Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 5

Lögberg - 15.02.1951, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 15. FEBRÚAR, 1951 5 Ati K4HVI rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON KONUR RÆNDAR HEIMILISHAMINGJUNNI Nýlega birtist í þessum dálk- um grein eftir Mrs. Elinor Roosevelt, er fjallaði um hina miklu breytingu, sem hefir orð- ið á stöðu konunnar í þjóðfé- laginu á síðustu áratugum. Eng- inn efi er á því að nauðsyn var á miklum umbótum — að það var kominn tími til, að konur ættu kost á meiri mentun og auknum mannréttindum. Hins vegar virðist nú svo komið, að þessi kvenfrelsishreyfing sé að fara út í öfgar —- að vopnið sé að snúast í höndum kvenna og svifti þær mörgum þeim hlunn- indum og réttindum er þær hafa, sem konur, notið frá alda öðli. I kapphlaupinu við karl- mennina um atvinnu og stöður — vegna löngunar til að sýna þeim, að þær séu jafnokar þeirra á öllum sviðum, virðast margar hverjar hafa gleymt þeirri staðreynd, að konur eru ekki karlar. í>að virðist sem þær hafi mist sjónar á því, að þeim hafi verið áskapaður verkahringur, er þær einar geta rækt, sem eiginkonur, húsmæð- ur og andlegir leiðtogar barna sinna. Það er hverri heilbrigðri konu eðlilegt að vilja fram yfir alla hluti, giftast, eignast heimili og afkvæmi. Það er henni og eðli- legt, eins og öllum mæðrum í dýraríkinu, að hlynna sjálf að afkvæmum sínum og ala þau upp þar til þau eru sjálfbjarga. Öllum uppeldisfræðingum kem- ur og saman um, að börnin þarfnist ástríkis og umönnunar móðurinnar og að hún hafi bezta aðstöðu allra til að móta skap- gerð þeirra. En eftirsóknin eftir hinu svo kallaða „frelsi“ er orðin svo mik- ú að fjöldi kvenna varpar frá sér þeim „réttindum“ að ala sjálfar upp börnin sín í þeim tilgangi, að taka að sér stöðu utan heimilisins. Vitaskuld eru því miður margar mæður þann- ig staddar, að þær eru nauð- öeygðar efnahagsins vegna, að ganga út í vinnu. Kvenfrelsis konur ættu fremur að beita sér fyrir því, að sem flestar konur fái »frelsi“ til að sinna sínum asköpuðu verkefnum innan hoimilisveggjanna, heldur en að e§gja þær á að skilja að miklu leyti við heimilið til að taka að sér stöðu utan þess. Kommúnistar hafa algerlega svift konuna frelsi sínu — rétt- mdum hennar sem húsmóður og uppfræðara barna sinna, og eins eg vænta mátti af þeim, gera þeir það undir því yfirskyni að Þeir séu að veita henni aukið frelsi. Kvenfrelsishreyfinguna, sem var réttmæt að vissu tak- juarki, hafa þeir tekið í sína Pjónustu og ranghverft henni Pannig að hún er orðin refsi- vöndur á kvenþjóðina. Með sí- feldum áróðri reyna þeir að telja °num trú um, að verksvið kon- unnar innan heimilisins sé lítils virði og mannskemmandi. Þessu fil sönnunar fer hér á eftir kafli úr grein, sem birtist í kommún- istablaði, um stöðu konunnar á Eússlandi: „Maðurinn hefir ékki lengur húsbóndarétt yfir konunni. Hún er nú jafnrétthár aðili. Lenin skildist að það var nauðsynlegt, að konan tæki þátt í almennum framleiðslustörfum ef hún ætti að geta notið jafnréttis. Til þess þurfti að koma upp fjölda mörg- Um opinberum stofnunum, svo sem veitingahúsum, vöggustof- um, dagheimilum o. s. frv., til þess að