Lögberg - 10.06.1948, Síða 5

Lögberg - 10.06.1948, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDaGINN 10. JÚNÍ, 1948 5 AIUrVUAL rVENN/V mutjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Tuttugasta og fjórða ársþing Bandalags lúterskra kvenna Marshalláætlunin er mikið hagsmunumál fyrir ísiendinga Gylfi Þ. Gíslason prófessor segir: Og engin óaðgengileg skilyrði seli fyrir hjálp samkvæmi henni Mrs. Ingibjörg J. Oafsson endurkjörin forseii Á tuttugasta og fjórða ársþingi Bandalags lúterskra kvenna, sem haldið var í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Winnipeg, dagana 4.—7. júní var Mrs. Ingi- björg J. Olafsson endurkjörin forseti félagsins. Mrs. Olafsson 'hefir, um langt skeið, skipað forsæti í Bandalaginu og undir hennar forustu lyfti Band'a- lagið því grettistaki að reisa og taka til starfrækslu sumarbúðir félagsins norður við vatnið. Eg leyfi mér að birta fögur ummæli um þessa merku konu, sem rituð eru af starfssystur hennar, Mrs. Margréti Stephensen, í Árdís ’41. Ingibjörg J. Ólafsson Síðan Bandalag lúterskra kvenna var myndað, hefir frú Ingibjörg J. Ólafsson lagt fram alla sína krafta til að styðja þann félagsskap, og með því, þau kristindóms- og mannfélagsmál, sem eru á dagskrá Bandalagsins. í síðastliðin fimm ár hefir hún veitt því forstöðu og unnið með dygð og trúmensku, því það er þung byrði sem forseti Banda- lagsi lúterskra kvenna þarf að bera. Hún stjórnar fundum með lipurð og skynsemi, en missir aldrei sjónar á því takmarki, sem stefnt er að, Hún íhugar vel það sem henni er ant um að komist í verk, en þegar hún er sannfærð um að málið sé tilbúið, hrindir hún því í framkvæmd. Má benda á ritið Árdís, og á sumarnám- skeið Bandalagsins, sem veitt hefir kristindómsfræðslu svo fjölda mörgum unglingum og hresst þau andlega og líkamlega. Trú hennar er bj^rgföst, sú trú, sem hún tók við í móðurarf, og um hana má segja: Ef varðveitir arfleifð þíns anda Þér ekkert í heimi má granda. Margra ára kynning mín af Mrs. Ólafsson hefir verið mér stöðug og vaxandi opinberun um gáfur hennar og tilfinningalíf. Gáfur hennar eru fágætar að víðfeðmi og dýpt. Hún hefir djúpan skilning á íslenzkum ljóðum og trauðla það ljóð til að hún ekki kunni það. Gáfur henn ar eru gagnrýnandi með djúp- um skilningi á mönnum og mál- efnum. Er ávalt málsvari lítil- magnans, eða þess sem örlögin hafa sett í skugga. Viljaþróttur er mikill, skoðunin sjálfstæð, iundin föst. Um hana má heim- faera orð Dr. Gríms Thomsen: l “Fann ei skyldu sína heldur að heiðra sama og aðrir alt”. Djúphygð og viturleg festa einkennir alla afstöðu hennar og gerir hana að eðlilegum leiðtoga. Hún metur mest að vera en ekki að sýnast. Frú Ingibjörg Jóhanna Ólafs- son er fædd 17. júní 1887 í Geysir bygð í Nýja íslandi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Stein- unn Jónsdóttir og Jón Pétursson. Hún fluttist með foreldrum sín- um og systkinum til Gimli árið 1896. Þar naut hún skólament- Unar, á Gimli og í Winnipeg. — Hún útskrifaðist sem skólakenn- ari °g stundaði kenslu í ýmsum skólum í næstu tólf ár Kendi sex ár á Gimli og var í tvö