Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 2

Lögberg - 23.12.1948, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 23. DESEMBER, 1948 loBbtrg GefiÖ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 69 5 SARGBNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WJNNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg'' is printed and published by The Columbia Press L,td. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. * Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa FRIÐUR í MANNHEIMI Um þetta leyti árs, er venjulegast meira talað um frið, og sennilega einnig í fullri alvöru meira hugsað um frið í mannheimi, en endranær; þetta er líka eða að minsta kosti ætti að vera árstíð góðviljans, þar sem menn hugsa hlýtt til samferðamanna sinna og árna þeim gleðilegra jóla. Þó lýðræðinu í heiminum sé vitaskuld í einu og öðru ábótavant þá býr það yfir slíku þenslumagni til al- mennra heilla, að þar kemst ekkert annað stjórnarform í hálfkvisti við, vegna þess að það grundvaliast á frelsis- ást og góðri sambúð manna á meðal. Lýðræðið er annað og meira en atkvæðisrétturinn einn út af fyrir sig; það krefst viðurkenningar á mann- helginni, heimilishelginni, þjóðfélagshelginni, og jafn- rétti allra manna til hluttöku í gæðum lífsins, þetta er fyrsta og æðsta boðorð hins sanna lýðræðis, er útbreiða vill guðspjall mannkærleikans heimskautanna á, milli. í lýðræðislöndunum er altaf hægt að koma brevt- ingum við og færa eitt og annað til betri vegar án bylt- inga eða blóösúthellinga; öðru máli gegnir um þær þjóðir, sem lúta valdboði harðstjórans, þar er sáttgirnin útilokuð, og þeirra bíður umsvifalaust öxin og jörðin, er hika við að kyssa á vöndinn. Friðarhugsjónin verður að eignast lögheimili, og lægi þá ekki beinast við, að það yrði mannshjartaö? ÁLYKTUN UM ALMENN MANNRÉTTINDI Á þingi sameinuðu þjóðanna, því, er nýlega sleit í París, var afgreidd með yfirgnæfandi afli aðkvæða ályktun, er að því laut, að allar hlutaðeigandi þjóðir skuldbindi sig til þess, að tryggja sem allra öruggast mannréttindi þegna sinna. Spor í þessa sömu átt hafa að vísu áður verið stigin í þróunarsögu mannkynsins; í stjórnarskrá Bandaríkj- anna standa ákvæði um það, að allir þegnar þjóðfélags- ins skuli vera jafnir fyrir lögunum og samskonar ákvæði hafa fyrir löngu verið viðurkend í brezku stjórnarfari; langflestar lýðræðisþjóðir hafa viðurkent þetta í réttar- fari sínu þó eigi hafi skráð lagafyrirmæli verið við hendi; en með það fyrir augum, að tryggja sem flestum áminst öryggi, hvar sem þeir er í sveit settir, afgreiddu sam- einuðu þjóðirnar þá ályktun, sem hér hefir verið skýrt frá; var þetta hið þarfasta verk, því í þessum efnum sem svo mörgum öðrum, verður góð vísa sjaldan of oft kveðin. ÓVITURLEGA AÐ FARIÐ Fyrir nokkru kom fylkistjórnin í Manitoba fram með þá uppástugu, að hækka ellistyrk þeirra, er mest væru þurfandi um 10 dollara á mánuði; stjórnin kvaðst fús til að greiða helming hækkunarinnar ef sveita- stjórnir tækju að sér greiðslu hins helmingsins; er mál- ið kom til umræðu á ársþingi sveitarstjórnasambands- ins, sem haldið var fyrir nokkru í þessari borg, varð niðurstaðan sú, að sambandið vildi engin afskifti hafa af málinu, þótt það á hinn bóginn viðurkendi nauðsyn- ina á hækkun ellisytrksins; við annari niðurstöðu en þessari af hálfu sveitarfélaganna var naumast að búast þar sem vitað var að þau, mörg hver, ætti ærið erfitt uppdráttar, án þess að bæta á sig nýjum sköttum og skyldum. Því tók ekki stjórnin þá rögg á sig, að hækka elli- styrkinn upp á eigin ábyrgð um 10 dollara á mánuði? Eitthvað hefði það verið mannlegra. Og því mátti ekki verja einhverju af brennivínsgróðanum til slíkrar hækk- unar? Slíkt mundi naumast hafa mælst ílla fyrir, eða stofnað stjórninni í lífsháska. HOLL ÁMINNING Nýlega gaf dagblaðið Winnipeg Free Press Liberal