Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1945 ?RJ \ ÁtHJGAMÁL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Atkvæðisrétturinn Eftir margra alda baráttu öðl- aðist alþýða lýðræðislanda rétt til að kjósa þá menn, sem hún æskir að stjórni landinu; enn þann dag í dag nýtur aðeins lítill hluti mannkynsins þessara rétt- inda. Margar konur í Canada eru enn á lífi, sem muna þá tíð að þær fengu ekki að greiða at- kvæði í kosningum. Vissulega er þessi réttur dýr- mætur; hin nýafstaðna styrjöld var háð meðal annars til þess að vernda þessi réttindi. En þrátt fyrir það þótt við skiljum gildi atkvæðisréttarins, virðist oft eins og við sjálf gerum tilraun til að afsala okkur honum. Kunnugt er hve þátttaka almennings í kosningum í landi okkar er ó- trúlega léleg; oft hefir það átt sér stað að færri en helmingur kjósenda hefir greitt atkvæði. Sá maður eða kona, sem þannig sýnir virðingarleysi fyrir þeim réttindum, sem kynslóðirnar hafa barist fyrir að öðlast og varðveita, gerir sjálfan sig ó- myndugan og ætti ekki að leyfa sér að finna að aðgerðum stjórn- arinnar né krefjast hlunninda af henni. Þeir menn, sem taka við stjórn arvöldum í borginni, sveitinni fylkinu eða landinu hafa sterk áhrif á störf kvenna, á heimili þeirra og á framtíð barna þeirra. Það er konum því mikilvægt að beita atkvæðisrétti sínum þannig að hið hæfasta fólk, sem völ er á verði kosið til þessa starfs. En nú hefi eg heyrt konur segja: Eg þekki ekki frambjóð- endurnar og veit því ekki hvern myndi heppilegast að kjósa. Þetta er ekki fullgild afsökun. Þeir, sem gefa kost á sér til þing- mensku tala við okkur á almenn- um fundum, yfir útvarpið eða rita í blöðin, en vissast er að kynna sér starfsferil þessa fólks. Hafi það sýnt hyggindi, fram- takssemi og ósérplægni í starfi sínu og hafi það reynslu og þekk- irugu á oplinberum málum ejr sennilegt að við megum treysta því til þess að fara með mál okkar á þingi og vinna að al- menningsheill. Varhugavert er það að treysta um of þeim mönn- um, sem reyna á allan hátt að sverta andstæðingana og lofa kjósendum gulli og grænum skógum, ef þeir verði kosnir. Á mánudaginn 15. október fara fram kosningar í Manitoba; þá kjósum við þá menn, sem fara eiga með völd í fylkinu á næsta kjörtímabili. Vonandi er að hver einasta kona, engu síð- ujr en karlar, beiti atkvæðis- rétti sínum þann dag og kjósi þá hæfustu menn, sem völ er á til þess að taka sæti á þingi. Æskuminningar Eftir Kristínu í Watertown Mörg okkar minnast þess, hve okkur þótti gaman að hlusta á ömmur okkar segja sögur frá æskuárum sinum á Islandi. Hér hefjast æskuminningar Kristínar í Watertown. Hafa margir haft ánægju af að lesa greinar þess- arar skýru og minnugu konu. Dr. Guðmundur heitinn Finn- bogason hlutaðist til um það, að Endurminningar frá Mörðuvöll- um í Hörgárdal, eftir Kristínu, sem birtar voru í Lögbergi fyrir nokkrum árum, voru lesnar yfir ríkisútvarpið á íslandi. Á Stóru-Hámundarstöðum á Árskógsströnd, þar sem eg var fædd, árið 1861, var rausnarbú og margt fólk í heimili, um og yfir 20 manns; góðar heimilis reglur og þrifnaður. Jörðin var þá kon- ungs eign eins og fleiri jarðir á þeim tíma; sjávarúthald var mik- ið, tún og engjar stórflæmi, og fagurt útsýni. Var jörðin álitin með beztu jÖrðum Norðanlands. Hallgrímur og Kristín hétu hjónin, sem bjuggu á Hámund- arstöðum, en foreldrar mínir voru þau Þorkell Ingimundar- son og Sigríður Guðmundsdótt- ir. Ingimundur afi minn var Ögmundsson, en kona Ögmundar var Guðríður, dóttir séra Jóns Þorlákssonar skálds á Bægisá í Hörgárdal. Kona Ingimundar afa míns var Rakel Sigurðardóttir. Þau Ingimundur og Rakel voru í vinnumensku á Hámund- arstöðum hjá Hallgrími Þor- lákssyni og konu hans Gunn- hildi Loftsdóttur, foreldrum Hallgríms, sem áður er nefndur og þar fæddist Þorkell faðir minn. Rakel amma mín var lágvaxin og þéttvaxin en svo stórvirk og dugleg að á orði var haft. Hún var seytján ár vinnukona á Há- mundarstöðum. Sýnir það stöð- uglyndi gamla fólksins. Það er sagt frá því að þegar Þorkell litli var viku gamall, fóru hús- bændur þeirra með hann til