ár yfirkennari í Árborg skóla. Hún giftist 29. júní, 1922, séra Sigurði Ólafssyni, þá þjónandi söfnuðun Urn í suður hlúta Nýja íslands. í*au eiga tvo efnilega syni: Karl Jóhann og Jón Ólafur. — Hún gekk einnig þremur dætrum séra Sigurðar í móðurstað, og er fórnfýsi hennar ástvinunum til handa, undursamleg guðsgjöf. — Þessar dætur voru þá fimm, sex og átta ára að aldri. Hin elzta, Evangeline Vigdís, kenslukona, dáin 3. júlí 1931; Josephine Sig- rid, kenslukona, og Freyja Elinore, hjúkrunarkona Thomas, búsett í Suður-Afríku. Heimili þeirra og starfssvið var á Gimli þar til í júní 1929, að þau fluttu til Árborg. Þar þjón- aði séra Sigurður þar til 1940 að þau fluttust til Selkirk. Frú Ingibjörg hefir verið fyrirmynd sem prestkona eins og frú Lára Bjarnason var í gamla daga. — Hún hefir látið áhrif sín vera víðtæk og blessunarrík, og hver og einn er ríkari fyrir viðkynn- inguna. Hennar starf mun hafa sitt endurgjald. Margréi Stephensen. Aðrar embælliskonur Auk forseta voru þessar kon- ur kosnar í embætti fyrir næsta ár: Fyrsti varaforseti, Mrs. Fjóla Gray; annar varaforseti, Mrs. Guðrún Erlendson, Árborg; Rit- ari, Lilja M. Guttormson; Bréf- ritari, Mrs. Clara Finson; Féhirð- ir, Mrs. Rosa Johannson; vara- féhirðir, Mrs. Halldora Bjarna- son. Nýir heiðursmeðlimir: Mrs. Guðrún Brynjólfsson og Mrs. Rannveig K. G. Sigbjörnsson, Leslie Sask. Fullírúar, starfsnefndir og gestir í Bandalaginu eru 20 kvenn- félög og voru þessir fulltrúar þeirra á þingi: Frá Argyle kvenn félögunum: Mrs. B. K. Johnson, Mrs. Sylvia Heidman og Mrs. Emily Sigmar. Frá Árborg: Mrs. Margrét Björnson og Mrs. Lára Sigvaldason. Frá Selkirk kvennfélögunum: Mrs. S. K. Childerhose, Mrs. H. Olson, Mrs. Thorey Oliver, Mrs. Alice May Johnson, Mrs. Jean Ólafsson. — Frá Brown: Mrs. Sigríður John- son og Mrs. Stefania Einarson. Frá Lundar: Björg Howardson. Frá Baldur: Mrs. John Davidson. Frá Gimli: Mrs. Ingibjörg Bjarna son. Frá Langruth: Mrs. H. Thompson og Mrs. Sigurlin Door. Frá Hecla: Mrs. Anna Jones. Frá Riverton: Mrs. Krist- rún Sigurdson og Mrs. Soffia Johannsson. Frá kvennfélögun- um tveim í Winnipeg: Mrs. Thordís Jónsson, Mrs. Elizabeth S. Johnson, Mrs. Jakobína Breck man, Mrs. Halldóra P. Bjarna- son, Mrs. Aurora Thordarson, Rose Olson og Mrs. L. Richard- son. Starfsnefndir: Mrs. A. S. Bar- dal, Miss Lilja M. Guttormson, Mrs. Margrét Stephensen, Mrs. Hansina Olson, Mrs. Thjóðbjörg Henrickson, Mrs. Flora Benson, Mrs. Fjóla Gray, Mrs. Rosa Johannson, allar frá Winnipeg, og Mrs. S. Simundson frá Sel- kirk; Mrs. Guðrún Erlendson frá Árborg og Mrs. B. Bjarnarson frá Langruth. Þessar prestkonur sátu og þingið: Mrs. Ellen M. Fáfnis, Mrs. Ingunn Marteinsson, Mrs. Guðrún Brynjólfsson, Mrs. Ingi- björg Olafsson og Mrs. Sigríður Sigurgeirsson. Séra Eiríkur S. Bryjnólfsson, séra Sigurður Olafsson, Dr. Run- ólfur Marteinsson og forseti Kirkjufélagsins séra Egill Fafnis, sóttu og þingið og önn- uðust til skiptis guðræknisat- “Vér íslendingar erum Evrópu þjóð, Vestur-Evrópuþjóð. — Vér eigum geysimikilla hagsmuna að gæta í sambandi við viðreisn Vestur-Evrópu, sökum hinna