Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1951 lögberg GeflfS út hvern flmtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utandthrift ritatjórant: EDITOR LÖGBERG, 695 SARGENT AVEUNE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 864 Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram Tha "LögberK'’ la printed and publiehed by The Colurabia Preae Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authoriaed aa Second Claaa Mail, Post Office Department, Ottawa Mikil bók og merkileg Svo að segja alveg nýverið, er komin á bókamark aðinn hér vestra mikil bók og merkileg eftir P. V. G Kolka, héraðslækni á Blönduósi, sem ferðast hefir und- anfarna mánuði um bygðarlög íslendinga vestan hafs í fyrirlestraerindum á vegum Þjóðræknisfélagsins og dvelur hér enn, þótt nú sé „gamla landið góðra erfða' tekið að seiða huga hans heim. Það er ekkert áhlaupaverk, að kynna sér svo að fullu gagni mætti koma, jafn stóra og fjölskrúðuga bók sem Föðurtún, er telur nálega 600 blaðsíður í stóru broti, birtir 480 myndir, getur um 3,000 manna og kvenna, en örnefni og staðanöfn nema 2,000 eða rösk- lega það. Langur og snildarlega saminn formáli fylgir bók- inni úr hlaði, sem auðskýrir mjög tilgang hennar og megin sérkenni; það er engu líkara en höfundur fari með sjálfan sig upp á eitt ofurhátt fjall og sýni sjálfum sér þaðan alla þá dýrð, er sýslan hans, Húnavatns- sýslan, býr yfir, þar sem aðstreymi minninganna þyrp- ist að úr öllum áttum og kveður sér hljóðs; hann minn- ist óðalanna, sem enn eru setin við mikinn skörungs- skap, svo sem Bólstaðahlíðar og Víðidalstungu, að eigi séu fleiri tilgreind, en eyðibýlin, sem líka áttu sína mannrauna- og menningarsögu, vekja í sál hans klökkva og þess vegna falla honum þannig orð; „Náttúran öll er rímuð, stef við stef, og vallgróin tóftarbrot eyðibýlanna með grænum túnleifum um- hverfis eru nokkurs konar „elegia“, ljóð um þá liðnu, sem orkar með dulrænum hætti á ímyndunaraflið. Ef til vill verður maður hvergi betur var við svipi fortíðar- innar, en einmitt þar. Á hljóðum vornóttum heyrir mað- ur vængjaþyt gleymdra minninga um starf og stríð, ástir og unað, þrautir og harma. Þessar minningar blunda í blóði manns og líkamsfruijium eins og annar arfur feðranna, sem ekki verður frá oss tekinn, nema vér vörpum honum sjálf á glæ. Nútíðin með öllum sín um möguleikum er tæki, sem oss er fengið í hendur að mestu fullsmíðað og aðeins að láni, en „evigt ejes kun det tabte“. Fortíðin ein er óskoruð eign vor“. Ég fann til þess við heimsókn mína til íslands um sumarið 1946 og ferðalag mitt um Jökuldalsheiðina þar, sem ég sleit barnsskónum, að eyðibýlin eiga eigi að- eins dramatíska sögu að baki, heldur eru og raddir þeirra slíkar, að þær brenna sig inn í vitund manns. Sá siður hefir mjög færst í auka á íslandi um nokk- ur undanfarin ár, að skráðar væru héraðasögur al- menningi til fróðleiks og skemtunar, og hafa þær, eins og vænta mátti, átt miklum vinsældum að fagna; flest- ar eru þær aðlaðandi aflestrar, þó stundum skiptist í tvö horn um menningarsögulegt gildi þeirra vegna þess að staðbundinna smáatriða gætir of mikið. Héraðs- saga Húnvetninga, sú, er hér um ræðir, er í rauninni sérstæð í sinni röð vegna þess, að hún er miklu fremur mannsaga en sveitalýsinga saga; er þar jafnan fagur- ^ega túlkað hið dulræna órofasamband milli býlis og búanda, manns og moldar, en við það dýpkva heildar- áhrifin og festast. betur í minni, en slíkt gefur bókinni margfalt meira gildi en ella myndi verið hafa. Kolka læknir er maður óvenjulega skygn að því er viðkemur