Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 6

Lögberg - 16.12.1943, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG. FIMTUDAGINN 16. DESEMBER. 1943 IVA Eítir Gösla af Geijerstam. Húsið skalf og nötraði af hávaða. Einstöku sinnum heyrðist til fiðlunnar yfir háreystina, en það varaði ekki lengi; fótasparkið, köll og skrækir yfirgnæfðu það bráðlega. Það var að byrja að lýsa af degi.. Jói var fölur í andliti, en þó sveittur eftir dansinn. “Fáður þér hressingu,” sagði hann við Iva, og rétti honum staup, og helti það svo fult, að vínið rann út úr því, og ofan um Iva, og niður á gólfið. Iva fanst hann þurfa að kasta upp aftur þegar hann fann brennivínslyktina, en hann svolgraði í sig úr staupinu. Það setti hroll í hann. “Það er betra fyrir þig að fá þér annan drykk,” sagði Paul, og tók flösku upp úr vasa sínum. Nú hafði Iva fengið lystina aftur. Hann var drukk- inn og gleymdi öllu, sem hafði legið svo þungt á huga hans áður um nóttina. Hann þaut á fæt- ur. “Þetta dugar ekki, drengir! Við getum ekki skilið stúlkumar eftir eínar. Komið þið!” Þeir fóru ofan og ruddust inn í danssalinn, sem var fullur af fólki. Það var verið að dansa hoppdans. Fólkið æpti hver sem bezt gat og stappaði í gólfið með þtmgurn stígvélum. Það var blóð á gólfinu, en Iva sá það ekki fyr en hann steig ofan í það og skrikaði og datt. “Hver djöfullinn,” sagði hann. “O, það er ekkert, Rudin var b^tra gefið á kjaftinn,” sagði Paul og greip stúlku og hentist út á gólfið með hana og húrraði eins hátt og hann hafði róm til. Iva náði sér í stúlku og dansaði út á mitt gólfið. Hann dansaði nú hvern dansinn eftir annan, og tók sér staup af og til, hjá einhverjum sem rétti honum, þegar hann fór fram hjá. Alt í einu, í dans-hringiðunni, sá hann framan í Aine. Svo Aine var þar. Næst þegar hún fór fram hjá tók hann hana af manninum sem hún var að dansa við og þaut út á gólfið með hana í faðminum. Hann næstum bar hana í faðmi séu um gólfið. Þegar dansinn var búinn og hún sett ist niður, og annar dnas byrjaði, ætlaði Iva að fara með hana aftur út á gólfið. “Iva! Eg get ekki — eg get ekki dansað meira! Iva! heyrirðu hvað eg segi! Iva—” Iva settist á bekk, sem var þétt setinn, og togaði Aine til sín, setti hana á hné sér og hélt henni í faðmi sér. Hann fann hennar stutta og snögga andardrátt við brjóst sitt, hann horfði hugfanginn á hennar snjóhvíta háls og fögru hárlokka, sem liðuðust ofan á hvítu treyjuna hennar. Einhver kom og bauð henni að dansa, en Iva bara stóð upp og dansaði með hana út á gólfið. Það var orðið albjart, þó væri grátt í lofti, og talsverður skafbylur. Það hvein í vindinum milli húsanna og blístraði gegnum hvefja rifu og sprungu í gluggunum. Inni var heitt og alt dansfólkið löðrandi í svita. Rauðu upphlutirnir stúlknanna voru orðnir óhreinir og hrukkóttir. Hárið hékk í óreiðu ofan um háls og herðar, farið úr fléttunum. Fólkið fór að smá-tínast í burtu. Nokkrir drukknir menn voru í áflogum úti á hlaðinu. Fó4k lá sofandi til og frá — úti á svölunum, undir borðunum og bekkjunum. Thor Hogstua sat uppréttur, steinsofandi í sleðanum sínum og sleðasköf-tin stóðu beint upp í loftið. Hann var í loðkápu, en berhöfðaður. Hárið flax- aði í vindinum og sleðinn var orðinn fullur af snjó. Af og til virtist hann opna augun, sem snöggvarst og hélt að hann væri að tala við hestana fyrir sleðanum. Svo féll hann aftur í fasta svefn. Hver sleðinn af öðrum þaut nú á stað, troð- fullir af fólki. Aine vildi fara að komast heim og var að gá að því fólki, sem hún var með. Iva sá að brúna merin frá Brekku stóð á hlaðinu í aktýjum, fyrir litlum einsætissleða, og aktaumarnir láu ofan í