Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 3

Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1951 3 Börn Sameinuðu þjóðanna Ef œskan vill rétta þér örfandi hönd þd ertu á framtiöar vegi. — (P- E.) ÞEIR, sem nú eru börn, eiga að bera hugsjón Sameinuðu þjóðanna fram til sigurs. Og börn í öllum löndum hafa tekið opnum örmum boðskapnum um frið og bræðralag manna, boð- skapnum, sem felst í stefnuskrá og mannréttindaskrá Samein- uðu þjóðanna. Þetta sést bezt á bréfum þeim, sem Trygve Lie berast daglega frá börnum í öll- um heimsálfum. Bréfin eru óteljandi og for- ustumönnum Sameinuðu þjóð- anna þykir vænt um þau. Bréfin sýna það, að æskan 'um allan heim er að slá skjaldborg um málefni friðar og mannréttinda. — Hverju einasta bréfi er svar- að og til þess eru valdir ótal menn, sem bezt kunna skil á hugsunarhætti barna. Með þessu móti er verið að safna alheims- her, ekki vopnuðum her, heldur hersveitum barna, sem lofa því að gera alt sem þau geta til þess að vernda friðinn, svo lengi sem þau lifa. Sameinuðu þjóðirnar telja það skyldu sína að hafa samband við börnin um allan heim, því að þar er sú kynslóð sem á að taka við af þeim, sem koma í framkvæmd hugsjón kom aí framkvæmd hugsjón þeirra um einingu allra þjóða á jörðinni, samtök og samvinnu í stað stríðs og styrjalda. Meðal barnanna á að koma upp friðar- her um alla jörð. Þess vegna er lögð svo mikil rækt við að svara vel og nákvæmlega öllum þeim aragrúa af bréfum, sem börn skrifa Sameinuðu þjóðunum. ___ Og þess vegna leggja Sameinuðu þjóðirnar svo mikla áherzlu á það, að í öllum skólum fari fram fræðsla um starf og stefnumið peirra. Þar geta kennarar gert ometanlegt gagn. _ Hér er ein saga um það, og hún kom fram í bréfum fjölda barna í skóla 1 Nantes. Nantes er borg í Frakklandi og þar eru 187.000 íbúa. Þjóð- verjar hertóku hana á stríðsár- unum og gerðu þar kafbátabæki- stöð. Þeir borgarbúar, sem störf- uðu í frelsishreyfingunni, voru skotnir hópum saman á torgi í borginni, fyrir augum allra. En svo þegar kafbátahöfnin var fullgerð í september 1943, þá komu flugvélar bandamanna í stórhópum og létu sprengjum rigna yfir stöðina og borgina. Þær komu hvað eftir annað. Hús hrundu, eldar geisuðu, fólk beið bana hundruðum saman og þús- undir særðust. — Börnin í Nan- tes vita því hvað stríð er. Og nú skýrðu þau Sameinuðu Þjóðunum frá því, að þau hefðu skipað sér undir merki þeirra og ætluðu að kappkosta að vinna að friði þegar þau stækkuðu. Og á hverjum degi segjast þau styrkja sig í þessum ásetningi. — Það sé kennaranum sínum Gernaux, að þakka. Hann hafi fundið upp á því að. láta þau ferðast með sér á hverjum degi um allan heim f ímyndaðri flug- vél. í þessari flugvél ferðast þau land úr landi, borg úr borg, og alls staðar hitta þau fyrir gott fólk, sem líka hefir brennandi á- huga fyrir friðarsamtökum þjóð- anna. Þetta sýnir, að hér hefir kennarinn fundið upp skemmti- lega aðferð til þess að kenna landafræði og mannkynssögu, og notar það jafnframt til að vekja skilning barnanna á því, að allir menn eru bræður, hvar sem þeir búa á hnettinum. Slíkir menn vinna í kyrþey merkilegra starf en hægt er að meta. Börnin hafa það líka daglega fyrir augum, að