Lögberg - 18.01.1951, Page 1

Lögberg - 18.01.1951, Page 1
) PHONE 21374 -a t>« V.\^e -,dereTS tfíÖ^ l>a^tva’^^ Sv A Compleie Cleaning Insiiiuiion 64. ÁRGANGUR Flugvél forsætisróðherra nauðlendir í Keflavík Séra Valdimar J. Eylands Frú Lilja Eylands Silfurbrúðkoup Eylandshjóna athöfa þessi fram á virðulegan og ánægjulegan hátt, enda eru Dau séra Valdimar Eylands og frú hans ástsæl innan safnaðar- ins og það að verðleikum. Það ár, sem þau voru á íslandi, á- unnu þau sér einnig vináttu og virðingu fjölmargra, ekki hvað sízt í söfnuði þeim, sem séra Ey- lands þjónaði þar. Þeim silfur- brúðhjónunum bárust fjöldi heillaóska símleiðis, þar á meðal frá biskupi íslands og frú hans. P. V. G. K. MINNINGARORÐ: Ásmundur Einarsson Ásmundur Einarsson, vist- maður á Betel, Gimli, Man., and- aðist þar þann 8. janúar s.l. Hann var fæddur 21. okt. 1874 að Hrauni í Aðaldal í Þingeyjar- sýslu. Foreldrar hans voru Einar Einarsson og Guðbjörg Gríms- dóttir kona hans. Hann fluttist með foreldrum sínum til Can- ada árið 1879 og ólst upp hjá þeim, fyrsta árið hér í landi í Víðinesbygð við Gimli, en næstu 3 árin að Espihóli og Skriðulandi við Riverton, en síðar, um 5 ára skeið að Auðnum við Gimli, var Ásmundur þá 15 ára, og fór þá brátt að vinna fyrir sér, heima og á heimilum í grendinni, síð- an, árum saman við fiskiveiðar og fiskiflutninga. Hann dvaldi á Kyrrahafsströnd 1909—1910. — Ásmundur þjónaði í hinu fyrra heimsstríði, og innritaðist í her- inn 14. febr. 1916, og fór til Eng- lands í sept. hið sama ár. Hann var í skotgröfum í 18 mánuði, og tók þátt m. a. í orustum á Hill 70 og Passchendale. Hann særðist ekki, en mun aldrei hafa beðið bætur hinnar löngu dval- ar sinnar í skotgröfunum. Hann kom til Canada í febrúar 1919. Um hríð dvaldi hann á heimili bróður síns og tengdasystur á Auðnum, en fór svo að vinna út á við á ýmsum stöðum, en lengst eða í 11 ár hjá Jóni B. Jónssyni bónda á Birkinesi við Gimli. Þaðan fór hann sumarið 1938, og dvaldi þaðan af, eða full 12 ár, á Roskinn maður og fimmtug kona liggja úti í stórhríð Svo sem áður var skýrt frá hófst þann 4. þ. m. í London fundur forsætisráðherra sam- veldisþjóðanna brezku, og mætti þar fyrir hönd Canada forsætis- ráðherrann, Mr. St. Laurent; fundurinn stóð í rúma viku og voru þar að sjálfsögðu mörg mál og mikilvæg tekin til meðferð- ar, þó öryggismálin skipuðu þar vitaskuld öndvegi; forsætisráð- herrarnir munu hafa orðið nokk- urn veginn á eitt sáttir um það, að gerð skyldi til þess ein til- raunin enn, að' fá kínverska kommúnista til að fallast á vopnahlé í Kóreu, þó tvísýnt þætti að vísu um undirtektir; á hinn bóginn var það engu síður gert ljóst, að um tilslakanir við kommúnista, grundvallarlegs eðlis, yrði ekki að ræða; land- ránsstefna þeirra yrði ekki und- ir neinum kringumstæðum rétt- lætt og þaðan af síður verðlaun- uð; þá var og reynt, að jafna deil- una milli Indlands og Pakistan út af hinu auðuga Kasmirfylki, sem bæði ríkin gera