Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 5

Lögberg - 29.08.1946, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 29. ÁGÚST, 1946 S 5 Ali U6AHAL ■WENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON NÆTURGESTIR Vin'kona þín, sem kemur langt að, ætlar að heimsækja þig og vera hjá þér í nokkra daga. Mik- ið hlakkar þú til að sjá hana, og allt langar þig til að gera til þess, að henni líði sem bezt, og það fari sem notalegast um hana með- an hún er gestur þinn. Hér fara á eftir nokkrar 'bendingar um það hvernig þú skalt undirbúa fyrir kornu hennar. Athugið hvílurúmið í gesta herberginu. Er undirsænginnot- aleg, eða er ihún óslétt? Eru fjaðrirnar rúminu í lagi, eða er rúmið sigið í miðjunni? Eru nægilegar ábreiður í herberginu, ef kólna skildi í veðri? Er nægilegt pláss í fataskápn- um, herðatré og nokkrar auðar skúffur fyrir föt gestsins? Sumum þykir skemtilegt að lesa áður en þeir fara að sofa, eða lesa sig í svefn. Sjáðu um að ljósið sé þægilegt til lesturs og nóg sé af koddum til þess að hlaða við bakið þegar gestur þinn , sezt upp við rúmgaflinn til að lesa. Þá skaltu hafa þar, við hendina nókkrar góðar bækur og tímarit. í baðherberginu skaltu hafa slá, þar sem einungis eru hengd- ar þurkur og handklæði gestsins. Ekki þarf gestaberbergi þitt að vera mjög fínt, en hitt og ann- að skaltu hafa þar, sem sýnir umhugsunarsemi þína. Ferða- fólk gleymir oft hinu og öðru heima, sem þægilegt er að hafa og jafnvel ómissandi. í borð- skúffunni er gott að hafa sápu, krem, tannkrem og tannbursta, pappír til að þurka krem af and- litinu, o. s. frv. Annað sem ætti að vera í gest- aherberginu er penni og blek, skrifpappír, umslög og nokkur frímerki; símabók er þægileg líka, til þess að finna heimilis- fang fólks. Þá er gott að hafa þar nálar og tvinna, nokkrar tölur og títu- prjóna, einnig fatabursta. Sjáðu um að þar séu eldspítur og öskubakki. Er nokkur klukka þar, og hvernig væri að hafa þar líka hitapoka, ef gestur þinn á vanda fyrir fótakulda? Vafalaust getur þér dottið margt fleira í hug, sem gesti þín- um kæmi vel. Þetta er nú alt lítilræði í sjálfu sér, en það er nú einmitt svona umhyggjusemi sem ekki gleymist, og gestur þinn mun ávalt hugsa til þín hlý- lega og vera þér þakklátur í huga fyrir það að hafa tekið svona vel á móti sér. En hvernig er þá með þig, hef- ur þú haft ánægju af heimsókn vinkonu þinnar, eða hagaði hún sér þannig að þú varst fegin að sjá á eftir henni út úr húsi þínu? Þegar þú ert gestur á annara heimili, ber þér að vera nærgæt- in og háttprúð, annars mun þér ekki verða fagnað þar aftur. Það er ekki skemtilegt fyrir húsmóðurina að þurfa að nudda varalit gestsins úr fallegustu koddaverunum sínum, eða láta hreinsa fallegu rúmábreiðuna vegna þess að gesturinn fleigði sér á rúmið án þess að taka á- breiðuna ofan af því. Margir vilja heldur þvo þurk- ur heldur en að nota sömu hand- klæði og aðrir. Gestahandklæð- in eru hengd upp til þess að gest- urinn noti þau, en ekki hand- klæði heimilis fóliksins. Gleymdu ekki að hreinsa baðkerið, þegar þú ert búin að baða þig, og ganga snyrtilega um baðherbergið. Sumum