Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.11.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. NÓVEMBER 1943. 7 Siðferðislegar skyldur Eílir Orson Welles. Að fæðast frjáls er að fæðast skuldugur. Að lifa frjáls, án þess að berjast gegn þrælkun, er arð- rán af vissri tegund. Síðastliðna nótt ferðaðist eg í flugvél yfir vissa hluta Banda- ríkjanna, þar sem borgararéttindi eru fyrir utan og ofan möguleika íbúanna. Eg ferðaðist þægilega í flugvélinni minni yfir eitt eða tvö helstu fylkin þar sem sam- borgarar okkar hafa ekki kosn- ingarétt, nema þeir séu svo lán- samir að eiga ofurlítið af pen- ingum. í dag keypti eg máltíð, þar sem svartir menn mega ekki koma, nema sem þjónar sinna hvítu bræðra, og þar var eg heyrnarvottur að samtali nokk- urra útvaldra um, að eitthvað þyrfti nauðsynlega að gjöra, til þess að koma Gyðingunum á kné. Eg hefi talað við Suðurríkja- menn, sem búast við og óttast uppreisn af hálfu svertingjanna, eg sá enga ástæðu til að leyna því fyrir almenningi. Meðal þess- ara olnbogabarna þjóðarinnar, geta leynst 10% af íbúum Bandaríkjanna, er einhvern góð- ann veðurdag rísa öndverðir gegn kvölurum sínum. Múgurinn rís, þegar reynt er að halda honum í fjötrum, og hver getur þá smíðað hlekki sem halda. Við tölum um frið. Svartir, brúnir og gulir menn verða að hafa atkvæðisrétt þegar sá friður kemur. Við tölum um stórveldi heimsins, en við gleymum oftast nær í því sambandi hugdjörfum og hraustum bandamanni, og það eru skæruherimir og leynifélög- in í Evrópu; ef þeim verður varn- að máls við friðarsamningana, getur friðurinn orðið einfaldur og óbrotinn, — en skammlífur. Ef hinir steinrunnu og upp- döguðu fulltrúum afturhalds og kyrstöðu, veita þessum orðum mínum athygli, munu þeir full- yrða í blöðum sínum, að eg sé kommúnisti; en kommúnistarnir sjálfir segja nú annað, því þeir vita betur. Eg er hálaunaður kvikmynda framleiðandi, með fullum líkum fyrir að vera hæst- ánægður með heilnæma mögu- ^eika til fjáröflunar, með núver- andi skipulagi. Mér líkar að safna fé, fyrst eg er hæfur til að vinna fyrir því; enginn skyldi ætla mér svo hræsnisfulla hæversku að neita slíku. En eg álít að hver maður eigi rétt til hinnar sönnu 'gæða lífsins, og eg get veitt sjálfum mér með mínum eigin peningum. Réttur minn til meira fjár en mér er nauðsynlegt, er í raun og veru ógildur, ef eg nota ekki það sem umfram er, til hjálpar þeim sem minna hafa. Slíkur skilningur á samhjálp mannanna, minnir á Karl Marx. Maðurinn viðurkendi ábyrgð- arhluta sinn gagnvart meðbróð- ur sínum, þegar fyrsti morðing- inn hrópaði til Drottins: “Ber mér að gæta bróður míns.” Þeir menn sem standa að samsærinu gegn fullu frelsi fjöld ans, freista að reka allar þjóð- félagslegar dygðir í felur, með því að nefna hvern minsta vott þeirra kommúnisma. Enn er all torvelt að sannfæra ýmsa meðlimi okkar lýðræðis- lega þjóðfélags um, að Soviet Rússland sé í raun og veru höf- undur þeirra kenninga, að allir menn séu skapaðir jafn réttháir., Umræðuefni mitt er: Siðferðis- legar skyldur. Eg vil hér með viðurkenna þá skoðun mína, að vissar skyldur fylgi ætíð óhjá- kvæmilegri eignarréttinum; eg trúiþví að tekjur mínar séu al- gjörlega því