Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 A V.^ed **íKios CVettn' ^u^*;s?o^;Compl„ Cleaning Institution PHONE 21374 *^ \A^%^ S"*° A Complet« Cleaning (nstitulio' 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1951 NÚMER 4 Fylkisþingi stefnt ril funda Campbell forsæiisráðherra Á miðvikudaginn var lýsti forsætisráðherra Manitobafylk- is, Mr. Campbell, yfir því, að fylkisþinginu í Manitoba yrði stefnt til funda þann 1. febrúar næstkomandi; kemur þing því að þessu sinni saman nokkru fyr en venja er til; megin ástæðan fyrir því, að flýtt var svo mjög fyrir þingsetningu, er talin að vera fólgin í þeirri brýnu þörf, sem á því er, að taka til alvar- legrar yfirvegunar raforkumál fylkisins, einkum með hliðsjón af því, að koma í veg fyrir þurð á raforku, en að til slíks gæti komið, hafa sérfræðingar í þjón- ustu stjórnarinnar óttast um í nokkur undanfarin ár; mælt er, að skoðanir þingmanna í þessu efni séu harla skiptar. Flestar stjórnardeildir munu nú hafa lokið ársskýrslum og gengið frá þeim í því formi, sem Þær verða lagðar fyrir þing; Þetta verður þriðja þing yfir- standandi kjörtímabils, en síð- ustu kosningar fóru fram 1949; aukaþingið vegna fjárveitinga í "lefni af flóðunum miklu, var haldið í nóvembermánuði síðast- hðnum. Fylkisstjórinn, Hon. R. F. Mc- Williams, sem dvalið hefir um hríð sér til hressingar í Bermuda, er væntanlegur heim þann 31. þ. m., og verður þá kominn í tæka tíð til að leggja stjórnar- boðskapinn fyrir þing. Dýrtíð látin í friði Þó mikið sé talað um stríð og stríðsviðbúnað, verður naumast annað með réttu sagt, en dýrtíð- in sé nokkurn veginn látin í friði; nú er kaffipundið komið upp í dollar, og líklegt talið, að það hækki um tuttugui cents enn, án þess að sýnilegt sé, að hafist verði handa um úrbætur; matvara hækkar jafnt og þétt í verði eins og vísitalan fyrir nóv- embermánuð leiðir svo afdrátt- arlaust í ljós; fatnaður allur stígur upp, og alveg nýverið hækkaði par af karlmannaskóm um tvo dollara, en par af kven- skóm um dollar, svo í rauninni má segja, að á þessum vettvangi sé alt á eina bókina lært. Hvað ætli blessað gamla fólk- ið, sem verður að draga fram lífið á tiltölulega lágum ellistyrk, geti keypt mikið af lífsnauð- synjum á því geypiverði, sem nú þjakar að, eða margt annað fólk, sem dregur fram lífið á sultarlaunum? Ætli það væri úr vegi, að stjórnarvöldin tæki nú þá rögg á sig, að reisa tafarlaust skorður við hinni sívaxandi dýr- tíð og setja hámarksverð á neyzluvörur? Fyrstu viðskiptasamningar við V.-Þýzkaland undirritaðir Fyrir nokkrum dögum var undirskrifað í Frankfurt am Main samkomulag milli ís- lands og Vestur-Þýzkalands um viðskipti á árinu 1951. Samkvæmt þessu samkomu- iagi verður viðskiptasamningur, sem undirskrifaður var hinn 15. marz 1950 og ganga átti úr gildi nú um áramótin, látinn gilda á- fram í aðlatriðum fyrir allt árið 1951. Það er því gert ráð fyrir, að Islendingar selji Þjóðverjum á næsta ári fisk og síld fyrir 2,5 milljónir dollara og ennfremur síldarmjöl, síldarlýsi, gærur og fleiri vörur. Frá Vestur-Þýzkalandi kaupa íslendingar m. a. útgerðarvörur, vefnaðarvörur, járn, stál og raf- lagningarefni, rafmagnsvörur, vélar, járnvörur, kemiskar vör- ur, linoleum, áburð, sement, gler og leirvörur o. fl. Af hálfu ríkisstjórnar íslands samdi Jóhann Þ. Jósefsson al- þingismaður við þýzk stjórnar- völd um þetta mál í aðalatriðum, en hann fór til Þýzkalands í þeim erindum, samkvæmt beiðni ríkisstjórnarinnar, að afloknu Evrópuráðsþingi í Strasbourg í nóvember. Aðalræðismaður ís- lands í Þýzkalandi, Vilhjálmur Finsen, sendiherra, lauk síðan samningsgerðinni og undirskrif- aði samkomulagið fyrir íslands hönd. —TÍMINN, 23. des. Hraunflóð