Lögberg - 26.09.1946, Page 6

Lögberg - 26.09.1946, Page 6
u LÖGBERG, FIMTUDAGINN 26. SEPTEMBER, 1946 Margrét Werner heyra eitt orð frá þessum fallegu vör- umum. Lafði Durham fylgdi honum þangað sem Beatrice stóð, og kynti hann, með fáeinum kurteysum orðum. Jarlinn var orðlagður fyrir sína ljúfu framkomu, við hvern sem var. Hann vissi ávalt hvað hann ætti að fá sér til umtals efnis, og hvernig að haga sam- talinu; en er þessi skæru augu horfðu á hann, stóð hann orrðlaus og sneyptur. Árangurslaust reyndi hann að segja fá- ein orð; hann blóðroðnaði í andlitinu, og Beatrice horfði steinhissa á hann. Gat þessi herra, sem horfði svo blíðlega á hana, verið jarlinn af Elkhorn sem enginn gat skilið neitt í? Loksins gat hann farið að tala um þetta virðulega samkvæmi og indæli dagsins. Eins fljótt og leiftri brigði fyr- ir hafði hún spurt hann með augunum, hvort hann hefði ekkert að tala um? Hann stóð um stund við hlið hennar, eins og hálf utan við sig af hrifningu og aðdáun. Hann talaði við Lilian og Lafði Cuming. Beatrice lét sér fátt um finn- ast alla þá kurteysi og lotningu sem hann sýndi henni. Jarlinum var þetta alveg nýtt; hann hafði ekki átt slíku að venjast, af tignum meyjum. Loksins spurði hann: “Verður þú aldrei leið á blómum og veizlum, Miss Cuming?” “Neí,” svaraði hún, “eg gæti aldrei orðið leið á blómum; hver gæti orðið það? Hvað veizlum viðvíkur, þá hef eg aðeins verið í fáum, en mér líkar betur sú síðasta en sú fyrsta.” “Æfi þín hefur líklega verið öðruvísi en mín; eg hef verið í veizlum og sam- kvæmum árið út or árið inn,” sagði hann. “Eg hef lifað meðal blómanna, en ekki í veizlum ” svaraði hún. “það eru hug- næmar nýungar fyrir mig.” “Eg vildi óska að eg gæti sagt það sama. Mér skyldi þyjíja vænt um ef þú gætir kennt mér það.” Hún hló að þessu, og hljómfegurð hlátursins hreif jarlinn ennþá meir. Hann útvegaði fallegasta listibátinn, og gat fengið Beatrice til að iofa hon- um að róa tvisvar með sig yfir vatnið. Hann sleit upp fagra vatnslilju og gaf henni. Þegar þau lentu leitaði hann að hinum indælasta bletti sem þar var að finna, og lét hana setjast þar. Honum geðjaðist engu síður að hennar glað- væra og frjálsmannlega viðmóti, en líkams fegurð hennar. Hann hafði aldr- ei mætt slíkri stúlku sem henni. Hún roðnaði ekki, og leit ekki út fyrii að veita neiná sérstaka athygli alúð hans og umhyggju, né láta í ljósi nein tilfinn- inga svipbrigði, sem var svo alvanalegt meðal ungra stúlkna sem hann þekkti. Hún virtist aldrei hugsa um að muna að hann var jarlinn af Elkhorn; hún gerði heldur ekkert til að laða hann nær sér. Löngu áður en dagurinn var liðinn, sagði hann við sjálfan sig, að nú hefði hann mætt forlögum sínum, og þó það tæki *ár að vinna ást hennar, mundi hann álíta að þeim tíma væri vel varið — að hún væri eina stúlkan í öll- um heiminum fyrir sig. Ralph lávarður hafði litla ánægju af þeirri eftirsókn, sem jarlinn sýndi í því að kynnast honum, eftir að þeir höfðu verið kynntir hvor öðrum, reyndi jarl- inn að vinna kunningskap hans á ýmsa vegu. Hann leitaði ráða ti! hans í einu og öðru, og eftir veizluna í listigarði lafði Durham, tók hann upp reglubundn- ar heimsóknir til húss lávarðarins. Lafði Edith leizt