samhengi sögunnar og þar af leiðandi verða þær mynd- ir, sem hann bregður upp lífrænar og varanlegar. Auðsætt er það af lestri Föðurtúna, hve ást höf- undar til Húnavatnssýslu er einlæg og fölskvalaus, þó traustustum böndum sé hann tengdur fólkinu, sem þar bjó og býr, og er slíkt sízt að undra þar sem annar. eins tilfinningamaður á í hlut; þessu til sönnunar nægir að vitna í þá sjaldgæfu rækt, sem hann hefir lagt fram við söfnun alls þess geisilega sægs mynda, er bókina prýða og mjög auka á gildi hennar, en slík hefir að sjálf- sögðu haft ærna fyrirhöfn í för með sér. Vænt þykir mér um það, hve fagurlega Kolka lækn- ir vitnar í aldavin rninn Sigurð heitinn skólameistara Guðmundsson, sem var einn hinna ágætustu sona Húnavatnssýslunnar, þann mikla skólamann og fröm- uð íslenzkrar málsmenningar, þótt vitaskuld hafi sýsl- an alið við brjóst margt annað ágætra manna, er mjög hafa komið við menningarsögu hennar og þjóðarinnar í heild. Það væri synd að segja, að Kolka læknir sé myrk- ur í máli, er hann lýsir samsýslungum sínum; hann læt- ur alt fjúka hvort sem öðrum kann að líka betur eða ver; frásagnirnar, sem bera vitni metnaði Húnvetninga verða stundum spaugilegar eins og hjá manninum sem slangraði niður Bankastræti og sagði upphátt við sjálf- an sig: „Ég veit að ég er fátækur, ég veit að ég er fullur, ég veit að ég er bæði rifinn og skitinn, en Húnvetning- ur, það er ég þó alla daga“. Fremst í bókinni getur að líta hina fögru altaris- brík úr gömlu klausturkirkjunni á Þingeyrum, hún mæl- ir sínu máli og það gera einnig mannamyndirnar, sum- ar af nokkuð drjúgjum, veðurbörðum víkingum í bænda- stétt sýslunnar, en aðrar af mildum og móðurlegum húsfreyjum með blíðlegt augnaráð og mjúkar andlits- línur. Aðeins mikill og víðskygn rithöfundur svo sem Kolka læknir óneitaníega er, hefði getað leyst af hendi annað eins bókmentalegt þrekvirki og Föðurtún í eðli Þjóðarfrækorn hefir nóð rótfestu og tekið til að blómgast eftir 25 ór Það er ekki oft að frá þessu litla íslenzka bygðarlagi Kee- watin, Ontario, birtist í blöð- unum okkar frásögn af þeim fáu íslendingum sem enn standa upp úr og að mörgu leyti utan við canadísku samsteypuna. En það er rétt um ár síðan, eðá á síðasta þjóðræknisþingi, að kunn ingi minn, Jón Bíldfell, spurði mig hvort ég hefði nú ekkert í pokanum til birtingar í Lög- berg úr því plássi er ég dveldi í. Auðvitað var ég fljótur til að segja nei, að hér væru orðnir svo fáir íslendingar og að engir markverðir viðburðir skeðu meðal þeirra hér, og andagift þeirra framkvæmdarsljóf. Jón Bíldfell er nú meðal þeirra elztu og einnig meðal þeirra er ég hef lengst þekt í þessu landi Canada. Fyrst þegar ég sá Jón, þá fyrir stuttu kominn, sem nýsleginn túskildingur frá Klondike, leist mér heldur Vel á skrokkinn, á- sjónuna og alla tilburði manns- ins og hefir sú sjónarskíma hald- ist óbreytt til Bíldfells síðan, — svo mér hefir altaf fundist að ég skulda Jóni síðan hann bar fram tilmælin um nokkra penna- drætti til birtingar í Lögbergi. Svo nú ætla ég að láta þá þrjá (3), ráðherra Lögbergs — rit- stjórann, ráðsmanninn og rit- safnarann ráða því, hvort þeir taka þetta til að fylla upp eyður blaðs síns eða ekki. Þegar við íslendingar sendum eitthvað til birtingar í blöðin okkar, þá langar okkur til að það sé lesið af öðrum en þeim sjálfum sem ritfregnina senda, því þó okkur þyki gaman af að lesa eftir sjálfa okkur, þá er al- veg óþarfi að hafa fyrir að taka niður á blað hugsjónir sínar, fá nær stílsettar og komið á prent og vita hvað fjölda margir Is- lendinagr það eru, sem