Lögberg - 22.02.1951, Page 1

Lögberg - 22.02.1951, Page 1
Veitið íslenzkum menningarmálum fulltingi og fjölmennið á þjóðræknisþingið Frá Flugslysinu á íslandi Þann 8. þ. m. birti Lögberg þau sorglegu tíðindi, að víst væri, að farþegaflugvél með seytján farþega innan borðs, auk þriggja manna áhafnar, hefði . farist milli Vestmanna- eyja og Reykjavíkur; en vegna þess hve hraðan þurfti að hafa við um útgáfu blaðsins í fyrri viku, var blaðið fullprentað, er ritstjóra þess barst bréf það, sem hér fer á eftir, frá sendiherra ís- lands í Bandaríkjunum og Can- ada, Hon. Thor Thors, ásamt listanum yfir nöfn þeirra látnu, varð birting að bíða þessarar viku, en sendiherranum skal hér Frú Elma Gíslason Einsöngvori á skemtisamkomu Hin góðkunna söngkona, frú Elma Gíslason, verður einsöngv- &ri á skemtisamkomu Icelandic Canadian Club í Fyrstu lútersku ^irkju á þriðjudagskvöldið Þann 27. þ. m., kl. 8.30. Skaðvænleg inflúensa Illvígur inflúensufaraldur hef ir þjakað kosti Norðurálfuþjóða siðan skömmu eftir áramótin; dánartala á brezku eyjunum af yöldum sýkinnar, er komin upp 1 7,000, en í Þýzkalandi og á Norðurlöndum, virðist veikin vera nokkru vægari, þó útbreidd Se hún allmjög og hafi gert nokk Urn usla. Á íslandi hefir inflúensan út- breiðst vítt um sveitir landsins. Fjórveldafundur Eins og sakir standa, þykir ýklegt, að aðstoðar-utanríkis- raðherrar stórveldanna fjögra, retlands, Bandaríkjanna, rakklands og Rússlands, eigi y'eð sér fund áður en langt um •ður, 0g að slíkt muni svo leiða 1 fundar utanríkisráðherra á- niinstra stórvelda. Rússum hef- lr Þegar verið boðið, að sækja f '^.an ^und, sem ráðgert er að e-Jist í París þann 5. marz næst homandi. Laef-ur engan oilbug á sér finna Amerískur prestur, 104 ára gamall, varð nýlega faðir að sjounda barni sínu, sem var sveinbarn, og fagnaði hinn æru- \erði guðsmaður syni sínum ýne mikilli hrifningu; prests- fruin er 38 ára að aldri. með að makleikum þökkuð ^óð- vildin: — Washington, D.C., 12. febr. 1951 Hr. rilsljóri, EINAR P. JÓNSSON, „Lögberg", 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba. Utanríkisráðuneytið hefir til- kynnt sendiráðinu þau sorgar- tíðindi, að flugvélin „Glitfaxi", sem er eign Flugfélags íslands, hafi farizt. Flugvélin var á leið til Reykjavíkur frá Vestmanna- eyjum, og átti skammt eftir til lendingar á Reykjavíkurflug- velli. í flugvélinni voru 20 manns, og fylgir bréfinu listi með nöfnum þeirra. Virðingarfyllst, THOR THORS V estmannaeyingar: Marta Hjartardóttir og ung- barn, Herjólfur Guðjónsson Jón Steingrímsson Sigurjón Sigurjónsson Sigfús Guttormsson Ágúst Hannesson Páll Jónasson Þorsteinn Sigfússon Snæbjörn Bjarnason. Reykvíkingar: Magnús Guðmundsson Guðmann Guðmundsson Sigurbjörn Meyvantsson Gunnar Stefánsson, Ferðaskrifstofunni, Ólafur Jónsson. Aðrir: Guðmundur Guðbjörnsson, Arnarholti, Mýrum, Hreggviður Ágústsson, Norðfirði. Áhöfn: Ólafur Jóhannsson, flugstjóri, sonur Jóhanns Þ. Jósefssonar, alþingismanns. Páll Garðar Gíslason, flugmaður, Olga Stefánsdóttir, flugfreyja. Dr. Haraldur Sigmar Tekst á hendur prestsþjónustu í Blaine Forseti lúterska kirkjufélags- ins, séra Egill H. Fáfnis, hefir nýlega sett inn í embætti sem prest lútersku safnaðanna í Blaine og Point Roberts, Dr. Harald Sigmar fyrverandi kirkjufélagsforseta; hann hefir ekki verið heilsusterkur í nokk- ur undanfarin ár, en hefir nú náð sér að miklu leyti, og er það fjölmennum hópi vina hans og fjölskyldunnar, mikið ánægju- efni. Dr. Haraldur er hið mesta valmenni, og eru þau frú Mar- grét, sem er hin mikilhæfasta kona, samhent um alt það, er íslenzkan mannfélagsgarð má prýða. Halldór Halldórsson Merkur