Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 8

Lögberg - 01.02.1951, Blaðsíða 8
8 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 1. FEBRÚAR, 1951 Eldingar Úr borg og bygð Malreiðslubók Dorcasfélag Fyrsta lúterska safnaðar hefir nú til sölu splunk- urnýja matreiðslubók, er það hefir safnað til og gefið út; bók þessi er með svipuðum hætti og hinar fyrri, vinsælu matreiðslu- bækur, er Kvenfélög safnaðar- ins stóðu að; þetta er afar falleg bók með fjölda gamalla og nýrra uppskrifta, sem koma sér vel á hvaða heimili, sem er. Matreiðslubók þessi kostar $1.50 að viðbættu 10 centa burð- argjaldi. y Pantanir, ásamt andvirði, sendist: Mrs. A. MacDonald 11 Regal Ave. St. Vital Sími 205 242 Mrs. H. Woodcock 9 St. Louis Road, St. Vital Sími 209 078 eða til Columbia Press Limiled, 695 Sargent Ave. Sími 21 804. ☆ Mr. Peter Anderson, korn- kaupmaður, lagði af stað suður til Miami, Florida, ásamt frú sinni, á föstudaginn var; gerðu þau hjónin ráð fyrir að dveljast þar syðra um tveggja mánaða tíma. ☆ Þeir Arthur Sigurðsson og G. O. Einarsson frá Arborg, voru staddir í borginni í fyrri viku og sátu hér ársfund skólaráðs- manna sambandsins í Manitoba. ☆ Mr. Adolph Árnason frá Well- wood, Man., var staddur í borg- inni nokkra undanfarna daga; hann kom hingað til að vera við útför föður síns, Ingólfs Árna- sonar. ☆ Mr. H. Axdal frá Wynyard, Sask., var staddur í borginni í vikunni, sem leið. ☆ Icelandic Canadian Club News The banquet and dance which the Club held at the Marl- borough hotel on January 26 was a great success. About hundred and fifty people en- joyed a dance to Jimmy Gowler’s Orchestra. The profit added to the Club’s University Chair Fund. There was a short but véry enjoyable program: Vocal solos by Miss Inga Bjarnason, accompanied by Mrs. W. Krist- janson, Piano solos by Miss Thora Asgeirson and short speeches by the Chairman, W. Kristjanson, President af the Club and Rev. Philip Petursson who spoke, in a very interesting way, about Gus Sigurdson’s new poetry book; Mr. Hansen, Presi- dent of the Viking Club, brought greetings from his Club. ☆ Þann 14. janúar lézt jtf slysi í Riverton, Man. Harold Sigur- sveinn Densley, sonur Mr. og Mrs. Harold Densley, 14 ára piltur, tápmikill og ágætt manns efni. Útförin, sem var afar fjöl- menn, fór fram þann 16. janúar frá kirkju Bræðrasafnaðar í Riverton, séra Sigurður Ólafsson flutti kveðjumál. ☆ Látinn er í St. Peters, Man. Kristjón Hygaard, 67 ára, sonur Thorsteins Larsen Hygaard og konu hans Ingigerðar Ófeigs- dóttur; Kristjón var ættaður frá Bakka í Norður-Múlasýslu, en fæddur í North Dakota og upp- alinn í Selkirk. Sjö bræður hans eru á lífi. Hann var þrekmaður og karlmenni, og mikill að vall- arsýn. Útför hans fór fram frá Langrills útfararstofu í Selkirk, þann 19. janúar, að fjölmenni viðstöddu. Séra Sigurður Ólafs- son jarðsöng. Rovalzos Flower Shop 253 Notre Dame Ave. WINMPEr. MANITOBA Bu> Phone 27 9*9—Res. Phone 38 151 Our Speelaltles: WEDDING CORSAGES COLONIAL BOUQUETS FUNERAL DESIGNS MUs K. ChrUtle, Proprletreu Formerly wíth Robinson & Co W. J. Lindal dómari fór aust- ur til Ottawa á miðvikudags- morguninn í embættiserindum og verður nokkra daga að heim- an. ☆ Mr. Sigurður Einarsson til- smíðameistari frá Árborg kom tilborgarinnar á mánudaginn. ☆ ÆTTLAND og ERFÐIR, hin vinsæla bók eftir dr. Ric- hard Beck, kostar $3.50 óbundin og 4.75 í bandi. FÖÐURTÚN eftir dr. P. V. G. Kolka, með 280 myndum kostar $10.00 ó- bundin en $13.00 í