Lögberg - 25.11.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.11.1943, Blaðsíða 1
 PHONES 86 311 Seven Lines W% &ot A^ ftVte' Coí- niUtí^ cr« For Better Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines "SST- n€rs oíiSSf* Service and Satisfaction 56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1943. NÚMER 47 Árnaðaróskir Eftirfarandi árnaðaróskir frá forseta Þjóðræknisfelagsins áttu að lesast upp við stofnun deildar innar á Gimli, en náði eigi þang- að í tæka tíð. Ritstj. Góðir íslendingar! Lengi hefi eg alið þá ósk í brjósti og einnig hvatt til þess, bæði á ársþingi Þjoðræknisfél- agsins og annarsstaðar, að stofn- uð yrði þjóðræknisdeild á þessum sögufrægu slóðum íslendinga í landi hér. Er mér það því hið mesta fagnaðarefni, að fyrir öt- ula viðleitni fulltrúa félagsins og drengilegar undirtektir bygðar- fólks, rætist sá draumur á þess- um stofnfundi. Tel eg þennan dag því merkisdag bæði í sögu bygðarinnar og þá eigi síður í sögu Þjóðræknisfélagsins, og vil í nafni stjórnarnefndar þess þakka hjartanlega öllum þeim, sem unn ið hafa hér að þörfu verki og tímabæru. Knýjandi skyldustörf valda því, að eg er hér eigi stadd- ur til þess að bera þær þakkir fram persónulega af hálfu nefnd- arinnar og félagsins. íslenzk hreysti og manndóms- lund, íslenzkar sjálfstæðis- og menningarhugsjónir, eru skráðar djúpstæðu letri í landnámssögu þessarar söguríku byggðar. Á þessum slóðum háðu íslenzkir menn og konur hina þyngstu brautryðjendabaráttu, en létu eigi bugast af hinum miklu örð- ugleikum og ruddu óðrum braut til sigurs með fórnfúsu starfi sínu og hetjuskap. Og þess ber sérstaklega að minnast, að sú barátta var háð í sann-íslenzk- um anda og á íslenzkum menn- ingargrundvelli, í anda þeirra vormanna heimaþjóðar vorrar, er höfðu þessa stefnuskrá: "ís- lendingar viljum vér allir vera; vér viljum vernda mál vort og þjóðerni". Því ber þessi bygð nafnið Nýja-ísland og því var þessi bær nefndur Gimli eftir hinum fornhelga guðabústað norrænna manna. Með því að taka höndum sam- an við Þjóðræknisfélagið með stofnun þessarar deildar hafa arf takar og afkomendur íslenzkra frumbyggja á þessum slóðum sýnt það í verki, að þeir vilja varðveita og ávaxta sem lengst íslenzk menningarverðmæti og hugsjónaarf, er . landnemum af vorum stofni reyndust sigursæl í brautryðjenda-baráttu þeirra. í þeirri ákvörðun felst eigi að- eins hin ágætasta ræktarsemi, heldur eigi síður menningarleg forsjálni af fremsta tagi, því að trúmenskan við sjáifan sig, við hið fegursta og dýrmætasta í ætt manns og erfðum, hefir jafn- an reynst vænlegast til heilla og andlegs þroska. Með þeirri að- stöðu mun einnig þjóðbrot vort hérlendis leggja drýgstan og varanlegastan skerf til menning- ar þessarar merkilegu og vaxandi þjóðar. í þeim anda býð eg hina nýju Þjóðræknisdeild hér á Giníli vel- komna í Þjóðræknisfélagið og óska henni velfarnaðar og langra lífdaga; en sérstaklega óska eg þess, að hún megi verða sannur gróðurreitur íslenzks máls og annara menningarerfða, félags- fólki hennar og bygðinni í heild til gagnsemdar og ánægjuauka. Vinsamlegast, Richard Beck. Þjóðrœknisdeild með 80 meðlimum stofnuð á Gimli í síðasta blaði var skýrt að nokkru frá undirbúningi vænt- anlegrar Þjóðræknisdeildar á Gimli, og þeim ágæta byr, sem mál það þá fékk; að því var ennfremur