Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 4

Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1945 í HugbErg----- Gefiö út hvefn fimtudtte af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg, Man Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyriríram The “Lögberg" is printed and published by The Columbla Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 Letrið á veggnum Þegar hinn lögskipaði framboðsfrestur þing- mannaefna við næstu fylkiskosningar í Mani- toba rann út síðastliðinn föstudag, kom það í ljós, að sjö frambjóðend'ur samvinnustjórnarinn- ar, hlutu kosningu gagnsóknarlaust; þar á meðal þrír ráðherranna, þeir Morton, Willis og Camp- bell; ætti þetta, eitt út af fyrir sig, að skýra svo letrið á veggnum, að nægjandi sé til þess, að kjósendur gangi þess eigi duldir, hvert í raun og veru stefni; þessi fyrsta atrenna, gagn- sóknarlaus sigur sjömenninganna, gefur það að minsta kosti ótvírætt í skyn, að C.C.F.-liða hafi er til fullnaðarátaka kom, skort hugrekki til að horfast í augu við þá ábyrgð, sem valdatöku jafnan er samfara, og þá ekki sízt á þeim al- vörutímum, sem óhjákvæmilega bíða framund- an; enginn stjórnmálaflokkur, sem trú hefir á stefnuskrá sinni, og hennar vegna leitar valda, hefði látið það viðgangast, að stórhópur and- stæðinga sinna yrði kosinn gagnsóknarlaust, án þess að hólmgöngu væri freistað, hvort sem sigurvænlega horfist á eða ekki; að berjast til þrautar, er karlmannlegt; að hopa af hólmi, er ómannlegt. Að C.C.F.-liðar hafi þjást, og þjáist enn, af ískyggilegri vanmáttarkennd, er í raun og veru ofur skiljanlegt, þegar allar aðstæður eru sund- urliðaðar og teknar til greina; fylking þeirra er, vægast sagt, sem höfuðlaus her; nafnforingi þeirra, Mr. Farmer, hefir aldrei verið neinn sérlegur skörungur á vettvómgi stjórnmálanna, og það eru hásetar hans upp og ofan ekki held- ur, þó eitthvað fyrirfinnist þar að vísu af skriftlærðum mönnum, sem rás viðburðanna hefir stjakað inn í pólitískar herbúðir; enda naumast mikils mannvals að vænta á slíkum stöðum, þar sem flokkurinn tók þá afstöðu, að vísa sínum vitrustu og beztu mönnum á dyr, ef þeir sáu ekki auga til auga við höfuðpaur- ana; nægir í því efni, að vitna til brottreksturs þeirra Dr. Johnson, Richards og Herridge úr flokknum fyrir þá sök eina, að þeir víttu það, sem steinrunnið var og úrelt í stefnuskrá flokks- ins, kröfðust frjálsmannlegra útsýnis, og neit- uðu að kyssa á vöndinn; slík aðferð spáir ekki góðu um framtíðarþróun lýðræðisins í land- inu, og kemur enda úr hörðustu átt, eða af vörum þeirra manna, sem þykjast hafa einka- leyfi á hugsjónum mannúðar og mannréttinda. Þeir menn einir, sem raunsæir eru og fram- takssamir, eru líklegir til þess að standast með heiðri próf í þeirri eldraun, sem við- reisnar- og nýsköpunartímabilið í þessu, fylki, eins og í rauninni alls staðar annars staðar, óhjákvæmilega hefir í för með sér; til þess að koma í vég fyrir atvinnuleysi og efnahagslegt hrim, þurfum vér á forsjá djarflyndra og vit- urra forustumanna að halda; manna, sem á hinum alvarlegustu tímum hafa sannað í verki, eins og Mr. Garson hefir gert, hæfileika til skipulagningar og dyggrar málaforustu; manna, sem