bandi. Fást í BjÖRNSSONS BOOK STORE 702 Sargent Avenue, Winriipeg. ☆ Mrs. John David Eaton frá Toronto, kom til borgarinnar í vikunni, sem leið, í heimsókn til ættingja og vina. ☆ Mr. og Mrs. Einar Johnson frá Steep Rock, Man. komu til borg- arinnar seinnipart vikunnar, sem leið, til að vera við skírn dóttur- Lögfræðingur kom spreng- móður út að námu og kallaði þar niður á Michael Finnerty. — Hver er að spyrja um mig? var svarað með dimmum rómi. — Ég er að spyrja um þig, svaraði lögfræðingurinn. Ertu ekki ættaður frá Castlebar í Mayo County? — Jú. — Hét ekki móðir þín María og faðir þinn Owen? — Jú. — Þá hefi ég þá gleðilegu skyldu að tilkynna þér, Mr. Fin- nerty, að Katrín frænka þín ér dáin heima á gamla landinu og að hún hefir látið þér eftir tutt- Frá Blaine, Wash. 29. janúar 1951 Herra ritstjóri: Mér hefir verið uppálagt að senda nokkrar línur til íslenzku blaðanna viðvíkjandi inntöku vistmanna á Stafholt. Svo er mál með vexti, að nú sem stendur er pláss fyrir um tuttugu manns á heimilinu, og 'velferðarnefnd ríkisins (Welfare Board) hefir farið fram á það við nefndina að teknir séu inn þrír vistmenn, sem ekki eru af íslenzku bergi brotnir, þó með því skilyrði að þeir, með hæfi- legum fyrirvara, verði að víkja fyrir íslendingum, eða fólki af íslenzkum stofni, þegar þeir, landar, leggi inn beiðni um pláss; og þar í liggur hættan, að þegar Ameríkumenn eiga að verða hornreka fyrir Islending- um, þá geti farið fyrir þeim eins og Hallgerði við Bergþóru forð- um, og að þetta geti orðið okk- ur íslendingum til mestu vand- ræða. Þess vegna skorar nefnd- in á íslendinga fjær og nær, að þeir leggi inn beiðni um veru- stað að Stafholti sem fyrst, og fylli húsið, svo að ekki komi til mála að aðrir en íslendingar fái þar pláss, og með því afstýra sjáanlegum vandræðum sem af því gæti leitt, að þurfa að biðja fólk að víkja fyrir landanum. Þetta er í samræmi við það, sem ég skrifaði 20. des. s.l. og birtist í blöðunum. í þessu felst ef til vill meira alvörumál en virðist í fljótu bragði. Við viljum að Stafholt sé skipað íslendingum, en við verðum að lifa í friði við nágranna okkar, og í mörgum tilfellum venzlafólk.. Þess vegna endurtek ég það aftur, að ef þér hafið í hyggju að gerast vist- menn að Stafholti í nálægri framtíð, sendið þá inn beiðni sem allra fyrst — tryggið ykkur plássið, og fyrrið nefndina al- varlegum vandræðum. Fyrir hönd nefndarinnar, Andrew Danielson, skrifari sonar síns. Séra Valdimar J. Eylands skírði sveininn, sem nefndur var Ronald Albert; móðir hans er frú Helga Foster; viðstödd skírnarathöfnina var einnig dóttir þeirra Johnson- hjóna, sem búsett er í Ashern. Þau Mr. og Mrs. Johnson héldu heimleiðis á þriðjudaginn. ☆ Mr. Sigurður Johnson . frá Vancouver, B.C., kom nýlega til borgarinnar og fór norður til Gimli í heimsókn til móður sinn ar og bróður. ☆ Susanna Stephanson, 76 ára að aldri, ekkja Stefáns S. Hrút- fjörð fyrv. póstmeistara og gest- gjafa að Vogar, Man., lézt að heimili sínu 717 William Ave. 24. jan. Jarðarförin fór fram frá útfararstofu Bardals á laugar- daginn 27. Séra Valdimar J. Eylands jarðsöng. ☆ Jóhann Ingimundson rafvirki, 43 ára, til heimilis að 230 Simcoe St., lézt á Grace spítalanum í Winnipeg á þriðjudagsmorgun- inn 30. jan. Jarðarförin fer fram frá Fyrstu lúterku kirkju á föstudaginn 2. febr. kl. 2 e. h. ugu þúsundir dollara. Komdu þegar upp úr námunni. Það leið góð stund og lögfræð- ingurinn gerðist óþolinmóðqr. — Mr. Finnerty, kallaði hann. Mér leiðist