Lögberg


Lögberg - 30.10.1947, Qupperneq 7

Lögberg - 30.10.1947, Qupperneq 7
LÖGBERG, EIMTUDAGINN 30. OKTÓBER, 1947 7 Newsletter on the lcelanders In Northern Colifornia A. News-Letter in Lieu of a Personal Visit What a complete surprise! We are still stunned! When the cars began rolling up the hill on Sunday, September 28, and the people came piling in, we were overjoyed. At the first Garden Party in August, when 40 at- tended, we were delighted. But, when 120 people arrived for the September Picnic, we were overwhelmed with happiness. Nor did we catch on when Dr. Oddstad made the presentation on your behalf. Never knew before that I could be so dumb, innocently dumb! That night, after you had all gone, we were further surprised when we counted the generous amount of the goodwill purse you left behind for our new home. As for the Menu this time, it was the same but more than at the first Picnic! Always super! Let us assure you that all you have done for us since our coming to California from Japan six years ago has made us feel at home among you. The Silver Wed- ding Surprise Party, the first House Warming Party, the 17th of June Anniversaries, and now a second House Warming Party which we would like to call your initiation of the Icelanders’ Pic- nic Garden in Norhtern Califor- nia—there are only a few of the highlights which we associate with your generous way of ‘taking us in” and making us one with you. A thousands thanks! Our next picnic was to have been on October 26, but we have learned since our announcement at the last Garden Party that a Golden Wedding Anniversary is due about that timQ with a con- templated family reunion on this date. Mr. and Mrs. B. B. Hall- dorson will have been married 50 years on October 30th. Con- gratulations! Therefore, our next Garden Party is postponed until November 30th. Certain items were purposely left out of the last letter and others were omitted for lack of information. For example: Prof. Sturla Einarsson and Miss Thea Hustvet went off to Santa Cruz on August 25th to get married. Congratulations! Wé were so haPPy to see these newlyweds f°r the first time at the Septem- ber picnic. Come again! Mr. and Mrs. Henrik Hannesson and Mr. and Mrs. Ted Keller motored to Minnesota and North Dakota for their holidays in August. Also, Mrs. Grace Johnson made an ex- tensive visit back east in August. Thanks to friends, she motored from here to Chicago and re- turned via North Dakota and Winnipeg. On August 27th, Dr. E. Oddstad was 60 years of age. A stag party was staged for him, we understand, but no re- ports as to how they celebrated have leaked out. Had we known at the time of the picnic, we all would have given him a lusty 3-Cheers, as we did Gunthor for his 50th. Our belated congratu- lations are none the less sincere Doc. On September 27th a group of íriends surprised Mr. and Mrs. T- Einarsson of S.F. (Ted and Tobba) on their Wedding Anni- versary, bringing wonderful re- freshments, a framed picture and an electric clock. (We have not been able to find out how many the years!) Tobba has asked us to extend their appre- ciation to these friends: Mr. and Mrs. John Olafsson, Mr. and Mrs Jack Brown, Mr. and Mrs. Ted O Reilly, Miss Sigrid Brandson, Mr. and Mrs. Oli Johnson, Mrs. Sigga Benonys and Mr. and Mrs. Arnason. On October 3rd, Franklin Dori Halldorson, son of Mr. and Mrs. H. Halldorson of S.F. fell from a porch and injured his head. He is at St. Francis Hospital ex- pecting to return home by the end of this month. By a strange coincidence, his brother Robert suffered the same kind of an ac- cident