tilkall til, og þyka meiri líkur til en áður, að takast megi að miðla málum. Að loknum fundinum í Lon- don brá Mr. St. Laurent sér til Parísar, dvaldi þar í tvo daga og átti viðræður við frönsk stjórn- arvöld um þa\r helztu vandamál, Mannskæð inflúensa Illvíg inflúensa heggur strand- högg um þessar mundir í Vestur Evrópu; á Englandi hafa sjö hundruð og fimtíu manns látið h'fið í faraldri þessum, sem hvergi nærri er enn séð fyrir enda á, og á norðurströnd Þýzka lands hefir plágan þegar gert mikinn usla; þá herma og nýjar fregnir, að í þorpinu Fredericks- havn á Grænlandi, sem telur um fimm hundruð íbúa, séu dauðs- föll af völdum plágunnar orðin nokkuð á þriðja tug. Kunnur stjórnmála- maður látinn Síðastliðinn þriðjudag lézt hér í borginni Mr. J. S. Farmer, fyrrum foringi C. C. F.-flokksins í Manitóba, eftir langvarandi heilsubilun; hann átti sæti í bæjarstjórn í fjögur ár, var borgarstjóri Winnipegborgar í tvö ár, sat lengi á fylkisþinginu í Manitoba, og gegndi um hríð verkamálaráðherra embætti. Mr. Farmer var hið mesta prúðmenni, hygginn og velvilj- aður, er hvarvetna naut virðing- ar og trausts. Maður verður úti í Höfðahverfi í ofviðrinu í vikunni sem leið varð sjötugur maður úti í Höfða- hverfi í Suður-Þingeyjarsýslu. Maðurinn var Sigurður Ring- sted til heimilis á Kljárströnd. Síðla á fimmtudaginn var hann á heimleið frá Grenivík, en kom ekki fram, og var þá þegar um kvöldið hafin leit að honum. — Fannst hann kl. 9 um kvöldið vestan á Höfðanum örendur. Er talið líklegt að hann hafi veikst á leiðinni og látizt snögglega. —TÍMINN, 8. des. er krefðust lausnar; ráðgert var að Mr. St. Laurent kæmi til Ottawa á mánudaginn, en af þessu gat ekki orðið vegna nokk- urrar bilunar á flugvélinni, sem hann ferðaðist með yfir hafið; varð hún að nauðlenda á Kefla- víkurflugvelli og bíða þar við- gerðar, og varði Mr. St. Laurent þá bið sinni til að heilsa upp á stjórnarvöld íslands. Sinclair Lewis látinn Þann 10. þ. m., lézt að Villa Electra Clinic á Italíu, ameríski rithöfundurinn víðfrægi, Sinc- lair Lewis, 65 ára að aldri, fædd- ur að Sauk-Centre í Minnesota- ríkinu árið 1885. Alls hafði hann samið tuttugu og þrjár bækur; hann var sæmdur bókmenta- verðlaunum Nóbels árið 1930, og var 1 því tilefni einkum vitnað í bók hans „Babbit“. Meðal ann- ara frægustu og útbreiddustu bóka hans má nefna „Main Street“ og „It Can’t Happen Here“. Hann kom tíðum óvægi- lega við kaun þjóðar sinnar og brá þá venjulega fyrir sig nap- urri kaldhæðni. Sinclair Lewis samdi „Babbit“ á ítalíu, og þar kyntist hann fyrst seinni konu sinni, Dorothy Thompson; síðasta bók þessa ný- látna rithöfundar, „World So Wide“, kemur út þann 21. marz næstkomandi; er þar um að ræða ástarsögu, sem mótuð er í ítölsku umhverfi. Krefst að nú sé hafist handa “Viðræður milli Canada og Bandaríkjastjórnar varðandi St. Lawrence-skipaskurðinn, full- gerð hans og orkuvirkjanir, hafa verið á döfinni áratugum sam- an, án þess að náðst hafi