Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 4
4 LÓGBERG. FIMTUDAGINN 2. DESEMBER 1943. j ^ Hogberg— Gefið út hvern fimtudag aí . THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba ; L'tanáskriít ritstjórans: ' I; EDITOR L/K3BERG, J. 695 Sargent Ave., Winnipeg( Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON ■ Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram ;l |. The “Eögberg” is printed and publishea by ’ The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avertue . Winnipeg, Manitoba PHONE 8 6 32 í 1 Sjaldan felál alt í nafninu Fólk það, sem land þetta fcyggir, ætti ekki að þurfa að bera kvíðboga fyrir kyrstöðu á vett- vangi stjórnmálanna fyrst um sinn, þar sem einn flokkurinn af öðrum lætur endurskírast, og bætir við sig hinum virðulega framsóknar- titli. Þegar Mr. Bracken skildi við Manitoba í fyrra- vetur að borði og sæng, og gekk á mála hjá íhaldsflokknum, sem um þær mundir var næsta þungt haldinn af uppdráttarsýki, setti hann að ófrávíkjanlegu skilyrði fyrir flokksforustunni að flokkurinn þaðan í frá kalli sig framsóknar- íhaldsflokk, Progressive Conservative. Nokkrum úr hópi hinna fylgispöku, einkum stóriðjuhöld- unum eystra, óaði við þeirri tilhugsun, að þurfa að ganga undir endurskírn, og. lét nærri að þeim yrði bumbult af; en með hliðsjón af heilsu- fari flokksins, sáu þeir þann kost vænstan, að láta að vilja Mr. Brackens, og fela honum for- mennskuna á hendur, með því að fátt annað sýndist líklegt til bjargráða. Um þær mundir, sem þátttaka Canada í núverandi heimstyrjöld hófst, var flokkur kommúnista leystur upp að lögum, og nokkrir af forráðamönnum hans tekn- ir úr umferð; flestir þeirra hafa nú endurheimt persónufrelsi sitt. Foringi kommúnista er Tim Buck, mælskur maður og harðfylginn; þessi flokkur hefir nú farið að fordæmi Brackens, og látið endurskírast; nú gengur hann undir nafn- inu frámsóknar verkamannaflokkur, Labor Progreésive, þótt vitað sé, að stefnuskrá hans sé ein og hin sama. Og nú, svo að segja í þessari andránni, gengu samtök frjálslyndra manna í þessu fylki, The Manitoba Liberal Association, undir skírn, og skulu héðan í frá og að eilífu nefnast The Manitoba Liberal Progressice Association. Tveir flokkar eru eftir, er enn eigi hafa þegið þessa nýju niðurdýfingarskírn, C.C.F. flokkurinn, og sá flokkur, sem einnig fyrir til- tölulega skömmum tíma lét skíra sig upp, og nefnir sig New Democracy, en er eftir sem áður lítið annað en Social Credit dvergfylkingin frá Alberta. Hvort þessir tveir flokkar hyggja á nafnabreytingu í náinni framtíð, er enn eigi vitað. ' Falleg nöfn geta haft listrænt og raunverulegt gildi* það hefir líka jafnan þótt hvimleitt, að kafna undir nafni. En sé fallegum nöfnum beitt til þess að þyrla upp ryki og blekkja, er ver farið en heima setið. Að loknum leik Bæjarstjórnarkosningarnar í Winnipeg eru um garð gengnar, og breyttu þær engu til um flokkslega aðstöðu frá því, sem áður var, að því' undanskildu, að C.C.F. flokknum græddist eitt sæti í skólaráði; aðsókn að kjörstöðum var slæleg, og kjósendum til lítillar sæmdar; fólk lætur sér oft furðu fátt um notkun kjörseðilsins, lem