snjónum. Hann greip um mittið á Aine og sveiflaði henni upp í sleðann og setti hana á hné sér. Hann hélt henni fast með annari hendi, en aktaumunum í hinni; hann sló í hrossið með aktaumunum, sem strax þaut á stað á harða spretti. Hann vildi ná þeim sem á undan voru farnir. Sleðinn rann mjúkt og hljóðlaust í snjón- um, svo ekkert heyrðist til þeirra, nema hljóð aktýja-klukknanna, sem gáfu til kynna að ein- hver væri á ferð. Storurinn blés þeim um höfuð og snjóinn dreif yfir þau. Iva fann undir hendi sér mjúk og hlý brjóst- in á Aine, hann fann hvernig þau hreyfðust við andardráttinn. Þau komu þar sem var opið svæði í skóginum, og stormurinn náði sér betur. Aine sneri andlitinu undan storminum til að verjast að snjógusurnar lentu framan í sig. Iva lagði aktaumana frá sér og lofaði hrossinu að fara eins og því líkaði. Hann sneri henni að sér og lyfti henni fast upp að andliti sér, og kysti hana áfergislega. Hún hreyfði sig ekki, en lá kyr í örmum hans með augun aftur; einungis dauðir deplar í fölu kinnunum hennar sýndu nokkur ánægjumerki. Hann varð hálf sár og gerðist nærgöngulli við hana. Hún bað hann og stríddi á móti honum um leið og hún lyfti upp höfðinu og kysti hann. Á eftir þeim kom sleði fullur af hávaða- sömum náungum. Iva slepti henni og tók ak- íaumana. Sleðinn, sem kom á eftir þeim þeyst- ist' fram hjá þeim, og var nærri oltinn um koll. Þeir, sem í sleðanum voru, hrópuðu í kesknis- fullum gáska allslags klúryrði til þeirra. Innan stundar var stóri sleðinn’ horfinn fyrir skógar- nef, sem skagaði fram. Iva talaði til hrossins og hélt áfram. Hann hélt Aine eins og áður, hún sat hreyfingarlaus á hnjám hans, drjúptu höfði, eins og hún væri að gráta. Þegar þau komu þangað sem vegurinn var mjór og hæðóttur voru þau nærri því komin heim til hennar; hún tók aktaumana og stöðvaði hrossið. “Eg þakka þér fyrir að hafa keyrt heim með mig,” sagði hún í flýti, án þess að líta á hann. Hún fór út úr sleðanum og gekk hratt upp eftir veginum heim til sín. Iva sat um stund og horfði á eftir henni. Hrossið gerðist óþolinmótt og rann á sprett; það vildi komast heim til sín. * * * Það var einn dag að Guttormur sat fyrir framan gamla dragkistu inni í hliðarherberg inu; hann var að blaða í einhverjum gömlum skjölum. Rannveig kom inn; hann leit upp þegar hann heyrði hana loka hurðinni, svo hélt hann áfram að lesa. Það var þreytusvipur á andliti hans. ‘“Guttormur!” “Já?” “Eg þrf að tala við þig um nokkuð.” Hún neri höndunum um húninn á stafnum sínum. Hún leit fast á hann. “Það er um Iva.” “Hvað ætlar þú að tala um hann?” “Hann bara gengur hér um án þess að hafa nokkuð að gera. Geturðu ekki gefið honum eitt- hvað til að gera og hugsa um?” Guttormur hikaði við að svara, þar til hann sagði: “Þú meinar líklega að gefa honum Brenna; höfum við ekki séð hvað hann er mikið bóndaefni?” “Eg býst við að hann sé nú farinn að sjá hvað þénar.” , , Guttormur stóð upp. “Minstu ekki á slíkt, Rannveig. Auk þess má Guð vita hvað þar verð- ur eftir!” líann hló kuldahlátur. “Hvað meinarðu?” Guttormur sagði ekkert. Hann settist niður og dunkaði með fingrunum ofan í borðið. “Eg er svo hrædd um að hann fari aftur,” sagði Rannveig. “Að minsta kosti gætirðu reynt að tala við hann?” “Ertu að biðja mig að hjálpa syni þínum, Rannveig?” Þegar gamla konan leit á hann og augu þeirra mættust, roðnaði hún í andliti og leit niður fyrir sig. Á sama augnabliki sá Guttormur hana, eins og hann hafði þekt hana á ungum aldri, svarta hárið, sem liðaðist kringum litla, bjarta andlitið og stóru gráu áugun undir hvelfdum dökkum brúnum. Hún hafði ætíð verið viðkvæm og fljót til að roðna og líta