Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 LÍOt^ ÚU'iVe^ -TSSf" A Complele Cleanihg I islilution PHONE 21 374 áVC Wu^ A **£ l‘a yU* A Complele Cleaning Instilulion w 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 17. JÚLl, 1947 NÚMER 28 Elizabeih prinsessa Lieut. Mountbatten Á fimtudaginn í vikunni sem leið, geerðu brezku konungshjónin alþjóð manna það kunnugt, að eldri dóttir þeirra, Elizabeth ríkiserfingi, hefði trúlofasf Philip Mountbatten fyrrum Grikkja prins, en núverandi liðsforingja í brezka flotanum. Elizabeth prinsessa varð nýlega lögaldra, en unnusti hennar er tuttugu og sex ára að aldri; hann hafði fyrir nokkru afsalað sér tilkalli til ríkiserfða á Grikklandi og gerst brezkur þegn; hann er að engu leyti grískrar ættar; fað- ít hans var danskur, en móðirin dóttir prins Louis af Battenberg. — Líklegt þykir að hjóna- vígslan fari fram í októbermánuði næstkomandi; hamingjuóskaskeytum hefir rignt yfir Eliza- beth prinsessu og elskhuga hennar, eigi aðeins frá þeim þjóðum, er brezku veldisheildina mynda, heldur og víða annarsstaðar frá. — Þess er vænst, að skömmu fyrir giftingu sína verði Lieut. Mountbatten hafinn til hertogatignar. —Photos by Courtesy of “The Winnipeg Tribune” Minningarorð Sr. , Brynjólfur Magnússon sóknarprestur í Grindavík, and- aðist 3. júlí síðastliðinn í Land- spítalanum í Rvík. Þar kvaddi ég síðast þennan hjartkæra vin minn, sem verið hafði nágranna prestur minn frá þvúég vígðist til Útskála vorið 1928. Daginn, sem ég kvaddi hann sat hann úti sunnan undir sjúkrahúsinu. Það var sólskin í lofti, um jörð og haf. Alt bar vott um lífið, sumarið og sólina, nema vinur minn, það var auðséð, að dauð- inn, þessi mikli, ósigrandi gest- ur, hafði rist rúnir sínar á and- lit hans. Og nú er hann horfinn Liberalar vinna aukakosningu Við nýafstaðna auknakosningu til sambandsþings, sem fram fór í Halifax, gekk frambjóð- andi Liberalflokksins, John Dickey, lögfræðingur, sigrandi af hólmi með yfirgnæfandi meiri hluta umfram gagnsækj- endur sína tvo, C. C. F. og Kon- servative. Mr. og Mrs. J. G. Jóhannsson fóru vestur til Vancouver á þriðjudagsmorguninn, og ráð- gerðu að verða mánaðartíma í ferðalaginu. Inngangsorð Kára Byrons sveitaroddvita á landnámshátíðinni að Lundar Mr. Chairman, Ladies and Gentlemen: The Living Poem, by Long- fellow, still applies: “Act is long and time is fleeting,” therefore, I shall not take much time, knowing that we have a long, and I will say: very good pro- gram for this day, that we have selected men to give entertain- rhent, but I am pleased to have an opportunity to say a few words, and to bid you all a hearty welcome. Some of the speeches will be in the Icelandic language, and therefore, not understood by all, they will convey similar ex- planation about the progress made by the pioneers, and set- tlers, up to the present time, giving some details about how the people of many nationalities worked together as good brothers and sisters, which,was the real foundation for their success, and I wish, hope and trust, that the same dignity and happiness will continue in fu- ture, until, not only the peoples °f this part of the country, but of all Canada will speak and understand the same language. making the desired progress, in peace and harmony, which means, that we shall live: “For the cause that’ lacks assistance, the wrong that needs resistance for the future in the distance, and the good that we can