Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 6

Lögberg - 18.01.1951, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1951 NÓTT OG MORGUN Eftir LYTTON LÁVARÐ J. J. BlLDFELL, þýddi Læknirinn var kominn út í dyrnar á húsinu þegar Arthur lagði hendina á öxlina á honum. „Frú Morton! sagðirðu frú Morton, herra minn? Hverslags persóna — er hún mjög veik?“ „Vonlaust með hana — altekin og biluð. Prýðileg kona og tíguleg. — Ég er viss um að kjör hennar hafa einhverntíma verið betri“. „Á hún nokkur börn — syni?“ „Tvo — báðir í burtu nú — fallegir drengir, sem að hún sá ekki sólina fyrir — einkum þeim yngri“. „Hamingjan góða! Það hlýtur að vera hún — veik og deyjandi, og máske allslaus“, sagði Arthur með viðkvæmni. „Ég ætla að fara með þér, herra. Ég held, að ég þekki konuna — held að ég sé skyldur henni“. „Heldurðu það? Mér þykir vænt um að heyra það. Komdu þá með mér; það ætti ein- hver annar en þjónarnir að vera hjá henni. Ekki svo að skilja, að Jenny þjónustustúlkan sé ekki einstaklega hugsunarsöm og góð við hana. Læknirinn, sem stundum kemur til henn- ar, sagði við mig: — „Það er á sinninu", hr. Perkins. Ég vildi að við gætum náð drengjun- um hennar heim aftur“. „Hvar eru þeir?“ „Að læra iðn, held ég. Sydney . . . .“ „Sydney!“ „Já, það var nafnið á honum — fallegt nafn. Þekkirðu Sir Sydney Smith? — Undursamlegur maður, herra! Meistari Sydney var dásamlega falleg barn — nokkuð skemdur af ofmiklu eftir- læti. Hún hélt alltaf að eitthvað gengi að hon- um — var alltaf að senda eftir mér. „Herra Perkins“, sagði hún, „það gengur eitthvað að drengnum; ég er viss um það, þó að hann vilji ekki kannast við það. Hann er listarlaus og hafði höfuðverk í gærkveldi“. „Það gengur ekkert að honum frú“, sagði ég. „Ég vildi að þú hugs- aðir meira um þig sjálfa“. Þessar mæður eru heimskar og áhyggjufullar verur. Það er þeirra eðli herra — eðli! — Undursamlegt þetta nátt- úrueðli! Hérna erum við þá komnir“. Læknirinn drap á prívatdyr á kvenfatnaðar- og kvensokkabúð. X. Kapítuli. Eins og við mátti búast, þá hafði ferðin til „N“ aukið allmikið á óstyrk og veiki Katrínar, og þegar að hún kom heim aftur og leit í kring- um sig í herbergjunum óvístlegum, eyðilegum og þögulum — Sydney var farinn, horfinn henni með öllu, þá fannst henni að síðasta stráið, sem hún hafði stutt sig við, væri brotið og að verki sínu hér á jörðinni væri lokið. Katrín var ekki fjötruð ánauðaroki fátæktar- innar — þeirrar fátæktar, sem mer og nagar — fátæktar tötra og hungurs. Hún átti enn ná- lega helminginn af þeim peningum, sem hún fékk fyrir munina, sem að hún seldi og gat frelsað frá, eða hrifið úl' klóm laganna, og bróðir hennar hafði neytt hana til að þiggja frá sér 20£ með því loforði að sama upphæðin yrði borguð henni árlega. En því miður voru litlar líkur til þess að hún þyrfti á því að halda aftur! Hana skorti ekki efni til þess að veita sér lífsframfærslu. En nú hafði ný ástríða her- tekið hana — ástríða maurapúkans, hún fór að leggja til síðu hvern skilding, sem henni á- skotnaðist, til styrktar drengjunum sínum. Til hvers átti hún að vera að hugsa um sjálfa sig og eyða olíu á lampa, sem kveikurinn væri nálega brunninn úr og sem dæmdur væri til þess að eyðileggjast og felast í jörðu? Hún var fús á að flytja í ódýrari bústað, en þjón- arnir þar sem að hún var, voru svo hændir að og þótti svo vænt um Sydney, að hún gat ekki slitið sig frá þessari einu, lifandi endurminn- ingu um drenginn sinn. En hún færði sig af fyrstu hæð hússins upp á aðra hæð þess, og þar færðist þungi dauðans á augu henni dag frá degi. Auk þeirrar hjálpar, sem hr. Perkins, er vildi gjöra eins vel og hann gat, hafði lækn- irinn, sem fyrst kom til hennar, eða réttara sagt, sem