Lögberg - 10.06.1948, Blaðsíða 8

Lögberg - 10.06.1948, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG FIMMTUDAGINN, 10. JÚNÍ, 1948 Ur borg og bygð íslenzkir sjúklingar, sem liggja á sjúkrahúsum hér í borginni, eða aðstandendur þeirra, eru vinsamlega beðnir að síma Mrs. C. Ólafson, Ste. 1 Ruth Apts., Maryland St., Phone 30 017, ei æskt er eftir heimsókn eða ís- lenzku blöðunum. Birt að lilsluðlan Djákna- nefndar Fyrsla lút. saín. -f Frank Frederick Hirst og Marianne Renaud voru gefin saman í hjónaband 22. maí s. 1. af séra B. A. Bjarnason, á heim- ili hans í Árborg, Man. — Að hjónavígslunni afstaðinni var brúðaukpsveizla setin á heimili Mr. og Mrs. John Björnson í Riverton. **■ Innilegt þakklæti Með þessum fáu línum langar mig til að biðja Lögberg að þakka vinum, sem komu mér að óvörum með fjölmennri heim- sókn á heimili mitt við Silver Bay á sunnudagskvöldið var í tilefni af burtför minni úr bygð- inni. Mr. Árni Johnson hafði orð fyrir gestum og skýrði tilgang heimsóknarinnar. Mr. Björn Jónasson afhenti mér að gjöf frá vinum í bygðarlaginu, vand- aða ferðakistu ásamt peninga- upphæð; gestir komu með gnótt ríkmannlegra veitinga, og mun mér seint úr minni líða, allur sá góðhugur, sem heimsóknin og gjafirnar báru vott um. Eg endurtek þökk mína til allra þessara góðu vina og bið þeim blessunar í framtíðinni. Winnipeg, 4. júní, 1948. Jón Björnsson frá Silver Bay. -t Mr. Guðmundur Sigvaldason frá Geysir, Man., lagði af stað suður til San Diego, California á fimtudaginn var, ásamt konu sinni og tveimur uppkomnum börnum þeirra; fjölskylda þessi ráðgerði að verða um fimm vikna tíma að heiman, og koma við í Vancouver á heimleið. -f Mrs. Rosa Hermannsson Vernon syngur í Glenboro Að tilhlutan Glenboro-safnað- ar hefir Mrs. Rósa Hermanns- Phone 21101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUNDSON Asphalt Roofs anrt Insnlatcd Siding — Repairs 932 SIMOOE ST. Winnipes, Man. * KELAND Scandinavia OVERNIGHT Travel the modern way and fly in four-engine airships. MAKE RESERVATIONS NOW, IF PLANNING TO TRAVEL THIS SUMMER We will help you arrange your trip. NO extra charge. We also make Hotel Reservations. For Domestic and Overseas Travel Contact VIKING TRAVEL SERVICE (Gunnar Paulsson, Manager) 165 Broadway, New Vork City PHONE: REctor 2-0211 son Vernon söngsamkomu í Glenboro 10. júní n. k. kl. 8.30. Mrs. Vernon er alþekt söngkona frá fyrri tíð, er hún var í Winni peg, og hún vann sér mikinn orðstýr á sviði sönglistarinnar um langt skeið í Toronto. Tvær ungar dætur hennar hafa feng- ið all-mikinn orðstýr fyrir söng- list og syngur önnur þeirra á þessari samkomu. Að Mrs. Vernon er í miklu áliti, sýnir það, að hún hefir verið valin til að syngja á þingi hljómlista- kennara í Banff í júlí og á Gimli 2. ágúst. — íslendingar í Glen- boro og Argyle, gleymið ekki að koma og heyra hana 10. júní. — Inngangur 50 c. - ♦ Á fimtudaginn þann 17. þ. m., verður haldin Lýðveldishátíð að Mountain, N.-Dak., fyrir atbeina þjóðræknisdeildarinnar “Bár- an”. Séra Eiríkur S. Brynjólfs- son minnist Islands í ræðu, en Snorri Thorfinnsson mælir fyrir minni Bandaríkjaþjóðarinnar. Einar P. Jónsspn flytur frum- samið kvæði, en blandaður kór undir förustu Ragnars H. Hagn- ars hljómfræðings, skemtir með íslenzkum söngvum. — Aðgang- ur fyrir manninn $1.00, og renn- ur ágóði samkomunnar í bygg- ingarssjóð elliheimilisins að Mountain. ♦ Herra Sigurður Skjaldberg stórkaupmaður, frá Reykjavík, sem hingað kom fyrir nokkru í heimsókn til bróður síns J. J. Thorvarðson og annara ætt- menna, ásamt frú sinni og dótt- ur, mun leggja af stað flugleið- is frá New York heim þ. 22. þ.m. Mr. Joe Péturson frá Cavalier, N.