do,” and now just a few words in Icelandic: Mér er það sérstakt ánægju- efni, að bjóða ykkur öll hjartan Icga velkomin hingað í dag; — þetta gleðimót er vel til þess fallið, að minna okkur hina Jmgri á þá braut risavaxinna framfara, sem feður okkar og mæður lögðu grundvöllinn að; braut þeirra sjálfra var oft grýtt og þyrnum stráð; vilja- kraftur þeirra var ómótstæði- legur, og það var engu líkara en þeim yxi ásmegin við hverja raun, og þess vegna gengu flestir sigrandi af hólmi. Það á ekki við, að ég verði langorður, því hér eru mælsku- menn og skáld, sem flytja munu okkur mikinn fróðleik, og hvetja til drengskapar og dáða; og nú ætla ég að lesa tvö erindi, sem vinur minn Ágúst Magnússon stakk að mér áðan, er ég hygg að lýsi all-nákvæmlega hugsun- um margra, sem hér eru við- staddir í dag: Tími er að minnast á landnemans leiðir, er lífskröftum fórnaði, en tapaði ei móð; nýlögðu vegirnir voru ekki greiðir, vöntun, og margt, sem að tálmanir hlóð. En geymd voru orðin: “Aldrei að víkja”, innfluttur drengskapur festi hér rót. 1 alþjóða kapphlaupi sízt vildu svíkja sókndjarfar hetjur, hver drengur og snót. Sú minning er iblandin söknuði sárum, sundfaður hópur, stórt komið skarð; fylking vor þynnist með fjölgandi árum, forlaga dómi því hlýða hver varð. En svo koma aðrir, sem eyðurnar fyiia, öflugri, menntaðri, drengir og fljóð. Því skulum við hugglöð strengi svo stilla að stefni til sigurs hin íslenzka þjóð. Kveðjuorð Mér er ljúft og skylt, nú þeg- ar ég er á förum úr Kanada, að senda öllum þeim, er tekið hafa mér tveimur höndum á ferðum mínum í Manitoba, bestu kveðju mína og þakka þeim þá fyrir- greiðslu, er þeir hafa veitt mér. Þeirri alúð og vináttu, sem ég hefi mætt hér vestra, mun ég seint gleyma. Eins og þeir vita, sem lesið hafa ávarp mitt í íslenzku blöð- unum í Winnipeg, þá var erindi mitt hingað vestur að safna alls- konar þjóðlegum, íslenzkum fróðleik með útgáfu heima á ís- landi í huga. Eg mun halda áfram að vinna að þessu áhugamáli mínu heim- an frá íslandi og vænti þess fastlega, að sú fyrirgreiðsla, er fjölmargir íslendingar í Vestur- heimi hafa heitið mér við skrá- setningu endurminninga, frá- sagna og ýmsra þátta, bregðist ekki. Ágætur íslendingur í Winni- peg, Davíð Björnsson bóksali, hefir heitið mér að veita mót- töku fyrir mína hönd öllu efni, er menn kynnu að vilja senda mér. Geta því þeir, sem vilja, snúið sér til hans með handrit sín, og mun hann koma þeim í mínar hendur og gefa allar upplýsingar, er menn kynnu að óska eftir, viðvíkjandi þessari söfnun. Eg vil svo endurtaka þakkar- orð mín til ykkar, Islendingar í Vesturheimi. Eg óska ykkur og hinu nýja landi ykkar allrar blessunar. Með alúðarkveðjum Árni Bjarnarson, Akureyri, íslandi. PARÍSARFUNDURINN Síðastliðinn laugardag hófst í París fundur, sem Bretar og Frakkar höfðu kvktt til með það fyrir augum, að íhuga uppá- stungur utanríkisráðherra Banda ríkjanna, George Marshalls, varðandi viðreisn Norðurálfu- þjóðanna, sem margar hverjar eru nauðuglega staddar. Tutt- ugu og tveimur þjóðum var sent boðsbréf um að sækja fundinn, og sendu sextán þeirra erindreka; Á undirbúningsfund inum, er Molotoff hinn rússneski sótti, fóru leikar þannig eftir nokkurt þóf, að hann hvarf heim leiðis, og kvaðst enga samleið geta átt með Mr. Marshall í á- minstum málum; svo fór um sjóferð þá; og þegar hér var komið sögu, ákváðu Bretar og Frakkar að beita sér fyrir um áminst fundarhald upp á eigin ábyrgð og reyna að koma