Lögberg - 25.11.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 25.11.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 25. NÓVEMBER 1943. IVA Eflir Gösta af Geijerslam. Hann fór inn í kofann til að taka þar til, og koma hlutunum í reglu, en það var ekki margt sem þurfti að taka til né koma fyrir, og þegar hann var búinn að því, sem ekki tók langan tíma, var lítið eða ekkert fyrir hann að gera. Maturinn sem Guttormur kom með var á borð- inu. Ostur, smjör og flatbrauð. Iva varð bitur á svip er hann leit á matinn, og andiits drætt- irnir dýpkuðu. Djöfullinn eigi það! Guttormur, hefur skilið eftir ofurlítið af mat. Jæja, hann getur tekið það þegar hann kemur næst. Iva tíndi það saman og lét það í tóman poka, og hengdi upp í rjáfriðrSmjör! Guð má vita hversu langt er síðan hann hafði smakkað smjör. Hann tók ofan riffilinn sinn og gekk þangað sem hann hafði dysjað hestinn. Nei, bjarndýrið hafði ekki komið aftur. Tvær tófur voru að naga höfuðið, sem stóð út úr dysinu, þær löbb- uðu í hægðum sínum burt, er þær sáu Iva koma. Ivá var ákveðinn í að ná í björninn, og hefna fyrir hestinn. Hann lá í nágrenni við þar sem hann hafði dysjað hestinn í þrjár nætur. Á leiðinni heim, þriðja morguninn, rétt í dögun, þreyttur og sifjaður mætti hann birninum. Hann sá dýrið áður það veitti honum eftirtekt, ög var á svipstundu búinn að miða riflinum til að skjóta. Undir eins og björninn sá hann, fnæsti hann eins og skelkað svín og hljóp í skóginn. Iva beið ekki lengur og skaut á hann. Dýrið hljóp sem ekkert væri, en fór brátt að slaga, reka upp org, og detta, en brölti jafnskjótt á fætur aftur, og að síðustu sneri það á móti Iva. Hann skaust á bak við stórt furutré til að hlaða byssuna, en þess þurfti ekki með björninn féll áður en hann kom að trénu. Hann reif með klónum upp jörðina í kringum sig. Blóð rann fram úr nösum hans og munni. Þegar Iva kom að honum var hann dauður. Það var afar stór •gamall boli. Á baki hans var ekkert hár, hann var skinhoraður, eins og bjarndýr eru á vorin. Iva tók af honum húðina, þó húðin væri varla þess virði að vera hirt. Hann bar húðina heim og breiddi hana út upp á báta skýlinu til að þurka hana. Hann hengdi hausinn upp í tré. Hann meirá reif en fló skinnið af birn- inum, svo stórir kleprar af keti voru á því. Þegar kjötið hafði úldnað af, ætlaði hann að festa það upp, ásamt skinninu, yfir dyrunum á kofanum sínum. Á hæstu fjalltindunum lá snjór ennþá eins og um hávetur, en niður í hlíðunum, var birkið farið að grænka. Akrar og bithagar voru ’einnig að fá grænan lit. Silungar vökuðu í ám og vötnum. Rjúpurnar voru komnar í sumarbún- ing sinn, og farnar að búa sér til hreiður og verpa. Uglurnar voru hættar að væla sinn sorgarsöng á næturnar í skógunum. Næturnar voru að verða bjartar, aðeins skuggi sem hvarf, án þess nokkuð bæri á, inn í birtu komandi dags. Eitt kvöld, þegar Iva var að koma með viðar- farm á bátnum sínum yfir vatnið, sá hann mann standa niður við vatnið hjá báta skýlinu. Iva varð órótt þegar hann sá hver maðurinn var. Það var Niels — “vasaþjófurinn Niels”, eins og hann var kallaður niður í dalnum. Hann var lítill vexti, með flóttaleg skimandi augu. Hann var í rifnum, og mjög óhreinum fötum. Litlaust skegg huldi mest allt andlitið. Brún- leit augun gægðust út undan gamalli skinn- húfu, sem hann hafði á höfði. Nefið var lítið og oddhvast. Seint um haustið hafði hann horfið burt úr nágrenninu. Hann dróg fram lífið með smá þjófnaði, en hann stal aldrei svo miklu að fólk léti hann ekki eiga sig. En síðastliðið haust hafði kviknað í vöruskemmu sem brann til kaldra kola, og Niels