Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 18.11.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGbERG. FIMTUDAGINN 18. NÓVEMBER 1943. Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kveníélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave.; Mrs. E. S. Feldsted, 525 Dominion Street. Verð $1.00. Burðargjald 5c. 4 ♦ ♦ Sögubækur, Ljóðmæli, Tíma- rií, Almanök og Pésar, ssm geí- ið er úl hér vestan hafs, ósk- ast keypt. Sömuleiðis "Tíund" eftir Gunnst. Eyjólfsson, "Út á víðavangi" eftir St. G. Síefáns- son, Herlæknisögurnar allar, sex bindin. Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave, Wínn’peg. ♦ 4 ♦ A General meeaing of the Icelandic Canadian Club will be held in the Antique Tea Rooms, Portage Ave., on Sun. Nov. 21st at 8,30 P.M. All members are ureged to attend, as there is very important business, to be laid be fore the meetings. The President, Mr. A Eggertson, will give an account of his trip to New York. 4 4 4 Þann 30. okt. voru gefin sam- an í hjónaband í norsku kirkj- unni í Bottineau N.-Dak., þau ungfrú Guðbjörg Georgine Ben- son og David Robetson Coleman Brúðurin er dóttir hinpa vel þektu hjóna, lögmanns Ásmund- ar Benson í Bottineau og konu hans Sigríðar,.dóttur Mr. og Mrs. Guðm. Freeman frá Upham N. Dak. Brúðguminn er af enskum ættum. Foreldrar hans eru Mr. D. R. Coleman og kona hans Isabella Sturdevant Coleman að Pasadena, California. Kirkjan var alskipuð fólki og fagurlega skreytt biómum og mörgum tug- um kertaljósa fagurlega stiltum. Tveir prestar voru viðstaddir, þeir séra E. H. Fáfnis sem fram- kvæmdi hjónavígsluna og Rev. Coltvet prestur kirkjunnar þar sem vígslan fór fram, sem að- stoðaði. Að vígslunni afstaðinni var boð heima hjá foreldrum brúðarinnar fyrir nánustu ætt- ingja og vini og sátu það um 130 manns. Um kvöldið lögðu brúð- hjónin af stað til framtíðarheim- ilis síns í Pasadena Calif., þar kennir hin unga kona í skóla og brúðguminn fullkomnar læknis- nám sitt í Bandaríkjaþernum sem hann lýkur á næsta vori. 4 4 4 Fundarboð. Fulltrúar Lúterska safnaðarins á Gimli boða til almenns safn- aðarfundar í kirkjunni, sunnu- daginn 28. nóv., kl. 3 e. h. Mjög áríðandi að sem flestir safnaðar- meðlimir sæki fundinn. Gimli, 10. nóv. í umboði nefndarinnar, Anna Josephson. ♦ 44 Danish Social Club, heldur hátíðlegt 10 ára afmæli sitt í Travellers Hall á laugardaginn þann 27. þ. m., kl. 8 e. h. Þar verður meðal annars á takteinum hið fræga danska smurt brauð. Aðgangur kostar $1.00 fyrir manninn. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur 776 Victor St.—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 21. nóv. Sunnudagaskóli kl. 11 árd. Ensk messa, kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. S. Ólaísson. 4 4 4 Prestakall NorSur Nýja íslands 21. nóv.—Geysir, messa kl. 2 e. h. Riverton, ensk messa kl. 8 e. h. (ársfundur). 28. nóv.—Víðir, messa kl. 2 e. h. Árborg, ensk messa kl. 8 e. h. Fermingarbörn í Árdalssöfn- uði mæta til viðtals á prests- heimilinu föstudaginn, 19. nóv., kl. 4 e. h. B. A. Bjarnason. 4 4 4 Messað verður í Wyjiyard, sunnudaginn 21. nóv. kl. 2 e. h. Á Mozart kl. 4 e. h. sama dag. Allir velkomnir. H. E. Johnson. 