbók. Dánarfregn Guðmundur Angantýr Guð- mundsson Goodman, drukknaði í fiskiróðri, ásamt öðrum manni, af hérlendum ættum, þann 19. sept. í grend við Rabbit Point, á Winnipeg-vatni. Foreldrar hins látna manns voru: Árni Guð- mundsson Goodman, bóndi, í grend við Cámp Morton, Man., nú látinn og Guðríður Goodman, eftirlifandi ekkja hans, er nú býr ásamt börnum sínum á Rabbit Point; en þar hefir Þórarinn son- ur hennarN fiskistöð og útgerð^ Angantýr, venjulega var hann nefndur Angus, var fæddur 16. júní, 1919, og því rúmlega 24 ára að aldri. Nærri mánuði eftir að slysið vildi til, bar þá félaga að landi. Var Angantýr jarðsettur í Gimli grafreit, þann 29. okt., fór þar fram stutt kveðjuathöfn að við - staddri móður hans systkinum og nokkrum vinum. Systkini hans á lífi eru: Þórarinn, útvegs- maður á Rabbit Point, fyrnefnd- ur. Mrs. Gordon, Dougald, Man.; og Guðrún, heima hjá móður sinni og brpður. Hinn látni, er svo sviplega burtkallaðist, var mannvænleg- ur maður og um margt vel gef- inn. Sérstaklega var hann list- fengur á fína smíði, er lék mjög CAHADA CALLIHG! I serve Canada by releasing a man for more Actire Duty Because Action is necessary í'm servinq Canada AGAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli Viðkvœmni og vani Nú man eg vel, þótt væri lítið flón, eitt vetrarkvöld um bernsku minnar daga. í bæjardyrum blasti við mér sjón, þar blóðug rjúpnakippa hékk á snaga. Á nýjung þá eg starði æði stund sem steini lostin, klökk við hjartarætur, því sumar báru undir vængnum und, en aðrar höfðu brotna vængi og fætur. I einni svipan setti hroll að mér, er sá eg þessa brotnu limt alla, því blóði drifinn fannhvít fjöður hver • mér fanst í bæn um samúð til mín kalla. Eg hafði’ ei lengi lifað hér á jörð *— og lítið því og harla fátt eg skildi, en hjörtu svona gálaus, grimm og hörð eg gat ei skilið, þótt eg fegin vildi. Að rjúpnahjörð, sem eigrar autt um hjarn, sé elt og dræp, að guðs og manna lögum eg vart fæ skilið, ennþá er eg barn, með öðrum hætti þó en fyrr á dögum. Að steikja rjúpur nam eg furðu fljótt og fletta ham af þeirra blóðgu undum. Af gýmlum vana hef eg um það hljótt, þó hjartað kenni til við það á stundum. Mitt hugarþel í kyljum lífsins kól og klökknar ekki nú eins létt og forðum, að skuli eg geta haldið heilög jól og hafa sífelt rjúpnasteik á borðum. Þó vaninn geti hlýjað hjarta spilt, þá hygg eg samt, að nærri myndi láta, ef bernskulund í hóf hann hefði ei stilt, þá hefði eg ýfir mörgu viljað gráta, Oft virðist lífið kalt og klökknar vart vði kvein og tar, sem drjúpa á freðna jörðu. En kringum okkur gert við gætum bjart og gjarnan lært að beita engan hörðu. Erla. Heimilisbl. í höndum hans. Hann hafði lært bæði gullsmíði og úrsmíði, og var talinn ágætlega virkur í þeim greinum. Hann var svipfallegur piltur, taugar hans og tilfinningar ó- venjulega fínar. Móður sinni var hann hugljúfur og hjartfólginn sonur; blíður og umhyggjusamur. Er hans sárt saknað af móður og systkinum og vinum. Við sviplegt fráfall hans koma í huga manns orð Steingríms Thorsteinssonar skálds. “Er aldan nemur burt ungra lið, þess ættjörðin seint fær bætur. Hve sárann allir þá vikna við, og vinirnir bjóða að hinzta frið, þeim grátandi góðar nætur.” S, Ólafsson. Fæstir af þekktustu mönnum veraldarsögunnar hafa við fæð- ingu átt heppilegum aðstæðum að fagna. Við skulum aðeins virða fyrir okkur eftirfarandi lista með nöfnum nokkurra mikil menna. Þeir áttu allir í fyrstu við erfið kjör að búa. Gríska skáldið Euripides var sonur græn metissala. Faðir Virgils var leir- kerasmiður. Faðir Lúthers var námuverkamaður. Kolumbus var sonur alþýðlegs kaupmanns. Fað- ir Shakespeare var slátrari og verzlaði með ull. Rabelais var sonur lyfsala. Faðir Molieres óf glitvefnað. Á æskuárum sínum nam Cellini gullsmíði. Fyrsta starf Charles Dickens var að líma miða á málningarkrukkur. Albrecht Durer var lærlingur hiá gullsmið. Höfundur Robinson Crusoe, Daniel Dofoe, var sonur slátrara og byrjaði með að verzla með sokka. Business and Professional Cards Drummondvilie CottonCo. LTD. 55 Arthur St., VVinnipeg > Phone 21 020 Manufactucers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. Blóm siundvíslega afgreidd THE B0SERY ltd. Stofnað 1905 427 , Portage Ave. Winnipeg. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, fram.kv.stj. Verzla I heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusfmi 25 355 Heimasími 55 463 líleifets Éij (>HONE 96 647 G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Baokman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FltESIÍ AND FROZÉN FISH n.AMAniAN FISH PRODUCERS, LTD. H. Pane, Manaping Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. Islenzkur lögfrœOingur Skrifstofa: Room 811 McArthui Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 Office Phone 88 033 Res. Phone 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m,—6 p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. tslenzkur lyfsall Fðlk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON Lögfræöingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Stmi 98 291 J. J. SWANSON & CO. LIMITED • 308 AVENUE BLDG., WPG. U Fasteignasalar. Leigja hós. Ct. vega peningalán og eldsftbyrgð bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DR. B. J. BRANDSON 308 Medieal Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPKO Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari Skrifiö eftir veröskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SFRUCE ST. Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur llkkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu taisíml 86 607 -Heimilis talsfmi 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 22 296 Heimili: 108 Chátaway Sími 61 023* DR. ROBERT BLACK Sérfræðingrur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdúmum 416 Medfcal Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstlmi — 11 tll 1 og 2 tll 5 Skrlfstofusíml 22 2 51 Heimllissf ml 401 991 Dr. S. J. Johannesson Frá vini 215 RTTBY STREET (Beint suður af Banning) Talsfmi 30 877 ViCtalstími 3—6 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.