var kent um, að vera valdur að brunanum. Þegar sýslumaðurinn kom þangað sem hann bjó með systur sinni, sem var hálfviti, var hann horfinn. “Á eg að hjálpa þér?” spurði Niels, þegar Iva fór að afferma bátinn. “Þú ert þá lifandi ennþá ræfillinn”, sagði Iva, og og settist á borðstokkinn á bátnum og horfði á hann. “Hvar hefir þú verið í allan vetur?” “Óh, eg hef verið til og frá,” svaraði Niels. “Eg býst við að þú sért varfærnari en þú varst, hvar þú kveikir upp eld”, sagði Iva, og gretti sig. NieTs ranghvolfdi í sér augunum. Hann hafði þann einkennilega vana, að vera stöðugt að sleikja á sér varirnar. “Þú mátt ekki halda að eg sé valdur að brun- anum. Það er lítill undankomuvegur fyrir mann, sem óorð hefir lagst á. Eg hefi verið upp í Slien seli, en eg þorði ekki að vera þar lengur, því nú fara þeir að koma upp eftir með kýrnar. Eg sá þig daginn sem þú komst þangað. Eg varðt svo hræddur að eg fór úr selinu, og hélt til undir steinbúanum fyrir neðan Gráhamarinn í heila viku á eftir.” Iva heyrði ekki nema helminginn fa því sem hann var að segja. Hann lauk við að afferma viðinn úr bátnum, dró bátinn upp í fjöruna og gekk heim að kofanum, og fór inn. Niels stóð úti, og starði á dyrnar, eins og hungraður hundur, en hann þorði ekki að fara inn. Hann var illa staddur; hann var orðinn skotfæralaus, nú er vorið var komið, var ekki hægt að veiða dýr í gildru, sér til matar. Hann fann fugla hreiður af og til, en nú voru eggin orðin unguð. Loks gat hann ekki staðist þetta lengur. Hann fór að mjaka sér að hurðinni, og loksins fór hann inn og settist niður. Iva sat við borðið of át. Nils starði græðgis- lega á hann, og sleikti út um í ákafa. “Þú ert líklega hér uppfrá að fiska í vatn- inu,” sagði hann, eins og til að leita fyrir sér. Iva kinkaði kolli, og stóð upp frá borðinu. “Ef þú ert svangur, þá stattu upp og færðu þig að borðinu, og fáðu þér að borða,” sagði Iva. “Ó, nei, þakka þér fyrir, gerðu þér enga fyrir- höfn mín vegna.” “Færðu þig bara að borðinu og fáðu þér að borða,” sagði Iva og settist á rúmfletið. Nils skjögraði að borðinu. “Ætlar þú ekki að borða?” “Nei, eg er búinn,” sagði Iva- stuttlega, Hann ætlaði ekki að sitja til borðs með þjóf! Nils varð dýrslega gráðugur, þegar hann smakkaði matinn. Hann át með feikna ákafa, tróð upp í sig með fingrunum, og gleypti mat- inn ótugginn, og sleikti út um. Af og til skaut hann óttaslegnum augum til Iva, en Iva sat og horfði út um dyrnar, og virtist ekki gefa honum nokkurn gaum. “Veslings ræfillinn!” Hugsaði Iva. Það var eins og hann hálfvegis blygðaðist sín fyrir þess- ari, algjörlega óhjákvæmilegu nauðsyn. Nils var eins og nakið hungrið sjálft. Iva óskaði að hann lyki sem fyrst við að eta, og færi í burtu. “Eg hefi lifað meira á brauði og vatni, en eg hefði, ef sýslumaðurinn hefði náð mér,” sagði Nils, og leit skimandi til Iva. “En það er löng- unin til að vera frjáls, sem gerir dllan mis- muninn, því eins lengi og hann nær mér ekki, þá er æfinlega einhver útgöngu vegur ” Iva stóð á fætur. Nils leit á borðið, en þar var ekki neitt meira. Hann stóð líka upp. “Þakka þér fyrir,” sagði Nils, og stóð eins og í einhverju ráðaleysi. “Eg býst við að það sé betra að eg fari?” sagði hann spyrjandi. Honum varð allt í einu erfitt um mál. Iva sagði ekkert. Nils fálmaði eftir húfunni sinni. “Mér finst eg vera svo þreyttur,” sagði hann, “það er líklega af því að eg borðaði svo mikið. Það er langt síðan eg hefi borðað svona mikið í einu. Kannske að eg sé að verða veikur.” Hann lagðist á gólfið rétt hjá hlóðunum, og hvíldi höfuðið á viðarkubb. Hann krosslagði handleggina yfir andlit