vel á hann, en hún átti bágt með að finna út hvor systranna það var, sem hann sóttist eftir. Þessi torskildi jarl, sem hafði orðið svo mikil vonbrigði f jölda tiginna mæðra og dætra þeirra, fann nú, að hann var algjörlega sigraður. Hann var í efa um hvernig sér mundi takast, og þorði varla að vona, að sér myndi heppnast að vinna ást hinnar fríðustu og gáfuðustu stúlku í London. Hann var þögull og óframfærinn í nær- veru hennar, en veik helzt máli sínu að Lilian. Allt tísku fólkið í London varð meir en lítið hissa, er jarlinn af Elkhorn opn- aði sitt skrautlega hús fyrir gesti, unair umsjón og gæzlu föðursystur sinnar, sem var bæði fríð og elskuleg. eldri kona. Hann sendi út fjölda boðsbréfa til vina sinna, og bauð þeim á dansleik í höll sinni. Það urðu strax margar getgátur um hvað jarlinn meinti með þessu, og mikil var hrifningin, er Cuming lávarður, með bros á andlitinu, rétti móður sinni boðs- bréfið. “Þú ferð náttúrlega þangað,”sagði hann. “Við erum ekki boðin neitt annað þann dag. Sjáðu um að stúlkurnar líti eins vel út, eins og hægt er.” * Hann var mikið upp með sér áf dætr- um sínum. Lilian var svo fögur og elsku- leg, í hvítum silkikjól, með uppáhalds perkirnar sínar. Beatrice, eins og fursta frú, í hvítum kniplinga kjól, settan dem- öntum til og frá. Cuming demantar skreyttu og hár hennar, og svo hafði hún kostbært demanta band um háls- inn, og demanta armband, og í hend- inni hafði hún vönd af hvítum liljum og rauðum rósum. Dansleikurinn mundi verða stór viðburður, sem vekti hina stærstu eftirvæntingu hjá öllum, og hið stóra spursmál var, með hverri mundi jarlinn hefja dansinn? Hjörtu allra stúlknanna slóu óreglulega við umhugs- unina um það. Þessu spursmáli var brátt svarað, þegar Beatrice Cuming gekk inn í dans salinn, gekk jarlinn strax til hennar, og bað hana að lofa sér að dansa fyrsta dansinn við hana. Hún vissi ekki hve mikið að slík kurteysi og viðhöfn meinti. Hann var í efa um, er hann leit á hana, hvort hún, hin fínasta og bezta dans drottning, mundi nokkurntíma elska sig — hann hélt að það væru sama sem engar líkur til þess að hún mundi nokk- urn tíma kæra sig um hann. Þa<5 var fyrst þetta kvöld, sem hann snart hið stolta hjarta hennar. • Hún hafði alstaðar að, heyrt jarlinum hrósað — hans miklu auðæfum, gáfum, persónuleika og riddaralegri framkomu. Beatrice virti hánn fyrir sér og veitti nú fyrst eftirtekt hans göfuga og tignar- lega útliti; hann var ekki, eftir því sem vanalega var álitið, fríður, en náttúr- an hafði svo augljóslega markað á and- lit hans göfgi og heiðarlegheit. Því næst hugsaði hún um — og það kom henni svo óvart — að jarlinn af Elkhorn, sem var í svo miklu áliti og eftirsóttur, valdi hana með sér til þess að hefja þennan mikla dansleik. Hún sá bros á andlitum vinstúlkna sinna, og heyrði nafn sitt nefnt í sambandi við nafn hans. “Kæra Miss CumingJ’ sagði lafði Em- érson, “þú hefur sannarlega afrekað furðuverk, að yfirvinna hinn óyfirvinn- anlega. Eg veit að hundruð hefðar meyja hafa brosað til jarlsins, en árangurslaust. Hvaða töfra meðal hef- ur þú brúkað til að leggja hann að fót- um þér?” “Eg vissi ekki að hann væri fyrir fótum mér,” svaraði Beatrice. “Þér er víst gjarnt til að tala