Lögberg - 09.12.1943, Page 1

Lögberg - 09.12.1943, Page 1
56 ÁRGANGUR LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. DESEMBER, 1943 NÚMER 43 Mikilsvar ðandi stórveida- fundur Nýlokið er í borginni Teheran í Persíu, fundi milli þeirra Roose- velts, Stalin og Churchill, varð- andi framvindu stríðssóknarinn- ar, sem og endurskipulagningu heimsmálanna, að fengnum fulln- aðarsigri af hálfu sameinuðu þjqðana. Sæti áttu og á þessum sögufræga fundi, einkaráðunaut- ar hlutaðeigandi þriggja stór- velda, auk æðstu herforingja; á fundinum ríkti slík eindrægni, að á betra verður eigi kosið. Að áminstri ráðstefnu lokinni, létu þeir Roosevelt. Stalin og Churchill birta svofelda yfirlýs- ingu: “Vér, forseti Bandaríkja Norð- ur Ameríku, forsætisráðherra Bretlands hins mikla, og forsætis- ráðherra rússnesku ráðstjórnar- ríkjanna, höfum átt með oss fjögra daga fund í höfuðborg bandaþjóðar vorrar, Teheran, og fallist í öllum efnum á sameig- inlega stefnuskrá. Vér lýsum yfir ákvörðun vorri í þá átt, að vinna saman í stríðinu, og eins að skipu- lagningu þess friðar, sem á eftir fer. Æðstu herforingjar vorir hafa tekið þátt í ráðstefnunni, og vér höfum fullkomnað skipulagning- ar vorar með það fyrir augum, að útrýma þýzku herneskjunni úr heiminum. Vér höfum komist að fastri niðurstöðu um það, hvernig stríðssókninni skuli hag- að .viðvíkjandi tíma og átökum, að austan, vestan og sunnan, og vér höfum sannfærst um, að sig- urinn verði hlutskifti vort. Áhrærandi friðinn, erum vér einnig sannfærðir um það, að hann, vegna eindrægni vorrar, reynist frambúðarfriður. Oss er að .fullu ljós sú ábyrgð, sem á herðum vorum hvílir ásamt öðr- um þjóðum, viðvíkjandi grund- völlun þess friðar, sem koma á í veg fyrir ógnir styrjada kyn- slóð fram af kynslóð. Með aðstoð einkaráðuauta vorra, höfum vér reynt að skygn- ast inn í framtíðina, og haga ráð- stöfunum þar eftir. Vér höfum einsett oss, að leita samstarfs allra þjóða, stórra og smárra. sem eins og vér, hafa vígt sig í þjón- ustu þeirra hugsjóna, að útloka harðstjórn, þrælahald, og óbil- girni úr mannheimum, og vér munum taka saman við þær höndum, jafnskjótt og þær tjá sig fúsar til þess, að gerast virkir félagar í fylkingu hinna lýð- frjálsu þjóða. Ekkert jarðneskt afl getur kom- ið í veg fyrir það, að vér tortím- um hinni þýzku hernaðarvél á landi, sjó, neðansjávar og í lofti; vér munum ennfremur hlífðar- laust sprengja niður verksmðjur og vopnabúr Þjóðverja, hvar sem þau eru í sveit sett. Árásir vorar verða vægðarlausar og vaxandi. Er vér nú hverfum af þessari vingjarlegu ráðstefnu, lítum vér björtum augum til þess dags, er allir íbúar þessa hnattar, fá að lifa lífi sínu, samkvæmt þess breytilegu þróun, að því er sam- vizkan býður, ótruflaðir af utan- aðkomandi ofbeldis- og illræðis- öflum. Vér komum til þéssarar ráð- stefnu vongóðir, og með eindreg- inn ásetning í huga, og vér hverf- um héðan vinir í reynd, anda og tilgangi.” (Undirskrifað í Teheran, 2. des- ember, 1943). Roosevelt Stalin Churchill Vel og drengilega að verið Síðastliðið föstudagskvöld boð- aði forseti Fyrsta lúterska safn- aðar, Mr. G. F. Jónasson, nokkra af meðlimum safnaðarins til sam- tals í fundarsal kirkjunnar; var tilefni fundarins það, að ræða um veðskuld, að upphæð $4,500, er á kirkjueigninni hvíldi, og hvernig henni yrði viturlegast létt af; kvaðst hann þess fullviss, að fundarmenn yrði sér sammála um það, að tími væri til þess kom- inn, að greiða áminsta veðskuld að fullu, og hvert ánægjuefni það yrði, að geta fengið á sínum tíma, skiláð kirkjunni skuldlausri í hendur þeim ungu og yngri kyn- slóðum, sem það hlutverk félli á herðar, að halda uppi, og bera á- byrgð á framtíðarstarfsemi