losa konurnar við heim- ilisstörfin. Þrátt fyrir öll lög til frelsun- ar konunni heldur hún áfram að vera heimilisþræll af því að lítilsvirt húsverk krækla, bækla, heimska og lítillækka hana, binda hana við eldhúsið og barnaherbergið og eyða kröftum hennar í smánarlega óarðbæran, leiðinlegan, taugaveiklandi og andlega niðurdrepandi þræl- dóm. Því hefir verið settur á stofn mikill fjöldi opinberra stofnana um öll Sovétríkin, svo sem þvottahús, vöggustofur, dag- heimili o. s. frv. Þannig hefir konan í Sovétríkjunum verið losuð við heimilisstörfin til þess að hún geti tekið þátt í fram- leiðslunni og öðrum opinberum störfum (sjötti hver meðlimur æðstaráðsins er kona). Þannig eru fyrir hendi í samskiptum kvenna og karla hin nauðsyn- legustu skilyrði til myndunar fjölskyldu sem byggir á félags- skap, virðingu og frelsi kon- unnar. Konan nýtur, eins og áður segir, fullkomins jafnréttis á við manninn. Fær sömu laun og hann fyrir sömu vinnu og hefir því t. d. sömu möguleika til mentunar. Ríkið verndar réttindi mæðra og barna, og samkvæmt lögum er refsivert að neita konu um vinnu vegna þess að hún sé kona, og einnig er refsivert að segja konu upp vinnu vegna þess að hún eigi von á barni. Hún á rétt á fríi í fimm vikur fyrir og fjórar vik- ur eftir barnsburð. Hún má ekki vinna eftirvinnu eða nætur- vinnu og ef þörf krefur verður að láta hana fá léttari vinnu um meðgöngutímann. Þannig er tek- ið fullt tillit til sérstöðu konunn- ar sem móður“. Þessi greinarkafli lýsir skýrt hinni takmarkalausu fyrirlitn- ingu, sem kommúnistar hafa fyrir konunni og hlutverki því, sem henni er áskapað og hún hefir ávalt leyst af hendi. í stað þess að hún fái að skapa fallegt og notalegt heimili fyrir sig og fjölskyldu sína, í stað þess að hún njóti samvista barna sinna daglega, er hún nú nauðbeygð til þess að takast á hendur störf utan heimilis jafnt á við karl- menn. Henni er engin miskun sýnd þótt hún sé líkamlega þróttminni en karlmaðurinn. — Hún vinnur í kolanámum, sópar strætin og mokar skurði. Þegar erlend skip hafa komið í rúss- neskar hafnir, hefir sjómönnum fundist það furðulegt að sjá kon- ur vinna við * uppskipun, og undrast þá fúlmensku, er leggur konum slíka stritvinnu á herðar. I fyrrnefndri grein er komm- únistum hrósað fyrir það, að þeir gefi konum rétt á fríi í fimm vikur fyrir og fjórar vikur eftir barnsburð, og ef þörf kref- ur verði að láta þær fá léttari vinnu um meðgöngutímann. — Þetta eru nú meiri hlunnindin! í stað heimilisins eru veitinga- húsin, vöggustofurnar, dagheim- ilin og aðrar slíkar opinberar stofnanir, og til alls þessa hefir verið stofnað af „virðingu fyrir frelsi konunnar“ segja stjórnar- völdin, en ekki svo sem til að notfæra sér vinnuorku kvenna við hina miklu vopnaframleiðslu og stríðsundirbúning þar í landi! Þannig hafa konur í kommúnistaríkjunum v e r i ð rændar heimilishamingju sinni. Þegar konur í lýðræðisríkjun- um gera sér fyllilega grein fyr- ir því hve systur þeirra í komm- únistalöndunum hafa verið stór- kostlega blektar með ímynduðu frelsi, munu þær gera tilraun til að stöðva hinn óheillavænlega flótta kvenna hér, frá heimilum sínum, og standa vörð um þau réttindi, sem