Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 3

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 3
LÖGBERG. FIMTUDAGINN 2. DESEMBER 1943. 3 sem Jón biskup í fljótu bragði sýnist vera, eru þó þeir, sem standa yfir höfuðsvörðum hans og sona hans nú svo aumkunar- verðir og umkomulausir meðal sannra íslendinga, að allir sæmi- legir menn kenna í brjósti um þá, og vér viljum ekki þekkja þá sem samlanda vora, en sam- tímis eru þeir, sem lentu þar í minnihluta, vafalaust í þeim hópi, sem Hinrik Ibsen segir um: “Einn með Guði, það er meiri- hlutinn.” Þá er hið veraldlega umkomuleysi orðið upphefð. Fagurlega hefir minning Jóns Arasonar varðveitzt með Islend- ingum. Eitt af því, sem til dró, var það, að hinn nýi siður átti litlu fylgi að fagna meðal þjóð- arinnar. Honum var þröngvað upp á landsmenn. Valdhafar hinnar nýju kirkju þorðu ekki að ýfast við Jón Arason látinn, því að þá vissu þeir, að þjóðinni var að mæta: Að ýfast við hann var að ýfast við þjóðina. Þetta sýnir hin órjúfanlegu tengsl milli Jóns Arasonar og íslend- inga. Ætt Jóns Arasonar. Annað var það, að ætt biskups var fjölmenn í landinu og vold- ug. Héldu niðjar hans ýmsir minningu hans mjög í heiðri, þar á meðal lútherskir biskupar, og ber þar fyrstan að telja Brynjólf Sveinsson, er lagði hina mestu rækt við minningu forföður síns. Sú er sögn Árna prófessors Magnús’sonar, að Brynjólfur biskup hafi reiðst presti einum, er vildi ekki drekka skál hinna heilögu Martyra (píslarvotta), Jóns biskups og sona hans, e*i prestur þessi var niðji Márteins biskups Einarssonar. Enn segir Árni, að til skamms tíma hafi staðið deilur milli niðja Jóns biskups og Daða Guðmunds- sonar. Sú er ein sögn, að rétt fyrir aftökuna hafi Jón biskup dreymt, að hann legði glófa sinn á altarið í Skálholtskirkju og skildi þar eftir. Ráðningin var á þá leið, að fimm afkomendur hans myndi verða biskupar í Skálholti. Hvað sem draum þessum líður, er það staðreynd, að fimm afkomendur hans urðu biskupar í Skálholti í lútherskum sið, þeir Gísli Oddsson, Brynjólf- ur Sveinsson, Þórður Þorláks- son, Jón Árnason og Hannes Finnsson. Flestir Hólabiskupar, að Þorláki Skúlasyni látnum, voru afkomendur Jóns biskups, þeir Gísli Þorláksson, Jón Vig- fússon, Björn Þorleifsson, Hall- dór Brynjólfsson, Gísli Magnús- son, Jón Teitsson, Árni Þórar- insson og Sigurður Stephánsson. Það fer að líkum, að pessir biskupar vildu ekki verða til þess að myrkva minningu ætt- föður síns. Þann veg hélzt lýð- hylli Jóns biskups, þrátt fyrir baráttu hans gegn nýja siðnum. “Svo kynsæll var hann,” segir dr. Páll Eggert Ólason, “að nú mun enginn sá íslendingur uppi vera, sá er á annað borð verður ættfærður, að ekki sé kominn að, einhverju leyti af Jóni biskupi Arasyni.” Þá er hið þriðja að telja. Jón biskup var merkilegur menning- arfrömuður með þjóð vorri, þar seim hann varð fyrstur til að setja prentsverk á stofn á íslandi. Var það stofn prentsmiðju þeirrar, er Guðbrandur biskup Þorláksson stofnaði síðar og varð honum hið mesta útbreiðslutæki hins nýja siðar á íslandi. Einstæður í sögu vorri. Enn er hið fjórða, er telja má til þess, hvers vegna Jón Arason hefir verið dáður svo mjög af íslendingum. Hann er hinn eini íslendingur, sem innsiglað hefir tdygð sína við þjóð, ættjörð og kirkju með lífi sínu og blóði. Þar eé hann, sem fyrr segir, einstæð- ur í sögu vorri. Víkingslund Jóns Arasonar er oss hagstæð. Þegar Islendingur- inn skríður fyrir útlendu valdi, í eymd undirlægjuskaparins, má hann blygðast sín fyrir ættföður sínum, Jóni Arasyni, en þegar hann sýnir þjóðlyndi með dirfsku og karlmensku getur hann stolt- ur minst þess að hann er verður þess að vera afkomandi Jóns Arasonar. Hér “heima á Hólum” eru í dag herra biskupinn yfir íslandi, vígslubiskup í Hólastifti hinu forna og margir aðrir vígðir menn