Lögberg - 30.10.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 30.10.1947, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1947 -t --------iogberg---------------------- Oefl8 út hvern flmtudag af ITIE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í 'argcnt Ave., Winnipeg, Manitoba Ut&n&akrlít ritstjörans: EDITOR LÖGBERG 196 Sargent Ave., Winnlpeg, Man R.tstjori: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram Th* "Lö*berr” ia prlnted and published by Tha Ootumbla Preaa, Limlted, <95 Sargent Artnua, Wlnnlp**, Manltoba, Canada. Authorized aa-S x:ond Class Mail, Poet Office Dept., Ottawa. PHONE 11 »<M Frœðsluvikan og málfrelsið Dagana frá 2. til 9. nóv. næstkom- andi, verður haldin hin svonefnda fræðsluvika í þessu landi; að efnisskrá fræðsluvikunnar standa öll mennta- málaráðuneyti fylkjanna níu og verða þar tekin til meðferðar af forustumönn- um á vettvangi fræðslumálanna, ýmis þau viðfangsefni, er mestu skipta Þjóðfélagið; alls verður sjö, stuttum erindum útvarpað, og fjalla þau um eftirgr. meginmál: Trúarbragðafrelsi, málfrelsi, frelsun frá ótta, skemtana- og atvinnufrelsi, frelsun frá örbirgð, og hið sanna mannfrelsi; þessi sjö at- riði eru skoðuð sem hyrningarsteinar hins kerfisbundna lýðræðis, og þar af leiðandi er rík áherzla á það lögð, að þegnum þjóðfélagsins verði þau eins ljós og framast má auðið verða; á áminstri fræðsluviku verða þessi mikilvægu menningarmál rædd af hinum víðskygn ustu menntamönnum þjóðarinnar; mönnum, sem vita hvað þeir vilja og hika heldur ekki við að fvlgja því fast fram, er þeir sjálfir eru sannfærðir um, að sé þjóðarheildinni fyrir beztu; alveg sérstök áherzla er lögð á nauðsyn mál- frelsisins varðandi þróun lýðræðisins og þeirra stofnana, er dafna eiga í skjóli þess; hér eru leidd að því gild rök, að orðið var til alls fyrst, og enn sem fyrr, beri að varðveita helgi þess í skipu- lögðu þjóðfélagi, er ant láti sér um jafn- rétti þegnanna. Hér fer á eftir í þýðingu eitt áminstra útvarpserinda. “Freedom of Speech”, eða Málfrelsi, samið af Mr. Manishen, kennara við St. John’s Callege; erindið er gagnhugsað og tímabært, og með slíkt fyrir augum er það birt í þessum dálkum: “Málfrelsi er höfuðnauðsyn til menn- ingarlegra umbóta. Fólksstjórn vegna • fólksins er óframkvæmanleg nema því aðeins, að allir þegnarnir, án tillits til sérskpðana, með eða móti einu og öðru, hafi leyfi til að láta skoðanir sínar í ljós í einkasamtali, á mannfundum, ræðupöllum, í blöðum, yfir útvarp og með dreifingu ritlinga. Án málfrelsis, verða eftirgreind þrjú mannfrelsisatriði einnig óframkvæm- anleg.' Það liggur í augum uppi, að menn fái eigi notið fullkomins trúarbragðafrelsis, séu hömlur lagðar á málfrelsi þeirra; frelsun frá yfirvofandi hættu eða ótta, er ókleif nerma því aðeins, að mönnum séu leyfðar umræður um það, sem ótt- ast er, eða óttast ber; frelsun frá ör- birgð, er því aðeins hugsanleg, að heim- ilt sé að draga fram í dagsljósið þær aðstæður, er til grundvallar liggja, og benda jafnframt á veg til úrbótar með frjálsum og óhindruðum umræðum. Skoðanir fólks sveigjast að miklu að því, sem það heyrir og les; þess vegna er það nauðsyn, eigi það að geta myndað sér sjálfstæðar skoðanir, að því veitist þess kostur, að kynnast flutningi sérhvers máls frá öllum hlið- um. Vegna þjónustunnar við samfélagið, ættu ræðumenn og rithöfundar að gera sér það skyldu, að gera hlustendum það Ijóst, að þeir hafi, að minsta kosti í þánn svipinn, einn