Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 25.01.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 25. JANÚAR, 1951 SÍMON DALASKÁLD (Útvarpserindi) Niðurlag Sennilega lýsir ekkert Símoni betur, sem manni heldur en það hve barngóður hann var, og um leið skín á það hve mikið barn hann altaf var í aðra röndina, en gleði hans við börnin á bæjun- um þar, sem hann fór um og þær þúsundir vísna sem hann orti um þau, af munni fram — eins og raunar allt sem hann orti — sköpuðu honum meðal annars þær vinsældir, sem vara langan mannsaldur frá efri ár- um hans talið, til viðbótar við ævi Símonar alla. Þegar því hjónin eignast fyrsta barnið kveður Símon: Hér um letrast: Hinstu vetrar nóttu dóttur fríða Guð mér gaf gæsku blíður sinni af. skemmtilegust sælusveit. Ei vor kæra ættargrund á til betri reit. Elur hjörð í haga, hollur svörður grær. Fegri er fjörður Skaga, fósturjörð mín kær, — fríðri sæmir Fjalla mey — Vatnsdalur hin væna sveit við hann jafnast ei. Það bezta sem Símon kvað er þó ekki að finna í neinu af þessu. Það er að finna þar, sem hann afklæðfr sig sjálfan mest fyrir mönnunum, talar um ástvini sína og krýpur drottni sínum, þótt enginn sálmur sé til varð- veittur frá hendi Símonar. Til konunnar kveður hann: landsins, ef unga fólkið hættir að glíma við að ríma vísur. Það gerið það ekki. En ekki ráðast allir á garðinn þar sem hann er hæstur. Ljóðmæli Símonar eru svo misjöfn og margvísleg, að þeim er gott að kynnast fyrir þá, sem vilja gera sér það að dægra- dvöl og íþrótt að stuðla vísur, án þess að hugsa til skáldfrægðar. Þar er sannarlega úr miklu að moða. En enginn er kominn til að skýra hvað helzt festist í minni hverjum einstaklingi og hvers vegna. Þegar unga fólkið fer aftur að yrkja ljóðabréf og kveða rímur — og því á ekki að fara að gera það — þá verða hinar hressilegu vísur Símonar tiltækar mörgum sem vilja kynna sér kvæðastíl- inn. Þaðan yfir fór ég fjöll — frekar þandi göngu — fönnum drifin alveg öll á Hornastrandir löngu. Mjög er tvenns hagar þjóðin þar því á fennu láði: skýrleiksmenn og skrælingjar skjótt ég kenna náði. Hölda grúi hér og hvar heimsku búinn tötrum, áfram lúinn asnast þar í hjátrúarfjötrum. Sjást þar víða ekru um ærið grettar drósir, þó gullfríðar innan um auðar spretta rósir. BJÖRN ÞORKELSSON: Undir vanga I. Sú var tíðin, að starf smalans var eitt hið þýðingarmesta fyrir þrif og afkomu heimilisins. Þjóð- in lifði um aldir að mestu á sauð- fjárrækt. Málnytan, sauðamjólk- in, mátti teljast fjörgjafi þjóðar- innar. Þegar vel áraði eða sæmilega, mátti með sanni segja, að smjör og hunang drypi af hverju strái. Nægileg mjólk fyrir heimilin á sumrin, þótt mannmörg væru, og drjúgum safnað til vetrar skyri, smjöri og ostum. En svo komu harðærin öðru hvoru. Vildi þá verða tilfinnan- ,legt borð á mælinn, enda var það móðir náttúra, sem úthlutaði skammtinum eftir sinni lund og án frekari aðgjörða eða milli- liða. Svo var það þá, og svo er það enn, að allt eiga bændurnir und- ir sól og regni. Það, sem angraði smalann mest og gerði honum lífið súrt, var óhræsis þokan, þokan, sem lagðist yfir móa og mel, fjöll og firnindi og fól allt í dyngju sinni. í augum smalans var þokan ó- hugnanlega dularfull. Yfir henni hvíldi einhver seiðþrunginn töfra- og álagabragur. Smalinn þekkti svo margar sögur um töfra- og álagamátt álfa og vætta. Þetta var erfitt að skilja og ómögulegt að verja sig fyrir. Hví skyldi ekki sama máli