hinnar evangelisk-lúth- ersku þjóðkirkju til þess að votta Jóni biskupi Arasyni hollustu sína og styðja að því, að hans megi verða lofsamlega minst inn- an skamms á þessum helga stað. Hvernig stendur á þessu? Það er enn sönnun þess, sem eg hélt fram áður í þessu erindi, að þjóð- 1 ernið er sterkara en trúin og | kirkjan. Auðvitað geta biskupar I og prestar hins nýja siðar ekki | haldið kirkjulega hátíð Jóns Arasonar biskups, en þeir geta minst hans sem þjóðhetju, sem góðir Islendingar, og það gera þeir í dag, af því að þeir meta að verðleikum þá fórn, sem hann færði fyrir land sitt og þjóð. Það er vel, að Skagfirðingar gangist fyrir samskotum til þess að minnast Jóns Arasonar fag- urlega á ártíð hans 1950, því að það voru þeir, sem sóttu lík þeirra feðga suður og bjuggu um hér í helgum reit. Harmþrungn- ir stóðu Skagfirðingar yfir mold- um þeirra feðga hér fyrir hart nær fjórum öldum. Enn lifa á vörum fólksins örnefni hér á staðnum, sem minna á hinn víg- reifa ofurhuga, er lét gera hér virkisgröf og garð og skothús, en frá þeim stöðvum átti að verja staðinn, ef til átaka hefði komið við óvinalið. I þessum helgidómi er enn varðveitt merkilegasta altaris- tafla á íslandi, sem talið er full- víst að Jón biskup hafi gefið dóm kirkjunni, og enn er hér frá kaþólskri tíð Kristslíkan á kross- inum, sem ekki á sinn líka ann- ars staðar á ísslandi. Dr. Páll Eggert Ólason hefir hrundið þeim ummælum, að Jón biskup hafi verið svo lítt lærður, sem menn lengi vel héldu, og jafnvel, að hann hefði ekki kunn- að latínu. En hitt er líklegt, eins og dr. P. E. Ó. bendir á, að svo mikill fjör- og framkvæmda- maður, sem hann var, hafi ekki verið sem kallað er mikill lær- dómsmaður. Hefir honum verið sýnna um aðrar sýslur en rólega bókiðju. En því má eigi gleyma, að Jón biskup auðgaði þó ís- lenzkar bókmentir meira en nokkur annar maður á þeim tíma á íslandi, og vísast um það til CÁMADA CÁLLIHG! I serve Canada by releasinq a mán for more Actire Duty Because Action is necessary l'm servinq Canada ACAIH Hittið næsta liðssöfnunarmann að máli Biskupasagna Bókmentafélags- ins. Hann var andans maður, og það er meira en að vera lærdóms- maður. Helztu frumheimildir um biskup og sonu hans eru Annál- ar Bjarnar á Skarðsá, æfisaga sú, er sonarsonur hans, Magnús Björnsson, reit, Biskupsannálar Jóns Egilssonar, ritgerð Jóns Gizurarsonar á Núpi um sið- skiftatímana og æfisaga og ætt- bálkur Jóns biskups Arasonar og barna hans, vísast eftir sr. Þórð Jónsson í Hítardal (sjá P. E. Ó.: Menn og mentir I.). Þegar vér blöðum í þessum frumgögnum sögu Jóns biskups og sona hans, blasir við oss einn hinn mesti harmlekiur, sem gerst hefir á landi hér. Sonar-sonur biskups, er skrifar æfisögubrot það, er fyrr getur, segir, að þeir feðgar hafi haft rmessu hvern dag, meðan þeir voru í haldi, og gaf biskup sér og sonum sínum guðs líkama hvern dag og líka þann seinasta, sem þeir voru saman. Magnús bætir við: “Segi eg þetta að sgn gamalla manna,; en ei veit eg sannindi önnur á þessu, því eg var þá níu vetra, er þetta skeði.” — Magnús var einn hinna mörgu barna sr. Bjarnar biskupssonar á Mel í Miðfirði. j Bjó hann síðast á Hofi á Höfða-' strönd og var mikill höfðingi. ' Hver kynslóð á íslandi frá líf- láti Jóns biskups og sona hans j hefir rifjað upp þessa atburði, og minningarnar um þá hafa stælt' þjóðernismetnað og glætt þjóð- ernistilfinningu íslendinga. Þjóðhetjan. Þjóðhetjan Jón Arason gleym- sit ekki, meðan íslenzk tunga er töluð. Trúarhetjan Jón Arason er að sjálfsögðu sérstaklega eftir- læti kaþólskra manna, en þjóð- hetjan er og verður hugstæð öll- um sönnum íslendingum. Jón Arason var hermaður þjóð- ar sinnar og drottins síns, höfð- ingi hinnar stríðandi kirkju (ecclesiae militantis). Drottinn vor og meistari, Jesús Kristur, sagði: “Ætlið ekki að eg sé kom- inn til að flytja frið á jörð; eg er ekki kominn til að flytja frið, heldur sverð. Því að eg er kom- inn til að gjöra mann ósáttan við föður sinn og dóttur við móður sína og tengdadóttur við tengda- móður sína, og heimilismennirnir verða óvinir húsbónda síns . . . Hver sem hefir fundið líf sitt, mun týna því, en hver, sem hefir týnt lífi sínu mín vegna, mun finna það.”'