4 4 4 Messuboð. Sunnudaginn 21. nóv. Þakkar- guðsþjónusta á þremur stöðum í prestakalli séra H. Sigmar. Fjallakirkju kl. 11 f. h. á ís- lenzku. Eyford kl. 2 e. h. á ís- lenzku. Mountain kl. 8 e. h. á ensku. Við messuna á Mountain offur í Starfssjóð kirkjufélagsins. Þakkardaginn, fimtudaginn 25. nóv., messa í Vídalínskirkju kl. 11 f. h. og í Garðar kirkju kl. 2 e. h. Óskað eftir sérstaklega góðri aðsókn við allar þessar þakkar- guðsþjónustur. Allir velkomnir. Gefin voru saman í hjónaband, laugardaginn 6. nóv., Herbert George Boundy og María Krist- innson. Séra Bjarni A. Bjarna- son gifti, og fór athöfnin fram á heimili Mr. og Mrs. Kristinn Kristinnson, í Geysisbygðinni, foreldra brúðarinnar. Brúðgum- inn er af enskum ættum, sonur Mr. og Mrs. John Boundy, sem lengi hafa búið í grend við Ár- borg. Fjöldi ættingja og vina sat brúðkaupið, þáði rausnarlegar veitingar, og skemti sér hið bezta vi,ð ræðuhöld og söng. Framúr- skacandi dugnaður einkennir hin ungu hjón, og spáir þeim giftu- drjúga framtíð. Að liðinni viku frá brúðkaupi sínu, var þeim haldið myndarlegt og afarfjöl- ment samsæti í Geysir Hall. Kvenfólkið sat við stjórnvöl þetta kvöld, og sýndi sig enga eftir- báta karlmannanna. Gjafir og almenningshylli fylgja ungu hjón unum á braut. 4 4 4 Mr. H. Danielsson frá Otto, Man., var staddur í borginni í byrjun vikunnar. Deildin “ísafold” í Riverton, Man., heldur ársfund sinn 23. nóv. n. k. í Parish Hall. Fundur inn byrjar kl. 9 e. h. Á eftir funcþ verða sýndar myndir og fyrirlestur haldinn um Grænland af hr. J. J. Bíldfeld. Svo verður dans á eftir og veit- ingar ókeypis. Inngangur fyrir fullorðna 35 cent, en fyrir börn 10 cent. Fjölmennið og skemtið ykkur vel. Einnig er hér með tilkynnt að Laugardagsskólinn byrjar 13. þ. m. kl. 10'f. h. og verður hafður í Riverton skólanum. Börn eru ámint um að koma með kenslubækurnar sem þau hafa heima hjá sér. ♦ ♦ ♦ Hinrik Guttormsson 18. ára, sonur Mr. og Mrs. Einar Gutt- ormsson, Poplar Park, Man inn- ritaðist í flugher Canada í okt., .og er nú í Edmonton, Alberta, að læra að verða “Airgunner”. 4 4 4 Athygli skal hér með leidd að því, að Halldór Methusalems Swan, hefir nýlega flutt verk- smiðju sína frá Ellice Ave. að 281 James St., og starfrækir hana þar framvegis. Verksmiðjufyrir- tækið heitir The Swan Manú- facturing Company, og hefir um langt árabil framleitt Swan Weather Strips (Súgræmur), sem seljast við góðan orðstír' um alt þetta mikla land. Halldór verk- smiðjueigandi er ættaður frá Bustarfelli í Vopnafirði; hann er þjóðhagsmiður, og nýtur al- mennra vinsælda hvar, sem leið hans liggur. 4 4 4 Þ j óðræknissamkoma. Fyrir atbeina framkvæmdar- nefndar Þjóðræknisfélagsins, og í samráði við ýmsa byggðarmenn, verður fundur haldinn í Grund Hall til eflingar félaginu, á föstu dagskvöldið kemur, þann 19. þ. m., kl. 8,30. Á útbreiðslufundi þessum flyt- ja erindi Dr. Richard Beck, for- seti Þjóðræknsifélagsins, og skrif ari þess, J. J. Bildfell. Vonast er eftir miklu fjölmenni. Allir velkomnir. 4 4 4 Fundarboð. Ársfundur Fyrsta lúterska safnaðar verður haldinn þriðju- daginn, 7. des. kl. 8 e. h., í kirkju safnaðarins. Skýrslur embættis- manna og deilda safnaðarins verða lagðar fram, einnig fer fram kosning embættismanna í, stað þeirra, sem eru búnir að útenda kjörtímabil sitt. Fyrir hönd safnaðarfulltrúanna, G. L. Jóhannsop. skrifari. Sumarheimilið á Hnausum, sem hefir eignast marga vini víðsvegar, efnir til skemtisam- komu í Árborg þ. 26. þ. m. Verð- ur sú samkoma ekki einungis til arðs fyrir heimilið heldur einnig fyrir alla, sem hana sækja, því skemtiskráin er þess eðlis að menn hljóta að búa að henni lengi. Þar skemtir Guttormur J. Guttormsson, sem allir þekkja að vitsmunum og gamansemi. Hefir hann oft áður skemt fólki og kent því ýmislegt fróðlegt með sínum ágætu kvæðum og ræðum í nærri hálfa öld. Þar verður og Lúðvík Kristjánsson, sem allir kannast við fyrir afbragðs fyndnu kvæðin á samkomum vorum í liðinni tíð. Ýmislegt fleira verð- ur þar sem ekki er hægt að telja hér. Munið stund og stað. 4 4 4 Þann 4. ágúst síðastliðinn, inn- ritaðist í Canada heiihn, Christ- inn Guðmundur Martin, 25 ára gamall, yngsti sonur hjónanna, Antoníusar og Friðriku Martin, búsett við Árnes, Man. Hann hef- ir sérstaklega vel staðið öll próf, og er hann lauk æfingum við Portage La Prairie, vann hann medalíu fyrir skotfimi. ♦ 4 ♦ The Junior Ladies Aid of the First Lutheran Church will hold their meeting on Tuesday Nov. 23rd at the home of Mrs. G. S. Eby, 144 Glenwood Crescent. 