þora að horfast í augu við framtíðina, og eru viðbúnir þeim átökum, sem til þess þarf, að leysa þau flóknu og margþættu vandamál, sem að kalla frá degi til dags; það yrði þýngra en tárum tæki, eins og Brynjólfur biskup forð- um komst að orði, ef forusta viðreisnartíma- bilsins, lang örlagaríkasta tímabilsins í sögu þessa fylkis, lenti í höndum nokkurra pólitískra ævintýramanna eða veimiltítna, sem þegar á reyndi, vissu hvorki til hægri né vinstri, og rendu svo stjórnarskútunni 1 strand á blind- skeri óraunhæfs kenningakerfis; það er á valdi kjósenda í Manitoba, að fyrirbyggja ^líkan ó- vinafagnað, og þeir gera það líka alveg vafa- laust, er að kjörborðinu kemur á mánudaginn þann 15. yfirstandandi mánaðar; alt annað væri óhugsanlegt. En þó vænlega horfist á fyrir samvinnu- stjóminni, eins og gagnsóknarlaus endurkosn- ing sjömenninganna óneitanlega bendir til, þá verða þó allir þeir, er ant láta sér um sigur hennar vegna velferðar fylkisbúa í heild, að ganga hreint til verks og liggja ekki á liði sínu; þeir verða að fylkja sér einhuga um hina form- legu frambjóðendur samvinnustjórnarinnar í hvaða kjördæmi, sem er, og þá ekki sízt í þeim kjördæmum, sem flugumenn um elleftu stundu hafa boðið sig fram til þess að skapa glundr- oða, og skipta atkvæðamagni hinna formlegu frambjóðenda, sem valdir hafa verið með á- kveðnum meiri hluta á löglega skipulögðum, opinberum framboðsfundum. Fylkjum liði um Mr. Garson; hann er ekki einasta einn hinn allra hæfasti stjórnarfor- maður, sem Manitoba fylki nokkru sinni hefir átt á að skipa, heldur jafnframt einn allra víðsýnasti stjórnmálamaðurinn, sem uppi er í Canada um þessar mundir. • Jll!llllllllllllllll!lllllll!illllll!IIIUillllilllllllll!!!lllllllllllllllllllllll!llll!!lllll!llllll!illlllUIIIIII!llllllllllllll|lllllllllll>í!llllllllllllllllllllllllllllllllllll!l!lill Samrœmdir kraftar sigra Lögberg vék að því í fyrri viku, hvert fagn- aðarefni það væri, hve áhugi meðal íslendinga varðandi afskipti af opinberum málum, væri auðsjáanlega að faraú vöxt; bygði blaðið þetta á því, að hvorki meira né minna en átta Is- . lendingar leituðu kosninga til fylkisþingsins í Manitoba þann 15. yfirstandandi mánaðar, og hafa þeir með þessu sett raunverulegt met; af hálfu samvinnustjórnarinnar bjóða sig fram fjórir Islendingar, þeir Paul Bardal og G. S. Thorvaldson í Winnipeg, Chris Halldórsson í St. George, og Dr. S. O. Thompson í Gimli; auk þeirra erú tveir aðrir, er einnig tjást hlyntir stjórinni, þeir Oddur Ólafsson, fyrrum fylkis- þingmaður, er býður sig fram í Ruperts Land og J. A. Hávarðsson, er brennimerkir sig óháðan Liberal frambjóðanda í St. George kjördæmi. Fyrir hönd C.C.F. flokksins verða í kjöri þeir Snæbjörn S. Johnson sveitaroddviti, er leitar kosningar í Gimli, og Eiríkur Stefánsson bóndi við Oak Point, er býður sig fram í St. George; alt eru þetta gjaldgengir menn, er láta mikið til sín taka í héraði. Lögberg mælir ekki fram með nokkrum íslendingi til þingmensku eða opinberra sýslana fyrir þá sök eina, að hann sé íslendingur, þótt það á hinn bóginn, að öðru jöfnu, telji sér skylt, að veita þeim fulltingi. Nú hagar svo til, að þeir Islendingar, sem í kjöri verða