konan hefir notið í aldaraðir, sem eiginkona, hús- móðir og uppfræðari barna sinna. British Designer Creates "Museum Piece" A new Museum of Costume being formed in London in time for the 1951 Festival of Britain will contain a model evening gown designed to represent modern fashions. Our picture shows an “after dai'k” gown which is destined to become a “museum piece” for future generations to admire. The gown, designed by Victor Stiebel, at Jacqmar, London, is to be given tö the new Museum of Costume, due to be opened in London in 1951, in time for the Festival of Britain. The fitted black bodice of the gown has a rounded yoke cut high at the neck and heavily embroidered with bronze and jet beads. The spiral skirt is in cigar-coloured crepe, which is swathed at the waist and ends in a wide sash- scarf; this can be worn round the shoulders as an attractive alternative. Séra Sigurbjörn Á. Gíslason 75 éra Amœhsgrein pcssi er birt að tilmœlum Dr. Rúnólfs Marteinssonar og ýmsra annara vina séra tUgurbjöms Á. Gíslasonar. Scra Sigurbjörn er mikilhœfur maður og hcfir mjög komið við sögu islcnzku pjóðarinnar mcð fjölpœttu starfi sínu; hann heimsótti oss Vestur-tslendinga fyrir mörgum árum og eignaðist mikinn fjölda vina. —Ritstj. SEEDTIME . CtAtcC * HARVEST By Dr. F. J. Greaney Director, Line Elevators Farm Service, Winnipeg, Manitoba. The New Stem Rusi Invasion (The Red Raider Raids Again!) Stem rust of wheat, known to the older farmers of Western Canada as “The Red Raider” or “The Red Peril” is on the march again. In 1950, after it had been under practical control for more than 10 years, stem rust invaded the fields of North Dakota, South Dakota and Minnesota, and stole at least 8 million bushels of wheat from the farmers of North Dakota alone. The Cause. Why all this alarm about stem raust? Well, in 1950, for the first time, a new kind or race of stem rust, identified by plant pathologists as Race 15B, became widespread and prevalent throughout the “one giant wheat field” that extends from Mexico to Canada. Race 15B is the most virulent (vicious) race of stem rust ever found in North America. It can attack and destroy all of the varieties of common wheat and durum wheat now commonly grown in Canada and the United States. The varieties Thatcher, Regent, Apex and Redman, cannot withstand the wither- ing and killing effects of Race 15B. The Problem. The immediate problem is that of developing a variety of wheat that will stand up against Race 15B of stem rust. If western grain growers are to be protected from the scourge of rust, it is imperative that our plant scientists be given the neces- sary tools to do the job—more money for fundamental re- search, more trained help, more greenhouses and more land. In plain words, increased approp- riations for rust research. A Responsibility. It is up to Séra Sigurbjórn er af Ásgeirs- brekkuætt. •— Faðir hans var ágætur búhöldur, Gísli í Neðra- Ási í Hjaltadal. Faðir Gísla var Sigurður á Miðgrund, en móðir hans Sigríður Þorláksdóttir bónda á Hólum í Hjaltadal Höskuldssonar. Pétur á Una- stöðum, afi sr. Friðriks Frið- rikssonar dr. theol., og Sigríður voru