-Dak., var staddur í borginni um helgina ásamt frú sinni og barni þeirra. Þær ungfrúrnar Florence og Evelyn Frederickson, frá San Francisco, komu til borgarinnar í vikulokin; þær eru bróðurdæt- ur Mrs. Halldor Thorolfson og munu dvelja hér í viku og heim sækja ættingja og vini. Miss Florence Frederickson er aug- lýsingastjóri og hefir umsjón með tízkusýningum fyrir Alice of California en það er hið stóra kjólagerðarfélag, sem Mr. Chris Guðnason starfrækir við Kyrra- hafsströndina; hefir hún ferðast til Parísar í erindum félagsins. Systir hennar starfar við aug-' lýsinga tímarit. Mrs. B. S. Benson bauð nokkr- um konum til ánægjulegs kvöld- verðar á Fort Garry Hótelinu á þriðjudaginn, til heiðurs þeim systrum. Þann 3. þ. m., lézt að heimili sínu Guðni Thorsteinsson póst- meistari á Gimli, 93 að aldri, hinn mesti gáfu- og fróðleiks- maður; hann var jarðsunginn frá Sambandskirkjunni þar í bænum síðastliðinn miðvikudag. Tveir prestar fluttu kveðjumál við útförina, þeir séra Eyjólfur J. Melan og séra Sigurður Ólafs son. Þessa sérstæða öldungs verður vafalaust minst nánar síðar. -♦• Reception A farewell reception for Rev. and Mrs. E. S. Brynjólfsson will be held in the church on June MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja Ensk messa kl. 11 f. h. — Is- lenzk messa kl. 7e. h. — Börn, sem ætla að sækja sunnudaga- skólann, eru beðin að mæta í kirkjunni kl. 12,15. — Ávarp og söngur. Eiríkur S. Brynjólfsson. 776 Victor St. Wpg. Argyle preslakall Sunnudaginn 13. júní, 3. sunnu dag eftir Trínitatis: — Brú kl. 11 f. h. Ferming og altarisganga. - Baldur kl. 2.30 e. h. Eftir messu verður stuttur fundur. — Glen- boro kl. 7 e. h. ungmenna messa í United Church. — Allir boðnir og velkomnir. Eric H. Sigmar. -f Lúterska kirkjan í Selkirk Sunnudaginn 13. júní: — Ensk messa kl. 11 árd. — Sunnudaga- skóli kl. 12 á hádegi. — íslenzk messa kl. 7 síðdegis. — Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson. -f 13. júní: Framnes, messa kl. 2 e. h. — Víðir, íslenzk messa kl. 8.30 e. h. B. A. Bjarnason. lOth at 8:15 p.m. — Following a brief program, refreshments by the Ladies’ Aid will be served in the auditorium where all will have the opportunity of wishing them Godspeed on their journey home. — Allra nýjustu fréttir Vesturveldin sex, Bretland, FYakkland, Bandaríkin, Holland, Belgía og Luxumbourg, hafa komið sér saman um að koma á fót þingbundinni' lýðræðisstjórn í Vestur-Þýzkalandi við allra fyrstu hentugleika, og hafa gert rússneskum stjórnarvöldum að- vart um slíkar ráðstafanir. Síðastliðinn þriðjudag fóru fram aukakosningar til sam- bandsþings í Ontario kjördæm- inu í Ontario, og Vancouver Centra; bæði sendu Liberala á þing í síðustu sambandskosning- um; nú kusu þau með miklu afli atkvæða, frambjóðendur C.C.F.- flokksins; í Ontario var kosinn Mr. Williams námumaður, en í Vancouver Centre Mr. Young, 38 ára lögfræðinemi. Bók á íslenzku um störf og skipulag Sameinuðu þjóðanna Fyrir nokkru er komin út bók um Sameinuðu þjóðirnar, eftir Ólaf Jóhannesson prófessor, á vegum bókaútgáfunnar Norðra. Er bók þessi nær 200 blaðsíður að stærð, skiptist í 15 kafla og er hin fróðlegasta. ísland gerðist aðili að banda- lagi hinna sameinuðu þjóða haustið 1946, og mætti Ólafur Jóhannesson þá á þingi þess sem einn fulltrúi íslands. Fjallar bók hans um uppbyggingu bandalags ins, störf þess og stefnu, og skipt ist bókin í eftirtalda kafla: — Stofnun sameinuðu þjóðanna. — Markmið og grundvallarreglur sameinuðu þjóðanna, Félagar bandalagsins, Réttindi og skyld- ur félaga í bandalagi sameinuðu þjóðanna, Skipulag og aðalstofn anir sameinuðu þjóðanna, Heim ili og aðalstöðvar sameinuðu þjóðanna, Allsherjarþingið, Ör- yggisráðið og varðveizla