Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 3
L.ÖGBERG. FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1943. 3 óalgengt að rekast á bændur, sem af eigin rammleik hefðu lært að lesa bæði ensku og frönsku. Það getur hugsazt að hin dimmu vetrarkvöld, þegar sólin sést ekki og dagsbirtan er skammvinn, breyti fslandi í kvöldskóla. Það var athyglisvert að ganga um göturnar og horfa á hinar tízkuklæddu hörhærðu stúlkur, sem virtust ekki eiga sér neina tilsvarandi tízkulega íslenzka maka, brezka hermenn, amer- íska hermenn, öðru hverju sjó- menn og sumstaðar sveitafólk, sem ennþá klæðist gamaldags klæðum, nokkurskonar leifum af þjóðbúningi. Við höfðum tal af fjölda her- manna, liðsforingja og ó- breyttra, og það voru undarlega skiptar skoðanir meðal þeirra um lífið á íslandi. Sumir þráðu það heitast að hverfa á brott, því að þeim líkaði ekki landið, og þeim fannst þeir vera langt frá ófriðnum. Aðrir kunnu ágæt- lega við sig og höfðu ekki á- hyggjur af öðru en frændum og vinum heima fyrir. Það var auð- fundið, að afstaða þeirra mót- aðist að miklu leyti af því, hvort þeir áttu vini eða kunningja á staðnum eða ekki. Sumir kváðu íslendingana ágætis fólk, aðrir sögðu að þeir litu á okkur eins og innrásarher og vildu ekkert hafa við okkur saman að sælda. Sumir höfðu mætur á Reykja- vík, aðrir létu sér fátt um finn- ast, en töluðu af hrifningu um skotstöðvar á útkjáikum lands- ins. Eins og þeim íerðalöngum sæmir, sem daginn dvelja, hug- hreystum við þessa ungu menn og sögðum þeim, að þeir vissu ekki í hvaða lukkupott þeir hefðu dottið, að eiga heima í landi, þar sem engin myrkvun væri og þar sem hunang og mjólk drypi af hverju strái. Það var ein búð, sem við rák- um augun í á vandri okkar um bæmn og furðuðum okkur meira á en nokkuru öðru. Þetta var blómabúð, full af suðrænum gróðurhúsablórhum, einkum al- veg sérstaklega fallegum nell- ikum. Það var svo furðulegt að sjá slík blóm í landi, sem er á- líka gróðurlaust og Suðureyjar, að við fórum inn til að spyrja, hvar þessi blóm væru ræktuð. Okkur var sagt að ísland væri eitthvert mesta eldfjallaland heimsins, að laugar og hverir væru um allar jarðir, og að hveravatnið væri leitt inn í gróðurhús. Mörg hús í Reykja- vík og stór sundhöll eru hitúð upp með hveravatni, sem leitt er í pípum frá hver, sem er um tíu mílur utan við borgina. Þegar stríðið skali á, var ís- land í miðju kafi að fram- kvæma eitthvert mesta opin- bera mannvirki sitt, hitaveitu inn í hvert einasta hús höfuð- borgarinnar. Sementsstokkur- inn fyrir pípurnar var fullgerð- ur og pípurnar höfðu verið pantaðar í Danmörku. En þegar Þjóðverjar hrenámu Dan- mörku, neituðu þeir áð hleypa pípunum úr landi, og ' hefir verkið strandað á því, þar til er ófriðnum lýkur. Við komum á Hótel Borg, sem auglýsir sig “Höll norðursins” og “eina nýtýzku hótelið á Is- landi”. Þar hittum við fjörlegan hóp foringja af skipinu, sem kom ið höfðu á eftir okkur í land. Þeir voru jafn undrandi og við yfir dásemdum Reykjavíkur, og allir voru þeir með pakka af silkisokkum handa konum og kærustum heima fyrir. Enginn vissi fyrir víst, hvort hann hafði keypt rétta stærð eða lit, en enginn þeirra var í vafa um að hans góða meining myndi verða af hrifningu þakkað. Á hótelinu var fullt gesta — það var laugar- dags-hádegi — íslendingar, ljós- hærðar konur, brezkir og amer- ískir liðsforingjar, og við vorum í vandræðum með að finna borð. Síðan fengum við þykka 'súpu og sjóbirting í smjörsósu. Eftir hádegisverðiun fórum við Spring með brezkum njósnar- foringja stutta ferð í bíl upp í sveitina. Hún er svipuð því, sem .eg hafði séð á vesturströnd ír- lands á sólskinsdegi. Hafið ljós- blátt, hver