Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 11.10.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 11. OKTÓBER, 1945 LÉT LIFIÐ í STRIÐINU VIÐ NAZISMANN Brezki leikarinn Leslie Howard Eftirfarandi grein, sem fjallar um hinn heimsfræga brezka leikara, Leslie Howard, er fórst í flugslysi úti fyrir Spánarströnd í fyrra, er þýdd úr sunnudagsblaði danska Socialdemokraten. f ESLIE HOWARD, sá kvik- ¦" myndaleikari, sem ef til vill hefur verið beztum hæfi- leikum gæddur, af öllum þeim, sem nýtízku kvikmyndastarf- semi hefur haft á að skipa til þess að leysa af hendi hin svo- kölluðu "skapgerðarhlutverk", er nú dáinn. Þrjú ár eru liðin frá dauða hans, þótt ekki hafi mátt geta um það fyrr en nú. Hann féll í baráttunni gegn nazismanum vorið 1942. Flug- vélin, sem hann var á ferð með, var á leiðinni frá Lissabon til Lúndúna, er hún var skotin nið- ur af þýzkri flugvél. Öll áhöfn- in fórst. Þegar eg segi, að flugvélin hafi verið skotin niður af þýzk- um flugmönnum, er það að vissu leyti ágizkun. Enginn veit með vissu, hverjar orsakir lágu til þess að hún týndist, en það skeði yfir Biseayflóa. Þetta var hollenzk farþegaflugvél, sem látin var annast óhernaðarlegt farþegaflug, á milli Lundúna og Lissabon. Leslie Howard var einn af fremstu mönnum sinnar starfs- greinar með Englendingum. Hann va» að koma úr fyrir- lestraferð um Portugal, þeg- ar slysið vildi til. Eftir að hann hafði átt hin mikilvægasta þátt í kvikmyndaframleiðsl- unni á fyrstu stríðsárunum, var hann í byrjun ársins 1942, útnefndur sem nokkurs konar "fljúgandi sendiherra" kvik- myndaiðnaðarins. Hann ferðað- ist um nokkur hinna hlutlausu landa, til þess að koma á fót nýjum samböndum og viðhalda gömlum, fyrir brezku kvik- myndaframleiðsluna. Frá Portu- gal var ferðinni heitið um Lun- dúnaborg til Stokkhólms. En áður en hann komst til Stokk- hólms, féll hann sem fórn fyr- ir hinum þýzku byssukúlum. Hans vopn voru tindrandi gáf- ur, réttlætiskennd, menntun og hæfileikar. Eg hafði tækifæri til þess að kynnast honum, þó skamma stund væri. er eg heim- sótti kvikmyndavinnustofur hans í Englandi árið 1930, og þá komst eg að raun um, hversu þessir eiginleigar ein- kenndu allt hans dagfar og töfruðu alla, sem komu í nám- unda við hann. Um gjörvallan heim hefur hann hrifið menn og konur meo sinni djúptæku persónugerð, glæsiieik og list- rænni snilli. Ekki er það neitt oflof, þótt sagt sé, að fáir kvikmyndaleik- arar hafi staðið honum jafnfæt- is að gáfum og hæfileikum. Hann var bezti skapgerðarleik- ari brezk-amerípku kvikmynd- anna. Hversu mjög hefur ekki list hans hrifið okkur, er við horfðum á leik hans í "The red Pimperel" og "Pygmalion". Við mu(num seínt gleyma honum, eða sjá betri leik en hans, er hann lék hlutverk Sir Percy Blakeney og prófessor Higgins. Ekki munu hér öll hlutverk hans upptalin, þó að það sé freistandi. Við verðum samt að minnast á hann sem Romeo i kvikmyndinni Romeo og Júlía, en þar lék hann á móti Norma Shearer. Fegurea enskt mál hefur aldrei heyrzt hljóma frá hinu hvíta tjaldi, og aldrei hef- ur sennilega hinn frægi ástar- harmleikur Sheakspeare verið betur túlkaður í leik. Þegar stríðið hafði staðið í nokkur ár, vildi Howard ekki leggja lengur fram krafta sína til þess að skapa venjulegar skemmtikvikmyndir. Honum fannst það lítið og þýðingar- laust hlutverk á móts við þann ógnþrungna harmleik, sem leik inn var á sviði sjálfrar verald- arinnar. Og þegar brezka upp- lýsingaráðuneytið bað hann að taka að sér jákvætt starf fyrir þjóð sína, á sviði hernaðarins, var hann þegar í stað reiðubú- inn að fórna öllum sínum hæfi- leikum og allri sinni miklu starfsorku. Hann starfaði síð- an ekki aðeins sem leikari, held- ur og einnig sem leikstjóri og ráðgjafi. 