þó er í rauninni áhrifamesta vopnið, sem lýðræðisþjóðir eiga til í eigu sinni. Báðir íslenzku frambjóðendurnir 1 2. kjördeild gengu sigrandi af hólmi með miklu afli atkvæða; varð Victor B. Anderson langhæstur að atkvæða magni, þeirra, er þar buðu sig fram í bæjar- stjórn, en séra Philip M. Pétursson næst hæztur þeirra, er kosninga leituðu til skólaráðs; þetta var alveg eins og það átti að vera, og íslenzkum kjósendum til sæmdar, hve drengilega þeir veittu þeim að málum, þrátt fyrir fáeinar hjá- róma raddir úr hörðustu átt. í þessari sömu kjördeild voru einnig kosnir í bæjarstjórn með miklu kjörfylgi, þeir James Black og Jack St. John, lyfsali; báðir hinir mætustu menn; er hinn síðarnefndi nýliði á vettvangi bæjarmál- efnanna, gætinn áhugamaður, er góðs eins má vænta af. Yfir höfuð mega íslendingar vel við una kosn- ingaúrslitin. 1. desember, 1943 Eftir Eggert Steinþórsson. I dag er aldarfjórðungur liðinn síðan Island varð fullvalda ríki í konungssambandi við Dan- mörku, og á næsta ári öðlumst við íslendingar lagalegan rétt, til að stíga síðasta sporið í sjálf- stæðismálinu, og taka öll vor mál á okkar vald og velja okkur það stjórnarfyrirkomulag, sem okkur hentar bezt. Þetta hefur þá áunnist eftir nær 7 alda bar- áttu, síðan við týndum sjálfstæði voru í upp- lausn Sturlungaaldarinnar og gengumst á hönd Hákoni gamla Noregskonungi. Löng hefir baráttan verið, fyrir sjálfstæði voru og oft tvísýnt um úrslitin, oft vafasamt hvort nokkuð þokaðist áfram, en með Jóni Sigurðssyni komst skriður á sjálfstæðisbarátt- una og hún komst á réttan grundvöll og 1918 var næst síðasta sporið stigið, er ísland varð frjálst og fullvalda ríki, með sameiginlegan kon- ung og Danir, sem þó fóru áfram með nokkur utanríkismál íslendinga. Eftir hertöku Danmerkur tóku íslendingar öll mál í sínar hendur og hafa farið með síðan. Að vísu hafa þeir líka orðið að sjá land sitt hernumið, en það var af vinveittum stórveldum, sem hafa af fremsta^megni forðast alla afskifta- semi af sérmálum íslendinga, komið í alla staði prýðilega fram við landsmenn og lýst því yfir að þeir muni skilyrðislaust hverfa á brott að stríðinu loknu. íslendingar hafa aldrei haft neina ástæðu til að efa yfirlýsingar þessara stórvelda, svo það er engin furða þó að þeir líti björtum augum til næsta árs 1944, þegar þeir að sjálf- sögðu stíga síðasta sporið í sjálfstæðisbarátt- unni. 1. desember hefir því, næst afmælisdegi Jóns Sigurðssonar nú um 25 ára skeið verið aðal- hátíðisdagur þjóðarinnar. Þrátt fyrir hávetur, kulda og skammdegi hafa samkomur farið fram um land alt til að minnast fengins sjálfstæðis og hvetja þjóðina til að stíga síðsta sporið jafn- skjótt og hún hefði lagalegan, rétt til þess. Blöð, útvarp og skemtanir haía eingöngu verið helguð sjálfstæðismálinu þenna dag, skrúð ganga stúdenta og ræða einhvers áhrifamanns af svölum Alþingishússins hefur verið fastur liður á skemmtiskrá dagsins í Reykjavík og þrátt fyrir innbyrðis deilur og erjur hefiy: öll þjóðin verið samhuga og samtaka þennan dag um endurheimt sjálfstæðis síns jafnskjótt og hægt er. 1. desember hefur því verið þýðingar- mikill dagur í lífi