og ákveðinn boðskap að flytja, svo eigi verði um deilt við hvað sé átt; það er t. d. vafasamt, hvort blað getur réttilega kallað sig í pólitískum skilningi óháð, ef það í ritstjórnargrein um sínum styður ávalt einn og hinn sama flokk, en notar nafnið “óháð” sem grímu í þeim tilgangi, að sveigja almenningsálitið í gagnstæða átt; hið sama getur átt við um útvarp, bækur eða ritlinga og opinberar ræður. Eitt hið örðugasta viðfangsefni ein- staklinga eða félagsheilda er það, að unna öðrum mönnum óhindraðs mál- frelsis, er öðrum augum líta á málin; I það er í sjálfu sér lítill vandi, að verja málfrelsi þegar það veitir oss sjálfum óhindraðan rétt til vors eigin skoðana- og málaflutnings; en það er ekki alveg eins auðvelt, er andstæðingar eiga í hlut, sem halda fram málstað, er oss fellur miður í geð. Engri þjóð í heimi hefir enn lánast, að veita öllum þegnum sínum fullkomið málfrelsi. í því sem næst öllum löndum eru ein- hverjar stjórnarstofnanir, einhverjar félagsheildir með sérstaka hagsmuni fyrir augum, er líta óhýru auga, eða jafnvel óttast uppástungur í þá átt, að öll borgarleg samtök jafnt, ætti að mega tala og rita um sérhvað það, er þeim lægi á hjarta; Þeir, sem þannig líta á, óttast um að forréttindi sín bíði við slíkar frjálsar umræður, einhvern hnekki. Svo er mælt, að rússnesk stjórnar- vöid óttist að nokkru um það, að alment málfrelsi þar í landi geti leitt til út- breiðslu demokratiskra hugsjóna, og slík stjórnarvöld virðast þeirrar skoð- unar, að lýðræðisfyrirkomulagið yrði rússnesku þjóðinni síður en svo í hag. Á hinn bóginn geta canadísk stjórn- arvöld borið kvíðboga fyrir því, að mál- frelsi þeim til handa, er halda vilja að þjóðinni kenningum kommúnista, geti verið varhugavert vegna þess að þau líti svo á, að kommúnisminn yrði Cana- da til lítillar blessunar. En sé það viðurkent, að málfrelsi sé frumnauðsyn bættra lífshátta fyrir allan almenning, verða öll stjórnar- völd, allar pólitískar, hagfræðilegar, og félagslegar stofnanir, að viðurkenna alment málfrelsi éða, eiga það á hættu, að sæta ákærum frammi fyrir dómstóli sögunnar um það, að hafa orðið þránd- ur í götu hinnar menningarlegu þró- unar”. — Úrslit kosninga í Winnipeg Kosningar þær, sem fram fóru til bæjarráðs í Winnipeg, breyttu sáralitlu til um flokkaskipun; kosningarnar voru slælega sóttar, og í þeim efnum kjós- endum til lítillar sæmdar. í annari kjördeild, þar sem íslenzkra áhrifa gætir mest, voru endurkosnir í bæjarstjórn þeir Jack St. John, James Black og Victor B. Anderson, og mega kjósendur • því vel una. Mr. St. John hlaut slíkt atkvæðamagn, nokkuð á átt unda þúsund forgangsatkvæða, að eng- inn frambjóðandi í kjördeildinni hefir áður fengið slíkt feikna kjörfylgi, enda er hann yfir höfuð að tala ábyggilegur framsóknarmaður varðandi málefni bæjarfélagsins. Séra Philip M. Pétursson var endur- kosinn í skólaráð; svo átti það og vera því hann hefir reynst stöðu sinni fylli- lega vaxinn; flest atkvæði til skóla ráðs í 2. kjördeild hlaut Adam Beck, en í 3ja sætið náði kosningu Mr. Chunn, er bauð sig fram af hálfu hins svonefnda Labor-Progressive-flokks, sem í raun- inni er ekki annað en gamli kommúnista flokkurinn endurskírður. íslendingar í 2. kjördeild hafa gilda ástæðu til að fagna yfir því, að þeir Victor B. Anderson og séra Philip M. Pétursson, náðu báðir endurkosningu við álitlegu kjörfylgi. Námssjóður Agnesar Eins og vitað er hófst Þjóðræknis- félagið handa um stofnun nokkurs