Lögberg - 09.12.1943, Blaðsíða 4

Lögberg - 09.12.1943, Blaðsíða 4
( / LÖGBERG. FIMTUDAGINN 9. DESEMBER, 1943 — Xögtierg Geíið út hvern fimtvuiag af THE COLUMBIA PRESS. LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: I; EDITOR LOGBERG, ). 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON í Verð $3.00 um árið Borgist fyrirfram The “Lögberg" is printed and publishea hy ■ The Culumbia Press, Limited,-695 Sargerit Avenue Winnipeg, Manitona PHONE 86 327 Nauðsyn á að útiloka verðbóig u Forsætisráðherrann í Canada, Mr. King, flutti útvarpsræðu á laugardaginn var, þar sem hann gerði þjóðinni grein fyrir því, hvert lífs- skilyrði það væri, eigi aðeins vegna stríðssókn- arinnar, heldur og engu síðdr vegna hinnar borgaralegu afkomu í landinu, að leggjast á eitt um það, að útiloka verðbólgu, að svo miklu leyti, sem framast mætti auðið verða; um þetta atriði verða naumast deildar meiningar, að minsta kosti ekki í hugum þeirra manna,^ og kvenna, sem glögglega muna eftir ástandinu frá tímabili hinnar fyrri heimssytrjaldar, þegar alt var komið í grænan sjó á vettvangi við- skiftalífsins, og dýrtíðin svo að segja óviðráð- anleg* að forsætisráðherrann hafi ekki talað út í hött, verður þeim brátt ljóst, er fylgst hafa með áróðrinum og undirróðrinum, sem víða hefir gert vart við sig undafarna mánuði, jafn- vel á hinum svonefndu “hærri stöðum,” eða á einkaskrifstofum ýmissa þeirra útvöldu, sem ógjarna vilja missa spón úr askinum sínum. Reglugerðir sambandsstjórnar viðvíkjandi hámarksverði lífsnauðsynja, þótt vafalaust megi eitt og annað að þeim finna, hafa reynst cana- disku þjóðinni raunveruleg hjálparhella, að minsta kosti borið saman við ögþveitið, sem þjóðin átti við að búa á árunum 1914—1918. En háski sá, sem þjóðinni stafar af verðbólgu á yfirstandandi tíð, er margfaldur við það, sem hann var á tímabili fyrra stríðsins, vegna þeirra risafengnu útgjalda, sem þjóðin nú horfist í augu við, en óhjákvæmileg eru sakir hinnar sí- vaxandi stríðssóknar. Framfærslukostnaður í iandinu hefir hækkað um 18 af hundraði síðan stjórnin hratt í framkvæmd reglugerðum sín- um um hámarksverð lífsnauðsynja; og þó þessi hækkun sé vitanlega í sjálfu sér hreint ekkert smáræði, þá vex hún þó engum þeim í augum, sem minnast þess að á tilsvarandi tímabili í fyrri styrjöldinni, nam hækkun framfærzlu- kostnaðar 53 af hundraði. Um það verður ekki deilt, að ráðstafanir sambandsstjórnar í áminstum efnum, hafi til mikils góðs leitt, ekki sízt fyrir þá, sem úr minstu hafa að spila, og draga fram lífið í borg- um og bæjum af daglegum handafla. Þau tvö árin, sem hámarksverð lífsrfauð- synja hér í landi hefir verið í gildi,- og dýrtíðar- uppbót greidd, hafa greiðslur í því sambandi numið $150,000,000. Nú hefir Mr. King lýst því yfir, að að dýrtíðaruppbótin verði feld úr gildi, en grunnkaup hækkað að sama skapi; er slíkt í rauninni lítið annað en bókfærsluatriði. Það er ekki einasta, að hámarksverð lífs- nauðsynja sé réttlætanlegt á stríðstímum, held- ur bendir eitt og annað til þess að það einnig geti komið að góðu haldi að loknu stríði, og að því verði