í líkingamáli, lafði Emerson.” “Þú munt komast að því, að eg hef rétt að mæla,” svaraði lafðin. “Gleymdu því ekki að eg var sú fyrsta til að óska þér til lukku.” Beatrice undraði sig yfir því, ef nokk- ur tilhæfa væri í þessu. Hún leit aftur á hann. Sannarlega mátti hver stúlka vera stolt af að vera elskuð af slíkum manni. Hann sá tillit hennar og roðn- aði í andliti. Hann kom strax til henn- ar. “Miss Cuming,” sagði h-ann, undur vingjarnlega, “þú sagðir mér um dag- inn að þú héldir mikið uppá blómstur. Ef þú hefur ekki komið í blóma húsið hérna, má eg þá fylgja þér þangað?” Hún tók feimnislega hans útréttu hendi, og þau leiddust gegnum marga skrautlega sali, og inní hið svala, ilm- andi blómahús. í miðju húsinu var gosbrunnur sem spýtti upp vatninu, með þægilegum stöð- ugum nið, og lamparnir geisluðu eins og bleikar stjörnur, meðal hinna mörgu, mismunandi lita. Beatrice varð frá sér numin af slíku safni hinna fegurstu og fáséðustu blóma. Röð eftir röð af hinum fáséð- ustu og mest eftirsóttu blóma. Beatrice fanst mest til um blóm frá Ausur Ind- landi, sem gaf frá sér sætari ilm en hún hafði nokkru sinni áður fundið. Þau héngu niður eins og gyltar klukkur und- ir stórum laufum sem skýldu þeim. Hún stóð frammi fyrir þessari fegurð í þeigjandi aðdáun. .“Þér lýzt á þetta blóm?” sagði jarl- inn. “Það er það fegursta blóm, sem eg hef séð,” svaraði hún. Hann tók strax eina fegurstu grein- ina af þessari dýrmætu plöntu. Hún hljóðaði upp af undrun og ótta yfir því, að hann hefði misgripið sig í því að slíta grein af þessari dásamlegu plöntu. “Ó,” sagði hann, “ef öll þau blóm sem eru hér, yrðu pressuð saman í eitt einasta blóm, væri það þó allt of léleg gjöf handa þér.” Hún brosti að þessari hæversku, og hann bætti við: “Eg skal altaf láta mér þykja vænt um þessa jurt, og gæta hennar vandlega.” “Hvers vegna?” spurði hún, eins og í hugsunarleysi. “Vegna þess að þér lýzt svo vel á hana,” svaraði hann. Þau stóðu hjá þessari fögru plöntu, og Beatrice snerti með mestu gætni hinar gullnu klukkur, með fingrinum. Það var eitthvað dularfullt við þetta blómskrúð, sem hafði áhrif á hana. Hún gat ekki skilið hversvegna henni fanst skvampið í gosbrunninum svo hljóm- fagurt, hversvegna að henni fundust blómin svo miklu fegurri, meðan jarlinn talaði við hana. Hún var elskuð áður. Hún hafði heyrt mikið um ást, en hún hafði sjálf aldrei til fulls skilið hvað það eiginlega var. Hún hafði enga hug- mynd um hví hún, eftir stutta stund, leit niður fyrir sig, og mætti ekki augna tilliti jarlsins — því hún varð heit og rjóð í andliti, og svo strax aftur náföl; því orð hans vöktu nýjan og sætan hljóm í hjarta hennar — hljóm sem aldrei dó út, fyr en —. “Má eg biðja þig um eitt blóm — aðeins eitt — til minnis um þessa indælu stund,” sagði jarlinn eftir stutta þögn. Hún sleit eitt blómið af hinni indælu gullnu jurt, og rétti honum. “Þér finst eg kannske forvitinn og framur,” sagði hann; “en, má eg spurja þig, hvort þú hafir nokkurntíma gefið nokkrum öðrum blóm?” “Nei,” svaraði hún. “Þá þykir mér helmingi vænna um það,” sagði hann. Jarlinn geymdi andlega hið gullna blómstur, sem Beatrice gaf honum. Sá tími kom, að hann hefði heldur viljað missa hvaða kostbæran