gegna með þokuna, sem var svo afskaplega duttlungafull og smalanum ætíð til ills og bölv- unar? Jú, vissulega hlaut hér að vera um óstýrilátt álagavald að ræða. Væri skörpum þjóðtrúar- legum skilningi beitt, kom greini lega í ljós að þokan grisjaðist sundur og fram ko'm hin glæsi- lega kóngsdóttir. Þokan var þá ekki annað en kóngsdóttir í á- lögum. Þetta var hin frumlegasta og snotrasta uppgötvun hins gamal- þjóðrækna ímyndunarafls. Nú var eftir þrautin þyngri, að ná í kóngsdóttur, leysa hana úr á- lögunum. Og ráðið var fundið, sem hluti af hinni snjöllu upp- götvun. En afarmikla sjálfsaf- neitun og skapfestu þurfti til þess að beita því til sigurs. Smalarnir þurftu sem sé allir að taka sig saman, samtímis, um að lýsa blessun sinni yfir þok- unni og öllu hennar athæfi. Mundi þá hin goðumborna kóngs dóttir stíga til jarðar og þokan verða að engu. Til þessara fram- Þannig er misjafn sauður í mörgu fé hjá Símoni. En allt stefnir að einu marki: Sérhver hnellinn heims frá leik hnígur um ellitíðir. Þannig fellur aldin eik eins að velli um síðir. ----☆---- Það er svo margt sem í hug- ann kemur þegar farið er að ræða um Símon Dalaskáld og Skagafjörð — og gamlar minn- ingar: Vang og haga vefur mjöll, vindar naga börðin, hugann draga huldufjöll heim í Skagafjörðinn. Aldrei prýðin þrýtur þín — það má hríða og snjóa — þar á víða vonin mín veg um hlíð og móa. Lífið hefir dóma dæmt, dagsverk ógild láu, ég á aldrei afturkvæmt yfir fjöllin háu. Fellur á tinda tímans mjöll, tæpt er gata skorin, bráðum fennir yfir öll æsku- vonasporin. Þó að förin fyllist snjó, fyrnist vorið heima, minningarnar má ég þó mér í hjarta geyma. Fyrirgefi svo allir þeir, sem þekktu og þekkja Símon betur en ég gerði og geri. Árni G. Eylands kóngsdóttur kvæmda þurfti að vonum svo fullkomna samstillingu, svo mikla trúarlega þolinmæði og auðmjúkt lítillæti, að dregizt hefir öld af öld, að þessi prím- signing færi fram. II. Ég lagði af stað úr Reykjavík seint í júnímánuði 1950 í ferða- lag til Norður- og Austurlands- ins. Júnímánuður hafði verið ó- venjulega þurr og sólríkur á Vestur- og Suðvesturlandi. Aldrei sást tvíræð eða dular- full þoka á lofti. Prúðbúnar, broshýrar kóngsdætur dönsuðu á strætum og gatnamótum fyrir hinum „civiliseruðu“ „smölum“ hins nýja tíma. Flest var skammtað í höfuðstaðnum nema sólskinið. Ég held að flestir hafi notað sér forréttindin og frelsið og tekið sér ómældan skammt af hinni hrífandi, hressandi kyngivöru — blessuðu sólskin- inu. í Eyjafirðinum dvaldist ég til 15. júlí. Tíðin mátti heita góð þann tíma. Sólskinið að vísu skammtað nokkuð, þó enginn neyðarkostur. Þokan lét sjá sig við og við, en var sýnilega á flótta og ekki ákveðin í að taka sér þar fasta bólfestu að sinni. Til Austurlands hélt ég 15. júlí. Á Möðrudalsfjallgörðum mæt- ir mér svo þessi hreinræktaða Aust-Norðausturlands-þoka, sem ótvírætt hefir á þessu sumri sett landsmet, ef ekki heimsmet í út- haldi (þolstöðu?). Ferðaðist ég svo um mikinn hluta Austurlands í júlí, ágúst og september. Alls staðar og ávalt sama svipmótið. Niðurhangandi, kæf- andi þokan, hrynjandi, ertandi regnið og seiglamandi sólar- leysið. Kannske sá bregða fyrir einum og einum geisla hér og þar, tvisvar þrisvar í mánuði, eins og feimnum hvarflandi vafurloga, til þess eins að lenda þegar í hið gráðuga gin þokunn- ar. Hér er í raun og veru óbeint sögð bjargræðissaga sveitanna um þessar slóðir: Vandræði, von- brigði, flótti, síendurtekinn