fólki að þakka sem þær koma frá — öllum almenn- ingi. Þessi skoðun mín er í nánum tengslum við núðhorf mitt til þeirra hugsjóna sem við köRum frelsi og jafnrétti. Sé slík skoð- un of frjálsjynd, þá er nokkur málsbót að hún er ósjálfráð til flestra okkar sem stundum kvik- myndaframleiðslu, því meðal okkar er sá skilningur ríkjandi að allir opinberir starfsmenn séu í þakkarskuld við allann almenn- ing fyrir þær stöður sem þeir skipa, og slík skuld verði því aðeins borguð, að skuldunautur- inn láti einskis ófreistað að rækja köllun sína sem best. Hjónavígsluathöfnin út af fyr- ir sig skapar ekki góða eigin- konu. Sönn hollusta barsins er ekki tryggð með getnaðinum ein- um saman. Við- verðum hvern dag að vinna fyrir því sem við eigum. Hraustur og heilsugóður maður skuldar þeim sjúku ríf- legann bróðurhluta. Frjáls mað- ur skuldar öllum ánauðugum mönnum, alla mögulega hjálp og hollustuhjálp, sem er meira virði en ölmusur, jólabögglar launa- bætur, smágjafir, brauð og íþróttasýningar. Það er aðeins eitt sem hægt er að gjöra fyrir þrælinn, breyta honum í frjáls- an mann. Frá fullri uppgjöf fasistaherj- anna, er löng leið til fullrar gleymsku fasistahugmyndarinn- ar. Þetta stríð er engin leik- sýning. Vopnahlé er ekki gæfu- samleg endalok. Þjóðunum er ljóst, að friðinn er torveldara að vinna en stríðið sjálft. Við munum brátt heyra miklu lofi lokið á svokallaða sanna stjórnvisku. Við heyrðum glögg rök færð fyrir hagsýni og dugn- aði Mússolini, þegar hann réðist inn í Ethopiu, Franco sigaði herj- um sínum á lýðveldið Spán, en harðjaxlar heimsins töldu djúp- ann pólitískan vísdóm að hafast ekki að, en þeir töpuðu allri ver- öldinni. Kína var svívirt, en þeir sömu þólitísku vísindamenn drápu bara titlinga hver framan í annann. Hugsjónamenn hefðu tekið mál in öðrum tökum, en slíkt kostar ofurlitla hugprýði. Mannhatur og hugprýði eiga sjaldan samleið. Ofurlítil tiltrú til velsæmis er tilvalið upphaf að gagnkvæmri ábyrgðartilfinningu meðal ein- staklinga og einmitt það hefði getað frelsað heiminn frá gjald- þroti og sparað tuttugu milljónir mannslífa. Það er til of mikils mælst, að “spekúlantarnir” afhendi heim- inn aftur hinum réttu eigendum — íbúunum sjálfum, og ofmikil dyrfska frá sjónarmiði hinna hrakspáu og svartsýnu. Byggingameistarar varanlegs friðar, þurfa að vera auðugir af frafntíðarvonum, þeir verða að treysta manninum — öllum mönnum. Þeir standa auglitis til auglitis hinum flóknu ráðgátum um framtíðarörlög mannkynsins. Drottinn gefi þeim bjargfasta von og okkur öllum óendanlega þol- inmæði. Við getum ekki vænst hins fyrirheitna þúsund ára ríkis, fyrir leiðsögu nokkurs dauðlegs manns, í okkar tíð. Enginn okkar núlifandi manna verður nógu gamall til að njóta lýtalauss friðar. Við bitijum, berjumst og deyjum fyrir hug- sjónir sem ekki rætast fyr en við erum allir. Barnabörn okkar verða forfeður og formæður frjálsra manna og kvenna. Við sendum þeim kveðju okkar og heillaóskir fram í ókomna tím- ann. Við sendum árnaðaróskir til sögunnar sem enn er ósköpuð. Við segjum til óborinna kyn- slóða: Verið hugrökk, sigurinn er þess virði að heyja stríð fyrir göfugt málefni. Lauslega þýtt úr “Free World” Jónbjörn Gíslason. Einar G. Thomson Látinn 19. okt. 1943. 