Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 4

Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 4
4 Högbcrg Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS LIMITED 695 SARGKNT AVENUE, WINNIPEG, MANITOBA Utan&skrift ritstjórans: EDITOR LÍÍGBERG, 695 SARGENT AVENUE, WINNIPEG, MAN. PHONE 21 804 Rritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $5.00 um árið—Borgist fyrirfram The ‘‘Lögberg" is printed and published by The Columbia Press Ltd. 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Department, Ottawa Lífshamingjan og vinnan Menning sú, sem við nú búum við, þó henni sé í einu og öðru ábótavant, er árangur látlausrar iðju; lát- lausra átaka, sem auka á lífshamingjuna og viðhalda jífinu sjálfu; það erum við sjálf, sem setjum svip okkar á umhverfið með hugsunarhætti okkar og dagfari, fegr- um það eða ófegrum eftir viðhorfi okkar til lífsins. Skapgerð mannanna er með mismunandi hætti; einn finnur fullnægju í starfi, sem annar ef til vill fyrir- lítur og vill helzt ekki koma nærri; einn er ásáttur með það, sem vélin léttir undir með honum við störfin, en annar finnur til óróa yfir því, að starf hans sé vanmetið, og hæfileikar hans fái ekki að fullu notið sín, eða um- bótaþrá hans fái útrás, sem ímyndunarafl hans krefst; í báðum tilfellum er þó vinnan hyrningarsteinninn að lífsafkomu hvors um sig; sú staðreynd verður ekki und- ir neinum kringumstæðum umflúin; á hinn bóginn verð- ur þó eigi um þaö deilt, að maðurinn eigi að vera frjáls herra vinnunnar, en hvorki viljalaus né sviplaus þræll hennar. Öll vinna þarf að búa yfir sérstökum eiginleikum, er miða til heilla; hún þarf að vera í eðli sínu heiðvirð, nytsöm, og þess umkomin, að skapa varanlega lífsgleði. Margir spekingar liðinna kynslóða, lögðu á það kapp mikið, að prédika inn í vitund samferðasveitar sinnar hið áhrifamikla guðspjall hins látlausa starfs, og verður eigi um árangur af starfsemi þeirra efast; má þar til nefna vinstri manninn Mill, jafnaðarmanninn William Morris, íhaldsmanninn Carlyle, fulltrúa hinna svonefndu kristnu jafnaðarmanna Kingsley, og jafnað- armenn að hálfu leyti, svo sem Ruskin; alt voru þetta miklir menn, sem þektu sinn vitjunartíma og vissu hvað þeir vildu. Tolstoi lýsir afstöðu sinni til vinnunnar með þess- um orðum: „Það er unaðslegt að láta sig dreyma um eilífð- ina, en það fullnægir engu að síður heiðvirðum manni að hafa það á vitund, að hann hafi lifað ábyrgu lífi og leyst af hendi skyldustörf sín svo sem föng stóðu bezt til“. í sveita þíns andlits skaltu þíns brauðs neyta; frá þessu grundvallarlögmáli verður eigi auðveldlega hvik- að án þess að það hefni sín í einhverri mynd; vitaskuld er hér einungis átt við sjálfsagt og skynsamlegt erfiði, en ekki samvizkulausa vinnukúgun, sem er til vanvirðu jafnt einstaklingum og þjóðum. Það er siðferðileg skylda hvaða þjóðfélags, sem er, að hlutast til um stöðuga atvinnu þegnum sínum til handa, og tryggja þeim holl vinnuskilyrði, en með þeim hætti einum má réttmætra afkasta vænta, er skapi þann afkomujöfnuð, er sérhver þjóðfélagsþegn á heimting á. Lífshamingjan og vinnan eru tvíburasystur, sem ávalt þurfa að haldast í hendur. Ein bókin enn Nýlega fluttu íslenzku blöðin þá frétt að komin væri á markaðinn mikil og merkileg bók um íslenzk efni, en rituð á ensku. Það var: „Saga íslenzkra skálda“ eftir prófessor Richard Beck. Þessi bók var nokkurs konar tvíburi við: „Sögu íslenzkra rithöfunda“ eftir prófessor Stefán Einarsson. Báðar hafa þessar bækur fengið