að bíða. — Ég kem rétt bráðum, kall- aði Finnerty aftur. Ég er aðeins að velgja verkstjóranum undir uggum. Næstu,sex mánuði gekk Fin- nerty með háan hatt og á mjúk- um leðurskóm. Hann lifði í vel- lysfingum praktuglega og kost- aði kapps um að lækna óþolandi þorsta, sem hann hafði fengið. Og svo fór hann aftur til vinnu sinnar í námunni. Og þar rakst lögfræðingurinn á hann nokkru seinna. — Mr. Finnerty, sagði hann. Aftur færi ég þér góðar fréttir. Nú er föðurbróðir þinn á gamla landinu dáinn og hefir arfleitt þig að aleigu sinni. — Ég kæri mig ekkert um það, sagði Finnerty og hallaðist fram á mölbrjótinn sinn. Ég er nú ekki jafnhraustur og ég var áður, og ég held að ég hafi það hreint ekki af, ef ég á að lenda í sömu ósköpunum aftur. ☆ fyrir bekk af guðfræðistúdent- um, hve mikilsvert það væri, að láta svipinn vera í samræmi við efnið, sem þeir væru að pré- dika um. „Til dæmis“ sagði hann, „þegar þið erum að tala um himnaríki, látið þá andlit ykkar ljóma af himneskri gleði, en þegar þið talið um Helvíti, — hm, þá nægir ykkar venjulegi svipur“. Sambandsþing sett Á þriðjudaginn kom sam- bandsþing saman til funda, og mun alment vera búist við langri þingsetu, því mörg og mikilvæg mál verða tekin til meðferðar, sem verða munu ýtarlega rædd af hálfu allra þingflokka; vegna þess að blað- ið var fullbúið til prentunar, er stjórnarboðskapurinn barst því í hendur, verður greinargerð um meginatriði að bíða næstu viku. Framhald af bls. 5 magn hennar. Þarna hefir nátt- úran hina sömu aðferð eins og mennirnir til þess að vinna á- burðarefni úr loftinu. Talið er að um 44.000 þrumu- veður séu á jörðinni á hverjum sólarhring, og að 100 eldingar komi að jafnaði á hverri sek- úndu. Á hverju ári verða eld- ingar nær 400 manns að bana í Bandaríkjunum og meiða 1500. Og á tíu ára bilinu 1936—1946 urðu tryggingarfélög í Banda- ríkjunum að greiða 54.148.995 dollara í skaðabætur fyrir elds- voða, sem stöfuðu af eldingum. En tjónið hefir auðvitað verið miklu meira. Af tíðustu bruna- orsökum eru eldingar þar þær fjórðu í röðinni. Eins og áður er sagt hafa vís- indamenn nú komist að eðli eld- inga, þótt ýmislegt sé þar enn á huldu. Þrumuský myndast þegar uppvindar bera raka hátt í loft upp. Regndropar myndast þá i skýinu og byrja að falla til jarðar. En innan í skýinu fara hvirfilvindar með ofsahraða. Þeir þeyta regndropunum til og frá og tæta þá í sundur, og við þessar hamfarir myndast á ein- hvern hátt fráhverf rafmagns- hleðsla neðst í skýinu. Þessi hleðsla magnast stöðugt eftir því sem hvirfilvindarnir tæta regndropana sundur og þeyta þeim til og frá. Þessi rafmagns- hleðsla verður þess valdandi, að beint undir skýinu myndast að- hverf rafmagnshleðsla í jörð- inni eins og póll, og hann færist til eftir því sem skýið berst til í loftinu. Nú er það svo, að aðhverft og fráhverft rafmagn leitast við að sameinast, og þess- ir tveir pólar, í skýinu og jörð- inni, leitast því við að samein- ast. En loftið er slæmur raf- magnsleiðari og kemur lengi í veg fyrir þetta. Hin aðhverfa rafmagnshleðsla jarðarinnar fær ist altaf til, þannig að hún er altaf beint niður af skýinu. Hún þýtur upp í trjátoppa, húsþök og reykháfa. Rafhleðslan í ský- inu reynir líka að komast til jarðar, og svo fer hún að senda „forhlaupara“ til jarðar. Þeir komast ekki langt í fyrstu, ekki nema svo sem 80 fet frá skýjinu, en þeir sundra frumeindum loftsins eins langt og þeir ná. Við það verður loftið betri raf- magnsleiðari, og þannig kemst hver „forhlaupari“ lengra en sá næsti á undan. Og þegar þeir hafa þannig rutt sér farveg í gegnum loftið, niður undir jörð, þá fer rafhleðslan í jörðinni að ókyrrast og einnig að senda frá sér „forhlaupara"*). Þetta skeð- ur alt á örlitlu broti úr sek- úndu. Alt í einu ná þessir „for- hlauparar“ saman og eftir þeim farvegi, sem þeir hafa myndað í gegnum loftið, þeytist nú hin ógurlega orka úr jörðinni upp í skýið. Þar af verður eldingin, sem menn sjá, og þessar elding- ar valda mestu tjóni. Farvegurinn sem eldingin fer eftir er stundum ekki víðari en hársbreidd, en stundum alt að tveir þumlungar í þvermál. Eft- ir þessa fyrstu „sprengingu" fara svo minni eldingar upp og niður eftir þessum farvegi milli jarðar og skýsins, en tíðleikinn er svo mikill að mönnum virð- *Þessir forhlauparar eru stund- um sýnilegir og hafa verið kall- aðir hrævareldar hér á landi. ist þetta alt vera sama elding- in, alt rennur saman í einn blossa. Af þessu, sem nú hefir verið sagt, er skiljanlegt hvers vegna eldingar gera mestan usla á því, sem hæst ber, svo sem trjám, turnum og háum húsum. Raf- hleðsla jarðar leitar þar upp vegna þess að þessir hlutir eru betri leiðarar en loftið. Þegar hún fær útrás skeður það með svo miklum hamagangi að tré t. d. tvístrast í agnir eða sviðna öll innan á augabragði. Hinir nýjustu eldingavarar eru stuttir málmfleinar og liggja frá þeim til jarðar koparþræðir eða galvaniseraðir járnþræðir og svo langt niður í jörð að þar sé altaf raki. Stálhús, eins og t. d. skýjakljúfarnir amerísku geta varið sig sjálfir, því að grind þeirra leiðir rafmagnið til jarðar. Eldingavarar eru nú hafðir á mörgum trjám, sem mönnum er sárt um og einnig á flestum minnismerkjum í Bandaríkjun- um, þar á meðal á frelsisgyðj- unni úti fyrir New York höfn. Einnig eru eldingavarar á öllum hergagnaverksmiðjum, einkum þeim, þar sem þráðtundur er framleitt. / Miklu tjóni valda eldingar með því að kveikja í skógum. Er talið að þær valdi um 6000 skógareldum í Bandaríkjunum á hverju ári. í austurríkjunum fylgir venjulega steypiregn eld- ingunum og kemur í veg fyrir að mikið tjón hljótist af þeim í skógum. En í Sierra Nevada kveiktu eldingar einu sinni 100 skógarelda á hverjum degi í viku. Það þarf því að hafa vak- andi auga á skógunum þegar eld ingar geysa og það er ekki nóg að vitja aðeins um þá staði, þar sem þeim slær niður. Oft get- ur virst svo sem þar sé engin hætta á férðum, en eldurinn leynist í trjám og limi og getur brotist út í ljósum loga eftir nokkra daga. Mjög er hætt við því að eld- ingum ljósti niður í símalínur og fari eftir þeim. Hefir það komið fyrir að þær hafa kol- brent símavíra á löngum köfl- um, svo að ekkert hefir verið eftir af þeim. En nú hafa menn fundið upp á því að strengja aðra víra fyrir ofan símavírana og setja leiðslur úr þeim í jörð. Þessir vírar verða þá farvegur fyrir eldingarnar, en símavírun- um er borgið. Vegna þess að vísindamönn- um hefir ekki tekist eins og Borssonum að skapa eldingun- um göngu, og koma þannig í veg fyrir að þær valdi stórkost- legu tjóni, hefir þeim hug- kvæmst annað ráð. En það er að kæfa eldingarnar í fæðingu. Það á að gera á þann hátt, að senda flugvélar upp í háloftin og láta þær strá fínmuldum ís yfir þrumuskýin, sem eru að myndast. — Er það dr. Vincent J. Schaefer forstjóri rannsókn- arstofu General Electricc, sem á þessa hugmynd. Hann segir að með því að strá ísdufti yfir ský- in muni rakinn í þeim þjappast saman og verða að ískristöllum og þá geti ekki