beitt, að minsta kosti fyrstu árin eftir að því lýkur. Það má réttilega fordæma margt, og réttilega margt að einu og öðru finna. En gerðir sam- bandsstjórnar vorrar í sambandi við verðfesting, eða hámarksverð lífsnauðsynja, verða aldrei fordæmdar með rökum, sem nokkuð er byggj- andi á. Frá sendiráði íslands í Washington, D.C, 2. desember, 1943. Herra ritstjóri: Eg vil hérmeð skýra yður frá því, að mér hefir í dag borist símskeyti frá utanríkisráðu- neytinu í Reykjavík, sem sent var í gær, hinn 1. desember, og er útdráttur úr ræðu þeirri, er ríkisstjóri Sveinn Björnsson hélt í Reykjavík hinn 1. desember: “Þenan dag fyrir réttum 25 árum, 1. desem- ber 1918, fór fram hjá Stjórarráðshúsinu óbreytt athöfn, sem þó mun flestum viðstöddum ó- gleymanlegur atburður. Fáni hins frjálsa og fullvalda ríkis var dreginn að hún í fyrsta skifti. Þessi athöfn var eitt hinna ytri tákna þess, að frá þeirri stundu væri ísland sezt á bekk með öðrum frjálsum, fullvalda ríkjum.. Hann mark- aði lokaþáttinn í langri frelsisbaráttu við Dani, og fáninn, sem þarna var dreginn að hún var sigurfáni íslendinga í þeirri baráttu. . . . Það samband, sem ráðgert var’ að stæði um skeið milli landanna, breytti ekki þessari mikilvægu staðreynd. . . . ísland, sem áður var talið <af Dönum og öðrum hluti Daaveldis, var nú viður- kent af Dönum sem sjálfstætt ríki, konungsríki, sem samkvæmt alþjóðaalögum var jafnsett Dan- mörku, hinu konungsríkinu, með sama konungi. Samkvæmt efni og orðum Sambandslaganna var ótvírætt, að hér eftir bar að skoða ísland skilið frá Danmörku sem sjálfstætt ríki. Skilnaður íslands og Danmerkur framfer því raunverulega 1. desember 1918, þó sumir hafi ekki þá, og jafn- vel ekki síðar, gert sér það fyllilega ljóst. Þetta er ekki einhliða íslenzkur skilningur og ekki heldur sérstaklega persónulegur skilningur minn. Margir danskir áhrifamenn hafa í mín eyru viðurkent þetta réttan skilning og íslenzku stjórninni hefir fyrir ári síðan borist vitneskja um að þessi skilningur sé enn ráðandi meðal danskra stjórnmálamanna . . . Mér finst það sjálfsagt og eðlilegt að við minnumst í dag ís- lenzkra manna, sem fórnuðu starfi sínu í sjálf- stæðisbaráttunni. . . . En mér finst einnig við- eiga að minast konungs Dana og dönsku þjóðar- innar samtímis. Við minnumst þeirra í dag með enn meri hlýju og virðingu vegna rauna þeirra síðustu árin, ekki sízt síðustu 3 mánuðina. Það er einnig ástæða til að samgleðjast þeim. Þeir hafa sýnt það í verki, að þeir hika ekki við að færa dýrustu fórnir í baráttunni fyrir frelsi sínu. . . . Óvæntir atburðir gripu í taumana. Eftir rúmlega 21 ár hættu konungur og dönsk stjórn- arvöld að geta framkvæmt það sem við fólum þeim að framkvæma um minst 25 ár frá 1918. Við tókum þá alt undantekningarlaust í okkar hendur hinn 10. apríl 1940 og höfum haldið því síðan. Slíkt hefði ekki getað orðið á jafn eðli- legan, traustan og réttan hátt, ef ekki hefði fram farið raunverulegur skilnaður hinn 1. des- ember 1918. Sjálfstætt, fullvalda ríki gat tekið þessa ákvörðun vegna þess, að það hafði undan- tekningarlaust vald yfir öllum sínum