Lögberg - 09.12.1943, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.12.1943, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. DESEMBER, 1943 5 skipulag hefir staðist eldraun síð- ustu ára, er það konungsveldið í Danmörku. En Island hefir altaf verið lýðveldi, eg á þar ekki við stjórnlagafræði, heldur til- finningar íslenzku þjóðarinnar. Þjóðartákn vort hefir ætíð verið Alþingi, þessi þúsund ára stofn- un, sem tengir þjóðina nú við gullöld hennar — því að land og þjóð getur haft gullöld án sigur- vinninga — hið gamla þjóðveldi; en í endurreisn þess á nútíma grundvelli sjáum vér einmitt hugsjónir vorar rætast. I þessu felst lausnin á þróun þeirrar aldar, sem liðin er, síðan Kristján 8. endurreisti Alþingi. Danmörk viðurkendi í lok heims- styrjaldarinnar sjálfstæði íslands á heiðarlegum samkomulags grundvelli. Þeir menn, sem segja að íslendingar séu að “hrifsa” sjálfstæði sitt frá Dönum, hafa ekkert til síns máls. Skilnaður- inn fór fram 1918, án þess að ís- lendingar hrifsuðu hann til sín, heldur var hann reistur á gagn- kvæmum, vinsamlegum samn- ingi. Sambandslögin gerðu ís- land að fullvalda ríki, en ekki jafn réttháum aðilja í sambandi við Danmörku og í þessum samn- ingi sjálfum voru ákvæði, sem heimiluðu hvorum aðiljanum sem vildi, að segja upp samn- ingnum eftir árslok 1943, ef sam- komulag hefði ekki áður náðst um annað tveggja, endurnýjun samningsins eða niðurfall hans. íslendingar hafa aldrei farið í neina launkofa með það, að þeir hefðu í hyggju að segja upp sam- bandslögunum svo fljótt sem auðið yrði. Heimsviðburðirnir hafa þó hagað því svo til, að samningurinn féll úr gildi, áður en hann var útrunninn. Árið 1940 varð Alþingi íslend- inga að taka á sig alla ábyrgð á málefnum landsins. Ríkis- stjórninni var “að svo stöddu” falið framkvæmdarvald konungs, og Íslendingar tóku að öllu leyti í sínar hendur utanríkismálin og landhelgisgæsluna. Þessi bráða- birgðatilhögun á æðsta fram- kvæmdavaldi landsins, var full- nægjandi og 17. maí 1941 var lög- fest nýtt bráðabirgðaskipulag. Alþingi kaus ríkisstjóra til að hafa með höndum það vald, sem konungi bar skv. stjórnarskránni og lýsti jafnframt yfir því, að ísland mundi í framtíðinni verða lýðveldi, jafnvel þótt enn væri ekki stundin komin til að ganga endanlega frá framkvæmd þess. Því var ennfremur slegið föstu, að Island teldi sig hafa rétt til þess að segja upp sambandslög- unum — án þess að þurfa að taka tillit til þeirra flóknu forms- atriða, sem samningurinn mælir fyrir um — þar sem Danmörk hafði ekki getað uppfylt skyldur sínar skv. samningnum. íslend- ingar geymdu sér þennan rétt, og þó að engin ákvörðun hafi énn verið tekin í þessa átt, virðist það almennur vilji þjóðarinnar, að endanleg sambandsslit fari fram ekki síðar en 17. júní 1944. Samkvæmt dönskum blöðum virðist gæta nokkurrar gremju meðal sumra Dana, vegna afstöðu íslendinga. — En það virðist mér ósanngjarnt. Hér er ekki um að ræða, að nota sér aðstöðu Dan- merkur, til þess að ná nokkru því, sem vér höfum ekki getað öðlast á hinn lögformlegasta hátt, sam- kvæmt ákvæðum sambandslag- anna — ef atvikin hefðu ekki hagað því svo til, að ákvæðin féllu burtu af sjálfu sér. Vér verðurri að standa á föst- um grundvelli, en grundvóllur sambandslaganna er bókstaflega að engu orðinn. Um sameigin- lega mynt er ekki framar að ræða, hæstiréttur Danmerkur hefir ekki dómsvald í íslenzkum málum, vér höfum að fullu tekið landhelgisgæsluna í vorar hend- ur, vér höfum tekið utanríkismál vor í eigin hendur, og höfum nú fengið æðsta framkvæmdavaldiö inn í landið. Án nokkurrar hliðsjónar af hinni lögfræðilegu hlið málsins, — hvernig myndi það horfa við frá pólitísl^u sjónarmiði, ef Dan- mörk léti það verða sitt fyrsta verk, er hún hefir endurheimt frelsi sitt, að snúa sér til íslands og segja: “Skipið hinum erlendu sendifulltrúum í Reykjavík að hafa sig á brott og lokið sendi- sveitum yðar erlendis. Setjið ríkisstjórann á eftirlaun, og sendið íslenzk lög að nýju til