fésýslu- maður lótinn Síðastliðinn sunnudag varð bráðkvaddur að heimili sínu í Victoria, B.C., Halldór Hall- dórsson fésýslumaður, er um langt skeið cak í stórum stíl fasteignasölu og byggingáriðnað hér í borginni; hann var hálf- áttræður að aldri, maður vel les- inn, skáldmæltur og manna vin- fastastur. Halldór var ættaður af Önundarfirði; á mánudags- morgun fóru vestur flugleiðis til að annast um útförina systir hans, frú Gerða Ólafsson, Páll sonur hans, Miss Gilchrist, sem hefir haft á hendi fyrir hann bókhald um langt skeið, og Andrés Björnsson umsjónarmað ur með húseignum hans í Win-- nipeg. Útförin fór fram í Victoria á fimtudaginn; auk Páls sonar síns, sem áður var getið, lætur Halldór eftir sig fleiri börn, á- samt þremur systrum, þeim frú Gerðu, Guðrúnu og Dosíu Hall- dórsson. Úr borg og bygð VEITIÐ ATHYGLI! Aðgöngumiðar að h i n u m sameiginlegu hljómleikum, sem þær hljómlisiarsijörnurnar, frú María Markan Ösilund og ung- frú Helga Sigurdson efna til í Playhouse Theaire hér í borg- inni á fösludagskvöldið hinn 30. marz næslkomandi, fási nú iil kaups hjá ungfrú Margréii Pét- ursson, 45 Home Sireei, á skrif- siofum beggja íslenzku vikublað anna og í Ðjörnssons Book Siore, 702 Sargeni Aveune. Að- % göngumiðar kosia $1.00. Trygg- ið yður þá sem allra fyrst. ☆ Vissara er fyrir fólk, sem hefir í hyggju að sækja Miðsvetrar- mót Fróns, að tryggja sér að- göngumiða sem fyrst, því ekki verða seldir aðgöngumiðar fleir- um en húsið rúmar. Samkoman byrjar stundvíslega kl. 8 e. h., því skemtiskránni á að vera lok- ið kl. 10; þá verður stíginn dans og fyrir honum spilar ágæt fimm manna hljómsveit — McEwings Farmers Fiddlers — og með henni er þaulvanur dansstjóri. Þessi hljómsveit spil- ar iðulega frá C.J.O.B. útvarps- stöðinni. Góðar veitingar verða til sölu í neðri sal hússins; þar verður gaman fyrir fólk að hittast og spjalla saman. Aðgöngumiðar fást hjá Björns son’s Book Store, 702 Sargent; The Electrician, 685 Sargent; West End Food Market, 680 Sar- gent og hjá öðrum nefndar- mönnum. íslenzkir bænda- synir í kynnisför Áður en langt um líður munu tíu íslenzkir bændur og bændasynir fara vestur um haf til vinnu á búgörð- um þar um nokkurt skeið. Er það efnahagssamvinnu- stofnunin, sem starfar á veg- um Marshall-hjálparinnar, sem sér þeim fyrir vist og vinnu vestra við þær bú- greinar, er þeir kjósa að kynna sér. — Það eru tíu menn, sem gert er ráð fyrir, að fari vestur, en umsóknir um þetta munu hafa orðið tólf. Langflestir eru um- sækjendur af Suðurlandi, bænd ur og bændasynir, á aldrinum 22—30 ára. — Hefir Búnaðarfé- lagið tekið á móti umsóknunum, er nú hafa verið sendar land- búnaðarráðuneytinu til ráð- stöfunar., — Ætlast er til, að mennirnir starfi vestra í hálft til eitt ár. Munu vera nokkur ár síðan slíkar vesturferðir hófust í ná- grannalöndum okkar. Þannig mun nú þriðji bændahópurinn frá Danmörku vera í þann veg- inn að leggja af stað vestur um haf. Tveir hópar þaðan munu áður hafa dvalið á búgörðum í Bandaríkjunum við þau býti, sem hér er gert ráð fyrir. TÍMINN, 13. jan. í Finnlandi eru skofnir 27 þús. refir á ári Dýrbítur hefir mjög aukist í Finnlandi árin eftir stríð. Fyrir styrjöldina voru árlega skotnir 3000 refir á mörkum úti, en nú er fjöldi þeirra orðinn 27 þús- undir. Landbúnaðarráðuneytið hefir fyrirskipað sérstakar ráð- stafanir til að stemma stigu fyr- ir þessari miklu fjölgun refsins. Inflúensa hér í landi er tals- vert tekin að útbreiðast, einkum í Austur-Canada; í Montreal hefir um hundrað manns látist af völdum veikinnar, og hér og þar í Ontario hefir hún einnig gert nokkrar búsifjar; vestan lands hefir veikin verið ’nokkru vægari en eystra. Á fimtudaginn var lést að heimili sínu, Kjarna í Geysis- bygð í Nýja-íslandi, Páll Jóns- son, fyrrum bóndi á áminstu óðali, 103ja ára að aldri, er hald- ið hafði óskertum sálar- og lík- Paul Bardal, M. L. A. Kjörinn formaður fjárlaganefndar Mr. Paul Bardal, einn af þing- mönnum Winnipegborgar í fylkisþinginu í Manitoba, hefir verið kjörinn formaður fjárlaga- nefndar fylkisþingsins; þykir slíkt jafnan mikil virðingar- og trúnaðarstaða; er Mr. Bardal vel slíkrar sæmdar maklegur. Tjáir sig hlyntan samvinnu Borgarstjórinn í Winnepeg, Mr. Garnet Coulter, hefir kunn- gert, að hann sé fús til allrar hugsanlegrar samvinnu við fylkisstjórnina í Manitoba varð- andi lausn raforkumálanna á þeim grundvelli, sem líklegastur þyki til framtíðaröryggis í þeim efnum. Eins og vitað er, hefir Camp- bell forsætisráðherra gert þing- inu aðvart um það, að nauðsyn beri til að samræma þannig raf- virkjunarmálin, að þau komist undir eitt allsherjar eftirlit; hefir stjórnin þegar gert lýðum ljóst, að hún sé í þann veginn að hefja samninga við Winnipeg Electric félagið um kaup á öll- um eignum þess fyrir fylkisins hönd. Danir eru4,251 millj. Um seinustu áramót er talið, að verið hafi 4,251 þús. íbúar í Danmörku. — 1 höfuðborginni voru 983 þús., í öðrum kaup- stöðum 1,113,200 og í sveitunum 2,154,400 íbúar. amskröftum svo að segja til hinstu stundar; hann var skag- firskur að ætt, prúður maður og hjartahlýr; verður hans vafa- laust frekar minst við fyrstu hentugleika. Kominn til ára sinna Á fimtudaginn þann 15. þ. m., átti Mr. Elic Pierre Major 109 ára afmæli; hann er til heimilis í bœnum Carman hér í fylkinu. Mr. Major er fæddur í bænum St. Phillips í Quebec 15. febrúar árið 1842. Hann fluttist til Vest- urlandsins 1890 og hóf þá bú- skap í Carmanhéraðinu; seinna gaf hann sig að búskap í grend við Fannystelle og Haywood, og farnaðist jafnan hið bezta; síðustu tuttugu og t\iö árin hef- ir Mr. Major átt heima i Carman; hann hefir jafnan not- ið ágætrar heilsu og stundað störf sín af kappi miklu; á af- mælisdag sinn í fyrra var Mr. Major hinn ernasti ,en í þetta sinn var hann við rúmið, þó eigi kendi hann neins sérstaks las- leika, heldur væri aðeins dálítið slappur. Allstór hópur vina og sam- ferðamanna heimsótti Mr. Major á afmælinu, hyltu hann og sæmdu hann gjöfum. Konu sína misti Mr. Major ár- ið 1937 og hefir síðan dvalið hjá dóttur sinni; hann er að flestra, ef ekki allra dómi, langelzti nú- lifandi maðurinn innan vébanda Manitobafylkis. W. J. Lindal dómari Skipaður í mikilvæga nefnd W. J. Líndal dómari hefir ný- lega verið skipaður í mikilvæga nefnd, National Advisory Coun- cil on Manpower, er hélt sinn fyrsta fund í Ottawa á þriðju- daginn, en þangað fór Lindal dómari flugleiðis á mánudaginn; í nefnd þessari eiga sæti þrjá- tíu og tveir menn, og er helming ur hennar samansettur af vara- ráðherrum og öðrum háttstand- andi fasta embættismönnum stjórnarinnar, en hinn helm- ingurinn er valinn innan vé- banda hinna einstöku fylkja. Lindal dómari er væntanlegur heim aftur í dag. Frá Kóreu Á síðastliðinni hálfri annari viku hefir herjum sameinuðu þjóðánna miðað drjúgum áfram svo að segja á öllum vígstöðv- um; kommúnistar eru á stöðugu undanhaldi og hefir mannfall af þeirra hálfu verið gífurlegt. MacArthur yfirhershöfðingi hefir persónulega heimsótt meg- in orustusvæðin og tjáist bjart- sýnn um framvindu stríðsins; líklegt er talið, að hersveitir hans staðnæmist, að minsta kosti unz frekari ákvarðanir verða teknar, við 38. breiddarbaug. PÁLL JÓNSSON á Kjarna Látinn 103ja ára að aldri

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.