málum, enda stóð ekki á viðurkenningu konungs og Danastjórnar á réttmæti þessarar Alþingisráð- stöfunar, eins og á stóð. Að tilhlutun Dana- stjórnar var viðurkenningin opinberlega birt hinn 13.' apríl 1940, samdægurs og Danmörku bárust Alþingisályktanirnar frá lO.’ apríl. Eg leyni því ekki, að eg er einn í hópi þeirra manna, sem ekkf geta hugsað sér að afhenda þessi mál af frjálsum vilja í hendur Ðana eða annara, og þó eg geti ekki fullyrt, er mér nær að halda, að ábyrgir menn meðal Dana og annara þjóða ætl- ist ekki til þess. ‘Rökrétt afleiðing af því, sem eg hefi sagt, er sú, að það gæti verið villandi að tala nú um frelsisbaráttu við Dani eða skiln- að, þó slík orð skifti kannske ekki miklu máli. Eg tel að í rauninni hafi þetta hvorttveggja ver- ið útkljáð 1. desember 1918 . . . En við verðum bráðlega að ganga frá málinu og taka ákvörðun um framtíðár stjórnarskipun ríkisins. 1 sam- bandi við þetta hefir komið upp ágreiningur um aðferð og skipulag. . . . Það verður að leysa þennan vanda á einhvern hátt. Allir munu vera sammála um, að æðsta úrskurðarvald máls- ins sé hjá þjóðinni sjálfri. Hlutverk Alþingis er að búa málið á sem beztan, heppilegastan og virðulegastan hátt í hendur þjóðarinnar, til úr- skurðar. Það er kostur lýðræðisskipulagsins og gefur því öryggi fyrir því, að þjóðin sjálf hafi æðsta úrskurðarvaldi í slíkum málum. Við hljótum öll að óska þess, að þjóðin gangi hér sameinuð að verki. Hver einstakur íslendingur verður að láta sig málið skifta, ekki með því einu að skila atkvæði sínu á kjörstað tiltekinn dag, heldur með hug og hjarta, svo að hann eða hún sé einnig reiðubúinn til að taka á sig óþægindi eða byrðar, ef með þarf. Sumum kann máske að þykja það óþarfa harðneskja, en í sögú mannkynsins má lesa það, að engin þjóð hefir getað trygt eða varðveitt frelsi sitt og sjálf- stæði, án þess.að einstaklingamir hafi viljað leggja eitthvað og oft mikið í sölurnar, hvort heldur þægindi líðandi stundar, fjárhagsleg verðmæti, fastheldni við fyrri afstöðu eða venjur — eða lífið sjálft. Dæmin eru nærtæk. Frænd- þjóðirnar Danmörk og Noregur, auk fjölda ann- ara þjóða, færa daglega dýrar fórnir á altari frelsisins einmitt nú. Erum við þess albúnir að færa fórnir á þessu sama altari, þó ekki þurfi máske að fórna öðru en lífsþægindum eða fall- völtum veraldarauði. Hver svari fyrir sig. Eg lýk máli mínu með þeirri ósk, að íslenzka þjóð- in megi sýna vizku, fórnfýsi, djörfung og dreng- skap, er hún tekur þær ákvarðanir, sem eiga að tryggja sem bezt framtíðar sjálfstæði og frelsi íslands.” Þess er að lokum getið í símskeytinu, að öll ræða ríkisstjóra verði síðar send í pósti, og mun eg þá leitast við að senda yður afrit hennar. Með beztu kveðjum, ROGER WILLIAM RIIS: Gervigúm og fram- leiðsla þess Þegar Japanir íóku Ausíur- Indlandseyjar herskildi, náðu þeir undir sig því nær allri gúmræki og gúmframleiðslu heimsins. Bandaríkin hófust þegar handa um framleiðslu gervigúms í stórum stíl. Þeim undirbúningi er nú loks að verða lokið til fulls. Á næsta ári munu Banda- ríkin framleiða eins mikið af gúmí og þau fluttu inn