húsmæðrum þykir vænt um ef gesturinn hjálpar ofurlítið við húsverkin, en aðr- ar vilja það alls ekki. Eltu ekki húsmóðurina á röndum um hús- ið, til þess að bjóða henni aðstoð þína; hún vill kannske drífa verk- in af ein, og skemta sér svo með þér, þegar þeim er lokið, og það fer þá í taugarnar á henni ef þú ert altaf að flækjast fyrir henni. Öðrum þykir gaman, að þú dund- ir með þeim við húsverkin og þið talið saman um leið. Notaðu dómgreind þína og reyndu að komast að því hvernig þú getur veitt húsmóðurinni mesta á- nægju, og hagaðu þér eftir því. Hlauptu ekki eftir rykþurk- unni þótt þú sjáir dálítið ryk einhverstaðar, færðu ekki til húsgögnin og reyndu ekki að breyta heimilishaldinu g nokk- urn hátt. Varastu að finna að, eða gefa húsmóðurinni ráðlegg- •ingar, jafnvel þótt hún fari fram á það. Þótt vinátta ykkar sé ná- in skaltu varast að skifta þér af einkamálum vinkonu þinnar. Ef að þú reykir, gáðu þá að því að missa ekki ösku ofan á gólfábreiðuna eða skilja eftir sígarettu einihversstaðar. Húsmóðirin spyr þig stundum hvort þú viljir heldur te eða kaffi, o. s. frv. Segðu henni það strax hreinskilnislega. Hún spyr þig að þessu vegna þess að hana langar til að gera þér til hæfis. Borðaðu þann mat sem fram- reiddur er, atihugasemdalaust, jafnvel þótt þér þyki hann ekki góður. Þreyttu ekki vinkonu þína með of langri heimsóikn. Kveddu hana á meðan hún hefir enn ánægju af veru þinni, og biður þig að vera lengur. Vertu ekki feimin við að láta vinkonu þína vita hve mikillar ánægju þú hefir notið á heimili hennar, hve rúmið var mjúkt, hve matur hennar var Ijúffeng- ur, hve hún var sjálf elskuleg í þinn garð. Hún á það skilið að þú metir það, sem hún hefir lagt á sig þín vegna. Láttu hana finna að þú gerir það. Ef þú geymir nú þessar ein- földu reglur í huga, mun vin- kona þín hlakka til þess að þú verðir næturgestur hennar aftur. ♦ Fegrun kvenna— ' —Allar konur geta verið lag- legar lásýndum, segir viðurkend- ur fegurðarsérfræðingur einn amerískur, — ef þær aðeins ’hafa vit á því að láta sem mest bera á því, sem þær hafa fegurst til að bera, en breiða yfir hitt, sem miður er. En flestum konum, sem með rétitu eru kallaðar fagrar konur, er þetta sameiginlegt: Þær eru vel hraustar; þær hafa fallegt hár; þær hafa þýða og þægilega rödd; þær hafa fallegt göngulag, eru frjálslegar í fram- komu og bera sig vel; það ljómar af þeim; þær eru greindar; þær hafa skapfestu til að bera; þær eru öruggar og ánægðar með sjálfa sig, fullkomlega eðlilegar í framkomu. -f Það hefir komið í ljós við rann- sókn, að sumt grænmeti, t. d. kál, kartöflur, gulrætur, baunir og seljurót, verður auðugra af C- vitamini við stutta suðu. Húsráð— Pylsíir eru settar út í kalt eða volgt vatn og soðnar í tæpar 10 mínútur við vægan hita. Séu pylsurnar settar í sjóðandi vatn sprnga þær frekar. AUÐUG NYTJAJURT Fyrir heimsstyrjöldina síðari, er Japanir hrifsuðu Mansjúríu undir sig, var því fleygt að þeir ágirntust landið mest vegna þess að þar væri heimili soya-baunar- innar. , Soya-baunin hefir svipað gildi fyrir Austurlönd og kornið hefir hér í Norðurlöndum. — Og gildi