Islendinga þessi 25 ár, og átt drjúgan þátt í að halda góðu lífi í sjálfstæðis- baráttu landsmanna. Þegar sjálfstæðismálið verður levst á riæsta ári að afstaðinni atkvæðagreiðslu allra lands- manna mun myndast nýr þjóðhátíðardagur. Dagur sem íslendingar endurheimta sjálfstæði sitt að fullu og öllu. Sumir leiðandi menn vilja láta það bera upp á fæðingardag föður sjálf- stæðisfaráttunnar, Jóns Sigurðssonra. Ht'ort það getur orðið veit eg ekki, en einsætt er að sá dagur á að vera að sumarlagi, því um alla fram- tíð mun það verða aðalhátíðisdagur íslendinga og þann dag munu mikil hátíðahöld fara fram, sem njóta sín bezt er náttúran er í sínu fegursta skarti. 1. desember aftur á móti, þótt þoka verði fyrir-degi þessum, mun altaf eiga mikið bergmál í sálum íslendinga. Nú má spyrja hvort ekki leiki vafi á að sam- bandinu við Danmörku verði slitið árið 1944. Því má svara að sambandinu hefur raunveru- lega verið slitið af völdum stríðsins, eins og eg hefi áður tekið fram. I öðru lagi gefur 18. grein sambandslaganna tvímælalaust til kymja að við getum fram- kvæmt sambandsslitin 1944. I þriðja lagi er til þingsályktunartillaga frá 1928 samþykt af öllum þingflokkunum að slíta beri sambandinu strax og við höfum lagalegan rétt til þess. Þessa þingsályktunartillögu hafa allir þing- flokkarnir iðulega staðfest er sambandsslitin hafa borið á góma. Á síðustu tveimur árum hafa heyrst allmargar raddir um, að ekki sé rétt að slíta sambandinu við Danmörku ,eins og sakir standa. Það sé eins og að vega að föllnum manni. Og vilja þeir því fresta þessum málum, þar til eftir stríðið. Hefur svo langt gengið að málgagn eins þingflokksins, Alþýðuflokksins, er nú mjög andvígt sambands- slitunum. Ennfremur hafa um 270 menn og meðal þeirra margir áhrifamenn undirskrifað áskorun til Alþingis um að fresta öllum aðgerð- um þar til að stríðinu loknu. Allir vita að Islendingar bæði vestan hafs og austan eru frægir fyrir deilur. Engan þarf því að undra að íslendingar hafa ekki orðið einhuga um sam- bandsslitin en marga mun undra hve margir mentamenn á skjali þessu hafa óvirt sjálfstæði þjóðar sinnar með því að vilja fresta lagalegri endurheimt þess af meðaumkun við aðra þjóð. Engum dylst að æskilegast væri að sambands- þjóð íslands hefði getað tekið þátt í sambands- slitunum en á hinn bóginn munu stjórnarvöld hennar fyllilega skilja að sjálfstæðismál heillar þjóðar er ekki hægt að leggja á hilluna um óákveðinn tíma. Þeir sem fresta vilja sambandsslitunum, halda því fram að það muni vekja mikla óánægju hjá Dönum og víðar á Norðurlöndum ef íslendingar rjúfa þessi tengsl einmitt nú, þeir séu að hverfa á brott frá frændum sínum. Þetta er einmitt þveröfugt. Islendingar vilja einmitt náið sam- band við Norðurlönd um leið og mögulegt er eftir stríðið. En þeir vilja það sem frjáls og fullvalda þjóð. Viðskipti íslendinga og Dana hafa farið dagbatnandi síðustu 25 árin og á Íslenzk-Danska nefhdin mikinn þátt í því. Sú nefnd hefir verið skipuð ágætum mönnum, sem hafa unnið ósleiti- lega að jafna misklíð meðal þjóð- anna, þó hafa þar verið ýmsir árekstfar, t. d. hafa Danir ekki viljað skila fornum handritum, sem