Lögberg - 10.06.1948, Blaðsíða 4

Lögberg - 10.06.1948, Blaðsíða 4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 10. JÚNI, 1948 * --------Hogberg--------------------- öt hvern íimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 f iargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritatjórans: EDITOR Lf>GBERG >9h Sargent Ave.. Winnipeg, Man Ritstjóri: EIRAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirírarn The “Lögberg” is printed and pubiished by The Columbia Press, Limited, H95 Saigent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canaoa. Authorized as-Sv-cond Cia-ss Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 “Vonin lífs er verndarengiir’ Meðal fyrirbrigða í bókmentum ís- lenzku þjóðarinnar, er Kristján Jónsson Fjallaskáld; hann setur, þessi sveitapilt ur úr Kelduhverfinu, met fyrir óviðjafn- anlega djúphugsuð kvæði, deyr á ung- um aldri og hvílir í grafreitnum við kirkjuna á Hofi 1 Vopnafirði; hann er samtíðarmaður Jóns Ólafssonar stjórn málamanns og skálds og á honum og f jölskyldu hans mikið gott upp að unna. Þó Kristján Jónsson væri Keldhverf- ingur, höguðu atvikin því þannig til, að hann hefir alla jafna verið kendur við Fjallabygðina og Möðrudals öræfi; hann yrkir hið ógleymanlega kvæði Dettifoss og í yfirsetunum nemur hann af sjálf- um sér erlend tungumál og snýr á ís- lenzku eða yrkir upp, hið snildarlega ljóð Veiðimaðurinn, auk margra annara kvæða eftir merka, erlenda höfunda; en þó varð hann dýpstur og mestur í túlk- un síns eigin eðlis, síns ram-íslenzka, norræna uppruna; hann var vitur heimspekingur, og þó hann hafi að vísu á vettvangi íslenzkrar ljóðagerðar, unn- ið sér virðulegan sess, mun þó vafamál hvort menningarstarf hans hafi fram að þessum tíma, verið skilgreint eins ýtarlega og átt hefði að vera. Skoðuð í smásjá þröngsýnna manna, var æfisaga Kristjáns Jónssonar, ná- lega óslitin harmsaga, þó hún í eðli sínu væri saga mikilla sigurvinninga; hann elskaði eins og norrænir menn heitast elska; hann harmaði vonbrigðin í þeim efnum og áfeldi sjálfan sig þunglega eins og ljósast kemur fram í kvæðinu “Bálför gamals unnustubréfs”, en í því standa þessar ásakandi ljóðlínur: “Grimmilega geld ég minnar heimsku, nú gef ég eldi fals og ástartál”. Lífsspeki Kristjáns Fjallaskálds var tvíþætt; hann verður í tveimur Ijóðlín- um, skáld vonarinnar og skáld van- traustsins: “Vonin lífs er verndarengill, von, sem þó er aðeins tál”. Þannig var ívafið í sálarlífi Fjalla- skáldsins, sem hugði á stórræði annað veifið, en bugaðist hins vegar fyrir von- brigðunum eins og margan manninn hendir, og var kannske ekki minni mað- ur fyrir það; en hann var meiri maður fyrir að hafa, þrátt fyrir alt, komið auga á þá sálfræðilegu staðreynd og lýst henni í ljóði, að vonin sé verndarengill lífsins. — * Það er töluverður munur á því, að prédika inn í samferðasveit sína lífið og fegurð þess, eða dauðann og óminn- ið. — Allir einstaklingar og allar þjóðir eru einhvern tíma á krossgötum og vita lítt til átta; heigullinn, uppgjafarmaðurinn, sættir sig við að leggjast fyrir og deyja kannske Drottni sínum í fönninni; son- ur vonarinnar klýfur kafaldið og brýst til bæja. Oss skilst, að baráttuhugurinn sé óað- skiljanlegur þáttur í heilsteyptri skap- gerð hins norræna manns, hvar sem hann er í sveit settur, sé aðalseinkenni hans, fjarskylt smámunum, undirhyggju og rógi. — Vonin um betra mannkyn og fegri heim, lætur sér aldrei til skammar verða — verður aldrei tál. Á meðal vor, afkvista