Lögberg - 10.02.1949, Blaðsíða 2

Lögberg - 10.02.1949, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 10. FEBRÚAR, 1949 iogtjerg GefiÖ út hvern fimtudag af THE COLUMBIA Í»RESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publiehed by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa DJARFMANNLEGA GENGIÐ TIL VERKS Þó ekki sé langt um liðið síðan að Mr. St. Laurent tókst á hendur stjórnarforustu í þessu landi, hefir hann þegar fært alþjóð manna heim sanninn um djörfung sína og hreinskilni á vettvangi opinberra mála; það var fyrir löngu vitað, hve frábærilega lærður lögspek- ingur Mr. St. Laurent er, einkum þó varðandi aiþjóða- lögjöf; um hitt var almenningi síður kunnugt, hver af- staða hans yrði gagnvart stjórnskipulegri afstöðu Canadísku þjóðarinnar, hvort hann í þeim efnum gerði sig ánægðan með Status Quo, það er að segja hvort alt ætti að hjakka í sama farinu, eða hvort þjóðin skyldi færa út kvíar í stjónarfarslegum skilningi. Nú hefir Mr. St. Laurent afdráttarlaust tekið af skarið í þessum efnum; í fyrsta lagi með því, að áfrýjun mála héðan úr landi til hæztaréttar Breta, skuli úr gildi numin, eins og vikið var að í boðskap stjórnarinnar til hins nýsetta sambandsþings, en í öðrulagi í útvarpsræðu, sem hann flutti í Ottawa síðastliðinn fimtudag, þar sem hann lýsti yfir þeirri óbifanlegu sannfæringu sinni, að tími væri til þess kominn að ganga svo frá málum, að þjóð- þing Canada gæti lögum samkvæmt breytt stjórnar- skrá landsins, án þess að leita samþykkis hins brezka þjóðþings í London; hann tjáðist sannfærður um, að slík nýjung, er í sjálfu sér væri sjálfsögð, myndi engri minstu mótspyrnu mæta af hálfu brezkra stjórnar valda; hin Canadíska þjóð, eða þjóðþing hennar, þyrfti að eiga frumkvæði að þessari mikilvægu ráðstöfun eins fljótt og því yrði viðkomið; um einingu þjóðarinnar í því efni væri ástæðulítið að efast. ' “Ég vil það skiljist í eitt skipti fyrir öll,” sagði Mr. St. Laurent, “að með hliðsjón af hverskonar stjórnar- skrárbreytingu, sem í framtíðinni kynni að vera gerð, er mér það brennandi áhugamál, að tryggja í öllu hinn sögulega rétt Canadískra þegna af enskum og frönskum stofni, sem mæla á enska eða franska tungu. Mér skilst, að til sé enn haldbetra öryggi en hið stjórn- skipulega öryggi; en með því á ég við þá einlægni og það sameinginlega umburðarlyndi, sem hvor þjóðflokk- urinn um sig metur mest og telur dýrasta fjársjóð Canadískra þegna.” Að afstaða hins nýja forsætisráðherra til hinna smærri þjóðarbrota í landinu, þó nokkuð öðruvísi hagi til frá stjórnskipulegu sjónarmiði séð að því er tungu- málin áhrærir, verði hliðstæð, verður ekki dregið í efa, því þjóðeiningin er hans fyrsta og æðsta áhugamál. HÁSKÓLAFRÉTTIR UM KENSLUSTÓL í ÍSLENZKU Að þeim tveim bréfum, sem hér fara á eftir, standa tveir víðkunnir menningarfrömuðir, þeir Dr. Gilson, forseti Manitoba háskólans, og Thorbergur Thorvald- son, professor í efnavísindum við háskóla Saskatche- wanfylkis; óhjákvæmilegt er að bréf þessi ylji hverjum sönnum íslendingi um hjartaræturnar, því svo eru þau gagnmótuð af samúð og skilningi á því máli mál- anna, sem Vestur-íslendingum