sér, og sofnaði. “Vesalings ræfillinn!” hugsaði Iva aftur. “Því skildu svona manneskjur þurfa að lifa?” Hann fór út og byrjaði að höggva skóg, en litlu síðar hætti hann því, tók- veiðistöngina sína, og fór upþ með ánni til að fiska. Hann var í burtu eins lengi og hann gat. Þegar hann kom heim var Nils ennþá sofandi. Iva læddist inn, og náði í hvílupokann sinn, og fór oían í bátaskýlið til að sofa. Það sem hann sá seinast áður en hann fór í hvílupokann sinn, var brúnn breysiköttur með gulan maga, að eta fiskinn, sem hann var búinn að því og búa undir að matreiða. -Það virtist eitthvað svo einkenni- lega líkt með honum og Nils. Morguninn eftir er Iva vaknaði, sat Nils á. tröppunni fyrir framan dyrnar á kofa Iva. “Eg beið hér, eg vildi kveðja þig,” sagði Nils. “Bíddu svolítið við,” sagði Iva, og gekk að dyrunum. Nils hljóp upp, hann varð dökkur í andliti. Hann sleikti ákaft varirnar. “Þú þarft ekki að vera hræddur um það,” sagði hann. “Bjáni”. Iva ýtti honum til hliðar og fór inn. Hann tók ofan pokann með matnum, sem Gutt- ormur færði honum, og gaf Nils. “Þú skyldir ekki vera að hafa íyrir þessu”, sagði Nils, og tók við pokanum. “Vertu sæll,” sagði Iva og lokaði hurðinni. Hann sópaði upp lyngið sem var á gólfinu, og brendi það. Flækingar og lýs, eru vanalega samferða, hugsaði hann. Langdreginn syngjandi hljómur heyrðist berg- mála í birkiskóginum hinu megin við vatnið. Það voru raddir selstúlknanna, sem voru á leið með kýrnar upp að selinu. “Hó, hó, áfram með ykkur!” “Hæ, hæ, haldið þið áfram.” Það heyrðist fótatak margra gripa, og brak í lægstu greinunum. Þegar kýrnar voru að troð- ast gegnum birki runnana. Bjöllur heyrðust hringja. Kýrbjöllur og geitabjöllur, sem voru eins og undirspil undir þessum samhljóm. Snöggklæddir menn, ráku áburðarhesta, und- ir þungum böggum. Það skein á bláa upphluti stúlknanna, með rauðu reimunum og hvítu ermunum, þegar þær sáust milli trjánna. Kýrnar bauluðu, áernar og geiturnar jörmuðu, og af og til heyrðist lang- dregið kall, í gegnum skóginn, áður bergmálið náði því, til að henda því frá einum kletti til annars. “Hó, hó, hó, áfram með ykkur.” Iva stóð í kofadyrunum sínum, og horfði á lestina og búpeninginn fara framhjá, og hverfa hægt og hægt á bak við hæð, sem lokaði fynr dalinn. Langt að gat hann heyrt, sérstaklega eina, hvella og skæra rödd. Hann þekkti þann málróm. Það var málrómur Aine Frettesdóttir. Niður í dalnum var fólk oft að tala um þau, Ania og Iva. Heimasætan á Frette óðalinu, var sagt, mundi vera vel til fallið konuefni fyrir Storegaarden erfingjann. Iva hafði fylgt henni oft heim af dönsum og frá jólaveizlum, keyrt með hana í.Iitla ein- sætissleðanum sínum, með furu blys reist hátt ofan á sleðanum, ög hana á hnjánum á sér. Hann hafði farið stúndum á laugardagskvöld- um að finna hana, barið ósköp léttilega á gluggann hjá henni, eins og venja var. Hún opnaði gluggann og lét hann koma inn. Hann sat á rúmstoknum hjá henni, og þau röbbuðu saman og skemtu sér, langt fram á nótt; hug- djörf, en þó hálf smeik. Hvorugt þeirra hafði tekið þessa samfundi mjög alvarlega. Það var líklega af því að fólk lét og talaði eins og það væri einhver samdráttur á milli þeirra, að þau fóru að Iíta hvort á annað eins og svo væri. Það voru sælar og unaðslegar stundir fyrir þau bæði. Jói kom þetta kvöld með áburðarhest, og bar langa fiskistöng á öxl sér. Hann bara kinkaði kolli til bróður síns, eins og hann hefði séð hann í gær; hann tók ofan klyfjarnar og rak hestinn út í skóginn. Hann hafði stóran poka með fatnaði handa Iva, auk matar og margs annars. Hann sagði fátt, bara settist niður og fékk sér bita að borða. Þegar hann hafði lokið við að borða, tók hann fiskistöngina sína og gekk niður að bátnum. Hann ætlaði að fara yfir vatnið að ármynninu, og reyna þar hversu heppinn hann væri. Hann spurði Iva hvort hann vildi koma með sér, en Iva sagði nei. Auk þess bætti hann við, að hann hefði enga fiskistöng. 