starfsemi Sameinuðu þjóðanna er ekki skraf eitt. Það er verið að reisa Nantes úr rústum með aðstoð Sameinuðu þjóðanna og Marshallstyrk. Það er um auðugan garð að gresja í bréfum barnanna. Þau eru á ótal tungumálum. Sum eru frá Svertingjabörnum í Afríku, önnur frá brúnum börnum í Malajalöndum, frá kínverskum börnum í Indlandi o. s. frv. Þar er bréf frá litlum dreng, sem á heima í kjallara hrunins húss í Berlín. Þar er bréf frá litlum Gyðingadreng í Palestínu, einum af þeim, sem komst undan of- sóknum Nazista í Þýzkalandi. Öll bera þessi bréf vott um breytt hugarfar frá því sem áður var, þegar börnin voru klædd í hershöfðingjabúninga og látin leika sér að tindátum og fall- byssum. Sameinuðu þjóðirnar reyna að gera mikið fyrir börnin. Barnahjálpin, sem er sérstök stofnun á vegum þeirra, hefir bjargað miljónum barna um all- an heim. Að því hafa íslending- ar stutt með framlögum sínum. I byrjun þessa árs hjálpaði Barnahjálpin til þess að klæða um 250 þúsund fátækra barna í Japan. Þau skrifuðu þakkarbréf til Sameinuðu þjóðanna. — Síð- astliðinn vetur var þröngt í búi hjá Finnum. Þá sendi Barna- hjálpin þangað alls konar mat- væli til útbýtingar í skólum, enn fremur klæðnað og skófatnað. Eitt þakkarbréf þaðan gat gert harðsvíraðasta mann klökkan. Það var frá litlum dreng, sem sagðist ekki hafa þurft nema ann an skóinn, því að hann hefði mist fót í stríðinu, en hann þakkaði kærlega fyrir gjöfina. Um langa hríð hefir Barna- hjálpin gefið rúmlega miljón ítalskra barna eina máltíð á dag. Og hún hefir fætt og klætt hundruð þúsunda barna í Grikk- landi. Hún hefir sent flugvélar með streptomycin og penicillin til þess að bjarga lífi þúsunda barna í Tékkóslóvakíu og Júgó- slavíu. Hér er brot úr bréfi frá Framhald á bls. 7 Stórtjón á Norðurlandi af völdum stórhríðar og foróttubrims Sjór flæðir á land. bátar brotna og týnast og hús og hafnarmannvirki stórskemmast. Stórhríðin og hvassviðrið, sem gekk yfir allt landið um helgina, er eitthvert hið versta, sem hér hefir komið lengi. Að líkindum munu hafa orðið miklu meiri skaðar en í veðrinu 10 dögum áður, þótt þá væri öllu hvassara á nokkrum stöðum. — Símasambandslaust var í gær við Vestfirði og meirihluta Norðurlands og Austurlands, en fregnir vantar nær alveg af Austfjörðum, en þar var veðr- ið mjög hart. Tíminn fékk í gær nokkrar fregnir af tjóni af völdum veðursins frá fréttaritara sínum á Norðurlandi eftir því sem til naðist í símtölum og fréttaskeytum. Á laugardagsmorgun tók að hvessa á Vestfjörðum og síðan gekk veðrið austur yfir landið og brast stórhríðin á síðdegis á sunnudagsnóttina á austurhluta landsins. Þetta stormasvæði náði allt austur til Jan Mayen og langt norður í haf. Varð foráttu- brim við Norður- og Norðaustur- land og sjógangur með því mesta, sem orðið hefir síðustu tvo áratugi. Snjókoman var mik- á norðurhluta landsins en sunnan lands var hún lítil. Vind- ur varð víða um 12 vindstig og frost töluvert og herti er á leið. Á mánudagsnóttina tók aftur að kyrra og í gær var víða komið sæmilegt veður en mikið frost. Á Austfjörðum var þó enn all- hvasst eða um 8 vindstig. í gær var frostið í Möðrudal á Efra- fjalli 15 stig en minnst í Öræf um 6 stig. LítiS ijón sunnan