þeir tóku til láns fyr á öld- um. Vafalaust er mikill fjöldi Dana andvígur sambandsslitunum, rétt eins og þeir hafa verið undan- farnar aldir. Eg minnist að eg var á stúdenta móti í Danmörku 1935. Margir danskir stúdentar töluðu við mig um sambandsmálið og allir voru þeir undrandi yfir að íslendingar skildu vilja vera algerlega sjálf- stæðir, þar eð þeir hefðu breytt svo drengilega við okkur nú á seinni árum. Allir þessir stúdent- ar vissu miklu minna um þetta sambandsland sitt en nokkurt annað land í Evrópu, svo áhugi þeirra virtist eingöngu bundinn við sambandið en .ekki landið. Sendimenn frá Danmörku hafa einnig ferðast um heima og reynt að hafa áhrif til að styrkja pólitískt samband landanna. Það er því engum efa undir- orpið að sambandsslit þau ei; framundan eru munu valda nokk urri gremju í Danmörku, þó marg ir bestu menn þeirra muni sjá að þetta sé aðeins eðlileg rás viðburðanna. Ef til vill mun danska þjóðin, eftir að hafa sjálf orðið að lúta erlendu valdi um nokkurra ára skeið. skilja enn betur, hve mikið alvörumál sjálf- stæðismálið er íslendingum. Um sambúð íslands og Dan- merkur má telja víst að hún mun verða stórum betri eftir að sambandsslitin og önnur deilu- mál því samfara eru úr sögunni og má í því sambandi benda á sambúð Noregs og Svíþjóðar eft- ir að Noregur varð sjálfstætt ríki. Þar eð stórveldi þau, sem her hafa á íslandi hafa ekki lagt neinn stein í götu íslendinga í sjálfstæðismáli þeirra, virðist auðsætt að þeir muni neyta réttar síns árið 1944 eins og lög standa til og þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram á næsta sumri og ekki er að efa úrslitin. Því þó að einhver ágreiningur sé um hvenær sam- bandsslitin muni fara fram er full ástæða til að ætla að öllum þorra Islendinga finnist biðin síðan 1262 orðin æði löng og allir Islendingar eru samhuga um að endurheimta sitt forna frelsi og sjálfstæði, því mun óhætt að gera ráð fýrir því, að 1. desember 1944 renni upp yfir frjálsa þjóð í frjálsu landi. Eggert Steinþórsson. Waclan Solski: Maðurinn sem hataði lygina Stult gamansaga. “Standið upp!” sagði forseti réttarins og beindi orðum sínum til ákærða, um leið og hann leit yfir skjölin, sem lágu á borð- inu fyrir framan ha(nn. “Þér heitið Jaroslaw Mathushek, fert ugur að aldri og ókvæntur. Þér unnuð um tíma í pósthúsinu í Bratislava, en póststiórnin sendi yður hingað. Þér hafði þegar valdið ýmsum vandræðum hér í bænum, en mér er ekki vel ljóst hvernig og hvers vegna. Ef til vill getið þér bezt sjálfur skýrt það? “Vissulega”, svaraði ákærði.— “En eg get ekki skýrt það í stuttu máli. Fyrst og fremst vil eg taka það fram, að eg er mikill trúmaður, næstum því ofstækis- fullur trúmaður”. “Þá kem eg að því, að í póst- húsinu fara mörg bréf í gegnum hendur mínar. Mig langai til þess að komast að því, á hvers konar menningarstigi bæjarbúar væru, og í þeim tilgangi opnaði eg nokkur bréf. Það er mjög auðvelt að opna bréf með gufu og loka því aftur, án þess að nokkuð beri á. Eg las bréfin og verð að segja, að menn ingarstig bæjarbúa er langt frá því að vera viðunandi. Eg komst að raun um það, að í bréfunum var ekkert annað en