Lögberg - 10.06.1948, Side 6

Lögberg - 10.06.1948, Side 6
6 LÖGBERG, FMITUDAGINN 10. JÚNÍ, 1948 Ættmaðurinn Eftir THOMAS DIXON, Jr. “Jæja, flyttu fólkinu í Suður-Carolina kæra kveðju mína, þegar að þú ferð heim til þín, og segðu því, að ég sé for- setinn þess og að sú staðreynd hafi aldrei liðið mér úr minni, ekki einu sinni, þegar ófriðarskýin grúfðu sem ægileg- ust yfir, og að ég skuli gjöra alt sem ég get til þess að verða því að liði, í erfið- leikum þess”. “Þú skalt aldrei iðrast eftir það göfug lyndi sem þú hefir sýnt mér”, sagði frú Cameron klökk. “Eg býst ekki við því”, svaraði Lin- coln. Eg skal segja þér nokkuð, ef þú lofar að segja engum frá því. Það er leyndardómur stjórnvizku minnar. Eg gleðst í hvert sinn sem mér gefst færi til þess að bjarga lífi manna. Hver blóð- dropi sem fallið hefir úr æðum norðan- eða sunnan-manna, er eins og það hafi verið mitt eigið hjartablóð. Það eru ein- kennileg örlög, að ég, sem hrylli við að sjá mannsblóð, skyldi vera kvaddur til að bera ábyrgð á því ægilegasta stríði sem átt hefir sér stað heiminum, og geta ekkert gert til þess að stöðva það! Og nú þegar ríkjasambandinu er borg- ið, skal ekki blóði nokkurs manns verða spilt, ef ég má ráða. “Megi guð blessa þig”, sagði frú Cameron um leið og hún tók við náð- unarbréfinu. Hún hélt dálitla stund í hendi forset- ans, þegar að hún kvaddi og grét bæði og hlóg. “Eg verð að segja þér, herra forseti”, sagði hún, “hve undrandi og glöð ég er út af því, að þú skulir vera Suðurríkja- maður”. “Vissirðu ekki að foreldrar mínir voru frá Virginia og að ég er fæddur í Ken- tucky?” “Það eru ekki margir Suðurríkja- menn sem vita það. Eg vissi það ekki”, sagði frú Cameron. “Hvernig vissirðu þá að ég var Suð- urríkja-maður ? ” “Af útliti þínu, á málfari þínu, á hinni látlausu framkomu þinni, viðkvæmni þinni og fyndni, á því hversu ákveðinn þú ert, þegar þér finnst um rétt mál sé að ræða, en sérstaklega á því, hvernig að þú tókst á móti konu sem var í upp- lituðum og slitnum fötum, sem þú viss- ir að var úr óvinaflokk þínum”. “Nei, frú mín góð. Ekki í óvinaflokki nú”, svaraði hann þýðlega. “Það orð til- heyrir liðna tímanum”. Ef við aðeins hefðum þekt þig í tíma”. Forsetinn fylgdi frú Cameron til dyra og var auðséð á honum að samræðurn- ar hefðu haft djúp áhrif á hann. “Taktu þetta bréf til hans hr. Stanton undir eins”, sagði hann. Sumu fólki er illa við þessar saka-uppgjafir mínar, en þær auka mér hugarfró eftir langt og strangt dagsverk. Ef að ég get bjargað lífi einhvers vesalings drengs- ins, þá geng ég glaður til hvílu og hugsa um gleði þá sem ég hefi getað veit.t nán- asta ættfólki hans”, og við þessi síðustu orð forsetans færðist einkennilega draumkend ró yfir andlitið á honum, eins og að úr djúpi huga hans risi safn hugljúfra mynda, og í svipinn lyftu hin- um þungu byrðum lífsins, sem á herð- um hans hvíldu. III. KAPÍTULI Hermaðurinn Elsie fylgdi frú Cameron frá forset- anum til skrifstofu hermálarítarans. “Jæja, frú Cameron, hvað fanst þér til um forsetann?” “Eg veit það