vikið, að í ráði væri, að stofnun deildarinnar kæmi til framkvæmda síðastliðinn mánu- dag, og varð það orð að sönnu. Af hálfu Þjóðræknisfélagsins mættu við deildarstofnunina Ás- mundur P. Jóhannsson, Einar P. Jónsson og frú, og Guðmann Levy og frú. Stofnfundurinn var haldinn í ráðhúsi Gimli bæjar, og var hann settur af Ásmundi P. Jóhannssyni, er kvað þá næst liggja fyrir, að kjósa fundarstjóra og skrifara. Til fundarstjóra var kosinn í einu hljóði Jón Laxdal skólastjóri, en skrifarastarfið féll á herðar Sigurði Baldvinssyni. Farfuglarnir frá Winnipeg skýrðu með stuttum tölum til- efni fundiarins, auk þess sem Einar P. Jónsson las upp erindi það eftir séra V. J. Eylands, sem birt er á öðrum stað hér í blað- inu, en hann gat eigi sjálfur flutt sakir embættisann'a. Að því búnu var það samþykt í einu hljóði, að' deildarstofnun færi fram, og því næst kosið í embætti, fóru kosningar sem hér segir: Forseti Dr. Kjartan Johnson. Varaforseti W. J. Arnason. Skrifari frú Hilda Shaw. Fjármálaritari Th. Thordarson. Féhirðir Elías Ólafsson. I skólanefnd voru kosnar frú Lára Tergesen, frú Ingibjörg Bjarnason og frú Hilda Shaw. Það skal tekið fram með verð- skulduðu þakklæti, að skólaráð Gimli-bæjar hét hinni nýstofn- uðu Þjóðræknisdeild ókeypis að- gangi að kennslustofu miðskól- ans þar í bænum, ásamt nauð- synlegum kennsluáhöldum, til af nota við íslenzkukennsluna, sem þar verður bráðlega stofnað til. Alveg sérstaka ánægju vakti það, að Dr. Johnson, sem vitan- lega er marghlaðinn störfum, skyldi takast á hendur forustu deildarinnar; hann er enn korn- ungur maður, frábærilega vel að sér í íslenzku, og kunnur að trú- mensku við íslenzkar menning- arerfðir; yfir höfuð eru báðar nefndirnar, framkvæmdar- og skólanefnd, skipuð einvalaliði, og spáir það góðu um framtíð deild arinnar; það var hlutaðeigendum öllum- ósegjanlegt ánægjuefni, hve rík og samstilt eindrægni kom hvarvetna í ljós hjá þeim öllum, sem að deildarstofnuninni stóðu. ? ? ? ÚRSLIT AUKAKOSNINGA. Við aukakosningar þær, til fylkisþingsins í Manitoba, sem fram fóru í Brandon og Portage la Prairie kjördæmunum á fimtudaginn þann 18. þ. m., urðu úrslitin þau, að í hinu fyrnefftda kjördæmi sigraði frambjóðandi C.C.F. flokksins Dr. D. L. John- son, en í hinu síðarnefnda stuðn- ingsmaður Garson-stjórnarinnar, C. E. Greenlay. ? ? ? SÍMALÍNA FRÁ EDMOUNTON TIL FAIRBANKS. Nýlega er búið að leggja síma- línu alla leið frá Edmonton til Fairbanks, Alaska, og er það 2,026 mílur. Sumstaðar þar sem mennirnir unnu að þessu verki var frostharkan 60° fyrir neðan zero og þeir urðu að sprengja holur í jörðina fyrir símastaur- ana. Þetta er í fyrsta sinn í sög- unni sem Bandaríkin hafa verið í símasambandi við Alaska. CANADISKI HERINN Á ÍTALÍU AUKINN. Nýlega hefur verið sendur mikill liðsafli Canadiskra her- manna til ítalíu og munu Cana- disku hersveitirnar þar mynda sérstakan Canadiskan her undir forustu Canadiskra herforingja. ? ? ? LAUSN MOSLEYS VELDUR ÓÁNÆGJU. Sir Oswald Mosley, foringi fasista á Bretlandi. sem setið hef- ur í fangelsi ásamt konu sinni síðan stríðið hófst, var nýlega slept lausum af stjórninni, vegna þess að hann varð veikur og þurfti að ganga undir uppskurð. Þetta hefur vakið megna óánægju á Bretlandi. Margir krefjast þess að Mosley sé þegar settur aftur í fangelsi; því það íéu