flokknum í Canada þá hollu áminningu, sem hér fer á eftir: “Árangur þriggja nýlegra aukakosninga ætti að færa Liberal flokknum heim sanninn um það að samtök- um hans sé meira en lítið ábótavant; hverjar svo sem ástæðurnar fyrir ósigrum hans í Vancouver Centre, Yale, og Digby-Annapolis-Kings voru, verður ekki um það deilt, að flokkurinn sýndi í kosningum þessum, væg- ast sagt, alveg sérstakt kæruleysi. Stjórnin þóttist svo viss í sinni sök, að ástæðulaust væri að óttast um úrslit. í Vancouver Centre var sigurinn talinn það vís, að flokk- urinn þyrfti ekkert að óttast og ekkert á sig að leggja. Að vísu hafði Yalekjördæmið löngum verið í hönd- um íhaldsmanna; þó gátu úrslitin þar auðveldlega hafa getað farið á annan veg, ef Liberalar hefðu sýnt af sér nokkru meiri skerpu. Varðandi úrslit í kjördæmi Mr. Ilsleys, verður eigi að fullu skýrð ástæðan fyrir sigri íhaldsmanna, þó vafa- laust réði þar mestu um deyfð Liberala og oftraust stjórnarvaldanna í Ottawa; eitthvað ætti Liberal stjórnin og flokkur hennar að geta lært af áminstum kosningaúrslitum.” AIÍIJ6AMAL rVENNA Rxtstjórx: INGIBJÖRG JÓNSSON HEIMA ER BEST STJÖRNURNAR TINDRUÐU yfir höfði mér. Snjórinn mferr- aði undir fótum mínum. Hvert sem augað leit, lá drifhvít mjall- breiðan eins og dúnsæng yfir jörðinni. Hvergi örlaði á þúfnakolla eða móbarð. Það var eins og máninn legði blessun sína yfir snævi þakta grundina, hann var svo óvenju bjartur í kvöld. Þarna uppi í blámanum sat hann eins og gullhnöttur og sendi kalt, töfrandi geilsaflóð yfir láð og lög, og stjörnurnar leiftruðu eins og lítil, tindrandi broshýr barnsaugu. í kvöld áttu þær óskipta athygli mannanna. Það voru jól, og ég var á leiðinni heim. En hvað ég hlakkaði til þess að koma heim. Eg vissi, að það var beðið með að kveikja á jólatrénu, og ég hrað- aði för minni sem mest ég mátti. Eg gat ekki hugsað mér að vera annars staðar en heima á jóla- nóttina. Það er dásamlegt að geta sagt heim. Eg hugsaði ekki út í það þá, hve margir þeir eru 1 heiminum, sem ekkert heimili eiga. Unglingurinn sér ekkert nema það bjarta í lífinu, þegar hann er svo hamingjusamur að njóta kærleika góðra foreldra 1 skjólinu heima. Húsmóðir mín gat ekki gefið mér betri jólagjöf en að veita mér heimfaraleyfi. Fyrir það blessa ég hana á með- an ég lifi. —Og nú var ég komin heim. Seppi, tryggi, góði vinur- inn, dansaði í kringum mig af kátínu. Bæjarþilin höfðu aldrei verið eins reisuleg, og frostmarr- ið í hurðinni lét í eyrum mínum eins og fegursta músik. Eg flýtti mér að verka af mér snjóinn og á næsta augnabliki var ég um- vafin örmum foreldra og syst- kina. En sú blessuð birta og hlýja. Jólatréð stóð á borðinu laufgrænt og ilmandi. Kræki- berjalyngið, sem vafið var um tréð, var enn í fullum blóma. Brátt var kvikt á trénu, ljósin endurspegluðust í augunum, sem horfðu á þau í sælli hrifningu. Sálmasöngurinn hljómaði, jóla- guðspjallið var lesið, ennþá var það jafn nýtt sem fyrr, það er víst, að það eldist aldrei, þó kyn- slóðir komi og fari. Það var jóla- helgi úti og inni. Hver skyldi þá geta gleymt blessuðu heima- reykta hangikjötinu, laufabrauð- inu og öllu hinu góðgætinu? Eng- inn konugur eða drottning í ríki sínu gátu verði sælli en við vor- um á jólunum. Hvað er orðið af hinni sönnu jólakyrrð og jólahelgi á mörgum heimilum? Hefir hún glatazt í rökkri óðlætis og alvöruleysis? Nú hafa flestir allsnægtir, en eru þó síður en svo ánægðir. Hvað veldur? Nú þráir æskan nýtízku- skemmtanir, einnig á jólunum. Hve margir eru þeir ekki, sem gleyma æskuheimilinu sínu um jólin, af því að hugur þeirra er upptekinn, þeir eru bundnir við kunningjana, sem fá þá með sér út í hringiðu skemmtanalífsins. Hjá mörgum leynist þó neisti innst í hjarta, sem vekur óróa ungri sál, unz heimþráin verður útþránni yfirsterkari, og stundin kemur, sem lagt er af stað heim. Það er hamingjustund, þá