Lögberg - 23.12.1943, Blaðsíða 7

Lögberg - 23.12.1943, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 23. DESEMBER 1943 7 til íslenzka þjóðarbrotsins í þessu landi, með þökk fyrir ánægjuleg og ábyggileg viðskifti. Mestu framleiðendur af fiskiveiðaáhöldum í Canada uiemose ram 55 ARTHUR STREET Winnipeg, Man. SÍMI 21 020 nnilegar Við hátíðir Þaer, sem nú fara í hönd, flytjum vér vorum íslenzku viðskiftavinum hugheilar árnaðarkveðjur með Þökkum fyrir gjnleg viðskifti New York Tailoring 748 Sargenl Ave. Óskum vorum íslenzku við- skiftavinum gleðilegra jóla og farsæls úýárs. S. Lepkin, eigandi VICTOR Matvöruverzlum og nýir ávextir 687 SARGENT AVE. Jóla og nýársóskir lil vorra íslenzku viðskiflavina Innilegar hátíðakveðjur til Islendinga W G' K. STEPHENSON Plumber 1061 DOMINION ST. Sími 89 767 Innilegar hátíðakveðjur Jo-Ann Beauty:Shoppe H. Josephson Joan Green 693 Sargent Ave. Phone 80 859 Jóla-og nýárskveðjur R. J. MERCER 670-72 Sargcnt Ave. Dry Goods, Men’s Furnishings Skór og Stígvél VARIETY SHOPPE 697 SARGENT AVE. 630 NOTRE DAME AVE. Sími 21 102 óskar öllum sínum við skiftavinum gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs. LOVISA BERGMAN MUNDY’S Barber Shop 643 PORTAGE AVENUE Phone 31 131 Gleðileg jól og farsælt nyár Kraftur lífsins Kauptúnið heitir Vík og stend- ur á eyri inst í firðinum. En bær- inn Vík er utan með firðinum í vík einni, stór og vel hýstur bær. Á milli bæjarins og kaup- túnsins er háls, kjarri vaxinn, hæðir og hólar, klettar og smá- gil, um hálftíma hæg reið á milli bæja. Er þar fagurt um að litast á björtum og heiðum vor- morgni, eins og þeim. þá er þessi saga gerðist. Jón gamli, bóndinn í Vík, og eg vorum á heimleið frá Vík inn í kaupstaðinn þennan morgun. Eg var læknir þar þá, og Jón hafði rifið mig upp um miðja nótt. Það var kerling um eða yfir áttrætt, sem lá þar í lungnabólgu. “Er nokkuð hægt að gera fyrir kerlingar angann?” spurði Jón mig. Klárarnir okkar töltu hlið við hlið inn göturnar. “Eg held nú tæplsga að hún lifi þetta af”, sagði eg, “en sjálf- sagt er hægt að láta hana fá eitt- hvað sem róar hana”. “Það er annars undarlegt með hana, aumingjann þann arna”, sagði Jón, “hvað hún hangir fast við þetta vesæla líf”. “Ójá,” sagði eg. “það virðist vera það. — Henni líður víst ekki illa hjá þér.” Jón þagði stundarkorn. “Hún er búin að vera hjá okk- ur um fimtíu ár, fyrst hjá föður mínum sáluga og svo mér,” sagði Jón. Svo hló hann dálítið við og mælti: “Það er annars nokkuð |einkennileg saga, sem eg get sagt þér um hana. Vegurinn er svo grýttur hér á kafla, að við getum hvort sem er ekki riðið nema fót ^fvrir fót. Það er nú, eða réttara sagt, I voru í vor fimtíu ár síðan þetta gerðist, sem eg ætla að segja þér frá. Eg var þá á tvítugasta árinu, jfaðir minn bjó í Vík. Bíðum við,” hann sneri hestinum við, “jú, við sjáum það enn. Þarna út með víkinni, hinu megin framarlega, sérðu grænan blett. Þar stóð þá kot, sem löngu er komið í eyði, eg bætti því við jörðina. Sæunn gamla, kerlingin sem eg sótti þig til, bjó þá í þessu koti með manni sínum og tveim börnum. Þau munu hafa verið 10 og 12 