hún leitaði til, alltaf komið til henn- ar við og við og aldrei viljað taka neina borgun fyrir komur sínar, og þegar að hann sá að Kat- rín hafnaði öllum tilraunum sínum til að létta henni sjúkdómsþungann, ásetti hann sér að reyna að ná í annan hvorn drenginn hennar til þess að vera hjá henni síðustu stundirnar, og honum hafði tekist að ná í heimilisfang eldri sonarins, og daginn áður en að Arthur komst að hvar hún ætti heima, skrifaði hann Philip eftirfarandi bréf: „Herra: — Ég hefi verið kallaður til þess að stunda móður þína í þrálátum veikindum henn- ar, sem geta leitt til dauða. Álít ég því skyldu mína að biðja þig að koma heim til hennar undir eins og að þú færð þetta bréf. Koma þín og vera, getur ekki annað en orðið henni til hugarléttis. Eðli sjúkdóms hennar er þannig, að ekki er hægt að segja hversu lengi að þú færð að njóta hennar, en ég er viss um, að ör- lög hennar gætu verið framlengd, ef að hægt væri að fá hana til að flytja á loftbetri stað og í rólegra umhverfi, njóta meiri og hagkvæmari fæðu, og um farm alt að létta hugarangur henn- ar í sambandi við þig og bróður þinn. Þú verð- ur að fyrirgefa mér, ef þér finnst að ég háfi gjörst afskiptasamur, en ég hefi reynt að fá upplýsingar hjá móður þinni um ættfólk henn- ar og skyldmenni með það í huga, að segja því frá hugarástandi hennar. En hún vill ekkert um það tala. Ef á hinn bóginn að þú átt skyld- henni, sem eru vel efnum búin, þá finnst mér að þú ættir að leita til þeirra, ég held að kring- umstæður hennar liggi vesalings móður þinni þungt á hjarta, og ég verð að leggja það undir dóm’greid þína hvað hægt er að gjöra, eða að hvað miklu leyti að hægt er að létta þá byrði af þeim, sem hún á löglega kröfu til aðstoðai frá. Undir öllum kringumstæðum ber ég aftur þá ósk mína fram, að þú sjálfur komir sem allra fyrst. Ég er yðar . . . Eftir a ðlæknirinn sendi þetta bréf, sá hann breytingu á veiki sjúklingsins til hins verra, og hafði ástæðu til að óttast að hérvistardagar hennar mundu verða færri, heldur en að hann hafði vonast eftir. Hún hafði verið dálítið hress- ari þegar að hann fór, en tveimur klukkutím- um síðar hafði henni versnað svo, að þjónustu- stúlkan, sem var geðgóð, hugsunarsöm og eina hjúkrunarkonan, sem sjúklingurinn hafði, sem þó varð að líta eftir herbergjum allra annara leigjenda í húsinu, þótti, eins og við höfum séð, vissara að senda eftir lyfsalanum, á meðan að náð væri í læknirinn, sem var nýfarinn og átti heima í fjarlægum parti bæjarins. Þegar Arthur kom inn í herbergið fann hann til samvizkubits þess, sem réttilega hefði átt að slá föður hans. Hvílíkur mismunur á milli þessa lítilmótlega og einmanalega her- bergis og fátæklegu húsmunum, sem inn í því voru, og hins veglega og þægindaríka heimilis þar sem hann hafði síðast séð móður Beaufort drengjanna heilbrigða og vonglaða. Hann stóð steinþegjandi þar til hr. Perkins, eftir að hafa spurt nokkurra spurninga, fór til að ná í meðul. Þegar að hann var farinn, gekk Arthur að rúm- inu, sem Katrín lá í. Hún leit á hann döprum augum, en þekti hann ekki. „Manstu ekki eftir mér?“ spurði hann grát- klökkur: „Ég er Arthur — Arthur Beaufort“. Katrín svaraði ekki. „Guð minn góður! Hvernig stendur á, að ég finn þig hér? Ég hélt, að þú værir hjá ætt- fólki þínu — að börnunum væri séð farborða, eins og faðir minn var skyldugur til að gjöra. Hann fullvissað mig um, að svo væri“. Ekkert svar. 1 Geðshræringin og meðlíðunarkend Arthurs hafði nú náð valdi á honum, svo hann gleymdi Katrínu og veikindum hennar, en lét spurning- ar, ásakanir og sjálfsávítanir dynja yfir hana, og sem að hún lét afskiptalaust fyrst í stað. En þegar að hann fór að minnast á syni hennar aftur og aftur snerti það streng í hjarta henn- ar — streng, sem síðast allra strengja slitnar, og hún reisti sig lítið eitt í rúminu og leit á gestinn vonaraugum. „Faðir þinn var ólíkur honum Philip mín- um“, sagði hún; „en ég lít nú öðruvísi á hlutina nú. Að því er mig snertir, þá er öll umhyggja orðin árangurslaus; en hvað drengina mína snertir — sem á morgun geta verið orðnir móð- urlausir. Lögin eru þín megin, en ekki rétt- vísin. Þú verður auðugur og voldugur; — viltu vera drengjunum mínum innan handar?