íslands í þess- ari álfu, ganga ljósum logum málsvar- ar helstefnunnar, uppgjafarstefnunnar, er reyna að færa tvísýnum málstað til stuðnings furðulegar ástæður, eins og þær, að viðhald íslenzkrar tungu hér um slóðir, geti orðið canadiskri þjóðhollustu þrándur í götu og jafnvel orðið til trafala guðs-kristni í landinu; þeim, sem þannig líta á, gæti ef til vill orðið það til nokkurrar hjartastyrkingar, eða jafnvel sálubótar, að minnast ræðu Franklins D. Roosevelts forseta, er hann flutti í sínum síðustu kosningum, þar sem hann lét svo um mælt, að hver stjarna í ameríska þjóðfánanum, tákn- aði sérstök þjóðerniseinkenni, sem þjóðin hvorki vildi né gæti án verið, nieð því að sérhvert þjóðarbrot hefði lagt fram sinn sérstæða, menningarlega tígulstein í heildarmusteri þjóðfélags- ins; þannig hugsaði og mælti hinn víð- skygni alþjóðaborgari, sem á sinni tíð skildi bezt og lýsti fegurst gildi friðarins heima fyrir, áður en von væri um al- þjóðafrið. — líið áminsta, dramatiska öræfaskáld, sem á dapurlegustu stundum ævinnar fanst fokið í öll skjól, orti þessa vísu, sem íslenzka þjóðin syngur þann dag í dag: • “Yfir kaldan eyðisand einn um nótt ég sveima; nú er horfið Norfiurland, nú á ég hvergi heima”. í þessum ljóðlínum felst örvænting og djúpur tregi öræfabarnsins, sem í hrifningu sinni getur þó ekki annað en viðurkent, að vonin sé verndarengill lífsins. Eitt sinn skal hver deyja. En það haggar ekki þeirri staðreynd, að heil- brigðir og heilhugsandi menn lifi lífinu eins og væri þeir eilífir, jafnvel þess- ari jörð. Kristján Jónsson Fjallaskáld mælti í ljóði á þessa leið: “Þegar lífsins löngun hverfur lífið er eðli sínu fjær”. Staðreynd sem þessi verður ekki auðhrakin; ósýktir menn ganga starfs- glaðir til iðju að morgni, án tillits til þess, hvað komandi nótt. kann að fela í skauti sínu, trúaðir á upprisu----og morguneðli lífsins. Fólk, sem ann íslenzkri tungu hug- ástum, metur lítils hrakspár andlegra veimiltítna, er breiða upp yfir höfuð og sætta sig við jórturværð; það trúir á eilífð íslenzkrar menningar, leitar sér meinabótar í drengilegri fórnarlund Halls af Síðu, endurles Njálu og lýsingu Sigurðar Nordal á hjartastað tslands — Þingvöllum. Norrænir menn leggja sjaldnast á flótta frá sjálfum sér, og þá allra sízt, er mikið liggur við. + + + Óafgerandi úrslit Eins og vitað er fór fram.á Newfound land í fyrri viku þjóðaratkvéeði um það, hvers konar stjórnarform íbúar land- sins kysi sér að búa við í framtíðinni; um þrent var að velja; í fyrsta lagi á- byrga sjálfsstjórn, nefndarstjórn að mestu leyti frá Bretlandi, eða banda- lag við Canada; hugmyndin um heima- stjórn fékk flest atkvæði, þar næst kom sameiningin við Canada, en lestina rak nefndarstjórnarfyrirkomulagið, sem þjóðin hefir búið við síðan 1933, er hún glataði sjálfsforræði sínu vegna fjár- málaöngþveitis í landinu; úrslit áminsts þjóðaratkvæðis urðu óafgerandi, með því að engin hugmyndin, sem atkvæði voru greidd um, fékk yfir helming greiddra atkvæða, eða að minsta kosti 51 af hundraði. Innan næstu sex mán- aða eða svo, er ráðgert að þjóðarat- kvæði fari fram um málið á ný, hvernig svo sem þá kann að ráðast fram úr. Engum blandast hugur um, að tilboð það, um sameiningu, er Canadastjórn gerði íbúum Newfoundlands, væri frjálsmannlegt og yrði þeim líklegt til mikilla hagsbóta; en á hinn bóginn ber þess að gæta, að á Newfoundland eru áhrifamikil öfl að verki, sem vilja fyrir hvern mun að þjóðin komist í hags- munalegt samband við Bandaríkin, og kysi þá helzt