ára, drengur og stúlka. Þau voru þar fjögur í kotinu. Ofboö fátæk voru þau, og karlinn hálfgerður glanni og kjáni, og heldur óduglegur til verka. Þá var það einn dag um vorið. Það var norðan strekkingsgola og fremur kalt í veðri, en þó sólskin. Eg man það eins og það hefði skeð í dag. Við vorum niður við sjó, faðir minn og piltarnir fimm — sem og margar stúlkur, í fiski, Við, eg og faðir minn, stóðum við staflann og hlóðum, fólkið bar að. Faðir minn lítur fram á vík- ina og segir: “Bara að hann drepi sig nú ekki og alt hyskið, karl- aulinn”. Eg leit í sömu átt og sá, að Páll í kotinu er kominn fram á miðja vík á smábát, sem hann átti, gamalli manndráps-kænu, og er háfermi í af má. Mátakið var hinu megin og nú þetti honum bjálfanum, tækifæri að sækja móinn í norðan-strekkingnum. Og það er eins og við manninn mælt, þegar faðir minn segir þetta, þá hvolfir undir Páli og alt fer í grænan sjó. Þá þótti mér nú heldur koma skriður á gamla manninn. “Nið- ur með sexæringinn!” hrópaði hann, grýtti frá sér fiskinum, sem hann hélt á og hljóp af stað og við hin á eftir. Við vorum flest komin jafn snemma að skipinu og röðuðum okkur kringum það, menn og konur. “Fram með bát- inn og hlaupið þið”, hrópaði fað- ir minn, og fram var hlaupið með skipið. “Karlmenn upp í og kon- ur ýti á meðan”, öskraði faðir minn. Sjö karlmenn fóru upp í og konurnar ýttu og óðu sumar í mitti og ýttu fast. Þá var ekki dregið af sér, ónei, ekki var þsð | gert, og ekki var dregið af sér ivið róðurinn út víkina,.móti gol- * unni. Við rerum sex, sumir af- ! burða-ræðarar, en pabbi kr'aup : aftur í og ýtti á árarnar hjá báð- um afturímönum og stjórnaði með því stefnunni. | Enginn mælti orð, og enginn jleit aftur, þótt viðfieyrðum hljóð {þrjú sár og skerandi barnshljóð, |sem golan bar okkur utan að; faðir minn starði stöðugt fram á 'víkina, og sýndist mér hann æði svipþungur þá stundina. Eg held mér sé óhætt að segja, að enginn lá þá á liði sínu, og allir gerðu heldur meira en þeir gátu. En þegar við loks, — því þó að þetta tæki ekki nema nokkrar mínút- ur, fanst mér það langt, — kom- umst fram að staðnum þar sem slysið varð, þá var þó svo kom- i'ð, að Sæunn auminginn hékk ein á kilinum á bátskrattanum, þessi manndráps-kæna, sem þeir drukn uðu af árið áður Vogs-feðgar tveir. Hann morraði þar í miðju kafi, og Sæunn hékk á honum. Páll og krakkarnir voru horfin og sáust aldrei framar, þvi út- fallið bar þau fram á fjörðinn og þau rak aldrei. Skriðurinn minkaði nú á bátn- um, og Sigurður Magnússon, sem sat fram í á hlé, því við vorum komnir út fyrir kænuna, lagði inn og bjóst til að draga Sæunni upp í. Hún lítur þá á okkur og hrópar: “Látið þið mig vera, bjargið þið blessuðum börnun- um mínum, börnunum mínum!” Hún endurtók það hvað eftir annað. Og þegar Sigurður hallar sér út og ætlar að ná í hana, þá tekst henni einhvern veginn að reka fótinn í kinnung bátsins, svo framstafninn hrekkur frá henni, en Sigurður, steypist út. Eg sat miðskipa á hlé, næ í Sig- urð strax, en í því slær skutnum að kænunni, og faðir minn grípur í Sæunni. Við það og hitt, að eg hékk í Sigurði, hallar