Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 02.12.1943, Blaðsíða 5
LiOGBERG, FIMTUDAGINN 2. DESEMBER 1943, 5 Sœunn Anderson 1863—1942 Fyrir hönd ættingja og vina. Lofsverð lifir minning letruð sigurvinning þeirra sem hér brutu braut, sýndu þrótt og þorið þungt við landnáms sporið, sýndu trú og táp i þraut. Kona, móðir, kvennskörungur, kvödd með þökk af vinafjöld æfidagur anna þungur, endurskín við fagurt kvöld. Yfir lága leiðið hljóða lífsins bendir áframhald, aldrei verður gleymt því góða, Guð er eilíft ráð og vald. Dagsins skyldum dygg þú gættir, djörf í sókn um liðin ár, hvar sem veikum vin þú mættir viðkvæmt hjarta græddi sár. Sérhvert mál til þjóðlífs þarfa þína hvatti höfðingslund þér var ljúft á leið að starfa lífs þíns nota gefið pund. Löng er gengin leið til enda leiðið byggir þögull nár, klökkir vinir kæra senda kveðju fyrir liðin ár. Vertu sæl þitt verk er unnið, virðing krýnir horfinn dag. Fagurt var í fylling runnið faðmað ljósins sælu hag. M. Markússon. dettandi, og í rauninni er "það svo, að þær hugsanir, sem mað- urinn hefir komist að við athug- un og reynslu og íhugun þess, sem hann sá og reyndi, eru sann- ari og réttari eign hans en hinar, sem skaut svona skyndilega og ósjálfrátt upp í huga hans. Á þetta við skáldin jafnt og aðra menn. Jakob Thorarensen kveð- ur: Mest er vert að vitið vísu hverja treysti, helzt þarf og frá hjarta að hrökkva agnar neisti inn í Ijóðsins auga; augað samt ei má vökna, — því að vikna vaskra rödd ei á. Eg veit tekki hvort hann á hér »við skáldskap sjálfs síns, en eigi væri það fjarri lagi. Kvæði hans eru meira en hugdettur, og það er óþarfa hæverska af honum að nefna þau því nafni Þau bera þess vott, að hann hefir horft vel í kringum sig og íhugað vel, það sem fyrir hann bar. Hann hefir ekki hvað sízt veitt eftirtekt fyr- irbrigðum mannlífsins, sem um- hverfis hann gerðust. Hann hefir horft á þau með alvöru og karl- mannlegri ró, stundum þungur á brúnina, en annað veifið með glettni í svip og gamanyrði á vörum. — Hann hefir haft góða sjón, séð margt, sem aðrir sáu ekki fyr en hann hafði bent þeim á það, séð nýstárleg yrkisefni og séð fyrirbrigðin frá nýju sjónar- miði. Þessu marki eru margar af lausavísum hans í hraðkveðling- Innköllu nar menn LÖGBERGS Amarantl). Man Akra, N. Dakota Árborg, Man Arnes, Man . lv. N. S. Friðfinnson Baldur, Man Bantry, N. Dakota ....Elnar J. Breiðfjörð Bcllingliani, Wasli Blaine, Wash Bronn, Man Cavalier. N. Dakota Cypress Rlver, Man Edinburg. N. Dakota Páll B. Olafson Elfros, Sask ..Mrs. J. II. Goodman Garðar, N. Dakota Gerald, Sask • Gejsir, 'Man ..K. N. S. Friðfinnson í.lmli, Man Glenboro, Man llallson, N. Dakota Ilnausa, Man Husavick, Man ..K. N. S. Friðfinnson Ivanhoe, Minn ..Miss Palina Bardal Bangruth, Man I.eslie, Sask Eundar. Man Minneota, Mina. , , „ Mlse Pallna Bardal Mountain, N. Dakota Otto, Man ; Point Roberts, Wash Rejkjavík, Man Árni Paulson Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash J. J. Midrial Selklrk, Man S. W. Nordal Tantallon. Sask J. Kr. Johnson Upham. N. Dakota .Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man K. X. S. Friðfinnson Westbourne, Man Jón Valdimarsson Winnipeg Beach, Man O N. Kárdal um og hugdettum brendar. Þær eru meira en hugdettur. í safninu eru bæði ferskeytl- ur og vísur undir öðrum bragar- háttum. Skáldið kemur að sjálf- sögðu víða við í vísum þessum. Hér er stef um hund og kött, hestinn, kúna, — vífið, um vorn aldna heiðurhnött, herrann, dauðann, lífið. segir hann sjálfur, og er þessi efnisskrá þó ekki tæmandi. Mun eg hér tilfæra nokkrar af ferskeytlum hans og sýna þær m. a. rímsnild þá, er hann getur beitt, er honum bíður svo við að horfa. Fyrst er þessi vísa um vetrar- komuT Stóru fetin stormur hvetur, stiklað getur hnjúk af hnjúk, sjaldan lét á borð vor betur breiddan vetur hvítan dúk. Um vorkomuna kveður Jakob: Kitla hrannir hamralær, hýrna grannar — land og sær. Hverfa fannir fjær og nœr, ~~ fríkka rannir, tún og bœr. Hlýr og mjúkur vorblær er í þessari vísu, sem eg £ bágt með að trúa að ekki verði langlíf í landinu. Vonir hlœja Hörpu við, hjá þér œ þœr vista, sunnanblœ og sólskinið sumardaginn fyrsta. Tvær ádeiluvísur skulu til- færðar hér. Aðra nefnir hann Óstandsvísu og er hún á þessa leið: Heldur slakt vort horf er sagt, — heillum mest vér eyðum. Alt «r skakkt og skipulagt, sker á flestum leiðum. Hin er um hraða nútímans: % Elgur, froða, ys og þys, útvörp, gjamm og hraði, heimskar öld, sem afleiðis öslar á hundavaði. • Loks eru hér tvær vísur um konur: Þetta líður. Þráin er þungi kvíða og vona, en ástin bíður eftir þér unga, fríða kona. Hin er þessi: Ætti eg hendur fullar fjár fljótt eg kaupskap hœfi, og fyrir hvert þitt höfuðhár hundrað krónur gæfi. Rúmið leyfir mér ekki að til- greina fleiri af vísunum, en það er meira af svo góðu í bókinni, enda má segja að óþarfi sé að vera að vekja eftirtekt manna á bók frá Jakobs hendi. Hann er fyrir löngu orðirm svo góðkunn- ugt og vinsælt skáld, að þess ger- ist engin þörf. ó. L. —Mbl. 17. sept. Með morgunkaffinu Heimboðið í himnaríki: úr smásögu- eða dæmisögusafni eftir hið mikla skáld Rússa, Turgénjeff, er andaðist sumarið 1883, hermir George Brandes þetta, sem heitir “Heimboðið í himnaríki”: Drottinn hafði boðið til sín öll- um dygðunum, engum öðrum. Það var því enginn karlmaður í boðinu, eintómt kvenfólk. Þar voru saman komnar margar dygðir, smáar og stórar. Smáu dygðirnar voru þægilegri við- móts og hæverskari en þær stóru. Þó voru þær allar glaðar og á- nægðar að sjá, og töluðu saman vingjarnlega, eins og skyldum hæfir. Drottinn tók þó eftir því, að meðal gestanna voru tvær konur, fríðar og göfugar, er hvorug yrti á aðra, og var svo að sjá, sem þær þektust ekki. Drottinn tók því aðra þeirra við hönd sér og leiddi hana þangað, sem hin sat, til þess að kynna þær hvorri annari. Þær hétu önnur Góðgerðasemi, en hin Þakklátssemi. Þetta var í fyrsta skifti, sem þær hittust, síðan heimur var skapaður. * * * Ung móðir spurði eitt sinn frægan uppeldisfræðing: “Hve snemma á eg að byrja að fræða barnið mitt?” “Hvenær á barn yðar að fæð- ast?” “Fæðast,” greip konan á lofti, “það er þegar fimm ára gamalt.” “Guð hjálpi yður, frú,” hróp- aði hann, “eyðið þér ekki tíma í að standa hér og tala við mig, flýtið yður heldur heim. Þér hafið þegar mist fimm beztu árin.” * * * “Til hvers eru augun?” var lítill snáði spurður. “Til þess að sjá með þeim.” “Og nefið?” “Til þess að lykta með.” “Og til hvers eru eyrun?” var hann loks spurður. “Til þess að halda þeim hrein- um.” * * * , Það kvað hafa verið siður í Lokris á Grikklandi í fornöld, að hver sem kom fram með laganý- mæli, var látinn standa á þingi með snöru um hálsinn. Væri frumvarpið samþykt, hlaut flutningsmaður bæði fé og sæmd fyrir, en félli það, var hann fest- ur á gálga undir eins og atkvæða- greiðslunni var lokið. Það væri nógu fróðlegt að að- gæta, hvað margir alþingismenn myndu vera óhengdir, ef þetta þjóðráð væri siður hér á landi. Dönsku blaði taldist svo til, að á einu þingi hefði mátt hengja þá Estrup og sessunaut hans í ráðu- neytinu 49 sinnum, ef þetta hefði verið venja þar. Til þjóðræknisvina Mér finst mér vera skylt, að minnast þeirra hugulsemi, sam- fara