Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1951 ÁliUGAMAL IWLNNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON HLÍN, Ársrit íslenzkra kvenna, 32. árgangur Útgefandi og Ritstjóri: HALLDÖRA BJARNADÓTTIR, Akureyri Um Færeyjar og Færeyingo kunnastur er á íslandi, var ó- kóngsbænda í Kirkjubæ, sem efað Joannes Patursson, sem nú er látinn. Hann naut mikillar að- dáunar og vinsælda á Islandi. Bar margt til þess, maðurinn var glæsilegur að ytra útliti, drengi- legur í framkomu og íslending- ar höfðu samúð með og skilning á hinni einarðlegu baráttu, sem hann veitti forystu fyrir auknu sjálfstæði og framförum meðal hinnar fámennu þjóðar sinnar. Niðurlag. Eins og hér hefir verið bent á stuttlega, eru Færeyingar okkar næstu nágrannar og okkur skyldir. Þeir eru danskir þegnar, en samt sem áður alveg sérstök þjóð, sem talar sérstakt mál, og búa í sérstöku landi, sem þeir eiga sjálfir. íslendingar eru með fámennustu þjóðum veraldar, Færeyingar eru þó 4—5 sinnum fámennari. Lífsbarátta Islend- inga er yfirleitt mjög hörð, lífs- barátta Færeyinga mun sízt vera hægari. Mér skilst, að flest mæli með því, að þessar tvær smá- þjóðir í Norður-Atlantshafi eigi að vera góðir nágrannar. Grímur Þorkelsson Sjómannablaðið VIKINGUR Ólöf Sigurveig Jónsdóttir Johnson Fædd 23. des. 1871 — Dáin 1. nóv. 1949. Nýlega er komin hingað vest- ur 32. árgangur kvennaritsins „Hlín“, fróðlegt og skemtilegt að vanda. Það er 160 blaðsíður að stærð og hefir að geyma fjölda kvæða og ritgerða um ís- lenzkar konur og áhugamál þeirra, auk þess eru í því marg- ar myndir. Ritið hefst á kvæði „Á heim- leið“ eftir Arnfríði Sigurgeirs- dóttur, Skútustöðum. Ritstjór- inn skrifar um Kvenfélagasam- band Islands tuttugu ára og fréttir af samtökum íslenzkra kvenna, margar fleiri greinar á hún í ritinu: „Barnaskóli Akur- eyrar 1908—1918“, en hún var skólastjóri hans á því tímabili; „Tóvinnuskólinn á Svalbarði“; hún stofnaði hann 1946. Þá skýr- ir hún frá hreyfingu á Norður- löndum í þá átt að tryggja hús- mæðrum vinnuhjálp í sérstökum neyðartilfellum: þegar þær for- fallast vegna sængurlegu, sjúk- dóma eða ofþreytu. Eins og kunnugt er, er það eitt af vanda- málum nútímans, hve fáar stúlk- ur vilja nú ráða sig við heimilis- störf, og mun það vera svo í öllum löndum. Á fátækum barn- mörgum heimilum horfir þetta til stórvandræða. Húsmóðirin vinnur myrkranna á milli og missir oft heilsuna vegna of- þreytu. Stúlkur fást ekki til heimilis- starfa aðallega vegna þess, að vinnukonustaðan var í litlum heiðri höfð, starfið lélega borg- að og vinnutími langur. Þess vegna er stefnt að því, að reyna að gera starfið eftirsóknarverð- ara á ýmsan hátt: ■ 1. með námskeiðum fyrir hj álparstúlkur, svo að þær geti litið á sig sem sérstaka stétt, er hafi ákveðnu og þýðingarmiklu hlutverki að gegna í þjóðfélag- inu. 2. Stúlkurnar eru ráðnar af opinberum aðila, fá kaup eftir akveðnum reglum og starfskjör þeirra hliðstæð kjörum annara opmberra starfsmanna. — I ritinu er greinarflokkur um latnar merkiskonur. Þykir mér faHeg greinin um Guðrúnu