1 . “Já, eg man eftir því að eg var beðinn um að skila kveðju til þín,” sagði Jói. og ýtti bátn- um á flot. “Frá hverjum?” “Hvernig ætti eg að vita það? 'Hún nefndi ekki nafn sitt,” sagði Jói og glotti og réri í burt. Iva horfði á eftir honum. Jói hafði fært hon- um, frið og traust. Iva fanst eins og blóðið í æðum sínum hefði farið að hreifast, eftir langa stöðnun. Hann gleymdi hinum löngu leiðinda- stundum í einverunni. Það var nærri því kominn morgun þegar Jói kom a'ftur. Iva vaknaði við það að Jói var að kveikja upp eldinn, áður hann færi úr vot- um fötunum, og legðist til svefns. “Veiddirðu nokkuð?” “Já, eg var ekki svo óheppinn”. Þeir þrengdu sér þétt saman, því rúmið var lítið fyrir tvo. Jói sneri baki að Tva og svaf með handleggina beygða saman yfir höfði sér. Iva mundi að þannig hafði Jói altaf sofið hjá honum í stóra rúminu, með hvelfingunni yfir, frá því að þeir voru litlir drengir. Fyrstu, kaldir morgungeislarnir, voru að gæj- ast inn um litlu gluggarúðurnar. Iva lá með hálflokuð augu, starandi á háls bróður síns, og hans ljósu — nær því hvítu — hárlokka, sem lágu niður á hálsinn. Hann heyrði að byrjað var að rigna. Iva fanst eins og hann væri heima aftur, og fagnaði yfir regnskúr- inni, sem vökvaði engið og akurinn. Jói dvaldi æði tíma hjá bróður sínum, eins fámálugur og dulur, eins og hann var, þegar þeir voru saman á Storgaarden. Eins og þá, fann hann sér altaf eitthvað til að gera. Fyrst hjó hann og bar saman heilmikin forða af eldiviði, og gerði við þakið á kofanum, sem lak í hverri rigningu. Einn daginn reif hann niður gömlu hlóðin, og bygði ný og stærri. Gömlu hlóðirnar höfðu litið út fremur sem grjóthrúga, en hlóðir, eða eldstæði þegar hann hafði lokið því, fór hann til og stækkaði rúmið, og gróf mynd af gapandi fisk á hvern rúm- stuðul. Hann bikaði bátinn og gerði við netin, og setti nýtt gólf úr þykkum plönkum í kofann. Á hverju kvöldi, langt fram á nótt, voru þeir út á vatninu að fiska, með dráttarneti, þegar veður leyfði. Jói saltaði niður sumt af fiskinum, en reykti sumt. Hann fór af og til upp að Slien selinu með fiska kippu, og kom aftur með smjör, ost og mjólk. Einu sinni eða tvisvar, beiddi hann Iva að koma með sér, en Iva hafði ávalt einhverja afsökun fyrir því að hann gæti ekki farið, svq Jói þrengdi honum ekki til þess. Það var einn sunnudag, að allar stúlkurnar frá seljunum komu til að heimsækja þá; það voru selstúlkurnar frá Frette, Haugen og Anundstad seljunum. Sumar þeirra fengu lán- að net og bátinn og fóru að fiska. Þær öfluðu lítið; enda var það um miðjan dag í glaða sól- skini, vatnið var grunt, og þær styggðu fisk- inn burtu, með hlátri og hávaða. Jói bjó til handa þeim fisk miðdagsverð. Það var varla nóg rúm fyrir þær allar í kofanum, svo þær sátu hver undir annari. í staðinn fyrir diska notuðu þær flatbrauð, sem þær borðuðu fiskinn af. Meðan þær sátu þar, snæddu og skröfuðu um eitt og annað, hlóu og skemtu sér, kom Lykkje-OIe, eins og hann var kallaður. Hann var gamall og veðurbitinn, með hvöss blá augu, andlitið var eitt net af hrukkum og djúpum dráttum. Hárið var snjóhvítt. Þegar hann hló, skein í röð af sterkum tönnum. Hann sýndist unglegur þegar hann hló. Höndurnar voru litlar, ljkar kló, mjög sinaberar. Hann stansaði við dyrnar og gægðist