skora og dalur í fjöll- unum full af lavenderlitum skugg um, en uppi yfir hátt í lofti gullin ský. Hafið kvíslast inn um landið, milli hárra hæða, og manni finnst mikið til um víð- áttuna og frjálsræðið. Langt inni í laindi er hið mikla eldfjall Hekla. Hana sáum við því mið- ur ekki, en gaman hefði það verið. Okkur langaði líka til að sjá Geysi,. sem spýtir hárri súlu af heitu vatni öðru hverju, og getur gert það tímunum saman, ef honum eru gefnir sápuspænir, en þá ferð gátum við tímans vegna ekki tekizt á hendur. Við fórum framhjá mörgum hermannabröggum, sem lágu utan í berum fjalishlíðum um- girtir gaddavír. Tveir brezkir sérgentar komu á móti okkur ríðandi litlum vambsíðum ís- lenzkum smáhestum. Þeir sögðu okkur að þeir færu í útreiðartúr á hverjum laugardegi. Við komum til Reykjavíkur nógu snemma til að fagna Mr. Churchill, þegar hann kom úr ferðalagi sínu. Hann virtist veia ákaflega ánægður, en á eftir honum gekk Thompson lög- reglumaður og leit út eins og brúður með tröllaukinn nelliku- vönd. Stúlkurnar í gróðurhús- unum höfðu gefið Mr. Churchill blómin. Hervörðurinn heilsaði og Mr. Churchill fór um borð í tund- urspillinn ásamt fylgdarliði sínu, en tundurspillirinn brun- aði þegar af stað með okkur frá þessari yndislegu eyju. Á leið- inni heim uppgötvaði Sir John Dill, að einhver hafði tekið til handargagns merki af frakkan- um hans, eflaust einhver þeirra, sem sækjast eftir að eiga hluti til minningar um atburð- ina. Frakkann hafði hann skil- ið eftir í bíl. En sá fingralangi hafði ekki haft safnarávit, því að merki þetta (tveir stafir í kross) má kaupa í búðum fyrir fáeinar krónur. En hann hafði látið það í friði, stóra gyllta merkið, sem enginn má bera, nema yfirmaður herráðsins, yfiraðAiíráll flotans, fildmar- skálkur og aðstoðarforingjar konungsins. “Prince of Wales” lét í haf klukkan hálf-níu um kvöldið, en eftir kvöldverð bauð Mr. Churchill sjálfum séf og okkur að horfa á ameríska grínfilmu, sem segir frá ævintýrum ungs manns, sem ekki langaði til að ganga í herinn. Vísir. Dr heimi áfengisins í ársskýrslu erlends fangahúss má lesa eftirfylgjandi dæmi um sambandið á milli áfengis og glæpa. Gamlir foreldrar skrifa syni sínum: “Þú varst svo góður, þú varst von okkar og gleði — og sómi okkar og skjöldur — og nú? Það er áfengið, sem hefir eyðilagt þig og okkur. Þú situr í fangeisi og foreldrar þínir þrá gröfina: Ó, hvað við hefðum öll get.að verið gæfusöm. En þú fylgd ir drykkjufýsn þinni og með því leiddir þú smánina og ógæfuna yfir hin gráu hár foreldra þinna”. “Elsku hjartans maðurinn minn, ó, hvernig er nú komið fyrir okkur?” skrifar kona nokk- ur manni sínum, sem er í betr- unarhúsinu. “Ó, hvao við vorum hamingjusöm, og hvað við hlökk uðum til, eg og börnin, þegar þú komst heim frá vinnu þinni á kvöldin. Nú er hamingja okkar horfin og flúin, og velgengni okk- ar eins og lesin saga. Við erum orðin að ölmusumanneskjum. Þú ert í hegningarhúsinu -y og eg og blessuð börnin okkar dvelja á þurfamannahæli — og þegar þú sleppur úr hegningarhúsinu, eig- um við ekkert heimili, ekkert rúm og ekki nokkurn matarbita. Ó, Guð minn góður. Það var flaskan, sem gerði þig svona ör- vita. Áður varstu góður við mig og börnin. En eftir að þú fórst að drekka hlustaðir þú ekki á mig og börnin og hirtir ekkert um okkur. Og þegar eg grét og barmaði mér af því að eg átti enga aura til þess að kaupa fyr- ir mat til að seðja hungur okkar — þá lamdir þú mig. Og þegar þú komst blindfullur heim á kvöld- in, og þér geðjaðist ekki að matn- um, sem eg hafði sveitzt blóð- inu til að búa til sem beztan handa þér, þú trylltistu og fleygð ir matnum, bölvandi og ragnandi á gólfið. Börnin