veldur líftjóni Frá Port Moresby á New Guinea er símað þann 22. þ. m., að hraunflóð úr Lamingtonfjalli hafi orðið þess valdandi, að fjög- ur þúsund manns hafi látið líf sitt, þar á meðal enskur trúboði. Lamingtonfjall er um hundrað mílur frá Port Moresby. Einstætt fárviðri Alveg einstætt fárviðri vitjaði British Columbiafylkis í vik- unni, sem leið, er orsakaði marg- háttuð spjöll, og fékk höfuðborg- in Victoria, sinn hluta af firn- um þessum; varð vindhraðinn um hundrað og fjörutíu mílur á klukkustund. Hafrót tekur hús og trébryggju Eftir því sem símasamband kemst á við staði þá út um land, sem urðu sambands- lausir í ofviðrinu, berast fleiri fregnir um allskonar skaða af völdum þess. Frá Raufarhöfn hafa meðal annars borizt þær fregnir, að mikið tjón hafi orðið á bæ ein- um á Sléttu, því að bóndinn þar missti um 70 fjár, en óttazt, að það hafi allt drukknað í lóni einu, sem féð var geymt hjá. Þá gerði, eins og annars stað- ar, brim mikið á Hofsósi og varð það tjón mest þar, að nýbyggt steinhús, sem stóð næst sjónum, sökk í sæ, er hafrótið gróf und- an því. Hafnarmannvirki þar urðu hins vegar ekki fyrir veru- legum skemmdum, þótt brimið losaði grjót úr hafnargarðinum. Loks má geta þess, að í Haga- nesvík tók af svo til nýja bryggju og er varla urmull eftir af henni. Bryggja þessi var úr tré og hafði verið gerð vegna virkjunar Siglfirðinga við Skeiðs foss í lok stríðsins. —VISIR, 14. des. Aðflutt smjör í vikunni, sem leið, héldu canadískir smjör- og mjólkur- framleiðendur ársþing sitt á Royal Alexandrahótelinu hér í borginni, og var það fjölsótt mjög; á þinginu skýrði formað- ur samtakanna, Mr. Gilbert McMillan, Huntington, Que., frá því, að nú væri svo komið, að í stað þess að eiga fyrirliggjandi birgðir af smjöri og osti, væri nú verið að flytja inn fimm miljónir punda smjörs frá New Zealand, auk þess sem víst mætti telja að um innflutning osts yrði jafn- framt aðtæða; kvað hann liggja í augum uppi, að við svo búið mætti ekki lengur standa, held- ur yrði að auka þannig fram- leiðsluna, að Canada hefði á- minstar framleiðslutegundir til útflutnings á ný. Járn og aluminíum úr íslenzku hraungrýti Góður árangur rannsókna í sumar og haust Mikil líkindi eru talin til þess, að hægt verði að vinna járn, aluminíum og ýms önn ur efni úr íslenzku hraun- grýti, þannig að vinnslan borgi sig. í sumar hefir dval- ið hér á landi þýzkur verk- fræðingur á vegum Þórodds E. Jónssonar stórkaupmanns og gert margar tilraunir í þessu skyni. Sjálf rann- sóknin fer fram í Berlín og hafa rannsóknir, sem þegar hafa verið gerðar gefið góð- ar vonir og reynslu. Loka- rannsóknin fer nú fram og er árangurs af henni að vænta um miðjan næsta mánuð. 10—11% járn og 5—6% aluminíum. Samkvæmt rannsóknum hins þýzka verkfræðings reiknast svo Viðbúnaður vegna yaxandi ófriðarhættu Tillaga Kristínar Sigurðardóttur á Alþingi í gær var lögð fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar um viðbúnað vegna ófriðarhættu. — Er Kristín L. Sigurðardóttir flutningsmaður tillögunnar, sem er á þessa leið: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að nægar birgðir séu jafnan til í landinu af hjúkrunargögnum, lyfjum og öðrum brýnustu nauð synjum, vegna yfirvofandi ó- friðarhættu. Alþingi ályktar ennfremur að fela ríkisstjórninni að beita sér fyrir því, í samráði við bæjar- og sveitarfélög, að gerðar verði nauðsynlegar ráðstafanir til ör- yggis borgurunum, ef til styrj- aldar drengur". í greinargerð segir svo: Það er kunnara en frá þurfi að segja, að styrjaldaróttinn grípur nú ört um sig í heimin- um, enda full ástæða til að ótt- ast, að styrjóld sú er nú geisar í Kóreu, kunni þá og þegar að breiðast út og verða að hinni