Lögberg - 13.11.1947, Qupperneq 6

Lögberg - 13.11.1947, Qupperneq 6
70 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. NÓVEMBER, 1947 132.750 íbúar á íslandi 1946 í Reykjavík voru íbúar yfir 51 þúsund í árslok 1946 var mannfjöldi hér á landi 132.750 og hafði fjölg^ð á árinu um 2324, eða 18%/Frá þessu er skýrt í nýút- komnum Hagtíðindum. 48.954 voru þá taldir heimiíisfastir í Reykjavík, en við bæjarmann- talið voru 51.011 skrásettir í borg inni, en talið að 2057 ættu lög- heimili annarsstaðar á landinu. — Fólksfjölgunin hér í Reykja- vík nam 2376 manns, eða var meiri en fjölgunin í landinu í heild. Fólki fjölgaði í öllum kaup- stöðum landsins að þremur und- anskyldum. Vestmannaeyjum, ísafirði og Seyðisfirði, en sam- anlögð fólksfjölgun í kaupstöð- unum nam 2759 manns — Reykja vík talin með. Á Akureyri voru í árslok 1946 6180 manns, Hafnarfirði 4466, Vestmannaeyjum 3478, Siglufirði 2967, ísafirði 2870, Akranesi 2321, Neskaupstað 1243, Ólafsfirði 915, og Seyðisfirði 811. Alls búa í kaupstöðunum 74205 mánns — Reykjavík talin með. 1 sýslum landsins hefir fólk- inu fækkað á árinu um 365. — Búa þar nú 58545 manns, en af þeim eiga 16391 heima í kaup- túnum með yfir 300 íbúum, en í kauptúnum með færri íbúum Frú Errika Thorlakson látin Rétt um þær mundir, sem Demantsútgáfa Lögbergs var fullbúin til prentunar, barst blaðinu sú fregn, að safnast hefði í hárri elli til feðra sinna, hin glæsilega og góðhjartaða höfðingskona frú Errika Thor- laksson, ekkja prestahöfðingj- anst séra N. Steingríms Thor- lakssonar, sem um langt skeið þjónaði Selkirk söfnuði, og jafn- framt var forseti kirkjufélags- ins; frú Errika var af norskum gáfu- og merkisættum; hún tók virkan og mikilvægan þátt í íslenzkum mannfélagsmálum, og vildi í öllu veg íslendinga, hvar sem hún starfaði og hvar sem leiðir láu; sem húsmóðir og móð- ir átti hún fáa sína líka, sakir hjartahlýju sinnar, ráðdeildar og híbýlaprýði; frú Errika lætur eftir fjóra sonu, P. H. T. læknir í Winnipeg, 'séra Octavíus í Berkeley, Cal., Friðrik læknir í Seattle, Halvdan, forstjóra í Vancouver, og tvær systur, frú Margrétf Sigmar og frú Erriku Eastvold. Útför þessarar merku konu fór fram í Selkirk síðastliðinn þriðjudag. og í sveitunum búa 42,154 og hefir fækkunin þar numið 920 manns. Fjölmennasta sýslan er Gull- bringu- og Kjósarsýsla með 7052 íbúum. Næst kemur Þing- eyjarsýsla með 5770 íbúum, þá Árnessýsla með 5318 manns. Eyjafjarðarsýsla 4204, Suður- Múlasýsla 4079, Húnavatnssýsla 3422, Snæfellsnessýsla 3062, Barðarstrandasýsla 2786, Norður Múlasýsla 2481, Strandasýsla 2089, Mýrasýsla 1788, Vestur- Skaftafellssýsla 1499, Dalasýsla 1293, Borgarfjarðarsýsla 1247 og Austur-Skaftafellssýsla 1129. — Fólksfjölgun var aðeins í þrem- ur sýslum, Gullbringu- og Kjós- arsýslu, Árnessýslu og Mýra- sýslu. Auk kaupstaðanna hafa 29 kauptún og þorp meira en 300 íbúa, og er það einu færra en ár- ið áður, því að íbúatalan í Hnífs- dal komst niður fyrir 300 — 298. Keflavík er fjölmennasta kaup- túnið með 1886 íbúum. — Húsa- vík er með 1164, Sauðárkrókur 926, Patreksfjörður 816, Stykkis- hólmur 705, Eskifjörður 704 og Selfoss 684, en hinir með færri. Mbl. 17. okt. Innilegar hamingjuóskir "'Löáberás í tilefni af demantsafmæli þess * Megi blaðinu auðnast að halda uppi sínu merkilega menning- arstarfi um ókomin ár! Hallgrimson Fisheries Limited \ T. L. Hallgrimson, eigandi og forstjóri 508 