Lögberg - 09.12.1943, Blaðsíða 8

Lögberg - 09.12.1943, Blaðsíða 8
8 LÖGLERG. FIMTUDAGINN 9. DESEMBER, 1943 Ur borg og bygð MATREIÐSLUBÓK Kvenfélags Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg. Pantanir sendist til: Mrs. E. W. Perry, •723 Warsaw Ave.; Mrs. E S. Feldsted, 525 Dóminion Street. Verð $1.00. Burðargjald, 5c. ♦ Sögubækur, LjóSmæli, Tíma- rii, Almanök og Pésar, sem gef- ið er út hér vesían hafs, ósk- ast keypt. Sömuleiðis "Tíund" eftir Gunnst. Eyjólfsson, 'Út á víðavangi" efiir St. G. Stefáns- son, Herlæknisögurnar allar, sex bindin. Björnssons Book Store, 702 Sargent Ave, Winn'peg. ♦ ♦ ♦ Mr. Jón Freysteinsson frá Churchbridge, Sask., dvaldi í borginni nokkra daga í vikunni, sem leið, en hélt heimleiðis á sunnudagskvöldið. ♦ ♦ ♦ Mr. Sigurður Guðnason frá Kandahar, Sask., sem dvalið hafði um hríð hér í borginni, er nýlega farinn heim. ♦ ♦ ♦ Mr. ólafur Hallsson, kaupmað- ur á Eriksdale, var staddur í borginni í fyrri viku ásamt frú sinni. ♦ ♦ ♦ Þjóðræknisdeildin Frón heldur ársfund sinn í Goodtemplarahús- inu á fimtudagskvöldið þann 16. þ. m. Fer þar fram kosning em- bættismanna fyrir næsta starfs- ár. Auk þess verður um hönd höfð skemtiskrá. Skorað er á fé- lagsmenn að fjölmenna. ♦ ♦ ♦ Dánarfregn Mrs. Ingunn Johnson, Ste. 40B McMillan Court, lézt að heimili sínu 30. nóvember, og var jarð- sett frá útfararstofu Thomson’s 3. desember. Mrs. Johnson var ekkja Páls heitins Johnson raf- virkja hér í borginni; hún var fædd á Gimli, og var rúmlega 64 ára er hún lézt. Messuboð Fyrsta lúterska kirkja, Winnipeg Séra Valdimar J. Eylands, prestur .776 Victor St.—Phone 29 017 Guðþjónustur á hverjum sunnudegi. Á ensku kl. 11 f. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15. Á íslenzku kl. 7 e. h. Allir æfinlega velkomnir. ♦ ♦ ♦ Prestakall Norður nýja íslands. Sunnudaginn 12. desember — Geysir, messa kl. 2 e. h. Árborg, ísl. messa kl. 8 e. h. Fermingarbörn í Árborg mæta á heimili Mrs. I. Fjeldsted laug- ardaginn 11. desember, kl, 2.30 eftir hádegi. B. A. Bjarnason. ♦ ♦ ♦ Sunnudaginn 12. des. messar séra H. Sigmar í Garðar kl. 2 e.h. Allir velkomnir. Ekki messa á Mountain þann dag. ♦ ♦ ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk: Sunnudaginn 12. desember— . Sunnudagaskóli kl. 11 árd. íslenzk messa kl. 7 síðd. Allir boðnir velkomnir. Áætluð messa á Betel sama dag kl. 9.30 árd. Hjónavígslur framkvæmdar af séra Valdimar J. Eylands 9. nóv. — Leifur Pálsson og Thelma Ingibjörg Jónasson, bæði til heimilis í Riverton, Man. 2. des. —. Thorleifur Thordar- son frá Gimli og Lilja Lovísa Ragnheiður Johnson frá Víðir, Man. 4. des. — Thordur Richard Sig- urdson, 594 Alverstone St. og Inga Thorey Beatrice Isfeld, Ste. 10 Corinne Apts. ♦ ♦ ♦ Icelandic Canadian Club efnir til dansleiks á Marlborough hótelinu þann 10. þessa mánað- ar, til minningar urrí fullveld- isdag íslands 1. desember. Að- gangur 75 cents. Dr. Eggert Eteinþórsson flytur erindi á sam- komu þessari í tilefni af full- veldisdeginum. Tilkynning til hluthafa Gegn framvísun stofna frá hlutatbréfum í H.f. Eim- skipafélag Islands fá hluthafar afhentar nýjar arðmiða- arkir. Hluthafar í Canada og U.S.A. eru beðnir að afhenda stofna sína umboðsmanni vorum í Winnipeg, hr. Árna G. Eggertssyni, K.C., 209 Bank of Nova Scotia Building, Winnipeg, Manitoba, sem mun annast útvegun nýrra arðmiðaarka frá aðalskrifstofu félagsins í Reykjavík. H.F. EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS. Myndarleg Jólagjöf Ennþá eru til óseld hér vestra nokkur eintök af 25 ára minningarriti