Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 1
PHONES 86 311 Seven Lines &0t&&h& <\W La*<V F°r Betier ^oi- ^" Dry Cleaning and Laundrv PHONES 86 311 Seven Lines w T>6 Sorvice and Satisfacíion 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. DESEMBER 1943. NÚMER 48 Félag Islendinga í Madison Sitjandi frá vinstri: Júlíus Guðmundsson, Dr. H. Þórðarson, Sigurður Siguðsson. Sitjandi í miðju: Jón Ragnar Guðjóns- son. Standandi frá vinstri: Þórhallur Halldórsson, Águst Sveinbjörnsson, Unnsteinn Stefánsson. Þann 30. október 1943 stofnuðu Islendingar þeir sem stunda nám við The University of Winsconsin, með sér féiag. Dr. Hjörtur Þórðarson frá Chicago, sem dvaldist í Madison um þetta leyti, hélt boð í Madison Club í tilefni þess. Voru þar samankomnir íslenzku stúdentarnir, auk doktorsins. Stjórn félagsins skipa: Ágúst Sveinbjörnsson, fofmaður, Þór- hallur Halldórsson, upplýsingastjóri og Unnsteinn Stefánsson ritari. Helztu markmið félagsins eru: # 1. Auka þekkingu á#íslandi og íslenzkri menningu. 2. Auka samstarf meðal íslenzkra námsmanna annarstaðar í Ameríku. 3. Gæta hagsmuna félagsmanna gagnvart háskólanum. 4. Fundir skulu haldnir tvisvar í mánuði. Skemta þá félags- menn með söng og upplestri á íslenzkri tungu. Enn sem komið er, er íélagsskapurinn fámennur, en væntan- iegir eru hingað fleiri stúdentar á þessu ári og bætast vonandi enn fleiri í hópinn á næstu árum. Núverandi meðlimir eru: Sigurður Sigurðsson, 312 N. Mills St., útskrifaður úr Viðskiptadeild Háskóla íslands. Leggur stund á endurskoðun og skattamál. Ágúst Sveinbjörnsson, 621 N. Lake St., senior stúdent. Leggur stund á efnafræði. Þórhallur Halldórsson sophomore stúdent. Leggur stund á mjólkuriðnfræði. Heimilis- íang: 1012 W. Dayton St. Unnsteinn Stefánsson, junior stúdent, 314 N. Park St. Leggur stund á bakteríufræði. Júlíus Guðmunds- son, sophomore stúdent. Leggur stund á efnafræði. Heimilisfang: 316 N. Park St. Jón Ragnar Guðjónsson, sophomere stúdent. Leggur stund á viðskiptafræði. Heimilisfang: 1027 W. Johnson St. Félaginu veittist sá heiður að hafa Dr. Hjört Þórðarson við- staddan, er það var stofnað, og. var hann einróma kjörinn fyrsti heiðursmeðlimur þess. Doktorinn er þegar heimsfrægur fyrir upp- götvanir sínar og nú að undanförnu hefir hann unnið að nýrri mjög þýðingarmikilli uppgötvun, sem vafalaust mun vekja mikla athygli. öllum íslenzku stúdentunum í Madison líður vel og una hag sínum hið bezta. HELZTU FRÉTTIR STÓRMERKUR VIÐBURÐUR í HLJÓMLISTARÞRÓUN WINNIPEGBÚA. Miss Agnes Sigurðson efndi til pianóhljómleika í Winnipeg Auditorium síðastliðið mánu- dagskvöld, við ágæta aðsókn og svo mikla hrifningu af hálfu áheyrenda, að með fágætum telst viðfangsefni þessa unga, og ftm margt sérstæða píanóleikara, voru eftir Back, Mendelssohn, Liszt, Debussy, Rachmaninoff og fleiri; um meðferð Agnesar á við fangsefnum sínum, er það eitt að segja, að hún túlkaði þau, hvert út af fyrir sig, eins og sá einn gerir, sem vald hefir, án hiks eða efa; hún þótt enn sé.ung, ræður yfir slíkri tækni, að hrifningu hlýtur almennt að vekja, þótt hitt sé vitanlega meira um vert, hve tjáning hennar er næm, og í ýmissum tilfellum mótuð sjald- gæfum, dramatiskum þunga. Þeim, sem á leik Agnesar hlýddu, mun seint úr minni líða tjáning hennar á sónötu