Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 1

Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 1
 PHONES 86 311 Seven Lines V**.rtners _ i.A V*$S& a *« Better C,ot- *" Dry Cleaning and Laundry PHONES 86 311 Seven Lines. 1» Coí ^ov^' Service and Satisfaciion 56 ÁRGANGUR LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. DESEMBER. 1943 NÚMER 50 >. HELZ rUQFRETTIR ÍSLENDINGAMÓT í LONDON. Islendingafélagið í London efndi ekki alls fyrir löngu til veglegs samsætis, og bauð til þess ýmissum Canada-borgurum, sem nú eru í herþjónustu og til náðist í höfuðborg brezka stórveldisins; var samkvæmið haldið í salar- kynnum Canadian Legion Cart- wrigth Garden • Club. Björn Björnsson, forseti Islendingafél- agsins setti samkomuna og bauð gesti velkomna; aðalræðumaður var Hon. Pétur Benediktsson, sendiherra íslenzku ríkisstjórn- arinnar í London og flutti þar þá drengilegu og skarplegu ræðu, sem birt er á öðrum stað hér í blaðinu. Brigadier C. S. Booth, sambandsþingmaður fyrir Norð- ur-Winnipeg kjördæmið, sem boðið hafði verið að vera við- staddur þenna eftirminnilega mannfagnað, kvaðst hafa það á meðvitundinni, að hann væri í raun og veru heima hjá sér inn- an um þenna glæsilega Islend- ingahóp, þar sem margir þeirra væru samborgarar hans að vestan og tala íslenzkra vina hans í Winnipeg næmi legíó; hann kvaðst einnig minnast þess með þakklæti, hversu vel canadiska setuliðið á íslandi hefði borið ís- lenzku þjóðinni söguna, og róm- að gestrisni hennar. Mr. J. H. Bjarnason, aðstoðar-forstjóri Canadian Legion austan við haf, og Dr. Karl Strand, tóku einnig til máls og mæltu báðir á íslenzka tungu. . -. - « Þessu ánægjulega samsæti lauk með því, að sýnd var kvikmynd af Islandi í litum, auk þess sem sungnir voru á plötur nokkrir ís- lenzkir söngvar til er.durvörpun- ar á íslandi. SKEYTASENDINGAR í TILEFNI AF FULLVELDISAFMÆLINU. I tilefni af 25 ára afmæli full- veldis íslands, þann 1. des. s. 1. sendi forseti Þjóðræknisfélags- ins ríkisstjóra íslands svohljóð- andi kveðjuskeyti símleiðis: "Sendum heimaþjóðinni hug- heilar afmæliskveðjur. Þjóðrækn isfélagið." Barst honum svohljóðandi svar skeyti frá ríkisstjóra, dags. 4. des. "Alúðarþakkir. Kveðjur til Þjóðræknisfélagsnis. Sveinn Björnsson." RÚSSAR STOFNA TIL FULLTRÚASAMBANDS VIÐ ÍSLAND. Útvarpið í Moskva gerði þá yfirlýsingu um miðja fyrri viku, að rússneska stjórnin hefði skip- að A. N. Krasilnikov til sendi- fulltrúa á íslandi. VEISLUSPJÖLL. Á föstudaginn, var Morris W. Wilson við McGill háskólann sæmdur heiðursnafnbót. Fara slíkar athafnir jafnan fram með miklum hátíðleik. í þetta skifti var viðstaddur landstjórinn á- samt öðrum höfðingjum. Alt í einu bregður sér fram á sviðið svartklædd, miðaldra kona, gríp- ur hátalarann og hrópar, "Mér hefur verið gefin spádómsgáfa, þetta er heimsendi!" Allir urðu sem þrumu lostnir. Konan var leidd út og fór hún mótspyrnu- laust. MSB3 RÖMMEL í DANMÖRKU. Þjóðverjar tilkyntu á fimtu- daginn að Rommel væri kominn til Kaupmannahafnar. Nazistar eru nú í óða önn að bæta og styrkja vígi sín á ströndinni norður þar. Ekki skýrðu þeir frá, hvað Rommel aðal hershöfðingi þeirra á Balkanskaganum væri að gera þar, en sennilega óttast Þjóðverjar árás á þessar stöðvar. ÓÁNÆGÐUR MEÐ RÁÐSTAFANIR SAMBANDSSTJÓRNAR. Landbúnaðarráðherra fyikis- stjórnarinnar í Manitoba, Mr. Campbell, sem nýlega er kominn heim af fundi í Ottawa, er um búnaðarmál fjallaði, einkum svínaframleiðsluna, hefir látið í ljós óánægju sína yfir því, hve gerðir sambandsstjórnar á þessu sviði framleiðslunnar séu þoku- kenndar; bændur, engu síður en valdhöfunum, sé