sam- komulag um raunhæfar fram- kvæmdir; nú leggur Truman forseti til, að Bandaríkin leggi fram til að byrja með 20 miljón- ir dollara í því augnamiði, að hafist verði nú þegar handa um að hrinda þessu mikla mann- virki áleiðis; vitaskuld er til þess ætlast, að Canada leggi einnig fram sinn skerf; fram að þessu hafa framkvæmdir þessa fyrir- hugaða stórvirkis, einkum sætt mótspyrnu af hálfu stjórnar- valda New Yorkríkis, hvað, sem nú kann að verða. Stóraukin útgjöld Eins og vitað er, kemur sam- bandsþingið í Ottawa saman þann 30. þ. m., og tekur þá brátt til óspiltra málanna um störf sín, og mun þingið vafalaust taka til meðferðar mörg og mikilvæg mál, þó mest þeirra verði vita- skuld hin nýju fjárlög, sem ætla má að verði hærri en nokkru sinni fyr, vegna hinna óumflýj- anlegu og auknu hervarna. Afspyrnuveður Síðastliðinn mánudag gerði slíkt afspyrnuveður á ýmissum stöðum í British Columbiafylk- inu, að vindhraðinn komst upp í sjötíu mílur á klukkustund; fannkyngi var einnig mikið og samgöngutruflanir urðu all-til- finnanlegar, einkum þó í Vic- toria og Vancouver; í óveðrinu meiddust eitthvað um þrjátíu manns í Victoria. Séra V. J. Eylands og frú hans áttu silfurbrúðkaup fyrir fáum dögum og fjölmenntu meðlimir Fyrsta lúterska safnaðar og aðr- ir vinir þeirra mjög til kirkju á sunnudaginn var til þess að sam- fagna prestshjónunum með þennan merka áfanga á lífsleið þeirra. Hvert.sæti niðri í kirkj- unni var skipað og flest uppi á svölunum, auk þess sem báðir söngkórar safnaðarins fylltu hvert sæti á söngpalli. Alls munu hafa verið þarna um 600 manns við kirkju. Guðsþjónust- an fór fram með mjög hátíðlegu sniði og sungu þar einsöng þau Mrs. Pearl Johnson og Mr. Elmer Nordal. Að tíðagjörð- inni lokinni tók til máls formað- ur safnaðarins, Mr. Victor Jón- asson, þakkaði hann prestshjón- unum blessunarríkt starf þeirra í þjónustu safnaðarins og árn- aði þeim allra heilla í framtíð- inni. Afhenti hann þeim mjög vandaða tesamstæðu: Bakka, te- könnu, kaffikönnu, rjómakönnu og sykurskál úr silfri og eru það hinir mestu dýrgripir. Mrs. Ey- lands hlaut fagran blómvönd frá söngkórnum og þakkaði hún hann og góða samvinnu á liðn- um árum, minntist ennfremur tilhugalífsins, þegar hún og unnusti hennar hefðu verið að leggja áætlanir fyrir framtíðina og hefðu þau séð þær flestar rætast, jafnvel þann loftkastala verða að veruleika, að þau færu saman til íslands og vitjuðu ætt- arstöðva sinna þar. Séra Valdi- mar Eylands þakkaði heiðurs- gjöfina, minntist samstarfsins við söfnuðinn þau tæp 13 ár, sem hann hefði þjónað honum, og færði fram þakkir fyrir alla þá ástúð og uppörfun, sem kona hans hefði látið honum í té á liðnum árum. Hann hefði tekið prestsvígslu um sama leyti og þau hjónin giftust og kvaðst myndi velja prestsstarfið að lífs- starfi, ef hann væri enn staddur í sömu sporum. Báðum prests- hjónunum sagðist ágætlega og voru ræður þeirra sambland al- vöru, gleði og gamansemi, enda var gerður