systkin. Eitt þeirra syst- kina var Þorbjörg, kona Stefáns í Keflavík, móðir Stefáns á Heiði, föður Stefáns skólameist- ara og þeirra systkina. — En bróðir Gísla í Ási var Guð- mundur í Ytra-Vallholti, faðir hinna kunnu Vallholtsbræðra. Fæddur er sr. Sigurbjörn í Glæsibæ í Víkurtorfu á nýárs- dag 1876. — Móðir hans var. Kristín Björnsdóttir bónda á Syðri-Brekkum Ingimundarson- ar bónda á Miklahóli Þorgríms- sonar. Þeir voru systrasynir þeir Sviðningsbræður og sr. Sigurbjörn. Kristín í Ási var mikilhæf kona. Neðri-Ás er mikil jörð, hæst metin jarða í Hólahreppi 1861 næst Hólastað. Það var að Ási, sem Þorvarður Spak-Böðvars- son lét reisa kirkju, án efa hina fyrstu, sem smíðuð var hér á landi eftir það að kristniboð hófst hér (árið 984). — Og þarna 'var Sigurbjörn alinn upp. Séra Sigurbjörn lærði undir skóla hjá Zophoníasi prófasti Halldórssyni í Viðvík. — Það voru hæg heimatökin, örstutt milli Áss og Viðvíkur. Læri- sveinninn var samboðinn kenn- aranum. Sr. Z. H. var afbragðs kennari og S. Á. G. námsgarp- ur mikill. Lauk hann inntöku- prófi til 1. bekkjar Lærðaskól- ans vorið 1891, en stúdent varð hann vorið 1897 með mjög hárri I. einkunn. Hann var hinn þriðji í röð af 20, hlaut 103 stig. — Fyrir ofan hann voru Jón Þor- láksson, síðar landverkfræðing- ur, og Sigurjón Jónsson, síðar læknir, en þeir hlutu báðir á- gætiseinkunn. Sigurbjörn lauk guðfræði- prófi með hárri I. einkunn úr Prestaskólanum vorið 1900. — Upp úr því dvaldist hann á ann- að ár í Danmörku, Noregi og Svíþjóð til náms, og varð hann fyrir sterkum áhrifum af heima- trúboðsstefnunni í Danmörku í þessari ferð. Á fyrsta ári hinnar 20. aldar hóf Sigurbjörn Irúboð hér á landi, ferðaðist víða og hélt sam- komur. Var þá dauft yfir trúar- og kirkjulífi hér á landi. Vant- aði ekki að deilt væri allhart á Sigurbjörn á þessum árum, því að vantrúin óð uppi og hin tízkubundna, ' frjálslynda guð- fræði undi illa kenningum Sig- urbjarnar. En ekki lét hann, hvorki þá né síðar, aðkast á sig fá. Það er skemmst frá að segja, að sr. Sigurbjörn hefir síðast- liðna hálfa öld verið einn af á- hugamestu foringjum evan- gelisk-lúterskrar Guðs kristni á íslandi. Nærfellt 30 ár ferðaðist hann um landið í trúboðserind- um, ritaði kynstrin öll um krist' indóms-, siðgæðis- og mannúð- armál, en hann lét ekki siija við orðin ióm. Athafnir fylgdu orð- um. — Þau félög, sem sr. Sigur- björn hefir einkum unnið fyrir, eru K.F.U.M. og K., Kristniboðs- félagið, Góðtemplarareglan og ýmis líknarfélög. Það sem heldur nafni hans lengst á lofti býst ég við að verði elliheimilið Grund í Reykjavík, hin mikla stofnun, sem risin er upp úr „Samverjanum“, er var matarfélag handa nauðstöddum. Var séra Sigurbjörn formaður þess félags, og íærði það síðan út kvíarnar jafnt og þétt og er orðið að Elliheimilinu. Margir góðir menn hafa staðið að þeirri stofnun, en ég held, að ég segi ekki of mikið, þó að ég fullyrði, að án forustu og hygginda sr. Sigurbjarnar hefði þeirri stofn- un ekki vaxið svo fiskur um hrygg, sem raun ber nú vitni um. Formaður sóknarnefndar Dóm kirkjusafnaðarins hefir hann verið um aldarþriðjung, Sjó- mannastofu Reykjavíkur um 8 ár og sunnudagaskólanefndar