Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 1

Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 1
PHONE 21374 ,te<* ***£££?£** Tvers A Complete Cleaning Inslitulion PHONE 21 374 fcU«* kot^ ^S* clcane V**ftíR 5 A Complet* Cleaning tnstitutior 64. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1951 NÚMER 7 Leitar valds til kaupa o orkustöðvum Forsætisráðherra Manitoba- fylkis, Mr. Campbell, hefir gert þinginu aðvart um það, að stjórnin muni leita valds til að kaupa allar eignir Winnipeg Electric félagsins, orkustöðvar, gasframleiðslustöðvar og sam- göngutæki; er þetta bygt á álits- skjali því, er Dr. T. H. Hogg fékk stjórninni í hendur í Marz- mánuði 1948. Dr. Hogg var um eitt skeið yfirumboðsmaður raf- orkumálanna í Ontario, víð- kunnur sérfræðingur í sinni grein; taldi hann mikla nauð- syn á því, að fylkisstjórnin fengi fult vald yfir öllum orkustöðv- um og virkjunum innan vé- banda fylkisins, því með þeim hætti yrði hægara að samræma framkvæmdir og fyrirbyggja orkuskort. Víst má telja, að mál þetta valdi bitrum áreiningi á þingi, því sínum augum lítur vafa- laust hver á silfrið; og ekki er heldur ólíklegt, að ýmsum hátt- virtum þingmönnum hrjósi hug- Hveiri handa Indverjum Um þessar mundir geisar hall- æri mikið á Indlandi, er svo sverfur að þjóðinni, að miljónir horfa fra má hungurdauða verði eigi hlaupið undir bagga híð allra bráðasta. Bandaríkin hafa þegar ákveðið að senda Ind- verjum allmiklar hveitibirgðir að gjöf, og nú hafa índversk stjórnarvöld farið fram á aðstoð af hálfu Canada. og er þess að vænta, að sambandsstjórn bregð ist skjótt við og dragi ekki á langinn að koma hinum að- þrengda Asíulýð til hjálpar. Canada er auðugt land og stend- ur sig vel við að láta eitthvað af mörkum við Indverja. Vanrrausrsyfir- lýsing feld Síðastliðinn föstudag kom til atkvæðagreiðslu í fylkisþinginu í Manitoba vantraustsyfirlýsing C.C.F.-sinna, er grundvölluð var á því, að stjórnin hefði brugðist vonum fylkisbúa varð- andi viðunanlega lausn húsnæð- ismálanna; yfirlýsingin var feld "leð 29 atkvæðum gegn 10. Tveir íhaldsþíngmenn, Mr. Willis foringi flokksins, og Mr. Renouf frá Swain River, greiddu atkvæði á hlið C.C.F.-sinna, og siíkt hið sama gerði Mr. Car- ^ash, kommúnistaþingmaður fyrir Winnipeg; en með stjórn- inni greiddi atkvæði Mr. Mc- DowelI, íhaldsþingmaður fyrir Iberville; kvaðst hann því með ollu mótfallinn, að Manitoba færi að blanda sér inn í húsa- orask. Arkvæðagreiðsla fyrirhuguð Forsætisráðherra Manitoba- fvlkis, Mr. Campbell, hefir lýst yflr því í þinginu, að hlutast verði til um, að fram fari al- J^enn atkvæðagreiðla meðal bænda, sennilega snemma á næsta hausti, er kveða skuli á um það, hvert bændur kjósi heldur að láta hveitiráðið, eins °g að undanförnu, annast sölu hJufra korntegunda, eða eiga þess kost, að selja þær á frjáls- um markaði. ur við þeirri feikna fjárupphæð, sem ætlast er til, að fylkið greiði hluthöfum Winnipeg Electric félagsins; um upphæð- ina er enn eigi raunverulega vitað, þó blaðið Winnipeg Free Press geti þess til, að svo geti auðveldlega farið, að upphæðin nemi hvorki meira né minna en 70 miljónum dollara. Flytur úrvarpserindi Herra ritsijóri Lögbergs: Nýlega hefi ég fengið tilkynn- ingu frá CBC útvarpskerfinu þess efnis að íslenzk kona, frú Thóra Helgadóiiir, muni flytja erindi yfir CBC kerfið, miðviku- daginn, 21. febrúar, kl. 3.45 (central standard time). Frú Thóra er dóttir Helga Guðmundssonar, bankaráðs- manns (bank director ) í Reykja vík. Hún er fædd í Reykjavík 30. nóvember 1922, kom til Bandaríkjanna 1943 og stundaði þar nám í þrjú ár. Lagði hún sérstaka stund á músik „Interior