skírnar að Árskógi. Það var um túnasláttinn og lá mikið af töð- unni í flekkjum á vellinum. Um hádegi fer að draga upp ský og lítur út fyrir rigningu. Rakel vinnukona bregður sér þá út á tún með hrífu sína, tekur sam- an heyið, flekk eftir flekk, og setur það upp í sátur, og var búin með verkið þegar fólkið kom frá kirkjunni. Það er sagt að hjónin hafi þá vikið henni skildingsvirði fyrir handtakið. Næsta vor fluttu þau Ingi- mundur og Rakel að Götu, sem er smábýli þar í sveitinni, og byrjuðu þar búskap. Þeim bún- aðist vel, höfðu alla tíð nóg efni. Þótti mörgum gott að koma að Götu því Rakel var gestrisin og glaðlynd. Ingimundur var trú- hneigður maður og biblíu fróð- ur; var það hans yndi að tala við gesti sína um ýms atriði biblíunnar og útskýra þau. Þeim hjónum fæddust nú tvær dætur, Björg og Guðrún. Um þetta leyti ber það við á Hámundarstöðum, að Gunnhild- ur húsfreyja lætur söðla reið- hest sinn og fer fram að Götu og býður þeim hjónum barn- fóstur. Þau taka því með þökk- um. Fer nú sveinninn Þorkell heim með Gunnhildi og er þar fóstraður upp. Voru þau hjón honum sem góðir foreldrar. Hafði Gunnhildur löngum sagt að handarvikin hennar Rakel- ar væru búin að borga fyrir upp- eldi Þorkells. Þau hjónin á Hámundarstöð- um voru almennt álitin sæmd- arhjón, hjálpsöm við fátæka, einkum með barnTuppeldi. Unn-u bæði hjónin að ljósmóður- starfi bæði á ströndinni og víðar. Var sagt frá því að stundum komu þau bæði heim úr ljósmóð- urferð sömu vikuna, með sitt barnið hvort og höfðu mikla gleði af litlu gestunum; spaug- uðu um það sín á milli hvort barnið væri nú fríðara; hélt þá hvort þeirra mest af sínu barni og sagði það bera af hinu. En í rauninni elskuðu þau bæði börn in jafnt og önnuðust mörg þeirra, þar til þau voru komin á fót. Var það yndi Gunnhildar að dvelja í smábarnahóp. Nokkrum árum eftir þetta, verða þau hjónin á Götu fyrir þeirri sorg að missa báðar dæt- ur sínar, stálpaðar stúlkur. Frh. Til kjósenda í Winnipeg T. H. Taylor Eg vil tilkynna öllum Islend- ingum, sem hafa atkvæðisrétt í borginni að þeim gefst nú tæki- færi að styðja Social Credit stefnuna í kosningunum, sem nú fara í hönd. Maðurinn, sem ber fána þessarar framfara og mann- úðarstefnu heitir Flight Sergeant T. H. Taylor. Hann er ungur maður, einn af þeim, sem voru reiðubúnir að láta lífið fyrir frelsið. Ekki ein- ungis er 'hann þrunginn af áhuga fyrir því málefni, sem hann berst fyrir, heldur er hann einnig þrunginn af áhuga fyrir Douglas kenningunni, sem er grundvöll- ur Social Credit stefnunnar. Og þar sem hann hefur lifað í her- þjónustu í 4 ár, og er maður með ígrundandi sál, þá hefur honum gefist tækifæri til að sjá og skilja mikið af þeim vanda- málum, sem blasa við stjórn- málamönnum þann dag í dag. Hann skilur hve mikil er þörfin á að breyta hinu gamla fyrir- komulagi, sem við þjáumst und- ir í dag, til þess að fyrirbyggja annað stríð, og til þess að allir menn megi njóta, í friði við guð og menn, allra þeirra þæginda, sem afurðir okkar frjósama lands bjóða. Eg skora þess vegna á alla íslendinga, sem hefja frelsishug- sjónina upp yfir alla sjálfselsku, persónulegheit og flokksfylgi, að greiða atkvæði 15. október með Flight Sergeant T. H. Taylor. Það er vonandi að Vestur-Is- lendingar verði ekki ættlerar þjóðar þeirrar, sem æfinlega hefir staðið í broddi hjá mann- úðarstefnum mannfélagsins. Sálome Halldorson. við ýms sænsk framleiðslu- og verzlunarfyrirtæki, er áhuga höfðu á Islandsviðskiptum, og voru þau öll á einu máli um það, að sjálfsagt væri að stuðla að sem beinustum og milliliðalaus- um viðskiptum við ísland, sem unt væri og að sænsku fyrirtæk- in, sem áhuga hefðu á þessum efnum leituðu í heild eftir við- skiptum við ísland. og einhver aðili fenginn þar, er tæki að sér fyrir greiðslu málsins. Það varð úr, að til íslands færi, í þessu skyni kapteinn Sven-Erick Cornelius, sem er einn af forstjórum Sveaexport og auk þess hluthafi í íslands- félaginu h.f. Hefir hann dvalið hér á landi um tveggja mánaða skeið sem umboðsmaður mjög margra sænskra íramleiðenda, bæði til ]>ess að kynna sér mögu- laikana