Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1943. p-----------Ibgfaerg^ Uetið út hvern íimtudag at THE COLUivlBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba i Utanáskrift ritstjórans: [ EDITOR LÖGBERG, l 695 Sargent Ave., Winnipeg# Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON \ Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram L The “Li>gberg” is printed ímd publishea by ► The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue [ Winnipeg, Manit'ooa l’HONE 86 32 V Rœða sem E. Hjálmar Björnson Hutti í Henry Hudson hólelinu í New York, 2. okt. 1942 í íslenzku og amerísku samsæti. / Góðu vinir: Það er minn heiður að hafa þetta tækifæri til þess að mæta ykkur og færa ykkur beztu kveðj- ur frá gamla Fróni. Eg kvaddi ísland fyrir rúm- um tveim mánuðum og öllum leið vel og allt gekk sinn vana gang þegar eg fór að heiman. Tíðin hafði verið köld og gróðrinum seinkaði, en allt leit furðu vel út um leið og eg fór. Forseti þessa félags hefur stungið upp á því, að eg talaði eitthvað um ferð og dvöl heima. Það er lítið, sem eg get sagt ykkur, sem þekkið ísland svo vel. Eg var gestur íslands í næstum tvö ár og lærði mikið, en mest af því er dag- legt brauð fyrir flestum af ykkur. Landslög, persónur og breytingar þekkið þið betur en eg. Það er mikill sannleikur í orðum Jónasar Hall- grímssonar, þegar hann kvað: “Söm er hún Esja, Samur er Keilir, eins er Skjaldbreið og á Ingólfsdögum.” Þess vegna hefir það litla þýðingu fyrir mig að fara að lýsa fyrir ykkur landsháttum eða daglegu lífi heima. En þó þessi orð eftir Jónas kunna að vera rétt, hefir landið og þjóðin breyzt talsvert síðan á landnámstíð. Um sumar þessar breytingar vil eg segja nokkur orð. En þar eð enska er mér tamari, vil eg biðja leyfis að tala á því tungumáli. Áður en eg byrja á því ætla eg að nota þetta tækifæri til þess að votta mitt eilífa þakklæti fyrir gestrisni og góðvild, sem mér hefur verið sýnd af íslandi og ís- lendingum á meðan eg hefi staðið í þessu starfi. Það litla, sem eg hefi gjört, hefði ekki verið mögulegt án hjálpar íslendinga. Nú, þegar eg er að hverfa héðan og halda heimleiðis til Minneapolis, vil eg staðfesta það, að eg gleymi aldrei íslandi eða málum þess og vona, að eg geti haldið áfram í þeirri nýju stöðu, sem eg fer nú að sinna, að vera sjálpsamur vinur ís- lands og málum þess hvenær sem tækifæri veitist. I upphafi þessara orða, sem flest ykkar hafið skilið — ef þið á annað borð gátuð skilið mína vestrænu íslenzku — gat eg þess að það væri líkt og að flytja kol til New Castle ef eg reyndi að fræða ykkur, sem hér eruð stödd, um ís- land eða segja ykkur eitthvað þaðan, sem þið vissuð ekki áður. Ef til vill er nú sem stendur hvergi til í víðri veröld — nema á íslandi sjálfu — hópur manna, sem hefir nákvæmari þekkingu á öllu því, sem íslenzkt er, en ein- mitt þeir, sem mættir eru hér í kvöld. Sann- leikurinn er sá að hvar sem farið er um Ameríku nú á dögum finst tæplega nokkur sá er ekki hafi heyrt getið um ísland; það er nú orðið hverju mannsbarni kunnugt að meira eða minna leyti, jafnvel þeim sem heima eiga í hinum afskektustu smábæjum. Þetta er ólíkt: “Das unbekennte land” (hinu ókunna landi), eins og þýzkur lærdómsmaður