hennar kemur æ betur 1 ljós, eftir því sem menn kynnast kost- um hennar betiur. Og alltaf er verið að gera tilraunir um rækt- un og notkun þessarar dýrmætu jurtar. v Svo mikið næringargildi hefir soya-baunin, að hana má nota í staðinn fyrir margar aðrar fæðu- tegundir, mjólk og egg. Auk þess eru unnar úr henni ýmsar iðnaðarvörur. Jurtin er fyrirtaks fóðurjurt, jafnast á við smára til eldis og geymist vel í hlöðu. Úr þrosbuðum soya-baunum er búinn til kaffibætir, gerfi- mjólk, ostur, konfect. Marga góða rétti má búa til úr þroskuðum soya-baunum, þær má bæði sjóða og steikja eða brenna í ofni, eins og kaffibaun- ir. Úr mjölinu fæst ágætis brauð og er talið holt fyrir þá sem hafa veikan maga. Soya-ibaunin gefur okkur bæði macaroni, matarolíu og smjör, og er þetta allt bæði næringarríkt og auðmelt. Soya-súkkulaði og marcipan er líka til, og jafnast fyllilega á við þessar vörur búnar til á venj- ulegan hátt. I soyaolíunni er mikill auður fólginn. Hann má nota í gerfi- bein, glycerin, gólfdúka, togleð- ur, sápu, þétti gegn vatni, — auk þess imargskonar sprengiefni, og eru þau ódýrari og auðveldara að framleiða þau en verið hefir. Það má því með góðum rétti segja: Hvers vegna hafa menn ekki hagnýtt sér þetta fyrr? Soyabaunin getur ekki enn vaxið hvar sem er og hefir ekki í Evrópu, verið ræktuð norðar en í Riga. En unnið er að því af kunnáttumönnum að rækta og herða jurtina, svo jafnvel megi Yækta hana í hinu duttlunga- fulla loftslagi Norðurlanda. Og það væri mikill fengur fyrir Norðurlönd ef hægt væri að rækta jurtina þar. Til sönnunar míá geta þess. að árið 1928 flutti Danir inn um hálfa milljón smá- lesta af soyabaunum og þjóð- verjar 300,000 smál. í Syíþjóð hefir mikill áhugi verið fyrir þessari jurt og þegar árið 1908 gerði vísindamaðurinn Nils Han- son rannsóknir sem sýndu að í soyabauninni voru ómetanleg næringarverðmæti. Fyrir landbúnaðinn er soya- baunin mikilvæg. í Ameríku og Asíu segja þeir sem rækta hana, að brátt muni menn ekki þurfa á kúnum að halda. Næringar- gildi mjólkurinnar er margfalt dýrara en tilsvarandi næringar- gildi soyabaunarinnar. Sé gert ráð fyrir að 100 hitaeiningar af mjólk kosti 4 aura, kosta 100 hita einingar úr soyabaunum aðeins 1 eyri. Og þegar visst mál af eggja- hvítuefni í eggjum og kjöti kost- ar 10 aura, kostar sama mál af eggjahvítuefni úr soyabaunum aðeins 1 eyri. Þarna er þá fundin leið til þess að fá þessi nærin’garefni sem ó- missandi eru, bæði auðveldar og ódýrar en verið hefir. —Vísir. Ertu hræddur við að borða ? Áttu við að strlða meltingarleysi, belging og náblt? Pað er ðþarfi fyrir þig að láta slíkt kVelja þig. Fáðu þér New Discovery "GOLDEN STOMACH TÖFLUR.” 