safn- aðarinsj taldi og slíkt verða mundu hinum ungu safnaðarmeð limum, er nú tækju þátf í stríðs- þjónustu, ósegjanlegt fagnaðar- efni, er þeir kæmu heim, og færu að gpfa sig við safnaðarmálum á ný; þótti viðstöddum öllum. for- seta farast vel og drengilega orð; nokkrar umræður urðu um málið og voru skoðanir lítt skiftar um það, hver nauðsyn bæri til, að veðskuldin, sem á kirkjunni hvíldi yrði afmáð hið bráðasta. Tiltölulega fáir þeirra, sem boðaðir voru á samtalsfund þenna voru viðstaddir; olli því í mörgum tilfellum sjúkdómsfar- aldur sá, sem geisað hefir í borg- ■* inni, auk anna. En þrátt fyrir þetta hvorttveggja, bar fundur- inn hinn glæsilegasta árangur, því á honum söfnuðust $3,400 til lúkningar veðskuldinni. Stór- tækastir voru þeir Ásmundur P. Jóhannsson og G. F. Jónasson, með sína þúsud dollarana hvor, og A. S. Bardal með fimm hundr- uð dollara.. Tillög annara fund- armanna í hlutfalli við gjaldþol, voru einnig hin glæsilegustu. Mr. Jónasson lét þess getið fyr- ir hönd fulltrúanefndarinnar, að sú væri ósk þeirra, er fyrir mál- um stæði, að þátttaka safnaðar- systkina til lúkningar veðskuld- inni yrði sem allra almennust, og að tillög af þeirra hálfu, stór og smá, yrði send til féhirðis safaðarins, Mr. O. B. Olsen, 907 Ingersoll Street, við allra fyrstu hentugleika. * Askorun Nú er annað bindi af Sögu ís- lendinga í Vesturheimi komið út. Bókin er hin eigulegasta að efni og útliti. Þetta bindi er nær hundrað blaðsíðum stærra en fyrsta bindið, svo fylgja því upp- drættir og myndir. * Útgáfunefndin leyfir sér nú hér með að skora á Vestur-ís- lendinga að kaupa þessa bók og stuðla með öllu móti að út- breiðslu á henni. Mentamálaráð íslands hefir lofast til að sjá um útsölu á bókinni heima og hefir þegar sent ríflega pöntun. Eins og kunngert hefir verið í blöðunum er þetta ekki gróða- fyrirtæki fyrir nefndarmönnum. Nefndin borgar tap, ef svo verð- ur, en verði ágóði, þá gengur hann til Þjóðræknisfélags Vestur íslendinga. Nefndarmenn tóku þetta fyrirtæki að sér aðeins vega þess að þeim þótti leitt að hætt væri við verkið áður en því væri lokið, úr því byrjað var á því. Það væri enginn sómi fyirir okkur Vestur-íslendinga ef við yrðum að viðurkenna að við hefð- um ekki dug til þess að gefa út sögu okkar — ekki sízt þegar við njótum svona mikillar hjálpar með sölu á bókinni heima. Svo er hitt, að þetta er þarft verk. íslendingar eiga hér mikla sögu í Vesturheimi og því skyldi hún ekki skráð? Það væri leiðin- legt ef sagan% gleymdist svo að fáir kynnu nokkuð að segja um landnám og gjörðir íslendinga hér í álfu að nokkrum áratugum liðnum, og að greinilegar og á- byggilegar upplýsingar um þá væri hvergi að fá í einu lagi. Þegar á þetta fyrritæki er litið frá þjóðræknishliðinni, þá hljót- um við að viðurkenna að það ætti að skipa öndvegi á dagskrá okkar. Söguna þarf að skrá og það verð- ur okkur til sóma að ganga sem bezt við getum frá því verki. Nefndin er að biðja ýmsa menn í bygðum íslendinga að gerast útsölumenn þessa annars bindis og gera alt, ’sem í þeirra valdi stendur til þess að þetta fyrir- tæki heppnist og halda megi á- fram með næsta bindi. Nefndin mælist nú vinsamlega,til þess að almenningur taki þessum mönn- um vel og kaupi bókina. Verðið á þessu bindi, með gylt- um kjöl, er $4.00. Þetta er ódýrt þegar maður athugar að enskar bækur á líkri stærð eru seldar á líku verði — jafnvel þó þær selj- ist í hundruðum þúsunda. Óinnbundin og óinnheft kostar bókin $3.25. Pantair sendist til J. J. Swanson, 308 Avenue Bldg., Win’nipeg, Canada. Póstgjald — 15c undir hverja bók, fylgi pöntun. J. G. Jóhannsson. Breiðavík í Nýja lslandi Breiðavíkin blikar, björt um sumarkvöld, undiraldan kvikar, yzt