einhverjusinni nefndi ísland; þessi breyting er uppfylling á spádómsorðum Thomas Hardy fyrír meira en 75 árum, er hann sagði í riti sínu: “Return of the Native.” “Sá dagur kemur að jafnvel hið afskekta land, ísland, verður á hinum fjölförnu vegum ferðalanganna.” Um þetta geta verið skiftar skoðanir okkar á meðal, hversu vel og að hve miklu leyti ísland sé kunnugt þeim þúsundum olíugulu ferðalöng- um, sem nú eiga leið um fjöll þess og dali: “Glögt er gests augað” segir íslenzkur máls- háttur, og nú sem stendur hvíla mörg þúsund augu glöggra gesta á íslandi og íslenzku þjóð- inn — ungra gesta og áhrifanæmra. Mér er ómögulegt að segja með vissu hver verði niðurstaða þeirra áhrifa, sem af þessu skapast í hugum gestanna; en það er víst að yfirleitt mynda hversveitir okkar á Islandi sér ákveðnar skoðanir og varanlegar á landinu og íbúum þess. I flestum tilfellum finst þeim að fólkið sé: sjálfstætt, skynsamt, viljafast, skarp- skygnt, en jafnframt: vingparnlegt og fremur gestrisið. Þannig er álit hersins yfirleitt. Frá þessu eru undantekningar, alveg eins og til eru ís- lendingar, sem ekki eru vingjarnlegir, ekki skynsamir og ekki gestrisnir; alveg eins og til eru amerískir gestir, sem ekki eru skynsamir, ekki vingjarnlegir og ekki sérstaklega ant um hagi annara. Yfir höfuð er þó óhætt að full- yrða það, að bæði íslendingar og Ameríku menn, sem seinni lýsingin á við, eru undantekning. Eg er oft spurður á þessa leið: “Hvernig kem- ur þeim annars saman, drengjunum okkar og íslendingunum?” Þeirri spurningu svara eg oftast á þessa leið: “Hugsaðu þér íslenzkt hérað, þar sem nokkur hundruð hermenn setjast að. Gerðu þér grein fyrir því að þar hafa aldrei sést herklæði; meira að segja: fólkið setur herklæði og her- búning í samband við hertekning af hendi út- lenzks valds. Revndu svo að hugsa þér hver fyrstu hugaráhrif þín mundu verða undir þeim kringumstæðum. í viðbót við þetta skaltu gera þér grein fyrir því að héraðið, sem þú átt heima í hefir öld eftir öld verið sjálfstætt og laust við öll utan- aðkomandi áhrif, það hefir látið sér nægja að sinna sínum eigin hag án þess að skifta sér af högum annara. Það hefir talið sér heimsmálin lítt viðkomandi, yfirráð og herbúnað annara þjóða fundist því sig engu skifta. Þegar þú hefir gert þér glögga grein fyrir öllu þessu, þá hefir þú fengið nokkurnveginn skýra hugmynd um það hversu mikla tilhliðrun fslendingar hafa orðið að sýna, og sömuleiðis hversu vandasamt hlutverk það hefir verið, sem amerísku her- mennirnir hafa orðið að leysa af hendi þegar þeir tóku sér bólfestu, sem setulið á fslandi.” Það vekur mér undrun að sambúð setuliðs- ins og íslendinga hefir ekki valdið fleiri og alvarlegri árekstrum en raun var á í heil þrjú ár, sem liðin eru síðan íslendingar afhentu fjöll sín, dali sína, jafnvel sína eigin bústaði, bú sín og borgir vopnuðu herliði — jafnvel þótt það væri frá vinveittri þjóð. Það að sambúðin hefir verið eins góð og raun varð á, er að miklu leyti því að þakka hversu ágætir menn það eru, sem Bandaríkin hafa sent til íslands, bæði herforingj- arnir og hinir óbreyttu liðsmenn. Fáir útlendingar hafa komið til íslands, sem hafa áunnið sér meira álit en Charles H. Bone- steel hershöfðingi, þegar