undan. . . . Guttormur stóð upp. Hann varð hálf ruglað- ur yfir þessu öllu, og fór að ganga um gólf. “í hamingjunnar nafni, beiddu mig ekki þess! Ekki núna.” Hann nam staðar frammi fyrir • henni. “Er þér það ekki nóg að hafa haft hann hér?” “Það hjálpar honum ekki.” “Nei, eg býst ekki við því.” Guttormur fór aftur að ganga um gólf. Rann- veig stóð upp. “Það sem eg hef, kemur einhverntíma að góðu liði,” sagði hún. “Þegar hann fær sér eitthvað að gera. Storgaarden —” hún lauk ekki við það sem hún hafði í huga að segja. Guttormur leit undrandi á hana, því það var kuldi í róm hennar, er hún nefndi Storgaarden. “Jæja, ef þú getur ekki, þá nær það ekki lengra. Það sem er þitt, er þitt að fara með eins og þér líkar.” Hún fór út og lét hurðina aftur á eftir sér. Guttormur settist aftur við dragkistuna og fór að lesa einhver skjöl, en hugsanir hans náðu algerlega valdi yfir honum og svifu burt með hann, svo hann bara sat þar. , Iva var áfram á Brenna og eyddi dögunum í ákvörðunar og iðjuleysi. Hann var oftast hjá Joe í skemmunni. Stöku sinnum hjálpaði hann Joe við eitt eða annað, en mest alla-n tímann sat hann þar iðulaus, eð lá uppi í rúminu og starði upp í rjáfrið. í Þessi samfylgd með Aine af dansinum var eins og draumur. Eftir að hann hafði sofið úr sér vínið gat hann ekki trúað því að það hefði átt sér stað, þó endurminningin um það lægi sem sæt byrði á hjarta hans. Hann hafði ekki séð hana síðan. Að áliðnum vetri mætti hann á fömum vegi Anton Frette. Þeir stönzuðu og fóru að tala saman. Anton sagði honum að hann ætlaði að fara með nokkuð af kúnum upp í selið í næstu viku, til að nota heyið, sem væri þar handa þeim. “Við ætluðum að fara upp eftir með Haugen-fólkinu, þegar það færi, en það fer lík- lega ekki fyr en eftir páska. Það er ekki svo mikill snjór núna en ef við biðum, er óvíst að við komumst fyrir ófærð.” Iva sagði að hann líklega gerði bezt í að fara upp eftir með þeim, því hann Jþyrfti að líta eftir kofanum sínum við Svarthammeren og ýmsu sem í honum væri. Meðan þeir voru að tala saman, var hann að hugsa um hver mundi fara upp eftir frá Frette, sem selráðskona Aine hafði verið þar nokkur undanfarin sumur. Anton svaraði þessari óspurðu spurningu: “Aine vill fá að vera í selinu í sumar, eins og hún hefir verið áður, en eg hugsa að pabbi vilji ekki láta hana fara. Það er vond veðrátta þar upp frá u mþennan tíma, og fram á vor—” “Er þð svo?” sagði Iva svona blátt áfram. þó honum fyndist eins og hjartað stöðvaðist í brjósti sér. “Jæja viltu gera svo vel og láta mig vita þegar þú ert tilbúinn að fara?” Anton lofaði því, og svo skildu þeir. Eitt kvöld viku seinna, fékk Iva orðsendingu frá Anton um að hann legði á stað næsta dag •upp til fjallanna. Þegar Iva sagði Joe frá því, tók hann ekkert undir það. Iva fór inn og bað móður sína að hafa föt sín til taks næsta morgun. “Þetta er stuttur fyrirvari,” sagði móðir hans. Hún var að prjóna sokka handa honum. “Hvað ætlarðu að vilja þangað upp eftir á þessum tíma árs?” “Það er ýmislegt þar upp frá sem eg þarf að koma í lag. Eg skyldi við alt í svoddan flaustri.” “Það er margt hér, sem meira liggur á að sé komið til lags!” svaraði hún. “Hér?” Rannveig fór eins og óafvitandi að rekja upp það sem hún var búin að prjóna. “Heldurðu að föðurbróður þínum líki að þú hlaupir svona í burtu? Þú veist að einhverntíma verður alt sem hér er þitt.” “Hann hefir aldrei sagt eitt einasta orð í þá átt við mig.” “‘Nei, hann hefir líklega ekki gert það, en þú ættir að vita það sjálfur.” Hún sagði ekki meira, hún hafði sagt meir en hún ætlaði; hún þrýsti saman vörunum og fór að vinda upp bandið, sem hún hafði rakið upp. Eftir