Lögberg - 27.05.1948, Blaðsíða 6

Lögberg - 27.05.1948, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGIlfW 27. MAÍ, 1948 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Nú, “Wake up in the morning”. Aftur hlustaði hann grandgæfilega, með opnum augum, sem ekkert sáu nema hinar fornu endurminningar hans. “Og nú, The old Gray Hoss! Þegar að síðustu tónarnir í því kvæði dóu út, reyndi hann til að brosa aftur. “Einu sinni enn — “Hard times and Avuss are coming!” Með mjúku hljómtaki, þýðum en rök- vissum Negra-málýzkum, söng hún kvæði það til enda. : “Sagði ég þér ekki, að þú gætir ekki gabbað mig. “Það er engin stúlka til í iNorður-ríkjunum sem getur sungið þessi kvæði eins og þú hefir gjört. Eg er í himnaríki, og þú ert engill”. “Fyrirverður þú þig ekki fyrir að vera að manga til við mig, sem ert með ann- an fótinn í gröfinni? Það er einmitt rétti tíminn til þess að koma sér í mjúkinn hjá englunum — en það er úti um mig. Eg er stéindauður —”. Elsie gat ekki stilt sig með að hlæja. “Eg veit það”, hélt hann áfram, “því þú hefir gullbjart hár, og fögur, brún augu í stað blárra. Eg hefi aldrei á æfi minni séð stúlku með eins litt hár og augu eins og þú”. “Þú ert ungur ennþá”. “Það hefir aldrei verið til stúlka á jörð unni lík þér — þú ert —”. Hún rétti upp fingurinn eins og til að- vörunnar. Höfuð hans hné ofan á kodd- ann og hann féll í svefnmók. “Þú mátt ekki tala meira”, hvíslaði hún að honum og hristi höfuðið lítið eitt. Það var einhver hreyfing fram við dyrnar, sem kom Elsie til að líta við. — Góðleg og tignarleg kona, um fertugs- aldur, í gömlum og upplituðum, svört- um kjól, var að þjarka við dyravörðinn um að fá að fara inn í salinn. “Má ekki leyfa þér inn, það er á móti reglunum”. “En ég verð að komast inn. Eg hefi verið á rölti milli sjúkrahúsanna hér í fjóra daga, og ég veit að hann er hér inni”. — “Þú verður að fá sérstakt leyfi til að fara hér inn, frú. Hér eru aðeins sárir uppreisnarmenn, sem ættu að vera í fangelsi.” “Jæja, ungi maður”, sagði konan í bænarrómi. “Yngsti drengurinn minn er hér inni, særður og við dauðans dyr, og ég verð að komast inn. Þú getur skotið mig, ef þér sýnist, og þú gætir líka litið undan”. Hún dreif sig fram hjá varðmannin- um, sem horfði fram í dyrnar og lézt ekkert sjá. Hún staðnæmdist í eina mínútu, eins og að hún vissi ekki hvað hún ætti af sér að gera. Hið víðáttumikla svæði á öðru lofti í þessum steinkastala var rúmum raðað eins þétt og þau komust, með særðum, veikum og deyjandi mönn um í, og var það einkennileg og alvar- leg sjón að sjá. Með fram veggjunum stóðu glerskápar, sem í voru allra handa eftirlíkingar af uppfundingum sem andi mannanna hafði framleitt. Á milli skáp- anna var opið svæði, átta fet á lengd, þar sem raðað var rúmum með veikum mönnum í, og á ganginum voru einnig langar raðir. Veggsvalir voru fyrir ofan glerskápana, og var rúmum þeirra særðu og veiku einnig raðað þar, eins þétt og þau komust. Fótatak læknanna og hjúkrunarkvennanna, heyrðist glögt þegar þau gengu eftir marmaragólfinu og jók á hina raunalegu mynd í huga að- komendanna. Elsie sá vandræðasvipinn á andliti konunnar og kendi í brjósti um hana og flýtti sér til hennar. “Ert þú frú Cameron frá Suður- Carolina?” Konan svartklædda rétti henni skjálf andi hendi. — “Já, já, mín kæra, og ég er að leita að drengnum mínum, sem er særður til ólífis. Getur þú hjálpað mér?” “Mér fanst ég þekkja þig af lítilli mynd sem ég sá”, sagði Elsie. Eg skal fylgja þér beint til hans”. “Þakka þér fyrir”. Innan stundar stóð hún við rúmið hans, en Elsie gekk út að opnum glugga sem þar var rétt hjá og hlustaði á spur- fugla-kvak í blóm-viðinum þar fyrir ut- an. Móðirin stansaði eitt augnablik við rúmið og leit viðkvæmum ástaraugum á föla, holdskarpa andlitið