miklu viðskipta, er vér höfum átt við lönd þau, sem þar eru. Það hlýtur því að vera oss mik- ið hagsmunamál, að viðreisn þessara landa takist og það væri þess vegna mikið ábyrgðarleysi að sinna í engu því þjóða-sam- starfi, sem leiða á til slíkrar við- reisnar”. Þannig fórust Gylfa Þ. Gíslasyni meðal annars orð í fyr- irlestri sínum um Marshall-áætl- unina, sem hann flutti í hátíða- sal háskólans á sunnudag fyrir troðfullu húsi. Prófessorinn byrjaði á því að gefa ítarlegt yfirlit yfir efnahag Evrópulandanna eftir stríðið saman borið við ástand þeirra fyrir styrjöldina, og rakti hann orsakir gjaldeyris erfiðleika álf- unnar. Þessar orsakir taldi hann falla í þrjá flokka: 1. Gíf- urleg eyðilegging framleiðslu- tækja á ófriðarárunum og rask á eðlilegri fjárfestingu auk ónógs viðhalds þess, sem ekki var eyðilagt. 2. Endurskipulagning á iðnbyggingu álfunnar, sem hlýzt af breyttri aðstöðu Þýzkalands, og 3. Skyndileg breyting, sem orðið hefir á efnahagsafstöðu Evrópulandanna gagnvart um- heiminum, bæði vegna missis tekna af eignum í öðrum lönd- um og annarra duldra tekna og erfiðleika á öflun hráefna og matvæla ásamt öflun nauðsyn- hafnir við upphaf fundanna. Margir gestir komu af og til á þingið. Meðal utanbæjargesta voru þær Mrs. Sigurdson frá Vancouver, Mrs. Rannveig K. G. Sigbjömsson frá Leslie, Sask., frú Elínborg Lárusdóttir frá Reykjavík og ungfrú Svanhildur Sigurgeirsdóttir frá Reykjavík. Þingsetning Þingið hófst eftir hádegi á föstudaginn með stuttri guðs- þjónustu undir umsjón séra Ei- ríks S. Brynjólfssonar. — Mrs. Margrét Stephensen og Mrs. Louise Gudmunds buðu gesti og erindreka velkomna fyrir hönd hinna tveggja kvennfélaga Fyrsta lúterska safnaðar. — Þá mintist þingið þeirra félags- systra, er látist höfðu á árinu og stóðu allir á fætur og lutu höfði í þögulli bæn, meðan forseti las nöfn þeirra. — Embæ ttiskonur lásu nú skýrsl ur sínar. Vék forseti að því í skýrslu sinni að nokkuð umtal hefði orðið um nafn sumarbúð- anna og mintist sérstaklega á athugasemd, sem birst hafði í Kvennasíðu Lögbergs því við- víkjandi. Skýrði forseti frá því að nöfn hefðu verið send úr hverri byggð og hefði síðan ver- ið kosin 7 manna nefnd á þingi til þess að velja úr þeim nöfn- um, og hefði sú nefnd og þingið samþykt í einu hljóði það nafn, sem sumarbúðirnar bera nú. — Síðan færði forseti ýmislegt þessu nafni til gildis gildis. Mun skýrslan birtast í Árdís og vísast því til hennar. — Ritstj. Kvenna síðunnar þakkar fyrir þessar skýringar, en þótt hún hafi, þrátt fyrir þær, ekki breytt um skoð- un, mun hún ekki gera betta að kappsmáli; telur að úr því sem komið er, myndi frekari umræð- ur um nafnið, ekki verða til heilla, en hún mun e. t. v. ræða seinna um nafnagiftir yfirleitt. Forseti hvað sér mikið áhuga- mál að Bandalagið stofnaði nú sjóð í þeim tilgangi að veita mót- töku í sumarbúðunum, fátækum börnum, er annars myndi ekki fá notið dvalar við vatnið sér til andlegrar og líkamlegrar hress- ingar; sagði hún að þetta væri legs gjaldeyris. Gylfi sýndi fram á það, hvern ig utanaðkomandi hjálp væri Evrópuþjóðunum brýn nauðsyn, ef