Lögberg - 27.05.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 27.05.1948, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 27. MAÍ, 1948 Jón Thorvaldsson Fæddur 12. maí 1883 Dáinn 16. marz 1948 Jón Thorvaldson lézt að heim ili sínu í Calgary Alberta 16. marz, 1948 Hann kom til þessa lands 1905, og settist að í Red Deer, Alberta. Hann var ættað- ur frá Skaftholti í Ytrahreppi í Árnessýlu og er hapn af góð- um ættstofni kominn. Þann 3. apríl 1913 giftist hann eftirlif- andi ekkju sinni, Sesselju, dótt- ur Ófeigs Sigurdsonar í Red Deer. 1912 flutti Jón til Calgary Alberta. Eftir stutta dvöl þar, fékk han stöðuga atvinnu hjá C. P. R. félaginu og vann hjá því félagi í samfleytt 32 ár. 1946 varð hann fyrir því mótlæti að fá slag, var hann altaf heilsuveill, eftir það, og ekki vinnufær. — Þann 16. mars 1948 lézt hann í Mihe'á. Bea+tty Sltap. 602 ELLICE AVENUE 10 YEARS PREVIOUS EXPERIENCE Just Open jor Business SPECIALIZING IN PERMANENT AND FINGER WAVE Phone 37 343 MISS M. JOHNSTON, Mangeress Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUND50N Asphalt Roofs and Insulatod Siding — Ilopairs 832 SIMCOE ST. Winnipeg. Man. svefni. Hann tilheyrði “The Brotherhood of Railway Train- men”. Hann lifa ekkjan í Cal- gary Alberta, ein dóttir Mrs. G. R. Henderson í Elrose Sask. — Einn sonur Wallace í Nerman, Oklahoma, er hann þar við nám við University of Oklahama, að læra Petrolíum Engineering, og tvö barnabörn. Einn bróðir á hann í Reykjavík og þrjár syst- ur, og eina systir í Vestmanna- eyjum á íslandi. Útförin fór fram frá Jacques útfararstofunni þann 19. marz, þar sem fjöldi af vina- fólki hins látna var saman kom- inn. Kistan var þakin í blómum og útförin hin virðulegasta. Hann var jarðsettur í Union grafreitn- um. Rev. A. R. Hubard þjónust- aði við útförina. Jón heitinn var mætur maður, vel látinn og vin- sæll af öllum sem kyntust hon- um, það ber því bezt vitni hvað lengi hann vann hjá sama félag- inu. Hann var ætíð glaður og fjörugur í anda, og skemtin í við- ræðum. Á yngri árum var hann talinn góður söngmaður, og æfði hann það talsvert, er hann var á því skeiði. Með Jóni Thorvald- syni er fallinn í valinn einn af okkar góðu og gildu Islending- um. O. S. Glatt hjarta veitir góða heilsu- bót, en dapurt geð skrælir beinin — Salomon konungur. Hjúkrunarnemar og aðstoðar stúlkur óskast fjrlr crðvrlkra skólann í Portaíre la Pjrairc Tækifæri fyrir 17 ára stúlkur og eldri til undirbúnings undir nyt- samar og fjölbreyttar lífsstöður. Hjúkrunarkvennemar verSa aS hafa X-bekkjar-próf, og fá aS loknu námi pröfskírteini sem fullnumar f meSferð geSveikra. Byrjunarlaun hjúkrunarkvennema J40 á mánuCi, aSstoCarstúlkna $45 á mánuCi — að viCbættum einkennisbúningi, fæSi, herbergi og þvotti. — Kjarabætur opinberra starfsmanna koma til greina, reglubundin kauphækkun, 4 vikna frí með kaupi, o. s. frv. Spyrjist fyrir hjá The Manitoba School, Portage la Prairie eSa MANITOBA CIVIL SERVICE COMMISSION 247 LEGISIiATIVE BUILDING, WINNIPEG, MAN, eða hjá næstu National vlstráðningaskrii'stofu. TUTTUGASTA OG FJÓRÐA ÁRSÞING Bandalags Lúterskra Kvenna . Verður haldið í KIRKJU FYRSTALÚTERSKASAFNAÐAR í Winnipeg DAGANA 4.