Kaupmannahafnar til undir- skriftar.” Stjórnmálahyggindi Dana hlytu að hafa breyst iskyggiíega ef þeir tæki þessa afstöðu. Það er og enginn Islendingur, sem grunar þá um slíkt. Vér treystum því 333$S3$S3$$SS333333SS3SS3SS33S33333333S333333S3SSSS3SSS$3$$SSSSS3S$SS3SSS$$$S3S Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man......................B. G. Kjartanson Akra, N. Dakota ..................B. S. Thorvardson Arborg, Man...........................Elías Elíasson Árnes, Man......................K. N. S. Frlðfinnson Baldur, Man.............................O. Anderson Bantry, N. Bakota ...............Einar J. Breiðfjörð Bcllingliam, Wash...................Ami Símonarson Blainc, Wash............*..........Arni Símonarsou Brown, Man.......................:.......J. S. Giliis Cavalier. N. Dakota ..............B. S. Thorvaldson Oypress Rlver, Man.....................O. Anderson 13dinburg, N. Dakota ................Páll B. Olafson Eifros, Sask.....................Mrs. J. H. Goodman Garðar, N. Dakota ...................Páll B. Olafson Gerald, Sask......................... A....O. Paulson Gcyslr, Man......................K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man................................O. N. Kárdnl Glcnboro, Man.......................................O. Anderson lfallson, N. Dakota .................Páli B. Olafson Hnausa, Man...................................Elías Elíasson Husavick, Man...................K, N, S. Friðfinnson Ivanhoe, Minn...................Miss Palina Bardal Ijangruth, Man....................Jolin Valdimarsou I.eslle, Sask................,.........Jón ólafsson Lundar, Man. ............................Dan. Lindai M lnneota, Mlna. -r • • - Aflfls Palina Bardal Mountain, N. Dakota .................Pá.11 B. Olafson Otto, Man..............................Dan. Dindal Point Roberts, Wash.....................S. J. Mýrdal Reykjavík, Man......................... Ami Paulson Rlverton, Man....................K. N. S. Friðfinnson Seattle, Wash........f..................J. J. Middal Selkirk, Man.......................... S. W. Nordal Tantailon, Sask.......................J. Kr. Johnson Upham, N. Dakota ................Einar J. Breiðfjörð Víðir, Man.......................K. X. S. Friðfinnson Westboume, Man....................Jón Valdimnrsson Winnipcg Bcach, Man ...................O N. Kárdal staðfastlega, að Danir verði ekki Þrántiur í Götu þess, að íslend- ingar geti leyst mál sín í sam- ræmi við alla þá framþróun mál- efna þeirra, sem á undan er gengin. Þess vegna segi eg hreinskiln- ingslega: Eg skil mjög vel, að til séu Danir, sem frá sínu þjóðlega sjónarmiði sé óánægðir með þá þróun og rás viðburðanna sem orðin er í þessu efni. En eg vona að þeir skilji, að þegar um er að ræða framtíðarstjórnskipulag þjóðar, þá verður fyrst og fremst að taka til greina einróma óskir þjóðarinnar sjálfrar. Það hefir áður átt sér stað á Norðurlöndum, að samband milli tveggja ríkja hafi verið leyst upp, án þess að það veikti norræna samvinnu, er frá leið. Uppsögn þessa sambands vakti í fyrstu nokkra gremju, ef til vill sér- staklega vegna þeirra atburða, sern voru undanfari sambands- r slitanna. Vonandi verður það gremjulaust af beggja hálfu, þeg- ar dansk-íslenzka sambandinu verður slitið. Minnumst þess, að í skilnaðinum^ er ekki fólgið, að vér gleymum skyldum vorum við Norðurlönd — Norðurlönd, sem einnig eiga skyldum að gegna við hinn frjálsa umheim. Sjálfsiæði er nauðsyn öllum Norðurlandaþjóðunum. Ei sendiherrann hafði lokið máli sínu, tók formaður danska ráðsins, Christmas Möller, til máls. 9 Hann þakkaði ræðumanni sér- staklega fyrir hreinskilni þá, sem einkendi erindi sendiherrans, og gerði síðan samanburð á fram- förum Suður-Jóta eftir að þeir fengu frelsi 1920 og framfórum Islands eftir 1918, og komst m. a. þannig að orði. Það er í sannleika sagt dásam- legt furðuverk, hverju hin sjálf- stæða íslenzka þjóð fékk áorkað næstu 20 árin eftir 1918, bæði á sviði atvinnumála