að þeim hinn bezti rómur. Þá tók til máls bróðir silfurbrúðarinnar, Mr. Einar Johnson frá Lacota, N. D., minntist þeirra atburða, er gerð- ust á æskuheimili þeirra syst- kynanna fyrir 25 árum og færði prestshjónunum gjöf og heilla- óskir fyrir hönd systkyna brúð- arinnar og venzlafólks. Að lok- um buðu kvenfélög safnaðarins öllum viðstöddum til kaffi- drykkju í samkvæmissal kirkj- unnar og gafst þar hverjum ein- stökum tækifæri til að árna silf- urbrúðhjónunum heilla. Öll fór Voru að leila fjár á heiðinni vesian Mývainssveiiar þegar bylurinn skall á. Þegar stórviðrið gekk yfir Mývatnssveit síðastliðinn fimmtudag, fór Þorgeir Jóns son á Helluvaði að heiman til þess að sækja kindur, sem voru vestur í heiðinni, stutt frá bænum. Húsmóðir hans, Guðrún Sigurgeirs- dóttir, fyrrverandi ljósmóð- ir, fór á eftir honum til þess að hjálpa honum að koma kindunum heim, en í sama mund brast á stórhríð, og kom hvorugt þeirra heim aftur. Þegar þau Þorgeir og Guðrún komu ekki heim, hófu heima- menn leit um kvöldið. Var þá blindhríð og ofsaveður, svo að ekki sá út úr augunum og ill- fært út að fara, enda bar leitin engan árangur. Náðu leitarmenn húsum, en jafn nær um það, hvað af þeim hefði orðið. Guðrún finnst. Klukkan fimm um morguninn var heldur farið að lægja og tygjuðust þá menn frá Hellu- vaði, Arnarvatni og Stöng til leitar. Fundu þeir Guðrúnu klukkan átta um morguninn. Hafði fundum þeirra Þorgeirs aldrei borið saman, er hún fór á eftir honum að leita kindanna, og hafði hún tekið þann kost að halda kyrru fyrir og láta skefla yfir sig. Var hún vel búin og ókalin með öllu. Gaf sjálf kindum kvöldið eflir. Guðrún var nú studd til bæj- ar. En er heim kom í húshlýjuna, hresstist hún fljótt, og um kvöld- ið fór hún sjálf í húsin og gaf kindum sínum. eins og ekkert hefði í skorizt. — Guðrún Sig- urgeirsdóttir er um fimmtugt, og er mjög rómað harðfengi hennar og hreysti. Þorgeir náði að Slöng. Um hádegisbilið voru margir menn víðs vegar úr Mývatns- sveit komnir í Helluvað. Átti að hefja víðtæka leit að Þorgeiri. En áður en allir voru komnir af stað í leitina, kom Þorgeir heim að Stöng, bæ vestur á Mývatns- heiðinni. Hafði hann ætlað að fylgja símanum undan hríðinni, en tapað af honum. Gróf hann sig þá í fönn og lét þar fyrir- berast um nóttina. — Þorgeir var hress og ókalinn. Hann er maður nær sextugu, og var ný- kominn heim af Kristneshæli. Tjón af veðrinu. Nokkurt tjón varð af veðri þessu í Mývatnssveit. Einkum fauk ofan af heyjum, og urðu þannig nokkrir heyskaðar sums staðar. Um fjárskaða er ekki enn vitað. —TÍMINN, 6. des. Risavaxin fjárlög Truman Bandaríkjaforseti hef- ir lagt fyrir þjóðþingið í Wash- ington fj árlagafrumvarp stjórn- arinnar fyrir næsta fjárhagsár, er hefst þann 1. apríl næstkom- andi, og eru útgjöldin áætluð nálega sjötíu og tvær biljónir dollara; af þessari upphæð er gert ráð fyrir, að því sem næst tveim þriðjungum hennar verði varið til hervarna í hinum ýmsu greinum, eigi