71 árs að aldri. Spurðu mig ekki um hulda heima né himnesk máttarvöld. Sumir gleðjast með glöðum í dag; en gráta einir í kvöld. Spurðu mig ekki um bliknuðu blöðin, sem brotna af lífsins eik. Við skiljum lítið og skynjum fátt og skrifum í vatn og reyk. Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi. Þann 9 okt. andaðist í Selkirk- bæ, Einar Guttormsson Thomson, varð hann bráðkvaddur þar sem hann var við vinnu sína, hjá Booth fiskifélaginu hér. Sá er línur þessar ritar, brestur mjög- upplýsingar um þennan látna samferðamann, en vildi þó fylgja honum úr hlaði, með nokkrum minningarorðum. Einar var um 71 árs að aldri. Ætt hans er talin lað verið hafi úr Dalasýslu, en alist mun hann hafa upp sunnan Snæfellsness. Að mér kunnugra manna sögn er hann sagður að hafa verið búfræðingur frá Ólafsdal. Snemma aflaði hann sér þekkingar á enskri tungu. Um nokkur ár átti hann heimili í Reykjavík, — um hríð var hann þar í þjónustu Helga Zoega, oft sem túlkur ferðamanna á sumr- um, en við ýms störf — þar á meðal túnasléttur á vetrum, létu honum vel öll störf þar sem hestar voru notaðir — því hann var hestavinur mikill og kunni góð tök á þeim. skipum félagsins gáfu fagra blómakransa við útförina. Sá er þetta ritar mælti kveðjuorð. S. Ólafsson Wartime Prices and Trade Board Spurningar og svör. Spurt. Hvað er hámarksverð á mjólk í Winnipegosis? Hefir það verið hækkað nýlega? Svar. Hámarksverð á mjólk í Winnipegosis er nú átta cent potturinn. Þetta verð var ákveð- ið af Man. Milk Control Board 18. okt. 1943. Þeir sem seldu fyrir lægra verð en þetta geta hækkað það ef þeir vilja, en verðið má ekki fara yfir 8 cent. Spurt. Mega bændur selja mjólk í bæjum án leyfis, ef svo, hvaða verð mega þeir setja fyrir mjólk? Svar. Bændur eru framleið- endur og þurfa því ekki sér- ,r\r\n stakt leyfi nema þvi aðeins að Haustið 1902, þann 24. sept. for ... - , heilbrigðisstiorn sveitannnar hann til Vesturheims, var hann í för með Þorsteini J. Davíðs- syni og frú hans, ásamt nærfelt 20 manns, flest ungt fólk. Var eg í þeim hópi. — Einar settist áð í Keewatin, Ont., og mun hafa átt þar stöðugt heima, þar til að hann fór til Islands 1915. Dvaldi hann þar um 5—6 ár, og mun hafa stundað ýmsa vinnu því hann var víða heima, og lék ilest verklegt í höndum. Á dvalarárum sínum í Kee- watin, kvæntist Einar Helgu Bjarnadóttur, hálfsystur Torfa Bjarnasonar stofnanda Ólafsdals- búnaðarskóla. Hún var þá ekkja eftir Guðmund Víbark, áttu þau 3 böjrn; 1 dreng og 2 stúlkur. Dóttir þeirra dó í Winnipeg, en hin börnin, Bogi og Ingibjörg, eru heima á Islandi. Þau Einar og Helga áttu engin börn. Hin síðustu tvö æfiár átti Helga heima hjá Mr. og Mrs. Jóni Pálmasyni í Keewatin, en Mrs. Pálmason var systir hennar. Andaðist Helga á heimili þeirra, meðan Einar var á íslandi. Eftir að Einar kom til baka mun hann hafa átt heima á ýms- um stöðum, og stundað ýms störf; en til Éselkirk mun hann hafa fluzt fyrir 1928. Átti hann landblett norðarvert við bæinn og stundaði þar hænsnarækt, er hann kunni góð tök á, mun lítið hafa unnið út, utan hin síðari ár, einkum að hausti til, hjá Booth-fiskifélaginu, og ef til vill í annara þjónustu, er