1 byrjun fékkst hann við nokkrar styttri kvikmyndir, (Frh. á bls. 8) Yngstu lesendurnir Það var ekki fyr en á níundu öld að menn frá Noregi og Sví- þjóð fundu stóru eyjuna í Norð- ur-Atlantshafinu. Eins og eg sagði ykkur frá í síðasta kafla, kom það oft fyrir að hin litlu seglskip, sem menn ferðuðust á í þá daga, viltust af leið og ráku undan veðri og vindi. í kringum árið 850 var víking- ur einn, er Naddóður hét, á leið frá Noregi til Færeyja. Hann lenti víst í miklu óveðri og vilt- ist fram hjá eyjunum og rak langt norðvestur í haf. Þar kom hann að landi, sem hann hafði aldrei séð áður; ströndin var hálend og vogskorin. Þetta var austurströnd Islands. Naddoður sá þar enga byggð. Hann gekk upp á hátt fjalL til að vita hvort ekki sæist neins staðar reykur eða önnur merki um manna- byggð. En það var ekki. Naddoður og félagar hans yf- irgáfu þá landið og sigldu áleiðis til Færeyja. En áður en strönd- in hvarf sjónum þeirra, féll snjór á fjöllin. Þess vegna kallaði Naddoður landið Snæland. Þetta nafn festist þó aldrei við eyj- una fremur en nafnið Thule. Næsti maður, sem til eyjarinnar kom, gaf henni nafnið Garðars- hólmil, en frá því mun eg skýra ykkur í næsta blaði. Ef þið hefðuð fundið stóra eyju langt norðan í At- landshafi, hvað mynduð þið hafa kallað hana? Orðasafn að ferðast—to travel að villast—to lose the way að reka — to be driven veður — storm strönd — coast hálend — mountainous vogskorinn — indented byggð — settlement fjall — mountain reykur — smoke merki — sign félagar — companions að yfirgefa — to leave áleiðis — onwards að hverfa sjónum—to disappear Snæland — Snowland að festast — to stick Gleymið ekki að klippa þessa kafla úr blaðinu og geyma þá; eg mun oft vitna í það sem ég hefi áður sagt ykkur, og þá er gott að lesa þá frásögn aftur. Þannig lærið þið sögu Islands smámsaman, á auðveldan hátt. Frúin: "Nú eigið þér að stinga upp garðinn, vökva trén og blómin, seja niður fjólurnar og rósirnar, hreinsa gróðurhúsið, sjá um að setja hitann—" Nýji garðyrkjumaðurinn — "Frú, er þetta ðmm ára áætlun eða eins dags berk?" Hve þakklát eruð ÞÉR fyrir SIGURINN? Þegar John Doe frétti um 9. canadiska sigurlánið, varð honum þetta að orði. "Nú gefst mér kostur á að lýsa bakklæti mínu yfir sigrinum." John Doe er hagsýnn maður og vitur. Þó stríð vinnisí, er honum það ljóst, að enginn tryggur sigur vinst, og enginn iryggur friður fæst. fyr en sár stríðsins hafa verið grædd, og að fólk getur á ný lifað hamingjusömu lífi í landinu; hann vill sjá fyrir endann á óviss- unni, fórnum og þjáningum; hann vill að allir líti betri daga. Og hann veit, að 9. sigurlánið stefnir að bætium kjörum fyrir alla. Það veitir aðstoð hinum heimkomnu hermönnum vorum, er á- svo frækilegan hátt sigruðu óvini vora; það veitir aðstoð hinum sjúku og særðu; það veitir þeim stuðning, er mistu ástvini, og byggir hina upp, sem nytsama þegna í þjónustu þess Canada, sem koma á. Þar að auki stuðlar 9. sigurlánið að því, að vér, i sameiningu við bandaþjóðir vorar. getum rétt bágstöddum þjóðum hjálparhönd. Framleiðsla í þessum tilgangi, að viðbættu því, er vér þórfnumsi heima fyrir, eykur aívinnu í landinu. ÞETTA VERÐUR SÍÐASTA SIGURLANIÐ YFIR ÁR. Canadamenn sjá því borgið engu síður en hinum fyrri lánum. Og vér gerum það með þeim hætti, að kaupa nú fleiri sigurlánsbréf en í liðinni tíð; með því að leggja í þau ált, sem vér getum sparað, og það. sem vér getum verið án af tekjum vorum. Með því að dreifa afborgunum yfir iólf mánuði í stað sex, getum vér keypt STÆRRI upphæðir sigurlánsbréfa — og haft það jafnframt á vitund. að vér séum að lána peningana en ekki að gefa þá, og að þeir verði endurgreiddir — með vöxtum. Bíðið þér, eins og John Doe, með óþreyju eftir öllum hinum mörgu hlunnindum eftir- stríðstímabilsins? Sé svo, látið þér ekki yðar hlut eftir liggja. VERIÐ VIÐBUIN KAUPUM SIGURLANS VEOBRÉFA 9-47 NATIONAL WAR FINANCE COMMITTEE

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.