sjóðs, er varið skyldi til framhalds- menntunar í hljómlist fyrir Agnesi Sig- urðson; en hún hefir fyrir all-löngu vakið á sér víðtæka athygli vegna frá- bærrar tækni sinnar og tóntúlkunar í píanóleik; enn hefir eigi safnast nægi- legt fé handa Agnesi svo hún fái lokið námi sínu að fullu; en nú skortir í raun- inni ekki annað en herzlumuninn. Fyrir skömmu birtist í Lögbergi og Heimskringlu áskorun frá ritara Þjóð- ræknisfélagsins til Vestur-íslendinga, er að því laut, að láta ekki undir höfuð leggjast, að bæta við þeirri upphæð, er á vantaði til þess, að settu takmarki yrði hið bráðasta náð; er Lögbergi það mikið áhugamál, að almenningur bregð- ist skjótt við og ljái áminstri málaleitan samúðarríkt eyra. Agnes Sigurðson er flestum líklegri til að bera hróður ættar sinnar og upp- runa “eins vítt og vorgeislar ná”. KENNETH TUTTLE; ÞANNIG ER AÐ SVELTA Þátllakajidi í langvarandi sveltutilraun. sem gerð var af vísindaslofnun, lýsir hér göngu sinni á vegum dauðans og síðan til lífsins aftur. Þegar ég les um þær milljón- ir manna, sem svelta um allan heim, verður mér alltaf hugsað til þess, er ég lifði við þau kjör. Eg veit það af sárri reynslu, hvaða líkamlegar og andlegar þjóningar sá, sem sveltúr verð- ur að þola. Árið 1945 gaf ég mig af frjálsum vilja fram til þess að taka þátt í sveltutilraun ásamt 35 öðrum mönnum. Þessar til- raunir áttu sér stað við háskól- ann í Minnesota, og tilgangur þeirra var sá, að rannsaka til hlítar ástand manns, sem sveltur. Þessi sveltutilraun hófst hinn 12. febrúar. Fæðan var samskon ar og í hungurhéruðunum. Það var allt annað en girnilegur mat seðill: Soðnar kartöflur, rófur, kál, vatnsgrautur og brauð. Af og til fengum við hálfan bolla af mjólk, ofurlítið af sultu og ávaxtahlaupi. Sykurskammtur- inn var ein teskeið á dag. Þegar við hófum tilraunina vó ég 82 kg. og var það um það bil níu kg. of mikið miðað við stærð mína. Þann tíma, sem ég var að léttast um þessi níu kg. sem ofaukið var, var ég betur fyrir kallaður og fjörmeiri en áður. En þann tíma, sem ég var að losna við fituna, tóku vöðvar hinna, sem magrari höfðu verið, að rýrna, og þeir urðu önugir og óstyrkir og áttu bágt með að hafa hemil á skápsmunum sín- um. Dag nokkurn, er við sátum að morgunverði, ætlaði ég að kasta bréfsnepli í bréfakörfuna. Hann lenti þó utan hjá körfunni, og ég gekk að henni og reyndi aftur. Þá sagði einn félaga minna: “Já, þú veizt sýnilega ekki, hvað þú átt að gera við kraftana”, og þeir horfðu allir reiðilega á mig. Þegar ég hafði létzt svo, að ég var 68 kg. að þyngd, fór ég sjálf- ur að finna til geðvonzku, þeg- ar maður með fulla líkamskrafta var í nánd við mig. Svo greip okkur alla eitthvert söfnunaræði, og það, sem við söfnuðum, átti alltaf eitthvað ,skylt við mat. Einn okkar hafði alveg sérstakan áhuga fyrir að safna brauðristum og steikar- pönnum, annar fór að nema alls- konar kælitækni á matvælum, og enn aðrir fengu aldrei nóg af matreiðslubókum. Mér fannst aftur á móti alls ekki sæmandi að hugsa svo mikið um mat, svo að ég safnaði bókum um stjórn- mál, heimspeki og sögu. Eg komst yfir nær 30 bindi, en las þau aldrei öll. Eg fann aðeins til óslökkvandi löngunar til að eiga eitthvað, eitthvað, sem gæti leitt hug minn frá hinum nag- andi sulti. Eg sýslaði við þessar bækur mínar eins og nurlari, taldi þær aftur og aftur, strauk þær mjúklega um kili og spjöld og þrýsti þeim að brjósti mér. Eftir því sem sulturinn varð ágengari, átti ég örðugra