mér það lítt kunnukt. Einar átti hlýhug og virðingu þeirra er honum kyntust, enda vandaður maður, og um margt vel gefinn, og vildi hvergi vamm sitt vita. Heldur var hann þó einmana, sóttist yfirleitt ekki eft- ir vináttu manna, en fór sína eigin leið. Mér er hann í minni frá sam- fylgdirni frá íslandi, sem snyrti- legur maður og mjög prúður í allri framkomu. Eg hygg að hana hafi aflað sér all-fjölþættrar menntunar, einkum þó í tungu- málum, og einnig virknar og verklegrar þekkingar, einkum í ýmsu því, er að búnaði laut. Útför hans fór fram frá útfararstofu Mr. M. Gilbarts, hér í bæ, að viðstöddum nágrönnum og kunningjum. Samverkamenn hans hjá Booth-félaginu og af heimti þaðí-Mjólkurverð yrði það sama og hjá öðrum í bygðinni, þ. e. a. s. verðið yrði að vera í samræmi við hámarksreglugerð- irnar. Spurt. Maðurinn minn keypti sér ný föt um daginn og varð að borga aukagjald fyrir uppslög á buxurnar. Er þetta rétt? Mér fanst verðið á fötunum of hátt líka. Svar. Það er ekki leyfilegt að setja aukagjald fyrir uppslög á buxur. Verð á fatnaði á að vera í samræmi við hámarksreglu- gerðirnar. Ef þú vilt gera svo vel að senda fullkomnar upplýs- ingar, þá verður þetta' mál rann- sakað. Spurt. Mér hefir nýlega verið sagt upp húsinu sem við búum í, og það er nú auglýst til leigu. Er hægt að skylda mig til að flytja út? Svar. Ef þú hefir farið vel með húsið og borgað leiguna skilvíslega, þá er ekki hægt að skylda þig til að flytja út nema fyrir sérstakar ástæður. A. að eigandinn vilji sjálfur flytja í húsið, og ætli sér að búa þar að minsta kosti í eitt ár. eða vilji fá það handa foreldrum sínum, börnum eða tengdabörnum. B. að hann ætli sér að breyta hús- inu 1 fleiri íbúðir, en þá verður að fá sérstakt leyfi áður en þér er sagt upp. Eigandinn má ekki leigja húsið eða nokkurn part af húsinu, eða selja það, í heilt ár eftir að þið flytjið út, án þess að fá sérstakt leyfi frá húsaleigu- nefndinni. Spurt. Er nokkuð á móti því að seljc notaðan fólksbíl fyrir verð sem samið er um milli selj- anda og kaupanda? Svar. Já. Allir nctaðir bílar, hvort sem þeir eru seldir af félögum eða einstaklingum, eru háðir hámairksreglugerðum W. P. T. B. og Motor Vehicles Con- troller. Sá sem selur verður að gefa kaupanda skriflega skýrslu yfir nöfn og utanáskriftir kaup- anda og seljanda, söluskilmála, söluverð og aðrar upplýsingar svo sem gerð, model, ártal og serial númer. Spurt. Getur kaupmaður neitað að selja mér appelsínum nema með því skilyrði að eg kaupi aðrar vörur um leið? Svar. Nei. Það er lagabrot að selja vörur þannig. Ef verzlun- in hefir appelsínur til sölu, þá á að selja þær. skilyrðislaust. En þó kaupmaður hafi appelsínur til sýnis í búð, þá er hann ekki skyldugur til að Sfelja þær ef hann vill það síður. Hann verður að reyna að sjá um að sem flestir af viðskiptavinum hans geti fengið þær, og að dreyfing verði sem jöfnust. Spurt. Er matsöluhúsum sagt fyrir um hve mikið smjör megi skamta með hverri máltíð? Stykk in eru mjög mismunandi að stærð, og sumstaðar fær maður kannske tvö eða þrjú með einni máltíð. Svar. Samkvæmt reglugerðun- um eiga matsöluhús að skamta einn þriðja part af únzu með hverri máltíð. Ef þú vilt senda allar