rita, skilja og lesa íslenzkuna, en láta sér ekki detta í hug að kaupa íslenzku blöðin okkar, sem eru þó hin helzta lítaug, er heldur uppi meðal okkar, voru fagra móðurmáli og eðlisþrótt vorra frægu forfeðra, með æfingu á lestri íslenzks ritmáls og þar með mörgum nytsömum, and- legum upplýsingum um þjóð vora alla í heild sinni. Við erum margir til enn, sem munum eftir rithættinum í blöð- unum okkar fyrir ekki all-löngu síðan er nokkrir þá ræddu sín milli um einkennilega menn. En nú vill svo til, að ég tel mig einn af þeim einkennilegu, því mér fanst sú lýsing á þeim mönn um vera miðuð við ferðalög ^eirra frá einum stað til ann- ars með æði tíðum endurtekn- ingum, er ég hef nú iðkað í nærri 3 ár. Eitt af mörgu, sem hefír vakið eftirtekt mína, er hvað margir :!slendingar það eru, sem geta lesið og skilið íslenzkt mál, en caupa þó ekki blöðnVokkar, við- bárur eða afsakanir eru, að ís- lenzku blöðin séu svo dýr og fróðleiks-lítil stenst enga rann- sókn miðað við önnur blöð gefin út á vorri tíð og möguleikar allra Islendinga í þessu landi eru nú margfalt betri nú en á fyrri árum þeirra hér, þegar all- ir íslendingar kepptust við að kaupa þau og borga með 2 doll- urum. En hvað um efnisgildi rit- máls? Hvað geta þeir um það sagt, sem ekki lesa það, og sum- ir sem kaupa blöðin renna aug- um sem fljótast yfir stytztu greinarnar, en láta þær lengri óslesnar og vita svo ekki hvað miklum fróðleik þeir hafa tapað. Mér hefir nú dottið í hug, hvort það hafi nú snert talsverð- an hluta af Vestur-Islendingum sami sjúkdómurinn sem snerti íslendinga heima á seinnihluta 18. aldarinnar, að apa alt eftir Dönum. Ef danskur stúdent kom til íslands með aðeins yfirskegg vel snúið upp á endana á, urðu allir að taka það upp. Ef dönsk hefðarfrú kom til Reykjavíkur og var annaðhvort viljandi eða óviljandi í við hölt, þá urðu allar konur bæjarins og víðar að vera það líka. Þið, sem lesið hafið ræðu Dr. Páls Kolka, er hann hélt á Frónsfundi í Winnipeg í vetur, megið skilja, að hann hef- ir tekið eftir íslendingum, sem óþarflega fljótt hafa vikið til hliðar íslenzku máli og íslenzku þjóðareðli. Hann segir að það hafi verið nógur tími, að minsta kosti fyrir þá, sem birg'ðir. voru upp með íslenzku máli og eðli, ust þeim víðsvegar að. Þessi en nú eru þeir komnir niður fyrir 50 (48) og helmingur þeirr- ar tölu (48) mun nú lesa og skilja íslenzku all-sæmilega og sumir vel. — Svo er hluti af nefndri tölu eða 12 sem nú eru að og á leiðinni að leggjast við altari við hafnarbakkann fyrir aldurssakir. Þeir eru nú að verða 75 til 87 ára. Öllum þessum öldungum líður nú vel, utan þess mótilætis er einn þeirra ber, að vera blind- ur — Eiríkur Þorsteinsson, er lengst af bjó á Þykkvabæ við Riverton með konu sinni Ant- oníu ólafsdóttur, dáin fyrir fá- um árum. Eiríkur er nú hér hjá dóttur sinni og tengdasyni, Mr. og Mrs. S. O. Sveinsson og líður að öðru leyti vel. Elztur af þess- um 12 er Hafsteinn Johnston, sem nú er að verða 87 ára. Haf- steini og konu hans Ingibjörgu (Magnúsdóttur) Johnston, var haldið 60 ára giftingarafmæli 31. október síðastliðinn með viðeig- andi heimsóknum margra vina og kunningja og heillaskeyti bár- að geyma það næsta kynlegg að hverfa inn í hérlent þjóðlíf. Þeir, sem trassað hafa að kaupa og lesa íslenzku blöðin okkar hér og hafa efni og aðstöðu til þess, hugsa kannske ekki út í það, hversu mörgum þjóðlegum fræ- kornum að þeir bægi frá þjóð- flokki sínum með því ræktar- leysi, sem þeim sjálfum og öðr- um hefði getað orðið til gagns og gleði. — Mér varð hálf hverft við þegar ég vissi um að nákom- inn