við skýjatjöld mótar fyrir Mikluey. Suðurvatnið sælan byr siglir lítið fley. Líti’ eg yfir landið lyxiir skógur brún. Bæir blasa í röðum, brosa slegin tún. Um hga dreifst hjörð á beit, aldrei dauðlegt auga manns annað fegra leit. Frjálsir menn og fríðir, fundu þessa strönd. Þá voru þrautatíðir þar að yrkja lönd. Þeir ruddu skóg og reistu hús. Atorkan var óðalsfé, andinn vinnufús. Menn í minni hafa margt frá þeirri tíð, með léttri lund þeir skrafa, um langt og örðugt stríð, er háðu þeir við harðann kost. 1 slitnum klæðum köldum fót, köfuðu snjó og frost. Þrautseigjan og þolið, þeirra vöggugjöf, hötuðU víl og volið, ver en dauða og gröf. Elskuðu Guð og eigin mátt, bezt það sögðu búsílag og björguðust við smátt. Bjálkabýlin smáu burt eru horfin flest. Timburhúsin háu, henta fólki bezt. Enginn keyrir uxa-par. ' Framför nú á flestu sézt frá því áður var. Fólk með frjálsu sinni finst á hverjum bæ, Úti bæði og inni, andar manndómsblæ. Flestir stunda hyggins hátt, frískir sveinar, fögur sprund, fókið hærugrátt. Blessist bygðin fríða, blómgist hvert við ár. Sæla og sumarblíða sólar-gangur hár. Allskyns höpp og gæðagnótt Drottins blessun drjúpi í skaut, daga bæði og nótt. Klemens Jónasson. Mr. Klemens Jónasson, höfundur þessa kvæðis er vel kunnur Vestur-Islendingur, nú aldurhniginn, en ber aldurinn ágætlega vel. Hann var jafnan einn af traustum og skilningsríkum leiðtogum Selkirksafnaðar — um mörg ár forseti hans. Sómdi hann sér vel á mannþingum og var málsvari og leiðtogi á margan hátt; er orð- heppinn, skilningsgóður og hefir hvassa greind; er prýðisvel hag- orður maður. Hann hefir ritað ýmislegt, og á í handritum meðal annars, sögu Islendinga í Selkirk, sögu safnaðarins lúterska, m. fl. Enn nýtur hann góðrar heilsu, er ern og glaður, og á í engum vanda að svara fyrir sig orði. Mr. og Mrs. Jónasson eru til heimilis hjá Jakob syni sínum og tengdadóttur, í grend við Selkirk, um 12 mílur norður af bænum, austan Rauðarár. Jakob og synir hans báðir kvæntir búa þar stórbúi, og þar eru hin öldruðu hjón til heimilis. Klemens og kona hans áttu nýlega sextíu ára giftingar- afmæli. Hinir mörgu vinir þeirra árna þeim fagurs æfikvölds. S. Ólafsson. Frá sendiherra íslands í Washington 2. desember, 1943. Hr. Einar P. Jónsson, ritstjóri Lögbergs: Eg vil hérmeð skýra yður frá því, að mér hefir í dag borist §vo- hljóðandi símskeyti, sem var sent frá Reykjavík í gær, hinn 1. desember: “Þrír stærstu þingflokkarnir birtg í dag svohljóðandi tilkynn- ingu: Þingflokkar Framsóknar- flokks, sameiningarflokks Alþýðu Socialistaflokksins og Sjálfstæð- isflokks eru sammála um að stofna lýðveldi á íslandi eigi síð- ar en 17. júní 1944 og hafa á- kveðið að bera fram á Alþingi stjórnarskrár frumvarp Milli- þinganefndarinnar í byrjun næsta þings, enda verði Alþingi kallað saman til reglulegs fund- ar eigi síðar en 10. janúar 1944 til þess að afgreiða málið.” Eins og kunnugt er, ráða 3 framangreindir flokkar yfir 45 þingsætum af alls 52 þingsætum. Það má því fastlega gera ráð fyr- ir því, að Alþingi komi saman eigi síðar en 10. janúar 1944 og þá verði borið fram frumvarp til stjórnskipunarlaga, er milliþinga nefnd í stjórnarskrármálinu hef- ir lagt fram, en það hefir áður vérið birt í fréttaskýrslu utan- ríkisráðuneytisins, og því verið birt áður í Lögbergi. Með beztu kveðjum, Thor Thors. Tveir íslenzkir flugmenn koma frá Canada \— Til landsins eru komnir tveir ungir Islendingar er stundað hafa flugnám í Canada þeir Jóhannes Snorrason frá Akureyri og Magn» ús Guðmundssno frá ísafirði. Dvaldi Jóhannes vestra nærri tvö og hálft ár, en Magnús eitt og hálft ár. Jóhannes hefir fengið atvinnu hjá flugfélagi Islands. Þeir studuðu báðir