er hugstæðast um þessar mundir, stofnun kenslustóls í íslenzku og ís- lenzkri bókvísi við æðstu mentastofnun þessa fylkis. —Ritstj. THE UNIVERSITY OF MANITOBA OFFICE OF THE PRESIDENT 26. nóvember, 1948 Miss M. Petursson, 534 Dominion Street, Winnipeg, Manitoba. Kæra Miss Petursson: Mér er ekki unt að lýsa því, hve mikillar hrifn- ingar það fékk mér, að fá vitneskju um hve hug- myndinni um stofnun kenslustóls í íslenzkum fræðum við Manitobaháskólann miðar greiðlega áfram, eins og bréf þitt frá 24. nóvember 1948 ber svo glögg merki um; að þessari hrifningu minni liggja margar ástæður. Síðan ég var unglingur hafa íslendingasögurnar í þýðingu Williams Morris verið mér varanleg uppspretta, mikils fagnaðar, og sú staðreynd að kenslustóllinn er líklegur til að vera stofnaður svona fljótt eftir komu mína að háskól- anum, er tilviljun, sem ég skoða sem fagran fyrir- boða um framtíðina. Ég vona að þessi kenslustóll verði brennidepill, er þau áhrif hafi, að unt verði að koma upp í háskólanum varanlegri mynd af ís- lenzkri list og menningu til andlegrar auðgunar þeim öllum, er sjá og nytfæra sér stofnunina, stúd- entum sem öllum almenningi. Virðingarfylst, (Signed) “A. H. S. GILLSON” President UNIVERSITY OF SASKATCHEWAN DEPARTMENT OF CHEMISTRY Saskatoon, Saskatchewan 8. marz, 1948 Dr. P. H. T. Thorlakson, St. Mary’s and Vaughan Street, Winnipeg, Manitoba. Kæri Dr. Thorlakson: Mér er einkar ljúft, að samfagna ykkur vegna þess áforms, að koma á fót kenslustól í íslenzkri tungu og bókvísi við Manitobaháskólann. Ég er ykkur hjartanlega sammála um það, hve ákjósanlegt það sé að koma máli þessu í fram- kvæmd; og ég er sannfærður um, að árangurinn stuðli mjög að aukinni menningu þjóðar okkar; stofnun sem þessi, verður að öllum líkindum varan- legri en flest önnur fyrirtæki, sem Vestur- íslendingar hafa stofnað til. Að minni hyggju, ætti hver og einn af hinum meiri háttar háskólum þessa lands, að eiga sams- konar stofnun, og þá vitanlega ekki sízt Manitoba- háskólinn, þar sem víst má telja að Winnipeg verði í framtíðinni miðstöð afkomenda hinna íslenzku frumherja í Vesturheimi. Nú er það ennfremur vitað og viðurkent, að íslenzk tunga sé grunntunga allra Norðurlanda- málanna ,og að verulegu leyti enskunnar; þar af leiðandi hlýtur þessi stofnun að hafa varanlegt gildi í framtíð allri. Áhrif þessarar stofnunar ættu að verða yngri íslendingum hvöt til að læra tungu og bókmentir forfeðra sinna. Það er ekkert höfuðatriði, að gera sér vonir um stóran nemendahóp ungra íslendinga við áminsta kensludeild til þess hún svari tilgangi sínum og beri góðan ávöxt; það dregur lítið úr gildi hennar og varanleik hennar í þjónustu góðs málefnis; samt sem áður má svo góðs árangurs vænta, að hann margborgi fórnfærslu þeirra, er svo mikið hafa lagt í sölurnar fyrirtæki þessu til framkvæmdar og full- tingis. Mér er sönn ánægja í því, að styrkja þetta málefni með þúsund dollara tillagi, en sé jafnframt eftir því, að upphæðin gat ekki verið stærri. Virðingarfylzt, (Signed) “THORBERGUR THORVALDSON” >♦♦♦♦♦ HUKÞEKKAR SÖGUR OG SNJALLAR Eftir PRÓFESSOR RICHARD BECK DÝRASÖGUR eftir Böðvar Magnússon á Laugarvatni. Einar E. Sæmudsen bjó lil prgnlunar. Bókaútgáfan Norðri, Akureyri, 1948. 