hlut sem var, úr eigu sinni, en blómið. Spurning hans vakti óró í huga henn- ar, þyí sem snöggvast hvarflaði hugur hennar til Alfred Hankins. Líðandi stund huldist undir blæju endurminn- inganna; hún sá andlit hans, er hann rétti henni hina viðkvæmu lilju: það fór hrollur um hana, er hún mintist þess, eins og helkuldi dauðans hefði gripið hana — og lávarðurinn tók eftir því. “Þér er kalt,” sagði hann, “hvað eg er ónærgætinn að halda þér svona lengi hér!” og hann hjálpaði henni tii að leggja hið dýra kniplingasjal yfir herðar henni. Hún gleymdi þessu bráðíega, og þau fóru aftur inn í danssalinn. En jarl- inn hélt sig stöðugt nálægt henni. “Skemtirðu þér vel á dansinum, Bea- tricb?” spurði faðir hennar, er hann bauð henni góða nótt. “Já, sannarlega vel, pabbi,” svaraði hún. “Þetta hefur verið skemtilegasta kvöldið á æfi minni.” “Eg get getið mér til ástæðunnar til þess,” hugsaði Cuming lávarður, með sjálfum sér, er hann kysti hana og bauð henni góða nótt; “þetta verður ekkert leiðinlegt og leynilegt ástamál.” Hann varð ekkert hissa á því, að jarl- inn var sá fyrsti til að heimsækja hann daginn eftir dansinn; og sá seinasti til að fara. Alla nóttina hafði Beatrice verið að dreyma þetta göfuga andlit, sem eins og fylgdi henni; hún gat ekki gleymt því. Hún, sem annars kærði sig ekki um skjall og fagurgala, gat nú ekki annað en munað hvert orð, sem jarlinn hafði sagt. Gat það verið mögulegt að hann hefði verið að gefa í skyn, að hann hefði mætur á henni? Jarlinn hefði getað komizt hjá mörg- um áhyggju stundum, ef hann hefði getað séð hvernig hin gullnu blóm sem hann hafði gefið henni, voru geymd. Löngu seinna fundust þau meðal verð- mætra smámuna, sem minna á kær augnablik sem ungar stúlkur halda.svo mikið upp á. Þegar jarlinn var farinn, og Ralph lá- varður var einn þjá móður sinni, snéri hann sér til hennar með meira ánægju bros á andlitinu, en hún hafði áður séð. * “Mér virðist það vera afgert mál,” sagði hann; Beatrice verður Ijómandi sem lafði Elkhorn. Hann er einhver fín- asti ungra manna í London, og ágætis maður. Æ, móðir, e ger svo glaður að yfirsjón mín kemur ekki í veg fyrir ham- ingju barnanna minna. Hér er ekki um ætternismismun að ræða.” “Nei,” svaraði lafði Cuming. “Eg er ekki hrædd um Beatrice; hún er of stór- lát til að gera nokkuð rangt.” 25. Kafli. Úr þessu var gerð ljómandi ástarsaga meðal samkvæmis fólksins í London. Beatrice fór að hugsa um hvort að jarl- inn mundi vera alvarlega ástfanginn í sér. í þetta sinn var það ekki neinn barpaskapur; hún gerði sér ljósari grein fyrir hvað það meinti. Beatrice áleit það, að elska einusinni, væri það sama sem að elska altaf með sama innilegleik, sem kaldlyndar heimskonur gætu ekki skilið. Nafn jarlsins var að verða mest áber- andi í landinu, og Beatrice hugsaði varla um neitt annað en hann. Hann fór að trúa því að von sm væri ekki árangurs- laus; hennar fríða og einarða andlit ljómaði meir en áður, er hann talaði við hana, en hún horfði aldrei í augu hans, og henni varð erfitt að tala í nærveru hans. Jarlinn veitti því eftirtekt, og dró sér geðfeldar ályktanir af því. Nú fyrst fann hann til gleði og ánægju yfir að hafa erft svo stórkostlega mik- inn auð og háa stöðu; áður