three years ago. Mrs. Halldorson reports that she ex- pects tc have the two younger children wearing football hel- mets ere long! On October 4th the Icelandic Student Society farewelled Asta Loa Bjarnadottir (Mrs. Sveinn Olafsson) and their son Oli, who are returning to Iceland by an Icelandic airplane from New York on October 21st. The party sat down to a sumptuous mid- night feast after an evening’s program of games and songs at the home of Dr. and Mrs. Plum- mer, whose generous hospitality to these young folks from Ice- land in our midst is very com- mendable. We shall miss Asta Loa but wish here Godspeed en- route and a happy reunion with her folks at home. “Svenni” will continue her studies here at the University. We' know that he will be lonesome, but we have promised Asta Loa that we’ll take good care of him. On October 4th we received word that my mother in Seattle had slipped into a state of semi- coma from which she was not expected to recover. Recent word from my brother tells us that she is now able to sit up in her wheelchair again, but is not able to recognize anyone. By the time you receive this letter, your scribe will probably be in Seattle. We are very happy to report seven baptisms this month. On September 28th, at 1152 Laurel St., Berkeley, to wind up that memorable Sarprise Picnic Day, Mr. and Mrs. Ingvar Bald- winson presented their daughter Patricia Monica for baptism; also Mr. and Mrs. Halldor Halldorson presented their four children, Robert Stephen, Franklin Dori, Kenneth Allen and Doreen. Con- gratulations. On October 5th, after the Morning Worship at St. Mark’s Lutheran Church, S.F., two cousins were presented for bap- tism: Robert Glenn, son of Mr. and Mrs. Ted Christopherson; and Keith Sig, son of Mr. and Mrs. Sig Christopherson. After the church service there was a baptismal party at Ted’s home in Colma, where the families and friends spent a very ’pleasant afternoon. On this day, Bud Costello left by plane for Europe where Lilja (nee Christopherson) expects to join him some time next year. On October 5th, Gudmundur Thorsteinsson of Los Angeles (formerly of Portland, Ore.) sur- prised us by calling and an- nouncing his arrival for the day. We only wish he would do this f oftener. Welcome again! On October 7th, Ellis Johnson returned home from St. F’rancis Hospital where he had been rushed on September 29th for an emergency appendix operation. He is looking forward to getting back to work by the end of this month. Sigurjon Olafsson is now re- cuperating at the home of his daughter in Palo Alto. Should you visit him there, he will greet you with a smile. Tiny is his nurse. On October llth, Leif Ericksson Day was celebrated at Ebell Hall in Oakland. Asta Loa Olafsson carried the Icelandic flag. About 50 Icelanders and their friends attended, which was a good showing when you know that it took Norwegians, Swedes and Danes to make up the balance of the 400 people who were there. Many were surprised to learn that Leif was born in Iceland! Also that the first European born in America was an Ice- lander, Snorri Thorfinnsson. On October llth a daughter born to Mr. and Mrs. E. L. Dowd (nee Carol Esther Thorlanksson, of St. Louis, Mo.). This is our seventh granddaughter. Mrs. W. A. Albert (Thora) and her daughter, Gwen, have finally succeeded in securing an apart- ment in S.F. and will move from Seattle at the end of this month to become members of our Bay Area Community. Seattle’s loss is our gain!N Welcome! Here they come and here they go! Do you know that Bob and Van Evans decided to move south? In fact, they