“ „Já sannarlega, eins lengi og ég lifi, svo hjálpi mér guð!“ sagði Arthur og kraup á kné við rúmið. Hvað á milli þeirra fór eftir þetta er þarf- laust að tala um, því það var fátt annan en endurtekning á sömu óskinni og sama svarinu, en það var svo mikill sannleikshreimur og al- vara í orðum Arthurs, að Katrínu fannst hann vera eins og engill, sem hefði verið sendur til þess að létta byrði sína og hughreysta sig. Þegar læknirinn kom seinna um daginn, þá sá hann Katrínu hvíla við brjóstið á gestinum og horfa á hann brosandi. Lækninum skildist af útliti Arthurs og slúðri lyfsalans, að einn af hinum auðugu ættmönn- um Katrínar væri kominn. En því miður of seint fyrir hana sjálfa. XI. Kapíluli. Philip var búinn að vera fimm vikur í hinni nýju vist sinni. Eftir viku átti hann að taka ný- sveinsprófið. Þegjandi og þungbúinn hafði hann byrjað á starfi sínu. Hann hlýddi öllum fyrir- skipunum, og sýndist hafa skilið við sig með öllu keipa og kenjar æskuáranna. Hann sást al- drei brosa — og opnaði nálega aldrei varirnar. Það var eins og lífsfjör hans með öllum sínum göllum hefði fjarað út, og hann gegndi skyldu- vérkum sínum með reglubundnu fjörleysi eins og vél. Á kveldin þegar að dagsverkinu var lok- ið og búið var að loka búðinni, þá, í staðinn fyrir að fara í íbúðarherbergin á bak við búð- ina, fór hann út á götuna — út í nóttina og myrkrið, og gekk út úr bænum, en kom alltaf aítur þegar að háttatími var kominn. Stundvís í öllu sem hann gerði — regla, sem ekki kom fyrir að hann bryti. Hann hafði heyrt reglu- lega frá móður sinni einu sinni í viku, og það var aðeins á morgnana, þegar að hann vonaðist eftir bréfi að heiman, sem hann sýndist órólegur og æstur. Fölur var hann sem nár, unz að pósturinn kom í búðina, það var óstyrkur á höndunum á honum og hann herpti saman varirnar á sér. Þegar að hann var búinn að lesa bréfið varð hann rólegri, því Katrín var- aðist í bréfum sínum að minnast á heilsufar sitt: í bréfunum var hún glöð, og bað hann að gera sér að góðu ástæðurnar, eins og að þær væru, og lét í ljósi ánægju sína yfir því, að bréf hans gæfu til kynna, að hann væri ánægð- ur, því hann var ekki síður hugulsamur í bréf- um sínum til móður sinnar, en hún til hans. Þegar að hún kom til baka frá bróður sínum hafði hún ásett sér að halda leyndum efasemd- um sínum um ágæti heimilisins, sem hún hafði valið Sydney, en talaði aftur á móti um þá framtíðarvon sína, að þegar drengir sínir væru búnir að ljúka undirbúningsstarfi sínu og væru orðnir sjálfstæðir, að þá myndi hún geta dvalið hjá þeim til skiptis. Þessar vonir komu Philip til þess að leggja enn harðara að sér við vinn- una, og hann sparaði hvern einasta skilding, sem honum áskotnaðist og hugsaði með kvíða um að innan tveggja vikna ætti lærdómstími hans að byrja, og að þá hættu þær litlu inn- tektir, sem að hann hafði nú vikulega. Herra Plaskwith gat ekki annað en verið ánægður með verk aðstoðarmanns síns, en hann var ó- ánægður og ergilegur út af orðavali hans og framkomu. En hvað frú Plaskwith snerti, þá blátt áfram hataði sú vesalings kona þunglyndi og þagmælsku drengsins, sem aldrei tók þátt í neinni glaðværð eða glettnistali heimafólksins, lék sér við börnin, skjallaði hana eða tók