nám við flugskóla Konna Jóhannessonar í Winnipeg og eftir um það bil eitt ár útskrifaðist Jóhanes, og fór hann á einn af flugskólum hersins í Regina, Saskatchewan. No 3 Air Observer School. Magnús var svo óheppinn að þegar námstími hans hjá Konna var að verða lokið var skólinn lagður niður vegna bensínskömt- unar. — Ætlaði Magnús þá að taka skriflegt próf, en fékk það ekki. Leitaði þá Magnús til ræð- ismanns Islendinga í Winnipeg, Grettis Ásmundssonar (Jóhanns- sonar) og bað hann um aðstoð. Setti Grettir sig þá í samband við stjórnina í Ottawa og varð það til þess að Magnús fluttist í No. 5 Air Observer School í Win- nipeg og fékk að taka skriflega prófið, og síðar kom Grettir því til leiðar að Magnús fékk að taka farþegaflugpróf með hjálp ísl. stjórnarinnar. Á þessum skólum hersins er aðal áherzla lögð á blindflug, það er að segja að fljúga eingöngu eftir mælum, einnig er kend sigl- ingarfræði, mælitækjafræði auk myndatöku, sprengjukast, njósn- arflug og veðurfræði. Skólinn, sem Jóhannes var á fluttist eftir eitt ár til Pearce, Alberta, var skólinn starfræktur þar í nokkra mánuði, en var síðan lagður niður og fór Jóhannes þá á sama skóla og Magnús. Þeir Magnús og Jóhannes voru nú orðir leiðbeinendur í siglmga- fræði og voru lærisveinar þeirra frá Canada, Nýja Sjálandi, Eng- landi, Ástralíu og Kína. • Við bjuggum hjá íslenzkri fjölskyldu meðan við dvöldum í Winnipeg, sögðu hinir ungu flug- menn, sem reyndist okkur mjög vel, það voru þau hjónin Marinó Þorvaldsson (Sveins Þorvalds- sonar í Riverton) og Ingibjörg Baldvinsson (Halldórsson, sem va,r þekt skáld í Nýja íslandi). Allir þeir Vestur-íslendingar, er við kyntumst hafa mikinn áhuga á því að nánari samvinna takist milli íslands og Canada í fram- tíðinni, en mestu íslandsvinir er við höfum fyrir hitt eru íslend- ingar í Canada. —Hvernig geðjaðist ykkur að Canadamönnum? —Þeir eru mestu prýðismenn, hjálpsamir og duglegir, og eru nú Canadamenn farnir að líta bjartari augum á stríðið, og þegar Italir gáfust upp voru menn farn- ir að veðja um að stríðinu myndi ljúka fyrir jól. Meðan Jóhannes dvaldi vestra kvæntist hann íslenzkri stúlku. —Mbl. 14. okt. ÍTALÍULEIÐANGURINN Frá ítalíuleiðangrinum er sein- ast að frétta, að báðum herjum sameinuðu þjóðanna, þeim 5. og hinum 8., skilar áfram þó hægt fari, í rétta átt; einkum hefir 8 hernum orðið sæmilega ágengt í innrás sinni upp frá Adriahafi, þar sem hann hefir náð frá Þjóð- verjum ýmissum stöðvum og varnarvirkjum, sem frá hernað- arlegu sjónarmiði hafa allmikil- væga þýðingu. FRÁ AUSTUR- VÍGSTÖÐVUNUM Svo hart sækja rússnesku her- sveitirnar fram í Dnieperfljóts- bugðunni, að Þjóðverjar fá þar á engan hátt rönd við reist; en á hinn bóginn hafa Þjóðverjar haf- ið svo magnaða gagnsókn í hér- uðunum umhverfis Kiev, að Rússar hafa verið knúðir til þess að draga sig til baka, og á þeim svæðum tapað haldi á eitthvað um tuttugu þorpum og bæjum. ÁRSFUNDUR Fyrsta lúterska safnaðar var haldinn í kirkjunni á þriðjudags- kvöldið var; voru þar lagðar fram skýrslur embættismanna fyrir nýliðið starfsár, ogþáru þær með sér, að fulltrúaráð safnaðarins hafði vakað á verði, og vel gætt í hvívetna hagsmuna hans. Allir fulltrúar hins liðna starfs- árs voru endurkosnir, og var þeim með því greidd traustsyfir- lýsing, er þeir fyllilega verð- skulduðu. TYRKLAND VINVEITT SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Forseti tyrkneska lýðveldisins sat fund með þeim Roosevelt og Churchill í Cairo, þar sem hann lét það ótvírætt í ljós, að þjóð sín væri í megin atriðum* hlynt málstað sameinuðu þjóðanna, þó hún á hinn bóginn kysi algert hlutleysi í lengstu lög. i

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.