sem á kodd- anum lág, svo lyfti hún höndunum, spenti greipar og bað. “Eg þakka þér, lávarður lífsins, að þú hefir heyrt hjartans bænir mínar og leitt mig á þennan stað!” Svo kraup hún við rúmið og þrýsti kossi á heitar varir sonar síns, strauk hárið frá enni hans lagði hendina á það. Ofurlítill roði færðist fram í andlit sjúklingsins. “Það ert þú, mamma. Eg þekki hand- tak þitt — þú, eða Guð!” Hún tók utan um hann. “Hetjan mín, elskan mín, drengurinn minn!” “Þá þarft ekki að vera hrædd um, að mér batni ekki nú, mamma. Eg hafði yf- irbugað þá, um daginn, eins og ég hafði svo oft gjört áður. Eg vissi ekki hvernig að það atvitkaðist að menn mínir féllu allir í einu. Þú skilur að mér var ómögu- lega að gefast upp í nýja liðsforingja- búningnum sem þú sendir mér. — Við börðumst hraustlega, en nú finst mér ég vera dálítið þreyttur, en þú ert hjá mér og þá er öllu óhætt”. “Já, elskan mín, því er öllu lokið nú. Lee hershöfðinginn hefir látið af allri sókn, og þegar þér batnar, þá förum við aftur heim, þar sem að þú nærð þér til fulls í sólskyninu og á meðal blómanna”. “Hvernig líður henni litlu systur minni?” “Hún er að leita að þér annarsstaðar hér í bænum. Hún hefir vaxið og þrosk- ast svo mikið, að ég held að þú þekkir hana varla. Faðir þinn er heima og veit ekki að þú særðist”. “En kærastan mín, hún Marion Lenoir?” “Hún er glæsilegasta stúlkan í Pied- mont, hugljúf og góðlátlega glettin eins og hún á að sér. Hr. Lenoir er mjög las- inn, en hann hefir ort aðdáanlega fallegt kvæði um eitt af áhlaupum þínum, ég skal sýna þér það á morgun. Hann er bezta skáldið sem við eigum og við Sunn an-menn tilbiðjum hann. Marion send- ir hetjunni frá Piedmont kæra kveðju sína og koss. Eg skal skila honum nú”. Hún laut ofan að syni sínum og kysti hann. “En hundarnir mínir?” “Sherman hershöfðingi skildi þá að minsta kosti eftir”. I “Mér þykir vænt um það. Hvernig líð- ur hryssunni minni?” “Vel, en við fengjum okkur full sadda við að reyna að bjarga henni. Jake faldi hana í skóginum, þangað til að herfylk- ingarnar voru farnar fram hjá”. “Það var vel gjört af Jake”. “Eg veit ekki hvernig fari ðhefði, ef Jake hefði ekki verið”. “Er Aleck gamli enn heima, og fullur eins og hann var vanur að vera?” “Nei, hann strauk með hernum og lokkaði alla Negrana sem á Lenoir-bú- garðinum voru til að fara með sér, nema kellu sína, hana Aumt Eindy”. “Og dóninn; hann hefir verið búinn að gleyma þegar að móðir hennar, frú Lenoir, hreif hann út úr eldsvoöanum, þegar að hann var drengur!” “Já, og hann sagði Noröan-mönnum, að bruna-örin á honum væru ör eftir svipuhögg, og hann kom til baka með nokkrum mönnum og þeir brendu fjós- in á Lenoir búgarðinum. Jake fór í veg- inn fyrir þá og sagði þeim sannleikann og hermennirnir reiddust svo, að þeir ætluðu að hengja hann þar og þá, samt varð ekki úr því, en ráðningu fékk hann eftirminnilega. Síðan höfum við ekki séð hann”. “Eg skal annast þig, mamma, þegar að ég kem heim, því ég er ekki í nokkr- um vafa um að mér muni batna. — Það er óhugsanlegt, að ég, sem er aðeins nítján ára, fari að deyja. Eins og að þú veist, þá held ég að engin byssukúla sem búin hefir verið til í Bandaríkjunum, geti grandað mér. í þrjú ár sem ég var í stríðinu, naut ég undursamlegrar verndar — særðist aldrei”. Málrómur hans var farinn að dofna, talfærin að þreytast og roði að færast í andlitið á honum. Móðir hans lagði hendina á varirnar á honum. “Aðeins eitt meira”, bað hann í lág- um, þreyttum málrómi, “Sástu litla eng- ilinn, sem hefir verið að leika á hljóð- færi og syngja fyrir mig? Þú verður að þakka henni fyrir það”. “Já, ég sé að hún er að koma. —r- Eg verð að fara og segja Margréti að ég hafi fundið þig og fá passa handa okkur svo að við getum komið til þín á hverj- um degi”. Frú