þvættingur, rugl og lygar. Herrar mínir og frúr, þér ættuð að skammast yðar.” Síðustu orðunum beindi hann til almennings í réttarsalnum, sem var þéttskipaður bæjarbú- um. Nokkrir létu í Ijósi gremju sína og reiði, en ákærði lét sér hvergi bregða og hélt áfram máli sínu: “Og því næst æfði eg mig í því að stæla skrift annarra. Það var eina leiðin til þess að geta framkvæmt hugmynd mína. — Eftir þriggja mánaða æfingu var eg fær um að gera fyrstu til- raunina. Ungur maður í þessum bæ skrifaði bréf til stúlku í Moraská Ostrava. Þetta var leiðinlegt, þurrt bréf, og það voru þrjár af- leitar réttritunarvillur í því. Eg hafði nýlega lesið þrjú bréf frá þessari stúlku og eg vissi að hún var prýðilegt kvonfang. Eg kastaði því bréfi unga mannsins í ruslakörfuna og skrifaði í stað- inn mjög innilegt ásatarbréf. “Komdu til mín”, skrifaði eg, “eg vil kvænast þér þegar í stað!” Stúlkan kom og giftist, — ekki unga manninum, heldur kunn- ingja hans, sem henni leizt bet- ur á. En það er ekki mín sök”. “En það er augljóst, að þér hafið skrifað fleira en ástarbréf”, sagði forseti réttarins. “Já, eg skrifaði fleira. En það er líka mikill munur á ungri stúlku og herra Novak. — Herra Novak skrifaði bréf til herra Kort, sem ferðaðist til Prag og ætlaði að dvelja þar um nokk- urra vikna skeið. “Kæri Kort minn”, skrifaði hann, “hvenær kemurðu aftur? Eg sakna þín svo mikið!” Og í svipuðum dúr skrif- aði hann heilar tvær blaðsíður. En eg vissi að herra Kort var í mjög litlu áliti hjá herra Norvak, og þar sem það er ekki hlutverk póstsins að koma lygum á fram- færi, tók eg mér það bessaleyfi að skrifa eftirskrift við bréf herra Novaks. Auðvitað stældi eg skriftina hans. “Eg meina sannar lega ekki orð af því, sem stendur í bréfinu”, skrifaði eg, “það er ekki annað en háð, og ef þú endi- lega vilt vita hvað eg held um þig, þá er sjálfsagt að eg segi þér það hreinskilnislega: Þú ert fyllibytta þorpari og svín!” Viku seinna kom herra Kort frá Prag, og þeg- ar hann mafetti herra Novak á götunni gaf hann honum duglega utanundir”. Þegar ákærði sagði þetta, hló hann hjartanlega “Hagið yður skikkanlega”, sagði forseti réttarins og byrsti sig. — “Gleymið ekki að þér er- uð einnig ákærður fvrir að hafa stolið hlutum, sem sendir voru í pósti.” “Eg þykist vita við hvað þér eigið”, svaraði ákærði. “En það var ekki þjófnaður. Þannig er mál með vexti, að dag nokkurn kom bréf á pósthúsið í París. Utanáskriftin var: Monsieur le Comte Monte Christo II, Poste Restante”. Mér fanst utanáskrift- in dálítið grunsamleg og þess vegna opnaði eg bréfið. I því voru þrjú ósiðsamleg bréfspjöld. Ef til vill voru þau ekki alveg eins ósiðsamleg, eins og þér hald- ið, en þau voru nú samt nógu ósiðsamleg. — Jæja, eg tók bréf- spjöldin og kastaði þeim í eldinn, en til þess að láta í ljós fyrirlitn- ingu mína á þessu tiltæki, setti eg dálítið af salernispappír innan í umslagið og lokaði því síðan. En hver haldið þér svo að hafi komið daginn eftir til þess að sækja bréfið? Það var borgarstjórinn okkar, blessaður, herra Karel Iostalek, maður, sem er mjög virtur af öllum og sex barna faðir”. Þegar hér var komið sögunni, veltust