drengskap og góðvild, sem að Dr. Stefán Einarsson, kennari við háskóla þann er bókasafn mitt lenti hjá, hefir sýnt með því að setja merki það á bækur mínar, sem fólk hefir nú séð í íslenzku blöðunum, enda hefir Dr. Stefán Einarsson almennings- orð fyrir að vera prúðmenni hið mesta, fyrir utan það, að hann er hámentaður maður, og mun vera einhver mesti málfræðing- ur, eða tungumálagarpur, sem nú er uppi meðal íslenzku þjóð- arinnar. Þess skal hér getið, að eg setti þetta ekki í íslenzku blöðin mér til hróss, heldur er önnur ástæða fyrir því og hún er sú, að eg óska, eða vildi mælast til, að þeir sem að eiga íslenzkar fræðibæk- ur, helzt gamlar, vildu nú vera svo góðir, að láta þennan há- skóla njóta þeirra, annað hvort Mynd þessi er af Halifax sprengjuflugvél, sem er að ieggja af stað í árásarleiðangur til Hamborgar á Þýzkalandi. Hugsað heim úr veálri Á FULLVELDISDAG ÍSLANDS 1943 (Til vinkonu við Seyðisfjörð) Sjá fugla, sem fljúga yfir sæinn úr fjarlægð, og sækja þig heim, sólskríkjur, svölur og þresti eg sendi þér vorljóð með þeim. Við syngjum um fossinn hinn fríða, sem fellur úr klettanna þröng, þar brimöldur bjargsins við rætur brotna með töfrandi söng. Við syngjum um svani á tjörnum og seiðandi vornætur frið; syngjum um blómkvísl og báru, bergmál og lækjarins nið. Við syngjum um silunginn kvika, er syndir í straumunum blám, og litfagra lhxinn, sem stiklar svo létt móti fossinum hám. Við syngjum um ljósvakans sveiflur, sólir og stjarnanna fans á guðanna hásölum geisa sem gyðjur í hrynjandi dans. Við syngjum um úthafsins unað og afdalsins fjölbreytta skraut, um sólgylta hátinda heiða og hjarðir í angandi laut. Við fléttum úr fjölskrúði landsins eitt friðandi ljóðshörpuspil, og brúum svo Atlantsála með ást vorri þjóðstofnsins til. C. O. L. C. »555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555555 sem gjöf, eða þá til sölu með sanngjörnu verði, því þó að safn mitt máske væri gott og mikið. fyrir einn alþýðumann, þá er það langt frá því að vera full- nægjandi fyrir slíka stofnun sem The John Hopkins háskólinn er, þar sem allar þjóðir eru jafn velkomnar til lærdóms og ment- unar. Eins og nú standa sakir, hvað Bandaríkin og fsland áhrærir, þá er það að segja, að fjöldi her- manna þeirra, sem nú eru á ís- landi eru að reyna að læra ís- i lenzku, og óefað hefir það vakað fyrir Dr. S. E. þegar hann keypti bækur mínar, að þær yrðu not- aðar til íslenzkukenslu. Við eigum þrjá menn í Banda- ríkjunum, sem af fremsta megni gjöra alt sem þeir geta til þess að útbreiða og kynna íslenzku þjóðina, í það minsta út um allan hinn enskumælandi heim, þessir menn eru Dr. Richard Beck, Dr. Stefán Einarsson og prófessor Halldór Hermannsson, því miður höfum við engan meðal vor hér megin línunnar, sem kemst í nokkurn samjöfnuð við þá á þess um sviðum. Þeir sem vilja sinna þessu geta skrifað mér og skal þeim bréfum svarað tafarlaust. Utanáskrift mín er: N. Ottenson St. 1. 449 Rathgar Ave. Fort Rouge Winnipeg Man. N. Oilenson. Látið ekki hjá líða að hlusta á fimtudagskvölds útvarpið CKRC-9.15 til 9.30 OG CKRO 2. DES,- •L. D. Morosnick "Canadians All" 9. DES,- ■ W. W. Kennedy, M.C., K.C. "The Dead Hand" Þetta er sjöttu og sjöundu ræðurnar í hinu reglubundna fimtudagskvölda BRACKEN BROADCASTS Veitið athygli auglýsingum um aðra ræðumenn í þess- um útvarpsflokkum. BUSINESS EDUCATION V DAY OR EVENING CLASSES To reserve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form. Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admittance standard. AIR-COOLED, AIR-CONDCTIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.