have already run out on us without leaving a forwarding address. If anyone knows their whereabout, please call this office. On October 15th Mrs. Mark Brown (Lillian) underwent a serious operation at St. Francis Hospital. Latest news is good news, so it won’t be long until we can visit her at 812 Russia Ave., S.F. We have also learned that her sister Evelyn and hus- band, Mr. F. Young of Wynyard, Sask., have recently come to swell our ranks. Welcome to California. Mr. and Mrs. Ted O’Reillv have sold their home and moved back to Dad and Mom Brown’s for an indefinite visit. Our next date at 1152 Laurel Street, Berkeley is November 30. Kindest greetings to all. Very sincerely, Rev. and Mrs. S. O. Thorlaksson. Þýzkur skipstjóri, sem mist hafði skip sitt, stóð fyrir sjó- réttinum. “Brezkur kafbátur sökti skip- inu með tundurskeyti”, sagði hann. “Augnablik,” greip SS-maður, sem viðstaddur var sjóprófið, fram í. “Það eru engir brezkir kafbátar í Eystrasalti. Þér eigið við að skip yðar hafi rekist á tundurdufl.” “Jæja,” sagði skipstjórinn aumingjalega. “Við rákumst á tundurdufl.” Sjórétturinn hélt áfram og vildi fá nánari upplýsingar. “Nú”, sagði skipstjórinn. — “Tundurduflið gaf okkur 15 mín- útur til þess að komast í björg- unarbátana.” “Vilduð þér gera svo vel og skýra réttinum frá, hvernig mað- urinn yðar varð vitskertur.” “Jú, sjáið þqr til. Hann rak knaínubú, og svo einn dag ætl- aði hann að gera skrá yfir kanín- urnar . . . .” ■♦ Leikritahöfundurinn: “Svo þér hafið lesið nýjasta leikritið mitt. Hvernig fanst yður það?” Forstjórinn: “Hera minn, það eru aðeins tvær setningar í leik- ritinu, sem Shapespeare hefði ekki getað skrifað.” Leikritahöfundurinn: “Jæja, og hvaða setningar eru það?” Forstjórinn: “Setningarnar í útvarpssalnum og kvikmynda- húsinu.” Bókaflokkurinn Dansað í björtu. Saga eftir Sigurð B. Gröndal. Stærðs bcc bls. Sigurður Gröndal hefir lengi unnið á veitingahúsi og á þeim slóðum gerist þessi saga hans að verulegu leyti. Ekki verður sag- an kölluð falleg, en ætla má, að margt sé rétt í henni. Og það er nýjung í bókmenntum okkar að fá lýsingu á lífinu á veitingastöð unum. Því er rétt að lesa þessa sögu og hugleiða síðan hvers virði skemmtistaðir, eins og þar er lýst, muni vera fyrir þroska fólksins og menningu þjóðarinn- ar. Þessi saga segir ftá tveimur stúlkum, ungum, lítilsigldum og ómenntuðum. Báðar* verða þær um stundarsakir leikfang brezkra liðsforingja, en önnur þeirra snýr fljótlega af þeirri leið með óbeit og viðbjóði, enda er henni drykkjuskapur ógeð- felldur, en hin heldur lengur á- fram. Margt mun vera rétt í lýs- ingum sögunnar á blindri og spilltri gróðafýsn og nautnaþrá, sem sjá sér leik á borði þegar hernámsliðið var hingað komið. Verkamenn stunda launverzlun við hermenn, sem stálu af birgð um hersins handa þeim, stúlkur daðra við hermenn af ábatavon og veitingamenn skríða fyrir foringjunum. Þó getur sagan líka manna, sem standa þá spillingu af sér ósnortnir og veitir þeim betur og tekst að rétta við og koma til ráðs að meira eða minna leyti sumu því fólki, sem dans- að hefir kringum gullkálfinn. Ekki er þess getið í þessari sögu, að raunverulegar ástir tak- ist með erlendum manni og ís- lenzkri konu. Við því er raunar ekkert að segja, því að hin dæm- in eru sannarlega nógu mörg í eina sögu. Það er fengur að þessari sögu, vegna þess fyrst og fremst, að hún lýsir skemmtanalífinu á Hótel Borg. Höfundurinn veit hvað hann er að segja, þegar hann lýsir kvennaveiðum þar. Hann veit, hvernig áfengi og tóbak er notað við þann veiði- skap. Hann er að lýsa því sem hann þekkir, þegar veitinga- þjónninn setur upp fýlusvip af