4 4 4 The annual meeting of the Junior Ladies Aid -of the First Lutheran Church was heid at the home of Mrs. G. F. Jonas- son, 195 Ash St. on Tuesday Nov. 9th the election of officers was as follows: Honarary Pres. Mrs. B. B. Jons son. Past Pres. Mrs. A. Gray. President Mrs. B. Guttormson. Vice Pres. Mrs. V. Jonasson. Sec. Mrs. W. Finnsson. Reord- ing Sec. Mrs. K. Thorsteinson. Treals. Mrfe. S. Bowleý, Asst. Treas. Mrs. O. B. Olsen Memb- ership Committee Mrs. L. Mc Neill. Mrs. W. S. Jonasson. Press Reporter Mrs. B. C. McAlpine. ♦ 4 ♦ Roskin íslenzk kona, æskir eftir aðstoð íslenzkrar konu, og býður henni að launum ókeypis “Light housekeeping” herbergi. Hringið qpp 24 531 eftir kl. 7 að kvöldi. The Swan Manuficturing Co. Manufacturers of 8WAN WEATHER-STRIP Winnipeg. jHalldór Methusalems Swan Propietor and General Manager 281 James Street Phone 22 641 MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR STARFIÐ MEÐ C.C.F. Greiðið atkvæði með eftirgreindum frambjóðendum í 2. kjördeild: í bæjarráð: ANDERSON, Victor B. McKELVIE, Howard V. í skólaráð: PETURSSON, Phiiip M. CHAPPELL, Harry A. Kosningar á föstudaginn 26. nóv. Kjörstaðir opnir frá kl. 9 f.K. til 8 e.h. Útvarp á Islenzku Sunnudagskvöldið, 28. nóv., verður guðsþjónustu á íslenzku útvarpað frá Fyrstu lútersku kirkju. Eldri söngflokkurinn annast söng, en sóknarpresturinn flytur prédikun. Þessir hermenn sameinuðu þjóðanna eru með bros á vör, og óttast auðsjáanlega ekki nokkurn skapaðan hlut. Mynd þessi sýnir ógrynni af bifhjólum og öðrum hernaðar- tækjum, sem sameinuðu þjóðirnar náðu haldi á í Tunisíu síðustu dagana, sem orusturnar stóðu þar yfir. < Á flugi Hér er spurning, herra minn: Hvar er Jakobs stíginn? ^ Hefi eg nálgast himininn, hafinn yfir skýin? 4 4 4 Afi og amma (Þau hjónin Mr. og Mrs. G. B. Björnson eignuðust nýskeð dótturson). Lífið á sér lengi nóg, ljós við trúar drauma; að verða afi og amma þó, yngir hjartans*strauma. Pálmi. ALDERMANIC CANDIDATE FOR WARD 2 Vote 1 for JACK ST. JOHN DRUGGIST Endorsed by Civic Eleciion Commiiiee HE STANDS FOR: Low cost housing project. Abandonment of nuisance grounds from West end to City. Rehabiliiaion of ciiizens to jobs of a permanent nalure. Flood relief. Extension of General Hospital and im- provement of existing buildings. Fight against any upward trend in taxat- ion. A COMMUNITY MAN TO REPRESENT YOU Vegna betri borgarstjórnar GREIÐIÐ ATKVÆÐI 1, 2, os.frv. í þeirri röð er þér óskið, með FRAMBJÓÐENDUM Borgaralegu Kosninganefndarinnar 4 4 4 1. KJÖRDEILD í bæjarráð: í skólaráð: Hesson, Miss Hilda McEwen, W. S. Percy, Reg. W. C. Rorke, Mrs. R. F. Simonite, C. E. í bæjarráð: Black, James Cooper, T. M. St. John, Jack Warriner, Dr. F. E. 2. KJÖRDEILD í skólaráð: Beck, Adam Jenkis, Mrs. Mary E. í bæjarráð: Delaney, R. J. Stepnuk, Jos. 3. KJÖRDEILD 1 skólaráð: Audrajn, A. P. (Bert) Zaharychuk, A. Þessir frambjóðendur eru skuldbundnir til að vinna af íremsta megni að hagsmunum borgarinnar, en ekki sérsfaks pólitísks flokks á kosinað annara. Greiðið snemma atkvæði á FÖSTUDAGINN, 26. NÓVEMBER Kjörsiaðir opnir 9 f. h. iil 8. e. h. 4 4 4 CIVIC ELECTION COMMITTEE 202 Curry Bldg. Phone 93 790

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.