Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 7

Lögberg - 17.07.1947, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 17. JÚLI, 1947 7 Bindindisskýrsla Flutt á Kirkjuþingi Hins evang. lúterska kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi, sem haldið var í Mountain, N.D., prestakalli 13. —17. júní 1947. Forseti, Kirkjuþingserindrekar og gestir! Mér þótti fyrir því að þurfa að fara burt af síðasta þingi, í fyrra sumar, án þess að gefa fyrirvara. Eg vissi að skrifarinn vinvinir vissi ástæðuna, og hann myndi skýra þinginu frá því, eins og hann líka gerði. Eg þakka hér með honum og öllum fyrir hlut- tekningu þá sem þingið sýndi flneð þeirri þátttöku. Með því að fara strax þá kallið kom, komst ég í tíma vestur til Victoria fyrir útförina. Svo þakka ég líka fyrir þá tiltrú, sem þingið sndi mér með því að útnefna mig aftur í þessa stöðu, þó ég finni til þess að við getum ekki náð þeim tilgangi eins og við kysum, þá samt er það nauð- synlegt að halda uppi bardag- anum á móti Bakkusi, sem aldrei sefur, og vinnur mest af sínu ódáðaverki á nóttunum, og sýnist sjá til að leiða eldri sem yngri afvega, þó dimmt sé yfir; og altaf magnast hann í Canada, undir vernd fylkis- stjórnanna, sem sjá um söluna; og Canadastjómarinnar, sem með veittum leyfum leggur blessun sína á alla áfengis- bruggun í Canada. Á afmælisdegi Victoriu drotn- ingar, 24. maí s.l., stóð þetta í blaðinu Free Press, að áfengis- salan í Canada fyrir árið 1946 náði nærri $400.000.000; það var $83.000.000 hækkun frá því árið á undan, 1945. En þessar skýrsl- ur taka ekki inn í þessa summu * neitt af því sem eytt er fyrir þann bjór sem seldur er í glös- Uni. En þeir og þær sem sitja inni í bjórstofum, frð morgni til kvölds, frá Atlantshafi til Kyrrahafs, geta giskað á að á því sviði sé nokkuð miklu fé eytf á árinu. 1 Manitoba-fylki var eytt $20.267.473 á árinu 1946. tað gerir $28.13 á hvert manns- barn í fylkinu. Það myndi borga fyrir 201 pott af góðri mjólk banda hverju mannsbarni eða á hvern einstaklingí fylkinu fyrir árið. Margir spyrja, hvað er þessi bindindisnefnd sem ég hefi unn- í, hvað hún sé að gera, eða hverju hún hafi komið í verk. 1 stuttu máli er þetta það helsta sem gert hefir verið. Okk- Ur gafst tækifæri að fá Dr. John Coburn, skrifara Canada bind- lndis nefndarinnar — The Cana úian Temperance Federation. ^r. Cobum ferðaðist um alt Manitobafylki fjórar vikur í °któber, og hélt fyrirlestra með hreyfimyndum. Svo í endanum n því tímabili var haldið fjöl- ^Uennt bindindisþing í Winnipeg, °g samin ný stefnuskrá til að Vlnna eftir; og í þeim undirstöðu |ögum eru bara fáir í aðal nefnd lnni. 1 stað þess sem áður var, hegar einn úr hverri deild sem 1 bindindisfélaginu var, var hvaddur til að starfa í fram- hvæmdarnefndinni, þá eru að- eins fáir undir þessu nýja fyr- lrkomulagi sem í framkvæmdar- nefndinni starfa, til að vinna að bindindisútbreiðslu í fylkinu. — híema ef eitthvað stórkostlegt kemur á dagskrá, þá kallar sljórnarnefndin alla erindreka á fund. Hugmyndin er að fá laun- aðann skrifara, sem yrði ársmað ^r> og gæti ferðast um