-7. JÚNÍ N. K. FÖSTUDAG 4. JÚNÍ Þingsetning kl. 2 e.h. Starfsfundur til kl. 6 e. h. Skemlifundur byrjar kl. 8 e. h. Piano-solo .............Miss Pearl Halldorson Erindi . Mrs. Robert McQueen Group of Songs .......... Mrs. Pearl Johnson Ávarp ........... Miss Svana Sigurgeirsdóttir Erindi .................. Mrs. E. H. Fáfnis Violin-solo ..... Miss Dorothy Mae Jonasson Accompanist: Miss Córrine Day LAUGARDAG 5. JÚNÍ Starfsfundir frá 9.30-12; 2 e.h. 6. e.h. Skemtifundur byrjar kl. 8. e.h. Piano Accordion Solo Miss Florence Richardson Erindi......... Frú Elinborg Lárusdóttir, Rvík. Group of Songs _ Mrs. Unnur Simmons Erindi ..... Frú Rannveig K. G. Sigbjörnsson SUNNUDAG 6. JÚNÍ Guðsþjónustur í Fyrstu Lútersku kirkju kl. 11 f. h. og kl. 7 e. h. MÁNUDAG 7. JÚNÍ Starfsfundir kl. 9.30 f. h.—12; kl. 2 e. h. —kl. 4. — Hannyrðasýning. — Þingslit. Ingibjörg J. Qlafsson, forseli Lilja Guttormsson skrifari MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Böm, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Eiríkur S. Brynjólfsson. 776 Victor St. Wpg. ♦ Arborg-Riverton prestakall 30. maí: Árborg, íslenk messa og ársfundur kl. 2 e. h. — Geysir messa og safnaðarfundur kl. 8.30 e. h. — 6. júní: Hnausa, messa og safnaðarfundur kl. 11 f. h. — Riverton, ensk messa og safnaðarfundur kl. 8 e. h. B. A. Bjarnason. ♦ Vegna messunnar í Winnipeg þann 30 maí verður messunni á Lundar frestað þangað til 6. júní kl. 2 e. h. H. E. Johnson. > Gimli prestakall 30. maí: Fermingar-messa og altarisganga að Árnesi kl. 2 e. h. — Daylight Saving time. — English service at Gimli, 7 p.m. This service is dedicated to the fishermen. — Allir boðnir vel- komnir. Skúli Sigurgeirson. ♦ Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudagirtn 30. maí: — Ensk messa kl. 11 árd. — Sunnudaga- skóli kl. 12. — íslenzk messa kl. 7 síðd. — Safnaðarfundur að messu afstaðinni. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. Til hvers á Reykjavík að stœkka ? (Frh. af bls. 5) höfuðborg atvinnulega sjálf- stæðs ríkis. Rétt mun að álykta, að Reykja vík hafi stækkað langmest sakir þess, að hún er höfuðborg, og þar verki sama lögmál og á öðr- um Norðurlöndum. Önnur vaxt- arlögmál hpnnar eru aftur á móti hin sömu og smáborganna, þeirra sem bezt skilyrði eiga. Hópsækni Islendinga er engu minni en frændþjóðanna fyrr og síðar, og löngun til einangrunar og útkjálkalífs er þorrin, hafi hún nokkur tíma þjóðarein- kenni verið. Takmörkin fyrir því, hve Reykjavík muni vaxa, eru því engin nema takmörk at- vinnumöguleikanna. Aldrei þarf að ottast landskort í næstu hér- uðum til mjólkurframleiðslu og garðmetis handa Reykjavík, því að þau eru stærri en Sjáland, sem framleiðir þá hluti handa 1200 þúsundum Hafnarbúa og annarra borgarbúa á eynni. — Aldrei skortir