Jó- hannesdóttur, eftir frænku henn ar, Láru Guðmundsdóttur. „Sterkustu einkenni í skap- gerð Guðrúnar finst mér hafi verið draumlyndi og sterk hneigð til listrænna iðkana. Það kom greinilega fram í öllum verkum hennar, sem stuðluðu að því að auka fegrun heimilis- ins. Mér er minnisstæð gleði hennar þegar hún hafði gert góð- an hlut til heimilisprýði og heimilisþarfa. Það var hreinasta starfsgleði og sköpunargleði. En það a við alla sköpun, hvort sem hún er á sviði heimilisfegrunar, sem er hið venjulega svið okkar kvennanna, eða aðra listsköpun að það er gleðin yfir sjálfstæðu verki og sjálfstæðri sköpun, sem er kjarninn í þessu öllu, gleðin yfir fögrum hlut, sem hefir orð- ið til í huga manns og hendi“ Og viðkvæmar eru minninga- greinarnar um konurnar, sem gegndu ljósmóðurstörfum í af- skektum sveitum fyr á tímum, lögðu á sig vökur og erfið ferða- lög til að hjálpa konum í barns- nauð, og heppnaðist það undra- vel þrátt fyrir litla mentun í þeim fræðum, ófullkomin verk- færi og litla sem enga læknis- aðstoð. Erindi eftir ísak Jónsson, kennara, er athyglisvert; fjallar Það um skyldur ráðandi kynslóð- ar við yngstu borgarana. Hann lýsir því, hve óheillavænleg á- hrif flóttinn úr sveitunum í þétt- kýlið hefir haft á uppeldi æsk- unnar: svipt hana eðlilegri sam- búð við fullorðna fólkið, sam- skiptum við dýrin og nægilegu landrými til leikja. Þetta er eitt af vandamálum nútímans í öll- um löndum, en er þó sérstaklega áberandi á íslandi, því þar býr nú 70 prósent þjóðarinnar í höf- uðborginni og öðrum bæjum. Um aldamótin tók þjóðin að flytja sig úr dreifbýlinu og hóp- ast saman á lítil svæði. Þorp og bæir risu upp við sjóinn, og áður en menn áttuðu sig var höfuð- borg landsins ein búin að gleypa um þriðjung þjóðarinnar. — Landnámið í þéttbýlinu varð harðsótt og miskunnarlaust. — Landneminn í þéttbýlinu varð að hafa sig allan við að ná í landskika undir kofa handa sér. Húsin risu upp, óskipulega, í þéttum röðum við stígi og troðn- inga. — Börnin gleymdust. Þau þurftu samt jörð til að ganga á. Og þeim nægði ekki að syngja, að hart væri að hafa hana ekki, eins og Káinn gerði. — I hvert sinn, sem nýtt hús eða kofi reis af grunni, hörfuðu börnin til næsta auðs svæðis, héldu því og sátu á meðan sætt var. En brátt risu þar einnig hús. — Fjörurn- ar, eftirsóttir undraheimar, breyttust í hafnarmannvirki. Og loks kom að því, að of langt var til fanga fyrir börnin að nema sér land til leikja. Þau urðu landflótta í átthagaumhverfi sínu, en þó dæmd til að una við það, sem orðið var“. — „Nútímaborgirnar eru í mín- um augum, að vissu leyti, hrylli- leg vanskapnings fyrirbrigði, þessarar steineyðimerkur, þar sem foksandurinn er menn“. — — „I göturyki og kofaþröng stelast börnin til að leika sér í ys og þys óskipulegrar umferð- ar eða á öðrum óvelkomnum stöðum". Höfundur telur „varlegast að gera ekki ráð fyrir því, að þjóð- in sæki aftur til dreifðra byggða“ og bendir á ýmislegt, sem nú er verið að reyna til þess að reyna að hjálpa foreldrum í þéttbýlinu við uppeldi barnanna. Frú Laufey Vilhjálmsdóttir, ekkja