158 bls. Meðal þeirra manna, sem mér þótti sérstaklega ánægjulegt að kynnast í íslandsferð menni lýðveldishá- tíðarsumarið, var Böðvar Magnússon hreppstjóri að Laugarvatni í Árnessýslu, fyrrum bóndi þar áratugum saman og mikilsmetinn sveitarhöfðingi. Þó að þau væru okkar fyrstu persónuleg kynni, hafði ég áður þekkt til hans af afspurn og kynnst honum í dýrasögum hans, sem komið höfðu fyrst í Dýravininum og síðar í Dýra- verndaranum um margra ára skeið. Báru þær þess vott, að þar hélt á pennanum maður gjörhugull, sem bæði kunni að segja frá og bar í brjósti sjaldgæfa ást til dýranna og umhyggju fyrir þeim, enda er hann löngu þjóðkunnur dýravinur. Nú hefir hann, góðu heilli, safnað sögum þessum í bók, sem nýkomin er út á vegum bókaútgáfunnar Norðri á Akureyri, einkar falleg og vönduð að frágangi, enda hefir það útgáfufélag áður gefið út f jölda vandaðra og merkra rita. Eru Dýrasögur Böðvars 2. bindi í bóka- flokki (Menn og Málleysingjar), sem Norðri hóf nýlega útgáfu á en tilgangurinn með honum er “að tryggja ís- lenzkum æskulýð hollt lestrarefni og heillandi, er sam- tímis sé fagurt og mannbætandi, runnið af vörum þjóð- arinnar sjálfrar af náinni kynningu við þessa hugljúfu félaga og förunauta á lífsleiðinni.” Er það tímabær og heibrigð þjóðrækni og þjóðræktar viðleitni, og mun eng- um, sem les sögur Böðvars, blandast hugur um, að þær eiga ágætlega heima í þessum bókaflokki, svo hugstæð- ar eru þær, þjóðlegar og snjallar. Var það fyrir hvatningu Tryggva Gunnarssonar, hins mikla dýravinar og ritstjóra Dýravinarins, að Böðvar fór að skirfa dýrasögur sínar, og eftir að Tryggvi féll frá, varð annar þjóðkunnur dýravinur, Elinar E Sæmundsen, skógarvörður og ritstjóri Dýraverndarans, til þess að hvetja Böðvar til að halda áfram sögugerð- inni. Vel sé þeim ágætismönnum báðum fyrir að hafa eggjað hann til þeirrar ritmennsku, því að annar hefðu bókmenntir vorar af því tagi farið mikils á mis. Sögurnar eru ritaðar á árunum 1910—1947 og komu hinar fyrstu tólf þeirra út í Dýravininum, níu í Dýraverndaranum, og síðan eru fjórar, sem eigi hafa áður birzt á prenti þrjár þeirra nýjar af nálinni. Einar E. Sæmundsen hefir búið safnið til prentunar. Er það skemmst frá að segja, að sögur þessar eru hver annari betri og hugljúfari, og fjölbreyttar að efni. Yfir þeim er einnig sterkur persónulegur blær, því að höfundurinn segir þar lengstum frá eigin reynslu, sem eykur á raunaveruleikasvip sagananna og áhrifamagn þeirra. F’agurlega lýsir hann fágætri tryggð hundanna í sögunum “Skrúða” og “Gamli Doggur”, og jafn frábæru langminni og ratvísi hestanna í sögunum “Hegri” og “Glæfraför,” en í þeirri för átti höfundur, að því er beint virðist, “Skugga” sínum lífgjöf að launa. Átakanlegar mjög eru sögurnar “Heiðlóan með rifnu bringuna” og “Sorgmædda öndin,” og er það hjarta vissulega úr hörðum steini, sem ekki viknar við lestur þeirra. Prýðilegar eru sögurnar um forustusauðina og einkar skemmtilegar frásagnirnar “Alftirnar á Laugar- vatni.” “Vesalings litli krummi” og Ýmislegt um kisu.” En