ár- lega frá nýlendunum áður en ófriðurinn hófst. ' • Fyrsta gúmverksmiðjan hefir nú tekið til starfa í Bandaríkjun- um, og hún er hin stærsta verk- smiðja heimsins í sinni grein. Verksmiðjan tekur yfir 77 ekrur lands og framleiðir 90 þús. smá- lestir af gúmí yfir árið. Það er hér um bil sjötti hluti alls þess gúms, sem árlega var notað í Bandaríkjunum fyrir stríðið og eins mikið og 100 þús. malayar gátu safnað úr 18 miljónum gúm- trjáa. Fleiri slíkar verk smiðjur eru í uppsiglingu víðs vegar um landið. í ágústmánuði mun gúm- framleiðslan svara til 435 þús. smálesta á ári. I næsta janúar- mánuði munu afköstin svara til 750 þús. smálesta yfii árið og það er fjórðungi meira en flutt var inn á friðartímum frá Austur- löndum Asíu. En gúmþörfin í ó- friðnum virðist því nær óseðjan- leg og þrátt fyrir alt, er mjög vafasamt, að einkabílar geti feng- ið hjólbarða á næstunni. Iðnfyrirtæki þetta er svo risa- vaxið, að erfitt er að gera sér fulla grein fyrir því. Bandaríkin tóku sér fyrir hendur að koma á fót innan tveggja ára spánnýrri iðngrein, er gæti framleitt nægi- legt gúm til hinna gífurlegu hernðaarþarfa. Fyrir ófriðinn notuðu Bandaríkin þegar helm- ing allrar gúmframleiðslu heims- ins. Þessi nýja framleiðslugrein svarar til þess, að allur bílaiðn- aður hefði verið settur á fót á tveimur árum í staðinn fyrir fjörutíu ár. Þótt fyrirtækið væri ekki glæsilegt, var ekki um annað að gera en ganga að verkinu. Hvert “flugvirki” þarf yfir hálfa smá- lest af gúmí, hver skriðdreki um eina smálest og hvert orrustu- skip um 75 smálestir. Annað hvort urðum við að fá gúm eða gefast upp í stríðinu. Nú vitum við að þessi þraut er leyst. Það hefir tekist, af því að gúmframleiðendur og stjórnar- völdin voru farin að gefa málinu gaum löngu áður en Japanar réð- ust á Pearl Harbor. í öðru lagi lögðu amerískir hugvitsmenn sig alla fram til að sigra örðugleik- ana, og í þriðja lagi var sam- vinna milli stjórnarvaldanna og iðnaðarfyrirtækjanna í bezta lagi, þótt stundum virtist slettast upp á vináttuna á yfirborðinu. Er gervigúm þetta eins ending- argott og venjulegt gúm? Já, það er vissulega eins gott, og að ýmsu leyti betra. Gúm- tréð framleiðir aðeins eina teg- und af gúmí. Við getum búið til margar tegundir. Tilbúið gúm hefir aukist svo ört að gæðum, að ómögulegt er að rekja þá sögu, enda eru dag- legá, að kalla má, bætt um fram- leiðsluna. Nú er svo komið, að það endist betur en venjulegt trjágúmí í hjólbarða á bíla víð 100 km. hraða á klst. Það ér líka betra á flugvélahjój. Úr gúmí eru nú bún til um 30 þús. mismunandi tæki. Við framleið- um nú gervigúm með þeim eig- inleikum, sem bezt verður á kos- ið í hvert skifti, en erum ekki einskorðaðir við þá eiginleika, sem trégúm hefir til að bera. Thor Thors. Hinar ýmsu tegundir gervi- gúms eru geysilega mismunandi. Sumar þola miklu betur áhrif loftsins en trjágúmið. Aðrar þola miklu betur olíu og bensín. Stút- ar á bensíndælum hafa þegar um langa hríð verið gerðir úr gervi- gúmí. Einn af verkfræðingum Gúm- félags Bandaríkjanna lét svo um mælt, að menn hefðu lært meira í þessari iðngrein síðustu 