augnabliks þögn sagði hún. “Gerðu eins og þér sýnist.” Fyrir dögun lögðu þeir á stað niorguninn eftir. Grá þoka lá yfir dalnum og veður var óráðið. Aine var ekki með þeim. Það var eins og hníf væri stungið í hjarta Iva, þegar hann varð þess var að hún væri ekki í förinni. Það voru bara Anton með hest og sleða og unglings drengur, sem hét Sveinn, sem var heyrnarlaus og mál- laus, og hálfviti í tilbót, en mátti þó nota til að kljúfa við í eldinn og hjálpa til við önnur ein- földustu verk. Iva þekti ekki selstúlkuna sem átti að vera. Hann vissi bara að hún var frá Flatten, léleg- sta og fátækasta heimilinu lengst fram til fjalla, fram af dalnum. Hann heyrði Anton kalla hana Barbro. Anton og Iva gengu á eftir sleðanum. Það marraði og ískraði í snjónum undir sleða meið- unum, og þitur kuldinn beit þá í andlitið. Þeim sóttist seint ferðin. Kýmar voru stirðar til gangs á hörðu og hálu hjarninu. Þær bauluðu óánægjulega eftir hlýja fjósinu, sem þær voru teknar úr um morguninn. Það var rétt í dögun þegar þeir komu að bratt- asta klyfinu á leiðinni, þá voru þeir koinnir upp úr þokunni, sem lá að baki þeim og huldi alla bæina í dalnum eins og þeir væru undir sléttu stöðuvatni. Alt í kringum þá var skóg- urinn fullur af snjó. Fjöllin voru snjóhvít upp að eggjum. Næturskuggarnir hurfu og himin- inn varð blár. Stöku stjörnur sáust og til aust- urs byrjaði að votta fyrir dimmrauðri rönd. Loftið var nístings kalt og ísnálar flugu eins og skæðadrífa milli trjánna. Kýrnar urðu ein ís- brynja og frá nösum þeirra og munni stigu upp bólstrar eins og hvít reykjarský. Af og til stönzuðu þær og var þá næstum ómögulegt að koma þeim á stað aftur. Barbro hljóp frá einni til annarar, talaði við þær og nefndi hverja sínu nafni. “Áfrm nú, áfram með ykkur—” Slóðin varð þrengri og gripirnir urðu að síð- ustu að ganga í lest, eftir mjórri brautinni. Af og til urðu sumar ungu kýrnar óþolinmóðar og brutust út af brautinni og lentu á kaf í snjóinn, svo það varð að hjálpa þeim til að komast aftur upp á brautina. Nú var orðið albjart. Himininn hýr og fagur- blár yfir höfðum þeirra, skreyttur geislabliki morgunsólarinnár. Sólargeislarnir skinu ekki í gegnum skóginn, en fjallatindarnir spegluðu sig kuldalegir í ársólarskininu. Alt tí einu kallaði Barbro, sem var á eftir lestinni, að þeir skyldu stanza. “Hvað er að?” kallaði Anton til hennar. Hann heyrði ekki hvað hún sagði, en hann og Iva gengu til baka meðfram nautgripa-lestinni, sem hafði stanzað, þegar hesturinn, sem þeir fóru með á undan stanzaði. Kýrnar voru allar móðar og þreytulegar. “Eg held að Dagros sé veik,” kallaði Barbro til þeirra. Sveinn stóð buldrandi eitthvað yfir kú, sem lá þversum yfir slóðina, og teygði höfuðið út í snjóinn. “Eg held að hún ætli að fara að bera —” “Ertu viltaus?” sagði Anton, og öslaði út í snjóinn til að sjá hvað gengi að Dagros. Kýrin stundi og froðufeldi. Hún fékk af og til krampa í fæturnar og sparkaði út frá sér. Þeir stóðu ráðalausir yfir henni, og vissu ekki hvað gera skyldi. Svo risti hann ofurlítið í annað eyrað á henni og lét dreyra úr því, og bar blóðið á nasir henni, en það hjálpaði ekkert. “Við verðum að reyna að koma henni upp í sleðann,” sagði Anton. “Fjandinn hafi það alt saman! Eg vissi ekki að hún var komin svona nærri burði.” Hann hljóp að sleðanum og fór að tína út úr honum dót sem í honum var, svo kom hann með hestinn og sleðann. Þau hjálpuðust öll að, til að reyna að koma kúnni upp í sleðann, en hún var þung og ilt að stöðu í djúpum snjónum. Alt í einu fór hún að baula og reyná að brölta upp á hnén, en féll aftur ofan í snjóinn. Hinar kýrnar tóku undir baul hennar og litu til