Dr. Guðmundar Finnboga- sonar á tvær greinar í ritinu, skemtilega ferðasögu: „Nokkrar hugleiðingar frá dvöl minni í Lundúnum“, og grein um hið fyrirhugaða kvennaheimili í Reykjavík, Hallveigarstaði. Kon- urnar hafa nú eignast lóð undir húsið á einum bezta stað höfuð- borgarinnar „við suðvesturenda Tjarnarinnar“. „I fjólugeislum“ heitir smá- saga eftir hina vestur-íslenzku skáldkonu, frú Rannveigu K .G. Sigbjörnsson, Leslie, Sask., vel skrifuð eins og vænta mátti. Margt fleira athyglisvert er að finna í þessu ágæta riti, sem hér gefst ekki rúm til að minnast á frekar, en þess sem nú hefir ver- ið getið, gefur nokkra hugmynd um, að „Hlín“ er fjölbreytt að efni og ræðir ýms vandamál, sem þörf er fyrir konur hér, að taka til íhugunar, engu síður en konur á íslandi. Ritstjórinn, Halldóra Bjarna- dóttir hefir unnið mikið afrek með útgáfu þessa vandaða rits í 32 ár, jafnframt umsvifamiklum kenslu- og félagsstörfum. Hún ferðaist um íslenzku byggðirnar hér vestra fyrir nokkrum árum og sýndi íslenzkan heimilisiðn- að; eignaðist hún þá marga vini hér, er munu taka „Hlín“ fegins hendi. „Hlín“ fæst hjá Mrs. J. B. Skaptason, 378 Maryland Street, Winnipeg. Sími 36 957. Verð: 50 cents. Eyjaklasinn. Frá ströndum Vestur-Evrópu og allt til Islands liggur grunn- sævishryggur, sem aðskilur djúp Norður-Atlantshafsins frá djúpi Norður-Ishafs. Þetta er í raun réttri neðansj ávar-f j allgarður. Á nokkrum stöðum skaga neðan- sjávarfjöllin á fjallahrygg þess- um langt upp fyrir yfirborð sjávar. Á 62 gráðum norður- breiddar og 7 gráðum vestur- lengdar rís eyjaklasi úr sæ. Þetta eru Færeyjar. Þær eru 18 að tölu, fyrir utan hólma og sker. Eyjarnar eru aðskildar af þröngum, djúpum og víða straumhörðum sundum. Straum- urinn í færeysku sundunum rennur þó ekki alltaf í sömu áttina, en breytir um stefnu á mismunandi tíma á lögmáls- bundinn hátt, sem orsakast af flóði og fjöru. Eyjarnar eru mjög hálendar og rísa þverhníptir hamraveggir úr sjó í mörg hundruð metra hæð, einkum að norðan og vestan. Austan á eyj- unum er meira láglendi og þar eru flestir lendingarstaðirnir við víkur og voga, sem inn í þær skerast. Hæsti tindur á Færeyj- um er Slattaratindur á Austur- ey, 882 metrar á hæð. Veðrátla. Loftslag á Færeyjum er mild- ara en breiddargráða þeirra bendir til. Veldur því vafalaust Golfstraumurinn, sem jafnan leikur um strendur eyjanna á leið sinni sunnan frá Mexico- flóa norður og austur um At- lantshaf og upp að vesturströnd Noregs. Þó loftslagið í Færeyj- um sé mildara en búast mætti við, þá er þar þó ekki um neina Paradísarsælu að ræða. Tíðar- farið er mjög óstöðugt og skipt- ast mjög á stormar, þokur og rigningar. Þó getur veðrið stund- um verið mjög gott í Færeyjum og þá eru eyjarnar einstaklega skemmtilegur staður. Landkosiir. I Færeyjum finnast ekki málmar í jörðu, að undantekn- um eins konar surtarbrandi á Suðufey. Skógar eru þar engir, heldur og engin kornyrkja. Ladnkostir verða því að teljast rýrir, einkum þegar þess er gætt, að fiskimiðin kringum eyjarnar eru að mestu upp urin, miðað við það, sem áður var. Veldur