30 mánuðina en á 30 ára rannsókn- um fram til þess tíma á venju- legu trjágúmí. Þegar almeningur kaupir hjól- barða úr þessu nýja efni, fær hann ekki annað séð en þar sé um venjulegt gúm að ræða. Efna- fræðingarnir segja, að nokkur munur sé í innri gerð sameinÖ- anna, en ómögulegt er að sjá hann eða finna. Brezki efna- fræðingurinn Priestly kallaði gúmið “strokleður,” er hann varð þess vísari, að hægt var að nota það til að “strjúka” burtu blý- antsskrift með því. I því efni er gervigúmí alt eins nothæft. Ein aðaltegund gervigúms nefnist buna-s. Nafnið er stytt- ing á nöfnum þrggja höfuðefna, sem það er framleitt úr: buia- diene, nairium og siyrene. Styr- ene er unnið úr bensíni, en buta- diene er framleitt úr vínanda. Vínadinn er unninn úr korni. í einn hjólbarða fer sem svarar 60 lítrum af korni. Verksmiðjan notar 27700000 bushel af korni um árið, en það er aðeins einn hundraðasti hluti af kornupp- skeru Bandríkjanna. En efna- fræðingarnir geta líka notað vín- anda úr sykri, jarðeplum, tré, koltjöru og Steinolíu. Öll þessi efni til samans eða eitthvert þeirra geta orðið að uppistöðu í hjólbörðum, skóhælum, golfbolt- um og hitapokum. Efnafræðing- ar þykjast sjá fram á slíka of- gnótt af gervigúmí í framtíðinni, að þeir eru þegar farnir að hugsa fyrir nýjum notkunarmöguleik- um auk hinna mörgu, sem fyrir eru. Verksmðjan var reist og full- gerð á ellefu mánuðum. Verk* fræðingarnir áttu ekki aðeins að leysa þá þraut, að hefja verk- smiðjuframleiðslu, þar sem af- köstin yrðu 5000000 sinnum meiri en við tilraunir þeirra á rann- sóknarstofunni, heldur urðu þeir einnig að segja fyrir um gerð á og kaupa eða láta smíða ný áhöld og vélar í þúsundatali. Allir verkfræðingarnir, sem að þessu unnu, eru furðulega ungir menn. Meðalvinnutími þeirra voru 70 stundir á viku alt árið. Verkfræðingarnir áttu líka í ýmsu basli með hráefnin, sem átti að vinna úr. Einna hægast var að eiga við vínandann. Hins vegar voru butadienes og styr- enes mjög erfið viðureignar. í vetrarkuldanum frusu þau í píp- unum, og eimpípur, sem lagðar voru til að halda þeim hlýjum, frusu líka. Einangrunarefni var ófáanlegt. Þrátt fyrir alla erfiðleika, bar hin andlega orka mannsins sigur úr býtum. Þess vegna stendur hin risavaxna verksmiðja nú fullgerð. Til marks um stærð hennar má geta þess, að vatns- notkun hennar svarar til vatns- neyzlu heillar borgar á stærð við Los Angeles. Verksmiðjan starf- ar undir beru lofti. Hún er of fyrirferðarmikil til að rúmast innan veggja. Turnar hennar og dælur titra og buldra með kyn- legum einrænum hljóm, sem læt- ur vel í eyrum á þessum stað. Þessi gúmverksmiðja er aðeins fyrsti þáttur í miklu framleiðslu- kerfi. Þar, sem þún stendur nú, voru bændabýli fyrir 18 mánuð- um. — Goodrich, Goodyear, Kop- pers og hvað þau nú heita öll hin nafntoguðu iðnfélög, vinna þar nú saman í bróðurlegri einingu innbyrðis og — við ríkisstjórnina. Með þessum iðnaði er skæð- asta vopnið slegið úr hendi Jap- ana. — Tíminn. Dönum kynt afstaða islendinga Pélur Benediklsson fær ágætar undirtektir í London Síðast í ágúst flutti Pétur Bene- diktsson, sendiherra í London, erindi á kvöldsamkomu “danska ráðsins” þar í borg, þar sem nann gerði ítarlega grein fyrir fram- vindu íslandsmála á styrjaldar- árunum, sjálfstæðismálinu, af- stöðu íslendinga til Dana og ann- ara Norðurlandaþjóða. 