jafnframt því sem sögur þessar eru prýðisvel sgaðar, ritaðar á fallegu máli, bera þær vitni ríkri athyglisgáfu höfundarins og glöggum skilningi á dýr- unum, og um annað fram djúpstæðri ást hans á þeim. Hún er hinn heiti undirstraumur sagnanna, og kernur eftirminnilega fram í því, að hann ritar eigi allfáar sög- ur, sem eru beinlínis eftirmæli þessara hjartfólgnu vina hans, svo sem sögurnar “Gamli-Mosi”, “Skuggi” og “Morsokka”, vhre annari innilegri og fallegri. í sama anda er ritgerðin í bókarlok. “Reikningsskil að leiðar- lokum”, sem stjórn Dýraverndunarfélagsins sæmdi verðlaunum árið 1947. Boðvar Magnússon kemst svo að orði í niðurlagi formála sín: “Ef þetta lilta kver gæti orðið til þess að glæða skilning unglinga og annara, sem það lesa, á mannúð og miskunnsemi við dýrin, þá er tilgangi mínum náð.” Ilann þarf áreiðanlega engu að kvíða í þeim efnum. Gamlir sem ungir betrast af því að lesa slíkar sögur. að ógleymdri frásagnargleðinni, sem þær veita lesand- anum. SOFFÍA EINARSSON LATIN Þann 6. október s.l. varð bráð- kvödd að heimili sonar síns Guðbrands Einrssonar (Goodie Einarson) í Argyle bygð merkis- konan Soffia Einarsson 91 árs og 8 mánaða gömul. Hún kom til Vesturheims 1885 ásamt manni sínum Einari Einarssyni frá Gunnarsstöðum á Vesturlandi á íslandi. Settust þau að í Winni- peg og þar dó Einar 11. septemb- er 1923; Soffía sál, var Guð- brandsdóttir Magnússonar frá Hólmlátri og síðar Vatni í Haukadal, hún mun hafa verið hjá syni sínum áðurnefndum að mestu leyti síðan 1930 að hann misti konu sína og veitt búi hans forstöðu með prýði og sóma mestallan þann tíma. Hún var vönduð kona og vel látin af öll- um sem þektu hana, iðjusöm og trúverðug í öllu sínu starfi. Börn hennar Mrs. Lilja Johnson, Van- couver, B.C., (ekkja) Mrs. Mc- Gulloch, (Lulu) — Evelyn Einars- son, Brandon, Mrs. 11. J. Pálma- son Winnipeg, (Floence) Mrs. B. Bemester (Helen) dáin, Henry og Kristján í Winnipeg og Guð- brandur í Argylebygð, séra Eric H. Sigmar stjómaði bænastund á heimilinu á Argyle. En jarðar- förin fór fram í Winnipeg, og séra Valdimar J. Eylands jarð- söng hina framliðnu að mörgu fólki viðstöddu. Blessuð sé minning hennar. G. J. OLESON STYRK OG STÁLHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Ávextir frá fyrsta árs froal; auðræktuð, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosU eru sérlega bragðgóð og líkjast safaríkum, villijarð- berjum; þau eru mjög falleg útiits, engu síður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, pó þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þó stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takiTIOrtiuð, 'dr vissarh að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 50c) póst fritt, HOUSEHOLDERS ATTENTION! We can supply your fuel needs with all the standard brands of coal and coke such as Saunders Creek, Foothills, Drumheller, Black Nugget, Briquettes, Saskatchewan Lignite, Zenith and Winneco Coke. Stoker Coals in Various Mixtures Our Specialty MCfURDY CUPPLY fO. LTD. V/ BUILDERS' IJ SUPPLIES \S AND C0AL Erin and Sargent Phone 37251

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.