lands. Lítið tjón mun hafa orðið sunnan lands í veðrinu að því er til hefir frétzt. Þó munu síma línur hafa slitnað og var síma- samband lengst austur á Hvols- völl í gær. Vestan lands var einn ig lítið tjón nema helzt á Vest- fjörðum, en þó mun það ekki hafa orðið mjög stórfellt þar á bátum eða hafnarmannvirkjum. Aðaltjónið mun hafa orðið á Norðurlandí og ef til vill á Aust- fjörðum en þaðan vantaði freng- ir alveg í gærkvöldi. Flæðir í 30 hús á Siglufirði Á Siglufirði brast stórhríðin á seint á sunnudagskvöld og um nóttina gekk í foráttubrim eitt hið mesta, sem komið hefir þar lengi. Gekk sjórinn látlaust yfir brimvarnargarðinn og með há- flæði á sunnudagsmorgun gekk mikil flóðalda yfir eyrina og flæddi yfir nokkrar götur, eink- um Ránargötu og Þormóðsgötu. Svelgur sá, sem á að flytja brott vatnþarma, stíflaðist og hækkaði flóðið svo ört, að það flæddi við- stöðulaust inn í mörg hús. Flæddi mikill sjór inn í 25—30 íbúðarhús og gerði mikið tjón, en fólk varð að hafa sig á brott í skyndi. Fjöldi manna reyndi að ryðja frá svelgnum og tókst það von bráðar og lækkaði þá flóðið fljótt, en tjón varð margvíslegt í húsunum. Skemmdi karfa- og ufsamjöl. Sjórinn gekk yfir allar bryggj- ur og skemmdi sumar nokkuð. Einnig gekk hann inn í verk- smiðjuhús og geymsluhús, m. a. inn í stærstu mjölskemmuna. Þar var allmikið geymt af karfa- og ufsamjöli frá vinnslunni síð- ustu vikur og stórskemmdist mikið af því. Togarinn Elliði og spænskt fisktökuskip, sem lágu við bryggju, slitnuðu frá henni og urðu að leggjast við festar úti á höfn en ekkert tjón varð á þeim Tvö stór skörð brotnuðu í flóð- garðinn og er það mikið tjón. Á suftnudagsnóttina bilaði há- spennulínan frá Skeiðfossvirkj- uninni til Siglufjarðar og var rafmagnslaust um sinn, þangað til vélar síldarverksmiðjanna voru teknar í notkun og hefir bærinn enn rafmagn frá þeim, því ekki var lokið viðgerð lín- unnar í gærkveldi. Business and Professional Cards eign útgerðarfélagsins Vísir í Húsavík, slitnaði upp og rak á land. Er hann talinn talsvert brotinn og ’ mjög örðugt um björgun hans. Vélskipið Smári var aðeins tveggja ára gamalt og stærsti bátur Húsvíkinga. Brimið gekk yfir hafnarbryggj una og hafnargarðinn nýja og yfir steyptar uppfyllingar. Varð þar nokkurt tjón á lauslegum munum, en hafnarmannvirkin munu óskemmd. Tjónið af völdum brimsins norðan lands mun hafa orðið meira vegna þess að stórstreymi var. Eins og fyrr segir var síma- sambandslaust við norðaustur- hluta landsins í gær og er blað- inu ekki kunnugt um tjón höfnum austan Húsavíkur, en búast má við að það hafi norðið nokkurt. Tjón í flestum höfnum við Eyjafjörð og Skjólfanda Við Eyjafjörð og Skjálfanda varð margvíslegt og mikið tjón á hafnarmannvirkjum og bátum að því er segir í fréttaskeytum frá Akureyri og Húsavík. Skarð í hafnargarðinn á Dalvík. Á Dalvík braut brimið skarð í hafnargarðinn. Skolaði stórgrýti úr uppfyllingu hans en steyptur veggur stóð þó óhaggaður. Sjór braut þar einning grunn undan geymsluskúr svo að hann hrundi. Skemmdirnar á hafnar garðinum eru á 10—12 metra kafla og er hann illnothæfur. Munu bátar verða að flytja sig frá Dalvík um sinn. Vörum og olíu, sem var í skúrnum sem sjórinn