flýðu, hrædd og grátandi frá þér, en þú fórst aft- ur á svínastíuna, en kona þín og börnin urðu að fara grátandi í rúmið. Guð miskunni sig yfir okkur! Hvílíkar nætur og hví- líkt líf. Ó, elskulegu. litlu börnin okkar.” — Maður nokkur, sem hafði aldrei fyir tekið út hegningu, en var nú dæmdur til betrunarhússvist- ar fyrir stórkostlegan innbrots- þjófnað, gat í fyrstu ómögulega unað þessu. Hann varð yfirkom- inn og mannfælinn og talaði varla orð. Nokkru síðar skrifaði eg prestinum í fæðingarsókn hans, og bað hann að gefa mér upplýsingar um hann. Yfir höf- uð að tala fékk maður þessi hinn bezta vitnisburð. Líferni hans hafði verið óaðfinnanlegt. En nú leit svo út, að þessi duglegi og starfsami maður hefði hneigst til drykkju —'bg á síðari árum hafði fjárhag hans og siðferði tekið að hraka. Veslings maðurinn segir sjálfur þannig frá: “Eg hafði alla tíð verið iðinn og áhugasamur starfsmaður, og aldrei drukkið mig fullan. Eg lifði í hamingjusömu hjónabandi með elskaðri konu og efni okkar blómguðust. Eg hafði stöðuga at- vinnu, af því að eg var ábyggi- legur og trúr í störfum mínum. Eg bragðaði aldrei áfengi við vinnu mína, en kona mín lét mig ætíð hafa kaffiflösku með mér, og eg var ánægður með það. En samverkamenn mínir hæddu mig og smáðu daglega í tilefni af þessu. Bara að eg hefði getað þolað þetta, og látið sem ekkert væri. Því þarna var góð atvinna, og þetta var skammt frá heimili okkar. Konan þurfti einu sinni ekki að færa mér mið- dagsverðinn, eg gat gengið heim til að borða. En mér var farið að sárna háðið og spottið í sam- verkamönnum mínum, sem létu það stöðugt klingja að eg væri læpa og vesalingur — enginn maður með mönnum — heldur .bara “mömmu-barn”. Það fór því svo að eg tók að kaupa áfengi og drekka með þeim — og frá þeim degi byrjaði óhamingja mín. Og nú snaraðist alt um. Þeir, sem áður höfðu hætt mig og smanað, tóku nú að hæla mér á hvert reipi, og sögðu að eg væri karl í krápinu, sem ekki léti konuna sína bjóða sér kaffigutl á flösku, til þess að styrkja taugarnar. Hví skyldi eg þurfa að segja söguna lengur? Eg varð drykkju- svoli. Þessar fáu krónur, sem við höfðum lagt í sparisjóð hurfu skyndilega, eg hugsaði ekkert um störf mín og vanrækti þau, og eg komst ekkert við af tárum og bænum konu minnar. Þetta æsti mig þvert á móti til reiði, og það endaði með því, að eg misþyrmdi bæði konunni og börnunum. Allir húsmunir okkar fóru — hver á eftir öðrum — á veðlánamangarastofnunina, og seinast lét eg rúmið okkar þang- að og jafnvel rúmin barnanna. Konan mín dó af sorg og börnin voru tekin frá mér, og þeim kom- ið í dvöl til heiðviðra manna. Svo átti eg hlutdeild í innbrots- þjófnaði þessum og þess vegna er eg nú hér. Áfengið hefir ekki þurft nema tvö ár til þess að gera góðan eiginmann og heið- virðan heimilisföður að glæpa-. manni og betrunarhússfanga. Konan mín hvílir nú í gröf sinni, og börnin mín elskuleg vilja ekki við mig kannast og fyrirlíta mig”. Heimilisbl. Fréttir frá Árborg Þjóðræknisdeildin “Esja” í Ár- borg hélt skemtifund sunnudag- .inn 31. okt. s. 1. Ýmsra orsaka vegna gátu ekki þeir gestir komið, er boðnir höfðu verið utan byggðar, en var vel sót.tur af heimamönnum. Til skemtunar var, Gunnl. iHolm með ágætis erindi, er fjall- aði um einkennilega menn, sem hann mundi eftir frá bernsku- árunum á Islandi. Eiga þær sagn- ir sannarlega heima í einhverj- um þeim ritum, er hafa sams- konar skemtilegann fróðleik að geyma. Með gaman kvæðum og vísum skemtu þeir Lúðvík Kristjáns- son, sem við vorum svo heppin að hafa með okkur þennan dag, Valdi Jóhannesson, Böðvar Jakobson og Gunnar Sæmunds- son. Tímoteus Böðvarson kvað gamanvísur að gömlum og