mýndast raf- hleðsla þar, og þar með sé kom- ið í veg fyrir að eldingar brjót- ist út. Það var líka hann sem á sín- um tíma fann upp á því að knýja fram regn á sama hátt úr skýj- um, sem ekki þéttust nóg til þess að regndropar mynduðust. Eftir því sem rafleiðslum fjölgar og fjölbreyttari raf- magnstæki eru tekin í notkun, því meiri hætta stafar af eld- ingum. Á háspennulínum geta þær valdið spjöllum með tvennu móti. Annað hvort þræða þær vírana og eyðileggja spennu- stöðvar og annan útbúnað, eða þá að þær fara kippkorn eftir vírunum en ryðja sér svo braut MESSUBOÐ Fyrsta Lúterska Kirkja A Séra Valdimar J. Eylanda. Heimili 776 Victor Street. Sími 19017. — Guðsþjónustur á hverjum sunnudegi: Á ensku kl. 11 f. h. Á íslenzku kl. 7 e. h. Sunnudagaskóli kl. 12.15 e. h. Allir ævinlega velkomnir; ☆ Lúierska kirkjan í Selkirk Sunnud. 4. feb. Ensk messa kl. 11 árd. Sunnudagaskóli á hádegi íslenzk messa kl. 7 síðd. Söngflokkur syngur „Anthem“. Allir boðnir velkomnir. S. Ólafsson til jarðar og þá fylgir rafmagns- straumurinn þeirri braut og ekkert rafmagn kemst á ákvörð- unarstað. Til þess að fyrirbyggja þetta hafa menn fundið upp nokkurs konar öryggisventla til að setja á rafmagnslínurnar. Þegar nú eldingu slær niður í rafmagnslínu, eykst spennan af- skaplega og við það opnast þessi öryggisventill og hleypir eld- ingarrafmagninu til jarðar, en lokast svo sjálfkrafa aftur og hinn reglulegi rafmagnsstraum- ur hefir aftur óhindraða rás eft- ir vírunum. Þetta skeður alt með svo skjótri svipan að raf- magnsnotendur verða varla var- ir við það, þeir verða aðeins þess varir að rafmagnsljósin depla ofurlítið. Mesta þekkingu á eðli eldinga hafa menn fengið með því að athuga eldingar, sem þeir fram- leiða sjálfir og ráða hvar þaér fá útrás. Slíkum eldingum geta þeir „sett stað og skapað’ göngu þeirra“. En þó eru einnig hinar reglulegu eldingar rannsakaðar. Eins og áður er sagt lýstur eld- ingum þráfaldlega niður í Em- pire State Building. Þess vegna hefir General Electric komið þar fyrir ljósmyndavélum og alls konar mælitækjum. Mynda vélarnar taka sjálfkrafa myndir af eldingunum og með svo mikl- um hraða, að myndirnar sýna margar eldingar þar sem manns auganu virtist aðeins vera ein. Mælitækin sýna hraða elding- anna og afl. í Pittfield í Massachusetts á General Electric eldingavél, sem getur framleitt 50 feta langt reiðarslag með 15 miljón volta krafti. Þar koma gríðarmiklir rafpólar í staðinn fyrir þrumu- ský og jörð, en að öðru leyti er þetta byggt á þeirri þekkingu, sem menn hafa fengið á því hvernig náttúran skapar elding- ar. Eldingar geta komið af hvirf- ilbyljum, eldgosum, sandstorm- um og stórhríðum. Stundum koma þær úr heiðskíru lofti. Og það er von að menn óttist þær, því að mörgum hafa þær að bana orðið. Aldrei skyldi hafa síma né útvarp opið í þrumu- veðri. — Þá er og hættulegt að standa undir trjám, eða við vatn. — Annars hefir einn af forstjórum General Electric lát- ið svo ummælt: „Ef þú heyrir þrumu, þá er það sönnun þess, að eldingin hefir farið fram hjá þér. Ef þú sérð eldingu þá hefir hún ekki hitt þig. Ef elding hittir þig þá ertu ekki til frásagnar um það“. —Lesb. Mbl. Að Lögbergi 1950 Inn á milli íslands fjalla einn ég krýp, á helga jörð ættlands míns, og höfði halla í hljóðri bæn og þakkargjörð. Ég vil hendi öllum rétta. Æskugleði mína ég finn, þegar sumarloftið létta lófum strýkur mér um kinn. S. E. Björnsson Ámerískar kímnisögur

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.