bátnum svo að hann sýpur á og hálf-fyllist. Það vill til að piltarnir eru öllu vanir, alt afbragðs sjómenn, og eru ekki lengi að snara sér yfir í hitt borðið og drasla Sigurði inn. Faðir minn, sem hafði slæmt tak á Sæunni, hangir þó í henni. “Sleptu mér,” hrópar hún, “fyrst börnin eru farin, þá vil eg fara líka”. “Jæja”, svarar faðir minn, “eg býst nú við að verða að sleppa þér, því eg hef ekkert tak á þér.” En í sama bili sveif báturinn til, svo faðir minn náði betra taki á henni. Hann sneri henni við í sjónum, og eg sá andlitið náfölt og ofboðslegt. “Á eg þá að sleppa?” sagði faðir minn og var æði brúnaþungur. “Nei, í Jesú nafni, bjargaðu mér”, sagði Sæunn. Þá virtist mér bregða fyrir ofurlitlum vott af brosi á andliti föður míns Svo dró hann Sæunni inn í bátinn, og við rerum í land, með kænuna í eftirdragi.— Sæunn hefur aldrei farið frá Vík síðan, og eg man ekki til þess að henni hafi nokkurn tíma orðið misdægurt, öll þessi ár, fyr en nú. Hún hefur aldrei verið nein dugnaðarmanneskja, enda lét faðir minn hana vinna það. sem hún vildi, og allir vorkendu henni fyrst í stað og það lengi. Eg veit samt ekki hvort hún tók sér þetta mjög nærri, en alt af minnist hún veru sinnar í kotinu með Páli og krökkunum, í allri eymdinni og vesældómnum, sem sinna mestu og einu sælustunda. Síðustu árin hefur hún auðvitað, auminginn, ekki gert annað en sofa og eta, eins og von er til, en þó aldrei kvartað um neinn lasleika fyr en í gærkvældi, að hún háttaði venju fyr og sagðist. vera veik. Konan mín hélt að það væri þetta, sem er að ganga, eins og það víst er, velgdi ofan í hana mjólk og hlúði að henni, og bað Siggu, sem sefur í næsta rúmi, að hafa andvara á sér og líta eftir ! skarinu. í nótt kallaði Sigga á , mig og sagði, að kerling vild' finna mig. Eg sá þegar, að hún var talsvert veik. Eg settist á rúmið hjá henni. “Það er nú svona með mig. Jón”, sagð hún, “eg er nú eins og hver annar aumingi. Það gerir ekkert til hvort eg fer einum deg- , inum fyr eða seinna”. “Jæja, Sæunn mín”, sagði eg. í “þetta getur nú batnað, en ann- | ars megum við nú öll búast við því, að hver verði síðastur fyrir ' okkur gamla fólkinu”, sagði eg, (jall 86391 or BRlGDENSofWINNlPEG LTD. eSTABUSHED 1913 NOTRE DAME . . . AND .... LANGSIDE eða eitthvað á þá leið. “Ójá, Jón minn”, sagði kerling, “það er ekki verið að þjóta upp og sækja lækni til mín, þó eg sé við dauðans dyr, eins og til hennar Gunnu í vetur, sem var orðin frísk eftir þrjá daga. Sei- sei-nei, við aumingjarnir verðum að deyja drottni okkar hjálpar- laust.” Og þess vegna fór eg nú að ónáða þig, læknir góður”, endaði Jón sögu sína. “Það er svo sem ekki víst, að hún deyji úr þessu, kerlingar- hróið, þótt líklega fari nú svo”, sagði eg. “Nei”, sagði Jón, “því kraftur lífsins er mikill og voldugur”. Þórir Bergson. Vér verzlum með allar tegundir af fyrsta flokks málningarvörum og veggjapappír, sem margra ára reynsla hefir sannfært almenning um, að nota- drýgstar og ánægjulegastar verði, þá um skreyting húsa og heimila ræðir- 'THE PAINTERS SUPPLY HOUSE"

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.