Decorating" og „Ceramics". Þar giftist hún árið 1944 Þórhalli Halldórssyni, sem er „Master of Science in Dairy products". Þau eiga einn son ársgamlan. Erindi frú Thóru er eitt þeirra er flutt eru á hverjum miðviku- degi um þetta leyti árs. Miða erindin í þá átt að fræða hlust- endur um líf og starf almenn- ings í Canada og öðrum lönd- um. Undanfarin ár hefir sérstök áherzla verið lögð á efni sem viðkemur heimilislífinu, t. d. voru erindin, sem flutt voru s.l. ár nefnd „My Mother", en nú í ár er talað um „Our Children". Erindin eru venjulega 12—14 í röð og verður erindi frú Thóru sjötta í röðinni. Erindið talaði frú Thóra á plötu í Reykjavík og var platan send hingað vestur. Útvarpað verður yfir CBC kerfið frá hafi til hafs og má heyra erindið frá CBW (Winnipeg-stöðinni) 3.45 e. h. (central standard time) og 2.45 (mountain standard time, en CBK og CBX munu flytja útvarp þetta kl. 1.45 e. h. (Paci- fic standard time). Munu því allir íslendingar hér í Vestur-Canada og einnig þeir í Bandaríkjunum, sem heima eiga nálægt landamærun- um eiga kost á því að heyra er- indi frú Thóru. Hólmfríður Daníelson Ægilegt Járnbrauf-arslys Samkvæmt fregnum frá bæn- um Woodbridge í New Jersey- ríkinu þann 7. þ. m., varð þar þá um daginn eitt hið allra ægi- legasta járnbrautarslys í sögu Bandaríkjaþjóðarinnar; gerðist þetta með þeim hætti að far- þegalest á leið til Pennsylvaníu valt út af teinunum, en við það mistu 82 farþegar lífið, en um 500 sættu ýmiskonar meiðslum og voru fluttir á 'sjúkrahús, margir í næsta alvarlegu ásig- komulagi; á þeim stöðvum, sem slysið bar að höndum, mátti lest- in eigi fara hraðara en 25 mílur á klukkustund, en fór, að því er lögregluvöldum, er að rannsókn hafa unnið, segist frá, að minsta kosti 50 mílur á klukkustund- inni; líklegt þykir að dánartal- an hækki til muna, því fjöldi þeirra særðu, er á sjúkrahúsum liggja, eru taldir nær dauða en lífi. Rannsókn er hvergi nærri lokið. Flytja kvæði á Miðsvetrarmóti Fróns Dr. Richard Beck Einar P. Jónsson Saskatoon Doctor to Speak Here Vantraust borið fram og felt Dr. S. W. Steinson of Saska- toon will be guest speaker at the annual concert of the Icelanriic Canadian Club to be held Tues- day, February 27, at 8.15 p.m., in the First Lu- theran Churrh. Dr. Steinson is a noted orator and has had a brilliant career in the field of Education. H e has his doctor's degree in Education from the University of California (1948) and has done outstanding work in Education Improvement. In 1950 he came to the Saskatoon Normal School and holds the DR. S. W. STEINSON Áflæði í British Columbia Seinnipart vikunnar, sem leið, sætti British Columbiafylki töluverðum búsifjum af völdum áflæðis, einkum í Fraserdaln- um; þrjár persónur týndu lífi, en nálega þúsund manns'varð að hverfa af heimilum sínum; nú eru flóðin mjög tekin að réna, og munu flestir vera komnir aft- ur til heimila sinna; járnbraut- arlestir teptust um hríð, og vatn kom í marga húskjallara í Van- couver. position of Co-ordinator of Guidance of Learning Program. Dr. Steinson hails from the Argyle, Man., district and is a son of Mr. and Mrs. Torfi Stein- son. He is married and has two children. The Daniel Mclntyre choral group and soloists will entertain with selections from "The Gon- doliers" under the direction of Glen Pierce. This group is very outstanding in its operetta wcrk and it will be a real pieasure to hear them. Rev. V. J. Eylands will show beautiful koda-chrome films of Icelandic scenery, and give a commentary on the subject. Miss Thora Asgeirson, brilliant pianist and winner this year of three prizes, including the Uni- versity Gold