Cameron beygði sig ofan að syni sínum, kysti hann og fór til að hitta Elsie. — “Og þú ert stúlkan elskulega, sem hefir verið að hafa ofan af fyrir drengn- um mínum, með hljóðfæraslætti og söng, sem er hér einn á meðal óvina sinna, dauðveikur”. “Já, og fyrir öllum hinum líka”, mælti Elsie. — “Frú Cameron tók báðar hendur Elsie í sínar og horfði blíðlega á hana. “Viltu lofa mér að kyssa þig? Þér skal ég ávalt unna”. Hún faðmaði Elsie að sér, og þrátt fyrir dul-þótta sem hún brynjaði sig með, gat hún ekki varist ekka, þegar varir þeirra mættust. Hún hafði mist móðir sína í æsku, og tilfinn- ingar sem hún lengi hafði læst í hjarta sér frá heiminum, brutust í svip út við hið viðkvæma móðurhjarta þessarar Suður-ríkjakonu. Elsie gekk með frú Cameron til dyr- anna, og var að hugsa um, hvernig að hún ætti að segja frú Cameron frá hin- um ægilega dómi sem kveðinn hafði ver ið upp yfir syni hennar. Hún byrjaði á að minnast á það, en þegar að henni varð litið framan í frú Cameron og sá vonar- og gleðigeisl- ana á andlit ihennar, þá misti hún kjark inn og orðin frusu á vörum hennar. Hún ásetti sér að fylgja frú Cameron nokk- uð á leið, en eftir því sem lengur leið, því erfiðara átti hún með því að hefja máls á vandræðafréttunum sem á huga hennar lágu. Elsie stansaði - við gatnamót og kvaddi frú Cameron o ghélt tafarlaust sína leið. “Eg verð að sklija við þig núna, frú Cameron. Eg skal koma í fyrramálið og hjálpa þér til að ná í aðgöngumiða að sjúkrahúsinu”. Frú Cameron hélt í hendina á Elsie og strauk hana eins og að hún vildi alls ekki sleppa henni. “Ó, hversu góð þú ert”, sagði hún blíð -lega. “Þú hefir ekki sagt mér hvað þú heitir?” Elsie hikaði við, en sagði svo: “Það er nú nokkurskonar leyndar- mál. Þeir kalla mig systir Elsie, og stund um Banjó-stúlkuna þarna á sjúkrahús- inu. Faöir minn er þektur áhrifamaður, og mér þætti ver, ef ég þyrfti að opin- bera það alment, en þér get ég sagt, aö ég heiti Elsie Stoneman. Faðir minn er leiðtogi þjóðþingsins, og ég á heima hjá henni ömmu minni”. “Þakka þér fyrir”, mælti frú Camer- on og þrýsti hendi Elsie. Svo skyldu þær og Elsie horfði á eftir þessari dökk- klæddu konu, hrærð í huga. Við að nefna föður sinn höfðu vaknað hugmyndir hjá Elsie um leyniaflið sem ógnaði öllum fyrirætlunum forsetans, og á sama tíma var að undirbúa ófriðar áróður í Suðurríkjunum. Faðir hennar var valdaríkasti maðurinn í Washing- ton að forsetanum einum undantekn- um og hinn ákveðnasti fjandmaður Abrahams Lincoln og þótt að hann væri leiðtogi flokksins í þjóðþinginu, sem að hann stjórnaði með harðstjórans hendi, þá var hann að upplagi ófyrirleitinn og illviljaður. En í einkalífi sínu gat hann verið veglyndur og hugsunarsamur við kunningja sína. Gamli Austin Stoneman, höfðinginn mikli — The Great Commoner — eins og hann var kallaður — og hann var sannarlega maður sem lét til sín taka. í huga Elsie var enginn honum líkur, að ímynd karlmannlegrar glæsimennsku. Hann var umhyggjusamur faðir, og þó hann bæri það ekki utan á sér, þá unni hann börnum sínum af alhug. Hún stansaði og leit til marmarasúln anna, sem stóðu fyrir framan dyr sjúkrahussins eins og verðir, og eins og bentu henni að fara til baka til fjand- mannsins særða, sem lá í litla fúminu þar iiini. Kveldskuggarnir breiddu vængi sína yfir borgina og skin tunglsins, sem var að rísa, lék um hinar tignarlegu byggingar með þýðleika og fegurð. “Hví skyldi ég vera hrygg út af þess- um eina manni — óvini, á meðal þús- undanna, sem fallið hafa?” sagði Elsie við sjálfa sig. Hvert einasta atriði í sam bandi við samfundi þeirra um daginn stóð eins og upphleypt mynd fyrir hug- skotsjónum hennar — og hryllingin út af dómi hans, skar hjarta hennar eins og sverð. “Hann skal ekki deyja”, sagði hún ákveðin. Eg fer