góð- um íslenzkum sið. Þess á milli var sungið og komst eg að þeirri niðurstöðu að nægilegt efni í góðan söng- flokk væri innan vébanda Esj- unnar. Meðan kaffiveitingar voru fram bornar var mikið skrafað og hlegið. Fundurinn var haldinn að heimili Dr. og Mrs. S. E. Björn- son. Jók það ei all lítið ánægju þeirra er viðstaddir voru hve viðtökurnar voru alúðlegar, allir eins og þeir væru heima hjá sér og í vina hóp. Ætti þjóðræknis- starf þeirra læknishjónanna að vera metið að verðleikum. Að öllu forfallalausu verður næsti fundur Esjunnar haldinn að heimili þeirra Dr. og Mrs. S. E. Björnson, sunnudaginn 28. nóv. n. k., kl. 2 e. h. H. E. Þakkarorð Eg undirrituð finn mér ljúft og skylt, að tjá þeim öllum mitt innilegasta hjartans þakklæti, sem auðsýndu föðursystur minni, Sigríði Gíslason, samúð og kær- leika í hennar hgnsta sjúkdóms- stríði, og heiðruðu útför hennar með nærveru sinni; eg nefni hér engin nöfn, því að hlutaðeigend- ur eru lítið fyrir auglýsingar gefnir; þeim er það nóg ef verk- in tala. Gimli, 11. nóv. 1943 Guðrún Thompson og fjölskylda. CAMADA CALLIHG! I serve Canada by ' releasing a man for more Aetive Outx Because Action is necessary l’m serring Canadá AGAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli Mynd þessi er af Sergeant A. Beck, sem gaf sér ódauðlegt frægðarorð í orustunni miklu við Alamein í Afríku. Business and Pr( ifessional Car ds Drummondviiie CottonCo. LTD. 55 Arthur St., Winnipeg Phone 2J.020 Manufaeturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines H. L. HANNESSON, Branch Mgr. MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla I heildsölu meö nýjan og t'rosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimasími 55 463 Hleifets St&ulios (euyest PfwfoqcaphicOigtwijalumTnCaitada •224 Notre Dame- Blóm slundvíslega afgreidd THE ROSERY ltð. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. ÚHONE n 96 647, G. P. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESIl AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Manaping Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. íslenzkur JögfrasSingur • Skrifstofa: Room 811 McArthur Building, Portage Ave. P.O. Box 165« Phones 95 052 og 39 043 Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 - Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appointment ; 1 —— i EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. fslenzkur lyfsali Fðlk getur pantaC meðul og annað með pðsti. Fljót afgreiðsla. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœSingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Sfmi 98 291 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG„ WPG. • Fasteignasalar. Leigja hös. Út- vega peningal&n og eldsðbyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts. Phone 21 834—Office tfmar 3-4.30 • Heimili: 214 WAVERLEY ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smlth St. PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiS eftir verSskrá GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnipeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur lfkkistur og annast um tlt- farir. Allur útbúnaður sú beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og Iegsteina. Skrifstofu talsfmi 86 607 Heimiils talsfmi 601 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 22 296 HeimHi: 108 Chataway Sfmi 61 023 DR. ROBERT BLACK Sðrfræðingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 til 1 og 2 til 5 Skrifstofuslmi 22 251 Heimilissfmi 401 991 P / * • rra vini Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banning) Talsimi 30 877 • Viðtalstfmi 3—6 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.