Medal, will give a group of piano solos. This promises to be one of the best of the Icelandic Canadian Club concerts. Admission only 50 cents. Proceeds will go to the fund for the Chair of Icelandic language and literature at the University of Manitoba. —H.D. Tvisvar sinnum í fyrri viku, bar íhaldsflokkurinn brezki fram í þingi vantraustsyfirlýs- ingu á hendur Attlee-stjórninni og í báðum tilfellum brást hon- um bogalistin; í fyrra skiptið fólst vantraust til stjórnarinn- ar vegna þeirrar ófrávíkjan- legu ákvörðunar hennar, að hrinda í framkvæmd þjóðnýt- ingu járn- og stáliðnaðarins; við atkvæðagreiðsluna sigraði stjórnin með tíu atkvæða meiri- hluta; í hinu tilfellinu gekk stjórnin sigrandi af hólmi með átta atkvæða meirihluta, en þá veittist Mr. Churchill einkum að henni vegna hins tilfinnan- lega kjötskorts, sem nú þrengir að þjóðinni og ekki er séð fyrir endann á. Framsögumenn stjórnarflokks ins viðurkendu, að kjötskortur ætti sér stað, og að skömtun væri næsta ströng, en vörðu sig með því, að vegna aukinna út- gjalda til hervarna, sæi stjórn- in sér ekki fært að kaupa kjöt frá Argentínu við því geypi- verði, sem stjórnarvöld þess lands krefðust. Með hliðsjón af þjóðnýtingu stáliðnaðarins lýsti Mr. Attlee yíir því, að forvígismenn þess iðnaðar hefðu heitið því, að starfa áfram í þjónustu hans þó um ríkisrekstur yrði að ræða, en með þeim hætti mætti víst telja, að fullkomið jafnvægi á sviði framleiðslunnar héldist við. Þurrkan gleymdist í maga sjúklingsins! Merkur borgari lárinn Hinn 7. þ. m., lézt hér í borg- inni George S. Mathieson 77 ára að aldri; hann rak kornverzlun um Jangt skeið og var fjórum sinnum forseti Kornmiðlarahall- arinnar, Winnipeg Grain Ex- change; hann var maður list- rænn, og einn þeirra, er grund- völl lögðu að Manitoba Musical Festival, auk þess sem hann á margvísdlegan annan hátt, tók giftudrj'úgan þátt í félagsmála- starfsemi Winnipegborgar. Fannsi við nýjan uppskurð. Meira um Frónsmórið Blöðin hafa þegar getið um eitt og annað, sem verður til skemtunar á Miðsvetrarmótinu, en ekki er alt talið enn. Þess er þá fyrst að geta að Harold Jónasson ætlar að leika á cello. Hann spilaði fyrir okkur á Frónsfundi í haust svo að un- un var á að hlýða. Þessi ungi maður kennir eðlisfræði við há- skóla fylkisins en stundar hljóm- listina í hjáverkum. Hann spilar í symfóníuhljómsveit Winnipeg- borgar og er talinn efni í ágæt- an listamann. Við íslendingar erum líklega einu menn í þessu landi, sem láta sér til hugar koma að bjóða skáldum að flytja kvæði sín á skemtisamkomum. Þessum sið viljum við halda í lengstu lög og höfum því beðið tvö skáld að flytja drápur. Annað þeirra er Einar P. Jónsson, ritstjóri, sem eflaust hefir ort fleiri fögur ljóð til ættlandsins en nokkuð annað skáld hér vestra. Hitt skáldið er dr. Richard Beck. Þessi sérstæði atorkumaður, sem er hvorttveggja í senn, skáld og fræðimaður, er okkur ætíð kærkominn gestur. Munið eftir Miðsvetrarmótinu þann 26. þ. m. H. Th. Mynd efrir Svavar Guðnason í dankri útgáfu Bókaforlag Einars Munks- gaards í Kaupmannahöfn hefir hafið útgáfu á myndaheftum nú- tímalistamanna á vegum al- þjóðasambands experimental- listamanna, og nefnist mynda- safn þetta Cobra-bibliotek. í fyrsta safninu eru fimmtán smá- hefti, hvert um sig helgað ein- um listamanna, og eru listamenn irnir þessir: Belgíumaðurinn Alechinsky, Danirnir Else Alfelt, Ejler Bille, Sonja Ferlow, Henry Heerup, Egill Jacobsen, Asger Jorn og Carl Henning-Petersen, Eng- lendingurinn Stephen Gilbert, Frakkarnir Atlan og Doucet, Hollendingarnir Appel, Con- stant og Corneille og íslending- urinn Svavar Guðnason. 