(Matt. 10, 34-39). % Þennan boðskap skildi Jón Arason. Vér heiðrum þennan hermann af guðs náð. I sögu hans fléttast saman í heiðurs- þyrnikranz hið fegursta, sem til er í heimi þessum: trygð og dygð við Drottin sinn og ættjörð sína.... I nafni Gu£Ss föður, Guðs son- ar og Guðs heilaga anda.— —Lesbók Mbl. Wartime Prices and Trade Board Skömtunarbók númer 2. 31. des. 1943, fellur skömtun- ajrbók núm^- 2. algdrlega úr gildi. Te, kaffi og sykitr frá númer 1. til númer 13 verða þá allir ónýtir. Smjörseðlarnir eru búnir fyrir nokkru og kjötseðlar númer 26, sem ganga í gildi 18. nóv. verða þá líka ógildir. Seðlarnir fyrir sykur til niður- suðu falla einnig úr gildi 31. desember. Spurningar og svör. Spurt. Eg trúi að fyrirliggj- andi birgðir af smjöri hafi aukist að mun á árinu. Ætli smjörskamt urinn verði nú aukinn? Svar. Það er sagt að smjör- framleiðslan hafa batnað mikið á árinu, en smjörneyzla hefir einnig aukist, og það svo mikið að í Canada hefir aldrei verið borðað meira smjör en einmitt nú. Það er því ekki líklegt að skamturinn verði aukinn, en maður væntir þess að hann verði heldur ekki minkaður. en hald- ist óbreyttur eins og hann er nú; hálft pund á viku á mann. Spurt. Við erum að hugsa um að halda jólabazar í kirkjunni okkar. Arðurinn gengur til líkn- arstarfsemi. Megum við selja þar jam, jelly eða hunang, sem okk- ur kann að vera gefið af safn- aðarmeðlimum? Svar. Þið verðið fyrst að fá leyfi frá Local Ration Board. Leyfið fæst með því skilyrði að vörurnar verði seldar án þess að nokkrir D seðlar verði innheimt- ir af kaupendum. Munið samt að það er ennþá mikill skortur á þessum vörutegundum. Fólk er því beðið að fara spart með og selja ekki nema sem allra minst af þessum mat. Spurt. Eg er hræddur um að eg hafi borgað of hátt verð fyrir notaðan bíl sem eg keypti á uppboðssölu fyrir skömmu. Hvar fást upplýsingar? Svar. Það er hámarksverð á öllum notuðum bílum, hvort sem þeir eru seldir af einstakling um eða félögum. Upplýsingar þessu viðvíkjandi fást á öllum W. P. T. B. skrifstofum. Spurt. Sonur minn litli kvartar um að “chocolate b^rs” séu orðn- ar minni en þær hafi verið. Er ekki hægt að leiðrétta þetta? Svar. W. P. T. B. hefir nýlega ákveðið að “chocolate bars” verði að vera af vissri þyngd. Félög sem búa til þetta sælgæti eiga að halda sér við reglugerðirnar, sem hafa verið settar viðvíkjandi þyngd og gæðum. Spurt. Eg býst við að þurfa að fæða nokkra vinnumenn sem ætla að vera hér dálítin tíma við skógarhögg. Fæst aukaskamtur handa þeim? Svar. Já. Bændur geta fengið aukaskamt með því að fara á næstu skrifstofu Local Ration Borard og gefa allar nauðsyn- legar upplýsingar. Spurt. Eru G seðlar fyrir niðursoðna mjólk aðeins gildir fyrir ákveðið tímabil? Svar. Nei. Tímabilið er ekki takmarkað. Það má endurnýja þessi seðlaspjöld á þriggja mán- aða fresti. Spurt. Eru hárgreiðslustofur háðar hámarksreglugerðunum? Svar. Já. Þessar stofur verða að halda sér við það verð er sett var á hámarkstímabilinu, 15. sept. til 11. okt. 1941, og mega ekki hækka vinnu án sérstaks leyfis. Spurt. Eg kaupi jólatré frá bændum og sel þau hér í Winni- peg. Er nauðsynlegt að fá sér- stakt- söluleyfi? Svar. Það er ekki nauðsynlegt að biðja um leyfi til að selja jólatré. En þú verður að fylgja vörubílareglugerðunum og mátt ekki ferðast út fyrir takmarkaða vegalengd, sem er 35 mílur. Spurt. Mig langar til að taka systur mína með fjögurra ára