við áminstar fylkiskosningar, standa í fremstu röð þeirra manna, sem úr er að velja, og þess vegna er blaðinu ant um, að þeir allir fái að njóta sannmælis, þótt eitt og annað beri á milli um stefnuskrár atriði og skoðanir. Vegna þess trausts, sem vér berum til núver- andi samvinnustjórnar í Manitoba, er oss það brennandi metnaðarmál, að þeir íslendingar, er sækja fram undir merkjum hennar nái kosn- ingu; ekki aðeins að þeir merji sig í gegn eins og kallað var, heldur verði þeir kosnir með yfirgnæfandi afli atkvæða; þessir menn eru þeir Paul Bardal, G. S. Thorvaldson, Dr. S. O. Thompson og Chris Halldórsson. Allir þessir menn, hver á sínu sviði, hafa aflað sér hins ágætasta orðstírs sakir atorku, skyldurækni og ábyggilegs trúnaðar við þær hugsjónir og þau störf, sem þeir hafa helgað starfskrafta sína. Mr. Bardal er stefnufastur hugsjónamaður, sem aldrei hvikar hársbreidd frá neinu því'máli, er hann tekur sér fyrir hendur að fylgja fram; hann er ekki eitt í dag og annað á morgun; en á slíkum mönnum er jafnan brýn þýrf, og þá ekki hvað sízt á vettvangi hinna opinberu mála; um Mr. Thorvaldson er í rauninni hið sama að segja; hann kom drengilega fram á síðasta þingi, og barðist djarflega fyrir fram- gangi margra nytjamála; hann er eindreginn stuðningsmaður samvinnustjórnarinnar, og það út af fyrir sig, væri nægilegt til að mæla með endurkosningu hans. Winnipeg þarf að fá þá Bardal og Thorvaldson báða endurkosna á þing, en til þess að slíkt verði tryggt, þurfa íslenzkir kjósendur í borginni að skera upp herör, og ljá þeim óskipt lið. Chris Halldórsson, sem býður sig fram í St. George, og vafalaust verður eftirmaður Skúla Sigfússonar, er enn maður á bezta skeiði, og þrunginn af eldmóð og starfsgleði; hann er málafylgjumaður hinn mesti, og líklegur til dáða og athafna á fylkisþingi; hann er barn- fæddur sonur St. George kjördæmis, og þekkir aðstæður íbúa þess út í æsar; kjördæmið var lánsamt að eiga völ á slíkum manni, sem Chris Halldórsson er. Gimli kjördæmi, vagga landnámsins vest- ræna, kýs íslending á þing í þetta sinn, og það kýs, alveg vafalaust með glæsilegum meiri hluta, frambjóðanda Liberal-Progressive flokksins, Dr. S. O. Thompson; það er ekki á hverjum degi, sem völ eru á slíkum afburða og ágætismanni sem Dr. Thompson er; hann er djúpgáfaður og víðmenntur maður, sem hvarvetna, sakir prúð- mensku, gáfna og mannkosta, nýtur virðingar og trausts; að fá jafn skygnan hugsjónamann á þing, verður eigi aðeins kjördæmi hans til ómetanlegrar nytsemdar, og íslenzka þjóðar- brotinu til vegsauka, heldur veitir slíkt jafn- framt hollum straumum inn í rekstur þing- málanna í heild. Vér þurfum nú, jafnvel frekar en nokkru sinni fyr, að fá kosna á þing áræðna og stefnu- fasta menn; hugdeigir menn, sem hræðast skuggann sinn, fá þar litlu góðu til vegar kom- ið. Göngum hreint til verks á mánudaginn kem- ur, og sigrum með Garson! Til kjósenda í St. George kjördæmi Kjósið Eg hefi verið útnefndur, sem merkisberi C.C.F. flokksins í St. George í fylkiskosningunum, 15. þ. m. C.C.F. stefnan er meir en eins dægurs pólitísk loforð; hún er lífs og mannréttinda stefna er miðar að meira jafnræði og fullkomnara mannfélags fyrir- komulagi. Hún