til að út- reiða bindindi um fylkið. Þó að Manitoba stjórn hafi boðist til að styrkja þá hugmynd, þá hafa þeir samt ekki getað fundið ^ann til þess starfs. Með stuttum fyrirvara, og far af leiðandi litlum undirbún- lng> varð þessi nýkosna, fá- ^nna nefnd, sem voru þess ®rír, til að berjast á móti akkusi í ellefu sveitum og bæjum í Manitoba, þar sem vín- banns atkvæðagreiðsla fór fram í nóvember. Séra George Deny- es, nýkosinn umsjónarmaður vínbannskosninga, tók að sér suma staðina. A. S. Bardal fór til Argyle, þar sem átti að koma bjórstofu inn í bæinn Baldur. Útkoman varð sú, að vínbanns hliðin vann í níu sveitum, en vínvinir í tveimur. Það sannar að það er að verða breyting í huga íbúanna. Það er einkennileg hugsun að vakna hjá mörgum í Sameinuðu kirkjudeildinni í Canada — United Church of Canada. — Hún er nú að ræða um það að setja inn beiðni til Canadastjóm arinnar um að stjórnin taki að sér allan tilbúning á áfengi. — Taki það algerlega úr höndum vín- og bjór-bruggara, með öðr- um orðum, .taka fyrir alla þeass gróðagræðgi sem nú á sér stað á því sviði. Það er sá punktur- inn sem fólkið sér, en hitt ekki; og það er, að með því að setja það í hendur stjjrnarinnar set- ur þann sama svarta blett á hana sem nú er á vínbruggur- um. Þetta sýnist fljótt á að líta vera úrlausn, og einn vegur út úr vandræðunum. En það eru ekki allir á sama máli með það. Við erum búin að reyna það, að setja áfengið í hendur fylkis- stjórnanna, og það hefir mjög misheppnast, fer altaf stórversn andi ár frá ári. Og afleiðingar þeirrar sölu fylla dómssalina, tugthúsin, vitfirringahælin, sjúkrahúsin og grafirnar, eyði- leggja heimilin í þúsundatali og tæma kirkjurnar. Maðurinn minn hefir talað á móti þessu í hvert skipti sem það hefir kom- ið upp á dagskrá. Ef stjórnin tekur allan gróðann af áfeng- inu, eins og þessi áðurnefnda kirkjudeild er að fara fram á, þá verður meira drukkið, og afleið ingarnar þeim mun verri. Nú er mikið skrifað og rætt um endurreisn — rehabilitaion. — Endurreisnar hefir verið þörf, frá þeim tíma að þetta var skrifað í Orðskviðum 20:1, „Vínið er spottari, sterkur drykk ur glaumsamur, og hver sá, er drukkinn reikar, er óvitur.” — Þetta var skrifað 700 árum fyrir Krist. Margt hefir gerst frá þeim tíma, þa rtil að rannsóknarfé- lagið „American Businessmen’s Research Foundation”, 1947, sem gefur það út að fyrir hvern doll- ar sem eytt sé fyrir áfengi verði ríkið að borga 88 cent til að end- urbæta það sem aflaga hefir farið. Það hefir aldrei heyrst að áfengissalar hafi bætt upp það tjón, sem þeirra verslun hefir í eftirdragi. Tímaritið „Life“ tel- ur áfengi í Bandarkjunum hið fjórða hættulegasta og erfiðasta og mesta vandræðamál þjóðar- innar. Það þarf enga endurreisn, ef enginn drekkur áfengi. Ástandið í landinu er að verða voðalegt. Drykkjuskapurinn er orðinn verri en hann var, að því leyti að nú drekka konur líka; og þar sem þær eiga að halda uppi siðferði og hegðun heimil- isins, þá eru börnin og ungling- arnir í hættu. Mörg morð fyrir dómstólunum í Manitoba á s.l. ári, og tugthúsin full; samt eru konur að biðja um