360 töflur duga I 90 daga og kosta $5.00; .120 duga I 30 daga, $2.00; 55 I 14 daga og kosta $1.00; Til reynslu, 10 centa dðs — fæst I öllum lyfjabúðum. ÚR RÍKI NÁTTÚRUNNAR: Skógarbjörn og krókódíll berjaál upp á líf og dauöa Eftir W. D. Klapp Við vorum tveir á ferð neðan við Black Water Bayon. Við ætl- uðum að veiða hina stóru fiska sem hafast við í skugga trjánna í Aurvatni. Þegjandi rérum við eftir lygnu vatninu og ekkert áraglamur heyrðist. Mér eru alltaf kærar hinar víðu flólendur hér á landa- mærum Louisiana og Mississippi. Suðan frá ótal fljúgandi skor- dýrum' dunaði í eýrum okkar. Hinir grænleitu skuggar skógar- ins voru að lengjast, og eldrauð kvöldsól varpaði einkennilegum ljóma á trjátoppana og geislarnir smugu milli greina niður á vatns- flötinn. En þegar við komum fyrir tanga nokkurn, þá gerðist atburður, sem var í engu sam- ræmi við þessa kvöldkyrð. Stór, svartur skógarbjörn var á leið niður að vatninu. En þegar hann sá okkur, glápti hann á okkur um stund og sneri svo við og ætlaði að flýta sér upp snar- bratitan og háan vatnsbakkann. Hann reyndi að beita klónum, en jarðvegurinn var svo gljúpur, að hann náði engu taki. Og vegna þess hvað hann var þungur, þá rann hann aftur á bak og hlunk- aðist niður í vatnið. I sama bili sáum við hvar stór krókódíll renndi sér út úr skugg- anum með opinn kjaftinn, svo að sá í hinar löngu og hárhvössu tannaraðir. Eg ætlaði ekki að trúa mínum egin augum. En svo sá eg blóðs- lit á vatninu. Björninn hafði særst og blóðlyktin gerði krókó- dílinn trylltan. Og svo hófst hið sjaldgæfa einvígi, þar sem full- vaxinn krókódíll réðist á stóran björn. Við hættum að róa og störðum á viðureignina. Árás krókólílsins kom birnin- um á óvart. Um leið og krókó- díllinn læsti tönnunum í hann, sló hann með halanum og hitti björninn á höfuðið. Svo sló hann annað högg með halanum og kom það á síðu bjarnarins og heyrðist þá dynkur mikill. Þarna var fúl leðja, og björn- inn virtist blindaður af henni. Hann -hafði víst heldur ekki átt- að sig eftir kafhlaupið, má og vera að hann hafi ruglast af höf- uðhögginu. En hann var enginn heigull. Hann barði um sig með hrömmunum, eins og óður væri. En auðséð var að hann stóð miklu ver að vígi. En krókódíllinn var þarna í essinu sínu. Og nú ætlaði hann að draga bangsa út á djúp- ið og þar hefði leikurinn orðið enn ójafnari. En krókódíllinn þóttist of viss í sinni sök. Hann velti sér á bak- ið til þess að geta náð betur taki. en um leið læsti björninn í hvíta kveljuna á kviði hans. Með framhrömmunum hélt hann nú krókódílnum niðri, en með klón- Um á aftutihrömmunum reif hann og sleit kviðinn á króikódílnum. Svo reyndi hann að ná kverka- taki á honum. Nú var vörn af hálfu krókó- dílsins. í fullkomnu æði barði hann halanum sitt á hvað. Hann velti sér á báða bóga til þess að losna við kverkatakið. Hann rumdi hátt og skellirnir af sporða köstunum og glamri bjarnar- klónna, er þær svörfuðu á skelj- um hags gerðu þarna mikinn bardagagný. Einu sinni tókst krókódílnum að kaffæra björninn og ætlaði sér sýnilega að drekkja honum. En honum tókst ekki að halda birninum föstum nógu lengi. Þegar björninn kom aftur úr kafi, fossaði úr honum blóðið. Krókódíllinn hafði rifið stórt flykki úr hnakkadrembinu á hon- um. Var nú sýnilega dregið af birninum, en þó reyndi hann nú að komast á land. Nú var sýnilegt að krókódíll- inn þóttist viss um sigur, því að hann réðist á björninn með enn meiri ofsa en áður. Hann kom ekki að tómurn komunum. Björn- inn var viðbúinn. Hann reis upp á afturfótunum og greiddi krókódílnum ógurlegt