berst á móti þeim órétti að 5 prósent af fólkinu hafi tangarhald á auð og valdi landsins og 95 prósent verði að lúta þeim lögum og lofum, sem ófyrirleitnir einstaklingar setja landi og þjóð, sjálfum sér og fyrirtækjum sínum í hag. Auð- legð Canada er meiri en nóg til að forsorga hvern íbúa landsins á heiðarlegan hátt ef réttindi og velmegun einstaklingsins eru virt meira en gróðafýsn og vald. Eg treysti á skynsemi og dóm- greind kjósenda í St. George að ljá þessari stefnu fylgi sitt. Þetta er barátta hvers einstakl- ings fyrir fullkomnara lífi, og ef eg næ kosningu, mun eg helga starf mitt takmarki C.C.F. stefn- unnaj- að styrkja og fylgja hverju því málefni er miðar að meiri jöfnuði og fullkomnari vélmeg- un fyrir alla. Oak Point, Man., 6. okt. 1945. Eiríkur Stefánsson. Þegar George Dewey, amer- íski flotaforinginn, sigldi inn í Manifla-flóann árið 1898 og sökkti spánska flotanum, fórst ekki neinn maður í flota hans. Þrjár stúlk ur óskast í vist Elliheimilið Betel á Gimli, þarf að fá þrjár íslenzkar stúlkur nú þegar i vist; gott kaup í boði, og fyrsta flokks aðbúð. Umsóknum veitir viðtöku forstöðukonan á Betel Miss Sveinsson. Social Credit þingmann Styðjið hina sönnu framsóknar- og mannúðarstefnu með því að kjósa Social Credit þingmann á fylkisþing, og látið hann mæla þar máli yðar. MERKIÐ KJÖRSEÐILINN ÞANNIG: TAYLOR, T. H. Re-Elect C. RHODES SMITH Liberal Candidate HIS ABILITY and EXPfcRlENCE Warrant Your Support Vice-Pres. and Trusiee Pairiotic Salvage Corps. Vice-Chairman Dependents' Advisory Committee. Pres. Canadian Legion—Man. and North Western Ontario Command. Veteran Great V7ar 1914-18. Vice-Pres. ’Greater Winni- peg Co-ordinating Board for War Services. VOTE SMITH, C. Rhodes * 1 Vote 2, 3, 4, 5 for other LIBERAL candidates in order of your pre- ference and subsequent choices for other Government candidates. Commitee Rooms: 801 SOMERSET BLDG. PHONE 92 155 Issued by C. RHODES SMITH ELECTION COMMITTEE SKIPIÐ YÐUR I FYLKINGU UM BARDAL! H PAUL BARDAL IVER sá íslendingur, sem vegna þroskaðra hæfileika sinna ryður sér braut til vegs og virðingar, varpar jafn- framt ljóma á íslenzka þjóðarbrotið í heild; um alla slíka menn ber oss að skipuleggja trausta fylkingu, eigi aðeins þeirra vegna, heldur og engu síður vor sjálfra vegna. Mr. Paul Bardal, sem nú leitar endur- kosningar til fylkisþings, er einn þeirra manna af þjóðflokki vorum, sem vegna hygginda sinna, drengskapar og stefnu- festu, hefir rutt sér glæsilega braut, bæði sem fulltrúi í bæjarráði um tíu ára skeið, og sem einn af þingmönnum Winnipegborgar í fylkisþinginu síð- astliðið kjörtímabil. Islendingar gætu margt lært af samheldni Skotans; hann, sem þjóð- flokkur, kann að starfa í sameiningu og sigra í sameiningu; þetta hvort- tveggja þurfum vér að læra, ef tryggl á að verða um hag vorn í framtíðinni. Mr. Bardal hefir um langt skeið tekið mikinn og giftudrjúgan þátt í íslenzku félagslífi, og fyrir það stöndum vér við hann í mikilli þakkarskuld. Sýnum einlægni vora og þakkarhug í verki, með því að greiða Mr. Bardal forgangsatkvæði þann 15. október. Pliblished by BARDAL’S ELECTION COMMITTEE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.