mikið lof eins og þær áttu skilið. Það er orðið svo algengt að ný bók komi út eftir prófessor Beck, að það má kallast árlegur viðburður, alveg eins og jólin og sumardagurinn fyrsti. Nú hefir hann sent út frá sér eina bókina enn, sem hann nefnir: „Ættland og erfðir“. Er það úrval úr ræð- um og fyrirlestrum, sem höfundurinn hefir flutt á ýms- um stöðum við ýmiskonar tækifæri. Bókin er 270 blað- síður, í stóru broti. Hún er í tveimur köflum: fyrri kafl- inn eru ræður um þjóðrækni og menningarmál, en sá síðari eru ritgerðir og erindi um íslenzk skáld og rit- böfunda. Byrjar höfundur síðari kaflann á séra Jóni Þorlákssyni, en endar hann við gröf Einars Benedikts- sonar. Prófessor Beck setur sig aldrei úr færi með það að vekja og vegsama heilbrigða þjóðrækni og ættjarð- arást. Ég segi heilbrigða, því til er að minsta kosti þrenns konar þjóðrækni: í fyrsta lagi sú. sem bygð er á hroka og stærilæti. Þjóðrækni af þeirri rót sprottin er illgreisi, sem eitrað getur út frá sér og komið þeim, sem hana ala í brjósti á hálan ís og kaldan klaka. Þann- ig var þjóðrækni Hitlers og Mussolinis. Þjóðrækni pró- fessors Becks á ekkert skylt við hana. í öðru lagi er sú þjóðrækni, sem kalla mætti barlóms- og lítilmensku þjóðrækni. Hún kemur í ljós hjá þeim, sem að vísu þykir vænt um land sitt og þjóð sína, en sjá alt heima fyrir með smækkunargleri, en alt annars staðar stórt og mikilfenglegt; þeir falla á kné fyrir öllu erlendu, en berja sér og kvarta heima fyrir. Þess konar þjóðrækni finnur heldur enga náð hjá prófessor Beck. Það er annars konar þjóðrækní, sem gagntekur hann og birtist í öllum ritum hans og ræðum. Það er hin heilbrigða þjóðrækni: Hún leitar að öllu því í fari lands síns og þjóðar sinnar, sem gott er og göfugt, LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. FEBRÚAR, 1951 Frá bókamarkaðinum Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm: RITSAFN II. og III. . bindi Jón biskup Arason. Búið hefir undir prentun Bryn- jólfur Sveinsson. Bókaútgáfan Norðri. Akureyri 1950. I gær — 7. nóv. 1950 — hefir fjögur-hundruðustu ártíðar Jóns biskups Arasonar og sona hans verið víða minnzt í þessu landi, vel og maklega og með ýmsum hætti. Klukkuturninn mikli, sem reistur hefir verið áfast við dómkirkjuna á Hólastað til minn ingar um þá feðga alla, en þó einkum til heiðurs biskupinum gamla, var og vígður á þessu sumri í sama tilefni, svo sem al- kunnugt er. Þá hefir hin mikla skáldsaga Gunnars Gunnarsson- ar um Jón biskup, æviferil hans og endalok, verið lesin í útvarp á árinu og mun enda hafa komið út í nýrri, íslenzkri útgáfu. Og loks verður í dag frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í Rvík leikrit Svartur markaður í algleymingi í fyrra mátti með öllum rétti segja, að góðæri ríkti alment í brezku nýlendunni Hong Kong; nú er þetta mjög á annan veg, að því er nýlegar fregnir þaðan herma; nú er að sögn, verðbólga komin þar á hátt stig, og svartur markaður í algleymingi, auk þess sem arðræningjar kaupa upp flestar þær vörur, sem lítið er til af, geyma þær vikum og mánuðum saman, og selja þær síðar við okurverði. Tryggva Sveinbjörnssonar um sama efni. Má á öllu þessu sjá — og raunar fjölmörgum atburðum öðrum — að því fer fjarri, að íslendingar hafi enn gleymt hetjubiskupi sínum, hvorki lífi hans né dauða, enda vafalaust, að böðulshöggin fimm eða sex, sem þurftu til þess að skilja hærukoll öldungsins frá hrör- legum bolnum þar í túninu í Skálholti forðum, — hafa orkað stórum meira í þá átt að grópa