að Labrador sigldi í sama kjölfar; úr þessu verður sennilega skorið við næsta þjóðaratkvæði í land- inu. — * -f ♦ Enn greiðist lítt fram úr vandanum Síðustu fréttir frá British Columbia bera það með sér, að enn greiðist lítt úr þeim vanda, sem flóðin miklu þar vestra hafa orsakað, nema síður sé, leysingar í háfjöllum hafa aukið á vatnavexti, Fraseráin er litlu viðráðanlegri en áð- ur og Columbia-áin hefir færst í auka, einkum umhverfis bæinn Trail og lætur sér þar all óðslega. Um 500 hermenn hafa verið sendir vestur frá Manitoba, íbúum British Columbia til fulltingis. Dr. ADRIAN KANAAR: Kristindómur og spíritismi Svar til séra Jakobs Jónssonar. Eg hef fengið afrit af bréfi síra Jakobs Jónssonar, þar sem gagn- rýndur var fyrirlestur minn, sem haldinn var þann 19. febrúar 1948 í K.F.U.M. um spíritisma og kristindóm. Þar eru nokkrar vill- andi staðhæfingar, sem ekki skyldi látið óandmælt. Um leið og eg sendi þetta svar, vil eg fullvissa sr. Jakob Jónsson um það, að eg ber ekki neinn kala til hans og virði einlægni hans. Það er þýðingarmikið að gera greinarmun á parasálfræði, sem er vísindaleg rannsókn dulrænna — occult — fyrirbrigða, og spíritisma, sem er samfélag við miðla til þess að komast í sam- band við framliðna anda. í hinu fyrra tilfelli getur tilgangurinn verið algjörlega vísindalegur, en í hinu síðara er hann mest- megnis trúrænn. Þessi aðgrein- ing er sjaldan gerð, og báðum málefnum er almennt blandað saman, sér í lagi af mönnum eins og séra Jakobi Jónssyni, sem virðist hafa mikinn áhuga fyrir báðum sjónarmiðum þessa máls. Afleiðingin er sú, að vísindaleg rannsókn er ranglega notuð til varnar spíritismanum. Eg mun færa ýms rök fyrir því, hvers vegna vísindi verða ekki þannig notuð. 1. Eins og sr. Jakob Jónsson viðurkennir í bréfi sínu, eru sum ir fremstu vísindamenn á þessu sviði ekki sannfærðir um, að neitt af þeim dulrænu fyrirbrigð um, sem rannsökuð hafa verið geri það nauðsynlegt að trúá á tilveru anda. í “Traite de Matapsyshique” greinir prófess- or Richet í Frakklandi frá rann- sóknarstarfi í 30 ár. Hann telur upp furðuleg fyrirbrigði, sem hann hafði verið fær um að færa sönnur á að séu ósvikin, en sem geta stafað eingöngu af hæfileik um hinnar mannlegu vitundar, sem ekki hafa verið skýrðir. 2. Miðilsfundir spíritista eru afar frjósamur akur fyrir svika- brögð. Harry Price telur, að 99 af hundraði hinna tilgreindu yf- irnáttúrulegu fyrirbrigði stafi af svikum. Aðeins sérfræðingar geta uppgötvað þessi svikabrögð með tækniaðgerðum, svo sem rafmagnstæknilegri gæzlu allra þeirra, sem í herberginu eru. En hinn óheppni meðlimur áhorf- endahópsins, sem skortir bæði gagnrýnið mat og reynslu og tæki til að fletta ofan af svika- brögðum, er oft ginntur af sam- vizkulausum náungum, sem græða fé á fávizku manna og hryggð. 3. Sá boðskapur, sem talinn er fenginn frá öndum, flytur afar mótsagnarkenndar frásagnir um eðli lífsins eftir dauðann. Sumir tala um það sem líkamlegt líf á annari reikistjörnu og tilgreina ýmsa efniskennda hluti, svo sem væru þeir að miklu leyti hinir sömu sem á jörðinni. — Þeir greina frá húsum, trjám, blóm- um, verzlun, vindlum, “ice- hockey”, sjóböðum, blæðingum úr sárum o. s. frv. Aðrir neita til- veru húsa, “vér lifum á opnu sviði, bústaður vor er ómælan- leg vídd . . . andar sofa eins og dauðlegir menn. Þeir hafa engin rúm, heldur hvílast á flauels- kenndu grasi”. Sams konar mót- sagnir finnast oft, þegar andarn- ir látast segja fyrir viðburði í hinni jarðnesku sögu. Það ætti að nægja að endurtaka það, að árið 1938 lögðu brezk spíritista- tímarit mikla áherzlu á andaboð skap um að styrjöld væri nálæg. Þegar Munchen — sáttmálinn — sýndi fram á, að þeir höfðu rangt fyrir sér, skiptu þeir um tón í ágústmánuði 1939 voru þeir í fullum krafti að kunngjöra, að engin styrjöld mundi verða! 