gamalt barn inn á heimili mitt, en herbergið sem eg ætla þeim er sem stendur leigt út. Er hægt að segja leigjendum upp húsnæði á vetrarmánuðunum? Svar. Ef herbergin eða her- bergið er í húsi sem annaðhvort þú eða umboðsmaður þinn býr í, ef leigjendur nota sömu inngangs dyr eða nota sameiginlega ein- hver heimilisþægindi, þá má segja þeim upp húsnæði hvenær sem er á árinu, samkvæmt lög- um fylkisins. Ef íbúðin er leigð mánaðarlega þá er nóg að gefa eins mánaðar fyrirvara. Spurt. Þegar þriggja herbergja íbúð hefir verið leigð fyrir 20 dollara á mánuði, er þá hægt að leigja hana aftur undir líkum kringumstæðum fyrir 25 doll- ara? Svar. Nei. Ekki nema eigandinn hafi beðið leigunefndina að senda matsmann og hann hafi sérstakra orsaka vegna leyft leiguhækkun. Spurningum á íslenzku svarað á íslenzku af Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St. Wpg. Vlyndin hér að ofan, varpar nokkru ljósi á lanagöngu sam- inuðu herjanna í námunda við Salermo á Italíu. KAUPIÐ-LESIÐ-BORGIÐ LÖGBERG Business and Prc ifessional Cards Drummondville CottonCo. * ltd- 55 Arthúr St., Winnipeg Phone 21020 Manufacturers of BLUENOSE Fish Nets and Sein Twines II. L. HANNESSON, Branch Mgr. FJANITOBA FISHERIES WINN1PEG, MAN. T. fíercovltch, framkv.stj. Verzla í heildsölu með nýjan og t'rosinn fisk. 303 OWENA ST. Skrifstofusími 25 355 Heimaslmi 55 463 Itleifers Situllos (aryest PhotoycanhicOiga/uþahonTh Canaaa •224 Notre Dame- Blóm stundvíslega afgreidd THE ROSERY ltd. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg. phone hR ra 96 647 M\ G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Treas. Keystone Fisheries Limited 325 Main St. Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J H Pane. Manaplng Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 651. Res Phone 73 917. H. A. BERGMAN, K.C. islenzkur lögfrœðingur • Skrifstofa: Room 811 McA rthui Building, Portage Ave. P.O. Box 165Í Phones 95052 og 39043 Office Phone Res. Phone 88 033 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 166 MEDICAL ARTS BLDG. Ofl'ice Hours: 4 p.m.—6-p.m. and by appointment EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N.D. lslenzkur lyfsali F61k getur pantað meðul ob annað með pósti. Fljót afgreiðsla. ANDREWS, ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LögfrœOingar 209 Bank of Nova Scotia Bldg. Portage og Garry St. Stmi 98 291 J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG.. WPG. • Fasteignasalar. Leígja hös. Ct- vega peningalán og eldsóhyigð bifreiðaábyrgð, o. s. frv. Phone 26 821 DR. A. V. JOHNSON Dentist • 606 SOMERSET BLDG. Telephone 88 124 Home Telephone 202 398 DR. B. J. BRANDSON 308 Medical Arts Bldg Cor. Graham og Kennedy Sts Phone 21 834—Office tlmar S-4.30 • Heimili: 214 WAVERLET ST. Phone 403 288 Winnipeg, Manitoba DRS. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar • 406 TORONTO GEN. TRCSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 26 545 WINNIPEO Legsteinar sem skara framúr Úrvals blágrýti og Manitoba marmari SkrifiO eftir verOskrd GILLIS QUARRIES, LTD. 1400 SPRUCE ST. Winnlpeg, Man. A. S. BARDAL 848 SHERBROOK ST. Selur líkkistur og annast um út- farlr. Allur útbönaður sá beztl. Ennfremur selur hann allskonar mlnnlsvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 86 607 Heimilis talsfmi 501 562 DR. A. BLONDAL Physician & Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG Slmi 22 296 Heimili: 108 Chataway Slmi 61 023 DR. ROBERT BLACK Sérfrœðingur f eyrna, augna, nef og hálssjúkdðmum 416 Medical Arts Bldg. Cor. Graham & Kennedy Viðtalstfmi — 11 tll 1 og 2 tll 5 Skrifstofuslmi 22 261 Heimilissfmi 401 991 « Frá vini Dr. S. J. Johannesson 215 RUBY STREET (Beint suður af Banntng) Talsfmi 30 877 • Viðtalstfmi 3—5 e. h.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.