þær ættu að geta komið efna- hag síndm í heilbrigt horf, og væri aðallega litið til Ameríku eftir slíkri hjálp. Rakti hann ítarlega þróun Marshallhjálpar- innar, frá því Marshall lagði hugmyndina fram og þar til frumvarpið um hjálpina var sam þykkt af ameríska þinginu fyrir rösklega þrem vikum. Þá sagði prófessorinn enn fremur: ' “Fyrirhuguð aðstoð Bandaríkj anna er fyrst og fremst framhald á vörusendingum Bandaríkjanna í stríðinu og eftir stríðið, en þó þannig, að komið er á þær á- kveðnu skipulagi. Þær fara að- eins til tiltekinna landa, sem hafa með sér ákveðna samvinnu til þess að þær hagnýtist sem bezt, og þær eru bundnar á- kveðnum skilyrðum. Þessi aðstoð er lítill hluti af árlegri heildar- framleiðslu Bandaríkjanna, ekki 2%, og hefir fremur lítil áhrif á atvinnulíf þeirra, en engu að síður er hún þeim Evrópulönd- um, sem hana eiga að fá, mjög þýðingarmikil”. Þó taldi prófess- orinn, að þessi mikla hjálp, sem geri er ráð fyrir, að verði gjöf að helmingi að minnsia kosii, en að öðru leyii lán, mundi ekki verða nægileg iil þess að iryggja viðskiptajöfnuð Evrópuþjóðanna þegar henni lýkur 1952. Taldi hann, að Evrópuþjóðirnar mundu verða að gera gagngerðari breyi- tímabært nú, þar sem sumarbúð- irnar væru vel á veg komnar; benti hún á, að byrja mætti | sjóðin með því að gestir, er sæktu skemtisamkomur þings- ins, gæfu í hann, um leið og þeir færu út af samkomunum. Þing- heimur tók þessari ágætu hug- mynd vel, og álitlegur sjóður myndaðist á þennan hátt. Seinna var kosin nefnd á þinginu til þess að hafa umsjón með þessu nýja og góða starfi Bandalagsins. Skemiisamkoman á föstudagskveldið Á undan skemtiskrá fór fram guðræknisathöfn undir umsjón séra Sigurðar Olafssonar. Mrs. Robert McQueen, sem er formað ur Council of Social Agencies, flutti prýðilegt erindí, og gaf margar góðar bendingar um, hvernig dvöl barna og unglinga í sumar-útivist gæti orðið þeim sem mest til ánægju og gagns. Ungfrú Svanhildur Sigurgeirs- dóttir sagði skemtilega frá ferða- lagi sínu hér vestan hafs, og Mrs. E. H. Fáfnis flutti ýtarlegt er- indi um bókina, “How to Live your Faith” eftir Rev. Ernest Thomas. Mrs. Pearl Johnson, sóloisti í Fyrstu lútersku kirkju, söng tvö undur fögur lög eftir Sig- valda Kaldalóns, sem ég held að hafi ekki verið sungin hér áður; var mikil unun að hlusta á hana, Miss Sigrid Bardal lék undir á píanó á listrænan hátt. Tólf ára gömul stúlka, Dorothy Mae Jonasson, lék á fiolin; hún náði fallegum og mjúkum tón- um, og virðist vera efni í ágætan fiolin-leikara. Að lokum lék önnur ung stúlka, Miss Pearl Halldorson, á piano; ókyrð sam- komugesta, sökum þess hve skemtiskráin var orðin löng, skemdi ofurlítið fyrir henni í fyrra laginu, en henni tókst prýðilega með seinna lagið. Að lokinni skemtiskrá veittu kvennfélagskonur safnaðarins samkomugestum kaffi og aðrar kræsingar í neðri sal kirkjunnar; þær veittu og máltíðir og kaffi af rausn og miklum myndarskap alla þingdagana. Framhald. ingar á innfluiningi og úiflutn- ingi sínum en geri er ráð fyrir í áæiluninni. Skilyrði fyrir Marshall-h j álpinni Prófessor Gylfi rakti allná- kvæmlega fyrirkomulag hjálpar innar, eins og frumvarp Tru- mans forseta gerði ráð fyrir að það yrði, og þær breytingar, sem þingið síðan gerði á frumvarp- inu. Taldi hann þar upp þau skilyrði, sem hjálpinni eru sett í frumvarpinu; en þau eru sem hér segir: 1. Viðkomandi ríki skuldbindi sig til þess að efla iðnaðar- og landbúnaðarframleiðslu sína eft ir föngum, svo að það verði ó- háð óvenjulegri ytri aðstoð. 