hann var kvaddur snemma í sumar. Sönnun þess hversu mikils álits hann naut var kveðjusamsæti sem stjórn íslands hélt honum, hann var kvaddur í sam- kvæmissölum elzta þjóðþings í heimi, þar voru staddir stjórnarfulltrúar frá öllum deildum, og auk þeirra menn frá öllum stéttum landsins. Eg fann það glögt þegar eg gekk í gegnum hópinn hversu einlæglega menn söknuðu þess að herforinginn var á förum. Þá leyndi sér ekki fögnuðurinn þegar tekið var á móti Key hers- höfðingja, er hann gerðist eftirmaður Bone- steels. Key hershöfðingi er fæddur 1 Oklahoma og alinn upp í miðvestur ríkjunum. Hann er opin- skár og blátt áfram og aflar sér vina tafarlaust hvar sem hann fer. Margir herforingjanna og hermannanna sögðu mér að þeir vonuðust til að geta farið ferð til íslands einhverntíma þegar stríðinu væri lokið og kynst landinu og fólkinu sem prívat ein- staklingar. M Þeir sögðu að sig langaði til þess að geta riotið næðis í einu fegursta landinu sem þeir hefðu séð og kynst betur því fólki, sem þeir hefðu þegar lært að virða. Það gefur að skilja að stríðstímar eru ekki hentugir fyrir þá, sem í því taka þátt, til þess að kynnast vel og nákvæmlega. íslendingar og Ameríkanar hafa sést og kynst á hinum erviðu tímum stríðsins. Hvorirtveggja höfðu sínum störfum að sinna og gátu tæpast yfirgefið þau til þess að öðlast þá kynningu hvorir um sig, sem nauðsynleg er til vináttu og félagsskapar. Stríðin leiða í ljós hjá mönnum bæði það bezta og versta. Þetta er sannleikur hvort sem þeir eru beinlínis í sjálfum hernum sem bar- dagamenn eða prívat borgarar í öðrum störfum. Vér tökum eftir því bæði meðal íslendinga og annara þjóða, að stríðin kalla fram sterkar til- finningar og ástríður, föðurlandsást, sjálfsfóin og græðgi. Þetta á við prívat menn og einnig þá sem herklæðin bera. Tilfinningar hermann- anna æsast, föðurlandsást, hugrekki og grimd aukast og margfaldast. Þegar þessar sterku tilfinningar skerpast af áhrifum stríðsins þá er það engin furða þó hugmyndir fólks verði nokk- urs konar vanskapningar, og smávægileg atriði margfaldist samanborið við það sem á sér stað undir eðlilegum kr-ingumstæðum; það er svo undur hætt við að úlfaldi sé gerður úr mý- flugunni. Þegar alt kemur til alls er fólkið gætt sínum ákveðnu eiginleikum, hvernig svo sem það kann að sýnast í svipinn og þegar tímar líða fam lærum við Sð þekkja það eins og það er en ekki eins og það sýnist. Eftir því sem íslendingar hafa lært betur að þekkja Ameríku- manninn og skilja hann og eftir því sem Ameríkumaðurinn hefir lært að skilja íslendinginn hefir þeim komið miklu betur saman en þið kunnið að ímynda ykkur af flugufregnum sem ykkur hafa borist. Eg læt tímann og betri skilning á báðar hliðar svara til fulls spumingunni: “Hvernig kemur þeim saman íslendingum og Ameríkumönnum?” en læt sjálfur nægja að segja að þeir hafi lært að lifa saman þótt það hafi ef til vill gengið skrykkjótt og að hvorugir þurfi að afsaka neitt gagnvart hinum. Það eir ekki ætlun mín að verja þessari stund til þess að ræða hið stjórnarfarslega sam- band milli hersins og íslenzku þjóðarinnar og samkomulag þeirra en um það eru ofmiklar lausafréttir til þess að láta það með öllu liggja milli hluta. Enn fremur vil eg