kunnugt að fullu um samning þann, er sam- bandsstjórnin gerði við brezku stjórnina um kaup á reyktu svíns fleski héðan úr landi; en um hitt séu þeir engu að síður í vafa hvernig skilja beri ráðstafanir sambandsstjórnar viðvíkjandi því hvort auka skuli svínaframleiðsl- una eða draga úr henni. Mr. Campbell kveðst hafa átt tal við fulltrúa matvælaráðuneytis breta er á áminstan fund kom, og hefði lagt sérstaka áherzlu á það, að þörfin fyrir reykt svínakjöt á Bretlandi, væri jafnvel enn brýnni nú en í fyrra. FRÁ RÚSSLANDI Skýrt var frá því í síðustu viku, að gagnsókn Þjóðverja á vígstöðvunum umhverfis Kiev hefði borið nokkurn árangur, og að þeim hefði lánast á nokkrum stöðum að brjóta rússnesgu her- sveitirnar á bak aftur; nú hafa Rússar endurheimt þær land- spildur og þá bæi, er þeir mistu á þessum vígstöðvum, og halda þar nú áfram óslitinni sókn engu síður en í Dnieper-bugðunni. Svo ramt hefir að þessu kveðið, að Berlínar-útvarpið var til þess knúð á þriðjudagsmorguninn, að viðurkenna hrakfarir þýzku her- sveitanna í Úkraníu í þessari síð- ustu atrennu. ÁRSFUNDUR FRÓNS I síðasta blaði var þess getið, að ársfundur þjóðræknisdeildar- innar Frón, yrði haldinn í Good- templarahúsinu á fimtudags- kvöldið þann 16. þ. m. kl. 8. Félagsmenn og þeir aðrir, sem deildinni eru hlyntir, eru beðnir að fjölmenna, og koma í tæka tíð Á fundi þessum fer fram kosn- ing embættismanna fyrir næsta ár, auk þess sem forseti deildar- innar, J. J. Bíldfell, flytur þar erindi um þjóðræknismál, jafn- framt því, sem skemt verður með söng. CANADAMENN í FYLKINGARBRJÓSTI Herskarar sameinuðu þjóðanna hafa unnið allmikið á í ítalíu, undanfarna daga; einkum hafa sigurvinningar þeiira beggja vegna Maro-fljóts, verið áber- andi; hafa Canadamenn staðið þar í fylkingarbrjósti, og reynst ærið harðir í horn að taka; tókst þeim, þrátt fyrir afarbitra and- spyrnu af hálfu Þjóðverja, að komast á þremur stöðum yfir fljótið, og rjúfa skarð mikið í varnarlínu óvinanna; að fengn- um þessum sigri, vottaði Mont- gomery yfirhershöfðingi Cana- damönnum opinberlega þakklæti sitt, og dáði mjög hugprýði þeirra og vígfimi; það fylgir sögu, að orusturnar á þessum svæðum hafi verið þær hrikalegustu, er Canadamenn fram að þessum tíma hafi tekið þátt í • DR. BECK MINNIST 25 ÁRA FULLVELDIS ÍSLANDS Blaðið Grand Fork Herald, 2. des., flytur prýðilega ritgerð eft- ir Dr. Richard Beck í tilefni af hinum 25. fullveldisdegi íslenzka ríkisins; er þar meðal annars gerð glögg grein fyrir meginatriðum sambandssáttmálans frá 1918, á- samt þeim atburðum, er gerðust í sjálfstæðismáli þjóðarinnar, er Alþingi vegna hernáms Dan- merkur, ályktaði að þjóðin tæki alla forustu mála sinna í sínar eigin hendur. Frá því er enn- fremur skýrt í áminstri ritgerð, að Alþingi hefði hvað ofan í annað afgreitt þingsályktun, er í þá átt gekk, að eigi aðeins væri það æskilegt, heldur og beinlínis sjálfsagt, að Island yrði lýst lýð- veldi, er sáttmálinn rynni út á árinu 1944. • ALVARLEGAR ÁKÆRUR Eftirlaunaráðherra sambands- stjórnarinnar, Mr. Mackenzie, bar nýlega fram í ræðu í Van- couver þær ákærur, að í British Columbia hefðu ýmissir forkólf- ar íhaldsflokksins stofnað til fjárhagslegs samsæris með það tgum, að 1. sambandsstjórnar þar í fylkinu, tilgreindi hann bæði menn og fésýslustofnanir máli sínu til stuðnings. Íslendingar taka þátt í íiskimálaráðstefnu í London Fyrir nokkru ráðgerði ríkis- stjórn Bretlands að efna til ráð- stefnu í London til þess að athuga möguleikana á því að herða á eftirliti því, sem nú ríkir með fiskiveiðum í Norður-Atlantshafi og íshafinu, svo og um vernd á fiski, sem