2. Ríkið geri á sviði fjármála og peningamála nauðsynlegar ráðstafanir til þess að festa gjaldmiðil sinn í verði, koma á hjá sér eða viðhalda réttri geng isskráningu og yfirleitt efla eða varðveita traust á gjaldmiðlin- um. 3. Ríkið hafi " samvinnu við önnur ríki, sem að áætluninni standa, um að auðvelda og efla viðskipti sín á milli og við önn- ur ríki og hafi samvinnu við þau um að draga úr viðskiptahöml- um innbyrðis og gagnvart öðrum ríkjum. 4. Ríkið hagnýti sér á sem beztan hátt og í samræmi við heildaráætlun um viðreisn þátt- töku þjóðanna auðlindir sínar og alla þá vöru og þjónustu, sem það fær samkvæmt löggjöfinni. 5. Ríkið greiði fyrir sölu til Fandaríkjanna á hæfilegu magni af vörum, sem þau þarfnast sök um þess að þau geta ekki eða kunna ekki að geta framleitt þær, en þurfa að hafa birgðir af, í þann tíma, sem um semst, og með sanngjörnum kjörum, ef hlutaðeigandi ríki getur látið slíka vöru af hendi, eftir að hæfi legum þörfum þess til innan- landsnotkunar og venjulegs út- flutnings er fullnægt. 6. Sé aðstoðin veitt sem gjöf, sé lögð til hliðar á sérstakan reikning í innlendum gjaldeyri tilsvarandi fjárhæð, og gildi um þann reikning reglur, sem hlut- aðeigandi ríkissfjórn og Banda- ríkjastjórn koma sér saman um. Ekkert skal greiða af þessum sérstaka reikningi eða því, sem óeytt kann að vera af veittri að- stoð, sem hlutaðeigandi ríki hafa fengið samkvæmt eldri aðstoðar- lögum, nema í því skyni, sem stjórn hlutaðeigandi ríkis og stjórn Bandaríkjanna koma sér saman um. 7. Ríkið birti og sendi Banda- ríkjastjórn ekki sjaldnar en ársfjórðungslega eftir gerð samn ings nákvæma skýrslu um fram- kvæmd hans, þ. á. m. skýrslu um notkun fjár, vörusendinga eða þjónustu, sem fengin er sam- kvæmt löggjöfinni. 8. Ef Bandaríkin óska þess, láta ríkin greiðlega í té sérhverj ar þær upplýsingar, sem þeim mega koma að gagni við ákvörð- un um, 'hvernig halda skuli á- fram að framkvæma löggjöfinra. Þettg voru skilyrðin átta, sem frumvarp Trumans forseta gerði fyrir hjálpinni. En þingið bætti við tveim skilyrðum. Annað þeirra er þýðingarlítið og fjallar um gerðardóm, hitt er þýðingar- mikið. Þar er samningsríkjunum lagt á herðar, að auka framleiðslu á þeim efnum, sem Bandaríkin þurfa, en geta ekki sjálf fram- leitt, og veita bandarískum borg urum og bandarískum fyrirtækj- um sama rétt og innlendum mönnum til framleiðslu þeirra í hlutaðeigandi löndum. Þáltlaka íslands Prófessor Gylfi Þ. Gíslason sagði, að sjálfsagt væri fyrir ís- lendinga að athuga vel skilyrð- in, sem sett eru fyrir í Marshall-áætluninni. Gert væri ráð fyrir því, að Bandaríkja stjóm gerði sérstakan samning við hvert ríki, en engan veginn væri víst, að öll þau