nauðsynlegar upplýsingar, þá verður þetta rannsakað. Spurt. Hvernig er hægt að dæma um verð á grapefruit? Svar. Verzlanir eiga að hafa til sýnis spjöld sem tiltaka stærðir, og verð á hverri stærð. Ef þetta er ekki gert, og þú ert í efa um verðið, þá ert þú beðin að tilkynna næstu skrifstofu W. P. T. B. Spurt. Eg hefi herbergi, fæði og ýms önnur þægindi á heimil- inu þar sem eg bý. Nú er mér sagt að það eigi að hækka leig- una. Er þetta leyfilegt? > Svar. Nei. Ekki nema hús- ráðandi hafi sótt um leyfi og leigunefndin hafi samþykkt leiguhækkun. Spurt. Eg fékk sykur til niður- suðu ávaxta í sumar eins og aðrir má eg nota þennan sykur til hvers sem er, eða er hann aðeins til þess að sjóða niður ávexti og búa til jam og jelly? Svar. Þessi sykur er ætlaður einungis til niðursuðu ávaxta og á því ekki að notast á nokkum annan hátt. Sykurseðlar númer 19 og 20, D seðlar númer 6 og 7, Smjör- seðlar númer 36 og 37, Kjöt- seðlar númer 25, ganga allir í gildi 11. nóvember 1943. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. SFEDTIME' cx/ytcL ■HARVEST* Bv Dr. K. W. Neatby Ihrtcior, Afncvltural Dcpartwnnt Morth-W««t Linf El*-v»tor» Aaoori&tkiK. Sawfly Resistant Wheats In a recent issue, we stated: “ it remains to combine sawfly resistance with the many other qualities we demand in hard red spring whedj. Th|is is almost certain to be a more difficult task than was the defeat of stem rust.” A few days later we learn- ed, in conversation with Mr. L B. Thomson, Superintendent, Dominion Experimental Station, Swift Current, that there was rea son to expect the distribution of sawfly resistant varieties within a few years. So we wrote to Mr. A. W. Platt, by whom the breeding work has been done, asking for a summary of his experimental work. The follow- ing paragraphs are derived, chiefly, from the report kindly prepared by Mr. *Platt. Several years ago, Mr. H. J. Kemp obtained some bread wheats from New Zealand which had solid stems. These wheats, while resistant to sawfly, had poor baking quality, were su- sceptible to stem rust, leaf rust and stinking smut, and shattered freely. They were crossed with Renown, Thatcher, and Apex in the hope of securing hybrids which would possess sawfly resistance plus the desirable characteristies of our rust resist- ant variottes. The second and third generat- ion hybrid populations contained every conceivable combination of desirable and undesirable charac- teristics. They were exposed to stem rust, stinking smut, sawfiy and drought at several stations in the prairie provinces. Data have also been assembled on yield, strength of straw, milling and baking, etc. The vast major- ity of hybrid stains fell by the wayside; but a few performed well enough to be considered for increase and distribution. Final judgment must await further tests. Ask a line elevator agent for a printed leafet giving a more extensive account of this work. Our Printing Service is personal ^^t^The bet- intimate mcg® wbicb we ter class P roducing bas take Pnde distinctive clien- Tele. ^ Give us tHe opportumty o6f serving y°u- ^he Colttwbta 3ttb. 695 SARGENT AVENUE. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.