4. Sérhver spíritisti, sem er einlægur, er fús til að fallast á, eins og sr. Jakob Jónsson, að andastjórnendur séu ekki óskeik ulir og kunni að leiða menn af- vega. Þeir fallast einnig á, að einn andi komi ósjaldan fram sem persónubrigði — imper- sonation — annars. Slíkar játn- ingar gera það undir eins ó- mögulegt að taka andaboðskap vísindalega gildan, þar sem mað ur getur aldrei verið öruggur um uppruna þeirra eða áreiðanleika um sjálfa sig. Af þessum fjórum ástæðum hafna ég hinum ýktu staðhæf- ingum sr. Jakobs Jónssonar, að spíritisminn sé vísindalegt hug- tak fremur en trúrænt. Spíritism inn er .vissulega nýtízku gerfi- trú í stað kristindóms. Kenning- ar hans hvíla á fremur veikum grundvelli “opinberana” frá önd- um, ekki á handleiðslu heilags anda, sem Kristur sendi til að leiða fylgjendur sína í allan sann leika. Það er ekki furðulegt, að andaboðskapur andmælir oft kenningu Krists. Hvers annars skyldi vænta af iðrunarlausum öndum framliðinna? Það virðist vera mjög sjaldgæft, að boðskap ur komi frá þeim, sem vitað er að hafi verið einlægir evangelsk- ir trúmenn, meðan þeir voru á jörðunni. Eg mundi meta sér- hverja sönnun í þessum efnum, því ég hefi ekki heyrt um neinn andaboðskap, sem hefir seitt til kristilegs afturhvarfs viðtakand- ans. Mærðarkenndar staðhæfing ar um að fylgja dæmi Jesú eru ekki sjaldgæfar, en það virðist ekki svo sem andarnir hafi á- huga á því að leiða menn til Jesú Krists. Þetta er ályktun, sem aðr ir hafa dregið, og ég hefi einnig þessa skoðun. Sr. Jakob Jónsson kvartar yfir því, að ég skyldi ekki vitna til nógu vel þekktra spíritista. — Þvert á móti, ég vitnaði til sr. Fielding-Ould, prests í London, sem hefir talað í ræðustólum National Spiritual Alliance, og rit hans hafa hlotið meðmæli Sir Arthur Conan Doyle’s. Hann reyndi, eins og sr. Jakob Jónsson, að samþýða kristindóm og spíri- tisma. Hann kvartaði yfir því, að við lægi, að spíritistum sæist yf- ir guðdóm Krists, og að í sálmabók spíritista hafi nafn Jesú verið afmáð, t. d. að í stað “engla Jesú” skuli lesa “engla vizku”. Á guðsþjónustum spíri- tista er rækilega gengið á snið við nafn hans í bænunum, og kjörorð hvers manns er: “Sér- hver maður sinn eigin prestur og sinn eigin frelsari”. Eg varð forviða yfir því, að þessi andkristilega hneigð í spíritismanum skyldi, að því er virtist, vera ókunn sr. Jakobi Jónssyni. Vissulega er engin af- sökun á slíkri útkjálkahvggju — provincialism. — Ef maður ætl- ar að efla spíritisma í lúthersku kirkjunni í höfuðstað íslands, skyldi hann gera sér grein fyrir hinum illu afleiðingum, sem fylgt hafa svipuðum tilraunum í öðrum löndum. Sr. Jakob Jónsson reynir að sýna fram á, að andkristilegum skoðunum sé aðeins haldið fram af “vitlausum” spíritistum, sér- staklega Ameríkumönnum, og hann hefir að engu þær and- kristilegu samþykktir, sem gerð ar voru á spíritistaþingi í USA, þar sem fulltrúar voru frá 18 ríkjum. En svo auðveldlega skal hann ekki sleppa. Hér er skoðun Sir Arthur Conan Doyle’s, sem sem ekki væri hægt að telja “vitlausan”. Hann sagði: “öll kenningin um uppruna- synd, syndafall, friðþæginguna í stað annarra og mildun hins al- máttuga með blóði, er mér