hafnarrúm né byggingarlóðir á heimajörð Ingólfs Arnarsonar, heitt né kalt vatn eða önnur skilyrði góðra lifnaðarhátta í Reykjavík. Oflangt mál yrði að rökræða atvinnumöguleika Reykjavíkur um alla framtíð. Þeir taka breyt ingum. Upp spretta ölkeldur og gufuhverir, sem lofa miklu, ef lán yrði með, og hér er að finn- ast marmari og fleira merkilegt til jarðefnaiðnaðar og hverskyns vinnslu. Sjórinn verður ávallt auðugur hér við land, þótt afla- leysi geti komið öðru hverju sakri breyttra strauma og sjáv- arhita, rányrkju og af óskýrðum orsökum. Óhætt mun að hugsa sér, að niðursuðuiðnaður, sjáv- arframleiðsluiðnaður, þungaiðn- aður dálítill úr hráefnum ís- lenzkrar jarðar — meðfram eða mest til útflutnings — og léttiðn aður, sem fullnægt getur mörg- um stærstu vöruþörfum lands- manna, verði einna starfsfrekast ur í atvinnuvegur Reykvíkinga í framtíðinni. Hér verður iðnaðar- bær, verzlunarbær og útvegs- bær, sem þolir víst samanburð við ýmsa miklu mannfleiri bæi af því tagi, hvað atvinnumögu- leika varðar. Þessi athugun sýn- ir, að vaxtartakmörk Reykjavík- ur muni reynast ákaflega teygj- anleg í framtíðinni. Með svipaðri fjölgun og síð- asta áratug verða landsmenn varla undir 250 þús. um næstu aldamót og á að gizka 700 þús. öldinni eftir það árið 2100. — Fjöldi eiginlegra sveitabænda mun taka heldur litlum breyting um frá því, sem er, en mikil land búnaðaraukning verða út frá þorpum, sem víðsvegar myndast í beztu héruðunum. Þorp þessi hafa auðvitað fleira en landbún- að til að lifa af. Segjum, að tvö- faldast muni til næstu aldamóta íbúar kaupstaða og þorpa utan Reykjavíkur og verða þá rúm- lega 80 þúsund, en sveitamönn- um fjölgi um 35%, miklu meira en þeim hefir fjölgað nokkurn tírrta hérlendis ú jafnskömmum tíma, verða þeir þá nær 60 þús- undum. Þá eru eflir 110 þús. manna, og það er sennilegasti íbúafjöldi Reykjavíkur eftir 52 ár. Meiri getur hann orðið. Tilgangslaust er hinsvegar að spá um fjölgun Reykvíkinga eða fækkun eftir það, enda ónauðsyn legt. Veðurfarsbreytingar og at- vinnutilfærsla geta að því búnu gefið öðrum bæjum betri vaxtar skilyrði um sinn. Og endurtekið skal þetta: Vöxtur og efling Reykjavíkur hefir þegar skip- að henni allframarlega í smá- borgaröð, en getur aldrei ger- breytt hlutfallinu milli hennar og stórborganna í nálægum lönd- um. Hún verður jafnt í smá- borgaflokknum með 110 þús. í- búa eins og 50 þúsund, sem nú eru hér. Það er þá sýnt, að Reykjavík verður hvorki fugl né fiskur á erlendan mælikvarða, heldur verður að vera sinn mælikvarði sjálf. Af henni er krafizt í sumu eins mikilla vísindaafreka og af þeim borgum sama stærðar- flokks, sem eru fyrst og fremst' háskólaborgir, t. d. Uppsalir, Lundur, Ithaca — Cornellhá- skóli, — Berkeley — University of California — og Oxford. Svo háu marki þarf hún að halda, þótt eigi geti hún náð því. — Af henni er krafizt í öðru lagi sömu þjóðmálaforustu inn á við og milliríkj aþjónustu út á við, sem aðrar höfuðborgir Norðurlanda hafa fyrir