tók, tókst að bjarga. Trillubátur íýndist í Hrísey og Grenivík. í Hrísey slitnaði vélbáturinn Kópur upp af bátalegunni og týndist hann með öllu. Á Greni- vík slitnaði einnig trillubátur upp af legunni og týndist. SELKIRK METAL PRODUCTS LTD. ReykháfauT, öruggaata eldavörn, og ávalt hreinlr. Hitaeiningar- rör, ný uppfynding. Sparar eldi- viö, heldur hita frá að rjúka út með reyknum — Skrifið símið til KELLY SVEINSSON 625 Wall Street, Winnipeg Just north of Portage Ave. Sfmar: 33-744 — 34-431 S. O. BJERRING Canadian Stamp Co. RUBBER & METAL STAMPS NOTARY & CORPORATE SEALS CELLULOID BUTTONS 324 Smith St. Winnipeg Phone 924 624 Gunnar Erlendsson Pianist and Teacher Studio — 636 Home Street Thelephone 725 448 ÍMUDSTÖl JEWELLER5 447 Portage Ave, Branch Store at 123 TENTH ST. BRANDON Ph, 926 885 Bryggjuijón á Akureyri. Á Akureyri skall á norðan stórhríð á sunnudagsnóttina og varð veðrið eitthvert hið versta, sem komið hefir í mörg ár. Sjógangurinn braut frystihús- ^ryggju K.E.A. á Oddeyrar- tanga og svonefnda Wathne- ^ryggju. Sópaði palli af báðum þessum bryggjum. Sjór flæddi inn í skipasmíðastöð K.E.A. á Oddeyri og frystihús, sem þar er, en þar urðu þó ekki miklar skemmdir. Mesta brim síðan 1934. í fréttaskeyti frá Húsavík seg' ir, að norðan fárviðri með snjó- komu og foráttubrimi hafi verið þar á sunnudaginn svo að annar eins sjógangur muni ekki hafa komið þar síðan 1934. Þrír trillu- bátar slitnuðu upp af legunni og sukku. Vélbáturinn Smári Th. 59, sem er 60 lestir að stærð, Kominn mikill snjór. Snjókoman var mikil og voru flestir vegir norðan lands ófærir bifreiðum í gær, jafnt á heiðum sem í byggðum. Mjólkurbílar komust ekki til Akureyrar úr nærsveitum hvað þá lengra að. Áætlunarbíll teppist í Húnaþingi. Fréttaritari Tímans á Blöndu- ósi símaði í gær, að stórhríðin hefði skollið þar á mjög snögg- lega kl. 7 á laugardagskvöld. Var veðrið hið versta og mikil snjókoma. Seinni part laugar- dags fór áætlunarbíll frá Blöndu ósi áleiðis til Sauðárkróks. Ætl- aði hann að fara fram á nýju ekki nema fram að Sólheimum við Svínavatn, sat þar fastur í snjó, og annar bíll, sem fór hon- um til hjálpar, komst heldur ekki lengra. Urðu farþegar 11 að tölu og bifreiðarstjórar að dvelja á Sólheimum allan sunnu brúna á Blöndu. En hann komst daginn. í gær fóru menn á stór- um bíl frá Blönduósi þeim til hjálpar. Komu sumir farþegarn- ir með honum aftur til Blöndu- óss í gærkvöldi, en aðrir reyndu að halda norður. Undanfarna daga hafa 18 menn unnið að viðgerð síma- skemmdanna í Langadalnum, sem urðu í óveðrinu um daginn. Eru þær miklu meiri en fyrst var áætlað. Var hátt á annað hundrað símastaura brotið á bil- inu frá Skagaströnd að Bólstað- arhlíð. Símabilanir urðu svo ný í stórhríðinni á sunnudaginn, og var símasambandslaust aust- ur frá Blönduósi og um allar nærsveitir. - Phone 21 101 ESTIMATES FREE J. H. INGIMUNDSON Asphalt Rnofs and Insulated SJdine — Repairs Country Orders Attended To 632 Simcoe St. Winnipeg, Man DR. A. V. JOHNSON Dentlst 506 SOMERSET BUILDINO Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 Talslml 925 826 Helmilis 404 630 DR. K. J. AUSTMANN SérfrœOingur i augna, eyrna, net og tcverka sjúkdómum. 