flótti undan óviðráðanlegum ó- vættum — þoku og rigningum. Merkisdagar allir láta sér til skammar verða með allan bat- ann. Krosstrén bregðast sem ’ hver önnur óvalin tré. Allir bera þó sinn kross með þögn og þol- inmæði. En þungur er krossihm sá, að horfa upp á dýrmætasta arð iðju sinnar um hábjargræð- istímann verða að dufti og ösku. III. Hvað mundi helzt til ráða, er hér er komið sögu? Kjósa nefnd til að fara um sveitir, að fá alla til að blessa þokuna og allt henn- ar athæfi? Ekki mundi þó þetta stoða, þar sem hinn gamli, góði þjóðtrúarandi er nú karlægur orðinn um aldur fram vegna þrálátra aðsókna nýrra siða hvaðanæfa að. Leggja fyrir prestana að taka tíðina rækilega til bæna og söfn- uðina að styrkja prestana til þess eftir mætti. Dr. Helgi sál. Pét- urss mundi eindregið, hafa lagt til, að leita í skyndi sambands við aðrar stjörnur, fá þaðan full- tingi, vald og styrk hinna þrosk- aðri mannvera, til þess að breyta veðráttunni að vild og óskum. Því miður mundi bera hér að sama brunni og fyrr, þegar í ein- daga er komið. Trúarþelið, er til þessara mála tekur, undir hálf- velgju — kannske niður við frostmark. Engin lausn. „Betra er en bænagjörð brennivín að morgni dags“. Á okkar sprenglærðu fram- faratímum nú duga engar út- þynntar og afvatnaðar fyrirbæn- ir. Hér þurfa til að koma raun- hæfar athafnir — áþreifanleg til- þrif. Væru nú fráfærur uppteknar, svo að blessaðir smalarnir þyrftu aftur að ganga að starfi sínu — ætli mætti þá ekki láta þá fá endurbætt „radar“-tæki upp á vasann til þess að sjá í gegnum þokuna og leysa þannig kóngs- dóttur úr álögunum. Svo er það blessaður bóndinn með balann sinn. Bóndinn, sem stynur undir álagavaldi þokunn- ar, er færist í aukana og tekur sér alræðisvald. Hann verður að líta í gaupnir sér og hugsa fast ráð sitt. Ráð sitt um það, hvern- ig hann eigi að búa sig undir næstu stórárás þokunnar. „Svo lengi lærir sem lifir“. Margt og mikið lærist nú í þessu svartasta sumaréli, sem yfir hefir dunið í háa herrans tíð. Sæmundur fróði stóð sjaldan ráðalaus. Hann blés í flautu sína og lét „púkana“ bera heyið í garð. Efnahagssamvinnustofnunin hefir nýlega tilkynnt, að ís- landi hafi verið veitt frek- ari framlög til efnahafsað- stoðar er nema 1.600.000 doll- urum. Þar með nema fram- lög þau, er ísland hefir feng ið til vörukaupa í dollurum frá 1. júlí til októberloka, samtals 2.500.000 dollurum. Efnahagssamvinnustofnunin hefir jafnframt tilkynnt ís- lenzku ríkisstjórninni, að upphæð þessi verði öll veitt sem framíag án endurgjalds Heildarupphæð sú, er ísland hefir fengið í framlögum til efnahagsaðstoðar síðan Mars- halláætlunin tók til starfa 1948, nemur þá samtals 17.800.000 dollara, — 4.300.000 í lánum, 3.500.000 í skilorðsbundnum framlögum (gegn útflutningi á ísuðum fiski til Þýzkalands) og 10.000.000 í beinum óendurkræf- um framlögum. Auk þess hefir ísland fengið 4.000.000 dollara í óbeinni aðstoð frá greiðslubanda lagi Evrópu. Innkaupaheimildir. Innkaupaheimildir fyrir sept- ember og október s.l. voru sem hér segir: Fóðurbætir 200.000 dollarar, jurtaolíur til smjörlíkisgerðar Sannast að segja eiga bændur nú ráð á margs konar „nýmóð- ins“ púkum og þurfa ekki ann- að en blása í flautuna til þess að njóta ómetanlegrar aðstoðar þeirra og fyrirgreiðslu. Það er einsætt, að þessa „til- bera“ verður að magna sem mest og bezt gegn næstu stórárás gjörningaþokunnar. Er þá meiri von að þokist nær sigri. Á