taka það fram að eg get aldrei fallist á skoðun þeirra íslendinga, sem finst að íslenzk menning, jafnvel tungan og al- mennir þjóðhættir séu í óbætan- legri hættu sökum þess að út- rendur her hefir sezt að í land- inu. í mínum augum á íslenzk tunga og íslenzk menning sér dýpri rætur en svo að það geti átt sér stað. Það er hverju orði sannara að Island verður aldrei aftur eins og það var en það á ekki einungis við um ísland, engin þorp, engar borgir og engar þjóðir verða hér eftir eins og þau voru áður. Er ekki sannleikurinn sá að hin einu óbreytanlegu lög náttúr unnar eru þau að alt er altaf að breytast? Dagurinn í dag er ekki eins og dagurinn í gær og dag- urinn á morgun verður ekki eins og dagurinn í dag. Island árið 1943 er ekki eins og ísland 1942 eða 1842. Náttúrulögmálinu er þannig varið að til þess að vér getum vaxið verðum vér að breyt ast. Engin þjóð veit þetta betur en íslendingar. Saga þeirra meira en þúsund ár hefir verið sam- feld og sífeld breytingakeðja, stundum til hins betra og oft til hins verra. Hvaða þýðingu þær breytingar hafa fyrir ísland, sem hafa átt sér stað síðastliðin ár er nokkuð sem enginn getur sagt, en ein- ungis einhver nýr Snorri Sturlu- son getur ritað um. Eitt er þó víst og það er þetta; Sá styrkur sem meðfæddur ei; þeirri menn- ingu, þeirri tungu og þeim stjórnarfarslegu stofnunum, sem staðist hafa þær breytingar og byltingar er átt hafa sér stað í tíu aldir geta ekki visnað og dáið á einni nóttu. Eins lengi og þjóðin á menn með víðsýni og vilja er það víst að þessar stofnanir og sú menning sem þær tákna helzt við og heldur áfram að þróast og vaxa og verður fær um að ráða þær gátur, sem fylgja breyttum mannheimi. Eg býst við að þið séuð flest farin að spyrja sjálf ykkur hve- nær eg ætli að komast að eíninu og byrja á því sem fupdarstjór- inn sagði að eg ætlaði að tala um. Það var: “Reynsla mín á íslandi”. Reynsla, það er yfir- gripsmikið efni. Það væri ein- faldara og ef til vill miklu hættu minna að segja ykkur frá því hvað við vorum að gera á ís- landi. Þegar eg er spurður að þessu: Hvað hefurðu verið að gera á íslandi? og eg er ekki í því skapi að vilja segja þeim frá öllu út í æsar, þá segi eg bara: “Eg hefi verið að kaupa fisk.” Sannleikurinn er sá að sumir vinir mínir hafa kallað mig mesta fiskkaupmann í heimi, og þegar eg kom heim aftur horfði konan mín á mig og henni fanst sem stærsti fiskur heimsins væri kominn aftur. Eg gleymi aldrei einni fyrstu kvöldstundinni, sem eg var á ís- landi. Eg hafði verið boðinn í samkvæmi til brezkra herfor- ingja. Sökum þess að vinsölu- bann er á íslandi tók eg þakk- samlega boðinu og kom stund- víslega klukkan 5. Eg fór inn á Laugaveg, þangað sem herfor- ingjastöðvarnar voru. Eg mætti þar mörgum einkar skemtilegum brezkum herforingjum, og innan skamms vorum við farnir að drekka og leika okkur. Stofan var full af brezkum herforingjum og með þeim voru margir Islend- ingar; við vorum kyntir þegar við vorum að drekka annað glas- íð var eg kyntur brezkum her- foringja sem stóð hjá veitinga- borðinu og var að drekka brenni- vín, um leið og eg var kyntur honum horfði hann á mig og virti mig nákvæmlega fyrir sér þang- að til hann sagði þurlega: “Svo þú ert