ættingi eða ættingjar Pálma Hannessonar rektors vissu ekk- ert um, fyrr en eftir dúk og disk, að hann væri farinn af stað heim, að hann hefði verið hér á ferðinni af því að þeir hvorki keyptu né lásu íslenzku blöðin, sem sannarlega gátu um komu hans hingað að verðugu sem og fleiri góðra gesta á síðasta sumri og birtu einnig af þeim myndir. Við getum varla búist við að ensku blöðin segi mikið frá ferða lögum manna af öðrum þjóð- flokkum en þeim ensku, að minsta kosti ekki á fyrstu síðu. Svo er kannske takmarkaður lestur enskra blaða líka. Ég vona að mér verði ekki lagt það svo út sem ég sé að hnupla þó ég taki hér upp máli mínu til stuðnings hluta af um- getningum um Dr. Richard Beck og indverskan skólabróður hans, Dr. Patel, er þeir voru saman við nám við Cornell-háskólann í Ýþöku í Bandaríkjunum. Dr. Ric hard Beck sparaði ekki að segja Dr. Patel frá íslandi og merkum fræðiritum er þar væru og forn- um sögum. Árið 1948, eftir 25 ár, fær Dr. Patel framkvæmt á- huga þann, sem Dr. Beck vakti upp hjá honum þegar þeir voru skólabræður, og svo aftur í sum- ar fór Dr. Patel heim til íslands og safnar þá öllum fornum sög- um og fræðiritum, sem snúið hefir verið á ensku og tók með sér heim, og þykist hann geta tengt skyldleika þeirra við hei- lög indversk fræðirit, og lofar hann og vegsamar land og lýð fyrir gæði og góðvilja. — Vík- verji skrifar i Morgunblaðið 21. nóv. 1950 margt fleira um þessa skólabræður fyrir að mér skilst 27 árum síðan, og orð Dr. Becks eru nú að ávaxtast lengst, lengst austur á Indlandi, um velsæmi alls þess sem íslenzkt er. Islendingar hér í Keewatin og nágrenninu urðu þegar flestir voru um aldamótin alt að eitt hundrað og hreinræktaðir þá, heiðurshjón eru við bærilega heilsu ,og Hafsteinn, sem er elztur allra sinna íslenzku elli- félaga hér, mun skáka þeim öll- um með starfsþrótti sínum; hann heggur niður skóg, sagar hann og klýfur til húsagerðar og til upphitunar líka. Hann slær tún- blettinn sinn með orfi og ljá, er slagar að stærð til upp í meðal túnskika á íslandi. Vel sé farið hreysti hans og þeirra hjóna og megi hún endast þeim til dag- anna enda. Ekki hefi ég lagt mig eftir að telja þá upp, sem eru hálfenskir. Mér finst þeir vera tapaðir úr íslenzka þjóðflokknum, þó veit ég að þar eru góðar undantekn- ingar, og vil ég nefna einn lög- verndarann okkar hér, William Benedictson. Hann er hálf-ís- lenzkur og stundar hér lögmanns störf og er hann sá eini íslend- ingur sem nú er í Dominion- þinginu hér í Canada. Bill, eins og hann er oftast nefndur, er mjög eftirsóttur og ötull í starfi sínu; og þó Liberal-goðin séu nú óþarflega mörg og þétt steypt saman, þá mundi það ekki ganga hljóða- eða fyrirhafnarlaust að víkja H. Benedictson frá þing- menskustarfi sínu fyrir Kenora- og Rainy River-kjördæmið. W. Benidictson mun vera einn sá yngsti er situr á Dominion þing- inu í Canada, en var þó eitt sinn valinn til að svara hásætisræð^ unni, og það var íslending líkt að geta staðið sig eins og Þorgeir á Alþingi o. s. frv. Ekki svo ég muni til, síðan ég kom hér 1923, hefir nokkur ís- lendingur starfrækt hér verzlun fyr en nú að Hallfreð Jóhannes- son frá Árborg, sonur Guð- mundar Jóhannessonar, er þar bjó lengi, hefir byrjað hér í Kenora, matvöruverzlun í félagi við enskan mann, Clayton að nafni, og er hinn mesti myndar- bragur á verzlun þeirra hér, er Jóhannesson veitir forstöðu, og hann lætur vel af útkomunni; eru hér þó aðrar 3 samskonar verzlanir til að mæta þörfum innan við tvö þúsund manns, er Keewatin byggja. Bjarni Sveinsson Mikill bókmenniaviðburður: Ný