og móta minning kempunnar inn í þjóðarsálina, heldur en að stytta lífdaga hans hér á jörðu, svo að nokkru næmi, því að víst var skeið hans hér mjög til enda runnið,, hvort sem var, þegar þetta gerðist. Það er því vissulega mjög vel til fundið, að Bókaútgáfan Norðri hefir á þessu hausti gefið út skáldsögu Torfhildar Þ. Holm um Jón biskup Arason, þótt með því sé allmjög hnikað til réttri tímaröð á ritverkum skáldkon- unnar frá því, sem upphaflega var. — Brynjólfur biskup Sveins son var fyrsta bókin, sem frú Holm gaf út, enda gaf Norðri hana út í fyrra sem fyrsta bindi hinnar stórfallegu og veglegu heildarútgáfu sinnar af ritverk- um skáldkonunnar. Og nú kem- ur sagan um Jón biskup næst, sem II. og III. bindi ritsafnsins, Sig. Júl. Jóhannesson en í rauninni fóru þar margar bækur á milli, enda mun sagan Jón Arason hafa verið einhver síðasta stóra skáldsagan, sem frúin frumsamdi. Frásagnarháttur frú Torfhild- ar Holm er mjög sniðinn eftir al- þýðlegum sögustíl frá 18. öld oíanverðri og byrjun 19. aldar. Viíhjálmur Þ. Gíslason lýsir honum vel og réttilega í ritgerð sirini um skáldkonuna, er prent- uð var framan við I. bindi rit- safnsins: — „Frásögnin er löng og fer vítt og breitt, eins og tíðk- aðist í hinni eldri skáldsagna- gerð, og var stundum með við- kvæmni, en stundum í nokkrum siðvendnistón. Þessar sögur voru ekki skrifaðar til þess eins að lýsa mönnum og aldarfari, heldur einnig til þess að flytja boðskap, siðakenningu, til þess að vera siðbætandi og styrkja trú og manngæzku ... I dag hefir fennt yfir flest rit hennar, og þau eru dreifð og í fárra manna höndum. En Torfhildur Þ. Holm er þess makleg, að minningu hennar sé haldið á lofti. Hún var merkur braut- ryðjandi í bókmenntum og menningarbaráttu íslenzkra kvenna, tákn nýs tíma og nýs hugsunarháttar í landinu". Við þessi ummæli vildi ég bæta því einu, að við, sem mun- um þá tíð, að „Draupnir“ og „Dvöl“ hin eldri, voru enn á slæðingi í sveitum landsins, mundum fagna því vel, að Norðri skildi svo við hina nýju og ágætu útgáfu af skáldritum Torfhildar heitinnar, að nokk- urt sýnishorn af öðru efni þess- ara rita flyti þar með, svo sem sögulegur og þjóðlegur fróðleik- ur, gömul kvæði og vísur og margt fleira, er frúin hefir safn- að, skrásett og haldið til haga. Fyrir okkar vitund endist hann enn, ilmurinn, sem lagði af þess- um gömlu ritum í vitund okk- ar, þegar við handlékum þau þá. Prentverk Odds Björnssonar hefir prentað þessi þrjú stóru og fallegu bindi, sem þegar eru út komin af ritsafni frú Holm, og hefir leyst það verk af hendi með miklum ágætum, svo sem þess var von og vísa. J. Fr. Dagur. Kveðið ó íslandi 1950 Skrifað í gestabók Páls Björg- vinssonar óðalsbónda og odd- vita á Efra-Hvoli í Fljótshlíð, 17. okt. 1950: Hér er þróttur, vilji og vit, sem vitni Drottni bera. Hér er gnótt af lífi og lit í landi, og gott að vera S. E. Björnsson ☆ Kvöld hjá Óla Valdimarssyni Hér í kvöld er hnúkaþeyr hjartans öldur skap’ann. Austan kaldinn er ei meir, Óli Valdi drap ’ann. S. E. Björnsson ☆ Hjá Björgvin Guðmundssyni og frú Hólmfríði í kveðjukvöld- boði 30. sept. 1950. Menning sú, er varðar veg vorra tíma er glæsileg. Hún er meiri, álít eg á Akureyri, en Winnipeg. S. E. Björnsson „Hvað það er slúðrað hræði- lega“, sagði piparmær við ensk- an aðalsmann. „Getið þér ímynd- að yður annað eins, herra, ein- hver af hinum illgjörnu kunn- ingjum mínum hefir sagt, að ég eigi tvíbura“. „Ég hefi gert mér það að reglu, að trúa -eðeins helmingnum af því, sem ég heyri, fröken“, sagði aðalsmaðurinn. ☆ Kona nokkur steig upp í leigu- bíl. Bílstjórinn ók út í umferð- ina og sagði: „Vilijið þér hlusta á útvarpið, frú, eða eigum við bara að tala saman?