sínar þjóðir. — Þetta á við störf af hálfu ríkis, bæjar- flokka, félaga, verzlunarfyrir- tækja, menningarstofnana, gisti- húsa, ferðaskrifstofu o s.. frv., og af öllu þessu leiðir þá hættu, að íbúar höfuðstaðarins verði allir að þjónum og skriffinnum, sem hafi ekki tíma né löngun til ann- arra þjóðnýtra starfa. Ýtrasta verksparnaðar þyrfti að gæta við margt af því, en án þessarar starfsemi, sem jafngildir sama starfi hjá milljónaþjóð, getum við ekki verið ríki. I þriðja lagi er af oss krafizt mikilla siglinga í lofti og á sjó, einkum í framtíð, þegar flugleiðin frá Ameríku til Mið- og Austur-Evrópu verður eingöngu um ísland. I fjórða lagi þurfa landsmenn að ná undir reykvískri stjórn svo fullkom- inni tækni í framleiðslugreinum sínum, að útlendingar sjái sér aldrei færi á að hrifsa þær und- ir sig með valdi auðs síns og kunnáttu. Þarna hefi ég stiklað ofboð lauslega á nokkru því helzta, sem gerir höfuðborg að Stuðlið að byggingu barnaspítalans í Winnipeg höfuðborg. “Vor þjóð skal ei vinna með vopnanna fjöld, en með víkingum andans um staði og hirðir”, orti væringinn Einar Benediktsson um hina borgsæknu Væringja fornaldar og nútíðar. Stórhugur og borg- menningardraumur þess skálds þurfa að rætast til þess, . að Reykjavík geti orðið það, sem henni ber. Samtíðin. Minnist BETEL í eríðaskrám yðar r The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Hcimili 912 Jessie Ave. 231 James Sl. Phone 22 641 WORLD TRADE WEEK MAY 30th to JUNE Sth World Trade Week is being observed throughout Canada from MAY 30 to JUNE 5 in an effort to bring to the attention of the people of Canada, the importance of Canada’s World Trade. — The high standard of living we as Canadians now enjoy, is directly responsible to World Trade and, if this can be clearly understood by us all, World Trade Week will be considered successful in every way. This space contributed by SHEA'S WINNIPEG BREWERY LTD. RECITAL Elma Gislason, soprano Pupil of J. Roberto Wood SOLOIST In First Federated Unitarian Church Proceeds to go to Church organ fund Accompanist will be DOROTHY ROSSELL Assisting artist IRENE THOROLFSON on violin and viola JUNE lst, 8:30 p.m. 1. Cari Selve ...................... HANDEL (OPERA ATALANTA) Recit. And God said HAYDN Aria. With Verdure clad HAYDN (1) Im Abendrot SCHUBERT (IN EVENING’S GLOW) (2) Rastlose Liebe SCHUBERT (RESTLESS LOVE) (3) Die Forelle SCHUBERT (THE TROUT) * (4) In Spring Time SCHUBERT (DES LIED IN GRUNEN) (1) Aprés Une Revé FAURE (2) Sicilienne FAURE IRENE THOROLFSON (Viola) Aria — Pace Pace Mio Dio VERDI (from opera, La Forza Del Destino) (1) A, thought like music BRAHMS (2) Dreams .... ................... GRIEG (3) Serenade RICHARD STRAUSS (1) Andante from Symphonie Espagnole ' EDWARD LALO Violin: IRENE THOROLFSON (ICELANDIC) 1. Vor JÓN FRIÐFINNSSON 2. Svanasöngur á heiði KALD.ALÓNS 3. Snemma lóan litia í BÖÐVARSON 4. Draumalandið SIGFÚS EINARSON

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.