þessu sumri er ekki hægt að tala um „þurrk“ eða þurrka, þegar á heildina er litið. Það lítilræði, sem einstakir bændur náðu fram eftir sumri, valt fyrst og fremst á því, hvernig skúrir lögðust, þann og þann daginn, hér og þar, og hvað þær komu snemma — og þar næst á snar- ræði og ráðkænsku. Sem dæmi þessa er vert að geta, að á einu heimili, þar sem ég athugaði ástæður, höfðu um 100 hestar af fyrri slætti, ó- hraktir komizt upp í sæti og undir striga. Þurrviðrisflæsa hafði komið um stund, svo að hægt var að garða tvisvar. Mátti þó segja, að taðan væri aðeins takandi í föng, sem venja er. En í stað þess að fanga upp eða láta liggja, var unnið að því af öllum mætti fram undir morgun að koma töðunni upp í tvísett sæti, með yfirbreiðslu. Þetta bjargaði málunum. Svo stóð sæti þetta (um 4 hestar í sátu) í fullan mánuð, vel uppgert og umbúið. Reyndist taða þessi með góðri „gerð“ og. hirðingu. Þarna á staðnum voru einnig til súr- heyshlöður, svo að allt fór þar skaplega fram um heyskapinn. Hér austan lands víða er allt og lítil reynsla fengin um að nota yfirbreiðslur, þegar erfið- lega gengur með þurrkana — þegar ekki vinnst tími til að ’koma heyjunum inn undan rign- ingu, eða, og er það aðalatriðið, þegar ekki næst fullkomin hirð- ing, svo að hægt sé að setja það inn, en heyið getur hins vegar gerzt og fullverkazt í vel upp- gerðum bálstrum og sátum úti — hvað sem á gengur. Lámarkskrafan undir næsta áhlaup: — Góðar súrheyshlöður fyrir einn þriðja af heyjunum, — góð- ar yfirbreiðslur yfir annan þriðjunginn, handbærar hverju sinni. Þá mun oftast vel farnast. Þetta getur hver bóndi veitt sér. Hinir, sem rafmagn hafa og meira geta, standa betur að vígi og eiga fleiri úrræða kost. (GERPIR) 110.000, varahlutir fyrir traktora og landbúnaðarvélar 22.00, tæki og vélar til Sogsvirkjunarinnar 253.000, tæki og vélar til Laxár- virkjunarinnar 115.000. Nemur áætlaður kostnaður í dollurum við þessar tvær virkj- anir samtals 5.065.000, 3.955.000 fyrir Sogsvirkjunina og 1.110.000 fyrir Laxárvirkjunina. Af heild- arupphæð þessari hefir efnahags samvinnustofnunin þegar gefið út innkaupaheimildir er nema 1.921.000 dollara til Sogsvirkjun- arinnar og 447.000 til Laxár- virkjunarinnar. Heildarf j árveilingar. Það var jafnframt tilkynnt af efnahagssamvinnustofnuninni í Washington að heildarfjárveit- ingar til 17 Vestur-Evrópulanda, sem þátt taka í endurreisnar- starfi Marshalláætlunarinnar, hefðu í lok október numið meir en tíu miljörðum dollara. Eftirtöldum löndum voru veitt ar innkaupaheimildir í október: Austurríki, Belgíu og Lúxem- burg, Danmörku, Frakklandi og frönskum nýlendum, Þýzka- landi Grikklandi, íslandi, ír- landi, Italíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Svíþjóð, Triest, Tyrk- landi og Englandi. —TÍMINN, 3. des. Hrundin spaklát heitir Jakobína. Gleði sýnir svarteyg mær sinni mínu undurkær. Því miður munu nú flestar af barnavísum Símonar gleymdar og glataðar. Þessi er ein um ung- barn: Kæti ljáir, kefur pín, Kristín Þóraðardóttir, augun bláu blika þín, blessuð smáa stúlkan mín. Símon virðist aldrei hafa unnið, að ljóðagerð sinni. Hann ritar ekki niður jafnóðum og lagar og fágar — mest, af því er virðist sökum þess, að honum er jafnörðugt um ritstörfin eins og honum er létt um að ríma. Þetta skýrir hvernig lélegur frá- gangur verður honum að vana og ósið. Með betri vinnubrögð- um hefði öðruvísi mátt fara. — En hvílík gáfa og ljóðnæmi að geta