h.f. Eimskipafélags íslands, í mjög vand- aðri útgáfu og prýðilegu bandi, niðursett ofan í einn dollar. Pantanir sendist til: A. P. Jóhannsson, 910 Palmerston Ave„ Winnipeg, Man. Lögberg verður kærkomin jólagjöf Nú fer óðum að líða að jólum, og hugsa þá margir til þess að velja vinum sínum jólagjafir. Frá þjóð- ræk iis sjónarmiði getur enginn val- ið kærkomnari ejöf en LOGBERG. Jólablaðið er nú þegar í undirbún- ingi. Sendið $3.00 fvrir næsta ár- gang til: COLUMBIA PRESS, LIMITED TORONTO and SARGENT, WINNIPEG Hið eldra Kvenfélag Fyrsta lúterska safnaðar, heldur fund í samkomusal kirkjunnar á fimtu- dagirín þarín 9. þ. m., kl. 2.30 e. h. ♦ ♦ ♦ KÆRKOMNASTA JÓLAGJÖFIN Margir hafa beðið með ó- þreyju eftir útkomu 2. bindis af Sögu íslendinga í Vestur- heimi eftir Þorsiein Þ. Þor- steisson; nú er þessi mikla og vandaða bók, 347 blað- síður að stærð í vönduðu bandi, nýkomin á bókamark- aðinní og fæst keypt hjá J. J. Swanson, 308 Avenue Building, eða Columbia Press Ltd., 695 Sargent Ave., Win- nipeg. Bókin kostar $4.00 í bandi, auk 15 cenia burðar- gjalds. Þeíta er bók, sem verð- skuldar það að komast inn á hvert einasta og eitt íslenzkt heimili í þessari álfu. ♦ ♦ ♦ Gjafir til Betel í nóvember 1943: Mr. Guðm. Elíasson, Gimli, í minnirígu um konuna sína, $5.00; Mr. Ágúst Vopni, Swan River, Man., $5.00; Mrs. K. Finnsson, Víðir, Man., Men’s Clothing; Vinkona, Selkirk, Man., $5.00; Mr. S. O. Bjerring, 2 Rubber Stamps; Mr. & Mrs. H. Jonasson, Baldur, Man. (omitted from list sent by Baldursbrá Ladies’ Aid) $1.00; Miss Guðrún Johnson, 760 Some Street, Winnipeg, a $50.00 Victory Bond as a Christmas present; Melankton Ladies Aid Upham, N. D. in memory of Sveinn Sveinbjörnsson, $5.00. Nefndin þakkar fyrir þessar gjafir. J. J. Swanson, féh. 308 Avenue Bldg. , Winnipeg. ♦ ♦ ♦ Saga íslendinga í Vesturheimi II. bindi, Þ.Þ.Þ. — $4.00 Mikið úrval af íslenzkum jólakortum. BJÖRNSSON'S BOOK STORE 702 Sargení Ave. Winnipeg, Man. Hátíðleg guðsþjónustuathöfn Við morgun guðsþjónustuna, sem fram fór í Fyrstu lútersku kirkju síðaþtl. sunnudag, sem var afar fjölmenn og hátíðeg, var afhjúpuð skrá með nöfnum þeirra hermanna, sem til safnað- arins teljast, eða eru tengdir hon- um á einhvern hátt; á skránni stóðu 297 nöfn sveina og meyja, er innritast höfðu í herinn úr söfnuðinum, eða stóðu í tengsl- um við hann; afhjúpunina fram- kvæmdi fylkisstjórin, Hon. R. F. McWilliams, er fór fögrum orð- um um íslenzku þjóðina, afkom- endur hennar hér, og þá einlægu frelsisást, er jafnan hefði auðkent þjóðstofn vorn. Forseti safnaðarins, Mr. G. F. Jónasson, las Upp nöfn þeirra safnaðarmeðlima, er fallið höfðu, týnst, eða verið teknir til fanga. Prédikun sóknarprests, séra Valdimars J. Eylands, er hann nefndi ‘“Patience —^Hope”, var djúphugsuð, fagurlega samin og skörulega flutt, og brendi sig inn í vitund hinna mörgu kirkju- gesta. Um söng allan tókst hið prýðilegasta til; við hljóðfærið voru Miss Snjólaug Sgurðson í fjarveru frú Bjargar Isfeld, sem fjarverandi var vegna lasleika. G. L. Jóhannson ræðismaður, sem í athöfn þessari átti að taka þátt, var einnig fjarverandi fyrir las- leika sakir. Hljómsveit, allfjölmenn, frá 10. hernaðarumdæmi, lék nokk- ur lög við þessa eftirminnilegu guðsþjónustuathöfn, og jók það eigi alllítið á hátíðabrigðin. J. G. Thorgeirsson, fyrrum mat- vörukaupmaður hér í borginni, lézt að heimili þeirra Dr. og Mrs. B. H. Olson, á miðvikudagskvöld- ið, rúmlega áttræður að aljri; hann var fæddur á Akureyri. Út- förin fer fram frá Fyrstu lút- ersku kirkju á laugardaginn kemur, kl. 4 