sérstakar bjórstofur fyrir kvenfólk í Mani- toba eins og er í Ontario-fylki. Þær bjórstofur hafa vont orð á sér fyrir ósiðferði; svo við von- um að það ástand verði aldrei leyft í Manitoba. Konur drekka nú eins og menn. Þetta er ritað í kvennablað í Bandaríkjunum af lækni sem er sérfræðingur í sálarsjúkdóm- um, og var endurprentað í “Readers Digest”, febr. 1947, og víðar. Grein þessi er nokkuð stytt: “Á hverjum degi situr í bið- stofu minni hópur kvenna sem illa eru famar, húsmæður, skrif- stofustúlkur og konur í ýmsum stöðum. Þær eru á aldrinum 18 —70 ára. Sumar eru fátækar, aðrar klæðast loðfeldum úr minkaskinnum. En það er eins ástatt fyrir þeim öllum. Allar eru þær sjúkar, og sjúkdómsein- kennin hin sömu. Þær hafa drukkið of mikið. “Þegar ég hóf læknisstarfsemi mína, var ekki meira en einn af hverjum tíu áfengissýktra manna, sem til mín leituðu, kona. Nú eru þær fjórar af hverjum tíu. “Næstum fimti hluti þeirra kvenna, er sitja í fangelsum Bandaríkjanna, er þar sökum drykkjuskapar; en svo eru það ekki aðeins lögbrjótarnir sem drekka of mikið. Það sem nú gerir hinn öra vöxt áfengissýk- innar sérlega alvarlegann er þetta, að hún grípur um sig hvað mest meðal okkar gáfuðustu og tilfinningaríkustu kvenna.” Læknirinn segir svo frá nokkr um sorglegum tilfellum: “Ein kona hafði imnið úti þann tíma, er maður hennar var í stríðinu. Þegar hún svo tók við heimilis- störfunum leiddist henni, og hún tók þá að hressa sig á áfengi, en varð því loks algerlega að bráð. Dag einn, er maður henn- ar kom heim, lá hún drukkin á legubekknum, en gólfteppið var að brenna. Hafði sígaretta dottið úr hendi hennar og kveikt teppinu.” “Á nú að launa gróða áfengis- sölu stjórnarinnar með allri þess ari eymd og öllum þessum mannslífum? Hvað væri auðveld ara fyrir þjóðirnar en að hætta gersamlega allri áfengissölu, og hvílíkt menningarspor og bjarg- ráð.” — Besta áfengisvörnin, segir læknirinn, að sé það, “að koma í veg fyrir að unglingarnir byrji nokkru sinni, og fyrsta varnar- línan er heimilið. Mæður Canada og Bandaríkjanna gætu dregið mjög úr þessu böli morgundags- ins með því að búa börnum sín- um heppilegt umhverfi og gefa þeim andlegt veganesti.” En hefir þá blessaður læknir- inn gleymt sinni eigin lýsingu á því, hvernig áfengissalanum tekst nú að ná í mæðumar einn- ig? Áfengis framleiðendur í Ameríku verja 50 milljónum dollara árlega til áfengisauglýs- inga. Hver bjargar? Við sjáum það auglýst í blöðunum í Winni- peg, að áfengissalar hafi gefið Háskólanum $15.000 til verð- launa fyrir stúdenta Háskólans. Wesley kirkjuskólinn — United College — neitaði boði í fyrra, frá þeim sama flokk manna. Grein læknisins enda þó mjög skemtilega. “Æskulýður lands- ins þarf að eignast heilbrigðra viðhorf til lífsins. Honum þarf að skiljast að hann lifir í alheimi, sem er honum meiri, og að þær dygðir sem tengja fjölskyldu varanlegum böndum, svo sem ást, skyldurækni og trúmenska eru meira virði en stundarnautn eigingirninnar, og það sem tízk- an telur feng. Til þess að sigrast á áfengisbölinu, verðum við að skapa nýjan skilning á verðmæt- um og gæðum, skilning sem leggur ríkari áherslu á hin and' legu, en efnislegu gæði lífsins.” Flestir af okkar lútersku prest um þessa kirkjufélags hafa ver- ið í G.T.