með móðir hans til # / forsetans. Hann getur ekki neitað henni. Og ég sendi eftir Phil bróður mín um til að hjálpa mér”. Hún fór beint á símastöðina, símaði bróður sínum og bað hann að koma taf- arlaust. II. KAPÍTULI Maðurinn hjartagóði Morguninn eftir, þegar Elsie kom til gestgjafahússins í útjaðri borgarinnar sem Cameron bjó í, var hún farin út í bæ til að kaupa blóm til að færa syni sín um á sjúkrahúsinu. Á meðan að hún beið eftir frú Camer on, var hún að hugsa um erfiðleikana sem hún hlyti að eiga við að búa og hug ur hennar var hrjúfur. Hún vissi að frú Cameron hafði naumast nógu mikil efni til þess að verjast hungri, en hún vissi líka að hún mat meira vellíðan sonar síns en sín eigin þæginda og þessi heimska í frú Cameron, að eyða því litla sem hún hafði til augnagleði sonar síns, var því undisleg fórn og vakti heimilis þrá í hennar eigin brjósti. “Hvernig á ég að fara að, að segja henni frá því?” stundi hún upp í hljóði. “Eg má til með að gjöra það”. Hún hafði aðeins biðið í fáar mínútur þegar frú Cameron og dóttir hennar komu inn til hennar. Frú Cameron kast- aði blómunum á borðið, og fór undir eins til Elsie að heilsa henni. Tók í hendina á henni og kallaði til Margrétar dóttur sinnar. “Ósköp varstu væn að koma svona fljótt!” Sneri sér að Margréti dóttur sinnar og sagði: “Þetta er elskulega litla stúlkan sem var mér, og honum Ben svo góð”. Margrét tók í höndina á Elsie og lang aði til þess að vefja handleggjunum um hálsinn á henni, en það var einhver tign arró sem hvíldi yfir þessari Norður-ríkja stúlku, sem varnaði henni frá að gjöra það, svo hún aðeins brosti vingjarnlega og sagði: “Þú ert okkur ósegjanlega kær. Ben er einn eftir af bræðrum mínum. — Við vorum mjög samrýmd og lékum okkur saman, og ég ætlaði varla að afbera harminn, þegar að hann strauk frá okk ur í stríöið. Hvernig eigum við að þakka þér, þér og honum bróðir þínum!” “Eg er viss um að við höfum ekki gjört neitt meira fyrir ykkur, en þið hafið gert fyrir okkur”, svaraði Elsie um leið og frú Cameron gekk út úr her- berginu. “Já, ég veit það, en við getum aldrei með ooröum lýst, hversu þakklátar við erum þér. Okkur finnst, að þú hafir bæði bjargað lífi Bens, og okkar. Stríðið hefir verið dimm sorgartíð fyrir okkur, síðan að hann elsti bróðir minn féll. En nú er því lokið og við höfum Ben eftir bjá okkur og við grétum gleðitárum í alla nótt”. “Eg vonaði að hann bróðir minn, Phil Stoneman liðsforingi, kæmi í dag til þess að mæta ykkur, og hjálpa mér, en nú getur hann ekki komið fyr en á föstu daginn”. “Hann tók Ben í faðm sér!” greip Margrét fram í. “Eg veit að hann er hug rakkur, og þú hlýtur að vera stolt af honum”. — “Barnes læknir segir að þeir gætu ekki verið líkari þó að þeir væru tvíbur- ar. Phil er ekki alveg eins hár og hefir ljóst hár eins og ég”. “Þú öbtlar að lofa mér að sjá hann undir eins og hann kemur, svo ég geti þakkað honum”. “Flýttu þér, Margrét”, kallaði frú Cameron framan úr húsinu og vertu fljót að búa þig, því við verðum að fara undir eins á sjúkrahúsið”. Margrét sneri sér til dyra á herberg- inu sem þær Elsie og hún voru í, með kvennlegri tign, og flýtti-sér út úr því og þótt svarta kjóllinn, sem hún var í, væri gamall og máður, bar hún hann eins og drottning. “Og nú, mín kæra, hvað verð ég að gjöra til þess að fá aðgöngumiðana?” spurði frú Cameron. Það kom roði í andlit Elsie, og tár í augu hennar. Hún hikaði við að svara, reyndi svo að taka til máls en orðin dóu á vörum hennar. Hið viðkvæma og glöggskygna móður auga frú Cameron skildi undir eins, að það væri eitthvað, sem Elsie, vissi, en veigraði sér við að segja. “Segðu mér það fljótt! Læknirinn hef ir þó ekki leynt mig einhvers í sambandi við sjúkdóm hans?”

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.