Liszts, þessu há- dramatiska listaverki, sem stend- ur eins og klettur úr hafinu, ein- stakt í sinni röð; annað veifið minti leikur ungfrúarinnar á þrumur og eldingar, en á hina hliðina líktist hann mildum grát- ^kúrum. Agnes Sigurðson er ekki efni í píanósnilling, hún er þegar orðin vængjaður snillingur, sem ef alt skeikar að sköpuðu, þúsundir eiga eftir að lúta. Á LEIÐ TIL MOSKVA. Bandaríkjaútvarpið lét þess getið á þriðjudagskvöld, að þeir Roosevelt ferseti, Churchill for- sætisráðherra og Chiang Kai- Shek, forseti kínverska lýðveldis ins, séu á leið til fundar við Stalin; þess er ekki getið, hvar fundurinn verði haldinn, þó lík- legt þyki, að Moskva verði fyrir valinu. KJÖRINN TIL FLOKKSFORUSTU Komin SKÁLDIÐ HÁLFNÍRÆÐA. Magnús Markússon, skáld, varð hálfníræður á laugardaginn var, og býr hann nú með Jónínu dóttur sinni að Ste 24 Dorothy Apts., Charlotte Street, hér í borginni; hann nýtur enn góðr- ar heilsu, gengur teinréttur, og er hvergi nærri hvítur fyrir hærum; hitt er þó meira um vert, hve ungur hann er í anda, og fylgist vel með í straumum og stefnum hins nýja tíma. Magn ús hefir ort mikið um dagana, og honum hefir altaf verið að fara fram í þeim efnum; og það er síður en svo, að nýjustu kvæð- in hans beri á sér nokkur elli- mörk. Eftirfarandi erindi lét Magnús skáld Lögbergi í té til birtingar, í tilefni af áminstum afmælis- degi: Gegnum heimsins glaum og tár, gekk eg sinni fríu, flughröð yfir farin ár fimm og áttatíu. Lof sé þeim, sem lífið gaf, ljós (fg húm á vegi: bráðum næ eg heim um haf höfn að liðnum degi. Lögberg árnar skáldinu allra heilla í tilefni af hálfníræðisaf- mælinu. -f ? ? SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR VINNA Á í ÍTALÍU. Samkvæmt nýjustu fregnum, hefir 8. herinn unnið allmikið á í ítalíu undanfarna daga, og rof- ið varnarlínu þjóðverja á mörg- um stöðum meðfram Sangro fljótinu, þrátt fyrir illviðri og hálfófæra vegi. ? ? ? NÝR UTANRÍKISRÁÐHERRA. Símfregn frá Ankara á Tyrk- landi á miðvikudagsmorguninn, lætur þess getið, að víst megi telja að Franz von Papen, sem þar hefir verið sendiherra Þjóð- verja frá því í stríðsbyrjun, tak- ist þá og þegar á hönd forustu utanríkismálanna fyrir hönd Nazista, með því að Joachim von Ribbentrop sé í þann veginn að láta af embætti vegna ágreinings við þýzku stjórnina, út af stefnu hennar viðvíkjandti suðaustur Evrópu ríkjunum. Frá því var skýrt síða..; "Landnámssaga íslendinga í Vesturheimi," II. bindi, mundi koma á bókamarkaðinn um þessi mánaðamót. Þetta voru engar ýkjur; bókin er komin og salan •byrjuð. Það voru heldur engar ýkjur að þetta yrði myndarleg bók og vel úr garði gerð. Hún er hin prýðilegasta að öllum frá- gangi: prentun, pappír og band hið ágætasta; auk þess flytur þetta bindi myndir og landabréf, sem stórkostlega eykur gildi bók- arinnar; ennfremur má taka það fram að hún er meira en fjórða parti stærri en fyrsta bindið. Fyrsta eintak af þessari bók sem seldist, var keypt í brúðar- gjöf. Var það vel til fallio lýsti því hversu sannur ísli ingur gefandinn er. Bókin er einmitt ágætlega til þess fallin að kaupa hana til hátíða- og tækifærisgjafa, svo sem afmælis- gjafa, brúðargjafa, jólagjafa, nýársgjafa og sumargjafa. Með því að kaupa hana til tækifæris- gjafa er tvent unnið í senn: þiggjandinn fær