Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 2

Lögberg - 22.02.1951, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 22. FEBRÚAR, 1951 GUÐMUNDUR GÍSLASON HAGALÍN: Mannhelgin er æðst allra þjóðfélagshugtaka Erindi það, sem hér birtist, flutti Ouömundur Oíslason Hapalín i rikisútvarpinu d nýársdag, er fimm rithöfwndar komu þar fram til þess aö dvarpa þjóöina um áramótin. Erindi Ouömundar vakti mikla athygli og hafa margir óskaö þess viö Alþýöublaðið, aö þaö aflaöi sér þess til birtingar. Vildi blaöiö veröa viö þeim óskum og hefir nú fengið góöfúslegt leyfi höfundarins til þess aö birta það. Um ármót líta menn gjarna yfir farinn veg, yfir liðna árið, yfir liðna tíð, árin, sem þeir hafa lifað, aldirnar, sem þjóðin hefir lifað — og renna huganum til framtíðarinnar, — en „Lítið sjáum aftur, en ekki fram, skyggir Skuld fyrir sjón“. Þegar litið er yfir líf þessarar þjóðar,. verður það mörgum að virða einkum fyrir sér gullöld- ina, þegar vaskir menn og ævin- týrafúsir, góðir fardrengir — og framtakssamir og frelsisunnandi höfðingjar sigldu skipum sínum yfir Islandshaf, námu land og skipuðu þannig málum, að frægt er orðið. Þá minnumst vér og með gleði, aðdáun og stolti afreka feðra vorra á sviði skáldskapar og sagnritunar, og með hrolli blöndnum áhuga og uggkenndri eftirvæntingu fylgjumst vér með þeim atburðum, sem til þess leiddu, að vér gerðum gamla sáttmála við Noregskon- ung. Vér hugsum með hlýju og ræktarsemi til þeirra, sem á öldunum fram til siða- skipta stóðu á verði um menn- ingu vora og réttindi gegn er- lendum ásælnisanda og margvís- legu ofbeldi af hendi kónga og klerka og erlendra kaupmang- ara, og maður og maður frá myrkustu nauðöldum þjóðar- innar stendur oss fyrir hug- skotssjónum vafinn ljóma við- leitni sinnar og vitsmuna eða andagiftar og snilli. Auk nötur- legs hafísbjarma ægibliks af eld- gosum og ógnarskins frá galdra- brennum virðist oss þessi ljómi hið eina, sem lýsir í húmi 17. og 18. aldar, hinna einustu alda ó- skoraðs einræðis og blindrar kúgunar í allri sögu þessarar þjóðar, aldanna, þá er erlendir einvaldar og þeir fjárplógs- menn, sem skyldu gjalda sem allra hæsta skatta af þessum skækli hins danska veldis — krepptu miskunnarlausast að öllu og öllum hér á landi og létu dynja á landslýðnum þríþætta hnútasvipu verzlunareinokunar vinnukvaða og hina ómannúð- legustu refsinga, svo sem hýð- inga, Brimarhólmsvistar og líf- láts í Drekkingarhyl, í snöru böðulsins eða fyrir öxi hans. En THE PROF ESSIONAL TOUCH MAKES ALL THE DIFFERENCE The Brigden art service is based on a thorough understanding of your problem. You will find our Winnipeg studio equipped to respond quickly with creative ideas that will be helpful to you. A representative is ready for consultation at your convenience. Just call 24 394. ALÚÐARKVEÐJUR til íslenzka mannfélagsins í tilefni af þrítugasta og öðru órsþingi þjóðræknisfélagsins. Megi félagið * blómgast í framtíð til gagns og sæmdar íslenzka kynstofninum vestan hafs og austan. Velkomnir á þjóðræknisþing! KEYSTONE FISHERIES LTD. G. F. JÓNASSON, forstjóri Scott Block, Winnipeg Sími 925 227 þegar vér svipumst um í húmi þessara alda og gjöldum þeim, sem af ber ljómann, þakkir vor- ar, gleymum vér oftast að þakka þeim óséðu. Margir voru þeir íslendingar, sem féllu eins og bú peningurinn á þessum öldum, því að mannfjöldinn varð minni en á söguöld, varð nærfelt fjór- um sinnum færra fólk á íslandi en það er