því stúlkan drekkur bara vatn, en skríður auðmjúkast fyrir helzta konjaksmanninum, eða þegar stúlkurnar ungu standa upp tilv að dansa og, henda frá sér logandi vindlingunum, sem e. t. v. lenda á öskubikarnum. — Hins vegar munu lýsingarnar vera síðri um nákvæmni, þegar hótelgestirnír hafa ekið burt með herfang sitt. Meðan átök standa um vínveit- ingaleyfi skemmtistaða er að minnsta kosti ástæða til að vera Sigurði Gröndal þakklátur fyrir söguna. Þeir brennandi brunnar. Saga eftir Óskar Aðal- stein. — Stærð: 149 bls. Það er réttast að lesa bara fyrsta kafla þessarar sögu, en sleppa því sem á milli er, þó að það sé meginhluti bókarinnar. Upphafið og endirinn hefði get- að orðið athyglisverð smásaga, en meginhluta sögunnar, sem er öll forsaga söguhetjunnar, er bezt að hluapa yfir. Þetta er sagan um frönsku Dúnu, stúlku, sem hefir flúið út á land til að byrja nýtt líf með barnið sitt litla á ókunum stað. Hún flýr þangað frá svalli og lausung, en þegar hún finnur að orðrómurinn og fylgjur for- tíðarinnar teygja sig þangað eft- ir henni verður ekki úr viðnámi og hún heldur flóttanum áfram og í það sinn burtu frá barni sínu. Þetta hefði getað orðið saga, en þegar forsagan, sem ætti að vera til skýringar á persónunni, er sögð, þá verður það til spillis en ekki bóta. Raunar er oftar en ‘Nýir pennnar” einu sinni að því vikið, að stúlku skepnan hafi haldið sig hálfvit- lausa, og er það ekki ástæðu- laust, eftir því, sem af henni er sagt. En sálfræðilegra skýringa á þeirri bilun er hvergi leitað. Óskar Aðalsteinn Guðjónsson virðist hafa ætlað sér að leggja inn á nýja braut með þessari sögu. Eins og hann leggur efnið fyrir á lesandinn heimtingu á að fá að sjá hvernig eðlileg stúlka verður að lauslætisdrós og svallara. En þar er ekkert skýrt. Þegar skáld taka sér fyrir hendur að lýsa óförum og hrakn ingum mannlegra sálna, ætti það að vera þannig gert, að les- andinn yrði eitthvað glögg- skyggnari eftir á hrösunarhellu og ásteytingarsteinana. En í þessari bók, þar sem hver slysa- byltan rekur aðra, fara litlar sög ur af orsökum þeirra. Það virðist því hafa verið nóg viðfangsefni fyrir höfundinn að lýsa örlagastundinni, þegar franska Dúna flýr barnið, sem hún á og elskar, svo að skugginn af lífi hennar grúfi ekki yfir því alla tíð. En úr því að farið var að rekja fortíðina, hefði átt að gera það svo, að ekki væri spillt áhrifunum af síðastá flótta þess- arar glötuðu manneskju á glap- stigu fyrra lífernis. En eftir þann lestur munu flestir vera hættir að taka mark á mann- eskjunni. Gamlar syndir og nýjar. Ljóð eftir Jón frá ljár- skógum. — Stærð: 164 bls. Það leynir sér ekki að höf- undur þessara kvæða hefir haft næman smekk á song og hljóma. Það er víða mikil ómræn fegurð og kliðlæg mýkt í þessari bók. Þó að finna megi galla á formi og hrynjandi ljóðanna, eru það fremur undantekningar. — Söng menn finna þarna nokkra texta við vinsæl lög, sem náð hafa hylli og útbreiðslu á síðari árum. Yrkisefnin eru með ýmsu móti, en mörg eru kvæðin fal- leg og bera þess yfirleitt vott að vera runnin frá góðu og við- kvæmu hjarta. Og þá er orðin mikil breyting á íslenzkri al- þýðu, þegar- kvæði eins t. d. “Breiðfirðingaljóð” og “Kvæði til konunnar minnar” eiga ekki hylli almennra lesenda. Það hefir verið sagt, að í þess ari bók væru öll kvæði höfund- ar. Eg sakna þess að “Tveir Dala menn” er þar ekki. Lakari ljóð hafa verið til tínd. Það er víða bjart og létt yfir þessum ljóðum, gleði vors og æsku, en þó tíðum angurvær eins og kvíði haustsins bíði undir niðri. Höfundurinn var stúdent og í samræmi við þá tízku, sem lengi hefir haldizt þeirra á meðal orkti hann drykkjukvæði: — “Stúdentasöngur við skál” hefir einkenni þessa skálds, lipurt og lýtalaust form og léttan hátt. Þar Döggin, sem í glösum glitrar, gæti lífgað kaldan stein, salurinn af söngvum titrar — svona er stúdentsgleðin ein! Þetta er fallega kveðið og ekki er það fyrir einum að lá að hafa trúað þessu. En reynsl- an er köld og hefir grátlega oft sýnt að döggin, sem í glösum glóir hefir meira vald til að deyða en lífga og Baldur hinn góði verður ekki grátinn úr helju, eftir að mistilteinninn hefir grandað honum. Arfur öreigans. Kvæði eftir Heiðrek Guð- Mundsson. — Stærð: 132 blaðsíður. Heiðrekur Guðmundsson þekk ir íslenzkt alþýðulíf, bæði við sjó og í sveit. Hann er mannvin- ur sem svíður og sárnar raunir og ranglæti mannfélagsins, en hann er enginn ofstækismaður, sem hefir slegið því föstu að allt böl og vandræði sé runnið frá einni uppsprettu utan við mann inn sjálfan. Hann veit að það er sinn gamli arfur vanþroskans, sem veldur þjáningum manns- ins. Kvæðin í þessari bók eru vönduð verk og höfundur hag- orður vel. Einstök kvæði eru misjafnlega góð eins og lengst- um verður. Sum þeirra eru nokkuð þreytuleg eins og höfund ur þeirra sé beygður undan byrði lífsins og bregði til böl- sýni, samanber: En þeir ,sem kné sín beygja og hugsa sér að lifa sem hjarta- góðir menn, þeir hljóta að troð- ast undir og guði sínum deyja. En víðar og dýpra stendur þó lífstrúin og fullvissan um upp- risu til fegurra og fyllra lífs: Jurtirnar blikna. Fræin falla í skjól. Fram veltur stöðugt tímans mikla hjól. Gróandi líf að lokum deyr,— en þó lyftir því næsta hærra móti sól. — Sigrað geta þyngstu þrautir þeir, sem trúa lífið á. Þróun tímans þungum sporum þokast nálægt óskum vorum, þó að mjög á móti spyrni mannleg tregða og brýni klær. Ástin sigrar eigingirni, — ástin, sem er djúp og tær. Inngangskvæði bókarinnar er að vissu leyti þroskasaga köf- undarins og er eftirtektarverð. Síðustu ályktunarorðin þar eru snjöll: — Þeim líður bezt er lítið veit og sér og lokast inni í fjallahringnum bláa. Þess er þó að gæta að andleg víðsýni og lífsskilningur fer ekki eftir búsetu og margur er svo glapinn í miðri hringiðu borgarlífsins, að “lítið veit og sér”. Þeir, sem vilja fylgjast með íslenzkri ljóðagerð, verða að lesa kvæði Heiðreks, því að hann skipar þar þegar svo virðulegt sæti. Og hann virðist hafa allt sem þarf til að vaxa í skáldskap sínum, mikinn og dýrmætan arf í menningu og minningum æsku heimilis síns og héraðs, ríka sam úð með samferðamönnunum, góðar gáfur, mikla lífsreynslu, skáldleg tilþrif og heiðarlega einlægni við sjálfan sig og aðra. Hann trúir á mennina og finnur til með þeim. Það er löngum nokkuð mis- jafnt hvaða kvæði hverjum ein- um þykir vænst um. En ég vil biðja menn að lesa t. d. kvæðin: “Voldugur maður”, “Kveðja“, “Til móður minnar”, “Á dans- leik”, “Sigur” og “Að liðnu sumri”. Þessara kvæða allra þykir mér gott að njóta og er fjölbreytni þeirra allmikil. Það er t. d. falleg vísa þetta: Allt það, er ég fegurst fann, fram í senn var borið, sveitin heima, sem ég ann, sólin, þá og vorið. Vonandi á Heiðrekur eftir að verða skáld og liðsmaður ís- lenzkrar menningar í samræmi við það er hann segir: Þegar renna þyngstu stundir, þegar blæða dýpstu undir, hefja varnir hraustar mundir, hjartað finnur sína þrá. Sterka ást til feðrafoldar fjallahrings og gróðurmoldar, báru þeir er sorgum sínum, sulti og kvíða viku frá til að vinna að vexti þínum, vorsins grózku, er falin lá. Það er þetta hugarfar, sem heldur uppi íslenzkri menningu enn í dag og framtíð þjóðarinn- >ar er undir komin. H. Kr. Tíminn, 3. sept.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.