þjóðkirkjunnar frá 1943. I fram- kvæmdanefnd Stórstúku ís- lands átti hann sæti 1914—1915 og 1926—1927. Mér var mikil á- nægja að vinna með honum í Stórstúkunni á sinni tíð, og enn í dag hefir hann brennandi á- huga á málum Reglunnar. Um 30 ár var hann í ritnefnd og rit- stjóri „Bjarma“ og nú síðustu árin formaður almennra kirkju- funda. Ekki varð Sigurbirni auðsótt kosning til prestsþjónustu. Var sífellt hamrað á því, að hann væri þröngsýnn í trúmálum og þar fram eftir götunum. — En honum varð þetta og allri þjóð- inni líklega til góðs. Með því að vera heimilisfastur í höfuðstaðn um fékk hann víðara verksvið en ef hann hefði verið prestur í dreifbýlinu. En honum opnuð- ust þegar á unga aldri „víðar dyr og verkmiklar“, og enn í dag er verksviðið vítt og mikið. Flettið upp Guðfræðingatalinu og sjáið langa listann um rit- verk hans og hin margháttuðu trúnaðarstörf. Sr. Sigurbjörn var kennari í Vélstjóraskólanum nær 30 ár og víðar í reikningi og stærðfræði. Hann samdi kennslubók í reikn- ingi, og glöggur skólamaður hef- ir sagt mér, að hún væri bezl allra þeirra reikningskennslu- bóka, sem hann þekkti. Mér er sagt, að sr. S. Á. G. hafi verið afbragðs kennari. Prestsvígslu tók hann 23. óg. 1942,, ráðinn til prestsþjónustu við Elliheimilið. Var hann þá 66 ára gamall. Hygg ég hann elztan íslendinga, er tekið hafa prests- vígslu. Mun herra biskupinn hafa viljað veita Sigurbirm verðuga viðurkenningu fyrir hin fjölþættu störf hans í þjón- ustu kirkjunnar með vígslunni. Eftir heimsstyrjöldina síðari vann sr. Sigurbjörn að líknar- málum í Noregi og Finnlandi. Hann er maður víðförull, hefir mörgum sinnum farið utan, mætt á fjölda þinga í útlöndum og kynnt sér starf og starfsað- ferðir erlendis á vettvangi krist- indómsins, líknarmála og sið- gæðis. Sr. Sigurbjörn var kvæntur Guðrúnu Lárusdóttur, alþm. og bæjarfulltrúa, stórmerkri gáfu- og gæðakonu og rithöfundi. Voru þau samherjar í þess orðs fyllstu og beztu merkingu. Hús þeirra í Reykjavík, er hann nefndi ÁS eftir æskuheimili sínu í Hjaltadalnum, var sann- kallað andlegt höfuðból í ís- lenzku þjóðlífi. ÁS, það orð var oft notað eins og stefnuskrá, eins og þjóðlífsstefna. Sr. Sigurbjörn Á. Gíslason hefir verið umsvifamikill í ís- lenzku þjóðlífi. Hans dagsverk er mikið orðið og gott. Árnum vér hinum skagfirska merkismanni alls góðs farnaðar hálfáttræðum. Brynleifur Tobíasson —Mbl. 21. des JUMBO KAL Stærsta kál, sem þekkist 30 og Jatnvel 40 pund. OviSJafnalegt viC margskonar borðhald. Ánægjulegt a6 sjá þennan griðar ávöxt þrosk- ast, Sala Jumbo Káls t fyrra settl algerlegt met. (Pk. lOc) (eCa 80c) pöst frttt. the farmers, the grain merc- hants, the business men and the people of Western Canada to see to it that the necessary financial support is forthcom- ing. Up to the present, Canadian plant scientists have fought a winning battle against rust. But a new invasion threatens! Given adequate financial support and time they can, and will, control stem rust. EATON'a ny)Q VOR- OG SUMAR ’l VERÐSKRÁ Til taks að búa yður undir hlýrri mánuði framundan Verðskrá ókeypis gegn beiðni ^T. EATON C?,™ WINNIPEG CANADA

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.