e. h. Grein um íslenzka tónlist í amerísku blaði 1 septemberblaði “The Ethude” sem er eitt markverðasta hljóm- jistar-mánaðarrit í Bandaríkjun- um, og lesið er af öllum þeim, sem leggja stund á klassiska tón- list, birtist 300 orða grein, er nefnist “íslenzk tónlist.” Höf. greinarinnar er Harold Butcher, sem fylgst hefir með íslenzkri tónlist í fjölda mörg ár. Höfundurinn og kona hans, Elisabeth, heimsóttu ísland árið 1935. Með greininni fylgja myndir af Reykjavík. Dómkirkjunni og ennfremur af Maríu Markan, söngkonu. Butcher segir frá viðtali við Pál Isólfsson, þar sem sagt er frá þjóðlögum, sem íslendingar hafa sungið alt frá 9. öld. í greininni segir, “í Ameríku er auðvitað vitnað til íslenzku söngkonunnar Maríu Markan, sem núna dvelur í New York, þegar rætt er um sönglist á ís- landi. — Söngkonan starfar við Metropolitan Operuna og hefir með hinni ágætu og kraítmiklu rödd sinni orðið okkur gleðileg kynning.” Butcher segir, að aðalliður í hljómlist þeirra, sem útvarpað er daglega frá Reykjavík, séu lög af plötum. Greinin lofar mjög útvarpshljómlistina og segir: “Það er heppilegt, að Islending- ar skuli hafa mann, sem er hvort- tveggja í senn, hljómlistarmaður og tónskáld, fyrir forstöðumann tónlistardeildar sinnar.” í greininni er minst á Hótel Borg: “þar sem íslendingar og Bandaríkjamenn skemta sér með því að hlusta á danslög. Þeir eiga margt sameiginlegt með því unga fólki hér í Bandaríkjunum, sem klifrar upp háar tröppur, til þess að komast upp á svalir í New York Carnegie salnum, til þess að hlusta á hljómleika, þar sem leikin eru verk eftir Bach, Beet- hoven og Brahms, en eru samt reiðubúin að taka þátt í dansleik, þar sem leikin eru nýjustu dans- lögin. í niðurlagi greinarinnar er sagt frá íslenzkum karlakórum, sym- fóníuhljómsveitinni í Reykjavík og ást íslendinga á tónlist. —Mbl. 22. sept. JÓLAGJÖF sem enginn má án vera Margir hafa beðið með óþreyju eftir útkomu 2. bindis af sögu íslendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þor- steinsson; nú er þessi mikla og vandaða bók, 347 blaðsíður sð stærð, nýkomin á markað, barmafull af fróðleik spjald- anna á milli. Bókin er hlutfallslega afar ódýr; kostar aðeins $4.00 í vönduðu bandi, að viðbættu 15 centa burðargjaldi. Pantanir sendist J. J. Swanson, 308 Avenue Bldg., eða Columbia Press. Ltd., Winnipeg. í The Swan Manufacturing Co. Manuíacturers of SWAN WEATHER-STRIP Winnipeg. Halldór Methusalems Swan Propietor and General Manager 281 James Street Phone 22 641 Hitt og þetta Jón verzlunareigandi gekk ó- rólegur um gólf í skrifstofu sinni. Hann var í mjög vondu skapi, því hann hafði afhent nokkuð af vörum til manns nokkurs, en kaupandinn hafði ekkert greitt ennþá. % Alt í einu segir Jón við skrif- stofumanninn: “Viltu skrifa fyrir mig skuld- heimtubréf til mannsins — þú veizt — sem fékk vörurnar, en hefir ekkert borgað fyrir þær ennþá. Nú skal eg lesá fyrir og þú skrifar: “Hr. Pétur Pálsson! Hver bað um tvo klæðastranga í marz? Þér- Hver tók á móti þeim í apríl? Þér- Hver borgaði þá ekki í maí? Þér! Hver lofaði að borga þá í júní? Þér! Hver borgaði þá ekki í júní? Þér! Hvor okkar er óþokki? Virðingarfylzt, Jón Jónsson. Vinkonan (við ungu frúna): Jæja Gerða mín, hvernig líður þér í hjónabandinu? Gerða: Illa — eins og stendur. Maðurinn minn er í voðalega vondu skapi. Hann fann hrúgu af ástarbréfum niðri í snyrtiborð- inu mínu í morgun, sem eg hafði alveg gleymt að brenna. Vinkonan: Hvernig í ósköpun- um stendur á því, að þú ert svona óvarkár — Gerða mín? Voru bréfin mörg? Gerða: Nei — þau voru