högg með 'öðrum hramminum. Þetta högg var svo mikið, að krókódíllinn dasaðist við það. Og svo réðist bjrninn á hann og náði nú enn betra kverkataki en áður. Krókódíllinn velti sér og bylti. Hann lamdi um sig með halanum svo að vatnsgusurnar gengu himinhátt. Hann sneri upp á sig og reyndi að bíta. En það bar engan árangur. Björn- inn hélt honum eins og í skrúf- stykki. Smám saman dró af krókódíln- um og að lokum lá hann kyr. En til vonar og vara sleppti björn- inn ekki tökum. Hann hélt hon- um lengi eftir að hann hætti að brjótast um. Svo rumdi björninn og sleppti taki, og horfði á fagurrautt, bróðið, sem fossaði úr ófreskj- unni, er hann hafði sigrað. Sein- lega snéri hann sér við og ætlaði að komast á land. En hann náði því ekki. Hann var orðinn ör- magna af blóðmissi. Rétt við vatnsbakkann riðaði _ 'hann á fótum, hneig niður og dó. Hugsað fram! Láttiu hreinsa öll fötin, sem þú þarft að láta heins í haust — NÚNA . . .- Ágætisverk Hagnýttu þér tækifærið til sparnaðar með því að vitja fata þinna í búðina sem næst þér er. Búðir okkar eru nú opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. Perth’s 888 SARGENT AVE. EATON’S búð Kanadiskrar æsku Æskufólkið í Kanada veiti hvað það vill. Það hefir ákveðna meiningu um hvers morgundagurinn krefst í sambandi við móði, liti og efni. Eins og vænta mátti þá sýnir æskufólkið heilbrigða dómgreind í vali sínu á klæðn- aði, sem æskunni er samboðinn, og á sérstaklega vel við kröfur nútiímans. Með þetta í huga hefir EATON félagið lagt sérstaka áherslu á, að kynna sér þarfir æskufólksins og fullnægja þeim. Eðlilegar afleiðingar af þeirri viðleitni er, að menn hugsi og tali um EATONS búðina, sem búð kanadiskrar æsku. Að þetta sé ekki aðeins orðaskrum, heldur stað- reynd, samsinna allir sem með æskufólkinu koma í verzl- unarerindum þess, eða koma í búð vora til að versla fyrir það. * T. EATON C?, LIMITED Innköllunarmenn LÖGBERGS Amaranth, Man. B. G. Kjartanson Akra, N. Dak. B. S. Thorvarðson Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson Árnes, Man. M. Einarsson Baldur, Man. O. Anderson Bellingham, Wash Árni Símonarson Blaine, Wash. Árni Símonarson Cavalier, N. Dak B. S. Thorvarðson Cypress River, Man O. Anderson Churchbridge, Sask S. S. Christopherson Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson Elfros, Sask Mrs. J. H. Goodmundson Garðar, N. Dak. Páll B. Olafson Gerald, Sask. C. Paulson Geysir. Man. K. N. S. Friðfinnson Gimli, Man O. N. Kárdal Glenboro, Man O. Anderson Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson Husavick, Man O. N. Kárdal Langruth, Man John Valdimarson Leslie, Sask. Jón Ólafsson Lundar, Man Dan. Lindal Mountain, N. Dak. Páll B. Olafson Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal Riverton, Man. x K. N. S. Friðfinnson Seattle. Wash. J. J. Middal •Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson Tantallon, Sask. J. Kr. Johnson Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal Víðir, Man. K. N. S. Friðfinnson Westbourne, Man. Jón Valdimarson Winnipeg Beach, Man. O. N. Kárdal

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.