varla”, svaraði frú Cameron. Hann er mikilmenni. Maður finnur það, þegar maður er í nærveru hans”. Þegar að frú Cameron kom inn í skrifstofu ríkisritarans, sat herra Stanton þar við skrifborð sitt og var að skrifa. — Hún rétti bréfið frá forsetanum til skrifstofuþjóns ritarans, sem aftur afhenti hr. Stanton það. Herra Stanton var í blóma lífsins, gáfulegur og hraust- legur, í lægra að mellagi í vexti en þrek- lega vaxinn, um fimm fet og átta þuml- unga á hæð, og feitlaginn. Hreyfingar hans voru snarar og ákveðnar, og þeg- ar að hann sneri sér í stólnum, þá báru hreyfingar hans vott um svellandi lífs- þrótt, og hið sama gjörði augnaráð hans. — Hann var dökkleitur í andliti, al- skeggjaður og var skeggið dökkt, ofur- lítið hæruskotið. Hann hvesti tinnu- dökk tindrandi augu á frú Cameron, og án þess að rísa úr sæti sínu sagði hann: “Svo þú ert móðir særða mannsins sem er undir líflátsdómi fyrir skæru- áhlaups-óeirðir.” “Já, það er mitt þungbæra hlutskifti”, svaraði frú Cameron. “Jæja, ég hefi ekkert við þig að tala”, hélt hann áfram í hærri og harðari mál- róm, “og heldur ekki neinum tíma til að eyða á þig. Ef að þú hefir alið upp menn til þess að'gera uppreisn gegn þeirri beztu stjórn sem til er í heiminum, þá verður þú að taka afleiðingunum sem af því leiðir. Eg vil ekki heyra eitt orð frá þér”, mælti hann reiðilega. “Eg hefi eng um tíma til að eyða — hafðu þig sem fljótast í burtu. Eg geri ekkert fyrir þig”. “En ég er með skipun frá forsetan- um”, stundi frú Cameron upp. “Já, ég veit það”, svaraði Stanton, og glotti háðslega, og ég gjöri það sem mér sýnist við hana, eins og að ég hefi gjört við margar af hans fyrirskipunum — sjá um að þeim sé ekki framfylgt — og samræðum okkar er nú lokið”. f “Forsetinn sagði mér, að þú gæfir mér aðgöngumiða á sjúkrahúsið, og að syni mínum yrði veitt uppgjöf saka og dóms!” “Já, ég skil nú það. En ég skal segja þér nokkuð: Forsetinn er asni — helv — asni! Viltu nú fara?” Með skelfdum huga, og angist í hjarta fór frú Cameron í burt frá Stanton og sagði Elsie frá viðtökunum, sem hún hafi mætt. “Villudýrið!” varð Elsie að orði. “Við skulum undir eins fara til forsetans aft- ur og segja honum frá þessari svívirð- ingu. — “Hvernig stendur á að menn eins og þessi Stanton skuli eiga yfir slíku valdi að ráða?” stundi frú Cameron upp. “Það er níér ráðgáta”, svaraði Elsie. “Þeir segja, að hann sé sá mikilhæfasti hermálaritari sem sagan segir frá. Eg trúi því ekki. Phil hatar hann, og svo gera allir herforingjarnir, frá yfirfor- ingjanum Grant og allir þar fyrir neðan. Eg vona að hr. Lincoln reki hann úr stjórninni fyrir þessa svívirðingu”. Þegar þær voru aftur komnar inn til forsetans, skýrði Elsie frá viðtökunum svívirðilegu, sem frú Cameron hafði mætt hjá hermálaritaranum, og svari hans. “Sagði Stanton að ég væri asni?” með kímnisglott á vörum?” “Já, hann gerði það. Og hann endur- tók það með ódæða-fornafni”, sagði Elsie með áherzlu. Forsetinn leit út um gluggann sem vissi að byggingunni, þar sem skrif- stofa Stanton var og á