þátt í heimilisgleðinni. Herra Plimmins reyndi fyrst til að umlíða þetta, tók næát upp á því að ybbast, en vöxtur Philips og stingandi augnaráð sló honum skelk í bringu, og viður kendi hann við frú Plask- with, að hann vildi síður lenda í höndunum á Philip, þar sem dimmt væri og enginn til aðstoðar, og tók frúin undir það með því að segja eins og hún var vön: „Þú kemst ævinlega svo skemtilega að orði“. Dag einn var Philip sendur út i sveit nokkr- ar mílur í burtu frá bænum til þess að hjálpa til að semja skrá yfir bækur í bókasafni Sir Thomas Champerdown. — Sá herramaður, sem var mikill þulur hafði beðið um einhvern, sem þekti inn á grískar bækur og kynni grískt mál, væri sendur til að vinna þetta verk, og Philip var sá eini af mönnum Plaskwiths, sem átti yfir slíkri kunnáttu að ráða. Það var komið kveld þegar að hann kom heim úr þeirri ferð. Hr. Plaskwith og frú hans voru bæði í búðinni þegar að hann kom og satt'að segja, þá höfðu þau verið að tala um hann. „Ég get ekki liðið hann“, sagði frú Plask- with æst. „Ef að þú ætlar að taka hann fyrir fullt og allt, þá get ég ekki verið róleg eina einustu mínútu. Ég er viss um, að nýsveinn, sem skar húsbónda sinn á háls í Chatham í vikunni sem leið hefir verið alveg eins og hann“. „Sussu! frú Plaskwith“, sagði bóksalinn og tók duglega í nefið úr tókbaksdósum, sem að hann tók upp úr vestisvasa sínum. „Ég var sjálfur dulur þegar að ég var ungur; allt hugs- andi fólk er þannig. Ég má benda þér á, að Napoleon Bonaparte var það, en samt verð ég að viðurkenna að hann er ekkert skemtilegur, þó að hann haldi sig vel að vinnu“. „Og hvað hann er nízkur á peninga“, hélt frú Plaskwith áfram, „hann tími» ekki einu sinni að kaupa sér nýja skó, það er leiðinlegt! Og sástu hvernig að hann leit til hans Plimm- ins þegar að hann var að gera gis að sólunum á skónum hans, og Plimmins segir alltaf það sem við á“. „Hann er ræfilslega til fara, það er satt“, sagði bóksalinn, „en ágæti bókanna er ekki alltaf undir bandinu komið“. „Ég vona, að hann sé heiðarlegur“, bætti frú Plaskwith við, — og í því kom Philip inn í búðina. „Þú hefir haft langa útivist", sagði Plask- with. „Það tekur líklega viku að ljúka við þetta verk“. „Ég á að fara þangað aftur í fyrramálið hr. Það tekur tvo daga enn að ljúka við verkið". „Það er bréf til þín“, sagði frú Plaskwith; „þú skuldar mér fyrir það“. „Bréf“, endurtók Philiþ og tók við bréfinu og leit á það, og sá að það var ekki rithönd móður sinnar á umslaginu, heldur einhvers annars — hann tók andköf á meðan að hann braut það upp. Það var bréfið frá lækninum. Svo að móðir hans var veik — að deyja og skorti máske nauðsynlegustu lífsskilyrði, og hún hafði leynt veiki sinni og vanefnum. Þess- ar fréttir uxu honum í augum upp í allsleysi. Hann hljóðaði upp og hljóp til hr. Plaskwith. „Herra, herra! Hún móðir mín er að deyja, hún er fátæk og líður máske skort; — peninga, peninga! Lánaðu mér tíu pund! Fimm pund! Eg skal vinna fyrir þig kauplaust alla ævi, ef þú lánar mér þessa peninga!“ „Ja, hérna“, sagði frú Plaskwith og gaf manni sínum olnbogaskot. — „Eg sagði þér nvað af þessu myndi hljótast. Næst verður það pen- ingar eða lífið“. Philip heyrði ekki þessi ummæli eða skipti sér ekkert af þeim; en stóð frammi fyrir bók- salanum, hélt höndunum fast saman og með leiftrandi augum. Plaskwith sem naumast átt- aði sig á þessu þagði. „Heyrirðu til mín? — Ertu maður eða til- finningarlaus steinn“, hrópaði Philip í geðæs- ingu sem bar vitni um hina eldlegu skapgerð hans. „Eg var að segja þér, að hún móðir mín væri að deyja; ég verð að fara til hennar! Á ég að fara tómhentur! Lánaðu mér þessa pen- inga!