ein- hverju af fyrirhuguðum umbóta tillögum í verk; allar Norður- landaþjóðirnar, að Finnum undanskildum, sendu fulltrúa til Parísar á laugardaginn, og verður ekki annað séð af fyrstu fregnum þaðan að dæma, en að góð eining ríkti hvarvetna með- al þeirra allra, er fundinn sóttu; utanríkisráðherra Breta, Mr. Bevin, skipaði forsæti; lét hann þess getið, að Rússum og sambandsþjóðum þeirra, stæði enn til boða fullkomin þátttaka í fundinum. Mrs. Friðrik Kristjánsson, á- samt Unni dóttur sinni, er ný- lega lögð af stað í kynnisför vest ur á Kyrrahafsströnd. -t- » Mr. Grettir Eggertsson rafur- magnsverkfræðingur frá New York, kom hingað á sunnudag- inn var til vikudvalar. inn í sumarið eilífa, þar sem engin nótt, ekkert myrkur, eng- inn dauði er til. Sr. Brynjólfur var fæddur 20. febr. 1881. Tók guðfræðipróf 1908 og var veittur Staður í Grindavík 1910. Þar þjónaði hann síðan til dauðadags. Hann var í röð hinna merkustu presta á Islandi, trúmaður ein- lægur og mikill mælskumaður. Mikils metinn var hann af öllum og prýðilega látinn af safnaðar- fólki sínu. Heima í sveit sinni gegndi hann fjölmörgum trúnað arstöðum, sem hann rækti af frá bærri samviskusemi og trú- mennsku. — Sr. Brynjólfur var kvæntur Þórunni Þórðardóttur frá Brekkubæ á Akranesi, lifir hún mann sinn ásamt einkadótt- ur þeirra hjóna. Frú Þórunn, ekkja sr. Brynjólfs og frú Þór- unn Lilja, kona sr. Valdimars J. Eylands, eru bræðradætur. Heim til íslands sendi ég kveðju og þakkir. Eg hefði svo feginn viljað flytja þær sjálfur með fáum orðum á hinstu kveðjustund. Nú er því ekki til að dreifa. En yfir kistu sr. Brynjólfs verður einn lítill ósýnilegur sveigur, gjörður úr nokkrum laufblöðúm þakklætis og saknaðar frá vini í fjarlægri heimsálfu. — Guð blessi þig, vinur minn. Eiríkur Brynjólfsson. 4.+.+ + + + + + + + + + + + + KÓRMÁKS LJÓÐ Eflir PÁLMA Ef ég nú lít til baka, er einn ég fór um veginn, og orti þar í klaka um lífsins tign og rausn, mér virtist ei til saka að trúa’ á rnátt og meginn, því mér varð þá hver staka, að sannri höfuð-lausn. Og flestum sem ég mætti um leiðir fjarra landa, ég lítið stundum bætti um vegfarandans kjör, með broti úr ljóða-hætti og vísu er leysti’ úr vanda, sem vakti nýja þætti í æfintýra-för. Þó það sé stundum vandi, að vera heill í ráðurn, og villu-gjarnt þeim anda sem fjarlægð hugsar sér, samt nýt ég styrkra handa og beiti vel þeim báðum, og blessa þá sem standa á götunni hjá mér. En gaman var að lifa og sigla í sólskins nafni, þó sjórinn félli yfir mörg dauðleg hættu-sker. — En væru seglin rifuð og rokið fyrir stafni, mér ráðin virtust skrifuð af hönd sem enginn sér. Og þó að skygði nóttin á næsta morguns falda, ég nærði gamla þróttinn við bjartan sólskins-draum og betur mér þá sóttist um brekkur leið að halda svo braut ég niður óttann, um þungann mótgangs-straum. Og svo á milli bylja er sólin var að skína, ég sjaldan þurfti að dylja mín klökug hríðar spor, en þar eg lærði’ að skilja, og sjálfum mér að sýna, að sigur lífs er vilji um æðra blíðu-vor. En víða gamla tungan, þá varðist hörðum blökum, að villast inn í drungann mér þótti dauða-sök; þó ljúft sé mörgum ungum, að lyfta Grettis-tökum, í lífsins straumi þungum, er sjaldan bára stök. Og þó að hárin gráni, á Kormáks gamla kolli, og kvöld-sól fylgi máni á bak við farin sund, eg fagna samt því láni, að hafa’ ei snert af hrolli, og held svo að alt skáni á ný, um aðra stund!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.