andliti hans var góðlátlegur kímnissvipur og sagði: “Jæja, ef Stanton segir að ég sé helv. asni, þá hlýt ég að vera það, því ég hefi komist að raun um, að það sem hann segir, sé oftast satt, og að vanalega meini hann það sem hann segir. — Eg skal bregða mér yfir til hans og hafa tal af honum”. Þegar að hann sagði síðustu setning^ una, hvarf kímnissvipurinn af andliti hans, en í stað hans leiftraði geisli hug- rekkis, Ijónslegs máttar í augum hans. Hann kvaddi þær Elsie, og frú Cameron, og bað þær að sjá sig daginn eftir og sagði þeim að þær skyldu þá fá fullnaðarúrskurð á máli sínu, og fór svo einn til að hitta hr. Stanton. Hermálaritarinn var í versta skapi, þegar að forsetinn kom á fund hans, og reyndi heldur ekki til að dylja það, þeg- ar að forsetinn spurði um ástæðu hans fyrir að neita að framkvæma fyrirskip- anir sínar. “Ástæðurnar fyrir því eru ekki marg- brotnar”, sagði hann með nokkurri beiskju. Aftaka þessa landráðamanns, er einn þátturinn í réttarfarslegri stefnu sem framtíðarvelferð þjóðarinn- ar byggist á. Ef að ég á að stjórna fram- kvæmdum og gjörðum hermáladeildar stjórnarinnar, þá læt ég engan binda á mér hendurnar, og þar fyrir utan var ég beðinn af áhrifamesta manni þjóðþings ins að láta fullnægja dómsákvæðinu í sambandi við þennan mann tafarlaust. Eg ráðlegg þér að varast að vekja erjur við hann Stonemann gamla eins og á- stæðurnar eru hjá okkur nú”. Forsetinn sat í legubekk, krosslagði fæturnar og hlýddi þegjandi á tal her- málaritarans unz hann fór að minnast á Stonemann, þá settist hann uppréttur í bekknum, hvesti augun á Stanton og sagði: “Herra ritari, ég á von á að þú verðir að hlýða þessari skipun”. “Eg get ekki hlýtt henni”, svaraði Stanton einarðlega. “Það væri að mis- bjóða réttvísinni og ég gjöri það ekki”. Hr. Lincoln horfði stöðugt og fast á Stanton og sagði seint og fast: “Herra ritari, þú verður að gjöra það”. — Stanton sneri sér að skrifborði sínu, greip penna og blað, skrifaði nokkrar línur á það og svo nafnið sitt undir það; stóð á fætur með bréfið í hendinni. Gekk til yfirmanns síns og sagði í djúpri geðshræringu: Herra forseti! Eg þakka þér fyrir falslausa vináttu í gegnum öll örlaga- þrungnu og erfiðu árin, sem að ég hefi haft hermálaritara-embættið á hendi. Stríðið er nú á enda, og verki mínu hér er lokið, og hann rétti forsetanum embættisúrsagnarbréfið sem hann hélt á í hendinni. Forsetinn þrýsti vörunum saman, reis seinlega á fætur, horfði undrandi framan í Stanton, sem var í ákafri geðs- hræringu; lagði handlegginn á herðarn- ar og sagði í viðkvæmum, lágum rómi: “Stanton, þú hefir verið trúr þjónn ríkisins og það er ekki fyrir þig að segja, að þín sé ekki þörf lengur. Haltu verki þínu áfram. Vilja mínum, í sambandi við erindi mitt hingað, verður að vera fullnægt, en ég skal persónulega sjá um það”. — Stanton settist niður við skrifborð sitt, en forsetinn fór aftur í Hvíta húsið. IV. KAPÍTULI Stál á móti stáli Elsie fékk aðgöngumiða að spítalan- um frá yfirherlækninum til bráðabirgða og sendi frú Cameron og