-reglunni, og margir af þeim hafa flutt bindindisræð- ur frá prédikunarstólunum. En kæra kirkjuþing, meira má ef duga skal. Við verðum að taka meiri þátt í því að útiloka Bakkus úr heimilunum, úr fylkj unum, úr landinu. Hvernig má það verða? Taka það upp á okkar dagskrá, eins og Dr. séra Jón Bjarnason gerði á okkar fyxstu kirkjuþingum. — Prédika það í kirkjunum, kenna það í sunnudagaskólunum, fá menn eða konur til að tala fyrir unglingunum á þeirra fundum og mótum. “Það er of seint að loka brunninum þá barnið er dottið ofan í.” Lokið þið knæp- unum áður en fleiri mæður og unglingar drekkja sér þar. 1 Guðsbænum látið þið ekki þetta afskiftalaust lengur. Það er ekki nóg að útnefna einn eða tvo erindreka til að vakta hvað gerist í þeim málum, og að gefa skýrslu á hverju þingi, og leggja fram nokkra dali — sem gleymdist í fyrra. — Það þarf að setja nefnd í það, sem starfar alt árið um kring, til að vinna að útbreiðslu bindindisins á meðal safnaðanna. Það þarf að breyta hugsunarhætti almenn- ings í okkar góða kirkjufélagi, með því að flytja ræður frá stól- unum í kirkjunum og í .llum deildum safnaðanna. Sunrise Camp ætti að vera einn besti staðurinn til að byggja upp það góða siðferðismál. 1 von um að okkur takist að bjarga einhverjum frá því að falla í og festast í snöru Bakkus- ar á næsta ári. Virðingarfylst, Mrs. A. S. Bardal Til séra Sigurðar Ólafsson og frú Ingibiargar, á silfurbrúðkaupsdegi þeirra, 30. júní 1947 Kæru vinir! Á þessum ykkar heiðursdegi, er mér sönn gleði að vera í hin- um fjölmenna hópi vina ykkar er taka þetta tækifæri að árna ykkur allra heilla, um leið og þeir minnast þess ríka skerfs er þið og heimili ykkar hefir lagt til, hverju þ'|í mannfélagi er þið hafið tilheyrt og allri heild Vestur-lslendinga. — Einungis fjarlægðin hamlar mér frá því að vera líkamlega nærstaddur. Mér væri unt að rekja langa skrá yfir það af athöfnum í lífi ykkar er þið verðskuldið við- urkenningu og heiður fyrir, en bæði er það óþarft, því þetta er á almennings vitorði og svo er mér ljúfara að minnast ykkar sem persónulegra vina, sem ég á svo mikið upp að unna að aldrei verður mér unt að endur- gjalda það. Eg hygg að einmitt það muni einkenna þann .veislu- fagnað er vinir ykkar nú hafa stofnað til, ykkur til heiðurs, að allir sem að honum standa eigi þá tilfinningu að þeir persónu- lega séu í þakkarskuld við ykk- ur fyrir margfalda blessun er þið hafið fært þeim. Þetta er ekki að draga fjöður yfir það ágæta starf er þið hafið unnið sem leiðtogar í kristindómsmál- um og á öðrum sviðum, en það er að benda á, að tryggustu þræð ir til að flytja áhrif lifandi kristindóms og sannrar menn- ingar út í lífið, eru þræðir ein- lægrar og fölskvalausrar vin- — árin verði ennþá mörg Sem sannir Krists SILFURBRÚÐKAUPS KVÆÐI Til séra Sigurðar og Ingibjargar Ólafson. 