209 Medical Arts Bldg. Stofutlmi: 2.00 til 5.00 e. h DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur i augna, eyrna nef og hdlssjúkdómum. 401 MEDICAL ARTS BLDU Graham and Kennedy St Skrlfstofustml 923 851 Heimaslml 403 794 HAGBORG FUEl PHOME 2ISSI Rafmagnslausir i 10 daga. I fyrra óveðrinu bilaði raflín- an frá Laxárvirkjuninni að Blönduósi og var kauptúnið raf- magnslaust í 10 daga. Á föstu- daginn komst aftur rafmagn á, en það stóð aðeins einn sólar- hring, því að aftur varð raf- magnslaust á laugardagskvöld vegna kraps, sem hlóðst að stíflu virkjunarinnar. Á laugardaginn fór áætlunar bifreið frá Blönduósi áleiðis suður. Komst hún ekki lengra en í Hrútafjörð vegna snjókomu um kvöldið, varð hún að sitja þar um kyrrt á sunnudag, en 1 gær komst hún suður yfir Holta- vörðuheiði, og er heiðin talin slarkfær stórum bifreiðum. —TÍMINN, 13. des GUNDRY PYMORE Limited British QuaUty Fish Netting 58 VICTORIA ST„ WINNIPEO Phone 92 8211 Manager T. R. TRORVALDSON STour patronage wlll be appreclated G. F. Jonasaon, Pree. <St Mar. Dlr Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLK, Stml 8Í6 117 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FI8H Dr. P. H. T. Thorlakson WINNIPEG CI.INIC Bt. llary’a and Vaughan. Wp*. Phone 926 441 PARKER, PARKER & KRISTJANSSON Barristers - Solicilors Ben C. Parker, K.C. B. Stuart Parker, A. F. Kristjanssou 500 Canadian Bank of Commerce Chambers Winnipeg, Man. Phone 923 561 Phone 917 0» H. J. H. Palmason, CJL H. 4. PALMAION * CO. Chartarad Accoontanta 605 Confedaratlon Ufe Bld*. Winnipe* Manltoba JOHN A. HILLSMAN. M.D., Ch. M. 332 Mer.ical Arts. Bldg. OÍFICE 929 349 Home 401 288 Phone 724 944 Dr. S. J. Jóhannesson SUITE 6 — 652 HOME ST, Vlðtaistlmi 1—5 efUr h&degi DR. E. JOHNSON 104 EVELINB STREET Selkirk. Man. Offlce nrs. 2.30—* p.m. Phones: Offtce 26 — Rea. 110 Offlce Phone Res Phone 924 762 726 115 Dr. L. A. Sigurdson 628 MEDICAL ARTS BLDQ. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment DR. H. W. TWEED Tannlœknir 508 TORONTO QEN. TRU8T8 BUILDING Cor Portage Ave. og Smith 8t. Phone 926 952 WINNIPEO Offlce 933 587 Res. 444 389 THORARINSON & appleby BARRISTERS and SOLICITORS 4th Floor — Crown Trust Bldg. 364 Matn Street WINNIPEG CANADA SARGENT TAXI Phone 722 401 FOR QUICK RELIABLE SERVICE J. J. SWANSON & CO. LIMITED 108 AVENUE BLDO WPQ. Fastelgnasalar. Lelgja hús. Ot- vega peningal&n og eldsfibyrgð. bifreiðafibyrgð, o. a. frv. Phone 927 518 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœðingar 209UANK OF NOVA SCOTIA BQ. Portage og Oarry 8t Phone 928 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Director Wholesale Dlstributors of Fraah and Frozen Fish. 111 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 71 917 A. S. BARDAL 848 SHERBROOK STREET Selur Ukklstur og annast um tt- farlr. Allur útbúnaður s& beitl. Ennfremur selur hann allskonar minnisvaröa og legsteina. Skrifstofu talslml 27 124 Heimills talstmi 26 444 Phone 23 99* 7*1 Notre Dame Ave. Juat Weat of New Materalty Hoapital Nell's Flower Shop Wedding Bouquets, Cot Flower* Funeral Designs, Coraagea Bedding Plants Nell Johnson Ruth Rowland 27 482 88 790

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.