aðeins átta. Vinkonan: Nú — ekki nema átta, það er ekki svo mikið. Gerða: Jú, því þau voru frá átta mönnum. Ágúst: Þér hafið bjargað lífi mínu, hvernig get eg launað yður fyrir það? Magnús: Með því að giftast tengdamóður minni og flytjast rneð hana ^l Ástralíu. • “Það er alveg voðalegt hvern- ig hann Jósafat, skólabróðir minn ætlar að fara út úr lífinu,” sagði Jóakim við vin sinn, sem hann hitti á götu, “fyrst eyðir hann þrem fjórðu hlutum úr æfi sinni í að læra ýms tungumál og svo giftist hann konu, sem bannar honum að tala.” Ungur maður, sem var mjög til- gerðarlegur og gefinn fyrir að láta taka af sér myndir í öllum mögulegum “stellingum” og hvar sem hann var staddur, var ný- kominn heim úr löngu ferðalagi til útlanda. Mðeal þeirra mynda, sem tekn- ar höfðu verið af honum í ferða- laginu var ein, þar sem hann var vel upp stiltur og hélt í beizlis- taum á asna, sem með honum var á myndinni. N Einhverju sinni, þegar einn vinur hans kom í heimsókn til hans, sýndi hann honum þessa mynd af sér og asnanum og spurði: “Finst þér þetta ekki ágæt mynd af mér?” “Jú, vissulega,” svaraði vinur hans, “en segðu mér annars, hver er þessi, sem heldur í tauminn?” Dag nokkurn tók roskinn mað- ur eftir því, að smástrákur lagði stórt og fallegt epli á útidyra- tröppurnar á húsi hans. Þegar drengurinn hafði lagt eplið þarna varlega frá sér, gekk hann spöl- korn burt, en gætti þess þó að missa ekki sjónar af eplinu. Maðurinn gekk þá út til drengs- ins og sagði við hann: “Heyrðu, væni minn, það er ekki rétt af þér að láta eplið Jparna, því með því geturðu freist- rað annara drengja, sem eiga leið hér um og þeir þá orðið til þess að stela því.” “Já — en það er einmitt það, sæm eg vil,”'svaraði drengurinn. “Nú — það er skrítið — hvers vegna?” “Jú, sjáið þér til — eg hefi nefnilega holað eplið að innan og fylt það af sinnepi.” Ferðadagbók ungrar stúlku. 24. júlí: Er um borð í gufu- skipinu Montagne. Vont veður og leiðinlegt fólk er mér samskipa. 25. júlí: Skipstjórinn er altaf að reyna að flörta við mig. 26. júlí: Skipstjórinn er altaf að verða ástúðlegri við mig, en eg vísa honum altaf á bug. 27. júlí: 1 dag sagði skipstjór- inn við mig, að hann elskaði mig og ef hann fengi ekki að kyssa mig, myndi hann láta sprengja skipið í loft upp og þá færust 300 manns með því. 28. júlí: í dag er eg svo .ham- ingjusöm, því nú hefi eg bjargað lífum 300 manna. • Dag nokkurn kom Karl litli mjög niðurdreginn í skólann og sagði: “Kennari — systir mín er búin að fá mislinga.” “Hvað segirðu? Er systir þín með mislingana?” hrópaði kenn- arinn, strangur á svip. ‘Hvernig dettur þér í hug að koma í skól- ann, þegar systir þín er með mislinga? Farðu strax heim, svo þú smitir ekki hina skólakrakk- ana og komdu ekki aftur, fyr en systir þín er orðin frísk. Karl fór leikar sinnar um leið og hann tautaði: “Mér fanst eg ekki hafa neina ástæðu til að segja honum, að systir mín býr á Akureyri. MINNIST BETEL í ERFÐASKRÁM YÐAR HOIISEHOLDERS ATTENTION Certain brands of coal have been in short supply for some time and it may not be always possible to give you the kind you prefer, but we expect to be able to continue to suppiy you with fuel that will keep your home a place of comfort. Due to the difficult situation in both fuel and labor, we ask you to anticipate your require- ments as much in advance as possible. This will enable us to serve you better. TVfCpURDY CUPPLY pO. Ltd. -LYJL \_J BUILDERS’ O SUPPLIES and COAL PHONE 23 811 — 23 812 1034 ARLINGTON ST.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.