svik við þann málstað sem við erum að berjast fyrir að sleppa slíkum manni lausum, og að hann geti fengið þá læknis aðstoð sem hann þarfnast í fangelsim* Bernard Shaw segir að það sé vitleysa ein að ala manninn í fangelsi; það ætti þegar að rannsaka mál hans, og ef hann er sekur, að skjóta hann. -t ? ? FRÆÐSLU- OG VARNARVIKA. Eins og þegar hefir verið aug- lýst, hefir vikan frá 21. til 27. þ. m., verið valin til fræðslu- og varnarráðstafana í sambandi við kynsjúkdóma, sem alment eru taldir skæðir erkióvinir hvers þjóðfélags sem er; og þó ástandið hér sé ef til vill hvergi nærri eins alvarlegt í þessu og með ýmsum öðrum þjóðum, þá er það eigi að síður á því stigi, að heilbrigð skynsemi og borgaraleg ábyrgðartilfinning krefjast þess, að tekið verði al- varlega í taumana, og það sem allra fyrst. Deild hinna yngri manna í viðskiptaráði Winnipeg- borgar, hefir beitt sér fyrir um það, í samráði við heilbrigðis- málaráðuneyti fylkisstjórnarinn- ar, að skipuleggja fræðslu- og varúðarráðstafanir í máli þessu, og er þess vænst, að almenmngur veiti þeim fylstu, hugsanlega samvinnu; að öðru leyti vísast til auglýsingar frá City Hydro, sem nú birtist hér í blaðinu, og innifelur mikilvægar upplýsing- ar í þessu alvarlega vandamáli. ? ? ? FLOKKSÞING. Samtök frjálslynda flokksins í Manitoba, halda ársþing á Fort Garry hótelinu hér í borginni þessa dagana; verður þar kosin ný framkvæmdarstjórn; þess er getið til, að C. Rhodes Smith fylkisþingmaður, muni verða kjörinn til forseta. Góður gestur Einn hinna glæsilegu fulltrúa Björnson-fjölskyldunnar í Minn- eapolis, E. Hjálmar Björnsson, kom hmgað á föstudagsmorgun- inn var, og flutti þá um kvöldið við ágæta aðsókn, erindi á veg- um United College; hann hvarf heimleiðis á sunnudaginn. Hjálmar dvaldi á íslandi í tvö ár, og hafði þar með höndum fyrir hönd Bandaríkjastjórnar yfirumsjón með láns- og leigu- lógunum, varðandi Island; hann er hinn mesti djúphugsuður, og glæsimenni að vallarsýn; vel ber Hjálmar íslandi og íslenzku þjóð- inni söguna, og á heimaþjóðin þar góðan hauk í horni sem hann er á ferð. CHRISMAS CARNIVAL. Á fimtudags, föstudags og laugardagskvöld, 2., 3., og 4'. des. næstkomandi, verður haldið Christmas Carnival í ^innipeg Auditorium, til arðs fyrir hinar ýmsu líknarstofnanir borgarinn- ar; verður fé því, sem þannig kemur inn, varið til jólagjafa handa því fólki, sem fáa, eða enga á að; fara fram öll þessi kvöld margháttaðar skemtanir, sem vænst er eftir að í sér hafi fólgið slíkt aðdráttarafl, að hús- fyllir verði öll kvöldin. Fyrir þessu standa þjóðnytja- stofnanir borgarinnar, svo sem City Hydro, og þar að auki helztu heildsölukjötverzlanir inn an vébanda bæjarfélagsins. VILL LÆRA AÐ FLJÚGA. Þegar ein hinna stóru flutnings flugvéla lenti í Montreal á sunnu daginn, steig út úr henni 24 ára stúlka, sem falið hafði sig í geymsluklefa flugvélarinnar. Hún sagði að sig langaði til að læra að fljúga en hún hefði ekki getað fengið tækifæri til þess á Englandi. Hún hefði því stolist með flugvélinni til Canada til þess að vita hvort hún gæti hér lært að fljúga. Ekki er vitað hvaða ráðstafanir verða gerðar viðvíkjandi þessari stúlku. FLUGÁRAS Á BERLÍN. Á mánudagskvöldið flugu 7 til 8 hundruð flugvélar til Berlín og vörpuðu 2,000 tonnum af sprengj um á borgina. Er þetta sú stærsta