ekki er fullþroska, og var íslandi ásamt ýmsum öðrum ríkjum boðin þátttaka í ráðstefn- unni. Ríkisstjórn íslands hefir þakkað boð þetta og ákveðið að senda þriggja manna nefnd til ráðstefnunnar, er haldin verður í október mánuði. Aðrar þjóðir, sem munu taka þátt í ráðstefnunni eru auk Stóra Bretlands, Belgía, Kanada, Dan- mörk, Holland, New Foundland, Noregur, Pólland, Portúgal og Svíþjóð. Ríkisstjórnin hefir í dag skip- að eftirfarandi menn í sendinefnd til þess að mæta á ráðstefnunni sem fulltrúa íslands: Stefán Jóh. Stefánsson, alþm. og fyrv. utanríkisráðherra, og er hann formaður nefndarinnar. Árni Friðriksson mag. scient., forstjóri fyrir fiskideild Atvinnu deildar Háskólans. ^ Loftur Bjarnason, útgerðarmað ur og skipstjóri. Að líkindum kemur formanns- val þessarar nefndar nokkuð á óvart, því að hingað til hefir ekki heyrst, að Stefán Jóh. Stef- ánsson hefði sérstakan kunnleik á fiskveiðimálum. En hvað sem líður, þá verður maður að sétla, að hann fylgi betur fram málstað íslendinga í þessum málum en sjálfstæðismál inu. Væntanlega fæst síðar skýring á því, hvers vegna hann var val- inn formaður nefndrainnar. Kaup á eignum setuliðsins Ráðherra svarar fyrirspurn á Alþingi. Utanríkisráðherra, Vilhjálm- ur Þór, svaraði í gær í Ed. fyrir- spurn þeirri, er Haraldur Guð- mundsson hafði borið fram, varðandi kaupum á eignum setu- liðsins hér. Fyrirspurn H. G. var svohljóðandi: "Hefir ríkisstjórmn gert nokkr ar ráðstafanir til þess að tryggja, að almenningur og innlendar stofnanir eigi þess kost að kaupa án álagningar efnivörur, verk- færi, vélar og annað það af eign- um setuliðsins hér, sem hag- kvæmt er að kaupa og eigi verð- ur flutt burt, þðgar setuliðið hverfur héðan?" Utanríkisráðherra svaraði fyrir spurninni þannig: "Ríkisstjórnin bar fyrir all löngu síðan þá ósk fram við herstjórnina að ef til þess kæmi, að hernaðaryfirvöldin selji eitt eða annað af efnivörum, áhöld- um eða húsum, þá yrði slík sala gerð eingöngu fyrir milligöngu ríkisstjórnarinnar eða umboðs, sem hún tilnefndi. Var þessum tilmælum strax vel tekið og var formlega fallist á þetta og stað- fest með bréfaskiftum um miðj- an ágúst s. 1. Þessi ósk ríkisstjórnarinnar var fyrst og fremst framborin, til þess að tryggja það, ef til sölu kæmi, að það sem selt væri kæmi þeim til góðs, sem þörf g án þess að verslun- arálagning þyrfti að koma til. Ætti með þessu fyrirkomulagi að vera komið í veg fyrir brask. Ríkisstjórnin hefir fyrir nokkr- um dögum skipað þriggja manna nefnd til þess að hafa með hönd- um milligöngu þessara mála, þegar til kemur. I nefndinni eru: Svanbjörn Frímannsson, við- skiftaformaður, formaður nefnd- arinnar. Hörður Bjarnason, arkitekt. Pálmi Einarsson, ráðunautur. Jafnframt hefir þessari sömu nefnd verið falið að vera leið- beinandi um aðgjörðir vegna land spjalla sem orðið hafa vegna bygginga herbúða eða annara hernaðaraðgerða, svo og um önn ur mál þessu skyld. t Er það von ríkisstjórnarinnar, að þessar aðgjörðir leiði til þess, að treysta enn frekar góð við- skipti herstjórnarinnar við ís- lendinga. Mbl. 18. sept. Kirkjufundur gerir tillögur um kristindómskenzlu Kirkjufundurinn hófst í gær með guðræknisstund, er séra Þorgrímur SigUrðsson frá Grnej- aðarstað annaðist, en síðan var rætt um kirkjubyggingarmál, Kirkjublaðið og Kirkjuritið. 1 gærkveldi flutti herra biskupinn erindi um altarissakramentið. Síðan var altarisganga í Dóm- kirkjunni og loks var fundinum slitið með kveðjusamsæti fyrir fundarmenn í húsi K. F. U. M. Aðalmál fundarins var um krístindómsfræðslu barna og unglinga, og voru í því máli gerðar eftirfarandi ályktanir: I. Hinn almejini kirkjufundur 1943 skorar á milliþinganefnd í skólamálum að vinna að því: 1. Að kristindómsfræðsla fari fram í öllum skólum landsins, alt frá fyrsta ári í barnaskólum. 