“ háleitt og drengilegt. Þeir sem þeirri þjóðrækni fylgja, hafa alt þetta fyrir augum til ævarandi eftirbreytni. Þessa þjóðrækni þreytist prófessor Beck aldrei á að prédika. í nafni þeirrar þjóðrækni segir hann: „Vér lokum að baki oss hurðinni að hversdags vafstrinu; drögum skó af fótum oss og göngum inn í musteri minninganna. Og við förum ekki þangað inn til þess að miklast í minningum af frægð feðra vorra án þess að hafa á nokkurn hátt átt þátt í að auka hana eða viðhalda henni; heldur stígum vér þangað inn hreinum fótum í því skyni að feta sem oftast og sem fullkomnast í frægðarspor feðra vorra“. Þessa þjóðrækni prédikar prófessor Beck stöðugt iog látlaust. Ég ætla mér ekki að semja ritdóm um þessa bók; ég skrifa þessar línur einungis í þeim tilgangi að vekja eftirtekt á henni. Hún verðskuldar annað og betra en það að liggja ólesin uppi á hillum. Hún flytur glöggar og greinilegar lýsingar af þeim skáldum og rithöfund- um, sem höfundurinn tekur til yfirvegunar; hún skýrir frá ættum þeirra og uppruna, aðstöðu þeirra í lífsbar- áttunni; aðdraganda að stefnum þeirra og skoðunum og veitir þannig lesendunum miklar og mikilsverðar upplýsingar. Hann dregur myndir þessarar manna fram í dagsbirtuna út úr skúmaskotum gleymskunnar, sópar af þeim ryk vanrækslunnar og sýnir þær á ný glöggar og ljóslifandi í allri sinni dýrð. Aðallega á þetta við meðferð höfundarins á séra Jóni Þorlákssyni og Grími Thomsen. Myndir þeirra hafa smádofnað í hugum al- mennings, en þessi bók skýrir þær og bregður á þær birtu. En prófessor Beck leiðir einnig hin yngri skáldin og rithöfundana fram á sjónarsviðið og kynnir þá. Opn- ar hann þar og sýnir nýja heima, sem þessi skáld eru að skapa með alls konar breytingum og byltingum. Eða hann sýnir hinn gamla heim umbættan og endur- skapaðan í ljóðum og línum þessara yngri manna. Má þar nefna Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Huldu (Unni Benediktsdóttur). Ég verð að minnast á eitt atriði í þessari bók í sambandi við það sem höfundur skrifar um Huldu. Hann bendir á það, hversu oft sé stígið á gróður, sem sé að byrja að vaxa — viðkvæman vorgróður, sem hvorki þoli kulda né harðneskju, og stundum sé jafnvel deyddur í fæðingunni með hlífðarlausu fótasparki. Kveður hann það vel farið að Jarðþrúður Jónsdóttir skrifaði með hluttekningu og skilningi um fyrstu kvæði Huldu. Farast honum orð um það á þessa leið: „Vor- hretin hafa mörgum nýgræðingnum orðið að þroska- tjóni, eða jafnvel fjörtjóni: kyrkt hann svo í vexti, að hann beið þess aldrei bætur. Það er fagnaðarefni að þau forlög biðu ekki Huldu“. Höfundur þessarar bókar hefir hér lagt líknarhönd sína á viðkvæman blett, sem þörf var að snerta. Það er algengt með skáldskap, eins og margt annað. að þeir, sem hlotið hafa viðurkenningu og orðnir eru fleygir og færir, stíga á frumgróður byrjandans með kulda og hlífðarleysi. Aðfinnslur eru nauðsynlegar og geta ver- ið lærdómsríkar þeim, sem fyrir þeim verða. En þær þurfa að vera frambornar með sanngirni og skilningi — ekki einungis skilningi á því efni, sem um er að ræða, heldur einnig skilningi á sálarlífi hins unga höfundar, sem knésettur er: Aðfinningarnar mega hvorki vera sprotnar af þröngsýni né afbrýðissemi. Höfundurinn á sérstakar þakkir skildar fyrir það að hafa hreyft þessu máli — það er þýðingarmikið