fiskkaupmaðurinn”. Hann hélt áfram að virða mig fyrir sér alveg eins og eg kæmi beina leið frá fisksölustaðnum í Hull. Eg horfði á hann með sama kulda og svaraði: “Já, eg og þú ætlar að eta fiskinn.” Með þessu var sam- ræðunum lokið. Hann hélt áfram að drekka og að lokum fór eg aftur í fiskkaupin. Eg eignaðist ágæta vini meðal Breta og eg lærði að þekkja þá marga og kynnast kostum þeirra. Þeir eru reglusamir, nákvæmir og skilningsgóðir kaupsýslu- menn. Eins og þið vitið voru samdar reglur til þess að fara eftir við vörukaup frá íslandi handa Bret- um fyrir hjálparfé frá Banda- ríkjum í nóvember 1941. Eg lagði af stað frá Boston áleiðis til Reykjavíkur í þeim mánuði, og eftir meira en þriggja vikna sjó- volk fyrst á breyttu skemtiskipi og síðar á herskipi lenti eg í Reykjavík 19. desember 1941. Þegar þangað kom var mér fagn- að af bróður- mínum Birni á hreinni íslenzku “Velkominn heim!” sagði hann. Eg fékk mér herbergi á Hótel Borg, og nálega í heilan mánuð var það herbergi bæði heimili mitt og skrifstofa. Og fyrsta heimild til þess að borga fyrir íslenzkan fisk, sem kevptur var samkvæmt þessum samningum, var símuð frá því herbergi. En um miðjan janúar höfðum við leigt skrifstofu á þriðju hæð í Landsbankanum og þar er ennþá skrifstofa þeirrar stjómardeildar sem annast út- hlutun á vörum, sem keyptar eru í Reykjavík. Þrátt fyrir það þótt fiskur sé meiri hluti þess, sem Bandarík- in kaupa af framleiðslu íslend- inga, þá er hann alls ekki eina varan. Þann tíma, sem eg var á íslandi námu þær vörur, sem keyptar voru fyrir okkar milli- göngu um $50.000.000. í viðbót við fiskinn keyptum við fyrir hjálparpeninga handa Bretlandi aðrar vörur frá íslandi t. d. þorskalýsi, síldarlýsi og síldar- mjöl sauðargærur, frosið lamba- kjöt og ýmsar aðrar búsafurðir. Þegar við komum til íslands, var ein fyrsta spurningin, sem blaðamenn í Reykjavík spurðu mig, eftir að eg hafði sagt þeim fyrirætlun okkar, hvort dollar- arnir, sem við ætluðum að borga íslendingum fyrir þessar afurðir jrrðu látnar af hendi þannig að þeir yrðu notaðir skilyrðislaust. Eg svaraði með þessari spurn- ingu: “Þið hafið unnið ykkur dollarana, er ekki svo?” Þegar þeir höfðu játað því, skýrði eg það fyrir þeim að við hefðum alls ekki í hyggju að gera nokkra tilraun til þess að hindra verzlun þeirra með sína eigin peninga, eg sagði þeim ennfremur að eftir því sem kringumstæður leyfðu og vörur væru til, yrði þeim gert mögulegt að kaupa hvað sem þeir þyrftu fyrir peninga sína. Eg held að við höfum efnt þetta loforð og að íslendingum hafi verið mögulegt að kaupa fyrir peninga sína flest af því sem þeir þörfnuðust. Sannleikurinn er sá að eg gat fengið keypt í íslenzk- um verzlunum án þess að binda mig við skamtbækur og bláa, rauða og græna depla — kaupa hindrunarlaust hluti, sem fyrir löngu voru uppseldir í amerísk- um verzlunum. Með þessu dettur mér ekki í hug að halda því fram að ís- lendingar hafi ekki orðið fyrir neinum óþægindum í sambandi við vöruskömtun eða að þeir hafi ekki orðið að vera án ýmislegs en þeir hafa getað lifað nokkurn- veginn normal lífi þrátt fyrir alt og alt. Langmesti hluti þess, sem við keyptum fyrir hjá'lparpeninga, var sent til Englands, meira en 75% af $50.000.000, sem