Ijóðabók eftir Tómas Guð- mundsson kemur út á morgun Það er fjórða ljóðabók hans og iíu ár liðin síðan sú þriðja kom úi „FLJÓTIÐ HELGA“, hin nýja ljóðabók Tómasar Guð- mundssonar, sem bókavinir bíða nú eftir með óþreyju, kemur í bókaverzlanir á morgun. Bókin er 119 blaðsíður að stærð í meðalbroti og flytur 27 kvæði. Þetta er fjórða ljóðabók Tómasar Guðmundssonar, en um þessar mundir eru liðin rétt tíu ár frá því að síðasta bók hans, „Stjörnur vorsins“, kom út. Fyrsta bók Tómasar, „Við sundin blá“, kom út 1925, en „Fagra veröld“, sem tryggði höfundinum sess meðal fremstu ljóðskálda Islendinga, kom út 1933. Ný ljóðabók frá hendi Tómas- ar Guðmundssonar er sérstæður bókmenntaviðburður, og „Fljót- ið helga“ mun sér í lagi vekja mikla athygli vegna þess, að skáldskapur Tómasar hefir nokk uð breytzt frá því, sem áður var, þótt enn leiki hann einnig á sína gömlu strengi. Vill Alþýðublað- ið birta hér tvö sýnishorn úr hinni nýju bók til að gefa les- endum sínum ofurlitla hugmynd um hana. Fyrra sýnishornið er erindi úr kvæðinu „Fljótið helga“, sem vafalaust er eitt af fegurstu sínu eru, og ekki sízt, er þess er gætt hve vel og vand- virknislega er úr efni unnið; og þótt bókin sé í megin atriðum helguð Húnavatnssýslu og Húnvetningum, á hún erindi til allra íslendinga vegna þess víðtæka, menningársögulega gildis, er hún hefir til brunns að bera. Föðurtún eru mótuð sjaldgæfri frásagnargleði, og þess vegna er bókin frá upphafi til enda hrífandi skemti- lestur. Þessi mikla bók kostar í myndskreyttri kápu $10.00 og fæst í Björnsson Book Store, 702 Sargent Avenue, Winnipeg. GAMAN OG ALVARA Leiðinlegasti maðurinn í klúbbnum var samkvæmt venju sinni að segja sögu. Hún hljóð- aði á þessa leið: „Þegar ég var í Indlandi, sá ég tígrisdýr fara niður að ánni, þar sem kona nokkur var að þvo. Þetta var stórt og grimmt tígrisdýr, en konan var snarráð. Hún skvetti vatni framan í það — og það stökk á burt“. „Herrar mínir“, sagði einn hlustandinn. „Ég get vottað það, að þessi saga er sönn. Nokkrum mínútum eftir að þetta bar við, átti ég leið niður að ánni. Ég mætti tígrisdýrinu, og eins og ég er vanur, klappaði ég því á trýnið. Herrar mínir! Trýnið var blautt“. ☆ Maður nokkur grobbaði af því að hafa borðað fjörutíu og níu soðin egg. „Hversvegna borðaðir þú ekki eitt til, og hafðir þau fimmtíu?“ „Uss haldið þið að maður fari að gera sig að átvagli fyrir eitt egg?“ ljóðum Tómasar. Upphafserind- ið er svona: Að haustnóttum einn ég að heiman geng, því harms míns og gleði bíður hið myrka fljót, sem við flúð og streng svo fallþungum niði líður. Það kom hingað forðum á móti mér hvern morgun í sóldýrð vafið. I kvöld á það sefandi söng, sem ber minn síðasta vordag í hafið. Síðara sýnishornið er erindi úr kvæðinu „Að’Áshildarmýri“. Skáldið hefir vikið að því, að það verði'annan að saka en Is- lendinga, ef saga vor kunni að segja frá þjóðum og stefnum, sem beiti valdi. Síðan segir svo í þessu þróttmikla og skorin- orða kvæði: Slíkt hendir þó ennþá. Og von- lítið getur oss virzt að verjast því skrímsli, sem gín yfir heimsins álfum. En gæt þess að sagan oss dæmir til feigðar þá fyrst er frelsi og rétti vors lands stendur ógn af oss sjálfum. Og ofbeldishneigðin, sem herjar á þjóðir og lönd, fær hvergi dulizt, hve títt sem hún litum skiptir. — I gær var hún máske brún þessi böðulshönd, sem blóðug og rauð í dag sínu vopni lyftir. „Fljótið helga“ er gefið út af Helgafelli og prentuð í Víkings prenti. Ytri búningur bókarinn- ar er með miklum glæsibrag. —Alþbl. 2. des.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.