því að mestu takmarkalaus rán- yrkja útlendra fiskimanna við eyjarnar. Eru fiskimiðin við Færeyjar gott dæmi upp á það, hverjar afleiðingar rányrkjan hefir á fiskveiðar við strendur hinna ýmsu landa. Fiskveiðar. Þrátt fyrir tregfiski á grunn- miðum við Færeyjar, þá eru fiskveiðar samt aðalatvinnuveg- ur eyjarskeggja, enda eru þeir sjógarpar miklir og vanir að veltast á sjónum í öllum veðr- um, vetur og sumar, á upp og niður skipum. Af nálægum fiski- miðum, sem Færeyingár sækja á, má nefna Færeyingabankann, sem er um 70 sjómílur suðvest- ur af Suðurey, og Bill Baileys bankana sem eru nokkuð vestar. Fremur mun fiskur verg tregur á bönkum þessum, enda leggja Færeyingar sennilega ekki mikla rækt við þá, en sækja ótrauðir á fjarlægari mið, í Hvítahafið, til Grænlands og Islands. Hér á íslandi eru færeysku fiskimenn- irnir vel kunnir, því hér eru þeir stöðugir gestir allt í kring- um landið. Fyrir nokkrum ár- um stunduðu Færeymgar all- mikið fiskiveiðar við ísland á opnum bátum. Komu þeir þá oft í stórum hópum til Aust- fjarða með bergensku skipunum og dreifðu sér þaðan á ýmsa staði á norðaustur- og austur- landi. Bakkafjörður, Gunnólfs- vík og Skálar voru kunnar bæki- stöðvar færeyskra fiskimanna, sem stunduðu fiskiveiðar á opn- um bátum að vor- og sumarlagi. Nú er þessi árabátaútgerð Fær- eyinga við ísland að mestu lögð niður. Færeyingar eru stórhuga menn og eru búnir að koma sér upp stórum skipastól vélknú- inna fiskiskipa. Þeir eiga á þriðja hundrað skip stærri en 25 tonn. þar af milli 30 og 40 togara, og eru nokkrir þeirra al- veg nýir. íbúatala Færeyja er rúmlega 30 þúsundir, þar af stunda 5—6 þús. manns fiski- veiðar, er það tiltölulega miklu meiri fjöldi fiskimanna en á Is- landi. Landnám. Færeyjar munu hafa byggzt nokkru fyrr en ísland, en talið er víst, að þar hafi áður hafzt við eitthvað af keltneskum eða írskum murikum og einsetu- mönnum, eins og átti sér stað hér á íslandi, þegar hinir nor- rænu landnámsmenn komu þar að landi. Þykir ýmislegt benda til þess, t. d. heitir vík ein hjá Kirkjubæ á Straumey Brandans- vík, en biskup að nafni Brand- anus var uppi á Irlandi á 6. öld. Færeyjar og næstu grannar. Færeyska þjóðin er minnsta og fámennasta þjóðin í hinni norrænu þjóðafjölskyldu, en jafnframt sú þeirra, sem næst okkur stendur um marga hluti. Færeyjar eru aðeins í 250 sjó- mílna fjarlægð frá íslandi, en sú fjarlægð er minni en milli Reykjavíkur og Hornafjarðar, sé farið sjóleiðina. Þó erum við Is- lendingar ekki næstu nágrannar Færeyinga: Hjaltland, Orkneyj- ar, Skotland og Suðureyjar eru aðeins í 180 sjómílna fjarlægð frá Færeyjum. Á öllum þessum eyjum var töluð norræna á land- námsöld, en íbúarnir hafa nú löngu gleymt tungu feðra sinna, vegna áhrifa og yfirráða Engil- saxa og Kelta. Færeyingar eru undantekning. Þeir hafa varð- veitt tungu sína furðu vel, enda þótt hún hafi tekið allmiklum breytingum. Færeyskan er lang- líkust íslenzku allra Norður- landamála og Islendingar eiga hægt með að lesa hana sér til gagns undirbúningslaust. Öll hin Norðurlandamálin verða ís- lendingar að