sett saman, í einni kviðu 100 vísur eða meira og munað allt án þess að skrifa neitt jafn- óðum. Það er von að gæðin yrðu misjöfn. Jafnframt er eðlilegt, að form vísunnar og rímunnar yrði Símoni léttast tiltækt, en kvæðagerðin síður. Um leið láta stutthentu kvæðin honum bezt. Samanber t. d. hið skemmfllega kvæði: Ketill og kanna. Ketill og hún kanna kostum búin hjón, veita svölun sanna sveit um lög og Frón, ætíð bundin ást og tryggð, heiðri mestum haldin í heims um víða byggð. Ketill og hún kanna kærust dándishjón, hljóti hylli manna hér um ísa-frón daga, vikur ár og öld, þar til okkar hála heim hinsta ægir kvöld. Og sama má segja um kvæðið Fljótsdalur: Fljótsdalur hinn fríði fegurst byggð vors lands í vors unað prýði augu töfrar manns NÝ 'MONT ROSA STYRK OQ STALHRAUST DVERG-RUNNA JARÐARBER Avextir frá fyrata árs írœi; auSræktuð, sterk og varanleg; þroskast ágætlega fyrripart sumars unz þau deyja af frosti eru sérlega bragðgóð og líkjast safaríkum, viilijarð- berjum; þau eru mjög falleg útllts, engu síður en nytsöm, og prýða hvaða stað sem er, P6 þau séu smærri en algeng jarðarber, sem höfð eru að verzlunarvöru, eru þau þö stærst sinnar tegundar og skera sig úr, og skreyta garða, Vegna þess hve fræsýnishorn eru takmörkuð, er vissara að panta snemma, (Pakki 25c) (3 pakkar — 50c) póst frltt, Vor stóra 1951 fræ og ræktunarhök Undur fjörugt oft á vörum smáu, man ég blíðu brosin þín blessuð fríða konan mín. Um mig varma vafðir arma þína. Man ég bjarta menja Gná meðan hjartans æðar slá. Man ég tíðum — manstu blíð það líka, — þerrði tár af þínum hvarm þegar sáran barstu harm. Á einni af vetrarferðum sín- um kveður Símon: í stórgjólum sérhvert sinn svo að hverfi vandi vertu skjól og skjöldur minn skaparinn alls-vitandi. Engu kvíða ég skal þraut eða slysum skæðum þegar fyrir förunaut, fæ þig guð á hæðum. En þessar stökur eru óstað- settar: Þekkja guð ei þankar manns þessa lífs í húmi, takmörkuð er hátign hans hvorki af tíð né rúmi. Megnar engin manneskja, moldar hnekkt í dróma hér að skilja himneska herrans leyndardóma. Og þessi: Hvar sem þræði um lönd og lög lífs á mæðudögum Guð á hæðum mildur mjög mínum ræður högum. Og enn: Vonin glæðist þá til þín þar með huggun sanna fyrirgefðu feilin mín ' faðir engla og manna. Biðjum lofum hátign hans — helg er þannig trúa — sem er ofar sjónum manns og sólkerfanna grúa. Nú er kominn tími til að meta þetta merkilega farandskáld eft- ir því bezta sem það kvað og eftir því, hvernig það skilaði rímnakveðskapnum í hendur þeirrar kynslóðar, sem enn er uppi. Þannig brúuðu Sigurður Breiðfjörð, Bólu-Hjálmar og Sí- mon — og Símon þeirra lengst, — á milli hinnar einhliða rímnaljóðagerðar fyrri tíma og hins Ijóðræna skáldskapar vorra daga, svo að allar horfur eru á, að ríman og vísan eigi enn frjótt líf fyrir hendi í vitund fólks og starfi á landi hér. Það er tími til kominn að við hlið hinna venjulegu íþrótta, sem svo eru nefndar, verði far- ið að iðka aðrar íþróttir í sveit- unum og þar á meðal andlegar íþróttir margskonar. Þá taka ungmennafélögin rímnakveð- skapinn upp sem þjóðlega íþrótt. Rímur kveða og raddstrengi reyna á letraspjöldum, held ég gleði saklaus sé, síðla á vetrarkvöldum. Segir Símon. Engin íþrótt er íslenzkari, og hvað sem allri skáldmennt líð- ur, er skarð fyrir skildi í mann- dóm og menntun æskulýðs Ný Marshall-framlög til íslands 1,600,000 dollarar

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.