skilyrði, er nefnd eru í lögunum, yrðu tekin upp í sérhvern samning. "Um skilyrðin. sem voru í upphaflega frumvarpi Bandaríkjasijómar, er það að segja, að mér virðisi þeirra óaðgengilegi", sagði próf. enn fremur. “Skilyrðin um, að leggja skuli til hliðar, í innlend um gjaldeyri fé, sem samsvarar vörusendingunum, og að því fé skuli ráðstafað í samráði við Bandaríkjastjórn, tekur einung is til þeirra vörusendinga, sem gefnar eru, og táknar þá í raun inni það eitt, að andvirði hins gefna verði ráðstafað í samráði við gefandann. Tilgangurinn mun vera sá, að reyna að koma í veg fyrir, að hið gefna verði til að ýta undir verðbólgu—. Um síðaslnefnda skilyrðið — alvinnuréllindi Bandaríkja manna hér á landi, ræddi prófessorinn sérslaklega og ialdi það ósamrýmanlegt ís- lenzkum lögum og hagsmun- um, enda þóii siærri þjóðir í álfunni litu ekki eins alvar- lega á slík airiði. Enn fremur sagði hann: "Efiirgrenslanir munu hafa leilt í ljós, að á- kvæði þessi munu hafa verið bætt í frumvarpið vegna fram leiðslu vöruiegunda, sem ekki kemur til greina að framleiða hér á landi, svo að ekki virð- ist þurfa að óilasi nein iilmæli um að slíkt skilyrði verði í samningi við íslendinga-'. Prófessorinn gat þess, að vonir íslendinga um Marshall hjálpina væru fyrst og fremst í þá átt, að okkur yrði gert kleift að fá dollara fyrir út- flutning okkar til annarra landa, þannig, að hlutaðeig- andi lönd greiddu fyrir útflutn ing okkar með dollurum, sem þau fá við hjálpina, eða Banda ríkin kaupi afurðir okkar og láti þær sem hjálp til þurfandi landa. Þó taldi prófessorinn vel geta komið til mála að taka lán á grundvelli Marshallhjálparinn- ar til að eignast góð framleiðslu tæki. Hann sagði að þrátt fyrir mikil kaup framleiðslutækja síð- an stríðinu lauk, skorti þjóðina enn skip, fiskiðjuver, stórvirkar landbúnaðarvélar, og fjölmörg iðnaðartæki, svo sem sements- verksmiðju og áburðarverk- smiðju. Öðru' máli taldi prófess- orinn gegna um að taka neyzlu- vörur að láni, jafnvel þó skortur sé á þeim. Slík lán eða gjafir á slíkum vörum sagði hann að væri engin varanleg lausn á fjárhagsvandamálum þjóðarinn- ar. — Að lokum sagði Gylfi Þ. Gísla- son: “Sú þátttaka í hinu fyrir- hugaða viðreisnarstarfi væri lang æskilegust, að vér fengjum aðstöðu til að selja afurðir vor- ar gegn greiðslu í dollurum. Þá væri bætt úr miklum vanda, — þeim vanda, að oss skortir mjög dollara, þótt vér kunnum að eiga annan gjaldeyri. Þannig væri bætt úr þeim þætti fjár- hagsvandamála vorra, sem segja má að sé alþjóðlegur og utanað komandi. Hinn hlutann, sem er innanlandsmál og lýtur ein- göngu að oss sjálfum verðum vér að leysa einir, vér eigum að gera það sem fyrst og vér getum það vissulega ef vér beitum viti og þekkingu”. Alþfl., 27. apríl. Tveir stúdentar ræðast við. — Hvað eigum við að fara í kvöld? spyr annar. — Eg veit ekki, svaraði hinn. — Við skulum kasta um það hlutkesti. — Já. Ef kórónan kemur upp, förum við á bíó, ef talan kemur upp, förum við á ball, en ef pen- ingurinn stendur á rönd, þá skulum við lesa. þátttöku |

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.