við- bjóðsleg. Andaleiðtogarnir leggja ekki áherzlu á þessar hliðar trú- arbragðanna”. I viðurkenndri bók, er nefn- ist “Spirit Teaching” eftir mann, sem er Master of Arts frá Oxford, er persónuleika Drottins Jesú afneitað — bls. 250, — frá- sögn Biblíunnar um syndafall mannsins er “helgisögn og vill- andi” — bls. 158, — sæla fram- liðinna er ekki fyrir trú á skoð- anir, verðskuldun, sem maður- inn aflar sér með hægfara og fyr- irhafnarmiklum framförum” — bls. 159. — Hún afneitar uppris unni, hinum komandi dómi. og eilífum örlögum mannsins”. Eg fæ ekki séð, hvers vegna sr. Jakob Jónsson væntir að finna samræmi milli spíritism ans og kenningar Krists. — Orð og verk andanna á andafundum sýna ekki, að lausnin frá líkam- anum hafi aukið vizku, þekkingu né andlegt innsæi andanna. Að hlusta á kenningu þeirra er skylt kínveskri forfeðratil- beiðslu. Þéir eru sem blindir, er leiða blinda. Þeirra fánýtu högg og töfrandi hreyfinga- og ljósa- virkni hræra og flækja hinn for- vitna áhorfanda og blinda hann gagnvart hættum spíritismans. Innan tíðar mun hann finna, að hann hefir meiri áhuga fyrir öndum en fyrir skapara sínum, að hann hefir meiri áhuga fyrir eintómri tilveru eftir dauðann en fyrir því, að vera með guði í eilífðinni. Hann mun gleyma því, að hann syndugur maður, í dauðans hættu fyrir dómi guðs. Hann mun ekki finna neina þörf fyrir Krist og krossinn, því það virðist svo sem bæði góðir menn og illir lifi áfram. Hættan er ískyggileg. Kristnir menn eru varaðir við því, að satan getur birzt eins og ljósengill. — Hið einasta markmið hans er að veikja trú manna á hinn þríeina guð, og grafa grundvöllinn und- an viðtöku vorri á réttlætingu fyrir trú á friðþægingardauða Jesú Krists. Satan er tilbúinn til að hugga hina syrgjandi, full- nægja hinum forvitna og breyta efnishyggjumönnum í siðgóða og trúhneigða menn, ef þeir vilja tilbiðja við altari hans. — Nýtízku spíritistar eru að því leyti ólíkir fyrirrennurum sín- um, að þeir ganga fram hjá þeim rökum, að illir andar valda per- sónubrigðum í gerfi anda fram- liðinna manna. Venjulega er vald illra anda takmark að, en andafundirnir gera þeim kleift að hafa mjög aflmikil villandi áhrif. Af þessum sökum inni- halda Gamla og Nýja Testament ið mjög skýrar aðvaranir gegn iðkun spíritisma, — 5. Mósebók 18, 9—14: Þegar þú kemur inn í landið, sem Drottinn guð þinn gefur þér, þá skalt þú ekki taka upp svívirðingar þessara þjóða. Eigi skal nokkur finnast hjá þér sá er láti son sinn eða dóttur ganga gegn um eldinn, eða sá, er fari með galdur eða spár eða gjörningamaður eða særinga- maður eða spásagnamaður, eða sá, er leiti frétta af framliðnum. Því að hver sá, er slíkt gjörir, er Drottni andstyggilegur og fyrir slíkar svívirðingar rekur Drott- inn, guð þinn, þá burt undan sér. Þú skalt vera grandvar gagnvart Drottni, guði þínum. Því að þess ar þjóðir, er þú rekur nú burt, hlýða á spásagnamenn og galdra menn, en þér hefir Drottinn, Guð þinn, eigi leyft slíkt. Spámann mun Drottinn Guð þinn upp vekja meðal þín, af bræðrum þínum, slíkan sem ég er, á hann skuluð þér hlýða. — Þriðja Mósebók 19, 26—31: Þér skuluð ekki fara með spár né fjölkyngi . . ^ Og þér skuluð ekki skera skurði í hold yðar fyrir sakir dauðs manns, né heldur gjöra hörundsflúr á yður . . . Leitið eigi særingaranda né spásagnar anda, farið eigi til frétta við þá, svo þér saurgist ekki af þeim; ég er Drottinn, Guð yðar. — Þriðja Mósebók 20. 6: Og sá, sem leitar (Frh. á bls. 8)

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.