friðar- ins, Fjárhags- og félagsmálaráð- ið og alþjóðasamvinna í fjárhags og félagsmálum, Gæzluvernd og gæzluverndarráð, Alþjóða- dómstóllinn, Skrifstofan, Yfir- lit um starfsemi sameinuðu þjóðanna, Hlutfallsleg skipting fjárframlaga bandalagsríkjanna til sameinuðu þjóðanna 1946 og 1947 og Stofnskrá sameinuðu þjóðanna. Tvær aðrar bækur Þá hefir Norðri og nýlega gef- ið út tvær aðrar bækur: Grænir hagar og Benni í Suðurhöfum. Er grænir hagar þriðja bókin, sem birtist á íslenzku eftir amer ísku skáldkonuna Mary O’Hara, en fyrri bækur hennar: Trygg ertu, Toppa, og Sörli. sonur Toppu, hafa átt miklum vinsæld um að fagna meðal unglinga^ en Norðri hefir aflað sér einkaleyfi til útgáfu þeirra hér á landi. Bókin um sameinuðu þjóðirn- ar er prentuð í prentsmiðjunm Eddu, en hinar bækurnar báðar hjá prentverki Odds Björnsson- ar á Akureyri. Útgáfa allra bók- anna er hin vandaðasta. Alþbl., 29. apríl. Frá Norður Nýja-islandi TIL K.AUPENDA LÖGBERGS og HEIMSKRINGLU Frá því var nýlega skýrt í báðum íslenzku blöðunum vestan hafs, að verð æfiminninga, sem færu yfir 4 ein- dálka þumlunga, yrði framvegis reiknað 20 cents á þumlunginn; þetta er að vísu ekki mikill tekju auki, en þetta getur dregið sig saman og komið að dálitlu liði. Fyrir samskotalista reiknast 50 cents á þumlunginn. Aðrar auglýsingar kosta 70 cents eindálka þumlungur. THE COLUMBIA PRESS LIMITED THE VIKING PRESS LIMITED Enn einu sinni hefir verið haf- ist handa með undirbúning Lýð- veldishátíðar að Iðavelli við Hnausa, Man. Að þessu sinni verður hátíðin höfð laugardag- in þann 19. júní. Eins og á um- liðnum árum hefir verið reynt eftir föngum að gera þessa hátíð skemtilega og aðlaðandi fyrir unga og gamla. Nefndinni hefir hepnast að ná í úrvals fólk að mæla fýrir hinum ýmsu minn- um. Frú Elínborg Lárusdóttir, hin vinsæla skáldkona frá Is- landi, sem er hér á ferðalagi, mælir fyrir minni Islands; verð ur það mörgum óblandin ánægja að fá að sjá og kynnast skáld- konunni. Fyrir minni landnem- anna mælir Mrs. Ingibjörg Jlafs son, nú eru liðin 75 ár síðan fyrsti stóri hópurinn kom til þessa lands verður sá atburður að einhverju leyti umræðuefni Mrs. Ólafsson; óhætt er að treysta því að ræða hennar verð ur bæði vel hugsuð og hjarta- hlý. — Fyrir minni Canada mælir Heimir Þorgrímsson; ræðu- menska hans og prúðmannleg framkoma er alkunn. Þó hann heyri til yngri kynslóðinni og sé að mestu uppalin og mentur í þessu landi, er hann ágætur ís- lenzkumaður, er ánægjulegt að vita að enn eru nokkrir ungir mienn á meðal okkar sem hafa lagt rækt við málið, tala það og skilja svo boðlegt er, hvar sem vera skal. — Kvæði flytur Lárus Nordal. Von er um kvæði frá G. J. Guttormsson, þó hann hafi ekki gefið algilt loforð þar um. I ár var ekki hægt að koma því við að æfa blandaðan kórsöng verður því söngurinn með öðr- um hætti en að undanförnu. — Nokkrar ungar stúlkur syngja nokkur íslenzk lög undir stjórn Mrs. Florence Broadley. — Þessi stúlknaflokkur hefir oft sungið hér í samkvæmum við ágæta á- heyrn, og svo mun enn verða. — íþróttir fara þarna fram, af ýmsu tagi. íþróttanefndin er skipuð ungum áhugamönnum og má því búast við að þær verði með bezta móti þetta ár. T. Böðvarsson ritari nefndarinnar. Brezkir fiskkaupmenn rœða fisk sölu Íslendinga til Þýzkalands Brezka blaðið Fishing News birti nýlega grein um samning þann, sem gerður var í milli Is- lands og Bretlands um fisksölu til Þýzkalands í sumar. Birtir blaðið ummæli fulltrúa togaraútgerðarmanna og fisk- kaupmanna um samning þenn- an og áhrif hans á fiskmarkaðinn í Bretlandi. Mr. J. Croft Baker, forseti Sambands brezkra togara eigenda lét svo ummælt: “Ef þessi ráðagerð er til þess að beina fiski, sem undir