“ Herra Plaskwith var ekki harbrjósta mað- ur, en hann var vanafastur og úrillur. Tónn- inn í orðum búðardrengsins hans (því hann leit þannig á Philip) frammi fyrir hans eigin konu, líka (fyrirmynd sem var hættuleg) varð frekar til að ýfa skap hans en mýkja. „Þetta er ekki vegurinn til að tala við yfirboðara þinn: — Þú gleymir hver þú ert, ungi maður“. „Gleymi! — En herra, ef að hún hefir ekki lífsnauðsynjar sínar — ef að hún er hungruð?“ „Slúður!“ sagði Plaskwith. „Herra Morton skrifar mér að hann hafi séð móður þinni far- borða! Er ekki svo Hanna?“ „Það er nú meiri heimskan af honum, sem á svo efnilega fjölskyldu sjálfur! Horfðu ekki þannig á mig, ungi maður, ég líð það ekki, nei vissulöga ekki! Það fer hrollur um mig í hvert sinn, sem að ég sé þig“. „Ætlarðu að lána mér peningana? — Fimm pnud — aðeins fimm pund, hr. Plaskwith“. „Ekki fimm skildinga! Þú ógnar mér — Þú ert ekki maður til þess — það er gjöræði. Farðu og lokaðu búðinni og reyndu að jafna þig, og þegar þú ert búinn að ljúka verkinu hjá Sir Thomas lofa ég þér að fajra til bæjarins. Þú getur ekki farið á morgun, er það ekki rétt Hanna?“ „Ég býst við því! Talaðu um þetta við Plimm ins. Þér er betra að koma nú hr. Plaskwith. Hann lítur út eins og tígrisdýr“. Frú Plask- with fór út úr búðinni og inn í íbúð sína á bak við búðina. Maður hennar setti hendurnar á bak við hnakkann, leit upp og var í þann veginn að fara á eftir henni. Philip, sem hafði staðið þegjandi og fölur, sneri sér allt í einu við og harmur hans snerist frekar upp í þótta en undirgefni, og hann gekk snúðugt í veginn fyrir húsbónda sinn, tók höndunum um axlir honum og sagði: „Ég fer í burtu frá þér — láttu það ekki vera með formælingum. Ég grátbæni þig til að sýna mér miskunnsemi!" Plaskwith stansaði, og hefði Philip þá gætt varúðar í orðum sínum, þá hefði allt farið vel. En hann var vanur frá barnæsku, að fá öllum sínum kröfum framegngt, svo hann stæltist við mótstöðuna og geðríkið logaði í huga hans og fyrirlitningin á manninum, sem hann var að biðja hjálpar, svo að hann eyðilagði sinn eigin málstað. Hann reiddist út af þögn Plaskwith og of blindaður af geðshræringum sínum til að athuga að í þögninni bjó tilslökun. Hann hristi Plaskwith með svo miklu afli að hann nærri skall flatur og sagði með ákafa: „Þú, sem krefst beina minna og blós í fimm ár — líkama míns og sálar sem þræls við þína andstyggilegu verzlun, neitar þú mér um brauð til að seðja hungur móður minnar?" Skjálfandi af reiði og máske af hræðslu sleit Plaskwith sig af Philip og flýtti sér út úr búð- inni, og þegar að hann skellti aftur hurðinni hreytti hann úr sér: „Þú skalt biðja mig fyrirgefningar á þessu í kveld, eða að þú skalt héðan út á morgun með allt þitt dót. Ástandið í heiminum virðist vera komið á einkennilegt stig! Ég trúi ekki einu orði af þessu slúðri um hana móður þína!“ Þegar Philip var orðinn einn, stóð hann kyrr um stund og í huga hans svall bæði angist og reiði. Svo tók hann hatt sinn og keyrði hann ofan á eyru, og varð honum þá litið á pen- ingaskúffuna, sem Plaskwith hafði gleymt að læsa, og sá glampa á peningana, sem í henni voru — þennan ævarandi freistara, sem blind- ar vitsmuni, hugsun og samvizku mannanna. — Það var eins og allt umhverfðist fyrir honum í eitt augnablik. Hann leit skyndilega í kringum sig í hálfrökkrinu sem var í búðinni — greip með hendinni ofan í peningaskúffuna og greip eitthvað, sem að hann vissi ekki hvort heldur var silfur eða gull og rak upp hrottahlátur, svo einkennilegan og ólíkan hans eðlilega hlátri að hann vaknaði eins og af draumi. Hann stokk- roðnaði í framan, skalf á fótunum og hárin risu á höfðinu á honum og honum fannst eins og að fjandinn sjálfur mundi vera að fagna yfir fallinni sál.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.