2. Að Kristinfræði verði ein af höfuðnámsgreinum barna og kenslustundir í þeim í efri bekkj- um barnaskólanna ekki færri en fjórar á viku. 3. . Að kennarar í kristnum fræðum eigi kost i á framhalds- námi í þeirri grein á námskeið- um við kennaraskólann eða há- skólann. 4. Að fáeinum mínútum verði verið í "skólunum á hverjum morgni til þess að syngja sálm. 5. Að sett verði skýr ákvæði um lágmarks þekkingu í kristn- um fræðum til fullnaðarprófs-. barna. 6. Að útgáfa kenslubóka í kristnum fræðum verði eftirleiðis í höndum skólaráðs og kirkju- ráðs. 7. Að kristindómsfræðslan í stærri barnaskólum verði falin áhugasömum vsérkennurum í þeirri grein. II. Hinn almenni kirkjufundur 1943 skorar á kirkjuráð að hlut- ast til um það, að biblíusögur sjniðnar við sálarlíf og náms þroska barna verði gefnar út þegar á þessu ári og ennfremur barnasálmar. III. Hinn almenni kirkju- fundur 1943 skorar á útvarpsráð að láta fara með vers úr Passíu- sálmunum, valin við hæfi barna og unglinga, á hverju rúmhelgu kvöldi um níu vikna föstu. IV. Fundurinn heitir á presta landsins að gefa fermingarbörn- um sínum kost á framhalds- fræðslu í kristnum fræðum, einkum biblíulestri. V. Fundurinn skorar á kirkju- stjórnina að setja reglur um, hvaða lágmarkskröfur eru gerð- ar til prestanna viðvíkjandi ferm ingarundirbúningnum. Fundurinn gerði fleiri ályktan- ir í hinum ýmsu málum, sem rædd voru og verður þeirra get- ið síðar. Mbl. 18. sept. Paul Reumert frjáls Þær góðu gréttir hafa nú bor- ist frá Danmörku, að Paul Raum- ert leikari sé ekki í fangelsi hjá Þjóðverjum og að honum og fjöl- skyldu hans líði vel. Borg-fjölskyldan hefir fengið skeyti frá Kaupmannahöfn, und- irritað af Paul Reumert, þar sem sagt er, að "alt sé í beztu vel- gengni." Skömmu eftir að hernaðar- ástand komst á í Danmörku bár- ust fréttir um að Paul Reumert væri meðal þeirra, scm Þjóðverj ar handtóku í Kaupmannahöfn. En eftir skeytinu, sem Borg- fjöl- skyldan fékk, hefir sú frétt ekki verið á rökum reist, eða Reum- ert hefir verið haldið stutt í fangelsi. Hinir fjölmörgu vinir og að- dáendur Önnu Borg og Paul Reumerts hér á landi munu gleðj ast við að heyra að þeim líður vel. Mbl. 8. okt. Hugleiðing Eg mun feginn fagna því friðarljóð er gjalla og ljósin björtu lifna' á ný og ljóma' um veröld alla. Þegar ófriðsdimman dvín og drunur stríðsins þagna og friðarsólin skæra skín skylt er oss að fagna Þá oss einnig þakka ber þeim er friðinn gefur og minnast þess að líkn hann lér og leitt til sigurs hefur. Unz sú kemur auðnustund unaðshag að veita höldum fram með fastri lund fangbrögð ströng að þreyta. Kolbeinn Sæmundsson. SSSSS^íSSSSÍSSÍSÍSSíSSSSSÍSSSSSSSSSÍÍSáSÍÍSj^ Vatnið hnígur Vatnið hnígur af háum fjöllum; hnígur á hvössu grjóti. — Ilt er að binda ást við þann, sem enga leggur móti. Vatnið hnígur af háum fjöllum; hefur svo margt í för. Sumum færir það fagran söng og fagurt bros á vör. Vatnig hnígur af háum fjöllum; heldur svo mörgu að eyra. Eg heyrði í gljúfri harmakvein, hlátur og sitthvað fleira. Vatnið hnígur af háum fjöllum; hnígur í djúpan ál. Sumum verður það svalalind; sumum banaskál. Vatnið hnígur af háum fjöllum; hnígur með dyn af sorgum. — Næsti dagur skautar skarti á skýjaborgum. Sigurjón Friðjónsson. *sfs/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s/s^s/N/s/sAJs^s/s*s/s/s/s/s^ s7sy5s75sVsyy5swy>>5>y>>>sfsW5>sW

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.