eytt var upp að þessum tíma og við höndluðum, var fyrir vörur til Englands. Þessu er haldið áfram og skrifstofa okkar er enn starf- andi í Reykjavík, forstjóri henn- ar nú er fyrrverandi forseti fél- ags ykkar, Ólafur Ólafsson. Áður en eg lagði af stað frá íslandi í sumar, undirritaði eg samning við stjórnina á íslandi fyrir hönd Bandaríkjanna, um það að kaupa alla ársframleiðslu síldarlýsis og síldarmjöls 1943; alt þetta er nú flutt til Eng- lands. Þrátt fyrir það þótt síld- arveiðin í ár byrjaði fremur illa, þá endaði vertíðin með miklu síldarmjöli, nálega 30.000 skip- pundum og framleidd voru 24.000 skippund af síldarolíu. Ástæðan fyrir því að síldarolía var minni en síldarmjölið var sú að síldin í ár var minni en síldarmjölið var sú að síldin í ár var ekki feit og þess vegna, ef til vill, ekki eins ábatasöm fyrir fram- leiðandann. Framleiðsla síldar- mjölsins var talsvert meiri í ár en í fyrra og hér um bil jafn- mikið var framleitt af síldarlýsi 1943 og næsta ár á undan. Áður en eg lagði af stað heim í júlí framlengdum við einnig ísfisks samninginn með smá- vægilegum breytingum; helzt samningurinn í gildi þangað til í lok þessa árs. En aðalbreyting- in á samningnum í ár var það ákvæði að einn þriðji hluti þess sem borgað er fyrir vörurnar skal greiðast í sterlingspundum en tveir þriðju hlutar í dollurum. Nú er verið að undirbúa samn- inga þar sem ráðgert er að kaupa fleiri íslenzkar vörur. Stríðið hef ir valdið miklum breytingum bæði í lifnaðarháttum Islendinga og fjárhag þeirra. Mörg ykkar vitið eflaust miklu meira um þessar breytingar en eg; og þið eruð færari um að dæma það hverja þýðingu þær hafi og að hversu miklu leyti þær séu lík- legar til þess að verða til fram- búðar. Því miður kyntist eg íslandi og íslendingum einungis á stríðs- tímum. Mörg ykkar hafið þekt landið og þjóðina um margra ára skeið og getið fullkomlega dæmt um þýðingu þessara breytþiga. En þann tíma sem eg dvaldi á íslandi hafði eg tækifæri til þess að veita eftirtekt þessum breyt- ingum og sjá áhrif stríðsins á eina allra friðsömustu þjóð heims ins, sem nútíðar menningin hefir þekt. Þjóðfélagslegar breytingar, þær sem snerta líf og lifnaðar- hætti fólksins, hafa enn ekki komið nógu glögglega í ljós til þess að eg eða nokkur annar dirfist að geta sér til eða spá um það hversu víðtækar þser kunni að verða. Það mesta sem nokkrum er unt að segja er það að þeim er sem stendur, haldið á lofti með sterkari litum en þeim ber í raun og sannleika. Að þser verði róttækar og varanlegar, virðist þó líklegt. Eitt af því sem þýðingarmest má kalla að því er framtíð landsins snertir, er það hversu margt ungt fólk frá ís- landi nýtur nú mentunar í Vest- urheimi. Þegar þetta unga fólk hverfur aftur heim til ættjarðar sinnar til þess að taka við ábyrgð arstöðum í þjóðlífinu, þá fyrs^ byrja varanleg áhrif að skapast og koma í ljós. Fjárhagslega eru breytingarn- ar ef til vill meiri nú sem stend- ur, en hversu mikla og hvers konar þýðingu þær hafi í fram- tíðinni það er enn óráðin gata. Fiskveiðarnar eru mesti og lang yfirgrips ríkasti atvinnu- vegurinn; hér um bil 90% af öllum útfluttum vörum er fiskur og fiskafurðir.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.