mál og einmitt nú tímabært meðal Vestur-íslendinga. Minningarorð Mrs. Halldóra Bjarnadóttir Jakobson andaðist þann 12. jan- úar að heimili dóttur sinnar og tengdasonar, Mr. og Mrs. M. O. Anderson við Riverton, Man. Hún var fædd 12. júlí 1859, að Litlu-Skógum í Stafholtstungum í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar hennar voru Bjarni Guðmundsson bóndi þar og Þórlaug Árnadóttir bónda frá Mýrum, af Stokkhamarsætt. — Amma Halldóru í föðurætt var Margrét, systir Halldóru frá Lambagerði föðurmóður Dr. Sig- urðar Júl. Jóhannessonar. Halldóra fluttist vestur um haf árið 1887 og settist að í Win- nipeg. Þann 30. des. sama ár giftist hún Bjarna Jakobssyni, er var sonur Jakobs Sveinssonar frá Laxárholti 1 Borgarhreppi í Mýrasýslu. Þau fluttu til Nýja- íslands 1889, settust fyrst að í Ólafsdal, í Geysisbygð, bjuggu þar í 7 ár; þaðan fluttu þau að I Fögruhlíð í sömu bygð og bjuggu þar um 5 ára bil. Árið 1902 sett- ust þau að á heimilisréttarlandi sínu er þau nefndu Bjarnastaði. Þar bjuggu þau í 25 ár, en brugðu búi árið 1927 og fluttu til dóttur sinnar og tengdason- ar; þar lézt Bjarni maður henn- ar árið 1935, en Halldóra átti þar indæla 23 ára dvöl, og þar andaðist hún sem fyr er sagt. Bjarni og Halldóra eignuðust 8 börn; 2 dóu ung: Unnsteinn Guð- laugur og Lilja Thorlaug. Full- tíða son, Bjarna Ágúst að nafni, mistu þau árið 1922. Ögmundur Kristinn, sonur þeirra, dó á fer- tugs aldri, eftir margra ára van- heilsu. Börn þeirra á lífi eru: Jakob, kvæntur Þórunni Kelly, á Gimli; Unnsteinn, bóndi í Geysisbygð, kvæntur Helgu Bjarnason; Guðlaugur, kvæntur Hermínu Magnússon, búsettur í Vancouver, B.C.; Rannveig, gift Magnúsi O. Anderson, bónda við Riverton, Man. Barnabörn eru 19 að tölu og barnabarnabörn 10. Börn Jakobssons-hjónanna eru þróttmikið og duglegt fólk. — Bæði þau og margir afkomenda þeirra er fólk óvenjulega hraust og mikið að vallarsýn. Halldóra var þrekkona mikil, auðug af þeim verðmætum er varanlegt gildi hafa. Sem eiginkona og móðir innti hún af hendi mikið og göfugt starf undir erfiðum kringumstæðum, er landnáms- árunum fylgdu. Baráttan við barnamissir og sjúkleika sumra barna sinna fékk hún að reyna, en bar, eins og svo margt annað, er mætti menni, með jafnaðar- geði hinnar styrku og trúuðu konu. Hjálpsöm og kærleiksrík var hún gagnvart þeim er bágt áttu, fyr og síðar á ævileið henn- ar. Hún naut sín vel hjá dóttur sinni og tengdasyni — meðal barna þeirra og í grend við önn- ur börn sín og afkomendur. — Ágætlega entist henni heilsa og þrek, og aldri varð hún rúm- liggjandi. Sem dæmi þess hversu andlegir kraftar hennar voru ó- skertir, má geta þess, að stuttu áður en hún andaðist sýndi hún Rannveigu dóttur sinni ýms ís- lenzk ljóð, er hún hafði lært á öndverðum vetri þessum — mun það fremur fágætt teljast með svo aldraða konu sem hún var, 91 Vz árs; en sýnir ást þá er hún bar í brjósti til ljóða, ekki síður en bókhneigð hennar, er hún 1 friði ellinnar gat lagt stund á. Öll börn hinnar látnu, þau sem á lífi eru, voru viðstödd út- för hennar. Guðlaugur sonur hennar kom flugleiðis frá Van- couver til þess að vera þar við staddur ásamt Ólafi Anderson, er alist hafði upp í nágrenni Halldóru. Útförin var all-fjöl- menn; fór fyrst fram kveðjuat- höfn á heimili Andersonshjón- anna, en síðan í kirkju Geysis- safnaðar, heimasöfnuði hinnar látnu, þann 18. janúar. Sá er línur þessar ritar þjón- aði við kveðjuathöfnina og jarð- söng. S. Ólafsson

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.