inn. “Hvað eruð þið að eta? Óætan fisk? Vissu- lega. Sjáið þið bara, þeir hafa engin augu. Þeir koma upp frá undirdjúpunum, bara einu sinm á ári, Guð miskuni þeim sem veiða þá og eta. “Hvað kemur þá fyrir?” spurði Aine og rykkti til höfðinu. “Bara ef eg vissi það —” sagði hann og kýmdi. Þær buðu honum inn, en hann sagði að það færi vel um sig að sitja á þröskuldinum. Þær gáfu honum fiskstykki á part úr flatköku. “Þorir þú að eta það?” spurðu þær. “Ó, eg er of gamall til þess að það geri mér nokkuð til.” “En hvað er það sem það gerir?” Stúlkurnar þrengdu sér utan um hann, og vildu fá að vita hvaða áhrif það hefði, en hann svaraði þeim bara með glósum. Bræðurnir fóru með stúlkunum. Þeir spurðu Lykkji-Ola hvort hann vildi ekki koma með þeim líka. “Ó, eg veit ekki,” svaraði hann. “Það er lík" lega nokkuð heitt —” “Heitt? Hvað er heitt?” spurði Mari Haugen. “Að liggja undir sauðskinni hjá þér.” svaraði hann. Og allar hrukkurnar í andliti hans, eins og lifnuðu við. “Fu!” sagði Mari. Stúlkurnar gengu saman í hóp á undan. Iva Jói og Lykkje-Ole komu á eftir. * Upp frá í Frette selinu var dálítið af Romm- kolle, og eftir mjaltirnar bjuggu þær til rjóma- graut. Paul, elsti sonurinn í Haugens fjölskyldunni, og Hans vinnumaðurinn, höfðu komið meðan þær voru í burtu. Þeir ætluðu að höggva skóg til eldiviðar, daginn eftir. Það var venja þess á Haugen að afla sér aldrei eldiviðar á sama tíma og aðrir. Það var mjög óvíst að Paul mundi nenna því nú frekar venju. Paul líkaði best að liggja frameftir degi í rúminu, eða róla meðfram ánni, með fiskistöng í hendinni. Auk þess var hann og vinnumaðurinn dálítið kendir. Paul virtist hafa tekið nógu nærri sér að komast upp í selið, því svitadropar stóðu a enni hans. Allt í einu tók hann úr treyjuvasa sínum flösku og rétti Lykkje-Ola, sem hélt henni upp, til að sjá hversu mikið væri í henni. “Er þetta alt sem þú hefir? Það er best að þú drekkir það sjálfur, ef þú hefir ekki meira. Þetta er ekkert til að bjóða fullorðnum mönn- i-m eins og okkur.” Lykkje-Ola tók ofan af veggnum gamla fiðlu, sem hékk þar, og fór að spila á hana. Hann var ekki rétt góður fiðluleikari. Iþrótt hans var mest í því að slá taktinn, með því að stappa fætinum í gólfið, milli þess að hann dró har- lausann bogann yfir ósamstilta strengina, sem gáfu frá sér langt skerandi hljóð. Stúlkurnar fóru að dansa, hver við aðra, en karlmennirnir sátu og horfðu á þær. Úti voru næturskuggarnir að falla yfir " þessir unaðslegu skuggar miðsumarnæturinnar. Paul sat á gamla lága eldstæðinu, og stúlka sat á hnjám honum. Treyjan hans var hvít á bak- inu af kalki úr veggnum, sem hann sat við. Aine hafði verið að dansa, en hætt því, ug stóð í dyrunum og leit til Iva; svo hvarf hún út. Iva hitnaði um hjartaræturnar. Hann vissi vel því hún stóð í dyrunum og leit til sín. Þm1 höfðu horfst í augu eitt augnablik áður en hun fór út; en hann hafði ekki kjark í sér til að fara út á eftir henni, og mseta henni úti í skog- inum í ljósaskiftunum. “Hó, hæ,” sagði Lykkje-Ole, sem sat þar með fiðluna á hnjám sér, og var að fitla við streng- ina. Hann kinkaði kolli til Iva, og benti honum með höfðinu á dyrnar. Iva lét sem hann veitti því enga eftirtekt. “Hu, þið eruð undarlegt ungt fólk,” sagði Lykkje-Ole, eins og við sjálfan sig. “Það er ekki mikið æskufjör í ykkur.” Iva var í þann veginn að standa upp. Hann sá hana í huga sínum, — tignarlega — hann sá sáa, hvelfda snjóhvíta ennið hennar, gulleita mikla hárið, sem skiftist yfir gagnaugunum °S brústi út upp á hvirflinum, stóru brúnu augun. / i

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.