með að hafa hemil á skapi mínu. Það var erfitt að byrja á einhverju nýju, en þegar maður var kom- inn af stað, vildi maður ekki láta trufla sig við það. Við vorum allir með alls konar móður- sýkikreddur og ímyndaða sjúk- dóma. Skinnið á sköflungi mínum varð alveg tilfinningalaust, en það er kvilli, sem ekki átti sér neinar líkamlegar orsakir. Það var alveg eins og gúmmíhúð væri á fætinum, og það bagaði mig ekkert, en þó olli þetta mér miklum kvíða. Á mörgum öðr- um bólgnuðu hné og öklar, stundum svo brátt, að limurinn varð á hálfri klukkustund þrisv ar sinnum digrari en eðlilegt vaL Margir áttu við svima og yfirlið að búa. Fyrri áhugamál okkar áttu engin ítök í okkur lengur. Við gátum ekki • einbeitt okkur að neinu. Við sátum í bókasafninu með hlaða af bókum fyrir fram- an okkur en lásum ekkert, held- ur létum okkur dreyma um það, að við hefðum nægan mat og allt til alls. Okkur var alltaf kalt, jafnvel þótt 32 stiga hiti væri í húsinu, og ég hafði ætíð mörg teppi ofán á mér á nóttunni. Smámunir, sem áður höfðu verið einskis virði í okkar aug- um, urðu nú óþolandi. Heyrnin varð ótrúlega næm. Dag nokk- urn varð ég æfur af reiði við bezta vin minn, Gerry, án nokk- urs teljandi tilefnis. Það atvik gefur góða hugmynd um geð- styggðina, sem sækir að hungr- uðum mönnum. Eg hafði ekki létzt eins ört og stofnunin óskaði helzt eftir, og þess vegna var brauðskammtur minn, sem hafði verið sex sneiðar, minnkaðar um tvær. Eg vissi, að vel gæti verið, að ég fengi þessar tvær sneiðar aftur seinna. Kvöld eitt, er ég gekk inn í bókasafnið til þess að reyna að lesa eitthvað, gekk ég með vilja fram hjá skömmtunar- töflunni án þess að líta á brauð- listann. Eg fór að leika mér að þeirri tilhugsun, að nú mundi brauðskammturinn minn aftur verða aukinn það kvöld ,og ég sagði við sjálfan mig: “Bráðum gengur þú að skránni og hyggur að þessu, en ekki strax”. Svo kom Gerry til mín. Hann leit á töfluna og sagði: “Tuttle, það er búið að auka við þig brauð skamtinn aftur”. Og þar með var þetta kvöld eyðilagt. Eg varð fok reiður og sagði honum að það hefði ég sjálfur ætlað að komast að raun um. Það liðu nokkrir dagar þangað til ég gat litið hann réttu auga aftur, Við vorum ekki búnir að svelta í fulla þrjá mánuði, þeg- ar við höfðum mist alla löngun til kvenna. Samtalið’ í svefnskál anum snerist ekki lengur um þær. Flestir okkar leituðu ein- veru og forðuðust um fram allt manneskjur sem voru með fullu líkamsfjöri. Við vorum raun- verulega hálfdauðir. Þegar við gengum, urðum xið alltaf að gæta okkar að hnjóta ekki. (Frh. á bls. 8) Eftir því sem til hægist um nauðsynlegt efni verða nýir síma lagðir inn í þeirri , verið að fullnægja þeim, hafa þær verið settar á biðlista og númeraðar. Þegar að efni og ástæður leyfa, verð- ur beiðnunum fullnægt í þeirri röð, sem þær bárust. Það er ekki unt undir núverandi kringumstæðum, að viðhafa sömu reglu og að ofan er ákveðið, að því er símabeiðni sveitafólks snertir, því þar er í mörgum tilfellum um nýjar stauralínur að ræða. En þar sem þeir erfiðleikar eru eigi í vegi, verða sveita símarnir settir inn. Þar sem leggja þarf símalínur eft- ir vegastæðum, þá hefir símastjórn- in komist að þeirri niðurstöðu- að hún verði að takmarka þær símalagning- ar við hálfa mílu vegar sökum skorts á pólum og vír. Með öðrum orðum: það er ekki hægt að taka í mál, að byggja nýjar sveita-símalínur sem eru lengri en hálf míla.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.