30. júní 1947 Við heiðrum prest og heiðrum frúna á heiðursdagsins silfur búna eftir fjórðungsaldar bil. Þau hafa eiða alla haldið " unnið fyrir hæðsta valdið og gert því öll hin góðu skil. Víngarðinn þau altaf yrkja alt hið góða og fagra styrkja á seinni tíð í Selkirk bæ. — Því er ljóft hins liðna að minnast laungum þegar náðum finnast var gestrisnin og gleðin æ. Æskuna henni er ljúft að leiða líkna henni og veginn greiða að prýðinni í Paradís. inn á friðsælt fagurt setur hvar fólkið alt hið góða metur sýna þeim hvar sólin rís. Þó sannarlega sértu prest^r Samverjinn er í þér mestur föllnum, særðum líkn að ljá, brosið þitt er besti sjóður sem bætir lífsins æðsta gróður alt hið góða og göfga að þrá. Framkomuna fólkið metur - fiskimaður eins og Pétur drotni svo til dýrðar vanst lítillátur ljúfur ertu lofaður af öllum sértu æfi þína alla manst. Drottkm blessi bæi hjónin Brúðurina og kirkjuþjóninn Einn af vinsælustu mönnum íslenzku prestastéttarinnar séra Friðrik Hallgrímsson fyrrv. dómprófastur er 75 ára hinn 9. þ. m. Hann er fæddur í Reýkja- vík 9. júní 1872, sonur Hall- gríms biskups Sveinssonar og konu hans Elínar Maríu Bolette f. Feveile. Stúdent varð hann 1891 og lauk embættisprófi við Kaupmannah.háskóla árið 1897. Hann var vígður 12. október 1898 prestur til Holdsveikra spítalans í Laugarnesi, en varð prestur að Útskálum árið eftir og gegndi því starfi til ársins 1903. Það sama ár fór hann til Vesturheims og gerðist prestur Islendinga í Argyle-byggð og starfaði þar til ársins 1925, er hann hvarf heim og gerðist ann- ar prestur við Dómkirkjuna í Reykjavík, uns hann lét af störfum síðla árs 1945. — Hann var prófastur í Kjalarnes-pró- fastsdæmi 1938—41 og síðan dómprófastur í Reykjavík. Hann hefir gegnt mörgum trúnaðar- störfum auk prestsstarfsins. — Hefir meðal annars setið í stjórn Prestafélags íslands frá 1926 og síðan. Hann átti sæti í útvarps- ráði 1931—1945. Auk þess hefir hann ^starfað í stjórn fjölmargra félaga og ávalt reynst hinn nýt- asti maður í hverju starfi. Hann hefir jafnframt embætti sínu gefið sig allmikið að ritstörfum. Má af ritum hans meðal annars nefna Biblíusögur, Winnipeg 1919, Píslarsagan, ásamt stutt- um skýringum og sjö föstuhug- leiðingum, Rvík 1929, Kristin- fræði, bók handa fermingar- börnum 1930, Kristur og menn- irnir, Rvík 1935. En mestra vin- sælda af bókum hans munu þó hafa notið unglingabækur hans og eru þær orðnai' margar. Má þar nefna: Sögur handa börn- um og unglingum I.—V., Rvík 1931—’35. Síðan má heita að nær því árlega hafi komið út barna- og unglingabækur, sem hann hefir þýtt eða endursagt, eða að minnsta kosti átt drjúgan þátt í. Séra Friðrik er kvæntur — 5. júlí 1900 — Bentínu Hansínu Bjömsdóttur, hinni mætustu konu. 1 raun og veru gjörist þess ekki þörf að kynna landsmönn um séra Friðrik Hallgrímsson. Hann er vel kunnur meginþorra manna víðsvegar um landið. — 1 prestsstarfinu ávann hann sér vinsældir bæði í Vesturheimi, meðan hann dvaldi þar, í sín- um stóra söfnuði í Reykjavík attu. Sem sannir Krists vinir hafið þið verið boðberar kær- leikþelsins til meðbræðranna, ekki aðeins í orði, heldur í verki og sannleika. Þessvegna eigið þið slík ítök í hjörtum hinna mörgu er nú þrá að þakka ykkur og heiðra um leið og þeir óska ykk- ur margfaldrar hamingju í nú- tíð og framtíð. 