Mclntyre Block WINNIPEG # MANITOBA CAHADA Greidduð þér tekjuskatt yðar árið 1942? Sé svo þá lesið þetta vandlega Stjórnin í Canada endurgreiðir hina ENDURGREIÐAN- LEGU UPPHÆÐ af tekjuskatti yðar fyrir 1942, þann 31. marz. — Ef þér eruð meðal þeirra, er endurgreiðslu eiga að fá, verður yður send peningaávísun. — EN — Nákvæmt núverandi heimilisfang er nauðsynlegt-' Hið rétta heimilisfang flestra þeiirra, sem endurgreiðslu mega vænta, er við hendi, en svo eru líka margir, sem sífelt eru að flytja sig eða breyta um nöfn. Spjald, sem rita skal á bústaðaskipti eða nafnabreytingu, verður sent hverjum húsráðanda í Canada, og er þegar unnið að því að senda þau út. Aukaspjöld verða fáanleg. á næstu tekjuskattsstofu eða pósthúsi. Þér þurfið ekki að útfylla spjaldið ef þér hafið sama bústað og nafn eins og ’42. Ef yður ber endurgreiðsla af tekjuskatti fyrir 1942 en hafið breytt heimilisfangi eða nafni, þá skuluð þér fylla nákvæmlega . inn spjaldið nú þegar! DEPARTMENT OF NATIONAL REVENUE Taxation Division Ottawa Hon. James J. McCann Minister of National Revénue THE COLUMBIA PRESS LTD. 1U Mm*. 4 LÖGBERG A high standard of quality has been maintained by the Columbia Press Ltd. for sixty years. Buyers of particular printing have come to depend on us to meet their exacting demands. We plan and produce all kinds of Commercial Printing: LETTER HEADS ENVELOPES NOTE HEADS BOOKLETS STATEMENTS BILLHEADS INVOICES MENUS CATALOGS OFFICE FORMS BROADSIDES MAGAZINES FOLDERS FINANCIAL STATEMENTS WEDDING INVITATIONS BUSINESS CARDS Write us today about your needs and we will prove that our Printing Services are worthy of your consideration or Ttltphont 21804 THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 Sargenf Avenue, WINNIPEG, Manitoba Heillaósk frá Þjóðræknisfélaginu Þjóðræknisfélag Islendinga í Ameríku árnar Lögbergi allra heilla á demantsafmælinu Okkur í félaginu er það öllum ljóst, að blöðin eru líftaugur hins íslenzka þjóðernis í Vesturheimi. Án þeirra myndi allt samhengi meðal íslendinga rofna. Það er blátt áfram ómögulegt að ofmeta þýðingu íslenzku blaðanna í þjóðernislegu tilliti. Á hinu langa æfiskeiði Lögbergs hefir blaðið flutt afar mikið af fróð- legu og skemmtandi lesmáli, enda hafa oft mikilhæfir menn setið í rit- stjóra-sessi. Eftir blaðinu hefir verið beðið með eftirvæntingu og óþreyju bæði í borginni og í strjálbyggð landsins. Margt af því, sem blaðið flutti hinum þreyttu erfiðis-mönnum varð þeim til gleði. Það er virðuleg staða og vandasöm að vera ritstjóri og þegar það er í minni haft, hversu mikinn fróðleik og hversu mikla ánægju blöðin geta veitt okkar aldraða fólki, verður ábyrgðartilfinningin mikil hjá sam- vizkusömum ritstjórum. Eg er þess fullviss, að mörgum af ritstjórum Lögbergs og öðrum aðstandendum blaðsins hefir verið þetta full-ljóst. Á hinum langa æfiferli blaðsins hefir það flutt lesendum sínum, ekki einungis mikinn fróðleik, heldur og einnig mikið af góðum bókmenntum. Blöðin hafa lyft okkar mætustu skáldum og bókmennta-mönnum til flugs. 1 dálkum blaðanna hafa þeir æft sig í skáldskap og framsögn. Það er blöðunum, að mjög miklu leyti að þakka, að við höfum eignast góð skáld og ritfæra menn. Við óskum þess bæði ykkar og okkar vegna, að Lögberg eigi góðri framtíð að fagna. Fyrir hönd ÞJÓÐRÆKNISFÍLAGS ÍSLENDINGA f VESTURHEIMI H. E. JOHNSON, ritari.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.