venjulegum kringumstæðum væri landað í brezkum höfnum af íslenzkum skipum, til annarra markaða, þá fögnum við því. Eg er viss um að möguleikarnir á því að við- halda hámarksverðinu í sumar eru ekki miklir og landanir ís- lenzkra skipa í Þýzkalandi ættu að geta orðið að liði til þess að viðhalda verðlagskerfinu og brezka markaðnum og forða offramboði”. Formaður sam- bands fiskikaupmanna í Grims- by tók öðruvísi í málið. Hann lét svo ummælt: “Landanir ís- lenzkra skipa eru mjög þýðing- armiklar fyrir Grimsby, og svo lengi, sem hægt er að halda uppi verðlagsákvæðum er okkur mik- ið áhugamál, að hámarksmagni verði landað hér. Meðan verð- lag helzt, væri það miður farið að íslenzkum skipum væri vísað frá Grimsby til Þýzkalands. — Góður fiskur úr íslenzkum skip- um er altaf eftirspurður hér”. Dagur, 1. maí. Kristindómur og spíritismi (Frh. af bls. 4) til særingaranda og spásagnar- anda, til þess að taka fram hjá með þeim, — gegn honum vil ég snúa augliti mínu og uppræta hann úr þjóð sinni. I. Samúels- bók, 28. kap.; I. Kronikubók 10, 13, Jesaja 8, 19—10: Og ef þeir segja við yður: Leitið frétta hjá þjónustuöndum og spásagnarönd um, sem hvískra og umla — á ekki fólk að leita frétta hjá Guði sínum? á að leita til hinna dauðu vegna hinna lifandi? “Leitið til kenningarinnar og vitnisburðar- ins!-’ ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði. ... I. Tímóteusar- bréf 4.1: En andinn segir berlega að á síðari tímum muni sumir ganga af trúnni, er gefa sig að villu-öndum og lærdómum illra anda. I. Jóhannesarbréf, 4. 1—3. Þér elskaðir, trúið ekki sérhverj- um anda, heldur reynið andanna, hvort þeir séu frá Guði, því að margir falsspámenn eru farnir út í heiminn. Af þessu getið þér þekkt anda Guðs: Sérhver andi, sem viðurkennir, að Jesús Krist- ur, hafi komið í holdi, er frá Guði, og sérhver andi, sem ekki Minnist BETEL í erfðaskrám yðar játar Jesúm, er ekki frá Guði, og nú þegar er hann í heiminum. Enginn getur neitað hinu sér- stæða eðli þessara aðvarana. Að virða þær að vettugi, er að ó- hlýðnast lögmáli Guðs. Menn gera það á eigin áhættu. Prestar hafa enn þyngri ábyrgð í slík- um málum. Vér megum ekki framkvæma illt, ekki einu sinni í þeim tilgangi, að gott megi koma. Þýtt hefir Jóhann Hannesson. Grein séra Jakobs var skrifuð, meðan Dr. Kanaar var hér í Reykjavík, en kom ekki út fyr en daginn eftir að hann var far- inn. Séra Jakob þýddi grein sína — ásamt öðrum presta íslenzk- um — og sendi Dr. Kanaar hana. Af þessum ástæðum kemur svar Dr. Kanaars ekki fyrr en nú. — Ritningarstaðirnir, sem tilgreind ir eru í greininni af Dr. Kanaar, eru í þýðingunni í samræmi við íslenzku Biblíuna, en ekki hina ensku. J. H. Alþbl., 26. apríl. The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James St. Phone 22 641 Almenn tilkynning . . . ÞEIR SEM STARFRÆKJA FERÐAMANNABÚSTAÐI VERÐA NÚ AÐ FÁ REKSTRARLEYFI Samkvæmt fyrirmælum ferða- og land- kynningar laganna, sem nú eru í gildi yfir alt Manitobafylki, og stuðla að al- menningsheill, verða allir, sem starf- rækja ferðamannabústaði, að hafa rekstrarleyfi. Þetta gildir um ferðamannabústaði, fiski- og veiðimannaskála, gistiheim- ili og aðrar stofnanir slíkrar tegundar í fylkinu. Eyðublöð, ásamt eintökum af reglu- gerðum, fást með því að skrifa The Di- rector, The Travel and Publicity Bur- eau, Legislative Bldg., Winnipeg, Man. Túristaheimili grildir um einkaheimili, sem hafa tvö eöa fleiri herbergi, til leigu fyrir feröamenn, en nær ekki til matsölu, eöa ieiguhúsa, sem þannig eru starfrækt alt áriö. THE TRAVEL AND PUBLICITY BUREAU Dept. of Mines and Natural Resources 101 Legislative Building - Winnipeg, Man.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.