og félagsmála. Þetta sézt m. a. á því; að við- skiftavelta þjóðarinnar var meiri að tiltölu við fólksfjölda, en nokkurar annarar þjóðar. Danir voru næstir í röðinni. t Hr. Christmas Möller þakkaði sendiherranum fyrir það hve mikinn áhuga hann sýndi fyrir samvinnu Norðurlandaþjóða. "Eg fæ ekki séð," sagði Christmas Möller, að nokkur Norðurlanda- þjóð, hversu fámenn sem hún er, geli öðlasl neina gæfu, nema með því mófi að hún íái fullkomið frelsi iil að ráðstafa öllum sínum málum." —Mbl. 25. sept. Hættulegt eitur Til er eitur, sem, eins og alt annað eitur, getur valdið dauða ef fyrir því verður veikbygður maður, og aldrei hefir annað en ilt í för með sér. Jafn erfitt er að forðast það, eins og auðvelt er að ná í það. Venjulega er eitur vandlega læst niðri, til þess að mennirnir ekki misnoti það. Þetta eitur geta allir náð í, hvort sem það er karl eða kona, ungur eða gamall, tiginn eða ótiginn, góður eða vondur, ríkur eða snauður — og notað eftir geð- þótta. Eitur þetta er slúður eða baktal. Nái eitur þetta að drjúpa í huga okkar, getur það drepið sálarfriðinn. Við hugsuðum okkur líklega flest tvisvar um áður en við gerðum líkamlega árás á ná- granna okkar saklausan eða stæl- um. En eg held að við hugsum lítið, áður en við látun^einhverja slúðursöguna, sem við höfum heyrt um náungann, ganga á- fram, með nokkrum hjartnæm- um athugasemdum frá eigin brjósti. — Það getur komið fyrir bezta fólk að þera slúður, og hvað þá fyrir þá, sem erfitt eiga með að yfirvinna öfundina, ekki geta gleymt órétti, sem þeim hefir verið gerður eða eru viljalaust verkfæri hefnigirndar eða ill- girni. Svo eru það þeir hégóma- gjörnu, sem slúðra til þess að vera “skemtilegir,” til þess að draga að sér athygli, án þess að skeyta um þótt það sé gert á kostnað náungans. Nú kann e. t. v. einhver að segja, að slúðuAgeti verið sak- laust. Það getur virst svo, en það er ekki svo. Óþarfa málæði stafar ekki altaf af illgirni. Síður en svo. Oft stafar það af heimsku, eða hugsunarleysi. Við gleymum því, að þegar orðið hefir yfirgefið varir okkar, erum við ekki leng- ur húsbændur þess. Kunnið þið söguna um konuna, sem dæmd var til þess að reita allar fjaðrirnar af hænu á alfara- vegi, vegna þess að hún bar ætíð slúður um náungann? Hún reitti hænuna, en þegar hún hafði lok- ið því, skipaði dómarinn henni að safna saman öllum fjöðrunum aftur. Þegar konugreyið lýsti því yfir, að það væri ógerlegt, sagði dómarinn: “Ja, eg veit það, En jafn ómögulegt er fyrir þig að safna aftur saman orðum þeim, sem þú einu sinni hefir talað.” Talað orð er ekki aftur tekið, og þess vegna borgar sig að hugsa áður en talað er. —Morgunbl. Kenslubækur í íslenzku Undanfarin ár hefir vöntun kenslubóka í íslenzku hamlað tilfinnanlega íslenzkukenslu á heimilum og í Laugardagsskól- um. TJr þessari þörf hefir nú verið bætt. Þjóðræknisfélagið hefir fengið allmikið af þeim bókum sem notaðar eru við lestrarkenslu í barnaskólunum á Islandi. Bækurnar eru flokk- aðar (graded) þannig að börn- in geta skrifast úr einum bekk í annan upp í 6. bekk. Eins og kunnugt er, er út- gáfukostnaður á íslandi afar hár á þessum tímum, við hann bæt- ast flutningsgjold og skattar. Verð það sem lagt hefir verið á bækurnar er eins lágt og mögulegt er og svarar naum- ast samanlögðum kostnaði. Að- al takmarkið er að sem flestir fái notið bókanna. Bækurnar eru þessar: Gagn og gaman (stafrófskver) eftir Isak Jónsson 45c. Gula hænan I., Stgr. Arason tók saman 25c. Gula hænan II., — — — — 25c. Ungi litli I., — — — — 25c. Ungi litli II., — % — — — 25c. Lestrarbók 1. fl. 1. hefti Freyst. Gunnarsson tók saman 30c. Lestrarbók 1. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 1. fl. 3. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 2. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 4. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 4. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 1. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 2. hefti — — — — 30c. Lestrarbók 5. fl. 3. hefti — — — — 30c. Pantanir og andvirði sendist til Miss S. Eydal, 695 Sargent Ave., Winnipeg. Deildir félagsins verða látnar ganga fyrir og eru þær því beðnar að senda pantanir sínar sem fyrst. Fræðslumálan. Þjóðræknisfél. A. J. HOUSMAN: Svartþröálurinn Skuggi þýddi. Reykur stóð beint upp frá Bænum og blámistur út yfir Ranni. — I morgungeislanum- glaður gekk eg, og plægði sem maður á akrinum — alveg með sanni. I kjarrinu svartþröstur situr, og sá, hve eg plógstrenginn lagði.— Horfði um stund á mig hljóður og hlustaði, mildur og góður, unz að hann sönglaði og sagði: “Sittu kyrr, sjálfseignarbóndi og sofðu og legstu á hrygginn. Hvern ósóman nertu að gera? Þú ættir að láta það vera, ef værirðu vitur og hygginn!” “Víst heyri eg tóninn þú tautar titlingur, ertu’ orðinn viltur?” sagði eg, — “bannsettur bokkinn, bara færð stein í skrokkinn ef ert ekki alveg stiltur!” « En sál mín — inn sanni maður tók svartþrastar málstaðinn yngja, þar sem ’ann hlustaði hljóður við hlið mína, þægur og góður, unz hnn fór aftur að syngja: “Sittu kyr, kjálfseignarbóndi svo eigi villist*f þokum. Sólin, hún siglir í vestur og sá reynst vegurinn beztur og liggur þó heim að lokum!” (A Shropshire Lad VII-. Gaman og alvara Hvenær, sem sáttmáli er gerð- ur ríkja á milli, verður manni ó- sjálfrátt að spyrja: Hver hefir nú verið blektur? Því það bregst ekki, að einhver er jafnan blekt- ur í þeim viðskiftum. En hver það -er vitnast sjaldan fyr en mörgum árum síðar.—Bismarck. • Maður nokkur kærði nágranna sinn fyrir illmæli í sinn garð. “Það var ekki ætlun mín að segja það sem eg sagði,” sagði hinn ákærði fyrir réttinum, “en svo stendur á, að það eru farnar úr mér allar framtennurnar, og fyrir það hrökkva við og við fram úr mér hin og þessi óvalin orð, án þess að eg viti nokkuð af.” henni frá sér. En jafnskjótt og þeir verða þess varir að þetta er tómur hugarburður, þá er ástin horfin. • Ógiftum stúlkum er oft brigsl- að um, að þeim sé ekki um það gefið að láta almenning vita, hvað gamlar þær séu. Nú eru allir skyldir að segja til um aldur sinn, þegar manntal er tekið. Ungfrú ein svaraði á þá leið, að hún hafi séð 19 sumur. “Einmitt það,” sagði sá, er manntalið tók, “en mætti eg þá spyrja, hvað lengi hafið þér verið blindar?” BUSINESS í húsnæðiseklu — Óli litli fékk að fará út með Maríu móðursyst- ur sinni. Þau gengu fram hjá dómkirkjunni. Og segir hún honum að þarna eigi guð heima. Eftir nokkra umhugsun segir Óli: “Heldurðu að guð hafi leigt þarna til næstu áramóta?” • Leigjandinn: Gluggarnir eru svo óþéttir, að hárið fýkur alt til á höfðinu á mér af gustinum inn um þá. Húsráðandinn: Ekki skil eg í því að það sé nauðsynlegt. Það væri miklu brotaminna fyrir yð- ur að láta klippa af yður liárið. • Jón: Þú ert altaf að tala um einhvern asna. Þú átt líklega ekki við mig. ^ Guðmundur: Vertu ekki að gera þér áhyggjur út af því. Það eru fleiri asnar til en þú. • Lækni var kent um dauða sjúklings, er hann hafði haft undir höndum. En hann var sýknaður fyrir það, að hann hafði gert eins og hann framast gat; hann hafði gefið sjúklingnum inn öll þau meðöl, sem hann vissi nafn á. • Ástfangnir menn ímynda sér, að öðrum lítist einnig vel á sömu stúlkuna og að þeir reyni að ná BUSINESS EDUCATION DAY OR EVENING CLASSES To res^rve your desk, write us, call at our office, or telephone us. Ask for a copy of our 40-page illustrated Prospectus, with which we will mail you a registration form Educational Admittance Standard To our Day Classes we admit only students of Grade XI, Grade XII, and University standing, a policy to which we strictly adhere. For Evening Classes we have no edu- cational admrttance standard. AIR-COOLED, AIR-CONDITIONED CLASSROOMS The “SUCCESS” is the only air- conditioned, air-cooled private Commercial College in Winnipeg. TELEPHONE 25 843 SUCCESS BUSINESS COLLEGE Portage Ave. at Edmonton St. WINNIPEG KAUPIÐ-LESIÐ-BORGIÐ LÖGBERG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.