hafði hann ekki matið það svo mikils. Nú gladdi hann sig við umhugsunina um, að geta látið eins fríða og í alla staði framúr- skarandi konu eins og Beatrice Cum- ing njóta þess með sér. Hann hafði ekki mikið sjálfstraust. Stundum efaðist hann um að hann yrði lánsamur. Það var uggur í huga hans um, hvort sér auðnaðist að fá heiðarlega kærleiks- ríka konu. Ralph lávarður hafði brosað í kamp- inn í margar vikur að hinum fagra “sjónleik,” sem leikinn var, rétt fyrir augum hans, og lafði Edith furðaði sig á hve lengi jarlinn dró, að bera upp bón- orðið, og fá jáyrði hinnar fegurstu og tignarlegustu stúlku í samkvæmislifinu í London. Það leið enginn dagur svo jarlinn fyndi sér ekki eitthvað til erindis til að sjá Beatrice. Hann þreyttist aldrei á að finna út hvar næsti dansleikur yrði haldinn, eða tónleika hús, er hún vildi sækja. Hann fylgdi henni eins og skugg- inn hennar; hann var aldrei sæll nema þegar hann var hjá henni. Hann dreymdi hana á hverri nóttu, en hann var ragur við að spurja hana hvort hún vildi verða konan sín; hann var við því búinn, að ef bónorði sínu yrði hafnað, að þá skyldi hann aldrei framar sjá hana. Frá almennu sjónarmiði var jarlinn mjög efnilegur og fríður maður, góð- legur, heiðarlegur ungur maður; gáfað- ur en dálítið einkennilegur í skoðunum; göfugur og gjafmildur, og mjög mikill lista vinur og verndari. Beatrice áleit hann sem 'fyllstu fyrirmynd alls sem er göfugt og verðskuldar aðdáun. Hún hafði sigrað hjarta hans. Hún elskaði hann, og sagði við sjálfa sig, að hún vildi heldur elska hann, jafnvel þó hún, sem kona hans, nyti ekki þeirrar ástar og virðingar sem hún verðskuldaði, en vera kona annars manns sem tilbæði sig og dýrkaði. Hún hafði marga aðdáendur. Hún var fríðleiks perlan í samkvæmis lífinu. Ef hún hefði verið hneigð til daðurs, hefði hún ekki notið slíkrar aðdáunar. Herr- unum fanst eins miki til um hennar hlutdrægnislausu framkomu og yfirlæt- isleysi í því, hvernig hún tók kveðjum þeirra, eins og fegurð hennar. Stundum var Beatrice viss um að jarlinn elskaði sig; en svo greip hana ótti allt í einu, og efinn varð yfirsterk- ari í huga hennar. En um eitt var hún aldrei í neinum vafa um, og það var um ást sína til hans. Ef þessi ástardraum- ur hennar væri aðeins ímyndun ein, og reyndist ósannur, og að hann bæði hennar ekki fyrir konu, þá ákvað hún með sjálfri sér að giftast engum öðr- um manni. Minningin um Alfred Hankins ásótti hana ekki oft, og aldrei með ótta né kvíða. Samfundir hennar við hann, fanst henni nú meir sem óþægilegur draumur, en virkilegleiki. Gat það ver- ið mögulegt, að hún, Beatrice Cuming, dóttir svo göfugs og mikilláts föður, svo virt og dáð sem hún var, að hún hefði nokkurn tíma verið svo grunnhyggin eða heimsk? Minningarnar um það komu henni til að blygðast sín. Hún þoldi ekki að hugsa um það, og rak allar minningar um Alfred Hankins úr huga sínum. Hinn 15. júlí nálgaðist; þessi tvö ár voru næstum liðin, en hún kveið ekkert fyrir því. Það gat eins vel verið að hann kæmi aldrei til baka, eða hann gæti fundið hana, eða að hann hefði gleymt henni, þó það væri ekki líklegt, er hún mintist orða hans og augnatillits.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.