áheyrendurnir um af hlátri. — Meðal áheyrendanna var herra Iostlek, stuttur, gild- vaxinn náungi með mikið hvítt skegg og nauða-sköllóttur. Hann stóð upp, snýtti sér hraustlega í rósóttan vasaklútinn sinn og staulaðist síðan hljóðlega út úr réttarsalnum. “Eg banna yður að ljósta upp um einkamál, sem þér hafið kom- izt að á pósthúsinu”, sagði for- setinn hryssingslega. “Annars neyðist eg til þess að láta mála- reksturinn fara fram fyrir lukt- um dyrum.” Saksóknarinn hvíslaði ein- hverju að forsetanum. Hann var í þann veginn að svara saksókn- aranum, er ákærði sagði skyndi- lega: “Þér skuluð ekki taka tillit til þess, sem saksóknarinn leggur til málanna, herra forseti. Hann er ekki verður vináttu yðar”. “Haldið þér yður saman”, hrópaði forsetinn. “Skiptið yður ekki af því, sem yður kemur ekki við.” “Gott og vel”, sagði herra Matushek. Það getur verið að mér komi það ekki við, en þér ættuð ekki að vera svona vin- gjarnlegur við saksóknarann. Hann á það ekki skibð. Vitið þér hvað hann skrifaði nýlega um yður í bréfi?” Ákærði tók nú bréf upp úr vasa sínum og las: “Aldrei á æfi minni hefi eg kynnzt öðrum eins aulabárði og dómforsetanum okkar Réttarhaldinu lauk skyndilega. Forsetinn arkaði út úr réttarsaln um með saksóknarann á hælun- um. Hann kallaði ámátlega á eftir honum og kvaðst mundi skýra allt, en forsetinn harð- neitaði að hlusta á hann. Ákærði settist niður. Bak við hann stóð lögregluforingi. Ákærði sneri sér að honum og sagði: “Mér er alveg ómögulegt að skilja hvers vegna fólk íýgur svona mikið. Ef það segði ætíð sannleikann, myndi heimurinn áreiðanlega vera skemmtilegri og betri en hann er”. Lesbók. Hraðkveðlingar og hugdettur Jakob Thorarensen: Hraðkveðlingar og hugdettur. Reykja- vík 1943. I bók þessa hefir Jakob Thor- arensen safnað hátt á annað hundrað lausavísum sínum eldri og nýrri. Bókina nefnir hann Hraðkveðlinga og dugdettur. Orðið “hugdettur” mun koma mörgum ókunnuglega fyrir sjón- ir, en vér skiljum það þó strax, að það merkir það, sem manni “dettur í hug,” og oss kemur til hugar, að skáldið vilji með þessu heiti gefa það í skyn, að vísur þessar hafi sprottið upp nokkurn veginn sjálfkrafa í huga hans, “dottið í hann.” Menn eru eins og allir vitta misjafnlega hug- kvæmir, dettur misjafnlega margt í hug, og það sem mönn- um dettur í hug hefir misjafn- lega mikið gildi, hugdetturnar geta verið snjallar og geta verið hégómi. Sumir hafa hlotið þá guðagjöf, að snjallar hugsanir koma óboðnar til þeirra, án nokkurrar fyrirhafnar þeirra sjálfra, detta í huga þeirra eins og deus ex machina á leiksvið- um Rómverja eða stíga þar alt í einu fram alskapaðar eins og Aþena forðum úr höfði Seifs. Við hin, sem lítið höfum hlotið af þeirri guðagjöf, öfundum þá, sem meira fengu, og þegar vér heyr- um eða sjáum einhverja snjalla hugdettu annars manns, þá endurtekur sagan um Columbus og eggið sig oft og tíðum og okk- ur verður á að hugsa sem svo: “En að mér skyldi aldrei detta þetta í hug.” En um það stoðar ekki að sakast, og sú er líka bót í máli, að snjallar hugsanir geta komið í huga manna öðruvísi en

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.