læra til þess að geta lesið þau sér til skilnings. Fær- eyingar eiga sennilega auðvelt með að tala og lesa íslenzku, enda er það staðreynd, að flestir færeyskir fiskimenn skilja ís- lenzku og margir tala hana á- gætlega. Kirkjubær. Af sögufrægum stöðum í Fær- eyjum er Kirkjubær í fremstu röð. Hann stendur suðvestan á Straumey. — Upphaflega bjuggu í Kirkjubæ sjálfseignarbændur, en um aldamótin 1100 liðu sjálfs- eignarbændur á Kirkjubæ undir lok, en jörðin var gerð að bisk- upssetri. 1 tíð hinna kaþólsku biskupa á Kirkjubæ stóð menn- ing Færeyinga með miklum blóma. Þar var menningarmið- stöð, sem hélt uppi sambandi við þeirra tíma andans mikilmenni á Norðurlöndum: íslandi, Græn- i landi og í Orkneyjum. Með siða- skiptunum varð breyting til hins verra fyrir Færeyinga, biskups- stóllinn í Kirkjubæ var lagður niður um miðja 16. öld, en jörðin komst undir dönsku krúnuna. síðan hafa þar búið lénsbændur eða leiguliðar dönsku krúnunn- ar, svonefndir kóngsbændur. Sá Minnist í erfðaskrám yðar Rovatzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINNIPEG MANITOBA Bus. Phone 27 989—Res. Phone 36 151 Our Speclaltles: WEDDING CORSAGES COLONTAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS Mlss K. Chrlstle, Proprletress Formerly with Robinson & Co. Hún var ekkja Jóhannesar (Jónssonar) Johnson, frá Foss- völlum. Hann dó á heimili þeirra hjóna, Norðheimi í Siglunes- bygð, 30. sept. 1939. Foreldrar Ólafar voru Jón Jónasson og Ástfríður Jónsdótt- ir Steinmóðssonar, hún var syst- ir Þorsteins Jónssonar, sem lengi bjó rausnarbúi á Hólmi í Argyle-bygð. Jón faðir Ólafar og Gísli faðir minn voru albræður. Jón og Ástfríður bjuggu á Þjóf- stöðum í Núpasveit, þar ólst Ólöf upp til 16 ára aldurs. Þá fluttist hún með foreldrum sín- um austur á Fljótsdalshérað, var um tíma hjá séra Sveini Skúla- syni, sem þá var prestur á Kirkju bæ í Hróarstungu. Þaðan fór hún að Fossvöllum, og giftist Jó- hannesi, sem þá bjó þar með móður sinni, það var árið 1889. Næsta ár fluttu þau frá Foss- völlum að Hrafnabjörgum í sömu sveit, þar bjuggu þau 4 ár. Fluttu þá að Ketilsstöðum í Hjaltastaða-þinghá, síðan að Fljótsbakka í Eiða-þinghá, en þaðan vestur um haf 1901. Fyrstu árin hér vestra áttu þau heima í Álftavatns-bygðinni, en árið 1906 tóku þau heimilis- réttarland í Siglunes-bygð, og nefndu bæ sinn Norðheim. Þar áttu þau heimili eftir það meðan Jóhannes lifði. Ólöf var fríðleikskona, há og grönn, en svaraði sér þó vel, gekk teinrétt, meðan hún gat haft fótavist, frjálsmanrileg og prúð í allri framkomu, síglöð og gestrisin heim að sækja. Hún var vel greind, fróð og minnug, hafði lesið mikið, með glöggri athugun og góðum skilningi, átti mikið af heilbrigðum metn- aði fyrir land sitt og þjóð, ætt sína og heimili. Einnig var hún ágætlega verki farin, bæði utan húss og innan. Ef rétt er að kalla fólksflutn- inga frá íslandi, vestur um haf, landnám, þá er ekki of sagt, að þessi landnámshjón, hafi leyst hlutverk sitt vel af hendi, og flutt með sér marga þá kosti, sem fremsta má telja í íslenzkri sveitamenningu sinnar tíðar. Eftir 