1 hverju hefti eru yfirleitt tólf myndir, auk litprentaðrar kápu- síðu og æviatriða listamannsins. textinn er á frönsku. Útgáfan er vönduð og smekkleg. —Alþbl. 13. jan. Danskur maður, Arthur K. Jefferson, sem er ættaður frá Óðinsvéum, en fluttist til Banda ríkjanna ásamt konu sinni fyrir þrjátíu árum, er nú, samkvæmt frásögn Social-Demokraten, í heimsókn í ættlandi sínu og hef- ir furðulega sögu að segja. Jefferson hefir starfað í flug- vélaiðnaðinum árum saman og gegndi þjónustu í flughernum í síðustu styrjöld. í júlí 1946 lagð- ist hann í hersjúkrahús í Mary- land til uppskurðar, en strax á eftir varð hann alvarlega veik- ur. Átta mánuðum og tíu dögum síðar tókst lækni í sjúkrahúsi í Baltimore að finna orsökina að sjúkleika hans: Við nýjan upp- skurð fann hann í maga Jeffer- sons þurrku, sem hafði gleymzt þar, þegar fyrri uppskurðurinn á honum var gerður! Jefferson hefir oft orðið að ganga undir uppskurð síðan, og er því sem næst óvinnufær. Aukinn herafli Frá því var skýrt í síðasta blaði, samkvæmt yfirlýsingu frá hermálaráðherra sambands- stjórnar, að firið yrði fram á 5 biljón dollara fjárveitingu til hervarna í Canada og til fullnægingar skuldbindingum stjórnarinnar við aðrar lýðræð- isþjóðir; ætlast er til að fjár- veiting þessi dreifist yfir á þriggja ára tímabil; ráðgert er að mannaflinn aukist um 52 þúsundir, þannig, að sjóherinn bæti við sig 10 þúsundum, loft- herinn 20 þúsundum, en land- herinn 22 þúsundum; þess er vænst, að nægilegir sjálfboða- liðar gefi sig fram, að minsta kosti vilja stjórnarvöldin að svo verði eins og sakir standa. Leikur á skemtikvöldi Umsjón með húsaleigu Nú er nokkurn veginn víst talið, að fylkisstjórnin í Mani- toba muni fara fram á það á yfirstandandi þingi, að fá í sín- ar hendur vald til að kveða á um hámark húsaleigu ef til þess komi að slíkt þyki nauðsynlegt; tvö fylki, Quebec og Saskatc- hewan, hafa þegar slík laga- fvrirmæli við hendi. CoSdweSI hefir orðið Mr. Coldwell flutti nýverið ræðu í Ottawa, þar sem hann áfeldist þunglega sambands- stjórnina fyrir að hafa ekki far- ið að fordæmi Breta í því, að viðurkenna kommúnistastjórn- ina í Kína, kvað hann slíkt hefði átt að hafa verið gert áður en Kóreustríðið brauzt út. Veltur á ýmsu í Kóreu í fyrri viku höfðu liðssveitir sameinuðu þjóðanna unnið all- mikið á í Kóreu og áttu þá eftir ófarnar aðeins fimm mílur til höfuðborgar Suður-Kóreu, Seoul, eða jafnvel minna; en er hér var komið sögu, höfðu kommúnistar, með 100,000 manna herstyrk, hafið gagn- sókn og orðið talsvert ágengt hér og þar; þó mun ekki hafa komið til úrslitaorustu enn, sem komið er; fréttir frá Tokyo bera það með sér, að þrátt fyrir þessa nýjustu árás kommúnista, megi aðstaða sameinuðu herjanna teljast góð. Miss Thora Asgeirson Svo hefir skipast til, að Thora Asgeirson verður píanóleikari á skemtikvöldi Icelandic Canadian Club í Fyrstu lútersku kirkju þann 27. þ. m. Miss Asgeirson er á hröðu þróunarskeiði í list sinni og líkleg til mikilla afreka í framtíðinni; hún hefir nú hlotið gullmedalíu Manitobaháskólans fyrir frækni og næma tóntúlkun í píanóleik. Maybank í dómarasæri? Að því er fréttir frá Ottawa hermdu á laugardaginn var, eru taldar á því miklar líkur, að Ralph Maybank, Liberalþing- maður í sambandsþinginu fyrir Mið-Winnipegkjördæmið hið syðra, verði skipaður dómari i konungsrétti Manitobafylkis, er næst losnar þar um sæti; í sömu fréttum er þess jafnframt getið til, að í því falli, að Mr. May- bank láti af þingmensku áður en núverandi þingtímabili lýk- ur, muni Mr. Jack St. John bæjarfulltrúi, verða eftirmaður hans sem frambjóðandi í minstu kjördæmi. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.