verða stjörnurnar skærari, mánaskinið milt og töfrandi — hjartað tekur að slá örar, þegar hyllir undir bæinn inni í dalnum. Þarna stendur hann upp úr drifhvítri mjöllinni eins og viti fyrir þreyttan vegfaranda. Hann finnur að það eru jól. Hugrún HVAÐ MERKJA JÓLAGREINARNAR? Kirsiberjatréð Þegar þau Josep og María voru á leið til Betlehem fóru þau fram hjá kirsiberjatré, sem var hlaðið berjaklösum. Maríu langaði í berin og bað Josep að ná í þau fyrir sig, en hann afsagði það með öilu. Þá beygði tréð grein arnar niður að Maríu, svo að hún gæti sjálf náð í berin. Það er siður meðal Tjekka og Slava, að taka grein af kirsu- berjatré á haustin og geyma hana í vatni, í þeirri von að hún blómgist um jólin. Var það trú þar, að blómgvaðist greinin á jólunum, þá ætti sú stúlka, sem hafði hugsað um hana og hlúð að henni ,að giftast á komandi ári. Krislþyrnir Hann sprettur á veturna og ber ávöxt um það leyti, sem annar gróður liggur í dái. Hinir fornu Rómverjar notuðu hann til skreytingar á miðsvetrarhátíð sinni, sem haldin var um jóla- leytið til heiðurs guðinum Sat- urnus, sem var guð jarðargróða. Þeir trúðu því, að Saturnus léti hann spretta á veturna og sendu greinar af honum til vina og vandamanna, sem ósk um góða framtíð. í kristninni hefur hann fengið aðra merkingu, eins og nafnið bendir til. Hann er bæði tákn lífsins og minnir jafnframt á það að Kristur var krýndur þyrni kórónu, og ber hans eru eins og blóðdropar, og tákna blóð Krists undan þyrnikórónunni. Jólarósin Með fjarhirðunum í Betlehem, sem birtur var fagnaðarboðskap- urinn um fæðingu Jesú, var lítil stúlka. Fjárhirðarnir fóru til jötunnar með gjafir, en litla stúlkan átti ekkert til að gefa barninu. Hún gekk sorgmædd á eftir hirðunum, en alt í einu birt- ist henni skínandi engill og stráði hvítum rósum fyrir fætur Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. M. INGIMUND50N Asphalt Roofs and Insulatcd Siding — Repairs 632 Simcoe St. Winnipeg, Man. JOHN J. ARKLIE Optometrist and Optician (Eyes Examined) Phone 95 650 MITCHELL COPP LTD. PORTAGE AT HARGRAVE The Swan Manufacturing Co. Manufacturers of SWAN WEATHER STRIP Halldor Methusalems Swan Eigandi Heimili 912 Jessie Ave. 281 James Sl. Phone 22 641 GIINNAR ERLENDSSON Umboðsmaður fyrir ELSTU hljóðfærabúð Vestur- landsins J. J. H. McLEAN & Co. LldL llóöglst víö ofannefndann viö- víkjandi vali hljóöfœra Pianos: HEINTZMAN — NORDHEIMER og SHERLOCK MANNING MINSHALL Orgel fyrir . kirkjur RADIOS og SOLOVOX Sími 88 753 HEIMILI: 773 SIMCOE STREET hennar. Hún tók fullt fang sitt af þeim og færði þær Jesú barn- inu að gjöf. Glastonbury þyrnir Gömul sögn hermir að Jósep af Arematia hafi farið til Eng- lands á gamals aldri og verið fyrsti boðandi kristninnar þar. Hann settist að í Glastonbury og reisti þar fyrstu kirkjuna í Eng- landi. Hann stakk staf sínum nið- ur efst á Wyrral-hæð og stafur- inn festi rætur og blómgvaðist um jólaleytið. Sá viður er nú kallaður Glastonbury-þyrnir og er jólaskraut Englendinga. Lesbók Mgbl. HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/ BUILDERS’ IkJ SUPPLIES \s AND COAL Erin and Sargent Phone 37 251 KOBRINSKY CLINIC 216 Kennedy Street WINNIPEG SOLOMON KOBRINSKY, M.D. - Matemity and Diseases of Women LOUIS KOBRINSKY, M.D:, F.R.C.S., (Edin.) - General Surgery SIDNEY KOBRINSKY, M.D. - Internal Medicine M. TUBBER KOBRINSKY, M.D., Ch. M. - Physician and Surgeon SAM KOBRINSKY, M.D. - - Physician and Surgeon BELLA KOWALSON, M.D. - - Physician and Surgeon Telephone 96 391 if no answer, call Doctors' Direcíory, 72 152 Vegna ALLRAR Heimabökunar kaupa GÓÐAR HU5MÆÐUR Notið það í brauð, bollur, skorpusteik, kökur og aðra bakningu — notið það til allra hluta. Það er malað úr bezta Canada hveiti. (ORT MtVt) #*’* Beztu kaffi kjörkaupin í dag • 1 hja ma' tsafa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.