nú. En margir háðu hér baráttu af ódrepandi seiglu, háðu hana úti á annesjum og inn til dala, kváðu Andrarímur í brimgný og bylstrokum og við öskur frostveðra á heiðum uppi, en Hallgrímsrímur á palli í vökulok. Þetta fólk, þessi ó- nefndi og óséði fjöldi, varð- veitti eld kjarks og frelsisástar, gagnmálm minninganna og gull tungunnar, og á herðum hans stóðu einstakir forsvarsmenn vorir á hinum myrku nauðöld- um og hið glæsilega foringja- lið 19. aldarinnar, sem fágaði hin fornu vopn vor og smíðaði á ný úr málmi íslenzkra menn- ingarerfða við eld hugsjóna og í ljósi nýrrar þekkingar — og kallaði hvern mann, í sveit og við sjó, til aukins starfs og til markvissrar baráttu. Vér vitum, að starfi þessa for- ingjaliðs fylgdi mikil gifta, vit- um, að smátt og smátt tókst að draga úr höndum óviðkomandi, erlendra manna frelsi vort til athafna, frelsi vort til að ráða öllum vorum málum sjálfir, ráð- stafa arðinum af framleiðslu sjómannsins og bóndans svo að vér fengjum reist oss mannsæm- andi híbýli, aflað oss stærri og fullkomnari fafkosta, gert greið ara um samgnögur, svo að sam- tök, samvinna og samhjálp mætti eflast, fengjum aukin og bætt skilyrði til fræðslu og hvers konar möguleika til menn ingar, gætum tryggt sjúkum hjúkrun og lækningu og öryrkj- um og ellihrumum viðunandi af komu, greitt bætur fyrir þá, er féllu á vettvangi stríðsins við náttúruöflin og aukið reisn og fjölbreytni íslenzkrar menning- ar. Og þrátt fyrir víxlspor og mistök, sérdrægni og flokka- drætti hefir allt þetta lánazt svo um fram það, sem fram- hleypnustu fluguvonir stóðu til og ófyrirleitnustu lýðskrumarar þorðu að lofa fyrir nokkrum ára- tugum. Með öllu þessu höfum vér kappkostað að bæta aðstöðu hvers eins til lífsins, allt frá hinu vaskasta karlmenni til ör- yrkjans á hækjunni og hins sjúka á hans þrautabeði, gera einn og sérhvern sem frjálsast- an og sem hæfastan til að velja sér lífsstarf, til að mynda sér skoðun á þjóðfélaginu, á leiðum til úrbóta og framvindu, og skapa sér viðhorf við lífinu og máttarvöldum þess og tilver- unnar. En hví höfum vér að þessu keppt? Hví höfum vér talið þetta æskilegt? Hví hafa ekki þeir, sem sterkastir voru eða gáfaðastir og bezta höfðu að- stöðuna gert hina sem afskipt- asta af frelsinu, réttindunum og lífsgæðunum? Hvað liggur á bak við alla keppnina að því að veita eða að minnsta kosti segja sig vilja veita öllum sem mesta og bezta og jafnasta aðstöðu til lífsins? Viðurkenning þess, að maðurinn, ekki mannkynið, en Compliments of . . . Jubilee Coal C°- Limited CORYDON ond OSBORNE WINNÍPEG . \ H. B* IRVING, Manager ÞARFT HENNAR MEÐ ! Það segja 83 af hundraði af heimilisfeðrum, verzlunar og iðnaðarstofnana í Winnipeg, sem nota hina ódýru og öruggu raforku, sem Winnipeg raforkuverið veitir. Síðan árið 1911 hefir Winnipeg orkuverið verið sjálfstæð stofnun og framleitt orku til notkunar fyrir Winnipegbúa, og selt þeim hana fyrir óvenjulega lágt verð. Þar að auki hefir Winnipeg raforkuverið lagt fram fé á undanförn- um árum til að jafna bæjarreikningana og á þann hátt hjálpað til að létta skattabyrði Winnipeg'búa. Þegar að þú þarft á ódýrri, ábyggilegri raf- orku að halda, hvort heldur að það er til heim- ilis, skrifstofu, verksmiðju eða sölubúðar nota, þá hringdu til Winnipeg raforkuvers skrifstof- unnar í síma, númer 968 231. Mundu eftir, að Winnipeg orkuverið er þitt eigið orkuver. — Notaðu það!

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.