Lögberg - 18.11.1943, Síða 1

Lögberg - 18.11.1943, Síða 1
Jeiier leaning aundry LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1943. NÚMER 46 íppsiglingu á Gimli verki spakmæli Þorsteins Erlings sonar í ljóði: “Ef æskah vill rétta þér örfandi hönd, þá ertu á framtíðar vegi.” Eins og þegar hefi^r verið vikið að, verður Þjóðræknisdeild Gimli búa formlega stofnuð í ráðhúsi bæjarins á mánudagskvöldið þ. 22. þ. m., kl. 8,30. Fer þar fram kosning embættismanna, auk þess sem fullnaðarráðstafanir verða gerðar viðvíkjandi íslenzku kennslunni; þetta verður opinn fundur, og er þess vænst að hann verði sem allra fjölmennastur, og fjöldi nýrra meðlima bætist þá í hópinn. Af hálfu Þjóðræknisfélagsins, er svo til ætlast, að í stofnfund- inum taki þátt séra Valdimar J. Eylands varaforseti, Ásmundur P. Jóhannsson féhirðir, og frú Ingibjörg Jónsson, varaskrifari. C. F. D. Pilol Officer W. H. Eayer Síðastliðinn laugardag flutti blað ið Winnipeg Tribune þá fregn, að Pilot Officer W. H. Eager, hefði vegna frækilegrar fram- göngu verið sæmdur Distinguis- hed Flying Cross. Móðir þessa unga fluggarps, er Jóhanna dótt- ir Finns Stefánssonar, 544 Toronto St. hér í borginni. Pilot Officer Eager hefir stjórnað sprengjuflugvél, sem á 600 flug- klukkustundum gerði 72 árásir á varnarvirki óvinanna; hann inn- ritaðist í canadiska flugherinn í ágústmánuði 1941, en fór austur yfir haf í sept. 1942. P. O. Eager er útskrifaður af Norwood Col- legiate, og stundaði auk þess um hríð nám við Manitoba háskól- ann; hann vann hjá Sherwin Williams félaginu áður en hann bauð sig fram til herþjónustu. BÚLGARÍA FÆR AÐ KENNA Á ÞVÍ. Fram að þessum tíma hafa Balkanríkin haft tiltölulega lítið af loftárásum að segja af hálfu sameinuðu þjóðanna, og hafa þar af leiðandi talið sig næsta örugg; nú er þó farið að koma annað hljóð í strokkinn, því á laugar- daginn var sætti höfuðborg Búlgaríu, Sofia, grimmilegri loft- árás, sem staðhæft er að unnið hafi samgöngu- og vatnsveitu- kerfi borgarinnar mikið og marg- háttað tjón. ♦ ♦ ♦ SKIPAÐUR LANDSTJÓRI. Frá London bárust þær fregn- ir um síðustu helgi, að hertog- inn af Gloucester, bróðir Georgs Bretakonungs, hafi verið skipað- ur landstjóri í Ástralíu; er ráð- gert að hann taki við hinu nýja embætti sínu í lok næstkomandi aprílmánaðar. ♦ ♦ ♦ Af ítalíuleiðangrinum er ekk- ert markvert að frétta þessa síð- ustu daga; hafa illviðri hamlað mjög framgangi sameinuðu herj- anna á þeim vettvangi. Á leið til íslands Kristinn Olsen, Sig. Ólafsson, Alfreð Elíasson. Frá því var skýrt í síðasta blaði, að þessir ungu og efnilegu flugmenn frá íslandi væru þá ný- lagðir af stað heim. Nú hefir Árni G. Eggertson K. C. tilkynt blaðinu, að þeir ferðafélagar hefðu komið til New York á föstudaginn í flugvél sinni, o gað ferðin þangað hefði gengið ágæt- lega; hann lét þess ennfremur getið, að þeir myndu sigla með einum “Fossanna” áleiðis til Reykjavíkur um miðja þessa viku. Sjötugsafmæli Dr. S. J. Jóhannessonar Hún er ekki Sigurðar sökin að sulturinn stendur við dyr að fastheldnin höfuðið hristir og heimskan er tómlát, sem fyr að ofríkið yfirgang sýnir og ásælnin dregur sér fé þótt rangindin beiti refjum og rétturinn fóttroðinn sé. Því æ stóð hann vökull á verði er valdið á smælingjum tróð og heimskan af heræði fyltist og heimtaði mannablóð Hann átti þá einurð, að mæla, er áræðið hina brast hann mælti ekki á tæpitungu hann talaði djarft og hvast. Hann stóð upp úr öllum stefnum er stuðla að fámennis hag hann vann fyrir óborna og alda en ei fyrir stund eða dag. Er fépúkans frægð er gengin og fordeildin löngu gleymd mun Sigurðar saga í eyra og Sigurðar minning geymd. Gegn hvers konar böli og bölvun hann beitti sér jafnan og vann. Gekk hugrakkur