17 ára hjónaband, byrja þau búskap, á heimilisréttar- landi sínu, „með litlum efnum“, segir Guð. Jónsson frá Húsey, í minningarorðum eftir Jóhannes, (Lögb. 30. nóv. ’39) og harm bæt- ir því við að þau hafi „furðu fljótt“ komist í allgóð efni, enda hafi kona og börn Jóhannesar verið honum samhent um reglu- semi, þrifnað, fyrirhyggju og dugnað, og heimili þeirra hafi ætíð verið með myndarlegustu heimilum bygðarinnar. Guðm. Jónsson var þeim hjónum ná- kunnugur heima og nágranni granni þeirra eftir að hingað vestur kom. Síðari hluta ævi sinnar átti Ólöf við megna van- heilsu að stríða, og um það leyti sem maður hennar dó, mun hún hafa verið mjög farin að kröft- um, samt getur Guðm. Jónsson þess, „að Jóhannes hafi verið nær alblindur síðustu árin og þá hafi Ólöf lesið honum blöð og bækur með undraverðu þol- gæði“. Ingunn móðir Jóhannesar og Ástfríður móðir Ólafar dóu báð- ar á heimili þeirra hjóna, Norð- heimi. Þegar Jóhannes misti heils- una, eftir lapgt, ósérhlífið og göfugt ævistarf, komu börn þeirra hjóna upp sérstöku heim- ili fyrir foreldra sína á Norð- heimi, síðar (1942) var það flutt til Lundar-bæjar, því þar er hægra um læknishjálp, og fleiri þægindi heldur en úti í bygð- inni. Öll hafa börnin hjálpast að með að gera ævikvöld for- eldra sinna eins bjart og hlýtt, eins og kostur var á. Þó mun Ástfríður dóttir þeirra, hafa leyst aðalstarfið af hendi. Hún fluttist með móður sinni til Lundar og annaðist um hana fram til hins síðasta, með ein- stakri alúð og myndarskap, enda var Ólöf oftast glöð og hress í viðmóti, þó kraftar leyfðu ekki að hún væri mikið á ferli. Af 10 börnum þeirra eru á lífi 3 synir og 4 dætur, 3 syni mistu þau á barnsaldri. Elztur bræðr- anna er Jón, kvæntur Sigríði Þorleifsson, hann hefir um langt skeið stundað verzlun á ýmsum stöðum og ætíð vegnað vel. Þau hjón eiga. nú heima í Winnipeg. Næstur honum að aldri er Ólaf- ur, kvæntur ólafíu Jónasson, þau eiga heima skamt frá Norð- heimi, en þar býr yngsti bróðir- inn Óskar, kvæntur Olgu Ey- ford, báðir eru þeir dugandi bændur, eiga góð bú og prýði- leg heimili, og eru áhrifamenn í sínu héraði. Elzt af systrunum er Ingunn, gift Jóni Steinþórssyni, góðum bónda þar í bygðinni, þau hafa alið upp stóran hóp mannvæn- legra barna. Næst að aldri er Ástfríður, sem ég hef áður nefnt, (Frh. á bls. 8) HIDES Since 1883 and Still Seiling the Pace CALF SKINS to 15 lbs. ...........per lb. 55c KIP SKINS# 15 to 25 lbs. per lb. 40c CATTLE HIDES, 25 to 45 lbs..... per lb. 31c CATTLE HIDES, 45 to 60 lbs......per lb. 29c CATTLE HIDES, over 60 lbs. per lb. 25c Horse Hides 2?JUw!£.“lu To $14 00 eoch r\oor EXTRA LARGE $4.75 ea. I.ARGE $3.75 ea. niues MEDIUM $3.25 ea. SMALL $2.50 ea. Seneca Root up to $2.40 per po^nd R.S.R. will also give a more profitable deal on Horse Hair, Raw Furs. TAKE ADVANTAGE OF THESE PRESENT HIGH PRICES. Prices quoted are F.O.B. our wareliouse, Winnipeg. PHONE 927 830 — Opposiie Police Station R. S. ROBINSON’S SONS £>. 51 Louise St.. One Block East of Main St.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.