Margréti á sjúkrahúsið, með því loforði að hún skyldi ekki fara úr Hvíta húsinu fyr en að hún fengi lausnarbréfið. Þegar Elsie kom á skrifstofu forset- ans, heilsaði hann henni hlýlega. Bros- ið sem hafði þrýst sér fram á varir hans í þau f jögur ár sem stríðið stóð yfir með sína erfiðleika, ósigra og óvissu, lýsti nú upp hið tilkomumikla andlit hans allt. Sigurinn hafði lyft skýinu, sem hvíldi á sálu hans, og hann var að safna kröftum til þess að græða þjóðarsárin miklu, sem af stríðinu hlutust. “Eg skal hafa þetta tilbúið handa þér eftir mínútu, ungfrú Elsie”, sagði hann, og rétti hendina eftir blaði sem lág á borðinu hjá honum og bar rauða inn- siglið Bandaríkjanna. “Eg er að bíða eftir aðgöngumiðun- um”. “Eg er þér innilega þakklát, herra forseti”, sagði Elsie hrærð í huga. “En segðu mér”, spurði forsetinn, og föðurlegt kímnisbros lék um varir hans, “hvers vegna að þú, sem vitsmunalega berð af okkar yngisstúlkum, og óvið- ráðanlegasta Norðurríkja-stúlkan í bænum, lætur þér svona hugarhaldið um sorgar afdrif þessa uppreisnar- drengs?” Elsie stokkroðnaði, leit svo framan í forsetann með glettnisbros á vörum. “Eg er að uppfylla boðorðin”. “Elskið óvini yðar”. “Rétt er það. Hvernig getur maður annað .en unnað móðurandlitinu blíða, sem með þér var í gær?” Forsetinn hlóg innilega. Eg skil þetta. Já, ég skil það vel” Skrifari kom inn í skrifstofu forset- ans og mælti: “Hinn vel-æruverðugi Austin Stone- man er kominn og vill tala við þig”. Elsie brá í brún og mælti hljótt: “í guðanna bænum, láttu ekki hann föður minn vita, að ég sé hér. Eg skal bíða í hliðar-herberginu. Þú lætur ekk- ert tefja fyrir, eða koma í veg fyrir lausnarbréfið, herra forseti”. Forsetinn þrýsti hönd Elsie vingjarn lega sem hún rétti honum, um leið og hún skauzt inn í herbergi það sem Major Hay var í, en forsetinn sneri sér við til að taka á móti hinum há-æru- verðuga gesti, sem kom skoppandi inn til hans, með boginn staf í hendinni sem hann studdist við. Austin Stoneman var um þessar mundir sá eftirtektarverðasti og að- súgsmesti maður í sorgarleik þeim sem háður var í Bandaríkjunum, og mikil- 'hæfasti þingleiðtogi í sögu þjóðarinnar. Það var enginn ókunnugur maður sem mætti þessum manni að hann ekki stansaði og virti hann fyrir sér — and- litið ný-rakað, hinn klassiska og til- komumikla andlitssvip, hið gegnum- smjúgandi og vægðarlausa augnaráð, og köldu, en litdaufu augu, sem í djúpi sínu endurspegluðu hélufrost, frá fæð- ingarríki hans Virginia. Allt þetta krafð ist eftirtektar. Honum var erfitt um gang. Hann var haltur á báðum fótum, og annar þeirra var vanskapaður, vant- aði fótinn fyrir neðan öklann, og var því neðri endi fótleggsins snubbóttur og líktist meir hóf, en mannsfæti. Hann var al-sköllóttur, en hafði brúna hárkollu sem náði aðeins lítillega ofan á ennið, sem var mikið og breitt. Austin Stoneman var sjaldgæfur gestur í Hvíta húsinu. Hann var hinn mikilhæfi og djarfi leiðtogi, leiðtoganna og menn leituðu á hans fund. Hann sást sjaldan brosa, og þegar að hann gjörði það, þá