móti háska, af hólminum aldrei rann. Hann læknaði sára og sjúka og sál hans af áhuga brann. Hann hirti ei um hefð eða venju og hræddist ei guð eða mann. Þótt sjötugur sé hann að árum er sál hans ung og frjáls. Hann þolir ei þrælmennum afbrot og þorir að taka til máls, og enn er hann andvarinn góði sem anda vorn mollunni ver sem ýtir við huga og hjarta og hressir oss hvar sem hann fer. ÍSLENDINGADAGSNEFND. Að afs.töðnum aðálfundi ís- lendingadagsins, sem haldinn var í Goodtemþlarahúsinu á þriðju- dagskvöldið var, verður íslend- ingadagsnefndin fyrir næsta ár þannig skipuð: Hannes Pétursson. G. F. Jónasson. H. M. Swan. Friðrik Kristjánsson. E. A. ísfeld. Dr. A. Blöndal. Albert Wathne. Jochum Ásgeirsson. Sigurbjörn Sigurðson. Yfirskoðunmraenn: G. L. Jóhannson. Guðmann Levy. Ákveðið var að íslendingadag- urinn yrði til frambúðar haldinn á Gimli, og að Islendingar í Ár- borg, Gimli, Hnausum og River- ton kysu tvo úr hverri byggð í sameiginlega íslendingadags- nefnd. SÍÐUSTU FRÉTTIR. Frá Moskva er símað á mið- vikudagsmorguninn, að rússnesk ar hersveitir séu komnar inn í útjaðra Gomel-borgar, og að víst megi telja, að Þjóðverjar verði til þess neyddir, að gefast upp þá og þegar. EFNIR TIL HLJÓMLEIKA. Miss Agnes Sigurðson. Eins og frá var skýrt í síðasta bla.ði, efnir Miss Agnes Sigurð- son til hljómleika í Winnipeg Auditorium á mánudagskvöldið þann 29. þ. m. Skemtiskrá mun verða auglýst í næsta blaði. Miss Sigurðson er dramatískur smllingur í píanospili, sem vakið hefir á sér víðtæka athygli í hljómlistarlífi þessarar borgar; það ætti að vera íslendingum verulegt metnaðarpiál, að fjöl- menna á þessa hljómleika henn- ar, sem mjög hefir verið vandað til. Til dr. B. J. Brandson Þótt kvöldvakan lengist og lœkki sól, er Ijóst yfir minninga sjónarhól. Eg lít yfir Rauðárdals bygðu ból og borgina nýju — í hljóði. 1 huga mér samtíðar sé eg her, sem sigrar með eigin blóði, og einn þar að vœnleik af öðrum ber, þeim íslenzku, Brandur hinn góði. Þér rausnarmenn framættar rétta hönd frá Reykhólum, Vatnsfirði, Skarði á Strönd, þér TJður hin djúpauðga bindur bönd úr blómandi Dala storðum. En nafft þitt og ættarmót Evrópa ber frá Ásum, sem festu hana í skorðum, og Brandi, sem sonurinn Baldurs er, sem borinn var Óðni forðum. Þín heiðríka drenglund og himna þrá, er heiðnum og kristnum mæðrum frá, því hamingju dísir og heilög spá, er hjartanu inn sami Ijómi; og gœfan er ávöxtur gæðunum á og góðhugans fagri blómi. Þú ert okkar virðingar vörður sá, sem Vestmanna allra er sómi. Þín lækningar íþrótt var löndum ný, og læknandi mund þín var styrk og hlý; þótt hnífinn þeir óttuðust holdi í, þeir hönd þína kusu að reyna. Og margur var karlinn og konan sú, þá kendu þau bót sinna meina, er hófu þig sœlcm í sinni trú og settu þig næstan þeim eina. v Á íslenzkum hátindi er einatt hvast, en aldrei þig stilling og festu brast né karlmensku, að standa þar fyrir fast, er forviðris stóð þitt merki. — Til vegsauka hóf þig in hérlenda sveit og heiðraði í orði og verki.— Hvort gengurðu um harms eða gleðinnar reit, í göfugleik ertu hinn sterki. Við félög og stofnanir baztu bönd, sem-báru þinn orðstír um höf og lönd. En Betel hið góðfræga á Gimli strönd, varð geislamagn íslenzkra heima, og ellinnar líknstafir, Ijós og náð, sem Ijúft er í minnum að geyma. Þeir öldnu þinn höfðingskap, hlýleik, ráð, í hásölum Gimli ctreyma. Mín rödd, ein af þúsundum, þökk fram ber frá þreyttum og stríðandi landnámsher, sem virðingu alþjóðar vottar þér, en vinskap og trygðir — í hljóði. 1 blámanum fagra, sem fram undan er, þér framtíðin gersemar bjóði, sem vinanna alhugi óskaði sér þú eignaðist, Brandur hinn góði. Þ. Þ. Þ. \

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.