á auknum verzlunarvið- skiptum á milli Svíþjóðar og íslands og eins til þess, ef rétt sýndist að loknum þessum at- hugunum að fá einhvern aðila hér á landi er tæki að sér fyrir- greiðslu viðskiptanna hér á landi. Komst Cornelius að þeirri niðurstöðu að mjög mikill áhugi væri hér fyrir verzlunarviðskipt- um við Svíþjóð og að nauðsyn- legt væri að hafa hér sérstakan íslenzkan aðila er annaðist um fyrirgreiðslúna. Fyrir atbeina Cornelius hefir því verið stofnað sérstakt íslenzkt hlutafélag, sem verður sömuleiðis þeirra sænskra framleiðenda er að þessu standa, en það eru fjöldamörg sænsk framleiðslu- og verzlunarfyrir- tæki, eitt í hverri iðngrein, er á þennan hátt óska eftir að hafa einn umboðsaðila fyrir sig á Is- landi. Tilgangurinn með stofnun þessarar sölumiðstöðvar á sænsk- um framleiðsluvörum er sá, að íslendingum gefist kostur á að kaupa vörur þessar með sem ódýrustu verði og sem allra bein- ast frá framleiðendum sjálfum. En það er alls ekki tilætlunin að sölumiðstöð þessi verði nokkur einokun á sölu sænskra fram- . með milligöngu gamalla og nýrra leiðenda, en þeir eru að þessu standa keppi með vörusölu hér, umboðsmanna sinna á íslandi. —Vísir, ve. ág. Utsala íslenzku blaðanna Umboðsmaður okkar á Islandi er Björn Guðmundsson, Reynimel 52, Reykjavík. Hann tekur á móti pöntunum á blöðunum og greiðslum fyrir þau. LÖGBERG og HEIMSKRINGLA St. George kjördœmi Kýs Liberal-Progressive Þingmann! Þann 15. þ. m. kýs St. George kjör- dæmi alveg vafalaust á þing hinn ötula Liberal-Progressive frambjóð anda samvinnustjórnarinnar, Chris Halldórsson í Eriksdale; vegna athafnasemi sinnar og áhuga, verð- ur hann á fylkisþingi réttur maður á réttum stað; hann er manna kunn ugastur hag almennings í St. George, og vill veg þess og vel- farnað í öllu. SIGRIÐ MED GARSON! Fylkið yður um Chris Halldorsson þann 1 5. þ.m. Hlutafélag stofnað Frásógn Capt. E. S. Cornelius Nýlega hefir verið stofnað hér íslezkt hlutafélag, sem verður sölumiðstöð sænska framleið- enda hér í landi. Kapt. S. E. Cornelius hafði fund með tíðindamönnum blaða og útvarps að Hótel Borg í morgun og skýrði þeim frá þess- um tíðinlum. Cornelius er nú á förum héðan í bili, en eftirmaður hans hér verður Rune Ahren- mark verkfræðingur. Cornelíus skýrði ennfremur svo frá, að þegar líða tók á Ev- rópustyrjöldina, hafi komið í ljós mikill áhugi í Svíþjóð fyrir verzlunarviðskiptum við ísland. Á árinu 1944 var í Svíþjóð stofn- að verzlunarfélag, er nefndist íslandsfélagið h.f. Islandsbolag- et A.B.) og hafði gamall íslands- vinur, flotakapteinn N. Unnérus, stutt að þeirri stofnun, en tvö stór sænsk fyrirtæki stóðu fjár- hagslega á bak við. A.-B. Svea- export, hvað verzlun snerti og Salénskipafélagið viðkomandi flutningum á sjó. í stríðslokin hafði Islandsfélagið h.f. samband SECURITY Under The Old Parties • Farmers' prices below production costs. 0 Labor's wages below subsistence level. • Unemployment for millions. 9 Constant insecurily for all workers. O Health ioo expensive for the aver- age person. • Education neglected. • Scarcity in the midst oí plenty. • Race played against race, creed againsl creed. O Riches for the few, poverty for the many. With The CCF O Protection for the íarmer and the worker against financial pirates and unscrupulous employers. O Development of industry and re- sources for the benefit of all. O More and belter homes. O Equality of opportunity for educa- tion. O Development for free health ser- vices for all. O Security for the aged and ill. O Racial and reliqious equaliiy. O Government responsibiliiy for maintaining production and em- ployment. The following C.C.F. Candidates outside Winnipeg are of special interest to the readers of this paper: P. Olchowecki. Emerson; M. Sawchuk, Ethelbert; L. W. Michalchuk, Fisher; * M. J. Tokar, Russell; W. Doneleyko, St. Clements. In Winnipe'g vote for: L. Siinson G. Stapleton D. Swailes S. J. Farmer M. A. Gray A. N. Robertson THE PEOPLE'S PARTIS THE CCF Published by authority of the C.C.F, PHOENIX BLOCK, WINNIPEG

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.