flugvélaárás sem gerð hefir ver- ið á Berlín. Tuttugu og sex sprengjuflugvélar töpuðust. Hér getur að líta hina frægu yfirherforingja sameinuðu þjóð- anna, þá Eisenhower og Montgomery, þar sem þeir "herða á sjónargler" eins og Matthías komst að orði um Friðþjóf frækna, og virða fyrir sér landslagið á ítalíu. Guðmundur Frímann: Síðustu dagar Smyrlabergs-Kobba Hún nálgaðist mig óðum nóttin langa, sú nótt er eg þráði mest, með hvíld og ró fyrir Kobba gamla, hinn karlæga jarðargest. Tak gluggann opinn, bóndi, svo blærinn fái blásið um vanga minn. Er sólskin úti? — Lát ylinn streyma um mig — í þetta sinn. Er vorblær og angan um völl og engi? Er vöxtur kominn í ár? Er fylking svananna horfin til heiða? Er himininn ekki blár? Það er kynlegt — en innan skamms held eg héðan og bafið því allt til taks. í sextán ár — blindur á báðum augum — eg beið þessa gæfudags. Það langar efalaust engan að heyra orð mín sem vænta má. Og bónleiður verður sá flestum fremur, sem fátæktin níðist á. Eg átti ekki alltaf sök á því sjálfur, að sultinum varð eg að bráð. I torfristumýrum og svarðarsundum er saga mín einkum skráð. Eg kynntist á öndverðri æfi minni — við átök hins snauða manns.— þeim drottni, sem gefur, þeim drottni, sem tekur. og daglegri breytni hans. Eg hélt hans boðorð í blindni og veg hans frá barnæsku jafnan gekk, þótt stundum tæki hann mest frá þeim manni, sem minnst af gjöfunum fékk. Eg þoldi í byrjun vel álög og ólög, — en árði, sem tæringin drap hana Dómhildi mína og drengina báða, við drottinn mér rann í skap. Mig langaði að steyta hnefann til himna af heljarmóðunnar strönd, en einhver greip, eins og áður fyrri, um erfiðismannsins hönd. Og geigur við eitthvað, sem enginn skilur hefir ógnað mér þaðan í frá. — Eg skildi ekki hversvegna kjör mín urðu jafn kaldsár og raun var á, — né hversvegna lífstré mitt engan ávöxt frá upphafi vega bar. Nú veit eg, að rótin var rotin frá byrjun, —að ríki mitt blekking var. En Smyrlabergið var frá mér flekað, eg fjandann um aðstoð bað. — Eg elskaði kotskrattann alltof mikið, — enginn gat skilið það. En klársins dálæti á svipu og sulti rann mér sjálfum í blóð og merg. —Mín blinduðu augu sjá aðeins síðan sólskin um Smyrlaberg. Það verða engar háværar bumbur barðar í byggðinni daginn þann, sem nágrannar mínir bera út úr bænum hinn blásnauða erfiðismann. Það saknar mín sjálfsagt enginn í sveitinni hvort eð er, — og sönginn um ljótasta andarungann að eilífu fylgir mér. Með skuldir á baki og engar eignir eg yfirgef þenna heim. Með bæn, sem er ef til vill einkisvirði, eg endurgeld hverjum þeim, sem skola vill kroppinn han Kobba gamla, er karlinn leggur frá strönd, — sem þvo vill úr skeggi hans tóbaks-tauma, hans tærðu, bökuðu hönd. Það er eitt — aðeins eitt, sem eg þrái, ein ósk, sem í hjarta eg ber: að vorið með klið sinn og hvíslandi læki verði komið, þegar eg fer. Hún er ekki af ótta við kulda og klaka þessi kotungsins einasta bæn, þótt vilji hann síðustu vegferð hefja, þegar vorar og jörðin er græn. Það minnir ekkert á óðalsbóndans útför og klukknahljóm, þótt hringi við kolsvörtu kistuna mína úr kjarrskógi fáein blóm, — þótt stormurinn burtfarar-sálminn syngi í sefi gulstör og reyr------- ___Á smælingja og smábænda vísu hann Smyrlabergs-Kobbi deyr. Dagur.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.