aðeins heima fyrir, heldur og til stuðnings við þær þjóðir, er að Atlantshafsbanda- laginu standa, sem og til að standast straum af fjárframlög- um vegna Kóreustríðsins; ekki er talið líklegt, að fjárlög þessi, þótt risavaxin séu, muni valda nokkrutn verulegum ágreiningi í þinginu. heimili bróður síns á Auðnum og naut þar ágætrar umönnun- ar, er heilsa hans fór hrörnandi hin síðari ár, varð hann bæði blindur og mjög heyrnarsljór. Ásmundur var stiltur maður orðvar og fumlaus og hinn vand- aðasti. Hann átti marga trygga vini og ávann hlýhug margra er honum kyntust, var og sjálfur maður hjartahlýr, hafði mikla unun af söng, enda maður vel söngvinn — og átti góða athyglis greind. Hann varð vistmaður á Betel s.1.1 haust og þar andað- ist hann, sem áður er getið, og þaðan fór útför hans fram þann 11. janúar að viðstöddu fjöl- mennu frændaliði og kunningja auk vistfólks heimilisins — einn- ig var þar viðstatt fólk, vinir hins látna, frá Winnipeg, Lang- ruth og víðar að. Hann var lagð- ur til hinztu hvíldar í Gimli- grafreit. S. Ólafsson Kvöð til herþjónustu Hermálaráðherra Bandaríkj- anna, Georg C. Marshall, hefir gert hervarnanefnd efri mál- stofu þjóðþingsins í Washington aðvart um, að hann telji óhjá- kvæmilegt vegna öryggis þjóð- arinnar að 450,000 amerískir menn, sem nú eru að ná átján ára aldri og að læknisúrskurði njóti fullrar heilsu, verði kvadd- ir til heræfinga í næstkomandi tuttugu og sjö mánuði. Rannsóknar krafist Mr. J. M. Forkin bæjarráðs- maður í Winnipeg, ræddi um það nýverið á bæjarstjórnar- fundi, að ekki myndi alt með feldu um hreinlæti og heilbrigð- isleg vinnuskilyrði í ýmissum verksmiðjum og vinnustofum í borginni, og kvað hann sér per- sónulega kunnugt um, hve víða væri ábótavant í þessu efni, eink um í vinnufatagerðum og öðr- um saumastofum; nú hefir þetta leitt til þess að yfirheilbrigðis- málaráðunautur bæjarstjórnar, Dr. Morley Lougheed, telur nauðsyn á, að nákvæm rann- sókn fari fram, varðandi hrein- læti og heilbrigðisregjur í öll- um verksmiðjum og vinnustöðv- um borgarinnar, og kvast þegar mundu leggja málið fyrir verka- málaráðuneyti fylkisstjórnar- innar og reyna að fá fullnaðar úrskurð um það, hverjir ættu í rauninni að bera ábyrgð á eftir- litinu. Það var þarft verk að taka mál þetta til fylztu yfirvegunar og mun slíkri ráðstöfun alment fagnað verða af hálfu borgar- búa. . Frá Kóreu Nýjustu fregnir af vettvangi Kóreustríðsins bera með sér, að hersveitir sameinuðu þjóðanna hafi hafið nokkura sókn á vest- urvígstöðvunum og náð haldi á fjórum borgum, er kommúnist- ar áður höfðu á valdi sínu; er frá því skýrt að loftherinn hafi veitt landhernum ómetanlegan stuðn- ing í viðureign þessari, og að hann muni eiga sinn bróðurhlut í sigrinum; á öðrum vígstöðvum hefir fátt það gerst, er tíðind- um þyki sæta; í áminstri sókn varð mannfall mikið í liði komm únista, er flýði sem fætur toga á ringulreið.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.