1 eigin nafni og konu minnar, færi ég ykkur hinar hjartfólgn- ustu blessunaróskir. Eg hefi enga tryggari vini átt á lífsleiðinni, en þið hafið reynst mér. — Guð blessi ykkur í bráð og lengd. Með sönnum samfögnuði, ykkar einlægur, K. K. Ólafsson. og meðal áheyrenda sinna út um landið, því hann er einn þeirra presta, sem hvað oftast hafa talað í útvarp hér hjá oss. Og það eru ekki aðeins hinir fulltíða menn, sem á hann hafa hlustað. Ef til vill voru þeir fáir eða engir, sem börnin höfðu meira yndi af að hlusta á en hann. Hann var og er vinur barn- anna, enda einhver besti barna- fræðari, sem þjóðin á. Síglaður er hann, fullur af áhuga og starfsþrótti, þótt hann hafi nú sagt af sér embætti. Um skeið hefir hann starfað fyrir Þjóð ræknisfélagið með sívaxandi áhuga og árvekni og enn gegnir hann prestsþjónustu í Kópavogs hæli. Þeir eru margir, sem hlý- lega hugsa til séra Friðriks um þessar mundir. Menn gleyma ekki fagurri framkomu hans í hinu mikilvæga lífsstarfi hans, vináttu hans og góðvild í allra garð. Vér óskum þess öll, sem hann þekkjum að forsjón Guðs megi vaka yfir honum og að framtíð hans verði björt og fögur, eins og fortíðin hefir oftast verið honum. Séra Friðrik er bjartsýnn og lund hans létt og glöð. Ef til vill á þetta sinn þátt í því, hversu unglegur hann er og röskur í hreyfingum. Hvar sem séra Friðrik er leiðtogar í mestu málum mörgum stuðning veita sálum — Ólafson og Ingibjörg Friðrik P. SigurSsson. Dánarfregn Þórarinn Albert Einarsson, á fjórða ári sjötugt, andaðist eftir langvinna heilsubilun, á heim- ili sínu á Lundar, laugardaginn 5. júlí. Hann var fæddur og að nokkru leyti uppalinn í Seyðis- firði, á Islandi, en kom hingað vestur ungur sveinn á vegum systur sinnar, Ragnhildar Ein- arsdóttur, er varð kona Nikul- ásar Snædal, og var Albert einn ig hjá þeim hjónum. Hann var kvæntur Sveinrúnu Gísladóttur úr Austur-Skaftafellssýslu. — Bjuggu þau í Grunnavatns- byggð ein 20 ár og síðar 24 ár á Lundar. Börn þeirra eru: Mrs. Jónína Oliver í Winnipeg; Mrs. Ragnhildur Johnson í Sinclair, Man.; Mrs. Emily Jó- hannsson, Lundar; Sigurjón, kvæntur Guðrúnu Eyford, Lundar; Mrs. Sigurborg Oliver, Lundar; Mrs. Steinunn McCall- um, L. Dauphin, Man.; og tveir synir, ókvæntir heima: Einar Gísli og Leo ágúst. Systkini Al- berts hér vestra, auk Mrs. Snædal, nú öll dáin, voru: Mrs. Eirikka Sigurðsson, síðast á Lundar; Jón Einarsson Vestdal, einnig síðast á Lundar; en á ís- landi, Magnús, sem dáinn er fyr ir mörgum árum, og Guðrún, ef til vill enn á lífi í Seyðisfirði. Albert var hæglátur, kristinn maður, sem rækti vel skyldur sínar við ástvini og heimili, á- samt öðrum samferðamönnum á lífsleiðinni. Hann var jarðsunginn að við- stöddu fjölmenni, af séra Rún- ólfi Marteinssyni, þriðjudaginn 8. júlí. Kveðjumálin voru flutt í Lútersku kirkjunni á Lundar og í grafreit Lundar-byggðar. minnst er hans minnst sem mikilhæfs sonar þjóðar sinnar og hins besta drengs. Sigurgeir Sigurðsson. Mbl. 9. júní 1947.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.