þriðju heimsstyrjöld. Takist svo hörmulega til, þrátt fyrir friðar- vilja meginþorra mannkyns, eru líkur til, að land okkar muni sogast inn í þann hildarleik. Verður því að teljast tímabært, að nú þegar séu gerðar allar þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar eru til öryggis landsmönnum, svo sem að nægar birgiðr séu til af lyfjum og hjúkrunargögn- um, svo og nauðsynlegustu mat- vörum. Ennfremur er þörf á, að athugaðir séu möguleikar á að flytja börn og gamalmenni burt af hættulegustu stöðunum, þang að sem hættan er talin minni. Sjúkrahúsið í Arborg Á fyrsta árinu, sem Red Cross Memorial sjúkrahúsið í Arborg var starfrækt, sóttu það 309 sjúklingar, að því er yfirum- sjónarkonunni, Mrs. Marjorie Lane segist frá; á tímabili þessu litu sextíu og fimm börn fyrst dagsljósið á þessu nýja sjúkra- húsi. Mr. V. M. Tryon, formaður Rauða kross sjúkrahúsnefndar- innar í Manitoba, lét þess jafn- framt getið, að Arborgbúar hefðu komið á fót einu allra full- komnasta sjúkrahúsi sinnar teg- undar í fylkinu. Fyrsti „nýtízku" togarinn íslenzkur Brezk blöð, einkum skozk, skrifa allmikið um togarann „Mána", sem nýlega var hleypt af stókkunum í Aberdeen. Er skip þetta smíðað fyrir íslenzku ríkisstjórnina og er eitt af 10 togurum, sem verið er að byggja í Bretlandi. Hefir sá fyrsti þeirra, sem Akureyringar fá væntanlega, verið afhentur eig- endum í gær í Aberdeen. Heitir hann Harðbakur. Um „Mána" segja ensku blöð- in, að hann sé stærsti togarinn, sem byggður hafi verið fyrir Is- lendinga, 205 fet á lengd og sé búinn öllum nýtízku tækjum. Fái íslendingar þannig „fyrsta nýtízku togarann", eins og blöð- in orða það. —Mbl. 16. des. Vinnur sér mikinn frama Marjory Sæmundsson Þessi unga stúlka, sem er dótt- ir séra Kolbeins Sæmundssonar í Seattle, Wash., útskrifaðist með ágætiseinkunn síðastliðið sumar af ríkisháskólanum í Wash- ington sem Bachelor of Science í hjúkrunarfræði og hlaut einn- ig Certificate of Nursing Super- vision. Og nú fyrir skömmu hlotnaðist henni sá heiður að vera kosinn meðlimur í Phi Beta Kappa félaginu; er Miss Sæ mundsson gáfuð og frábærlega ástundunarsöm stúlka er hvar- vetna nýtur virðingar og trausts. til, ¦ að 10—11% af járni sé í hraungrýti og 5—6 af hundraði aluminíum. En til þess að það borgi sig að vinna málmana á þann hátt, sem hinn þýzki verk- fræðingur hugsar sér það, yrði að koma því, sem afgangs verð- ur af hrauninu í peninga með því að framleiða verðmæt efni úr því. Hefir verkfræðingurinn ýmsar tillögur um það og er vongóður um, að honum takist að finna aðferð til að hagnýta úrganginn. Félag stoínað. Stofnað hefir verið hlutafélag í þeim tilgangi að afla véla og vinna járn, aluminíum og fleira úr íslenzku hraungrýti. Heitir það Vulcan h. f. Mun félagið hafa látið Fjárhagsráð fylgjast með þeim rannsóknum, sem þegar hafa verið gerðar í von um, að fá þær vélar og tæki, sem til vinnslunnar þarf, ef rann sóknir sanna, að þær geti orðið hagkvæmar. -Mbl. 21. des. 40-50 miljón króna viðskiptasamningur gerður yið Pólverja Hinn 15. desember var undir- ritaður í Varsjá viðskiptasamn- ingur milli Islands og Póllands fyrir árið 1951. Samkvæmt samningi þessum er gert ráð fyrir að Pólverjar kaupi allt að 50.000 tunnur af saltsíld, 2.000 smálestir af frystri síld, 700 smálestir af hraðfryst- um fiski, 1.000 smálestir af þorskalýsi og ennfremur brota- járn og saltaðar gærur. Frá Póllandi kaupa íslending- ar einkum kol, járn og stál, rúg- mjöl, sykur, kartöflumjöl, vefn- aðarvöru, nokkuð af pappír, salti og fleiri vörum. Gert er ráð fyrir, að viðskiptin geti numið allt að 45—50 millj. króna á hvora hlið, segir í frétt frá utanríkisráðuneytinu. —Mbl. 17. des. Snjóflóð valda líftjóni