baka. Þær nösuðu út í veðrið og bauluðu. Innan stundar fæddist kálf- urinn, hann lá eins og líflaus drusla í snjónum. Dagros baulaði og allar kýrnar tóku undir og þyrptust að henni. Dagros reyndi að komast á fæturna, en datt ofan í snjóinn í hvert skifti. Hún gat ekki komið fyrir sig afturfótunum, sem láu eins og stirðnaðir í blóðugum snjónum. Klukkukýrin kom næst, og fór að sleikja (kara) kálfinn, sem lá þar skjálfandi í fönninni. “Rektu hinar kýrnar í burtu,” kallaði Anton til Barbro, sem stóð þar grátandi, Sveinn stóð þar hjá þeim með sitt einkennilega hálfvita glott á andlitinu. Þau ráku kýrnar áfram. Anton drap kálf- inn með exi og tók svo í afturfætur hans og dró hann þangað sem var laus snjór og dysjaði hann þar. Þeir mjökuðu Dagros að sleðanum og komu henni upp í sleðann, breiddu svo yfir hana alt sem þeir gátu til tínt — gamlar ábreiður og skjólhlífina af hestinum. Þegar þeir voru tilbúnir að leggja á stað aftur rofaði svolítið til og sólin skein sem snöggvast á hjarnið og hjörðina, sem var að brjótast áfram gegnum fannbreiðuna. Sólin hvarf brátt bak við Kaukfjellet og kastaði dauf- um geislum á háfjallatindana, og innan stundar var komið sólarlag, og alt sveipaðist í grárri móðu. Þeir komust að Björndal selinu um kvöldið. Barbro og Sveinn bundu kýrnar í sumarfjósinu. Borðin í veggjunum voru verpt og stórar rifur milli þeirra, svo það gat varla skýli heitið. Gömul mykja var í harðfrosnum haugum á gólf- inu. Hlýjan frá kúnum gufaði upp eins og hvít- ur þykkur reykur. Þær bauluðu óánægjulega. Barbro hitaði vatn og lét í það fóðurmél, og gaf þeim að drekka. Inni í selkofanum kveiktu þeir upp eld í eld- stæðinu. Veggirnir voru þaktir þykkri klaka- hellu. Anton fleigði sér upp í fleti við veggkinn og var strax sofnaður og farinn að hi jóta. Hann hafði breitt sauðarfeld yfir höfuð sér. Hann hafði ekki tekið af sér skóna né skafið snjóinn af sokkunum sínum, svo þegar fór að hlýna bráðnaði snjórinn af fótum hans og lak ofan á gólfið. Sveinn hafði lagst fyrir í heybyng í öðru horni kofans, og Barbro var sofnuð í gömlu rúmfleti sem stóð á gólfinu. Hún hafði vafið ullarsjali um höfuð-sér, og lá í hnipri, með hnén upp undir hökuna. Iva sem hafði lagst niður hjá Anton þótti bæði og þröngt um sig og of kalt þar að vera. Hann lagðist niður á nokkra heypoka, nálægt eldstæð- inu. Hann sofnaði sem snöggvast af og til, en vaknaði brátt við kulda, fleygði þá meira brenni á eldinn og sofnaði svo aftur í nokkrar mínútur. Það var hörkufrost úti. Litla gluggarúðan í kofanum var eins og þykk íshella. Kýr heyrðist baula úti í gripaskýlinu og strax heyrðist dump cg brölt er þær voru að standa upp. Iva reis upp við olnboga og hlustaði, í gegnum þennan hávaða og snarkið í eldinum, hélt hann að hann heyrði eitthvað annað, langt í burtu. Hann hlustaði, og aftur heyrði hann ámátlegt gól, en það varaði enga stund, er heyrðist brátt aftur. — Úlfur! Iva fór að hugsa um nautgripina, sem voru úti, eða voru þeir allir inni? Var öllum dyrum og gluggum lokað? Hann mintist annarar stjörnubjartrar nætur, eins og þessarar, þegar hann var heima á Storgaarden, þegar úlfarnir góluðu alt í kringum húsin og allir karlmenn- irnir fóru út til að gæta að hvort allar hurðir á peningshúsunum væru vel lokaðar, og láta hundana inn. Aftur heyrðist gólið, og nú var því svarað. Nú heyrðust mörg gól, úr ýmsum áttum, löng og sultarleg gól. Iva heyrði kýrnar stappa í básun- um og toga í böndin, sem þær voru bundnar með, þær höfðu heyrt til úlfanna og voru hrædd- ar. Hann heyrði einnig að hesturinn var farinn að stappa í gólfið af hræðslu.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.