var það bros fyrirlitningar og haturs. Tungutak hafði hann hvast eins og stál. þjónum og flokksbræðrum hans stóð meiri stuggur af honum, en honum gerði af mótstöðumönnum sínum. — Hann hafði hatað forsetann frá því, að hann var kjörinn til forseta í Chicago, og þar til nú, að upp úr sauð í sambandi við hina nýju yfirlýsingu, sem fréttst hafði að forsetinn ætlaði að gjöra. Skapgerð Stoneman var ofsafengin, og að eðlisfar skapaður umbrotamaður. Orðið íhald, var honum andstygð, og fyrstu skotdunurnar í stríðinu létu sem ljúflingslag í eyrum hans. Hann hlóg þegar fyrstu sjötíu og fimm þúsund mennirnir voru kvaddir og hertýjaðir, og áður en stríðinu lauk, sá hann tölu her- mannanna komast upp í tvær milljónir og frá byrjun hafði hið skarpa auga hans séð endalokin og allan blóðferil- inn á'milli upphafs þess og enda, og frá byrjun þess hafði liann byrjað að undir búa hinn ægilegasta glæp og grimm- ustu hefnd í sögu mannkynsins. Og nú var stundin komin. í vegi hans stóð nú ekkert nema mað- urinn hugprúði í Hvíta húsinu. Hann var sá eini sem ekki hræddist hótanir hans og hafði hug, til að hafa á móti honum, því Stoneman gamli hafði ekki aðeins þingmennina í hendi sér, heldur var löggjafarvaldið sjálfur. Mótstaðan á þinginu var of veik til þess að Stone- man hefði nokkuð annað en skömm á henni. Jafnvægi hans, framtak og bitur- yrði, hvort sem um var að ræða sigra, eða ósigra, töfra afl hans og óskeikul rökvissa í sambandi við breytinga- stefnu hans, hafði dregið þingmenn hans að honum, eins og segulafli. Forsetinn heilsaði honum vingjarn- lega, og af hinni alkunnu meðlíðunar- kend með aldurhnignum og fötluðum, reis hann á fætur og sótti hægindastól og setti hann við borðið hjá sér handa Stoneman að sitja í. Stoneman dró andann þungt og var auðsjáanlega mikið niðri fyrir. Hann settist í stólinn. Rak göngustaf sinn of- an á gólfið svo buldi við, tók báðum höndunum um handfangið á stafnum, sem var bogið, lagði hökuna á hendur sér og sagði: “Herra forseti, ég hefi ekki ónáðað þig með miklu kvabbi á síðastliðnum fjórum árum, og kem hingað heldur ekki í dag til að biðja þig neinna hlunn- inda mér til handa. Eg kom til að vara þig við, að ef þú heldur stefnu þeirri á- fram sem þú hefir tekið, að þá verða vegir þjóðþingsins og stjórnarinnar að skilja og að vald þitt yfir athöfnum þingsins verður ekki liðið lengur, þegar stríðinu er lokið”. Forsetinn hlustaði á þessa ræðu, og kímnisglettni brá fyrir á andliti hans er hann leit til hins grimmúðuga gests síns. Þessir tveir menn höfðu að síð- ustu mætzt — þessir tveir menn sem umfram alla aðra, áttu að leggja og lögðu grundvöllinn að hinu nýja vestur heimsríki. Lincoln í framsýn og föður- legri umhyggju, sem varir um alla tíð, en Stoneman að hatri og hörmungum, sem á eftir að bera ávöxt eymdar og dauða, fyrir ókomnar kynslóðir. “Jæja, Stoneman”, sagði forsetinn í góðlátlegum kímnisrómi. “Það minnir mig á — ” Stoneman leit upp, rétti upp hendina óþolinmóðleéa og sagði:

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.