og eigna Um síðustu helgi geisuðu gíf- urleg snjóflóð í Ölpunum, er urðu þess valdandi, að 336 manns týndu lífi í Svisslandi og Aust- urríki; heil þorp hurfu með öllu af sjónarsviðinu, en eignatjón varð svo mikið, að ókleyft hefir reynst fram að þessu að meta það; er þetta talinn alveg ein- stæður atburður í sögu áminstra ríkja. Frá Kóreu Að því er síðustu fregnir herma, hafa hersveitir samein- uðu þjóðanna unnið allmikið á í Kóreu þrjá undanfarna daga, einkum á Mið- og vesturvíg- stöðvunum, og má það að miklu þakka yfirburðum loftflotans; lenti honum saman við tólf or- ustuflugvélar af rússneskri gerð, og voru fjórar þeirra eyðilagðar með öllu og tvær aðrar skemd- ar til muna. Úr borg og bygð KVEÐJUSAMSÆTI til heiðurs Páli Kolka lækni, sem nú er á förum heim til ís- lands eftir sigurför sína um byggðir íslendinga í Ameríku, verður haldið í gestasal Hudson Bay 1. febrúar n.k. klukkan 12.30 e. h. Öllum Islendingum er boðið að taka þátt í samsæti þessu, og kveðja þennan góða gest. Mál- tíðin kostar $1.00 fyrir manninn. Þeir sem vilja taka þátt í þess- ari kveðjuathöfn verða að gefa sig fram við einhvern af undir- rituðum, ekki seinna, en á þriðju daginn, 30. janúar, 1951. Forstöðunefndin, Philip M. Pétursson, sími 34 571 Guðmann Levy, sími 404 979 Jón J. Bíldfell. sími 722 740 Mr. Björn Guðnason frá Kan- dahar, Sask., var staddur í borg- inni um miðja fyrri viku. Merkileg kvöldskemtun Karlakór lúterska prestaskól- ans í St. Paul, Minnesota, söng fyrir fullu húsi í Fyrstu lútersku kirkju á mánudagskvöldið, 23. þ. m. Er hér um að ræða 32 manna kór, myndaðan af valdri sveit raddmanna úr nemenda- liði skólans, sem nú mun vera um 300. Er þetta aðal presta- skóli norsku lútersku kirkjunn- ar, sem til skamms tíma gekk undir því nafni, en hefir nú sleppt þjóðernislegu tilgreining- unni. Söngurinn var allur kirkju legur, og var unaðslegur á að hlýða, og öll framkoma hinna ungu manna með ágætum. Er þetta í fyrsta sinn sem flokkur þessi heimsækir Canada, en áður hefir hann getið sér góðan orð- stír víða í Bandaríkjunum. Sam- skot eru tekin á öllum stöðum þar sem flokkurinn syngur á þessari ferð, og er fyrirfram á- kveðið að þau gangi til viðreisn- ar lútersku kirkjustarfi á eynni Sumatra, en það starf var að mestu eyðilagt í árásarstríði Japana í síðustu heimsstyrjöld. Einn af kennurum skólans, dr. Rosental, var í fylgd með flokkn um, og flutti hann stutta ræðu. Hafði hann áður verið prófessor við háskóla í Riga í Latvíu, en flúði þaðan undan ofríki komm- únista.Hefir hann dvalið vestan hafs aðeins um fjögurra mánaða skeið, og var furðulegt að heyra hve góðu valdi hann hafði náð á enskri tungu á svo stuttum tíma. Var ræða hans skorinorð aðvörun til áheyrendanna að standa á verði um hinn trúar- og menningarlega arf, og um leið grátleg hrygðarmynd þess ástands sem ríkir þar sem hin andkristnu spillingaröfl komm- únismans ná sér niðri, eins og nú er í Eystrasaltslöndunum og víðar, þar sem ræðumaður er kunnugur málum af eigin reynd. Kvöldstundin var bæði upp- byggileg og fræðandi. Að aflok- inni söngskrá voru ríflegar kaffi veitingar fram bornar af yngra kvenfélagi safnaðarins í sam- kvæmissal kirkjunnar. Ráðuneyrisbreyringar Forsætisráðherra Breta, Mr. Clement Attlee, kunngerði þann 18. þ. m., að hann hefði gert nokkrar breytingar á ráðuneyti sínu, þannig, að Aneurin Bevin, sem fram að þessu hafði með hóndum forustu heilsumálaráðu- neytisins, yrði nú verkamála- ráðherra, og að eftirmaður hans yrði George Isaacs; þá skipaðist og svo til, að Hugh Dalton, fyrr- um fjármálaráðherra, tæki við nýju embætti, er nefndist hús- næðis- og húsaskipunarráðu neyti.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.