hlut, sem bæði flytur fróðleik, skemtun og gagn. en gefandinn styður gott og nyt- samt málefni með því að kaupa bókina. Verðið er aðeins $4.00 og er það afar ódýrt samanborið við verð annara íslenzkra bóka nú. Sendið pantanir til Mr. J. J. Swansons, Avenue Block. Sig. Júl. Jóhannesson. Indíá ið Hon. Stuart S. Garson. Á nýlega afstöðnu ársþingi Liberalsamtakanna, sern haldið var hér í borginni, þar sem sú ákvörðun var tekin, að þessi fylkissamtök skyldu framvegis ganga undir nafninu Liberai Progressive, var núverandi for- sætisráðherra Manitobafylkis, Hon. Stuart S. Garson. kosinn í cinu hljóði til flokksforustunnar; ekki verður um það vilst. að hann sé langhæfasti maðurinn, sem völ var á í slíka ábyrgðar- stöðu, því hann er, eins og þar stendur, vaskur maður og batn- andi. Forseti hinna endurskírðu stjórnmálasamtaka fyrir næsta starfsár, yar kjörinn Mr. Veals frá Darlingford. íana sumari Sett saman í október 1943. í gær mér virtist endað sumaryndi og áin kvað mér sorgar ljóð. Er skrúðlaus öspin skalf í nöprum vindi, og skýjabólstrum norðrið hlóð. Er laufin föllnu fuku um bleika haga, og frostið hafði blómin deytt. Á alt var ritað haustsins harma saga og hjartans þrá í söknuð breytt. Eg gekk um skóginn gripinn haustsins dróma, og geigur þungur hug minn sló. Eg þráði ljóð, og þýða sumar óma, en þögnin ein í runnum bjó. Þá fanst mér drjúpa feigð úr skýi hverju, en foldin böndum dauðans háð. 'Sem skógarbjörn að eiga væna verju í vetrarhýði, sýndist ráð. í dag er loftið dýðrarljóma vafið; en dökku skýin horfin öll. Og sólin breiðir gullna geisla trafið um gisinn skóg og bleikan völl. Það er sem haustið bjóða vilji bætur og bera smyrsl í lífsins sár, Og frostið hikar, hrímklædd jörðin grætur, og hélan verður daggartár. Þó fækkað hafi fögrum sumartónum, og fállin hvíli blóm við mold. Er kvakað dátt hjá lækjum, tjörn og lónum og litir haustsins skreyta fold. í fjarsýn litast landið blárri móðu, þar leikur frjáls hin spaka hjörð. Nú er sem haf og harður spái góðu, og himinn fagur blessi jörð. Kristján Pálsson. TVENNSKONAR AFMÆLI. Á þriðjudaginn þann 30. nóv. átti Hon. James G. Gardiner, landbúnaðarráðherra sambands- stjórnarinnar sextugs afmæli, og voru þá jafnframt liðin þrjátíu ár frá þeim tíma, er hann fyrst var kosinn á fylkisþing í Sask. í tilefni af þessum eyktamörk- um í lífi ráðherrans, var honum þenna áminsta dag haldið fjöl- mennt og veglegt samsæti í Regina af flokksbræðrum hans víðsvegar úr fylkinu. Mr. Gardiner er einn hinn harðsnúnasti bardagamaður, sem nú er uppi á vettvangi stjórn- málanna í þessu landi. Nýkosnir bæjarfulltrúar í 2. kjördeild KUNNUR RITHÖFUNDUR LÁTINN. Síðastliðinn föstudag lézt í Tor onto, Sir Charles Roberts, einn hinna víðkunnustu rithöfunda í Canada, 83 ára að aldri; eftir Sir Charles liggja 67 bindi frum- saminna ljóða, skáldsagna, æfi- sagna og sögulegra ritverka. í öndverðum októbermánuði síðast liðnum, kvæntist Sir Charles íi annað sinn, og gekk þá að eiga ungfrú Joan Montgomery, 33 ára er starfaði við loftskeytastöð í smábænum Maltotf skamt frá Toronto. Hjartabilun varð Sir Charles að bana. Jack St. Jóhn Victor B. Anderson James Black Nýkosnir skólaráðsmenn í 2. kjördeild Philip M. Pétursson Adam Beck Harry Chappell

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.