1 blaða frjálsra Dana í London, “Frit Danmark,” er ítarleg frá- sögn af erindi sendiherrans, og þess sérstaklega getið í upphafi í blaðinu, að ræðumaður hafi hlot- ið miklar og hjartanlegar undir- tektir fyrir hið glögga og skil- merkilega erindi og fyrir þá hreinskilni, er fram kom í flutn- ingi hans. Meðal gestanna á kvöldsam- komu þessari, er einkum var helguð Islandi, var sendiherra Dana, heiðursforseti danska ráðs- ins, Reventlow greifi, Kröyer Kielberg og formaður danska ráðsins, hr. Christmas Möller, er tók til máls að loknu erindi sendi- herrans. I fyrri hluta ræðu sinnar rakti sendiherrann sögu stjórnmála og viðskifta hér á landi hin síðari ár. Skýrði frá hernáminu, hervernd- ar samningum og skiftum okkar við Breta og Bandaríkjamenn og mintist með annars á það, að ís- lendingar hefðu flutt 12 sinnum meiri ísfisk til Englands árið 1942 en árið 1938. Um sjálfstæðismálið fórust sendiherranum orð á þessa leið: Fyrir stríð tók ísland drjúgan þátt í norrænni samvinnu. Að vísu hefir sambandið við hinar Norðurlandaþjóðirnar að mestu slitnað eftir að styrjöldin skall á, en ísland hefir eigi að síður sýnt | hug sinn til hinna Norðurlanda- þjóðanna, þegar þær hafa verið hjálparþurfi. Á eg þar við Finn- landssöfnunina á fyrstu ófriðar- mánuðunum og ýmis konar sam- úðarvott, sem við höfum getað sýnt Norðmönnum, eftir að ráð- ist hafði verið á land þeirra og það hertekið. Alls hafa safnast h. u. b. 750 þús. kr., eða 6 krónur frá hverjum landsbúa. Yfirmað- ur herafla Norðmanna á íslandi hefir lýst þeirri gestrisni, sem hermenn hans hafa orðið aðnjót- andi þar, og eg veit hvílíka á- nægju aðrir fulltrúar Noregs hafa haft af ferðum sínum til ís- lands, sem þeir hafa farið í þeim tilgangi að treysta menningar- bönd milli landanna. Aldrei hefir skilningurinn milli íslands og hinnar gömlu fóstru þess, Noregs, verið meiri en nú. Þér getið treyst orðum mínum, er eg segi, að Islendingar höfðu mikla samúð með Dönum í ógæfu þeirri, er þeir urðu fyrir 9. apríl 1940. Vér höfum, eins og mál- um er nú komið, ekki getað sýnt samúð vora í verki eins og gagn- vart Norðmönnum, en vér fylgj- umst með hinni þrautseigu bar- áttu þeirra við ofureflið og dáum mjög forystu Kristjáns konungs í þeim málum. Fremur öllum öðrum ættum vér að skilja, hve heitt Danir þrá þann dag, er rétt- ur smáþjóðanna verður aftur viðurkendur, þegar þeir fá aftur tækifæri til að reisa á ný þjóð- skipulag sitt undir þjóðartákn- um sínum. Undir þjóðarláknum smum (deres nationale Symboler). — Eg hygg, að í þessum orðum fel- ist lausnin á dansk-íslenzka vandamálinp. Því að vér skulum alls ekki blekkja sjálfa oss með því að segja, að þar sé ekki um neitt vandamál að ræða. Þjóðatákn þessara landa eru mjög ólík. Danmörk er elzta konungsveldi Evrópu, sem enn stendur, og ef nokkurt stjórn-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.